Heimskringla - 13.05.1909, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 13. MAÍ 1909.
bla 5
Cleveland Massey Brantford
Imperial Perfect Rambler
Ef þér kaupið reiðhjól, þá sjáið um að fá eitt af f>essum ofantöldu.
Eigi eru betri búin til, og allar viðgerðir fást í Winnipeg. Vér höf-
um altaf sömu h jólin,— pessi ofantöldu,—og gerð í vorum eigin
verksmiðjum. Spyrjið hjólsalann 1 bœ yðar, en ef vér höfum
ekki umboðamann þar, þá skrifið beint til vor eftir verðlista.
Canada Cycle & Motor Co., Ltd., Winnipeg.
147 PHINCESS STREET.
Heimsins Beztu Reiöhjóla-smiðir.
S. R. HUNTER&CO
Skraddarar,
189 Lombard Street
Búa til ný-móðins karl-
mannafatnaði eftir máli.—
Efni og vinnubrögð afbeztu
tegund, og alt ábyrgst að
vera jafngildi þess bezta
sem fáanlegt er í borginni.
Verðið er við allra hæfi. —
S. R. Hunter & Co.
189 LombardSt.
Telephone 1395.
"*Domiiiion Bank
NOTRE DAMEAve. RKANCH Cor. Nena St
VÉR GEFUM SÉRSTAK
AN GAUM AÐ SPARI-
SJÓÐS-DEILDINNI. —
vextir;borgaðir af innlögum.
HÖFUÐSTOLL ... $3,983,392.38
SPARISJÓÐUR - - $5,3oo,ooo.oo
A. E. PIERCY, MANAGER.
R. A.
THOMSON
AND CO.
Cor. Sargent & Maryland St.
Selja allskonar MATVÖRU
af beztu tegund með lægsta
verði. Sérstakt vöruúrval nú
þessa viku. Vér óskum að
Islendingar vildu koma og
skoða vörurnar. Hvergi betri
né ódýrari. —
Munið staðinn:—
HORNI SARGENT AVE.
OO MARYLAND ST.
PHONE 3112.
KObOG
VI DUR(
Þur, beinharður eldiviður, —
Poplar, Pine, og Tamarac með
mjög sanngjörnu verði. — Nú
sem stendur verið að afferma
mörg vagnhlöss af BEZTA
DAUPHlN TAMARAC. —
McElroy Bros.
Cor, SJitrbrooke &sEllice
PIIONE: 6612
Gimli Hótel
G. E. SÓLMUNDSSON
eigandi
Óskar viðskifta íslendinga sem
heimsækja Gimli-bæ. — Þar er
beini beztur í mat og drykkjar-
föngum, og aðbúð gesta svo góð
sem frekast er hægt að gera hana.
Hótelið er við vagnstöðina.
Gistið að Gimli-Hótel.
Woodbine Hotel
Stæista Billiard Hall í Norövesturlandinu
Tíu Pool-borö.—Alskonar vlnog vindlar
Lennon A Hebb,
Bicendar.
“Tveir Sumargaukar”
hct umræðu'eínið á síðasta Menn-
ing>arfélagsfundi í apríl. Hr. söng-
kennari A. J. Johnson, er flutti er-
indi, hóf mál sitt með því að
minnast á vorkomuna. Alt færi nú
að rísa úr dvala eftir vetrardeyfð-
ina. A íslandi sagði hann að væri
| enn meiri gleði vfir sumarkom-
| unni enn hér. Sumarið væri þar
skemtilegra að öllu levti og sólar-
í gangurinn lengri. Kyrstu sumar-
| boðendurnir þar væru íuglarnir.
það var gömul alþýðutrú, og hún
bygð á staðreynd, að litlir íuglar,
er á alþýðumáli væri nefndir
“sumargaukar", væri áreiðanleg-
ustu vorboðendurnir. þeir væru
J nefndir ýmsum nöfnum, t.d. vizku-
I gaukar, unaðsgaukar, sælugaukar,
| vesælgaukar, o.s.frv., eftir því í
hvaða átt maður lveyrði til þ'eirra
fyrst.
