Heimskringla - 27.01.1910, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.01.1910, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGES m«i. ð +••01 R08LIN HOTEL 115 Adelaide St. Winnipeg Bezta $1.50 á-dag hús í Vestur- Canada. Keyrsla ÓKeypis milli v&gnstödva ok hússins á nóttu og degi. ^ðhlynninig hins bez'a. Við- skifti Islendinea ósltast. ÓLAFUK Q. ÓLAFSSON, fslendingur, af- greinir yOur. HelmsækjlO hann. — O. ROY, eigandi. Cor. Portage Ave and Fort St. 28- -ÆJR. FÉKK FYfiSTU VERÐLAUN Á SAINT LOU18 8ÝNINGUNNI. Dag og kveldkensla. Teleión 45. Haustkcnsla byrjar 1 Scpt. BaekMngur meö myndum ókeypis. Skrifið til: The Secretary, Winnipcg Businest College, (Vinnipeg, Man. A. 8. BARDAI/ Selnr likkistnr og snnast um útfarir. Allur útbúuaBnr sA bezti. Enfremur selur haun aliskouar minnisTarba og legsteina. 121 Nen&St. Phone 806 HEinKHRIXUI.I) oc TVÆB skemtilegar sÖKur fá nýir kaup- endur fvrir að eins «8 OO Giftingaleyfisbréf selur: Kr. Ásg. Benediktsson 540 Simcoe st. Winnipeg. --THK---- “Arena” Þessi vinsæli skautaskáli hér f vesturfcænum er nú opinn. Isinnt er ágœtur. 18da Mounted Rifles Band 8pilar á Arena. KARLM. 25c.—KONUR Idc. Chas. L. Trebilcock, Manager. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : Jamcs Thorpe, Eigandi A. S. TORBERT’S RAKARASTOFA Er 1 Jifnmy’s Hótel. Besta verk, Agœt verkfœri; Hakstur I5c en HArskuröur 25c. — Öskar viöskifta íslendinga. — MARKET HOTEL 146 PRINCESS ST IMUm. P. O’CONNELL, elgandl, VVINNIFEU Beztn tegandir af víoföugum og m.d um. aðhlynning róö húsi end bæti Woodbine Hotel 166 MAIN ST. St»;sia Bllliard Hall í Norövesturlandiro Tiu Pool-borö.—AUkouar vfn og vindlar Qlatlng og f»0Í: $1.00 á dag og þnr yfir Lennon A Mebi» Vigendnr. \VTN'N‘ÍÍ’ÍC(i. ðf; /AN, 1010. Þrumufleygarnir frá Múlatindinum. “Langt mál og leiSinnlegt”, seg- ix ritstjóri Samedningarinnar a5 ég hafi ritað í Heimskringlu, fcar sem. ég frá sjónarmiöi lögspeki minnar leitist við að sanna rétt- mæti upphlaupsins í kirkjuíélaginu íslenzka, lúterska, héri sem kom fyrir á síSastliðnu sumri, með þeirri óskaplegu staShæfing, að kirkjufélagið en ekki uppreistar- mennirnir hafi skift um trúar- stefnu. Með grundvallarlögum fé- lagsins, eins og þau voru í upp- hafi, hafi það skuldbundið söfnuði sína til þess, að fylgjast ávalt kenningarlega, eða trúarlega, með móðurkirkjunni á Islandi. Og þar sem nýja guðfræðiii sé nú vitanlega orðin ráðandi hjá hinum kirkju- legu höfðingjum þar bedma, þá sé það svo sem að sjálfsö-gðu skylda vor allra hér að snúast edns”. “Eiginlega eru það þá eftir þessu menn meirihlutans í trúar- deilumálinu á, kirkjuþdngi síðasta, sem brotið hafa félagslögdn — þeir og skoðanabræður þeirra í söfnuð- unum víðsvegar um land — en hin- ir — uppxieistarmennirnir — með leiðtoga sínum, ritstjóra Breiða- blika, eru sýknir saka". “Maður verður helzt orðlaus andspœnis öðrum eins málarekstri. En eðliiega getur þeim, sem Njáls- sögu eru kunnugir, út af þessu dottið í hug lögmaðurinn, sem. tók að sér að halda uppd vörn í