Heimskringla - 08.07.1909, Blaðsíða 2
Bl#. 52 WINNIPEC, 8. jtLl l&Oð,
HEIMSKRINGEA’
Heimskringla
Pablisbed every Thursday by The
Beimskringla News & PublisbÍDg Co. Ltd
Verö blaösius 1 Canada og Bandar
12.00 um áriO (fyrir fram borgaÓ),
8ent til islauds $2.CO (fyrir fram
borgaðaf kaupeudum blaösius hér$1.50.)
B. L. BALDWINSON
Editor 6l Mauager
Office:
729 Sherbrooke Street, Winnipeg
P.O.BOX 3083.
Talsfml 3512,
Xaurier-stj órn in
og G.T.R.
í seinni tíS hefir það ekki farið
með leynd, að formenn G. T. P. fé-
lagsins hafa borið Laurier stjórn-
inni svik og gabb á brýn. Stjórnin
byggir nefnilega sjálf G.T.P. braut-
ina austan frá Lake Superior Junc
tion til Winnipeg. Samningar milli
íélagsins og stjórnarinnar voru
þeir, að félagið skuldbatt sig til
að borga stjórninni 3 prósent í
vexti árlega, og átti sú vaxta-
greiðsla að ganga í gildi 7 árum
eftir að samningarnir voru stað-
festir af báðum hlutaðeigendum.
Höfuðstóllinn, sem þessi vaxta-
grtiðsla bygðist á, var byggingar-
kostnaður stjórnarinnar. Stjórnin
gerði áætlun um kostnaðinn, sem
samningurinn var bygður á. þá-
verandi fjármálaráðgjafi Fielding
lagði fram áætlunina í þinginu
með þessum orðum :
“Frá Quebec til Winnipeg met
ég vegalengdina 1475 mílur, og ráð
geri $28,000 kostnað á míluna,
sem mér er tilkynt að sé sann-
gjörn áætlun’’.
Vegalengdin, sem áður er nelnd,
er 246 mílur. Samkvæmt áætlun
og yfirlýsingu Fieldings ráðgjafa,
með 28,000 kostnaði á hverja mílu,
nemur byggingarkostnaður stjórn-
arinnar 6 mil. 888 þús. dala.Vaxta-
greiðsla G.T.P. félagsins af þeim
höfuðstól, sem eru 3 af hundraði,
nemur þá .$208,640 á ári. Fyrir
þessa ársborgun bjóst félagið við,
að fá brautina til fullra afnota.
þannig stóð málið, þegar því
var klemt í gegn á þinginu árið
1903.
■þxctnur árum siðar, eða árið
1908, gerði þáverandi járnbrauta-
ráðgjafi Emmerson aðra áætlun
um byggingakostnaðinn. Hann
kvað stjórnina hafa gefið út verk-
samninga, og á parti af öðrum
þeirra, sem lægi til Winnipeg,væru
$52,400 áætlaðir á míluna.
En árið 1903 metur hinn nýi
járnbrauta ráðgjafi, Mr. Graham,
að mílan kosti 85,000 dali. — þá
kosta þessar 246 mílur 20 mil. 910
þús. 730 dali. þar af verða vext-
irnir, sem G.T.P. félagið þarf að
greiða árlega, $627,321.
Nú er það komið í ljós, að kostn
aðurinn á liverja mílu er $125,000.
Allur byggingakostnaðurinn á þess
um 246 mílum nemur því 30 mil.
750 þús. dölum, og ársrenta verð-
ur $922,500.
Stjórnaráœtlanirnar í stjórnar-
tíðindunum eru því þannig :
Kostnaöur Samtals Pentnr
Artal. í mllnna. kostnaöur. árlega.