Ræðum. benti þar næst á, að Is-
! lendingar ættu vorkomu í öðrum
I skilningi. þá vorkomu nefndi hann
I “þjóðlífs-vorkomu”. Hún hefði
byrjað laust fyrir aldamótin 1800.
Alla þá, er boðað hefðu þá vor-
komu, vildi ræðum. nefna “sumar-
I gauka”. Benti hann á, að upphaí-
I lega hefðu þessir vorboðendur ver-
ið fáir, en stöðugt hefði þeim fjölg
að, og væri að fjölga.
Nú væri þeir orðnir fjöldamargir
sem betur færi. Nú væri líka farið
' að boða “sumarið”. þessir “sum-
fargaukar” hefðu boðað, og væru
! að boða, auðugra og fullkomnara
þjóðlíf, auðugra af siöfágun, hrein-
skilni, skilvísi, áreiöanlegheitum,
stefnufestu, og síðast en ekki síst,
af k æ r 1 e i k 4 og mannúð.
Ræðum. kvaðst ætla að tala um
tvo af þessum vorboðendum, er nú
væru á liti : sagnaskáldin E. Iljör-
leifsson og Jón Trausta (Guðm.
Magnúss.). í afstöðu frá okkur V,-
Islendingum væru þeir í norð-
austri, og því væru þeir vizku- og
uniaðsgaukar. Sögum þessata
skálda sagði hann hefði verið yfir-
leitt vel tekið, af þeim, mönnum,
er vtm þær hefðu ritað, og v i t
heföi á að ræðæ um skáldsögur.
Benti ræðum. sérstaklega á rit-
dómana um “Ofurefli” E.II. Sóra
Matthi J., G. •Finnbogason, Bjarni
frá Vogi, séra F.J.Bergtnunn, dr.
Jón Stefánsson o.fl., hefðu lofað
bókina ; en einn dulnefndur náungi
austanhafs, og nokkrir af sömu
tegund vestanhafs, hefði lastað
hana. Sumir af þessum síðarnefndu
kæmust í beina mótsögn við sjálfa
sig, eins og t.d. sá, er segir að
“séra þorv: sé ekki fyrirmyndar-
tnaður”, en viðurkettinir þó, að
hann hafi hugsað og viljað vel, og
b r e y t t eftir ö 11 u m sínum
kenningum.
Álíka ranghverfa væri hjá þeim,
er væru að fetta fingur út í málið
hjá E.H. Jjper hártoganir lýstu að
eins dómgreind og hiigarj>eli þeirra
•er það gerðu. Ræðum. benti á, að
í sumum tilfellum hefði báðir þess-
ir menn, hvor í sinu lagi, orðið fyr
ir ónotum og ósanngjörnum dóm-
um, sökum pólitiskra skoðana
þeirra. Benti ltann á setn átakan-
legt dæmi, að einn ritdómari í vet-
ur hefði sagt, að engin sagnaskáld
ísl. hefði haft persónulýsingar sín-
ar íslenzkar netna Jón Thoroddsen
og Jón Trausti. P’ersónulýsingar
hinna gætu eins vel verið ja]>ansk-
ar eða kínverskar og íslenzkar. —
Eftir því ætti lýsing t.d. á Svein-
birni og Guðríði í “Litla Ilvammi’
að geta verið lýsing á japönskum
persónum eins og íslenzkum.
Guðm. Magnússon sagði hann
að hefði byrjað að skrifa undir
nafni fyrst, en verið titlirópaður,
en er Jón Trausti fór að skrifa,
hafi fólk staðið á öndinni af löng-
un til að fá að vita, hver þessi J.
