Heimskringla - 10.05.1906, Qupperneq 1
'G. Johnson.
Veralar með “Dry Goods”, Skótau
og KarlmanaafatnaÖ.
Saðv. horn. Ross oe Isabel St
WINNIPEG
XX. ÁR.
Arni Egpitsson
Land og Fasteignasali
Útvegar peningalin og
tryggir líf og eignir
Skrifstofa: Room 210 Mclntyre
Block. Teiephone 3364
Heimili: 671 Ross Avenue
Telephone 3083
Fregnsafn
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Vínnautnar skýrslur Canada fyr-
ir árið 1904 sýna, aö nú eru fieiri
menn dæmdir í sektir fyrir ofnautn
víns í Manitoba en í nokkru ö5ru
fylki í ríkinu, e5a rúmleg'a 8 af
hverju þúsundi íbúanna. þaö er
taliö vist, aö hinn mikli innfiutn-
ingur ýmsra Evrópuþjóða, áem
hingaö hefir flutt á sl. nokkrum
árum, sé aðallega orsökin til þessa
ástands. Til Winnipeg koma lang-
flestir þeirra, sem til landsins
flytja, og þó þeir stansi hér að
eins lítinn tíma áðus en þeir leita
sér bólfestu, ýmist hér í fylkinu
eða fyrir vestan það, þá nota þeir
dvöl sína hér, margir hverjir, til
þess að svala sér meira en góöu
hófi gegnir. það er því ftdl ástæða
til þess, að Manitoba sé lágt sett
í skýrslum stjórnarinnar og full
afsökun þess, þó hér sé rneira
drukkið en annarsstaðar, þegar á-
stæður allar eru athugaðar. En
leitt er það eigi að síður að svo
mikið óorð skuli verða á fylki
þessu, að það skuli taiið mesta ó-
reglubælið í Ganada.
— Keisari Japans manna mætti
afturkomnum hermönnum frá Man
churia, alls 35 þús. manna; einnig
maettu þar ekkjur \og börn fallinna
hermanna, alls 50 þús. manns. —
þar sýndu hermenn 500 fallbyssur,
70,000 riffia, 1400 sverð og 3500
vagna, auk annara hluta, er þeir
höfðu náð frá Rússttm.
— Hveitimaiarar í Austurfylkj-
unum hafa hækkað verð á hveiti
um 10—20 cents hverja tunnu af
mjöli. Enn hefir þó verðið ekki
verið hækkað hér í Vesturlandinu.
—Tekiuafgangur Breta á $1. fjár-
hagsári verður ttm 17 millíónir pd.
sterlinq, eða rúmlega það, en jafn-
framt Jtessu var þess getið í þing-
inu, að þjóðskuldin væri orðin
hættulega há, svo að öll rpöguleg
sparsemi væri btáðnauðsynieg til
þess að lækka hana. •
— Manntal verðtir tekið í Mani-
toba og Norðvestur fyikjunum þ.
24. júni næstkomandi. þetta er til
þess gert, að fá vissu tim, hve
margt manna sé í þessum fylkjuin
að kveldi þess 24. júní. Samkvæmt
því fólkstaii, verður svo miðað til-
lag til þessara fylkja úr ríkissjóði
um næsta 5 ára tímabil.
— það er fróðlegt að vita, að
gulltekjan i Yukon héraðinu í C n n-
ada hefir á sl. nokkrum árum orð-
ið alls $101,802,000 eða rúmar 100
millíónir dollara.
— Count M. Witte, stjórnarfor-
maðttr Rússa, liefir sagt al sér
embætti og keisarinn tekið í hans
stað Goremykin, fyrrum innanrik-
isráðgjafa, og sem talinn er æstur
óvinur Wittes og aiþýðufrelsis.
— Gas hefir fundist í jörðu í lær.
utn Fort Frances, Ont., á 13 feta
dýpi. það er og talið víst, að lin-
kol séu þar víða í jörðu skanit írá
yfirborði jarðar. þessi gasfutidur f
bænum hefir fært fram verð fast-
eigna, því víst er talið, að bærinn
vaxi mjög, þegar gasframleiðsla
*er komin þax á faíStan fót.