1903 ■$ 28.000 $ 0 888.000 9200,010
1906 52.400 12,890.400 386,712
1908 85.003 20 910.730 627,321
1909 125,000 30,750,000 922 500
þótt umboðsmenn stjórnarinnar
og stjórnin reyni að hylja það, að
kostnaðurinn sé $125,000 á míluna,
þá má fullyrða, að þessi upphæð
er sem allra næst því að vera rétt
jSá parttir bmitsrinnar, sem
I.aurier stjórnin lætur byggja,
kostar því nær því fimm sinnum
meira, en hún áætlaði, þegar hún
var að ná samningunum við félag-
ið. Félagið er orðið milli vita.
Stjórnin hefir haft aragrúa af
pólitiskum uppgjafa fjárdráttar-
mönnum í þjónustu sinni, og er
íyrverandi forsætisráðherra í Que-
bec fylki aðalforinginn fyrir þeim
flokki. það er naumast* sanngjarnt
að búast við, að þessir piltar hafi
mikið vit á járnbrautabyggingum,
þó sumir þeirra hafi verið kven-
bolaskerar, hveitikaupmenn, lög-
menn og annað þess háttar.
Vafalaust er þetta mál hið allra
stærsta fjárglæframál, sem komið
hefir fvrir í Canada, og sem lengi
verður í minnum haft.
það er auðsjáanlegt, að Sir WiJ-
frid Laurier er léttara að fara
silkitunguorðum um rósirnar, sem
hann heldur að spretti norður i
James Bay, og finnur ilmlyktina
af alla leið inn í þingsalinn, enn
að segja þjóðinni satt um bygg-
ingakostnaðinn á G.T.P. brautinni
milli Lake Superior og Winnipeg.
þetta mál verður meira rætt
siðar. það hlýtur að koma fyrir á
nsesta sambandsþingi.
þess var getið í síðasta blaði, að svo mikil
sundrung hefði orðið meðal kirkjuþingsmanna, að
um 20 þeirra heföu gengið afiþinginu.
Ástæðan fyrir útgöngunr.i var sú, að þeir töldu
sig órétti beitta með samþyktum þeim, sem þar
voru gerðar i sambandi við trúarjátningar kirkjufé-
lagsins, og þess réttar, sem félagsmenn hefðu —
hvort heldur prestar þess eða leikmenn — til þess að
rita um eða ræða trúarskoðanir sínar. Nú með þvi,
að Heimskringla hefir enga tilhneiging til að gerast
dómari í því máli, þá eru hér birtar orðréttar þær
uppástungur, sem komu fram á þinginu lútandi að
þessu máli, og þtir menn nafngreindir, sem greiddu
atkvæði með þeim og móti. þessi aðferð virðist
blaðinu vera svo óhlutdræg, að ekki verði að henni
fundið, og sú eina, sem sanngjörn er í tilliti til þess,
að það er algerlega á valdi hinna ýmsu safnaða,
hvern skilning þeir kjósa að leggja í samþyktirnar.
En á þeim skilningi byggjast að sjálfsögðu ákvarð
anir þeirra um það, hvort þeir segja skilið við félag-
ið, eða halda áfram að vera í því. Hinsvegar verð-
ur þess að geta, að þeir fulltrúar, sem af þingi
gengu, hafa litið svo á, að söfnuðir sínir gætu ekki
haldið áfram að vera í félaginu undir þeim samþykt-
um, sem gerðar voru og sem aðallega felast í uppá*
stungu herra Friðjóns Friðrikssonar. þetta sézt
ljóslega á ávarpi fulltrúa Alberta safnaðar, sem
prentað er á öðrum stað í blaðinu, og einnig á grein-
arkorni frá fulltrúa Pembina safnaðar, sem er í blaði
þessu. Aðrir fulltrúar hafa enn þá ekki opinberlega
látið til sin heyra, en ætla má, að síðar fréttist frá
sumum þeirra, og þá væntanlega í líka átt og fram
er komið hjá hinum.
Tillögurnar með atkvæðagreiðulu, að viðhöfðu
nafnakalli i þinginu, fylgja :
Tillaga Fr. Friðrikssonar:
“ þingið lýsir yfir því, að stefna sú, sem mál-
gagn kirkjufélagsins, “Sameiningin”, hefir haldið
fram á liðnu ári, sé réttmæt stefna kirkjufélagsins,
en mótmælir þeim árásum á þá stefnu, sem komið
hafa fram innan kirkjufélagsins frá séra Friðrik J.
