Heimskringla - 30.09.1909, Side 2

Heimskringla - 30.09.1909, Side 2
Bls 2 WINNIPEG, 30. SEPT. 1909. HEIMSKRINGLA Heimskringla Poblished every Thursday by The Beimskrinela News & Pablishine Co. Ltd Verö blaöems 1 Canada og Bacdar $2.00 nm áriö (fyrir fram boriraö), Sent til islaDds $2 00 (fyrir fram borgaðaf kanpendnm blaösins hér$1.50.) B. L. BALDWINSON Editor A Manager Office: 729 Sberbrooke Street, ffioDÍpeg P.O, BOX 3083. Talsimi 3512. Ástandið á Eng- landi. J>að íellur ekki alt í ljúía löð íyrir Asquith stjórninn.i um þessar mundir. Hún hefir haít afarmikla mótspyrnu á þ-essu yfirstandandi þángd, aðal-lega út af skatitálögun- um auknu á stórlandeignir auS- mannanna. Eí til vill hefir ekkert mál svo mjög æst þjóðina, esns og eánmitt þetta mál, sem nú í sl. viku var útkljáð með atkvæða- gredðslu í þinginu, en með svolitl- um meiri hluta atkvæða — að eins óhenllatölunni 13 — að það var um hríð tvísýnt, hvort stjórn- in yröi ekki neydd til að segja af sér völdum. Vanalegur medrihluti stjórnarinniar er nokkuð á annað Jruncltað, en failið niður í 13 var svo mikið og að sumu leyti ó- væn.t, að margir álíta, að stjórmn ætti ekki að taka á sig þá á- byrgð, að þröngva þeim laga- kvæðum gegn um þingið, sem ekki hafa betra fvlgi en hér virð- ist vera. J>ó mun stjórniin sitja við sinn keip og hvergi láta bugast. En hraða mun hún tfl kosninga svo mjög sem hún getur, og láta næstu stjórn, hver sem hún kann að verða, taka á sig þá ábyrgð, að ónýta þessi lög, ef hún álítur sér þa<ð fært. Að stefna núverandi stjórnar á Englandi hafi vakið megna óá- nægju meðal lávarðanna, má marka af því, að Rosehery lávarð- ur, sem alla æfi hefir verið fylgj- andí hinum svonefnda frjálslvnda flokki, hefir algarlega sagt skilið við hann, og hefir nú ferðast um landið til að flytja ræður móti stefnu Asquith stjórnarinnar. Lá- varðadeAldin hefir einnig haft það í hótunum, að ónýta þessi toll- og skattalög Asquith stjórnarinn- ar, ef þjóðlega málstofan, eða neðrideildin samþykki þau. En stjórnarformaður Asquith svarar með því, að hóta lávörðunum, að hann skuli afnema þingdeild þeirra með öllu að lögum, ef þeir skifti sér nokkuð af fjármála-löggjöf þjóðarinnar. það séu hinir kjörnu f.ulltrúar hennar í þjóðlegu mál- stofunni, sem til þess séu settir, að haía fjármálin með höndum og bera ábyrgð á gjörðum sínum viö hverjar almennar kosningar. Lá- varðarnir þar á móti hafi ekkert slíkt umboð, og þess vegna hafi þe-r en?an afskiftarétt þeirra mála sem að fjárhag landsins lútii. Forsætisráðherra Asquith hefir i ýmsum ræðum sínum látið þess getið, að stjórn sín og flokkur sé fylHlega við því búin, að gera þeitfca mál að aðal-keppimáli við næstu kosndngar, og kveðst bann treysta þjóðinni til þess, að sjá hag sinn í því, að leggja lávaröa- dedlddna niður, heldur en að missa sjálf }'firráð á fjármálum sinum. I raun réttri eru tollmálin aðal- keppikeflið, eins og sak-ir standa nú. Asquith (Liberal) stjórndn kýs að tá inntektir ríkisins fremur með beinum sköttum af eígnum borgar- anna, heldur en með því að leggja innflutningstolla á aðfluttan varn- ing. En mótflokkurinn með Bal- íour í broddi fylkingar, heimtar endurskoðun toll-laganna, og