■—G. Johnson.—■
HvaÖ sem ykkur vantar aö kaupa
eöa selja þá komiö eöa skrifiö til mín.
Suðv. horn. Ross og Isabel St.
WINNIPEG
WINNIPEG, MANIT|j)BA 10. M A I 1906
... Svo er að sjá af fréttum frá
Edmonton, að Canadian Northern
og Great Northern járnbrautar fé-
lögin séu að keppa um. hvort fyrri
geti orðið til að mæla út vegar-
stæði gegnum Yellow Head skarð-
ið í Klettafjöllunum og alla leið
frá Edmontort til Kyrrahafs og að
byggja brautir sínar gegnuin fjöll-
in. Félög þessi eru einmitt nii að
ráða menn i Edtnonton og öðrum
stöðum vestra til þessa starfa, og
verkfræðingar, sem standa fvrir
mælingunum, segja að þær verði
gerðar bæði um Yellow Head og
Pine River skörðin.
ÍSLAND.
Skiptap og manntjón rétt
við Reykjavíkurhöfn.
Mestan hluta næstfiðinnar viku
voru hér ákafir útsynningsstorm-
ar með regni. Á laugardagsnótt-
ina herti veðrið og kólnaði þá svo
að jörð var alhvít um morguninn,
en um daginn gekk á með dimm-
um hríðaréljum og glórði þó til
sólar í milfi. Stormurinn jókst
þegar leið á daginn og varð úr
hið mesta rifrildisveður, er menn
muna hér um þetta leyti árs; sjór
inn hvítrauk og brimið óx óðum;
aðra stundina varð bjart, svo að
■þá sást vítt út yfir sjóinn, en hina
stundina byrgðu koldimm hríðarél
alla útsjón.
Fiskiskipin voru flest úti, en
hleyptu undan veðriuu og fóru að
týnast inn smátt og smátt.
Kl. 12 um daginn kom inn skip
er menn sáu strax að eitthvað
mundi að ganga. það 'sigldi inn ut
an við Engey, og beygði síðan
inn til hafnarinnar milli Engevjar
og Viðeyjar. En út yið Viðeyjar-
oddann, sem að höfníhni veit, eru
grynningar og blindsker. Skipið
réð sér ekki í storminum, lenti of
nærri Viðeynni og upp á skerið.
Ekki þektu menn þá úr landi,
hvert þetta skip vár, en gátu þó
strax til, að það mundi vera Ing-
var, eign Duus verzlunar hér, en
skipstj. Tyrfingur Magnússon frá
Engey, og reyndist það síðar rétt.
Menn af öðru skipi, er inn kom
um kveldið, segja svo frá, að um
morguninn kl. io hafi Ingvar verið
skamt frá þeim, út við Keflavík-
urbjarg, en hafi þá brotið gaffal-
inn og siðan haldið inn undan
veðrinu. En um strandið segja
kunnugir menn, að þegar skipverj-
ar hafi séð skerin framundan sér,
þá hafi þeir varpað út akkerum
og ætlað, að þau næðu haldi áður
en þá bæri á skerið. þetta mis-
tókst, en akkerisíestarnar héldu
skip nu föstu á skerinu; ella segja
menn, að það hefði strax borið af
því og rekið þá upp á Viðeyjar-
strönd. Eru þá líkindi til, að
menn hefðu bjargast, þótt skiplð
hefð auðvitað brotnað í spón.
Nú þegar skipið lá brotið á sker
inu, sáu menn í kíkirnum úr landi,
að skipverjar klifruðu upp í reið-
ann, en brátt tók skipið að brolua
og liðast sundur, riðuðu þá möstr
ih svo fvrir brimganginum, að
stundum tóku þau dýfur í sjó, en
hófust þess á milli hátt í loft. Var
það hræðileg sjón. Skipverjar
týndust þá niður tir reiðanum og
héldu sér við borðstokkana. Gekk
svo lengi og réri skipið þarna á
skerinu fullar þrjár klukkustundir.
það halda menn, að meiri partur
skipverja hafi lifað allan þann tíma
En rétt á eftir, kl. 3, kom áköf
hvassviðrisroka og dimt hríðarél,
svo að ekki sást út frá landi, en
þegar henni var lokið, var alt horf
ið af skerinu bæði menn og skip.