Bergmann i tímariti hans “Breiðablikum”. Og út af
þeim árásum gerir þingið eftirfylgjandi þingsálykt-
anir :
1. Kirkjufélagið neitar, að trúarjátningar kirkjuíé
lagsins séu að eins ráðleggjandi en ekki bindandi,
eins og haldið hefir verið fram af séra Fr. J.
Bergmann í “Breiðablikum”.
Trúarjátningar eru bindandi þar til þær eru
aí numdar.
2. Kirkjuþingið neitar því, að kennimenn kirkjufé-
lagsins< hafi rétt til að kenna hvað sem J>eim lízt,
jaínvel þó að þeir geti sagt, að þeir séu að kenna
eftir teztu samvizku og sannfæring. þeir hafa
ekki leyfi til að kenna innan kirkjufélagsins nokk-
uð, er kemur í bága viö það, er þeir hafa skuld-
bundið sig til að kenna sem prestar kirkjufélags-
ins.
3. Kirkjuþingið neitar, að trúarmeðvitund mannsins
hafi úrskurðarvald yfir heilagri ritningu og megi
haína orðum hennar eftir vild og þeirri niður-
stöðu, sem af þessu flýtur, að biblían sé óáreið-
anleg bók. Aftur á móti lýsir kirkjuþingið yfit
því, að það haldj fast við þá játningu kirkjufé-
lagsins, að öll ritning sé guðs orð, áreiðanlegt og
innblásið, og að hvað eina beri þar að dæma eft-
ir mælikvaröa biblíunnar sjálírar”.
JÁ sögðu —
Sr. Jón Bjarnason.
Sr. S. N. Thorlákssgn.
Sr. B. B. Jónsson.
Sr. K. K. ölafsson.
Sr. G. Guttormsson.
Sr. Jóhann Bjarnason.
Sr. R. Fjeldsted.
Bjarni Jones.
II. Johnson.
Sr. S. B. Christopherson.
G. B. Björnsson.
S. S. Ilofteig.
P. V. Peterson.
C. J. Olson.
S. Th. Vestdal.
G. Einarsson.
H. Anderson.
S. Finnsson.
II. S. Bardal.
W. H. Paulson.
J. Jóhannesson.
Dr. Brandson.
Kl. Jónasson.
G. Ingimundarson.
Björn Bvron.
Jón Eiríksson.
J. Pétursson.
Friðjón Friðriksson.
Jóh. Briem.
S. Friðfinnssson.
P. S. Guðmundsson.
Tryggvi Inggjaldsson.
Sveinn / Sveinsson.
Helgi Ásbjörnsson.
C. B. Johnson.
Björn Walterson.
Chr. Johnson.
F. S. Friðriksson.
Jón Abrahamsson.
Kr. Kristjánsson.
Halldór Halldórsson.
B. Thorbergsson.
G. Egilsson.
K. Pálsson.
Carl J. Vopni.
J. J. Vopni.
Jónas Samsonsson.
J. T. Friðriksson.
Pálmi Hjálmarsson.
NEI sögðu —
Sr. Fr. J. Bergmann.
E. Thorwaldson.
B. S..Thorvaldsson.
G. Erlendsson.
Jacob Benediktsson.
M. Einarsson.
Kr. Halldórsson.
Ólafur Ólafsson.
Gam. Thorleifsson.
Jón Jónsson.
E. H. Bergman.
Sig. Sigurðsson.
H. A. Bergman.
L. J. Hallgrímsson.
Th. Oddson.
L. Jörundsson.
Guðm. Fjeldsted.
Árni Helgason.
S. S. Bergman.
Fr. Bjarnason.
Jónas Hall.
Jón Einarsson.
Geo. Peterson.