hefir sama sem bundist þvi loforði, að leggji á innflutningstolla, ef flokk- ur hans komist að völdum. — það er Chamberlain stefnan, og henni virðist nú Rosebery lávarður vera orðinn fylgjandd. Sú skoðun virðdst og aö vera að ná föstum rótum þar í iandi, að Balfour stefnan' muni með tíman- um verða ofan á, og gamla Cob- den eða frjálsverzlunarstefnan líða undir lok. Margir stjórnmálamenn þar telja þetta óumflýjanlegt, og færa til þess ýmsar ástæður, svo sem tfl dæmis þá, að undir núver- andi fyrirkomulagi sé þjóðdn að glata því þreki og sjálfstæði, sem hún áður hafði, og að einatt sé að fjölga þeim flokki fólks í landinu, sem á íslenzku eru nefndir hrepps- ótnagar. Konunglega nefndin, sem fyrir nokkru var sett til að íhuga efna- iega ástandið þar í landi, hefir rétt nýlega gefið út skýrslu um þetta atriði. Hún staðhæfir, að nú séu 835,068 allslevsingjar í landinu og að þeim bafi fjölgað um 40 þús. á síðastliðnu ári. þetta þýðir það, að 23 menn af hverju þúsundi verða að hafast við af vinnuarði hinna 977. Framfærslukostnaður J>essara vesalinga er aiar mikill,— á síðasta ári var hann meira en 71)4 milión dollara. Hver maður i Lundúnaborg varð að borga að meðaltali $3.75 í þennan sjóð, en í sveitum úti var fátækra fram- færslu útsvarið $1.75. Jiessi ómaga kostnaður er að aukast ár frá ári. Arið 1904 var hann 65 miKónir, en í fyrra yfir 71)4 milíón dollara. Hagfræðingar þjóðarinnar eru á- hyggjufullir yfir þessu ástandi, og sjá ekki ráð til að bæta úr því, eöa jafnvel að fyrirbyggja að það ekkd versnd ár frá ári. J>eir benda á, hvert undragagn mætti vinna landi og þjóð með þairri feikna fjárupphæð, sem árlega er varið til J>ess að ala önn fyrir sívaixandi hóp af allsleysingjum, rétt til þess að halda í þaim lífinu. þess utan eru ellistyrds útgjöld- in og ábvrgð gegn atvinnuskorti. þetta tvent eru einnLg útgjöld, sem nema mörgum tugum milíóna. og sem er auka-útgjaldabyrði á þjóð- ina, borguð beint úr ríkissjóði. Mikið af því fé, sem á J>ennan hátt er tekið af þjóðinni, er fcekið frá fólkd, sem sjálft er í mörgum til- fellum illa fært að leggja það fram, og miðar til að veikja eína- Jegt sjálfstæðd þess. ]>eir, sem eru á móti skatta- stefnu Asquith stjórnarinnar, — halda fram því, að hdndr auknu skattar komi jafnt frá fátækum og ríkum til styrktar þeim fátæku án þess þó að auðga þá að nokkru leyti, eða þoka nokkrum J*irra einu hænufeti nær efnal'egu sjálf- stæði. Að eins sé fátæklittgunum haldið við, svo að þeir geti aukist og margfaldast og einaitt aukið tölu þurfalinganna, þar til hún veröi orðin svo mikil, að þjóðin rísi ekki undir henni. Enn annað atriði er barist um, og það er herútbúnaðurinn. I.iber- alar hafa viljað minka bann og öll útgjöld i sambandd við hann. En mótflokkurinn krefst þess, að þar sé hvergi á linað, heldur sé árlega aukið við herskipatölu landsins, svo að segja án fillits til kostnað- arins, svo að herfloti Breta sé jafnan eáns öflugur ag berflotar nokkurra annara tveggja Pivrópu- þjoða. Nú hafa þjóðverjar á síðustu ár- um aukið flota sinn svo, að Bret- ar standa agndofa yfir því, og trevstast nú ekki lengur að fylgja stefnu sinni um tvíþjóða flota. þess vegna hafa