Á opnum bátum var alls ekki
fært í nánd við strandið. En
menn bjuggust við, að gufuskipin,
sem á höfninni lágu.gætu bjargað.
Á tveim bátum héldu menu út á
höfnina frá landi til þess að leita
hjálpar hjá gufuskipunum. En þau
treystu sér ekki. Eitt, Gambetta,
hélt þó á stað, en í því gerði kol-
dimt él og snéri þá skipið aftur á
miðri leið. Eiha 'björgunarvonin
liefði það þó verið, að gufuskip
hefði haldið út í nánd við strand-
ið og frá því hefði svo \-erið reut
bátum ð streng út aö skerinu.
Ráðherrann hafði skorað á skipiö
Reykjavíkina að fara, og heitiÖ að
borga allan skaða, sem hljótast
kynni af björgunar tilrauninni, en
skipstjóri neitaði. Úr vélabát stór
um, sem á höfninni lá, hafði véin
verið tekin sundur fyrir einum eða
tveimur dögum til aðgerðar, en
efla hefði að líkindum mátt nota
hann til björgunar.
Vel má vera, að allar bjargir
hefðu reynst bannaðar í þetta sinn
um það eru sjómennirnir færastir
að dæma. En mikið hefði það dreg
ið úr þessum hryggilega viðburði,
ef aðburðirnir til þess að bjarga
hefðu verið meiri en þeir voru.
þetta er hörmulegasta tjónið,
sem hér hefir orðið langa lengi, og
hlýtur að verða minnisstæté öllum
sem á horfðu. 20 menn voru á
skipinu og fórust allir. Og þetta
var rétt við höfnina í Reykjavík.
þeir sem með skipinu fórust
voru, auk skipstjórans, sem áður
er nefndur, þessir:
Jú'líus ‘Arason úr Rvík, 27 ára,
giftur, stýrimaður á skipinu.
Guðmundur þórðarson frá Selja-
dal í Kjósars., 20 ára. matsveinn.
Tómas Tómasson 4 Akranesi,
41 árs.
ólafur Sveinsson úr Reykjavík,
28 ára, ógiftur, en hafði fyrir
kvennmnnni og barni aö sjá.
þorst. Jónsson úr Reykjavík, 36
ára, giftur og átti börn.
Sigurbjörn Jónsson af Akranesi,
35 ára, ógiftur vinnumaður.
Stefán Gestsson frá Vetleifshoits
parti í Rangárvallas., 25 ára.
Guðjón Gestsson frá sama bæ,
32 ára, giftur og át-ti börn.
Öuðjón Kr.Jónsson frá Akranesi,
17 ára .
Albert Eiríksson frá Árbæ í Öl-
vesi, 16 ára.
Sigv. M. Larsen, norskur, 30 ára
Jakob Havstad, norskur. 19 ára.
Si'gm. Hiidibrandsson frá Vet.-
lei'fsholti í Rangárvaliasýslu,, 32
árg, ógiftur.
Geir Hildibranþsson, bróðir hatis
frá sama bæ, 26 ára, ógiftur.
Jóhann Teitsson úr Rvik, 61 árs,
ekkjumaöur.
Sigurður Jóhannsson úr Rvík,
sonur hans, 16 ára.
Tímóteus ó. Guðmundsson frá
Akranesi, 16 ára.
Olafur Einarssou' frá Árbæ i Ár,
nessýslu, 18 ára.
Kláus Jónsson frá Ausu í Borg-
arfj.sýslu, 23 ára, ógiftur.
Einn af skipsmönnum hafði ver-
ið settur á iand fyrir skömmu í
Keflavík, sakir veikinda, Tómas
Tómasson, tvítugur piltur héðan
úr 'bænum.
Ellefu lík h-afa fundist rekin í
Viðey. Lögrétta.
— Fjárkláöi hefir nýlega fundist
á þremur bæjum í Skriðuhreppi
Á öllum bæjuhum h'afa fundist lif-
andi maurar, en að eins á fáum
kindum. Böðun hefir þegar farið
fram á öllum þessum heimilum.
