Heimskringla - 13.05.1909, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.05.1909, Blaðsíða 4
bl» 4 WINNIPEG, 13. MAl 1909. HEIMSKRINCEA Til Mrs. I. Goodman Eg ætla aö senda þér aö eins fá- ar línur í seinasta sinni, Ingibjörg mín. því mér finst greinar þínar bæöi til Mrs. Benedictsson og til mín lýsa því, að þú munir þurfa of mikið pláss í Heimskrinjjlu, ef þú átt að geta svalað geði þínu til fulls. En mér finst Heims- kringla of gott blað til þess að eyða miklu plássi í henni fyrir ann að eins og greinar þínar hafa ver- ið. því manni getur ekki annað en dot'tið í hug, þegar maður les þœr, að þú hafir svo mikið að segja, að þú hljótir að gefa sjálfri þér of lítinn tíma til að hugsa um, á hvaða rökum staðho;fingar þínar eru bygðar. En við skulum nú taka ofurlitla stund til að hugsa um atriðið, sem ósköpin eru risin út af. þér< nefnilega finst, að Mrs. Bene dictsson tala o£ illa í garð karl- manna. En góða mín, “alt er hreinum hreint”. þeir, sem góðir eru, taka það aldrei að sér, þó þeir heyri talað um óþokkamenni, því þeir finna og vita, að það er ekki til þeirra talað. Svo segir þú í greinni til mín ; “Heldur þú ekki, að það séu fleiri konur en ég, sem unna föðurnum, svninum”, o.s.frv’. því er fljótsvar- að. Eg hefi aldrei efast tim, að svo sé, og aldrei hefi ég heyrt Mrs. Benediktsson brígsla konum um ástleysi né artarleysi. En það er ekki það, sem um er rætt. það eru líka fáar konur, sem ímynda sér, ef þær heyra illa talað um ein- hverja, að það sé sjálfsagt talað til þeirra manna, sem þeim séu kaerastir og mestir. Ég segi, fáar konur, en ég sé í Heimskringlu að það eru til undantekningar. þú segir ennfremur, að þú álítir engan mun á eðlisfari karla og kvenna. En við skulum nú taka til dæmis alla þá karlmenn, sem yfir- gefa bömi sín og tnæður þeirra, skifta sér ekkert af, hvað um þau verður, eða hvort þeim líður vel eða illa. Skyldi þér ekki ganga illa, Ingibjörg mín, að finna jafn- margar stúlkur, sem kasta af- kvæmum sínum til föðursins, og vilja svo hvorugt sjá eða hej’ra framar ? Eitt er enn, sem þú sagðir í fall- egu greininni þinni, að ef kvenfólk hefði sömu tök á karlmönnum, o. s. frv. Getur þú hugsað þér nokk- ura konu svo, að hún vildi (ef hún gœti) svívirða karlmann og drepa hann svo á eftir ? það eru of mörg dæmi til, að karlmenn haía aðhaíst slíkt gagnvart kven- fólki, og eitt ný-afstaðið þarna í Winnipeg. Eða liefir þú ekki lieyrt getið um níðingsverkið, sem unnið var á Mrs. James? Varla getur þú kallað það slúöursögur úr Freyju Ég ætla svo ekki að segja fleira, svo nú er þér óhætt, að segja hvað þú vilt, því verður líklega ekki svarað. Ég ætla að minsta kosti ekki að gera það, og ég er líka farin að ímynda mér, að Mrs. Benedictsson ætli ekki að svara grein þinni. Vonandi er samt, að hún hugsi ekki eins og málsháttur- inn kennir : “Svo skal leiðan for- smá, að ansa honum engu”. Vinsamlegast, Jónína Samúelsson. Til ritstjóra Lögbergs. Háttvirti hérra. Fyrir skömmu síðan birtist grein nokkur í blaði yðar með fyr- irsögninni “Djöfulæði og andatrú” sem þér höfðuð úr tímaritinu The Independent. Við þessa greán, sem andatrúar- maður (Spiritualist) og meðlimur “Sálarfræðis rannsókna félagsins”, langaði mig til að gera nokkrar atfiugasemdir. Fyrst vildi ég ráðleggja hinum heiðraða greinarhöfundi, að rita um eitthvað, sem honum er kunn- ugra um enn