Tillaga George Petersons:
“ Til þess að trúmála ágreiningur sá, sem á sér
stað, verði eigi kirkjufélagi voru til tjóns, leyfi ég
mér að bera fram svohljóandi tillögu, er komi í stað
þeirrar, sem þegar er fyrir þinginu :
1. Að báðar skoðanir, sem fram hafa komið, sé á-
litnar jafn réttháar í kristninni og kirkjufélagi
voru, þegar þeim er haldið fram á grundvelli trú-
arinnar, og þeir, sem fylgja hvorri um sig, megi
ræða það sem á milli ber í friði, í fullu trausti
þess, að sannleikurinn verði ofan á að síðustu.
2. Að prestar og leikmenn safnaða vorra sé edgi
víttir, hvorri skoðaninni sem þeir fylgja, og það
sé eigi áliti þeirra né virðingu í kirkjufélaginu að
ne.nu leyti til hnekkis eða skerðingar.
3. Að fræða megi almenning safnaða vorra, bœði í
ræðu og riti bæði utan kirkju og innan um hinar
nýju biblíuraiinsóknir og niðurstöðu þeirra, þeg-
ar það er gert í trú 4 föður, son og beilagan
anda, í ljósi játningarrita kirkju vorrar, í þeim
tilgangi, að fjarlægja ásteytingarsteina og efla
trúna í hjörtum manna.
4. Að halda megi áfram að ræða það, sem þessum
þegar uppástunga Fr. Friðriks-
sonar hafði verið samþykt, og til-
lögur Geo. Petersons og séra Fr.
Hallgrímssonar höfðu verið feldar,
bar Hjálmar Bergman íram svo-
látandi uppástungu :
‘‘ Kirkjuþingið lýsir yfir því, að
prestar og leikmenn kirkjufélagsins
sé eigi með neinu, sem samþykt
hefir verið á þessu kirkjuþingi,
skoðunum ber á milli, bróðurlega, bæði einslega íþrátt fyrir það,
og opinberlega, en forðast að blanda persónuleg-
um ádeilum eða fyrirdæmingum þar saman við,
og engum sé leyft að gefa í skyn beinlínis eða ó-
bednlínis, að hér sé að eins um únitaratrú eða
jafnvel heiðindóm að ræða annars vegar, en hins
vegar faríseahátt og trúhræsni.
5. Að báðar skoðanir hafi jafnan rétt til að skýra
málstað sinn í málgagni kirkjuíélagsins, og hvor-
ug fyrirdæmd.
6. Að kostað sé kapps um, að láta ágreininginn út
af skoðunum þessum eigi spilla kristilegri sam-
vinnu né bróðurhug, og leitast sé við, að lækna
þau sár, sem deilan kann að hafa valdið hingað
til.
7. Að kirkjufélag vort láti eigi deilu þessa spilla
samkomulagi við kirkjuna á íslaiidi, né bróður-
hug, svo vér getum orðið fyrir heillavænlegum á-
hrifum þaðan, og sjálfir stutt og eflt kristilegan
áhuga þar, með orðum og eftirdæmi”.
gerðir rækir úr kirkjufélaginu,
þó þeir flytji og
þeim, sem fram
breytingartillögu
var fram af Geo.
JA
sögðu
Sr. Fr. J. Bergmann.
E. Thorwaldson.
B. S. Thorvaldsson.
G. Erlendsson.
Jacob Benediktsson.
M. Einarsson.
Kr. Halldórsson.
ólafur Ólafsson.
Gam. Thorleifsson.
Sig. Sigurðsson.
H. A. Bergman.
L. J. Hallgrímsson.
NEI sögðu
Th. Oddson.
L. Jörundsson.
Guðm. Fjeldsted.
Árhí Helgason.
S. S. Bergman.
Fr. Bjarnason.
G. P. Thordarson.
Jónas Hall.
Jón Einarsson.
Finnur Finnsson.
Geo. Peterson.
Sr. Jón Bjarnason.
Sr. S. N. Thorláksson.
Sr. B. B. Jónsson.
Sr. K. K. Ólafsson.
Sr. Jóhann Bjarnason.
