Heimskringla - 17.06.1909, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.06.1909, Blaðsíða 2
Bl». 2 WINNIPEG, 17. JÚNÍ 1909. HEIMSKRINGEA Heimskringla Pablished every Thursday by The Beimskringla News & Fablisbins Co. Ltd Verft blaftsÍDS f Canada og Baodar $2.00 om Arift (fyrir fram boraao), Bent til i.'lands $2.00 (fyrir fram borgaftaf kaupendnm blaftsins hér$1.50.) B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Otfice: 729 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O, BOX 3083. Tal^lml 3312, Kirkjuþingið Lúterska. JiaS verður sett hér í borg inn- an íárra daga, og situr væntanlega vikutíma, eins og venja hefir verið til á liðnum árum. Hver mál kunna að komast á dagskrá á J>essu þingi, er ekki hægt að segja fyrirfram, en það hefir legið á meðvitund landa frorra hvervetna, bæði hér vestan hafs og heima á Islandi, að eitt af aðal umræðu- efnum þessa þings muni verða hin trúarlega og kennimannlega af- staða séra Friðriks Bergmanns gagnvart grundvallarlaga ákvæð- um kirkjuiélagsins, og margir eru þeir, sem ala eða hafa alið þann grun, að þær umræður muni enda með því, að þingið afsegji að við- nrkenna séra Friðrik Bergmann lengur sem andlegan starfsbróður. Með öðrum orðum : Að það muni með opinberri atkvæðagreiðslu geri hann rækan úr kirkjufélaginu. Séra Friðrik Bergmann hefir eins og kunnugt er svro árum skiftir hallast að hinni nýrri, frjálsu guð- íræðistefnu og neitað að binda sig við þann skilning á biblíunni, sem eldri tima guðfræöingar hafa hald- ið fram. 1 þessu hefir hann fylgst með þeim breytingum, sem orðið hafa í þessum efnum á íabndi í þjóðkirkjunni þar, semjvíðaf i öðr- um löndum á síðastli'ðntlin þj, til 20 árum. Og nú á yfirstanifendi tíma stendur hann nákvæmlega á sama trúarlegum grundvelli eins og biskup íslands og aðrir leið- andi klerkar þar heima. Með öðr- um orðum : öéra Friðrik hefir fylgst með þeirri trúarlegu fram- sókn, sem orðið hefir í íslen/.ku þjóðkirkjunni, og flytur kenningar í fullu samræmi við bana, eða eins og hún og prestar hennar. Ilann hefir neitað, að svTæfa skilning sinn og kæfa, neitað að viöurkenna það sem guðinnblásinn og óyggjandi sannleika, sem liver meðalgreindur maður fær með gildum rökum sýnt, að alls ekki getur verið sann- leikur, jafnvel þó það standi í bibl- íunni. En þessi breyting, sem orð- ið hefir á skilningi hinna biblíu- legu sagna, hefir væntanlega ekki náð til allra íslendinga, og ekki til allra safnaðarlima kirkjunnar, hvorki hér né eystra. því ætla má, að ýmsir séu þeir á íslandi, einkum meðal eldri kvn- slóöarinnar, sem láta sér fátt um finnast hin trúarlegu nýmæli, þó engin opinber yfirlýsing hafi gerð verið þar heima móti þeim. Sama er að segja um landa vora hér vestra, að heilstór hópur þeirra kýs að halda við þann skilning trúarlegu atriðanna, sem þeim var innrættur á ungdómsárum þeirra. Jieim fmst eins og það sé að hafa trúarleg hamaskiíti, ef nokkur ljós- glóra kemst að íhugun trúmál- anna, sem að nokkru breyti því, sem þeir hafa alist upp við. þeir sjá enga gilda ástæðu til nokkurr- ar nýbreytni í trúarefnum, og hafa sennilega ekki orkað því, að leggja á sig það ómak, að bera saman mismuninn á því, sem var, og hinu, sem nú er að verða, eða.