J>eir nú upp i sl. 5—6 ár verið að vinna að þvi, að íá hjálendurnar Nýja Sjáland, Astralíu og ,-Canada til þess að leggja hönd á plóginn með fjár- framlögum eða skipagjöfum. Hvað úr þvi kann að verða, er fekki á- stæða til að ræða hér að Jjessu sinni, — það er efni í eina eða fleiri ritgerðir síðar. Enn annað atriði, sem Asquith- stjórnin hefir við að etja, er kvenirelsismálið, sem fyrir nokkru er orðið eitt af stórmálum þjóð- 1 arinnar, og verður J>ess stærra og I örðugra viðfangs, sem lengra líð- ur, — hver stjórn sem við völd kann að sitja — þar til konum er lögbelgaður kosninga og kjörgeng- isréttur Jxar i landi. En aðal-á'greiningsmálið, eins og sagt hefir verið, er nú sem stend- ur fjármála frumvarpið, og réttur eða réttleysi lávarðanna fcil að skifta sér af því. Ef þeir sam- þykkja J>að eins og }>að er Jxsm í hendur biidð af neðri málstofunni, þá má ætla, að stjórnin sitji út tímaibil sitt. Ef J>eir fella það eða breyta þvi, þá er viðbúið, að þing verði rofið og gengdð til kosninga, og í því tilfelli er talið mjög lík- legt, að Asquith stjórnin sigri. C.P.R. féiagið. í skýrslu Canadian Pacific járnbrautaríélagsins fyrir 12 mán- aða fjárhagsárið, sem endaði 31. júní sl., er ýmislegt það, sem bend- ir á stvrkleika félagsins og að Jxað starfi í góðu landi. Árstekjur Jæssa eina félags urðu 76)4 milíón- ir dollara. Útgjöldin urðu 53)4 milíónir dollara. Hreinn ágóði varð því um 23 milíónir dollara eða rúmar 83 milíónir króna. — þessi eins árs gróði þessa eina fé- lags, er því eins mikill eins og all- ar ríkis eða landssjóðstekjur ís- lands á 59 ára tímafcdli. — þetta var ágóðinn af járnbrautarstarfinu eingöngu, en svo hefir starfsemi gufuskipafélagsins gefið því yfir tveggja milíón dollara gróða á ár- inu. Svo.að allur gróðinn saman- lagður er yfir 25 milíónir dollara. J>etta gerir ársgróða télagsifls 94 milíónir króna, eða nákvæmlega jafngildi allra landssjóðstekja ís- lands í 65 ár, miðað við núverandi fcekjumagn landsins. Óhreyfanlegar skuldir félagsins eru taldar 9)4 milíón dollars á ári. Svo að félagsstjórnin hafði, sem afleiðing af ársst^rfinu nær 16 mil- íónir dollara til þess að nota á hvern hátt, sem henni fcezt líkar og sýnist við eiga, til þess að auka og bæta brautakerfi og skipa- stól fclagsins. Félagið borgaði á árinu rúmlega 11 milíónir dollara í ágóða til hluthafanna, 806 þús. dollarar var lagt tdl skipa félagsins og 86' þús. í eftirlaunasjóð félagsins. Á þriðju milíón dollara var lagt í varasjóð félagsins, sem nú er orðinn tals- vert yfir 35 milíónir dollara, — alt í peningum, til taks á hverri stundu, sem á því kann að þuría að halda. Stjórn }>essa félags er ein sú á- gætasta og ráðdeildarsamasta.sem nokkurt félag hefir, o-g efnalega er félagdð svo vel stætt, að hlutabréf J>ess seljast háu verði á öllum pen- ingamörkuðum heimsins. Og lán getur það tekið með nákvæmlega eins vægum vaxtaskilmálum eins og nokkur þjóðstjórn. Járnbra.utaeignir félagsins eru taldar að hafa kosfcað rúmlega 362 milíónir dollara, og skdpastólinn rúmlega 18 milíónir. þess utan hefir félagið hluti í og umráð yfir öðrum járnbrautum, og eru edgnir }>ess í þeim metnar rúmlega 63 milíónir. Ymsar aðrar