Sr. R. Fjeldsted.
Sr. G. Guttormsson.
Sr. S. B. Christopherson.
Bjarni Jones.
H. Johnson,
G. B. Björnsson.
S. S. Hofteig.
P. V. Peterson.
C. J. Olson.
S. Th. Vestdal.
G. Einarsson.
H. Anderson.
S. Finnsson.
H. S. Bardal.
W. H. Paulson.
J. Jóhannesson.
Dr. Brandson.
Kl. Jónasson.
G. Ingimundarson.
Björn Byron.
Tillaga séra Fr. Hallgrímssonar:
1. “Kirkjuþingið mótmælir öllum þeim guðfræðis-
stefnum, sem beinlínis eða óbeinlínis afneita sann
söguleik þeirra grundvallaratriða kristindómsins,
sem íram eru tekin í hinni postullegu trúarjátn-
ingu.
2. Kirkjuþingið viðurkennir réttmæti og gagnsemi
trúaðrar bihlíurannsóknar, en álítur hins vegar
margar af þeim staðhæfingum, sem nú á tímum
er haldið fram í nafni biblíuvísindanna, ósannað-
ar getgátur, sem sumar hverjar séu andstæðar
heilbrigðri kristilegri trtiarhugsun.
3. Kirkjufélagið viðurkennir, að opinberar umræður
um trúmál séu gagnlegar, en álítur að þær eigi
alt af að fara fram með hógværð og stillingu án
allrar áreitni og persónulegra brígslyrða”.
JÁ sös;ð’.i —
Jón Eiríksson.
J. Pétursson.
Friðjón Friðriksson.
Jóh. Briem.
S. Friðfinnssson.
P. S. Guðmundsson.
Tryggvi Inggjaldsson.
Sveinn Sveinsson.
ITelgi Ásbjörnsson.
C. B. Johnson.
Björn Walterson.
F. S. Friðriksson.
Chr. Johnson.
Jón Abrahamsson.
Kr. Kristjánsson.
Halldór Halldórsson.
B. Thorbergsson.
G. Egilsson.
K. Pálsson.
Carl J. Vopni.
J. J. Vopni.
Jónas Samsonsson.
J. T. Friðriksson.
Pálmi Iljálmarsson.
Sr. Fr^ J. Bergmann.
Sr. Friðrik Hallgrímsson
E. Thorwaldson.
B. S. Thorvaldsson.
G. Erlendsson.
Jacob Benediktsson.
M. Einarsson.
Kr. Halldórsson. ,
ólafur ólafsson.
Gam. Thorleifsson.
Jón Jónsson.
E. H. 'Bergman.
Sig. Sigtirðsson.
H. A. Bergman.
L. J. Hallgrfmsson.
Th. Oddson.
L. Jörundsson.
Guðm. Fjeldsted.
Árni Helgason.
Sigríður Helgason.
S. S. Bergman,
Fr. Bjarnason.
G. P. Thordarson.
Jónas Hall.
Jón Einarsson.
Finnur Finnsson,
Geo. Peterson.
NEI SÖffðu —
Sr.
Sr.
Sr.
Sr.
Sr. Jón Bjarnason.
Sr. S. N. Thorláksson.
B. B. Jónsson.
K. K. Ólufsson.
G. Guttormsson.
S. B. Christopherson.
Sr. Jóbann Bjarnason.
Sr. R. Fjeldsted.
Bjarni Jones.
II. Johnson.
G. B. Björnsson.
S. S. Hofteig.
V. Peterson.
J. Olson.
Th. Vestdal.
Einarsson.
Anderson.
Finnsson.
S. Bardal.
H. Paulson.
J. Jóhannesson.
Dr. Brandson.
Kl. Jónasson.
G. Ingimtindarson.
Björn Byron.
P.
C.
S.
G.
H.
S.
H.
W.
Jón Eiriksson.
J. Pétursson.
Friðjón Friðriksson.
Jóh. Briem.
S. Friðfinnssson.
P. S. Guðmundsson.
Tryggvi Inggjaldsson.