þeg- ar er orðið hjá fjölda hinna göfug- nstu og lærðustu manna með ís- ! iendingum og öðrum þjóðum. Orð- in “hærri kritik” lætur þeim illa í | evrum, og þeir finna það ekki í i samvi/kum sinum, að hún, að svó miklu leyti, sem þeir bera nokkurt skyn á hana, hafi nokkurn rétt á sér eða flytji þeim nokkur gildari sáluhjálpar sannindi, en þau, sem þeim voru innrætt í æsku^ eða að hún færi þá einu hænufeti nær því j náðartakmarki, sem þeir vona að ] ná við burtför þeirra úr þessum , heimi. / Hins vegar eru þeir margir með- al þeirra, er þannig hugsa, sem vel j geta liðið hina nýju stefnu eða ! skilning þann á trúaratriðunum, sem hin nýrri guðfræði bindur sig við, og þeir finna ekki gilda á- i stæðu til þess, að amast við þeim j skilningi, eða gera sér far um, að j ofsækja þá, sem halda honum j fram, sem göfugri, háleitari og j réttmætari en hinum gamla skiln- ínvi. Enda er sú ástæða, að mæt- nstu og lærðustu guðfræðingar meðal íslenzku þjóðarinnar aðhyll- ast þennan nýja skilning, í sjájfu sér næg til þess að alþýða manna rannsaki hann með gaumgæfni og yirðingu. Ef dæma skyldi um málsástæður milli kirkjufélagsins og séra Frið- riks Bergmanns, eftir þeim rökum, sem fram hafa komið í Sameining- unni, ntálgagni krikjufélagsins, á aðra hlið, og í Breiðablikum, mál- gagni frjálshyggjenda, á hina, þá verða tæplega deildar skoðanir á þvi, að séra Friðrik heldur hinum 'röksemdalega velli ósærður. Hann hefir þráfaldlega sýnt þess ljós merki í blaði sínu og þeirra, sem eiga það með honum, að ekki megi skilja bibliuna bókstaflega, og að efni hennar sé víða svo vaxið, að ekki tjái að viðtaka það, sem virkilegan sannleika eða ledðarvísir j fyrir trú manna og hegðun. Að í raun réttri sé bók sú fornaldar- !saga Gyðinga þjóðarinnar eða öllu j heldur ósamstæð brot úr þeirri jsögu, — samsafn ýmsra handrita ^eítir óupflýsta og í sumum tilfell- um. alls óþekta höfunda. Að þó menn þessir hafi ritað eftir því, í sem þekking þeirra bezt leyfði, þá : séu lýsingarnar þar á guði al- | máttugum og ýmsu því, sem h'ann j á að hafa sagt og gert og skipað öðrum að segja og gera, svo við- j bjóðslega ljótar í eðli sínu, og fjar- stæðar öllu því, sem heilbrigðir vitsmunir og ósýkt ímyndunarafl jnútíðar mentamanna getur sam- ! rýmt við speki og algæzku guðs, að ekki megi leggja trúnað á þær sem algildan sannleika. Slíkar lýs- ingar og skrásetningar um ýmsa j viðburði, séu eingöngu álit höfund- j anna, og því alls ekki ábyggilegt sem óskeikulum sannleika. Að þeir, sem samiö hafi handrit þau, j sem myndi biblíuheildina, hafi ver- ið breyskir menn og ófullkomnir, ir, eða ekki svo alfullkomnir, að ætla megi að þeim hafi ekki getað skjátlað i ritum sínum, eins og al- ] gengt er nú á dögum, jafnvel þar í sem lærðustu og djúpsæustu fræði- menn eiga hlut að máli. Og loks, ! að biblíuheildin, eins og hún er nú til orðin, hafi verið viðtekin á prestaþingi eða þingi kennimann- anna í f irnöld, með fundarsam- þykt og eftir nokkurra daga há- j værar og bituryrtar umræður, því að úr mörgum handritum var að velja, sem öll voru jafn ábvggileg, j hvað innblástur og áreiðanlegleik j snerti, — og þó að þing það veldi með atkvæðagreiðslu þau rit, sem mi mynda biblíuna, og með at- ikvæðum slægi því föstu, að þau skyldu skoðast innblásin, þá var | atkvæðamunurinn svo lítill, að hann gaf þess enga tryggingu, að þessi rit væru nokkuð ábyggilegri, en hin, sem hafnað var. Að alt j þetta bendi á, að ekki sé örugt að kenna það, að bókin öll sé bók- staflega innblásin af guði eða ó- skeikull