samband við fram- liðna, sem hann virðist sérlega ó- fróðtir um. Vér trúum því, að samband við framliðna sé mögulegt, eðtt rétt- ara sagt, v i t u m í gegn um reynslu vora, að það er mögulegt. í öðru lagi, þá er það samband við 'framliðna, sem vér höldttm fram, ekki samband við illa anda, sem gætti haft skaðleg áhrif, held- ur reynum vér af fremsta megni, að kenna mönnum að vara sig á þess háttar sambandi og koma í veg fyrir það. 1 þriðja lagi, þurfum vér alls ekki, að sækja nokkur dœmi eða fyrirburði til katólskra biskupa, klerka eða nunna, því vér höTum nóg af dæmum og viðburðum mitt á meðal vor hér í Winnipeg. Á hverju kveldi höfum vér dæmi þess, að andar framliðinna tala á þeim tungum, sem tniðlarnir ekki skilja. Vér höftim vini meðal hinna Iramliðnu, sem koma aftur til vor til að láta gott af sér leiða, t. d. lækna sjúka. Um það höfum vér nóg af vitnisburðum og dæmum, bæði meðal Islendinga og inn- lendra i þessum bæ. Vér höfum sunnudags kveldsam- komur vorar að 1016 Banning St., og bjóðum öllum þangað, sem fræðast vilja. Til frekari upplýsingar er ég reiðubúinn að kappræða “Spiritu- alism” við hvern sem er, opinber- lega. Yðar einlægur, W. MANTON. Athugasemd við fréttabréf Ilerra ritstj. Hkr. .Ekki dettur mér í hug, íað fara skamma þig fyrir hana Heims- kringlu þína, — enda mundi það ekki inælast vel fyrir, þar sem hún er nú að fá almenna viðurkenn- ingu fyrir að vera langbezta blað- iö, sem gefið er út á íslen/.ku máli hér vestan hafs. En það var annað, sem ég ætl- aði að segja. Mér líkar mjög illa, að sjá í fréttagreinum aðra eins pistla og þennan : — “Ég hefi frétt, að einar persónur hér séu gengnar í hjúskaparlífið og það sé Jón minn á Greiniríi”. ’þetta er í fregnbréfi frá Swan River og birtist í Hkr. 6. f. m. Jxtð er skemtilegt, að fá fréttir af Islendingum, sem víðast frá, en leiðinlegt að sjá annað eins og þetta frá fregnrita blaðsins, hver sem hann er. það ætti að vera hægt, að geta um hjónabönd, án þess að flétta glósum inn í þær fréttár. Persónulegt hnútukast á allstaðar illa við, en hvergi ver en þegar því er beitt i sambandi við giftingar. Slíkt getur ekki verið nokkrum manni t;l skemtunar eða fróðleiks, heldur þvert á móti. — það væri því óskandi,. að sérlíver fréttaritari hefði ávalt hugfast, að skrifa að eins það, sem ein- hverjum að minsta kosti væri ann- aðhvort til skemtunar eða fróð- leiks, og helzt hvorttvæggja. þeg- ar getið er um giftingar, á það bezt við, að brúðhjónin séu bæði nefnd fullu nafni, svo að lesendur fái áttað sig á hver þau eru. Ann- ars er fréttin þýöingarlaus. Yinur Heimskringlu. ATliS. — Höf. hefir rétt að mæla. Giftingar atriðið í áminstu fregnbréfi var ekki að gætt fyr en of seint, — annars hefði það verið dregið lit úr bréfinu. Ritstj. FOBFiliDKAK VOKIR þegar ég las í Ileimskringlu 8. apríl grein hr. S. Sigvaldasonar, með fyrirsögninni “Sakramentið”, þá datt mér margt í hug. Og þar á meðal það, sem 'Björn Gunn- laugsson segir, um fall vorra fyrstu foreldra, í sínu markverða kvæði í Njóltt. Og sýnist mér skoö un Björns miklu sennilegri, heldur enn skoðttn Sigvaldasonar. Hinn síðari álitur, að Alfaðirinn Adam hafi eftir fallið oröið af föð- urnum fjanda og að ölltt leyti glataður. En Gunnlaugssen segir : “Við alheimsstjórnun ekkert slys við Adams fallið skeði, heldur einmitt aldeilis áframhald þar réði. Ef Adams hefði