Sveinn Sveinsson.
Helgi Asbjörnsson.
C. B. Johnson.
Björn Walterson.
Chr. Johnson.
F. S. Friðriksson.
Jón Abrahamsson.
Kr. Kristjánsson.
Halldór Halldórsson.
B. Thorbergsson.
G. Egilsson.
K. Pálsson.
Carl J. Vopni.
J. J. Vopni.
Jónas Samsonsson.
J. T. Friðriksson.
Pálmi Hjáltnarsson.
fylgi skoðunum
eru teknar í
þeirri, sem borin
Peterson”.
Eftir nokkrar umræður um þetta
mál, samþykti þingið allan fyrri
hluta uppástungunnar, aftur að
orðunum “þrátt fyrir það”, en
feldi úr allan siðari hlutann, sem
byrjaði með þeim orðum.
þegar hér var komið sögunni,
létu nokkrir minnihluta menn í
ljós, að þeir álitu sig ójöfnuði
beitta, og að með meðferð þings-
ins á þessari uppástungu teldu
þeir söfnuði sína ekki geta átt
heima i kirkjufélaginu lengur. Og
gengu þá 12 fulltrúar þegar af
þinginu. Næsta morgun gengu
nokkrir aðrir fulltrúar af þingi í
tilefni af þessum ágreiningi, sem
orðið hafði kveldið áður, og voru
þannig alls nær 20 fulltrúar |rengn-
ir af þinginu.
í viðræðum við þessa þingmenn
virtist slt skoðun vera rikjandi hjá
þeim, að þeir teldu sig útskúfaða
úr kirkjufélaginu, með því að þeir
hefðu ekki leyfi til þess, að fram-
fylgja trúarstefnu sinni í ræðum
eða ritum til jafns við meirihlut-
ann, meðan þeir stæðu í félaginu.
þeir viðurkendu, að þeir hefðu ekki
með formlegri þingsamþykt verið
reknir úr félaginu, en að friðar og
samvinnu skilmálar þingsins heföu
verið svo þröngir, að þeir gætu
ekki unað þeim. Jafnréttiskrafa
þeirra hefði verið borin ofurliði, —
þeim verið bannað hugsanafrelsi,
málfrelsi og rannsóknarfrelsi með-
an þeir stæðu í félaginu.
Á þessari sannfæringu minni-
hluta fulltrúanna bj’ggist sú krafa
þeirra til safnaða sinna, að þeir
segi skilið við kirkjtifélagið, þar til
meirihluti á þingi tjáir sig fúsan
til sætta á grundvelli jafnréttis í
prédikun, riti og ræðu.
Minnihluta þingmönnum bar og
saman um það, að séra B. B. Jóns
son hefði sýnt sig algerlega óhlut-
drægan fundarstjóra, og að séra
Friðrik Hallgrímsson hefðd lagt sig
allan fram til þess, að miðla svo
málum — eins og uppástunga hans
Ijóslega sýnir — að ekki þyrfti -að
verða sundrung í félaginu.
þess hefir Heimskringla verið
beðin að geta, að ekki hafi fulltrú-
ar Evford sáfnaðar gengið af þingi
Ann.ir þeirra hafði verið kallaður
heim til sín, áður en klofndngur
varð í þinginu, en hinn, öl. ólafs-
son, sat sem fastast út allan þing-
tímann, þrátt fyrir það, að hann
var fylgjandi skoðunum minnihlut-
ans og greiddi atkvæði með hon-
um.
Leiðrétting.
Séra Stgr. N. Thorlaksson béfir
beðið Heimskringlu að leiðrétta
þá missögn blaðsins í ritstjórnar-
grein, dags. 17. júní, að hann hafi
verið því meðmæltur, að kirkjufé-
lagið sliti sambandi við Wesley
College. Séra Steingrimur kveðst
í nefndinni hafa mælt móti aðskiln-
aðinum, eins og skýrsla nefndar-
innar sýni.