leiðarvísir fyrir trú og hegðun manna, eða til sáluhjálpar. þetta virðist vera skoðun séra Friöriks, eftir því, sem enn er stefnunni, stefnu hinnar lægri guð- íramlögum og persónulegri starf- semi unnið að þv-í, að halda úti málgagni, til þess að berja niður eigin trúmálastefnu hans, sem vax- andi upplýsing íslenzkrar alþýðu er lengur hætt að geta liðið. það eru einatt hægust heimatökin, og það virðist eðlilegur gangur máls- ins, að fyrst hefði verið gengið að þessum náungum o-g þeim sópað út úr söfnuði séra Jóns. Meðan þeir eru þar, þá er það ríki sjálfu sér sundurþykt, og samkvæmt kenningu hinnar helgu bókar, fær ekki staðið. það er engin meiri á- stæða til að amasí við séra Frið- riki í kirkjufélaginu, heldur enn hinum umgetnu mönnum — skoð- anabræðrum hans — í söínuði séra Jóns Bjirnasonar, og öðrum söfn- uðum kirkjufélagsins. Og það því síður, sem engin sönnun er enn þá framkomin fyrir því, að það séu ekki einmitt þessir umgetnu safn- aðarmenn, sem í raun réttri eiga upptökin að öllum ágreiningnum, og að það sé fyrir þeirra áeggjan og styrktartilboð, að séra Friðrik hefir gerst forvígismaður hinnar nýju stefnu í trúmálunum. Að Vestur-lslendingar séu all- mjög tvískiftir á þessu ágreinings- máli, það er á allra vitund, og svo hafa nýafstaðnar kosningar til þessa kirkjuþings farið í söfnuðun- um, að tvísýnt er, hvor stefnan hefir fleiri fylgjendur innan sjálfs kirkjufélagsins, og aHs óvíst, hvor hliðin verður ofan á í þinginu. Eftir núverandi útliti að dæma, þá virðist svTo, sem kosnir fulltrú- ar safnaðanna í þinginu, verði í fleirtölu með séra Friðriki J. Berg- mann. Prestarnir hins vegar verða væntanlega flestir fylgjandi gömlu stefnunni, en þeir náungar “repre- sentera” engan i þinginu nema sjálfa sig, þó lög félagsins veiti þeim fullan atkvæðisrétt í öllum málum. Frá Norður Dakota eiga sæti í þinginu nær 20 kjörnir íulltrúar. Langflestir þeirra eru fylgjandi séra Friðrik, og sumir þeirra að minsta kosti hafa fengið skipanir um,að ganga af þingi, ef séra Frið- rik verði þar beittur nokkrum ó- jöfnuði, en það þýðir ekkert annað en það, að þeir ýöfnuðir ganga taf- arlaust úr kirkjtifélaginu. Eftir nú- verandi útliti er ekki annað sjáan- legt, en að Norður Dakota söfnuð- irnir nálega eindregið segi skilið við félagið, ef nokkurri ósanngirni vírður beitt við séra Friðrik. — Kosningarnar í Saskatchewan sýna, að söfnuöirnir í því fylki muni vera í meiri hluta með séra Friðriki. Argyle bvgðin verður tví- skift, og Alberta verður frjálstrú- ar megin. Winnipeg verður tví- skift, þannig, að Fyrsti lúterski söfnuðurinn og Tjaldbúðarsöfnuð- ur togast á, annar með gömlu framkomið, og vér sjáum ekki bet- ur, en að hann hafi rökstutt hana ] svo ljóslega og greinilega í .blaði sínu Breiðablikum, að menn verði ] að minsta kosti að bera virðing’i 'fvrir þeim röksemdum, ekki sí/t ; þar sem mikill hluti þeirra er dreg- inn einmitt út úr sjálfri biblíunn;. í þessu hefir séra Friðrik syudg- jað móti hinum kirkjufélagsjuest- unum, og einstöku þankaþuiinum áhangendum þeirra, að hann gi t- ur ekkf fengið sig til þess, að mis- bjóða svo viti sínu og samvi/ku, að viðurkenna það alt rétt og ó- | skeikult, sem sjálft bar í sér sannanir fýrir því gagnstæða. I Hann neitar að viðurkenna réttan eða réttmætan gamla skilninginn á bókstaflegum innblæstri, og á , þessari sök verður að byggjast út- I skúfun