og Efu dvgð engin reynsla metið, heimskan jöfn á hyggju bygð hefði fólgin setið. Svo hún yrði sén við ljós Sendast reynslan átti. þar af kunni karl og drós kynnast leið hvað mátti”. Af því Sigvaldason kemur með svo margar álvktanir, þá æ'tla ég að koma með eina, og það er, að það, sem Páll postuli sagöi, þegar hann bar saman Krist og Adam, hafi máske verið “Kristur er hinn annar Adam, því eins og Adam er höfundur hins dauðlega lífs allra, svo er Kristur höfundur hins eilífa lífsins”. Kristur sjálfur segir á eimtm stað : “Hver, sem fyrirlítur föðtir eða móður, er mín ekki verðugur”, og álít ég, að Adam og Efa kæmu undir þá reglu. Orsökin fj'rir því er senni- lega þessi, og ætti að vera attðséð af hverri einustu réttsýnisfullri og skynsamri manncskjtt, að ef t. d.: foreldrar Sigvaldasonar 'hefðu aldr ei komið saman, þá hefði S. Sig- valdason aldrei til orðið. það gátu enginn maður og kona nema þau ein veitt honum tilveru. Og svo alla leið til baka, hreint til Adams og Efu. Og þar af leiðandi hefðu þatt ekki verið þatt fyrstu, maður og kona á þessum hnetti, þá hefði engintt af öllum mönnum og kvinnum, sem hafa til verið á hnetti þessttm, eru nú til á honum eða verða nokkurn tíma til á hon- um, — getaö orðið til. þar af ætti að vera augljóst fyrir öllttm, að næst guði eigttm vér öll foreldrum vorttm að þakka tilveru vora. John Thorgeirsson. Thistle, Utah. Framför Blaine-bœjar Einhver hefir sent Hkr. “Land- takenda” útgáfu af blaðinu Blaine Journal, sem út kom í sl. apríl- mánuði. Blað þetta er í stóru broti, 44 bls. að stœrð og þrungið nákvæmri lýsingu á kostum lands- ins þar vestra, loftlagi, atvinnu- vegum, framleiðslu möguleikum og framtíðarhörfum öllum. Myndir eru sýndar af ýmsum leiðandi mönnum, einnig af húsum og verzl unarbúðttm, og áhöldum, sem lúta að timburgerð, laxveiði og aldina- rækt, o.fl. — þar kennir nokkurra Islendinga. Til dæmis er þar mynd af hústtm þeirra F. K. Sigfússonar og Andrew Daníelssonar. þar er og mynd af matsölubúð þeirra Daníelsson & Runolfsson. Meðal sterkra manna þar vestra ertt taldir- 3 synir Hans Hansson- ar, sem eitt sinn bjó í Selkirk, og sem nú teljast meðal frumherja Is- lendinga í Blaine. Piltarnir eru nær 200 pd. að þyngd hver, með krafta í kögglum. þeir tilheyra “Tttg of War” félagi Blaine-búa, sem nú er talið að bera af öllum slíktim félögum þar á Ströndinni. Blaðið getur ttm verzlanir þeirra Daníelsson & Runólfsson og E. Olafsson & J. A. Magnússon, og lætur vel af báðum þeim verzlun- ttm. — Vera má, að fleiri landa sé þar getið, þótt ekki höfttm vér við fljótt yfirlit orðið þeirra varir. Margt annað skemtilegt og fróð- legt er í þesstt blaði, og öll er út- gáfan hin myndarlegasta. — þar ertt auglýstar bæjarlóðir og íbúð- arhús í beztu stöðum bæjarins, og með verði, sem má teljast hlægi- lega lítið, miðað við það, sem við- gengst hér í Winnipeg, — svo sem t. d. 9 herbergja hús með útbygg- ingum og 50x130 feta lóð settri afdinatrjám, — alt íyrir þúsund dali ; og lönjd fyrir 15 til 30 dali ekran í grend við bæinn. Góðar bæjarlóðir frá $35 til $125 hver. Bakkusi hnignar. Eftir “Framtíöinni.” Nýlega hefir íyrverandi. forseti Harvard háskólans, öldungurinn dr. EUiot’, gerst algerður vínbind- indis-maðttr, ekki vegna þess, að hontim nú á elliárum væri hætta búin af nautn víns, lieldur til þess að gefa gott eftirdæmi og hjálpa