eignir á fé- lagdð, þar með talið 5 milíóndr dollara, sem það lánaði ríkisstjórn innd fyrir nokkrum tíma. Alls tel- ur félagið eignir sínar tæpar 460 milíónir dollara, Meðal eignanna^eru 10,543 mílur af járnbrautum, fullgerðar og í bvggingu, 1476 gufudráttvélar og 5306 íólks og farangurs flutnings- vagnar allskonar, 38 öflug haískip og 25 strandíerða og innanlands- vatna flutningaskip. Með þessum flutningstækjum, sem notuð eru ekki eingöngu í sjálfii Canadaveldi, heldur einnig til þess, að flytja fólk og flutming út úr landinu og inn í það, — má fullyrða að C.P.R. íélagdð sé það lang-mesta og öflugasta sinnar teg- undar í víðri veröld. þess ber að gæta, að félagið er enn á uppvaxtarárum sínum, og hvergi'nærri fullþroska, því^að eít- ir því, sem landið byggist, eftdr því heldur það- áfram að byggja viðauka við brautakerfi sitt út til allra sveita landsins, og með sí- vaxandi framledðslu og verzlun í landinu, verður }>að að sjálfsögðu að efla skipastól sinn engu síður en mílnatal járnbrautanna. þetta félag hefir á sl. ári bygt meira en 11 hundruð mílur af járn- brauitum hér í Canada, og hefir á yfirstandandi tíma á fimta hundr- að mílur undir lagningu, sem það vonar að geta lokið. við fyrir nýár næstkomandi. Hverja íramtíð félag þetta muni eiga, má meðal annars marka af því, að svo má heita, sem vort mikla Norðvesturland, frá stór- vötnunum að austan til Kletta- fjalla að vestan, sé að eins byrjað að byggjast, og frá öllu þessu af- ar víðáttumikla landflæmi hefir fé- lagið fengið bedðndr um, að Leggja þúsundir mílna af járnbrautum. — Svo er og einmitt nú í aðsigi verzlun sú hin mikla, sem ætlað er að komist á milli Canada og Austurálfu hedms, Indlands, Kína og Japan, og sem }>etta félag ætl- ar sér, með auknum skipastól að reka með fullu afli, Jxegar þar að kemur. það er því engan veginn oflangt seilst, þó þess sé get.jð til, að innan næstu 15 til 20 ára hafi félag þetfca þúsund milíón dollara höfuðstól tdl starfa hér í landi og á höfnum austan og vestan lands, og með meira en tvöfalt mílnatal járnbrauta og flutningaskipa við það, sem nú er, og það þrátt fyr- ir }>að, að félag þetta má búast við miklu öflugri samkepnd í kom- andi tíð, en það hefir nokkru sinni haft að undanförnu. Sú samkepni getur ekki komið, sem hafi að nednu leyti öflugri flutningstæki en C.P.R. félagið, og það má ætla, að íbúar landsins sendi vörur sín- ar yfirleitt með }>eim brautum, sem bez.t flutningskjör bjóöa, bæðí hvað snertir flutningsgjald og flutningshraða. Og það má trúa félaginu til þess, að þola alla þá samkepni, sem hægt er að veita því. Ekki veldur sá, er varir “Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða”, hei/tdr grein nokkur, sem Heimskringlu befir borást frá bónda einum hér í fylk- inu. þar er kvartað um tjón það, er járnbrautarlestir geri á gripurn bænda, með því að renna vfir grip- ina og drepa þá. því er hótað í gneininni, að bændur muni taka til þeárra crþrifsráða, að velta vagn- lestum aí brautarsporum, ef þeim sé ekki bœittur gripamissirinn. Með því að hér er að ræða um i opinbera hótun um, að fremja i þann glæp, sem löng fangavist liggur við, ef framinn er, þá nedt- ! ar Hedmskringla að