brennumálinu ógleymanlega — á alþingi — Eyólfur Bölverksson. Mjög svipað hlutverk hefir hr. G. P. tekið að sér vor á meðal, og ekki öllu minna áræði sýnt í þess- ari framgöngu sinni. Og hvort sem nokkur verður annar gróði, þá æbti að minsta kosti að hafast upp' úr því viðlíka lögmenskufrægð og siv, er hinum mafíninum hlotn. aðist”. “En ofraun varð seinasta varn- arbragðið í brennumálinu þiórhalli Ásgrímssyni, og Eyjólfur Bölverks- son féll á lagaflækjum sínum og liggur enn óbættur. 1 því öllu er lærdómur fyrir oss” (Sam. 24-9- 274). Svo eru þá mörg orð þessa “ó- skeikula málgagns", og set ég þau hér sem aðdáanlegt sýndshorn þess, hvað því “réttmæta málgaigni” er leikin sú list, “að ledka lausum hala” við sannleikann. Og þegar málstaður þess er kominn í krapp- an sjó, — þá að gera andmáls- mönnum sínum upp orðin, — búa þeim til málstaðinn — síðan að ráðast á þennan ímyndaða mál- stað og rifa hann ndður, ef rök eru engin fyrir hendi til að ræða málið. Hér er átt við grein mína “Hin upphaflega lögbundna sbefna kirkju- félagsins”, í Heimskringlu (24-2, 14. okb. 1909). Ekkert orð á ég í þessari Sam. grein og enga hugsun nema þá, að það cr nú einmitt kirkjufélagið, sem hefir skift um trúarsbefnu — meilihlubinn frá síðasba kirkju- I>ingi, en ekki minnihlutinn — sem Sam. kallar uppreistarmenn. Ekki skal ég deila um það við ritstjóra Sam., að þessi grein mín hafi verið ledðdnleg. Sjálfsagt hiefir honum fundist það, og er það nokkur vorkunn. Enginn finnur til þess betur en ég, hvað mig skortir mikdð á við hann um ritsnildina. “Málið et” mér ,‘ekki leikur” eins og honum. Og skáldlegu hugsan- irnar og samlíkingarnar “hlaupa ekki ástfangnar upp í íangdð” á mér eins og honum;. Ekki hefi ég takið til málsí þessari kirkjumála- deolu í því skjrni, að sýaa mína rit- snild. Eig geng ekki fyrir neins manns rúm, otandd fram mínum ritsnildarskalla, til þess að spyrja þann, sem fyrir er, hvort hann þykdst jafnsnjallur mér. það er af alt öðrum ástæðum, að ég, og aðrir, hafa kastað sér út í þessa ritdedlu, síðan um kirkjuþingið i sumax. Fyrir mér hefir sú hugsun vakað, að minsta kosti, að ef þess- ir þegðu, mundu steinarnir tala”. Eg hefi. Litið svo á, að sumar sam- þyktir síðasta kirkjuþings í deilu- málinu, ríði svo í bága vdð kristi- legt samvizkufrelsi og vor eigin grundvallarlög, að fyrir leikmenn kirkjufélagsins sé það meiri vansi en nokkur dygð, að þumba það alt fram af sér. það verður að hafla það, þótt Sam. þyki greinar mínar flóknar og illyrtar, langar og ledðinlegax. þó á sér sé látáð skilja, að það sé ósvinna fyrir 1 ö g m e n n að ráð- ast á nokkuð af því, sem síðasta kirkjuþingi þóknaðist að löggdlda, sem “réttmaeta stefnu kirkjuféfags- ins”. Engrar afsökunar finst mér ég þurfi að biðja Sam. um fyrir þessa mína tiltekt. Nokkur er það þó bót í máli, að auðsjágnlega hef- ir ritstjóri Sam. enst til þess að lesa grednar mínar, hvað leiðinleg- ar, sem þær kunna að haia þótt. Er það meira en ritstjórar sumra íslenzku blaðanna hafa enst til með nokkrar ritgerðir