Trausti væj'i. Kvæði hans sagði
bann að stefndu helzt að því, að
taka svari lítilmagnans, sem troð-
inn væri undir af þeim hærri og
stærri, og því til sönnunar las
hann kvæðið “Steinkudys". Sum-
ar sögitr J.T. bentu í sömu átt, t.
d. “Tvær systur” og fleiri. Ræðu-
tnaður kvaðst nýlega hafa talað
um “Höllu”, og sagt álit sitt um
hatrn, og enginu heföi enn mót-
mælt því. “Halla” kendi fólki aö
varast fijótfærni í ástamálum. Hin
mesta fjarstæða væri að álíta, að
“Halla” væri siðspillingarsaga, —
eins og sumir vildu halda fram, —
en hún sýndi ljóslega, hveþaðværi
hættulegt, en þó afar-algengt með-
al íslenzkra skólasveina, að vera í
“stöðugu ástabralli”, og verða
svo út úr því, oft og einatt, að
giftast einhverri, sem |>eir hafa
verið að “dingla” með, ef þeir
þyrðu ckki vegna aðstandenda
stúlkunnar, að kasta henni aftur
fyrir sig, tneð eitt eða fleiri börn á
lhandleggnum. líinnig sagöi liann
að sagan sýndi, hvernig kirkjan
með lagaákvæði sínu — því að
gera presta sína ræka fyrir sið-
ferðisbrot — nevddi menn til að
fremja ódrengskap. Reynslan hefði
sýnt, að þeim hefði ekki síður ver-
ið hætt við falli enn öðrum, því
vafasamt væri, að nokkur stétt
manna á íslandi hefði oftar brotið
siðalögmálið enn prestar og prest-
lingar, í samanburði við fólks-
fjölda. En kirkjuboðið hefði hert á
þeim eins og séra Halldóri, að
reynast ódrengur, og þora ekki að
kannast við sinar eigin athafnir,
lieldur skella allri skuldinni og
skömminni á hinn málspartinn.
Að þvi hefði- lagaboðið dyggilega
stutt, en ekki þvi, að gera þá sið-
ferðisbetri.
þessu næst athugaði ræðumaður
‘Tyevsingu", og áleit hana einkar-
þarfa hugvekju til þjóðarimtar. —
Sviksemi og ótrvgð i verzlunar-
sökum sagði hann að væri stærsti
og hættulegasti þjóðlöstur íslend-
inga, bæði austan hafs og vestan.
Las hann tvo kafla úr “Leys-
ingu” máli sínu til sönnunar. Ann-
an, þar sem kaupfélagsmenn, á
fundinum eftir brunann, þykjast
all-ir ætla að standa sem einn mað-
ur, að rétta félagið við ; en hinn
þar sem þorbjörn og kaupfélags-
forstöðumennirnir eru að ná inn
skuldum, í réttunum um lvaustið.
þá lýsingu sagði hann hárrétta á
verzlunar-skilsemi íslendinga, —
fjölda margra. Að stökkva úr ein-
um stað í annan frá skuldum, lofa
öllu fögru um greiðslu, en svíkja
svo. Austur-lslcndingar hefðu nú
um all-langan tíma verið að grafa
gröf að viðskiftalífi sínu. Til þessa
hefði bæði land og sjáfarbóndi
kepst við að sv-kja vörur sínar,
ullinia með skít og sandi og fiskinn
með skemdum fiski (trollarafiski).
Alt verið álitið fullgott í kaup-
ntanninn. Um það, hvert álit að
slíkar vörur mundu fá á markaðn-
um í útlöndum, hefði eigi veriö
hugsað. þessi aðferð, ásamt smá-
kaupmönnunum, sem á síðustu
tímum hefðu þotið upp' í kringum
landið eins og gorkúlur á tnykju-
h'aug, sagði hann að væri að fara
með álit og traust íslenzkrar verzl
ttnar í útlöndum. Aretðanlegir
kaupmenn og verzlutiarmenn væri
látnir gjalda hfnna. Ræðum. sagði,
að sem betur færi væri fjöldi fólks
á íslandi vaknaður til umhugsun-
ar um þessa hættu, en bezt hefðu
tnenn vaknað síðan “Leysing”
kom út.