prenta grein- j ina, nema þeir menn, er samtökin ætla að haía, sendi blaðinu nöfn sín til birtingar, svo að ekkd þurfi um að villast, eða saklausir að lenda í vanda, ef slys verður á brautinni. í bróðerni vildum vér ráða þeim bændum, sem orðiö hafa fyrir tjónd við gripamissi af völdum járnbrautalesta, að hafa fyrst samtök til þess, að leggja um- kvörtunarefni sitt formlega fyrir járnbrautafélagið, og komast fyrir, hvort ekki er á þann hátt mögu- legt, að fá borgun hjá því fyrir i gripina, sem drepnir hafa verið. j Einnig að útvega sér fullvissu um það, hvort félaginu ber að girða 1 vegstæði sitt haggja megin, svo að ; gripir bænda gangi ekki inn á l það. Og einnig að íhuga, hvort j þeim sjálfum beri ekki að gæta gripa sinna á eigin löndum sínum, og hvort þeir gripir falli ekki að J landslögum réttlausir, ef þeir eru í reáðuleysi úti á víðvangi og i verða þar fyrir meiðslum eða j drápi. Jittð er þá fvrst, þegar bændurn- ^ ir eru búnir að vita landslaga rétt sinn i málinu, að þeir verða færir \ um, að beita réttri aðferð til að tryggja sér }>ann rétt, án þess að aðhaíast nokkuð það, sem mundi leáða af sér eignaspell og mann- tjón og fangelsisvist fyrir þá ! sjálfa. legast felst þefcta að nokkru leyti í því, að mýs og rottur komast að “Parlor Matches” og naga þœr svo að í.kviknar, en “Saiety” eða öryggis eldspýturnar þola það nag. Sömuleiðis kviknar á hinum fvrnefndu eldspýtum, ef á þær er stigiö, en ekki á hinum síðar- nefndu. Þeim geðjast blaðið. “J>að gleður mig, að Heims- kringlu aukast kaupendur, því hún er lang-tezta blaðið hér vestan- hafs”. J. V. Kostbært kæruleysi. “Tmsir þeir, sem taka póst sinn hér á pósthúsinu óska þess, að þú vildir senda hingað nokkur eintök til útbýtingar af hinu lofsverða skraut-mimeri Ileimskrdnglu, sem nýskeð var gefið út. það má ó- hætt fullvrða, að slík titgáfa sé ó- viðjaínanleg í íslenzkri blaða- mensku, og verður því að verðugu útgefandanum til ævarandi heið- urs. það dylst engum, að< kostnað- urinn við að gefa út slík númer er mjög mikill. Iffniið er sómasam- lega vel valið.' Islenzkir bændur og bændasynir, sem sýna litla atorku við búskap, geta séð að til eru menn, sem ekki horfa í kostnaðinn til að læra hann á búnaðarskólum. Sú getur aldrei orðið nýíur bóndi, sem ekki hirðir utn að læra bú- skap. En að læra hann vel er ekki auðið nema á búnaðarskóla. Ég er ekki kaupandi Heimskringlu, en get þó tinnað útgefandanum og blaðinu sannmælis. þökk fyrir út- gáfu skraut-númersins”. G.M. Ofurlitla hugmvnd geta menn fengið um það, hvað einn liður í kæruleysi Canada manna kostar i þjóðina,— með því að lesa eld- skaðaskýrslur herra Lind'back, j “Provincial Fire Commissioner". Skaðar af eldsbrunum í Canada, frá nýári sl. til 1. júlí — það eru 6 fyrstu mánuðir ársins — urðu vfir 10 milíónir dollara. í Mani- j tohfi íylki einu urðu skaðar af ; eldsvoðum á sama tímabili hálf rnilíón dollara. Herra Lindback segir, að helfing- ur allra þessara bruna orsakist af ! kæruleysi og hirðuleysi íbúanna, j og að ]>að hefði hæiglega mátt koma í veg fyrir þá með því, að hafa hugföst eítirfarandi atriði : 1. Að þekja öll opdn reykháfa- pipugöt með járnplötu, eða að múra þau upp, ef ekki er álitið að þurfi að nota þau. 2. Gufuleiðslupípur ættu að vera svo lagðar, að þær snerti ald- rei viði í veggjum, sem þær liggja meðfram. Ofnpípur ættu jafnan að setjast inn í múr- umgerð, en aldrei gegn um gólí eða húsþök, nema múrað sé eða sfceinlímt í kring um þær. 3. Jxtr sem stór eða oínar standa 1 skyldu gólf þakin annaðhvort með járnplötu eða múr eða stednlími. 