— Séra Matthías Eggertsson fí
Grímsey kom hingað í þessari viku
Hann skýrir oss frá því, að í 4
mánuði hafi Grímseyingar engar
fréttir haft iir landi, vissu t.d. ekki
um konungsskiftin fyr en nú og
mutt frét'tin um þau þó vera kom-
in um alt land fyrir löngu. Good-
templarastúku hefir presturinn nú
stofnað þar á eyjunni, og hei'tir
hún Pólstjarnan; er það hið mesta
þarfaverk. Barnaskólahús bygðu
eyjarskeggjar i fyrra og voru 14
börn á skólanum í vetur og kend'i
prestur þeim; auk þess hefir hann
í vetur kent eyjarbúum söng, 20—
3P manna, 11. nóv. á fæðingardegi
Fiskes héldu eyjarbúar samkomu
til minningar um Fiske og ráð-
gera að gera það árlega sama dag
— Daítnebrogsmenn eru þeir
orðnir Hannes Hafstein ráðherra,
Steingr. Thorsteinsson rektor og
séra Matthías Jochumsson, og enn
fremur bændurnir Jón ólaisson á
Sveins.étöðum i Húnavatnssýslu
og Ingjaldur Sigurðsson á Lnmba-
stöðum á Seltjarnarnesi.
— Séra Ólafur ólafsson í Hjarð-
arhol'ti í Dölum er skipaður próf-
astur í Dalasýslu.
— Skeggjastaða prestakall er
veitt séra Jóni þorsteinssyni áður
aðstoðarpresti á Sauðanesi.
— Nýlega er dáinn einn af merk-
ustu bændutn Eyjafjarðgrsýslu,
Gunnl'augur Jónsson á Krossum á
Árskógsströnd, — lir tæriogu.
— Steingrímur Matth’asson, sem
þjónaði ReykjaV'íkur læknishéraði
í vetur, er nú farinn til K'aupni.-
hgfnar, eftir heimkomu Guömund-
ar Björnssonar.
— Tíðarfar. Fvrri hluta mánað-
ar (marz) var veður kalt og sn-jó-
satnt, en um 18. brá tii suðvest-
aná'ttar með þýðum. Hefir það
veður haldist síðan, að undan-
teknu litlu norðaníhlaupi vorkomu
daginn og tvo síðustu sólarhring-
ana hefir verið vægt frost og vest-
anél með köflum. 1 gær hlánaöi
aftur með suðvestan roki og
hreggi. Annars hefir verið úrkomu
lit'ið síðan batnaði, oftast loftlétt
og mikið sólfar. Batinn að öllu
hinn hagstæðasti og ákjósanlegasti
Snjór var kominn mikill, en er nú
tekinn að mestu af láglendi. —
Vænta menn þess, að vorið sé þeg
ar byrjað, og er óskandi, að þær
vonir breytist ekki.
— Smásíld hefir veiðst hér á
poliinum undanfarið í lagnet og
eitthvað hefir orðið vart við vor-
sí'Ii. Hrognkelsi hafa og aflast
nokkuð f firðinum utan til.
— Stórhýsi á Akureyri. Good-
templarar hér í bœ hafa að þessu
orðið að sætta sig við heldur lé-
legt húsnæði. En nú á komandi
sumri' verður mikil breyting á því.
Afráðið er að reisa nýtt hús í
miðjum bænum, þar sem Good-
templar húsið stendur nú; verður
það 44 álna langt, 34 álnirnar 16
áina breiðar og 10 álna tvílyítur
partur 21 ai. á breidd. Alt húsið
verður með kjallara undir, 10 feta
háum. Vegghæð í einlyfta partin-
um verður 16 íet, og verður þar
stór samkomusalur, 24x16 álnir
með svölum alt í kring. þessi sal-
ur mun að svo komny verða- hinn
stærsti samkomusalur á landinu.
Anuar salur, 13x10 álna, verður
á efra lofti til afnota fyrir Templ-
ara. I kjailaranum er ráðgert, að
bókasafn Akureyrar leigi og þar
verði lestrarstofa safnsins. Húsið
á að vera búið til afnota 1. nóv.
næstkom. Biiist er við, að það
kosti ttálægt 22 þús. kr. Yfirsmið-
ir 'þess verða snikkararnir'Guð-
mundur ólafsson og Guðbjörn
Björnsson.