Vestanhafs væri líkt að segja.
Ei'gi all-sjaldan stykki fólk hér frá
skuldum vestur að hafi, eða eitt-
hvað í burtu, og heiðarlegt fólk,
sem lifði í þeim húsum, sem þetta
fólk hafði lifað í .áður, ætti jafnvel
á háettu, að tapa eignum sínum.
Hér mundu vera til hedmili, er
hefðu alt upp á það íínasta inni
hjá sér, en borguðu ekki mánuð
eftdr mánuð það sem fólk þyrfti að
éta. RæSum. spurði hvort van-
þörf væri á, að benda á þetta með
* skáldsögu. það væri megiutilgang-
ur í “Iævsingu”.
Ræðum. kvaðst ætla að minnast
á eitt atriði meira í “Leysingu”.
j Jtað væri ekki verzlun í beinum
skilningi, en samt væri tþað verzl-
un, eða orðið að verzlun. Sú verzl-
un héti “Danttebrogskrossa-verzl-
un”. Báðir þessir höfundar, E.H.
og J.T., bæddu þessa verzlun og
það að maklegleikum. Hún væri
þjóðarpest. Áður fyr hefði heldrt
bændur landsins gengið hálfan ald-
tir sinn sjúkir af “krossasótt”,
eins og Sigurður í Vogabuðvtm. —
Nú á síðustu árum hefði sótt þessi
— bæði í þændum og öðrum —
verið furðanlega fljótt læknuð. —
Islenzka stjórnin hefði verið lækn-
irinn, en í flestum tilfellum hefðt
lækningin kostað póliti§kan skrið-
dýrshátt”. Fáir, ef nokkrir, hefðt
flatmagað sig betur fyrir valdhöf-
unum, en “Dannebrogs krossber-
arnir”. “Krossa-húmbúggið” sagSi
ræðum. að þyrlti að gera svo fyr-
irlitlegt og hlægilegt í augum
þjóðarinnar, að hver ærlegur ís-
lendingur skammaðist sín
fyrir að bera “kross”, og þeir, er
þá hefðu nú, yrðu neyddir til að
; skila þeim aftvir, — yrði að at-
ltlægi að öðrvvm kosti. Sögur Ein-
Jars Hjörleifssonar sagöi ræðum.,
að allar bentu áfram í áttina til
jmenningar og framfara. Vitnaði
! hann því til sönnunar í “Brúna”,
| “Flugvina” og “Ofureíli”, ásamt
jfleiri af ritum E. H.
I Sögur hans “Austanhafs og vest
! an” kvaöst hann ekki ætla að tala
J um. þær befði lilotið almennings-
I lof, enda ætti það skilið, því hvar
væri snildarlegar lýst sálarlífi
manna enn í “örðugasta hjallan-
| vtm” ? Hvar betur ágirndinni og
| vopnum hennar enn í “fitla
Hvammi” ? Og hvar betur hvik-
lyndinu og trygðrofunvim enn í
“Vonum” ?
“Ofurefli” sagði hann að væri
frá sinu sjónarmiði stórmerkileg
bók, full af sönnum lýsingum á
þjóðlífi íslendinga, og einnig af
kenningum um, hvernig það e i g i
1 að vera. Enginn befði betur en E.
í IT. dregið upp mynd af því, hvern-
ig “þjóðlifssumar" íslenzkrar þjóð-
| ar e i g i að vera. Um fram alt
1 ætti það að vera kaerleiks-
r í k t og ma'nnúðarfult.
það væri rauði þráðurinn gegn um
i “Ofvtrefli".