4. Ef nauðsynlegt er að leggja ofnpípur gegn um gólf eða veggi, þá skyldu j»ær svo lagð- ar, að hólkur sé utati ufn þœr, er ved'ti loftstraumd miIK pip- unnar og gólfsins eða veggjar- ins. 5. Séu raifljósaþræðir ógætilega j lagðir í hús manna, getur það orsakað eldsbruna. 6. S'tiga-U'ppgöngur ættu jaínan að vera nægilega rúmgóðar og enginn skyldi brúka þær sem hyllur, eða til að geyma nokk- uð í þeim. 7. Engu því, sem eldfimt er, skyldi nokkurntíma hlaðið upp að húsveggjum, og síst við dyr eða glugga. 8. Enginni skyldi brúka “I’arlor Matches”, heldur “Saíety Mat- ches”, sem eru engu dýrari, en eru algerlega eldtryggar. Væri hinar síðarnefndu eldspítur al- menit notaðar, mundd það eitt kotna í veg fvrir einn fjórða hluta’ af ölluiri vorum eld- sköðum. 9. Allar útihurðir ættu að ganga út en ekki inn, — sérstaklega ú samkomuhúsum. Ýmsar fleiri ráðlegginigar gefur herra Lindback, en þcssar eru þær sem almenning varðar mest, og þess vegna eru þær hér hirtar. Annars er það eftirtektavert, að hann telur fjórðung allra elds- brutta orsakast af því, að fólk brúkd “Parlor Matches” í stað þess að það ætti að nota “Safety Matches”. J>etta atriði þarf frek- ari skýringar en þær, sem elds- voða eftirlitsmaðurinn gefur. Lík- “Eftir nokkurra vikna fjarveru, hefi ég við lieimkomu míiia séð eintíik af yðar sérstaka búnaðar- skólablaði, og finn mér skylt, að óska vður til lukku með ágæti þess. Vitanlega get óg ekki skilið mál- ið, sem það er skrifað á, en mér geðjast sérlega vel að fráigangin- um að öllu leyti, — pappír, mynd- um og þess konar, og ég hika ekki við að segja, að blaðið sé til sæmdar fyrir oss og Manitoba- fylki. , Myndi það vera mögulegt fyrir oss, að fá hjá yður mynd þá af búnaðarskóla-beildinni, sem prent- uð er í biaði yðar. þaö er bezta mynd, sem enn hefir verið tekin af skólanum, og vér mundum færa oss hana vel í nyt. Yðar einl. W. J. BLACK, yfirkennari. 23. sept. 1909. Stórhýsi. Metropolitan lífsábyrgðar félag- ið hefir sent Heimskringlu bækling uib* “eðli tæringarsjúkdóma, vörn gegn þeim og lækning”, og bdður þess um leið getið, að hver kaup- andi H'eimskringlu, sem þess óski, geti fengdð ókeypis einn aí þessum bæklingum mieð því að sækja hann í Room 318 Mclntyre Block hér í borg. Affcaín á kápu þessa bæklings er mynd af aðalstöðvum félags þessa í New York borg. það er stórhýsi, nýlega bygt, og er lang-hæsta byigging í heimi, 760 íet á hæð, 56 tasíur. Lýsingin af húsinu er á þessa leið : — Byggingin tekur yfir 25 ekra svæði, hefir 48 lyftivélar, sem ganga 125 þús. mílna langan veg á ári. Öll lvftivélagöngin samanlögð eru 1)4 mila á lengd, og stálþræð- ir þeir, sem lyftivélarrtar ganga á, eru 27 mílur á lengd. Forstofu- göngin öll til samans í þessu mdkla húsi eru nálega 32 mílna löng. 1 húsinu eru 13 mílur af