hans úr kirkjufélaginu, ef honum verður vikið úr því. fræðd, en hinn með nýju stefnunni, — hinni æðri guðfræði. Nýja Is- lands bygðirnar er búsist við að fylgi gömlu stefnunni. En þess ber að gæta, að séra Briðrik stendur ekki einn uppi hér vestra með trúarskoðanir þær, sem hann prédikar. það eru hér margir menn, sem höfðu þær löngu áður en hann lét þeirra getið. þeir !a® hreyfa við honum á þinginu. Að öllu þessu athuguðu, er ekki annað sjáanlegt, en að jaifnvægi verði nokkurt með fulltrúum í þinginn, og þó tneira með séra Friðrik, að prestunum fráskildum. ! En þeir, eins og áður er tekið fram, eru ekki málsvarar þjóðvilj- j ans, og að öllu leyti ómyndugir ; j réttur þeirra í þinginu er hlynn- inda eða einkaleyfis réttur. Gamla | stefnan getur ekki borið sigtir úr býtum í þinginu með nokkru öðru móti en að prestarnir taki sig saman um það, í trássi við vilja fólksins, að kljúfa safnaðafólk Vestur-lslendinga í tvær andvígar deildir. Ilvort þeir hafa djörfung til að taka þá stefnu, er enn þá alls óvist. það er að vísu ljóst, að þeir hlífa ekki séra Friðriki af ncinum bróðurlegum eða kristileg- um velvilja til hans. Hitt er trú- legt, að þeir meti sjálfsvernd sina svo mikils, að þeir veigri sér við, menn allir fylgja honum því nú að málum með miklum fjölda annara skoðanabræðra. Ekki heldur eru þeir menn og konur, sem aðhyll- ast skoðanir séra Friðriks neitt utanveltu fólk við kristna söfnuði. I.angflest er það einmitt í sjálfum kirkjtifélagssöfnuðunum ; og að því er snertir blaðið Breiðablik, sem j stofnað var til stuðnings hinni | æðri guðfræði, þá eru hluthafar | þess blaðs undantekningarlaust allir úr söfnuðum kirkjufélagssafn- En það er algerlega óhætt að fullyrða þaö, að ef séra Friðriki verður útskúfað úr kirkjuiélaginu á þesstt eða nokkru öðrti kirkju- þingi, _ þá klofnar kirkjufélagdð í tvo flokka. Við slíkan klofning getur ekkert gagnlegt unnist, held- ur verður það upphaf á löngu stríði og ströngu, og sem ekki get- ur endað nema á einn veg, þann, að með vaxandi mentun og menn- ing fólks vors hér vestra, hlýtur _ . ,sá flokkur að éflast mest, sem aðanna, og nokknr meðal þetrra L zt f j jr nlkí&lr .skoSunnnum, helztu eru goðir og g.ldir meðltm- | sem fús er tjf þess aS {yl jast ír Fyrsta luterska safnaðarins t I Winnipeg, þetta hefir frá því að blaðið var endurreist verið á vit- und allra, .sem nokkuö hafa fylgst með trúmála ágreiningnum hér vestra, og þess vegna hefir mörg- um manni þótt það stór-undra- vert, að séra Jón Bjarnason, sem telja verður aöal forvígismann gömlu, úreltu innblásturs og bók- stafstrúar stefntmnar, skuli ekki fvrir löngu hafa rekið þá menn úr sínum eigin söfnuði, sem honum hlýtur með vissu að vera kunnugt um, að hafa með talsverðum fjár- með framfaraskrefum samtiðar sinnar, jafnt í trúarlegum sem öðr- um málum. Hinum hlýtur að fækka ár frá ári, sem kjósa að ríg- skorða sínar trúarlegu skoðanir við 2 þúsund ára gamlar, úreltar kreddur, sem þeir sjálfir ekki fá varið með nokkrum vitsmunaleg- um rökum, og sem hver ómentað- ur almúgamaður, ef hann annars hugsar nokkuð, getur hrakið með ómótmælanlega gildum rökum. það liggur ríkt í meðvitund Vestur-íslendinga, aö sannleiks- ; innblástur biblíunnar sé hugar- j burður, getinn í fáfræði og viö- haldið í ígrundunarleysi. þess ! vegna á gamla stefnan enga var- ! anlega framtíð meðal fólks vors, : af því