Ræðum. neitaði því harðlega, að
j E.H. aetti við vissar ákveðnar per-
sónur austanhafs eða vestan með
! persónunum í ;“Ofurefli”, eins og
heyrst hefði að sumir hér ætluðu,
t.d. við pólitiska mótstöðumenn
sína austanhafs, eða prestana hér
ivestanhafs. Með persónvvm svnum
œtti hann við lvin ýmsu öfl í þjóð-
i lífinu íslenzka, þavt og ekkert ann-
I að. En það sagði hann, að ekki
' væri hægt að gera við, þó ein-
; hverjum findist t.d. blaðið “Önd-
I vegi” vera líkt sumvtm ísl. blöðun-
um, eða þorbjörn minna á ýmsa
1 af hinum leiðandi mönnvim á ís-
landi, sem reynslan væri búin að
j sýna og sanna, að létu kné fylgja
I kviði, til að reyna að fá vilja sín-
I vtm framgengt, hvaða meðul sem
' þyrfti að brúka. Og ennfremur þó
mönnvtm dytti i hug ýmsir “laun-
ritstjórar og stigamenn” íslenzku
jblaðanna, þegar þeir læsu um Ás-
! grím Bjarnason.
Ræðum. kvað ekki vanþörf á, að
! draga fram í dagsljósið sumt af
Jþví ljóta, sem fram er dregið í
| “Ofurefli”, og reyna til að taká al-
þjóð fá skömm og viðurstygð á
i þvv, t.d. róg og lýgi. Iiann sagði
j þessi hjón vera mitt á meðal okk-
! ar. Við vrðum nærri daglega vör
við þau í einhverri mynd. Við sæj-
| vim menn snúa sannleikanum í lýgi
vísvitandi, að eins til ófrægðar
J þeim, er í hlnt ætti. þá væri ekki
J vanþörf á, að koma við kjaítasög-
urnar, þessar ágizkunarsögur, sem
j verða að fullyrðingum í meðferð-
inni, lijá "Ölafi tnargfróða” og
I “Gróu á I,eiti”. Við ættum enn
Jlangt o.f marga “Ölafi og Gróur”.
I þá hélt ræðum., að við ættum
1 ekki svo íáa “Jóna Sigurðssyni”
og “Finna Jónssvni”, sem skriðu
J ffatir í duftinu eins og ánamaðkar
fyrir ráðríkum ribböldvtm og vald-
j höfum. þ á ættum við báðu meg-
in bafsins.
j Ræðum. spvtrði, hvort óviðeig-
j andi væri að benda á alt þetta.
• Hann sagðist álíta það eitthvert
J þarfasta verk, er nokkur maöur
j gæti gert fyrir þjóð sína, ekki
J hvað síst, þegar henni um leið
væri bent inn á þær brautir, sem
tniðuðu í rétta átt, og hún ætti að
ganga.
Ræðtttn. hélt því fast fram, aö
þegar meginkenningar þessara 2.
skálda — áreiðanlegleiki i verzlun-
arsökum og vimlvugsun vtm “efna-
legt sjálfstæði” (hjá J.T.) og kær-
leiks og mannúðarhugsvtnin (hjá
E.H.) væri búnar að festa rætur
hjá íslenzkri alþjóð, þá væri kom-
i5 “sutnar" i íslenzku þjóðlífi.
öíðast gerði ræðuvn. þá staðlvœf-
ingu, að þessir tveir höfundar
ynnu íslenzku þjóðinni meira gagn
enn allir prestar Islands, sem nú
eru vippi, og þó þeim vestur-ísl.
væri beett ofan á. þeir væri, að
sínu áliti miklu meiri og sannari
sumarboðendur lifandi þjóðlífs, og
miklvi líklegri til að hafa fljótari og
heillavænlegri áhrif. þar sem þessi
væri skoðvvn sín, þá kvaðst hann
tneð mikilli ánægju geta tekið vtnd-
ir þessi orð dr. Jóns Stefánssonar:
“tslandi er gagn og sótni að eiga
tvo slíka rithö'funda”.
Fyrirlesara var þakkað fyrir er-
indið með því að allir stóðu á
fætur.
Nokkrar vtmræður urðu á eftir,
og komu þar fram misjafnar skoð-
anir um, hvort þessir tveir rithöf-
undar værvt helztvi sumarboðendur
í íslenzku þjóðlífi.