— Barnaveiki er á Litla Hamri
í Evjafirði ; tvö börn sjúk. .þá er
og sterkur grunur utn barnaveiki
í húsi Magnúsar Björnssónar í
Lœkjargötu.
— Á fimtuda'gsmorgumnn var
féll maður útbyrðis af fiskiskipinu
Valtý og druknaði. þetta gerðist
við Akranesskaga. Maðurinn hét
Loftur Loftsson frá Bollagörðum
á Sel'tjarnarnesi, en átti nú heima
hér í bænum; hann var á bezta
aldri og lætur eítir sig konu og
tvö börn. — Fiskiskipið Milly kom
hér inn á mánudagsmorguninn
með fána í hálfri stöng; hafði í of-
viðrinu mist útbyrSis 3 menn, náð
2 inn aftur, en I hafði druknað,
stýrimaður skipsins, Gunniaugttr
Grímsson, 22 ára, ógiftur, frá
Hrólfs.sk'ála á Seltjarnarnesi, en
átti nú heima hér í bænum.
— I Hafnarfirði strandaði á
laugardaginn fiskiskútan Niels
Vagn, en mentl björgtiðust í land.
Á mánudaginn höfðu menn náð
skipinu á flot aftur lítt skemdu.—
Jzegar verið var að ná skipinu út
duttu tveir rnenn í sjóinn og var
annar þeirra skipstjórinn, Halldór
Friðriksson; báðir náðust en Hall-
dór hafði drukkið mikið af sjó.
Hann er þó jafngóður nú.
— Vélabátur stór. sem Björn
Gti'ðmundsson kaupm. á, lá á
laugardaginn suður í Vogavík og
sökk þar, en næst að líkindum
aftur.
— Mjólkurskóia smjörið hefir
selst ágætlega siðan skólinn hafði
vistaskifl'i og komst að Hvítár-
vöilum, og* er þess getið í blaði
nýiega, að þeir félagar Garðar
Gíslason & Hay í Leith hafi selt
þaðan í vetur 8 kvaríel af smjöri
á fulla 90 au. pd., þegar matsverð
iö «á bezta smjöri dönsku var ekki
hærra en 91. það eru gleðileg um-
skifti frá því sem áður var á
Hvaútteyri, eftir amtráðs fundar
skýrslunni í Stjórnartiðindunum
í9o3, þar sem skýrt er frá, að sal-
an frá tnjófkiirmeðferðar kenslunni
hafi gengið mjög báglega á Eng-
landi og í Reykjavík hafi smjörið
frá Grönfeldt “mátt heita óselj-
andi”.
— Á fundi Framfarafélggs Rvík-
ur, sem haidtnn var 1. þ.m., var
samþ. svohljóðandi tillaga: “Fund
urinn er því eindregið fylgjandi, að
þingmenn leggi ekki ferðina á kon-
ungsfund undir höfuð sér, og jafn-
framt lýsir hann megnri óánægju
sinni yfir því, hvernig blöðin Isa-
fold og Fjallkonan hafa komið
fratn í því máii”. þessi tillaga var
samþ. með öilum samhljóða atkv.
Á fundi voru 50 manns.
— M'ótorbáéar 5 eru sem stend-
ur hér í smíðum hjá skipasmið
Otta Guðmundss\-ni, eiga 2 þeirra
að fara á Akranes, annar til þor-
*
Nr. 31
steins R. Jónssonar á Grund og
Einars Inggjaldssonar á Bakka og
hinn til Hákonar Halldórssonar í
Lambhúsum og félaga; einn kaup-
ir Finttbogi Lárusson í Búðum,
einn fer norður til Laxamýrar
bræðra Ivgils og Jóhannesar Sig-
urjónssona, og .loks er hinn 5 bát-
urintt, sem þeir eru saman um
Kjalnesittgar og Kjósarmenn.
Bá'tarnir kosta ,um 1000 kr. fyrir
utan véiina, og er hún Alfamótor
með 8 hesta afli.