hún gengur í berhög við Ibæði vit þess og þekkingu. Kirkjufélagið ætti að fara gæti- lega í þessu burtrekstrarmáli séra ;Friðriks. Félagið hefir hvorki það afl né álit nú, sem það hafði fyrir 10 árum. íslenzk alþýða er farin að mentast, svo að hénni er fariÖ að veröa gjarnt til að htigsa fyrir sig sjálf, og að fylgja sinni eigin trúarlegu leiðsögn. það er ekkert það í allri biblíunni, spjaldanna á milli, sem hver meðalgreindur al- i múgamaður ekki getur skilið alt jeins glögglega og lærðustu guð- Ifræðingar. Kirkjufélagið hefir sýnt það frá upphafi vega sinna, að j það hefir ekki átt vald á meiri hugsun eða framsýni, en hinir, sem j fyrir utan það hafa staðið, og það j eru þrír fjórðu hlutar allra Islend- inga vestan hafs. í skólamálinu hefir það gengið á glapstigum, alt frá byrjun þess máls. það þurfti 12 ára tíma til að sannfærast á því, að stefnan, sem Heimskringla jtók í því máli strax í byrjun var jsú.eina skynsamlega og mögulega stefna undir kringumstæöum þjóð- flokksins, — og svo fór að lokum, j að félagiö varð að taka þá stefnu j óbreytta, með því að fá settan jkennara við hérlandan háskóla. — jEn tæpast var það fyr búið að kom-a stefnu þeirri í framkvæmd og kenslan komin á fastan fót og íslenzkir nemendur teknir aö fjöl- menna á skólann, með stórmiklum sóma fyrir alla Vestur-Islendinga, jþar sem þeir með framkomu sinni j hafa sýnt, að þeir eru í fremstu j röð beztu nemenda, sem nokkurn j tima hafa stundað nám í Vestur- Canada, ef ekki í öllit Canadaveldi, ! — heldur ent) félagið, eða vissir forkólfar þess, fengu þá óheilla- fltigu, eða létust fá hana i höfuðið, að skólinn væri ein allsherjar van- trúarstofnun, sem ekki væri styrkj- andi, og þess vegna samþvkti síð- asta kirkjuþing, að slíta öllu sam- bandi við skólann og aÖ hætta að stvrkja íslenzku kennara embættið j þar. þetta var að margra áliti ó- i happa tilræöi af félaginu, en skól- anum hefir það orðið til góðs og uppörfunar íslenzkum ungmennum, að ganga á skólann. því svo brá j við, þegar það var hljóðbœrt orð- j ið, að kirkjufélagið islenzka, lút- j erska hefði slitið öllu sambandi Ivið skólann, að íslenzkum nemend- [ um fjolgaði þar svo, að þeir tiröu á síðastliðnum vetri 45 talsins, eða 10 fledri en nokkurntíma hafði áður verið. ý'msir kirkjufélagsprestar fóru á því þingi fjemur óvirðulegum orð- um um skólann, sérstaklega fyrir vantrúnaðar eða “hærri kritikar” heiðindóminn, sem þttr væri ríkj- andi. En merkilegt er það, að sá presturinn, sem einna mest mælti móti þeirri sto'fnun og gerði yfir- j lýsta skoðun sílta í því efni að á- j stæðu til þess að greiÖa atkvæði sitt með uppsögn kirkjufélagsins írá öllum afskiftum við skólann,— j hefir sjáffur látið son sinn ganga á ] þann skóla á síðastliðnum vetri, j og hafi hann blessaður gert það. það getur orðið og verður vafa- laust piltinum að góðu, ef honum j verður framvegis leyft að njóta fræðslu viö jafn ágæta mentastofn- j un eins og Wesley College vitan- jlega er. En hins vegar verður það j ekki dulið, við ljós þess, sem síö- an er framkomið, að andmæli j prestsins á þinginu hafi verið ein- J ber skrípaleikur, gerðtir móti betri j vitund cig instu hjartans sannfær- ingu. Ýmsir höfðu það á meðvitund [ sinni, að þetta spor kirkjufélagsins væri stigið af yfirskini einu og með j þeim illa dulda ásetningi, að bola j séra Friörik frá skólanum. En því ibrást þar