Fundurinn var vel sóttur.
S. THORSON.
Það borgar sig
AÐ SKIFTA VIÐ þESSA
VERZLUN AR MENN.
LEIÐBEININGAR « SKRÁ
YFIR ÁREIÐANLEGA VERZLUNARMENN í WINNIPEG
MUSIC OG HLJÓÐFÆRI
CROSS, QOULDINQ & SKINNER, LTD. 323 Portage Ave. Talslmi 4413
MASON & RISCH PIANO CO , LTD. 356 Main Stree . Talsíini 4 80 W. Alfred Albert, Islenzkur umboösmaÐur
WHALEY ROYCE & CO. 35 6 Main St. Phone 263 W. Alfred Albert, búðarþjónn.
BYGGINGA- og ELDIVIÐUR.
J. D. McARTHUR CO , LTD. Bygginga-og EldiviCur í heildsölu og smósölu. Sölust: Princess og Higgins Tals. 5060,5061,5062
myndasmiðÍr.
Q. H. LLEWELLIN, “Medallions” og Myndarammar Starfstofa Horni Park St. og Logan Avenue
SKÓTAU í HEILDSÖLU.
AMES HOLDEN, LIMITED. Princess & McDermott. Winuipeg.
THOS. RYAN & CO. Allskonar Skótau. 44 Princess St.
THE Wm. A. MARSH CO. WESTERN LTD. Framleiöendur af Fínu Skótaui. Talsími: 3710 88 Princess St. “High Merit"’ Marsh Skór
RAFMAGNSVÉLAR 0G ÁHÖLD
JAMES STUART ELECTRIC CO. 324 Smith St. Talsimar: 8447 og 7802 Fullar byrgöir af alskonar vélum.
GOODYEAR ELECTRIC CO. Kellogg’s Talsimar og öll þaraölút. áhftld Talsími 3023. 56 Albert St.
RAFMAGNiS AKKOKÐSMENN
MODERN ELECTRIC CO 412 Portage Ave Talsími: 5658 Viögjörö og Vir-lagning —- allskonar.
BYGGINGA- efni.
JOHN QUNN & SONS Talslmi 1277 266 Jarvis Ave. Höfum bezta Stein, Kalk, Cement, Sand o. fl.
THOMAS BLACK Selur Járnvöru og^Bygginga-efni allskouar 76—82 Lombard St. Talsimi 600
THE WINNIPEG SUPPLY CO., LTD. 298 Rietta St. Talsímar: 1936 & 21H7 Kalk, feteinn, Cement, Sand og Möl
BVGGINGAM KISTARAR.
J. H. Q. RUSSEL L Byggingameistari. 1 Silvester-Willson byggingunni. Tals: 1068
PAUL M. CLEMENS Bygginga - Meistari, 443 Maryland St. Skrifst.: Argyle Bldg., Garry st. Talsími 5997
BRAS- og RUBBER-STIMPLAR
MANITOBA STENCIL & STAMP WORKS 421 Main St. Talsimi 1880. P. O. Box 244. Búum til allskonar Stimpla úr málmi og togleöri
VlNSÖLUMENN
Q E O. V E L I E
Heildsðlu Vínsali. ’ 185,187 Úortaire Ave. EL
Smó-sfilu talsími 352. Stór-sölu talsími 464.
8TOCKS& BONDS
W. SANEORD EVANS CO.
326 Nýja Grain Exchange Talsími 3696
ACCOUNTANTS a AUDITOKS
A. A. JACKSON.
Accountaut and Auaitor
Skrifst.— 28 Merchants Bank. Tals.: 5 7 02
OLÍA, HJÓLÁS-FEITI OG FL.
WINNIPEG OIL COMPANY, LTD.
Búa til títein Ollu, Gasoline og hjoiás-áburö
Talslmi 15 90 611 Ashdown Blook
TIMBUR og HtLÓND
. THOS. OYSTAD, 208 Kennedy Bldg.