— Aflabrögð. Um 30 fiskiskip
hafa nú komið hér intt og er afli
þeirra til jafnaðar um 7000 á skip
af mjög vænurn fiski. Hæstir eru
Hjalti Jónsson á Swift með góð
10 þús. og Jón Ólafsson á Haf-
steini með 11 þús. Að undanskild-
um árunum 1900 oq 1904 mun
þetta \"era bezta aflaárið, það sem
af er, vegna þess, hve fiskurinn er
vænn. Ágætur afli í Garðssjó í net
og sömuleiðis góður afli í Grinda-
vík og Selvogi.
— Bar.dagi. I fyrrakveld höfðu
um 30 norskir sjómenn safnast
saman á Hótel Island. Allir voru
þeir hásetar á fiskiskipunum ísl.,
er lágu þar á höfninni. þeir urðu
ölvaðir og lenti i ryskingum, svo
að lögregluþjónarnir skárust í leik-
inn og tókst þá að stiila til friðar.
En síðar um kveldið lentu tim 20
af hópnum inn á Hótel Reykjavík
og lentu þar enn í áflogum, brutu
•þar ait og brömluðu og feldu nið-
ur steinolíuiampa á gólfið, svp alt
stóð í björtu báli. Næturverðirnir
skárust í leikinn og vildu hand-
sama einh\-erja af þeim sem verst
létu. Barst leikurinn svo út á göt-
una, og snérist þá allur Norð-
mannahópurinn að næturvörðun-
um og bar þá auðvitað ofurliði.
Friðrik barðist sem berserkur, en
var loks lostinn með flöskubotni á
gagttaugað svo að hann varð mjög
sár og óvígur. Varð hann þá að
leita læknis. En Norðmenn héldu
tii herkastaf'a Hjálpræðishersins,
og bjuggust að verjast þaðan. —
Nú var bæjarfógetanum sagt til,
og fékk hann sér menn og fór að
Norðmönnum í kastalanum. þótti
hann ganga vel fram og eins er
sa-gt tim herforingja kastaians.
Voru nú Norðmenn ofurliði bornir
og nokkrir fluttir upp í fangahús
en herforinginn lofaði að gæta
hinna til morguns og efndi það.
1 gærmorgun voru þeir svo allir
fluttir í fangahúsið, voru þá orðn-
ir afdruknir og sýndu engan mót-
þróa. Síðan fóru fratn yfirheyrslur
og voru margir sektaðir um 25—
60 kr., en aðrir sluppu.við hegn-
ingu. Allir komust þeir á skip sín
aítur i gær nema tveir; situr ann-
ar af sér 60 kr. sekt, í fangelsi, en
hinn liggur á Hjálpræðishers kast-
aianum í sárum eftir séungur af
flöskuglcTÍ| Tveir af þeim, sem út
var sfept á skipin, eru þó ódæmd-
ir enn, með því að frekari vitna-
leiðslu þurfti, en skipstjórar þeirra
tóku ábyrgð á þeim.
Islenzkur piltur, sem kom til
liðs næturvörðunum, fékk huíf-
stungu í bakið, en ekki mjög skað-
væna.
‘----♦----->
Fréttabréf.
Colby P.O.,.6. apríl 06.
Heiðraði ritstj. Heimskringlu! i
þú mátt halda, að ég sé dauð-
ur, það er svo langt siðan ég hefi
sent nokkyrt skeyti, enda er ekki
mikið að frétta héðan úr myrk
viði K\-Trahafsstrandar, þar sem
menn þurfa dags daglega að Iterj-
ast við að ryðja lándið, fella tré
og grafa rætur, og þess á milli
vinna annarstaðar fvrir peningum
til að borga landið. þó er ég bú-
inn að sjá, að tnaður getur vel
lifað hér af hænsarækt og garð
rækt og svo sem .einni kú, fyrir 4
til 6 menn í heimili. það þarf ekki
nema 40 hænsi til að borga alt
“groeery”, sem maöur þarf með.
Útlit er fyrir, að land vaxi mjög
í verði hér í kring; þegar ég kom
hér fyrir nálægt tveimur árum,
mátti' fá ekruna fyrir 15 éii 30
dollara, en nú er það fært tipp i
30 til 50 dollara, og gerir það
mest, að nú er Seattie í hinum
mesta uppgangi, og það hefir á-
hrif á jarðasölu alt umh\erfis. —
Sagt er að þrjú stórauðug járn-
brautarfélög ætli að leggja braut-
ir sínar austur úr ríkjum og til
Seattle á næstu árutn, og hefir
þetta þegar gert hina mestu æs-
ingu i alla lóðasölu í borginni.