þriðji liður þess nefndarálits gef-
ur þinginu þá ráðleggingu : “Að
embættinu við Wesley College
verði haldið áfram i eitt ár með
því fyrirkomulagi, sem nú er, en
að vegna óánægju þeirrar, sem
það vekur í kirkjufélaginu, að nú-
verandi kennari séra Friðrik J.
Bergmann haldi þar áíram, sé
væntanlegri skólanefnd falið á
hendur, að ú'tvega og ráða annan
mann, til þess að taka við af hon-
um að ári liðnu, þar sem ekki eru
likur til, að svo fljótt geti kirkju-
félagið komið á stofn sérstökum
skóla”.
Undir þetta ritaði séra Stein-
grímur sem nefndarmaður, og allir
meðnefndarmenn hans, nema Sv.
Brynjólfsson. Og þessi liður álits-
ins ber það með sér, að séra
Steingrímur hafi viljað, að sam-
vinna héldist með félaginu og skól-
anum, að eins að séra Fr. J. Berg-
mann yrði bolað frá kenslustörf-
um þar.
Sveinn Brynjólfsson var óþægur
nefndinni. Ilann bar fram í þing-
ínu minnihluta álit — sitt eigið —
og lagði til, að allur framangreind-
ur þriðji liður væri feldur úrnefnd-
arálitinu, en í þess stað sett á-
kvæði um “að embættinu við Wes-
ley College sé haldið áfram á
næsta ári, og séra Friðrik Berg-
mann ráðinn kennari eins og verið
hefir”.
Dr. Brandson lagði á því þingi
fram fyrir hönd skólamálsnefndar-
innar svolátandi tillögu : — 1. “að
kennaraembættið viö Wesley Col-
lege sé lagt niður að ári liðnu”,
o. s. frv.
Undir þessa ráðleggingu nefnd-
arinnar til þingsins skrifaði séra
Steingrímur með hinum fjórum
meðnefndarmönnum sínum.
það var á undirskrift prestsins
undir þessa tillögu, að Heims-
kringla bygði það álit sitt, að
hann hefði verið meðmœltur eða
samþykkur aðskilnaði félagsins og
skólans, og hafi það álit blaðsins
ekki við rök að styðjast, þá er
það af misskilningi en ekki af á-
settu ráði, að skoðun séra Stein-
gríms hefir verið rangfærð í blað-
inu, og telur þá Heimskringla sér
skylt, að biðja hann fyrirgefningar
á því. En með því að gerðabók
24. ársþings kirk jufélagsins ber
það með sér, á bls. 50', að þessi
nefndartillaga, undirrituð af séra
Steingrími, um að slíta sambandi
kirkjufélagsins við Wesley College,
— hafi verið samþykt í einu hljóði,
þá leit blaðið svo á, að hann hefði
verið þeirri stefnu meðmæltur.
R i t s t j.
Sparið
Línið Yðar.
Ef þér ðskið ekki að fá
þvottinn yðar rifinn og slit-
inn, þá sendið hann til þess-
arar fullkomnti stofnur;ar.
Nýtfzku aðferðir, nýr véla-
útbúnaður, en gamalt og æft
verkafólk.
LITUN, HREIN8UN
OG PRESSUN
SÉRLEGA VANDAÐ
Modern Laundry &
Dye Works Co.,Ltd.
307-3 I 5 Hnrgrnve ðit.
WINNIPEQ, JMANITOBA
Phones : 2300 og 2301
FYRIR
12 JAlberta Sþecial
Cabinet|Ljósmyndir
og^Ein Stór 10x20
þuml.* ([Líf-stærðar
Ljósmyndjgefín með
HvtírjuDúsíni.t’—tOg
Hvert Dúsín Kostar
Áðeins trxt. a .1^.. íf?
$7.00
PETTA ITILBOÐ UILD-
IR AÐEINS 1 MYNDA-
STOFCtVOKRI ,í
POBTAQE AVENDE.
Wm. A. MARTEL,
MVNDASMIÐDR.
2551/2 PORTAGE AVE.
Phone: Maln 7764