í þessu máli sem hjá ritstjóra Sam. eru í mikl- um metum hafðir sem rithöfund- ar, og sem mest hrista blek úr penna í Sameiningunni og Áramót- um (sjá þjóðólf 66-40 og Fjallkon- una 26-40). það, sem ég hélt fram í áður- nefndri grein minni, er í aðalatrið- unum sem fylgir : 1. Að kirkjuféla'gið hafi í önd- verðu verið stofnað í þeim til- gangi, að viðhalda og gróðtirsetja hér í álfu þann skilning á lútersk- um kristindóm, sem alment rikti i kirkjunni á íslandi, þegar kirkjufé- Iagið var stofnað. 2. Að ekkert ákvæði sé til í grundvallarlögum kirkjufélagsins því til fyrirstöðti, að skýringar yngri og eldri guðfræðinnar geti ekki verið jafn róttháar í kdrkjulé- lagintt. 3. Að í engum, þrengri skilndngi — eftir grundvallarjögiinum — sé kirkjufélagið bundið játningarrit- um lútersku kirkjunnar, fremur en kirkjan á Islandi er. 4. Að alt annar skilningur á lúterskum kristindóm, en sá, sem ríkti í kirkjunni á Islandi, þegar kitkjufé'lagdð var stofnað, hafi ríkt og ríki enn í lútersku kirkjunnii í þessu landi. 5. Að það hafi vertð íslenzki en ekki amer.kanski skilnin.gurinn, sem kirkjufélagið með grundvallar- lögum sínttm hafi skuldbundið sig til að efla. 6. Að þegar kirkjufélagið var stofnað hafi þeir söfnuðir og ein- staklingar, sem í það gengu, haft ásbæðu til að ala þá von í bxjósti, að eiga samletð með móðurkirkj- ttnni í trúarlegum skilningi. I eindregnu fylgi allra yn kirkjufélagsins, sem voru mentaðir og mótaðir trúarfræðislega á Gen- eral Council skólanum í Chicago, hafi uunið að því af miklu kappi, að slíta kárkju vora hér af brjóst- um móðurkirkjunnar, rétt eins og prestar Norðmanna, sem voru mentaðdr og mótaðir guðfræðds- lega á Missouri-synodu skólunum, gerðu með norsku svnodyna. 8. Að nú, síðustu árin, hafi kirkjufélagið i raun réttri verið eitt stórt trúboð fyrir General Council upp á kostnað íslendinga. 9. Að upphaflega hefði enginn kostur verið að stofna kirkjufélag- ið undir þeirri stefnuskrá, sem lög- gilt var á síðasta kirkjuþingi. 10. Að þær trúarskoðanir, og sá trúarskilningur, sem Islending- ar fluttu út með sér úr móður- kirkjunni, sé nú gerður hornreka, réttlaus og rækur úr kirkjuíélag- inu. 11. Að síðasta kirkjuþing hafi samþykt spánnýja trúarjátning fyrir kirkjufélagið. 12. Að með ákvæðinu, að trú- arjátningar séu bindandé, sé kirkju- félagið orðið katólsk í skilningi sínum á játningarritunum. Að öllu þessu ledddi ég þá þau rök, sem mér í svipinn. þótti við eiga. þar til þeirn er hrundið að einhverju leyti, finst mér ekki á- stæða til að tilfæra fledri. þó þau séu fyrir hendi. En framhjá öllu því gengur Sam. Annars hefir orðið lítið um vörn- ina fyrir blessuðum prestunum í þessu deilumáli, síðan um síðasta kirkjuþing. Grökstuddar yfirlýsing- ar, útúrsnúningar og upphrópanir, er alt, sem þeir hafa enn fundið málstað sínum til varnar gagn- vart herra II. A. Bergman og mér, nema ef telja skal tilraun séra Friðriks Hallgrímssonar að svara H.A.B., og sem minnir mann helzt á Gísla þorsteinsson, þegar hann átti við. Grettir