ViOur 1 vagnhlössum til notenda, bulönd ti
til sftlu
PIPE & BOILEK covering
GREAT WEST PIPE COVERINO CO.
132 Lombard Street.
VÍKGIRÐINGAR.
THE QREAT WEST WIRE FENCE CO., LTD
Alskonar vlrgirhingar fyrir bœndur ogborgara.
76 Lombard St. Winnipeg.
=*S5=s ELDAVELAR O. FL.
McCLARY’S, Winnipeg.
Stœrstu framleiöendur í Canada af Stóm,
Steinvöru f Qrauitewares] og fi.
ÁLNAVARA í HEILDSÖLU
R. J. WHITLA & CO., LIMITED
264 McDermott Ave Winnipeg
“King of the Road'’ OVERALLS.
BILLIARD & POOL TABLES.
yy A C A R S O N
P. O. Box 225 Room 4 í MolsonBanka.
öll nanhsynleg éhöld. Ég gjöri viO Pool-borft
N A L A R.
JOIIN KANTON
203 Hammond Block Talslmi 4670
Sendih strax eftir VerBlista og Sýnishornum.
GASOLINE Vélar og Brunnborar
ONTARIO VVIND ENGIN K und PUMP CO. LTD
301 Chamber St. Slmi: 2988
Vindmillur — Pumpnr — agmtar Vélar.
BLOM OG SÓNGFUGLAR
JAMES BIRCH
442 Notre Dame Ave. Talslmi 2638
BLOM - allskonar. Söng fuglar o. fl.
BAN K ARAR.G UFUSKIPA AGENTR
ALLOWAY & CHAMPION
North End Branch: 667 Maiu streot
Vér seljum Avlsauir borgaulegar á Islaudi
LÆKNA OG SPÍTALAAHÖLD
CHANDLER & FISHI'.R, LIMITED
Lmkna og Dýraliekna áHölil, og hospltala áhöld
185 Lombxxid St., Wiunipog. Mau.
Fréttabréf.
H
FJTIS1KKINGI.it ok tvær
skemtileKar sðgur fánýir kaup,
endur fyrir að eins . OO.
SEAT.TLK, WASH.
29. apríl 1909.
...... Ég befi víst ekki haft al-
V'ejg rétt fyrir mér, jxtr sem ég gat
þess í síðasta bréfi mínu, að Jónas
J. Daníelsson amaðist vdð frédta-
bréfum. Hann mun aö eins hafa
átt við staðlausar, persónulegar
árásir á aðra. — Er ekki nema
sjálfsagt, að biöja hann afsökunar
á því, er ég kann að lrafa of mælt.
Alveg nýlega varð séra Jónas
A. Sigurðsson og kona hans íyrir
þeirri stóru sorg, að sjá á bak
elzta barni sinu, næstum 5 ára
gömlum dreng. Ilann hét Jónas
ólafur Jakob, og var framúrskar-
andi eímlegur, að öllu levti. Bana-
meinið var svæsin lungnaibólga, og
hafði hann að eins verið sjúkur í
einn sólarhring. — Allir hér sam-
hrvggjast þeim hjónum hjartan-
lega.
Brjálaður varö hér nýlega rosk-
in kvienmaðtir, Guðrún Grímsdótt-
ir að nafni, og hefir lnin verið
ílutt á geðveikra hæli.
Islendingadag er áformað að
halda hér, að forfallalausu 2. ág.
næstk., og virðist það vel til fund-
ið, þar sem búast má við fjölda
aðkomandi Islendinga hér, víðs-
vegar að, vegna sýningarinnar.
Nýkominn er hittgað til bæjarins
; lterra J ón Reykdal með konu sína
1 og son þeirra. þau komu frá Wyn-
jj’ard P.O., Sask., og munu alflutt
! hingað á ströndina, en ekki hafa
| afráðið enn, hvar þau taki sér
bólfestu.
Sigurður Magnússon.
DÁNARFREGN.