áfram vínbannshreyfingunni —vera með, að gefa henni byr í seglin. — því hefir hann ekki gert það fyr ? — Já, hann skilttr tnálið betur nú en áður. Okkttr er þannig varið, mönnunttm. Við þurfum misjafn- lega langan títna til þess að átta okkttr. Hið satna og hann hefir William Taft, hinn nýkosni forseti Banda- ríkjanna, gert. í veizlu, sem haldin var honum til heiðurs í einu Suð- ttr-ríkjanna, hvolfdi hann staupi sinu og lýsti yfir þvi, að upp frá því bragðaði hann ekki áfengi. Hina sömu yfirlýsingu hefir Vil- hjálmur þýzkalandskeisari líka gert. Og þegar hann, þjóðhöfðing- inginn á sjálfu höfuðbóli Bakkus- ar, rekur Bakkus tir hústtm síntim, þá bendir það býsna sterklega til- þess, að valdi hans sé farið að hnigna. Fáir mttnu gráta það. En það, sem þjóðhöfðingjarnir nú óðtim eru farnir að sjá, það var Abraham I.incoln nú fyrir meira enn hálfri öld búinn að skilja. Hann neytti hvorki áfengis né tóbaks. Áleit hvorttveggja skað legt. Og þegar á hann er litið, þá virðist vera hægt fyrir ttnglingana að komast áfram og verða að mönnum án vins og tóbaks ; því eins og við sjáttm, varð ofttrlítill maður ttr drengnum Abraham, þó hann væri strangur bindindismað- ur. Stjórnmálamennirnir isl., sem nú berjast mest móti aðflutnings- banninu, æftu að taka þessi stór- menni sér til fyrirmyndar, og af- neita Bakkttsi. Vegur þeirra mttndi stœkka við það, í stað þess að hann m i n k a r, þegar, þeir ljá sig sem talsmenn fyrir einn skæðasta óvin landsins. Á.J.J. MARKET H0TEL t4li PRINCESS ST. iZ'ÍU,,,™ P. O’CONNELL, eigandl, WINNIPEO Beztu teRundir af vítiföuKum og vind! um, aðhlynning góð, hósið enduibætt JOHN DUFF PLUMBER, OAS AND STEAM FITTER Alt verk vol vandaö, og veröiö rétt 664 Notre Dame Ave. Phone 3815 Winnipeg ♦-----------------------------♦ Fað er alveg víst, að : Þtið borg'arsig að aug- : lýsa í ^Heinaskringlu. ♦-----------------------------♦ Með því aö biöja æflnlega um “T.L. CIG/\R,” I»á ertu vis9 aö fá ágætau vindil. T,L. (UNION MADE) Western Cignr Faetory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg Lager HExtra Porter Styrkið taugarnar með J>ví að drekka eitt staup af öðrum hvorum þess- um ágæta heimilis bjór, á undan hverri máltfð. — Reynið !! EDWARD L. DREWRY Manufacturer A Impc'-ter Wiuuipeg, Cauada. Department of Agriculture and Immigration. MANITOBA þetta fylkf hefir 41,169,089 ekrur lands, 6,019,200 ekrur eru vötn, sem veita landinu raka til akuryrkjuþarfa. þess vegna höfum vér jafnan nœgan raka til uppskeru tryggingar. Ennþá eru 25 milíónár ekrur óteknar, sem fá má mieð heim- ilisrótti eða kaupum. íbiiata;a árið 1901 var 255,211, nu er nún orðin 400,000 manns, hefir nálega tvöfaldast á 7 árum. íbúatala Winnipeg borgar árið 1901 var 42,240, en nú um 115 þúsundir, hefir mieir en tvöfaldast á 7 árum. Flutningstæki eru nú sem næst fullkomin, 3516 milux jám- brauta eru í fylkíntt, sem allar liggja út frá Winnapeg. þrjár þverlandsbranta lestir fara daglega frá .WHmipeg, og innan fárra mánaða ver'ða þær 5 taisins, þegar Grand Trunk Pacific og Canadian Nortbern bætast við. Framför fylkisins er sjáanleg hvar sem litið er. þér ættuð að taka þar bólfestu. Ekkert annað land getur sýnt saima vöxt á sama tímabili. TIL FFRDAKAMA : Stjórnarformaðnr og Akuryrkjmuála ltáðgjafi. Skrifiö eftir upplýsÍDgum til Jos< )»!i Itnrke. .Jnet llartooy 178 LOGAN AVE., WINNIPEG. 