Ásmundarson. Eða að taka annað dæmi, dettur manni i hug drengur, sem slæst í leik, þar sem aðrir drengir eru að elta grátt gaman, og eins og ekki er tiltökuméd, “fœr á hann”, hleypnr svo burt kjökrandi heim til mömmu sinnar og klagar : “Hjálmar barði mig, ég ledk mér ekki við þann óhræsisstrák fram- ar”. En séu prestarnir ánægðir með þessa vörn í deilumálinu, er en-gin ástæða fyrir okkur að kvarta. Aldrei verður það hrakið með einitómum órökstuddum yfirlýsing- um, hvað margir prestar kirkjufé- lagsins, sem undir þær skrifa, eða með upphrópunum, að tillöguFrið- jóns Friðrikssonar og síðasta ár- ganigi Sam. hafi verið bætt við játningarrit kirkjufélagsins. Sjálf gefur yfirlýsingin sér það nafn, — “þá játningu kirkjufé- lagsins” stendur þar (Ar. 5- 153). Og alveg á sama hátt er þessi játning orðin til eins og aðr- ar játninigar kirkjunnar, — eftir langvarandá deilu um viss kenn- inga eða trúaratriði, sem ffam eru tekin og síðan slegið föstu eða löggdlt með þingsamþykt, sem ó- yggjandi sannleikur, og því regla fyrir kenningu þeirrar og þeirrar kirkjudeildar. 1 þessari nýju játning kirkjufé- lagsins — Winnipeg játndngunni frá 28. júní, 1909 — var það gert að bindandi kemiingarreglu kirkjufé- lagsins, að alt, sem Samoinángin á liðnu ári hefir haldið fram, sé “réttmæt stefna”. Eftir þeirri kenníngurreglu, sem þar er við- hofó, er hver prestur kirkjuíélags- ins skvldur að kenna, “en ekki eins og haldið er fram af séra Fr. J. Bergmann í Bxeiðaclikum” (Ar. 5-153). Aðalkparni og mer.gur (es- sence and gist) þessarar nyju játn- ingar er það, að alt er ems og Sameiningin segir, en ekki eins og Bredðablik segir. þietta er heldur engin dauð játn- ing — Winnipeg játningin.. það bólar ekki svo litiö á þeirri nýju tegund trúar, hingað og þangaö um kirkjuiélagið, sem þessi jatrnng er regla fyrir. Til dæmds því trúar- atriðmu, að nýja guðiræðin sé skrýmsli. það fengum við k rkju- þingsmenn að heyra frá einum ledð- toga medrihlutans, í umræðunum þaim ógieymanlega dag, þegar jatningin varð til. þá eru þeir vist ekki svo fóir, hárétttruaöir, í Fyrsta lút. söfnuðinum og annars- staðar út um kirkjufélagið — þedr, sem eru “hið skira rétttrúnaðar- gull” og “hvedti” kirkjufélagsins, með Sameiningar stimpli”, — sem ekki mundu frekar innhýsa Breiða- blik, en þó Glámur, þórólfur Bægi- fótur eða aðrar afturgöngur berðu að dyrum og bæðust núsvistar. Og furðanlega marga hefir Sam. tekist að sannfæra um það, að biskupinn. á Islandi sé nokkurskon ar heiðuigi, og þar af ledðandi er Nýtt kirkjublað farið að mæta viðtökum hjá þeim “rótttrúuðu” og Breiðablik. Skáldsögur Einars Hjörleofssonar hafa stórkostlega failið í gildi hjá hinum sömu síðan ritstjóri Sam. gerði hann að erki- bdskupi Islands. það er vanda- laust að sanna það, að bæði er þessi aýja trú og trúarjátninig til og furðanlega rík orðm sumstaöar i kirkjufélaginu. Og þeir eru þó nokkrir, sem að sjálfsögðu skoða þessa játning bindandi fyrir sam- vizku sína, til þess að geta talist góðir og gildir kirkjulélagsmenn. þá er