Hinn 12. jan. sl. andaðist eftir
stutta legu að Ilekla P.O., Ont.,
PALiLÍ SNÆBJARNARSON. Bana-
mein hans var innvortis veiki. —
Hann var fæddur 27. okt. 1820 ;
Foreldrar hans voru Stuehjörn
Snæbjarnarson, prests aö Gríms-
tungu í Vatnsdal, og Kolfinna
Bjarnadóttir, Steindórssonar, frá
þórormstungu ,i sömu sveit.
Páll sál. ólst upp hjá foreldrum
sínvim, þar til hann var um tvít-
ugt að hann fór til vandalausra.
Arið 1851 gekk hann að eiga Ingi-
ríði Olafsdóttir frá Eiðsstöðum í
Húnavatnssýslu. þáu byrjuðu hú
að Flögu í Vatnsdal.'í hjónabandi
voru þau 19 ár, að hann misti
konu sína. þeim varð 10 barna
auðið. Af þeim dótt 2 drengir í
æsku og stúlka um tvítugt. Tvær
stúlkur eru giftar á íslatxdi. Tveir
synir eru hér : Bcnedikt (giítur,
lifir við Manitobavatn) og Guðm.
(ógiftur). þrjár systur eru hér í
landi : Guðrún (gift Friðrik Krist-
jánssyni írá Papey, er í Minneota,
TMinn.), Jórunn (gift Jakobi Ein-
arssyni) og Sólveig (giít Gísla
Einarssyni), báðar í Ontario.
Páll sál. flutti frá Böðvarshól-
um i Húnavatnssýslu árið 1887. —
Hann hafði dvalið þxir utn nokkxxr
ár hjá Guðmundi Björnssyni og
Sigurbjörgu dóttur sinni. þá hing-
að kom, fór hann til Bjarna bróð-
ur síns, er um mörg ár ha'fði búið
við Hekla P.O., Ont., og var hjá
honutn þar til Pjirni dó fjóruin
árum síðttr. Fór hann þá til Jak-
obs og Jórunnar og dvaldi hjá
þeim það sem eftir var lefmnar.
Páll sál. var þrekmikill bœði til
sálar og líkama. Ilann var vel hag
ur hæði á tré og járn og atkvæða
vefari, reglusamur og prúðmenui í
allri framkomu. Hann, var vel gáf-
aður og lesinnn i hókum, glað-
lyndur og skemtinn ; sérlega orð-
heppinn í viðræðtt, og hefir það
fylgt sumttm í föðurætt hans um
langan tíma.
Síðari hluta æfinnar lagði hanti
mikla stnnd á lestur guöfræðis-
bóka. Hann hélt fast við þá trú,
er hann hafði numið í æsku, og
hafði óbilaða sannfæringu ívrir
friðþœgingar-lærdómi lút. trúaV,
og eftir því sem hann fann að lifs-
afl sitt Jamaðist, þráði hanu þá
uppfylling, er vér dauölegir menn
vonum, fyrir kraft trúarinnar, að
bíði vor á sælunnar landi.
Börn hans bera söknuðinn með
þakklátri endurminningu um á-
stúð þá og umhyggju, er hann í;
öllu tilliti sýndi þeim meðan til
vanst, og frændur og viniir minn-
ast hans með virðingu. B.
Úr bréfi frá Mountain, N.D., 30.
apríl 1909 : ‘ þttng kvefveiki gerir
víða vart við sig hér í bygðinni,
enda er hér hin versta tíð, sem ég
man eftir ttm þetta leytd árs. —
Fyrst mjög mikið frost og kuldar,
og naumast komið verulega hlýr
dagur á vorinu, og nú í 3 daga.
verið dimmveðurs hríð, þó út vfir
taki í dag, svo nú er kominn tolu-
verður snjór. Nokkrtt var búið að.
sá hér af hveiti, en allmargir þó,
sem ekki voru byrjaðir að sá,
beldur höfðu notað þessar smá-
stundir, sem tinnið varð sökum
frosta, til þess að herta”.