bogalistin. Séra Friðrik 1 situr þar nú fastara í sessi, en nokkrti sinni fyr. Kenslufögum hef- ir verið bætt við það starf, sem hann áður hafði. Hann hefir sýnt, ] að hann var að engu leyti kominn j upp á náðir kirkjufélagsins, og j það af þeirri gildu ástæðu, að það hafði ekki á valdi sínu, að geta sviít hann hans yfirburða með- j fœddu og menta hæfileiktim. En á þeim hæfileikttm stendur embætti hans við skólann. Kirkjufélagið veröur að sjá og j læra að skil ja, að það á ekki með- al presta sinna nokkurn jafnoka J séra Friöriks. það er félaginu hin jmesta sæmd, að geta talið slíkan j mann í hópi presta sinna, og þaö tapar meiru en það rennir grun í nú, ef það beitir hann nokkrum ó- jöfnuði á íhöndfarandi kirkjuþingi. Augu allra VesturTslendinga standa fast á gerðiim hinna kjörnu fulltrúa í þessu máli, og öll kirkju- völd Islands munu veita því ná- kvæma eftirtekt, sem þar gerist, og ekki láta alveg afskiftalaust, jhver endir þar á verður. j Með bróðurlegri samvinnu við séra Friðrik getur kirkjufélagið vaxið og dafnaö og haldið virð- ingu og tiltrú mikils fjölda landa vorra hér vestra. An hans getur það engu þessu haldið til lengdar, og það munu sumir af prestum þess sjá, þó þeir finni ekki ástæðu til að hafa hátt um það. þeir hljóta að sjá og vita, að ef séra ; Friðrik verður að hrekjast úr fé- laginu fvrir þeirra tilverknað, þá Igliðnar alt félagið sttndur. Ýmsir helztu söfnuðurnir ganga tafar- laust úr félaginu og hinir klofna. Enginn prestanna getur grætt álit eða virðingu við það nema sá [þeirra, sem ofsóttur verður, — séra Friðrik J. Bergmann. Enn sem komið er, viröist sigur- inn í viötireigninni vera séra Frið- riks megin, og hvernig sem félagið snýr sér í þessu máli á nœsta I kirkjuþingi eða síðar, þá getur | ekki hjá því farið, að sá sigur verði þeim mun meiri og glæsilegri og þjóðflokki vorum gagnlegri, sem það etur lengur kappi við of- jarl sinn. Ofjarlinn er vaxandi skilnings- þroski íslenzkrar alþýðu og með þvi vaxandi skoðana og trúarlegt sjálfstæði. Leiðrétting. Minneota, Minn., 12. júní 1909. Mr. B. L. Baldwinson, ristjóri Ileimskringlu, Winnipeg, Man. Háttvirti herra ! Blað yðar frá 10. þ.m. hefir með- ferðis grein nokkra frá Gardar, N. Dak., þar sem flutt er sú “frétt”, að ég hafi álvmskufullan hátt gert tilraun til að hafa áhrif á kosn- inu erindsreka Gardar-safnaðar á kirkjuþing. Með því að ekki er nokkur minsta hæfa eða flugufó’tur fyrir fregn þessari : ég hefi hvorki bein- i lírtis eða óbeinlínis, munnlega eða bréflega, fyrir milligöngu annars j manns eða á nokkurn annan hátt haft afskifti af kosningunum, né látið mér slíkt til hugar koma, — þá krefst ég þess af yður, herra ritstjóri, samkvæmt algildandi heimild, setn hver maSur hefir til aö krefja fréttablöð leiðréttingar á ranghermi um sig, að þér leiðrétt- ið í næsta blaði Ileimskringlu um- mæli blaösins, þau er standa í áð- urnofndri fréttagrein frá Gardar, og afturkallið dylgjur þær um af- skifti min af kosningtt kirkjuþings- manna. Sem ábyrgðarmaður blaðs ins eruS þér skyldtigur til að leiö- rétta fréttir, sem blaðiö flytur, þegar þess er krafist af viðkom- anda, ella sanna þær að öSrum kosti. Ég ber það traust til dreng- lyndis yðar, að þér fúslega verðið við kröfu þessari. Virðingarfjdst, Björn B. Jónsson. ATHS. — Leiöréttingar þær frá séra Birni B. Jónssyni og berra Jónasi Hall um ranghermi í