vatns- leiðslupipum og 151 mílur af járn- pípum, sem innilykja 189 mílur af rafljósaþráðum og 2462 mílur af talþráðum og tilkynningar (Sdg- nal) þráðum. t húsi þessu eru 30 þúsund rafijós. það tók 35 milíón- ir múrsteinia að byggja það og 556 þúsund teningsfet af hvítum mar- mara. Öll grindin er gerð úr stál- böndum afartraustum. Turninn er 75x80 fet að ummáli og hefir 50 loft. Klukkan í turninum hefir skífu, sem er 24 fet að þvermáld, og er hún sett 346 fetum fyrir of- an strætið. Útsýnispallur er um- hverfis turninu á 45. lofti, 590 fet frá strætinu, og annar ú.tsýnis- pallur á 48. lofti, 633 fet frá stræt- inu, og sá þriðji á 50'. lofifci, eða 661 fet frá stræti. Skrdfstoíur eru á hverju lofti turnsins. Sparið Línið Yðar. Ef þér öskið ekki að fá þvottinn yðar ritínn og slit- inn, þá sendið hann til þess- arar fullkomnu stofnui.ar. Nýtízku aðferðir, nýr véla- útbúnaður, en gamalt og æft verkafólk. LITUN, HREINSUN OU PRESSUN SIÍRLEGA VANDAÐ Modern Laundry & Dye Works Co.,Ltd. 307—315 liargrHvc Nt, WINNIPEO, :.MANITOBA Phones : 2300 og 2301 k____________________X Mrs.Williams er tiiýkomin til baka úr ferð sinnL um gamla landið. Hún fór þangað til að skoöa beztu kvenhatta verk- stæðin og valdi þar mesta úrval af- alls konar kvenhöfuðbúnaðar- skrauti og höttum. Hún óskar, að- ísl. konur vildu skoða vörur sínar sem hún er viss um þeim mundi geðjast að. Verðið sanngjarnt. 702 NOTRE DAME AVE. 23-12-9 The ALBERTA Hreinsunar Húsið Skraddarar, Litarar og Hreinsar- ar. Frönsk þur- og gufuhrednsun. Fjaðrir hreinsaðar og gerðar hroktr ar. Kvenfatnaði veitt sérstakt at- hygli. Sótt heim til yðar og skil- að aftur. Allskonar aðgerðir. Fljót afgreiðsla. Verð sanngjarnt. Opið- á kveldin. FÓN : Main 3466. 660 Notre Dcime Ave., Winnvpeg 23-9-16 Dr. M. Hjaltason, Oak Point, Man. Jónas Pálsson, söngfræðingur. tltvegar vönduð og ódýr hljóðfæri. 460 Victor St. Talsfmi 6803. Jóhanna Olson PIANO KENNARI 557 Toronto St. Wdn'nipeg Hveitmjöl befir lækkað f verði um 20c tunnan eða lOc sekkurinn. Sv. Björnsson, EXPRES-MAÐUR, annast um alls kyns flutning uB> borgdna og nágrennið. Pöntununv veitt mó'ttaka á prentstofu Ander-- son bræðra, horni Sherbrooke. og: Sargent stræta. JÖN JÓNSSON, járnsmiður, a5 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa °S skerpir sagir fyrir karlmenn. Alt vel ai hendi leyst fyrir litla borgun. V EITIÐ ATHYGLI! Nú gefst yður tækifæri á, eignast heimili og bújarðir með sanngjörnu verði. Hús og bæjarlóðir til sölu og skift fyrir bújarðir. Einnig seljtm1 við og skiítum bújörðum fyrir bæjareignir, útvegum kaupendttr fyrir eignir vðar, og önnumst utn alls konar sölu og skifti. Við útvegum peningalán nveð rýmdlegum skilmálum, tökum hus og muni í eldsábyrgð, og sél.j"111 lífsábyrgðar skírteini með sérstök— um hagsmunum fyrir hlutliuda fyrir bezta og áreiðanlegasta Randaríkjafélag. Komið og finnið oss a.ð máli, og skrásetjið e*gnir yðar hjá oss. Fljótum og áreiðatt- legum víðskiítum lófað. The M0NTG0MERY c». K.B. Skagfjörð, ráðsmaður. Rm. 12 Bank of Hamiltort Cor. Main & McDermott. SkrifstofH talsími, Main 881?. Heimilis talslmi, Main 5 2 28.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.