77 YORK ST., TORONTO. Farið ekki fraimhjá Winnipeg, án þess að grenslast um stjórn ar og járnbrautarlönd til sölu, og útvega yður fullkomnar upp- lýsingar um heimilisréttarlönd og fjárgróða mögukika. LÁRA 7 8 SÖGUSAFN IIELMSKRINGLU LÁRA 10 SÖGUSAPN HEIMSKRINGLU á Haughton Court, Stolneshire. Ilann. hafði mist líftö,' sem þjónn þessa manns fyrir fáum dögum, og annar þeirra, sem Leið í salnum til að gera grein fyr- ir, hvernig óhappið orsakaðist, var Sir Arthur sjálfur. Dauði manns þessa hatöi orsakast af skoti í hnakkann úr haglabyssu, og sáust sum aí höglunum í kring um sárið. það, sem nú þurfti að komast eftir, var það, hvernig þaö skeði, að skotið lenti í manni þessum. Undir éins og dómarinn var se/.tur, byrjaði yfirheyrsla aðalvitnanna. Á sama augnabliki kom fyrir tilyiljun, sem gerði alla, sem . viðstaddir voru, alveg hissa. Menn sáu jórevk nálgast á Fatheringham braut- inni, og bráðla heyrðist jódynur og vagnskrölt. Svo sást myndarlegur vagn með tveimur ljósjörptim hest- um fyrir aka að dyrttm Pólstjörnunnar. þjónn í einkennisbúningi stökk niðttr tir sæti sínu og opnaði vagndyrnar fyrir iniðaldra manni, sem sté út ur vagninum og gekk inn í gestgjaíahúsið. Fólkið þekti strax, að þetta var jarlinn Fatber- ingham, og vakti það ekki litla undrun. Hvers vegna kom hann þangað ? Hann var ekki vi-nur Sir Arthurs, og í rattn réttri heldttr ekki ánnara. Hann, var auðvitað ættingi herra Grosse, en Grosse kom þetta málefni ekki við, nema að því leyti, að hann var viðstaddur, þegar slysið átti sér stað. Jarlinn var þess utan drambsamur og afskiftalaus ttm aðra, og lét sjaldan sjá sig,, en nú kom hann samt. Hvern- ið átti að skilja þetta- ? Jarlinn gekk beina leið upp í salinn. það var nýbyrjað að yftrheyra Sir Arthur, þegar jarlinn kom inn, og þegar Sir Arthur sá jarlinn, brá hann Iit og þagnaði um stttnd. það var ekki að sjá, að jarlinn tæki eftir þessu. Hann hneigði sig lítið eitt fyrir dómaranum, sem stóð upp þil hálfs, þegar jarlinn var kominn inn, og settist svo á stól, sem lögregluþjónninn kom með handa honum. Hann setti gildan, gamaldags göngu- staf, sem hann hélt á, milli knjánna, lagði báðar höndur sínar ofan á handfangið og hökuna þar á of- an. þannig sat hann með hálflokuð augu. Sir Arthur var nú búinn að jaftta sig eftir undr- un sína, og hélt áfram með skýringu þá, sem hann var byrjaður á. Hann hafði auðsjáanlega ekki bú- ist við þessum áhevranda. Hinir mennirnir, sem viðstaddir voru, voru annaðhvort vinir hans eða að einhverjtt leyti háðir honutn, því hann var ríkur mað- ur og þar af leiðandi valdamikill. þó að Sir Ar- thur væri í talsverðri geðshræringtt, undraði það engan, því að það var fyrir hans hendi, að hin áður- nefnda skytta féll. Hann hafðí boðiö nágranna sín- um, hr. Grosse frá Broad, að vera með sér í veiðiför þann 4. sept. Skyttan framliðna var með þeim eins og vant var, og þess utan nngur piltur að nafni Martin, sem átti að bera sumt aí farangri þeirra. — Svo hélt Sir Arthur áfram skýrslu sinni á þessa leið: “það var fátt um fttgla, svo hr. Grosse stakk upp á því, að skyttan gengi inn í undirskóginn, til að vita, hvort þar væri ekki fleira af þeim. Hann fór líka í áttina þangað, en þegar hann var kominn 30—46 álnir frá þeim, vildi óhappið til, en hvernig jxtð atvikaðist, get ég ekki sagt. Ég man að eins eftir því, að ég miðaði byssunni, til þess