fregn- bréfi frá Gardar, N. Dak., sem ný- lega stóði hér í blaðinu, flytur Hedmskringla með ánægju, og það án nokkurs tillits til þess, hvor J tnálsaðili segir sannast frá. Heims- kringla, sem slík, hefir ekkert að afturkalla eða leiðrétta í þessu máli. Blaðið hefir engar dylgjttr ! flutt um sérá Björn B. Jónsson, eða nokkurn annan. En andmæli | hans móti því, sem rangt kann að t liafá verið í Dakota-bréfinu, er blaðinu skylt og ljúft að flytja. R i t s t j. LEIÐRÉTTING VIÐ FRÉTTABRÉF. J/að var ranghermi í safnaðar- málafréttum Gardar fregnritans, sem ókunnugleik hans er sjálfsagt að kenna. Edinborgar menn eiga ekkert á- mæli skilið þeirra manna, sem séra Friðrik og hans stefnu eru hlyntir, sízt ritstjórinn. Eggert er þar með en ekki á móti, og vann ekkert fyrir hvoruga hliðina á undan fulltrúa kosningum. Að öðru leyti hvaö frjálslyndi og félagsskap snertir, éru, þeir hvorki betri né verri en annað fólk. Orð Joseph Walters tek ég trúan- leg fyrir því, að séra Björn frændi hans hafi aldrei skrifað honum neitt viðvíkjandi þessum kosning- um. Honum gat ekkert gengið til að leyna því, ef svo hefði verið. Tillögu minni er rétt sagt frá, að öðru en því, að þar var ekkert gert fyrir því, að séra Friðrik yrði “misboðið”. Mér datt ekki í hug, að til þess kæmi. það ætti ekki að spilla fyrir neinu máli, að segja satt og rétt frá því, sem gert er, en tilbúnar og rangfærðar húsgangssögur gera engu máli gagn. Allra sízt ættu frjálslyndir menn aö beita þeim sem vopni gegn andstæðingum sín- um. Jónas Ilall. Gefið Hestverð 1 samskotasjóð Jóns Finnboga- sonar hafa Heimskringlu borist þessar upphæðir : Jónas Daníelsson .. $1.00 Fátækur landi ...... 1.00 Samtals ........ $2.00 Áður auglýst ... 76.25 Alls innkomið ... $78.25 Heimskringla er við því búin, að taka á móti meiri gjöfum í þenn- an sjóð. Jtað er hreinasta ómynd, að gera ekki samskotin svo stór, að þau nemi hestverði, og svo erv» margir Islendingar hér í borg, að ekki þarf mikið frá hverjum, e£ samtök væru góð. — Maöurinn er þurfandi og verðugur. Sendið því dalina í sjóðinn sem fyrst. 7--------------------------'t Sparið Línið Yðar. Ef þér óskið ekki að fá þvottinn yðar riíinn og slit- inn, þá sendið hann til þess- arar fullkomnu stofnui.ar. Nýtfzku aðferðir, nýr véla- útbúnaður, en gamalt og æft verkafólk. LITUN, HREINSUN OG PRESSUN SÉRLEGA VANDAÐ Modern Laundry & Dye Works Co.,Ltd. 307—315 Ilai'grHve St. WINNIPEO, [MANITOBA Phones : 2300 og 2301 ^__________________________Á Eftir þessu Hafið Þér Beðið. $22.00 fyrir $7.00 Eitt mesta kostaboð, sem nokkur mjmdasmiður hefir nokkurn tíma gert : EITT DÚSINCABINET MYNDIR, í upphleyptum, hvítum umgerðum, 7J^xll þuml., og ein stór (16x20 þuml.) mynd af yður sjálf- GEFIN FRlTT hverjum, sem katrpir eitt dúsin myndir. Myndir vorar eru ágæt- lega gerðar, og vér ábyrgj- umst að fullnægja yður, eða borga yður peningana til baka. Enginn annar myndasmiður í , bænum gefur yður sömu ábyrgö og eins fagurlega gerðar myndir með niöursettu verði. Brúðhjón og vinir þeirra æ'ttu að koma og skoöa mynda- stoíu vora og kostaboð. Sérhver brúður fær sér- staka gjöf með myndun- um. Komið og sjáið oss. Vér hiifum ánægju af að sj'na ySur mj'ndasafn vort PETtA tilboð hild- IR AÐEINS í MYNDA- STOFU VORRI X PORTAGE AVENUE. Wm. A. MARTEL, MVNDASMIDUR. 255(4 PORTAGrE AVE.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.