•þar ai Veiðandi er vinna nóg fyrir
alla, og hefir aldrei litið betur út
fyrir þeim er daglaunávinnu hafa
að atvinnu en einmitt nú, og er
það ait, er ég get sagt af hag
landa í Seattle og Ballard, því ég
kem þangað sjaldan. það ég til
\-eit, líður löndum mjög vel yfir-
leiéé' í efnalegu tilliti. Meira ætla
ég ekki að segja af mér eða öðr-
um löndum í þetta sinn, enda
hygg ég, að aðrir riti um það er
við t>er meðal landa í Baliard,
sem eru því kunnugri en ég.
Tíðarfarið hér er ekki eins vot-
viðrasamt og af var látið áður
en ég flutti hingað vestur. það
rigndi mikið í september, desem-
ber og febrúar, en suo eru bara
sk'úrir við og við. Frost kom með
meira móti í marz, en síðan hafa
verið hlýindi, og er ekki hætt við
neinum kuldaköstum úr því. Tveir
mánuðir virðast ætíð heitir og
regnlausir hér; það eru júlí og
ágúst.
Nú erum við búnir að fá nýtt
pósthús tæpa mílu héðan og heit-
ir Manchester, og gefst það öllum
vitanlegt hérmeð, sem eitthvað
vilja skrifa eða senda til mín eða
ianda minna hér. J.S.
ELOCUTION SILYER
MEDAL CONTEST
Undir umsjón stúkunnar Skuld,
verCur haldin 1 sunnudagsskóla-
sal Fyrstu lútersku kirkjunnar,
MÁNUDAGSKVELDIÐ u. maí.
Programmc.
Piano Solo — Miss Sola ./ohnson.
Contestant No. 1.
Vocal Solo — Miss E. Rawson.
Contestant No. 2.
Violin Salo — Mr. l'h. /ohnston.
Contesiaut No. 3.
Vocal Solo — Míss E. Johnson.
Contestant No. 4.
Piane Solo — Miss L. Oddson.
Contestant No. 5.
Vocal 8olo — Miss L. Thorlakson
Contestant No. 6.
VocalSolo — Miss F. jackson.
Violin Solo — Mr. Th. Johnston
Vocal .Solo — Miss E. Rawson.
Aögangur 25c. Byrjar kL 8.
’PHONE 3668 SmáaðKerðir fljótton
—— vel af heBdi lovstar.
fldams & Main
PLUMBINC AND HEATINC
555 Sargent Ave. - - W’peg.
Skínandi
Veggja-Pappír
Ég levfl mér að tilkynna yðnr að ég
hefl nú fongiö inn meiri byrgðir af voggja
pappír, en nokkru sinni 6ður, og sel ég
haQn 6 svo láu veröi, að sllkt er ekki
dœmi til í sögunni.
T. d. hefl ég ljómandi góðan, sterkan
ag fallegan papplr, á 3Y%c. rúlluna og af
ðUum teguudam uppl 80c. rúlluna.
Allir prísar hjá mér 1 ár eru 25 — 30
prósent lægri en nokkrn sinni áður.
Enfremur hefl ég svo miklu úr að
velja, aö ekki er mór annar kunnur í
borginni er roeira heflr. Komið og skoö-
iö pappírinn — jafnvel þó þið kaupiö
ekkert.
Ég er sá eini íslendingur 1 öllu land-
inu sem verzla meö þessa vörutegund.
S. Andcrson
6ðl BaiihatyDe Ave. 10S Nena St.
Þetta er það
Tuttugusta aldar fatnaður er
svo vel þektur, að lýsing hans er
ðnauðsynleg. — Lag og efni það
bezta í Canada.
Okkar vanaverð er rétt. — Bn
meðan stendur ú tilhreinsunar söl-
unni er mikill afsláttur — og sama
gildir um allar aðrar vörur í búð-
inni.
Komið og sjáið. Nö. í dag.
Hyndman & Co.
Fatasalar Þeirra Manna
Sem Þekkja
The Rialto. 480Vjj Main St.