að vera við- búinn að skjóta fyrsta fttglinn sem sæist, og þá hefi ég máske verið óaðgætinn með gikkinn. Án þess ég vissi æf, hljóp skotið úr öðru hlaupi byssunnnr, og ég heyrði hr. Grosse segja : ‘þarna hittir þú Burl- ston’. Ég leit þangað, og sá hann liggja endilangan á jörðunni”. þetta var alt, sem hægt var að skýra frá, þessu tilfelli viðvíkjandi, nema það, að sent var eftir lækni, sem kom innan stundar, en hann gat ekkert annað gert eða sagt en það, að skyttan væri dauð. Sir Arthur lét níi í ljósi, hve sárt sér félli ]>essi óhappa tilviljun, og kvaðst œtla að sjá um, að ekkja hans liði enga nauð. Hafi nokkur í hópnum hugsað sem svo : — “þessir mikillátu herrar álíta það ekk- ert gera, að skjóta þjóna sína eins og skepnur, ef þeir að eins borga íyrir J>að”, þá geymdi hann þessa skoðun hjá sjálfum sér, að minsta kosti þangað til hann kom út í hóp kunningja sinna. Almennasta skoðunin var innifaHn í þessum orðum Sfeercros dómara ; “Ég þakka þér, Sir Arthur, fyrir yfirlýsingu þína og ég er viss um, að dómnefndin er þér einnig þakk- lát. Enginn heíði getað gert meira en þú befir gert, og þú mátt vera viss um hluttekningu allra rétt- hugsandi manna”. Lágt samsinnis-muldttr fylgdi á eftir ræðu þess- ari, og var svo kallað á næsta vitni. “WilHam Sketchover Grosse ! ” Hr. Grosse, roskinn maður með dálítið grátt hár og hvasseygður í meira lagi, stóð upp og gaf vitnis- bttrð sinn tneð kaldri rósemi, gagnstætt því sem Sir Arthur hafði gert, en vitnisburður háns var sam- hljóða hins, svo áheyrendurnir vortt farnir að geispa og geta sér til nær þetta endaði. það var ekki að furða, þó jarl Fatheringhítm liti út fyrir að sofa. Nú kom drengurinn , Martin. Vitnisburður hans var nokkuð ósamanhangtmdi, en ]>ó i aðalatriðunum eins og hinna. Ilann hafði hevrt Grosse segja, að j>að hlyti að vera fuglar í undirskóginum, “og svo sagði hann skyttunni að fara á ttndan og reka J)á út úr homtm, svo heyrði ég skot og leit í kringum mig, þá sá ég skyttuna liggja á jörðunni, eins og hann hefði veríð'skotinn, , og þá kallar hr. Grosse : þú hefir hitt hann ! ” ‘• Já., og hvað svo?” spurði dftmarinn. “Hann var skotinn”, sagði drengurinn. “En hvað gerðir þú, þegar þú sást hann detta ?” “Ég hljóp til hans". “Og þá íanstu að lífið var sloknað?” “Nei, t‘g fartm ekkert líf, hann var ulveg dattður”. “Jœ-ja, það var nú það, sem ég meinti. Og hin- ir, hvað geröu Jteir?” “þeir hlupu líka til hans, og Sir Arthur sýndist vera mjög hræddur, en hr. Grosse segir við liann : ‘Hvernig ga/.tu verið svona klaufalegur, Redleigh?’ og þá svarar hann : ‘Hvað — það varst —" “Nú — jæja, það er gott”, flýtti dómarinn sér að segjít, “við kærum okkur ekki um, að heyra meira. Hve langt var hann kominn, þegar hann datt?” Pilturinn leit í kringum sig og svaraði : “Ámóta lang't og yfir að glugganum þarna”. Dómarinn leit þangað og sá kö jxtð vár kringum 3 álnir að glugganum. “Nú, það er dálítil ósamkvæmni viðvíkjandi veg- arlengdinni, en ég sé ekki að ]>að haft neina þýðinjru fyrir málefnið”, sagði dómarinn til dómmefndar- mannanna. Nú var lokið yfirheyrslu Martins og kallað á læknirinn. 2. KAPÍTULI. S p 11 r n i 11 g i n. Síðan jarl Fatheringham kom intt í dómsalinn, hafði hann að eins eintt sinni 1itið ttpp, og jxtð var þegar drengurinn mintist á gluggann, þá leit hann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.