kenningin sú farin að slá rótum hér og hvar út um kirkju- lélagið, að undir vissum skilyrðum sé það “skylda að biðja guð ai öllum mætti um stórmikla tíman- lega hegning yfir þann, sem brýtur svo að aðrir sjái aJdrif hans og steypd sér ekki í edlífa glötun með viðlika syndum”, og að þessi að- ferð er svo margfalt betri en nokk- ur önnur, að hver maður ætti að kynna sér hana til hlýtar”. þessa há-kristdlegu Sam. reglu fyrir bæn- arþjónustunni er orðrétta að finna í janúarblaði Sam. 1909, bls. 336 — ednmitt í þeam árganginum, sem samþyktur var og innlimaður í Winnipeg játninguna, og er þá svo sem að sjálfsögðu “róttmæt og bindandi regla fyrir bœninni”. Knn- fremur er þessi kenning skýrð og útfærð af séra Guttormi Gutt- ormssyni í júníblaði sama árgangs þar sem svo er komist að orði : “og setjum nú svo, að bölbænirnar stæðu ekki í sálmunum (Daviðs sálmum), að þar væri allar bænir gegn óvinum sniðnar eftir orðum og dæmi frelsaxans, þá finst mér að sálmarnir hefðu orðdð að einni stórri, háskalegri lýgi (Sam. 24-4- 107-8). Og á sama stað segdr sarni höfundur : “þannig talar mann- legur brestur upp á guðs ábyrgð og bcr sannledkanum vitni”. Enn- fremur ver þessi höfundur þessa kcnningu í nóvemberblaði Sam. 1909. Svo það er ekki spursmál um það, að þetta er “réttmæt” og “bindandi” stefna fyrir hann. þá má ekki ganga framhjá þeirri kenningu kirkjufélagsins, í júníbl. IMMMMMM 2 Bækur Gefins FÁ NÝJIR KAUP- ENDUR AÐ HEIMS- KRINGLU SEM BORGA $2.00 FYRIR- FRAM, OG ÞESSUM BÓKUM Ú R A Ð VELJA : — Mr. Potter frá Texas Afalheiður Svipurinn Hennar Hvammverjarnir Konuhefnd Robert Manton og Leyndarmál Cor dulu frænku. — Alt góðar sðgur og sum- ar ágætar, efnismiklar, fróðlegar og spennandi. Nú er tfminn að gerast kaupendur Hkr. Það eru aðeius fa eintðk eft- ir af sumnm bókunum. Heimskringla P.O. Box3083, Winnipeg Hver vill eiga skildinga? Herra Magnús J. Borgfjörð að Iíólar P.O., Sask., biður þess g»t- ið, að hann hafi umboö til þess að lána peiimga og selja eldsábyrgðir víðsvegar í Q.uill og Valley bygö- um. Félög þau, sem hann hefix nm- boð fyrir, eru traust og áreiðan- leg. Hann selur Hudsons flóa fé- lags lönd og C.N.R. íélags lönd og lönd, sem eru eign prívat félaga. þeir, sem vildu fá sér landskika eða skildingalán, ættu að finna Magnús að máli. — það kostar ekkert, að tala við hann og upþ- lýsingar veitir hann öllum ókeypis. JÓN JÓNSSON, járnsmiður, að 790 Notre Datne Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnifa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel ai hendi leyst fyrir litla borgun. Hvað er að? Þarftu að hafa eitthvað til að lesa? Hver sá er vill fá sór eitthvað nýtt að lesa í hverri viku, ætti að gerast kaupandiað Heimskringlu. Hún færir lesendum sín um ýmiskonar nýjan fróð- leik 52 sinnum á ári fyrir aðeins #2.00. Viltu ekki vera með ? 130 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU Átti hann að íara að finna þetta drambsama fólk og skila því þessum skartgrip ? Sumar ástæðurnar mæltu með því, en aðrar á móti þvf. “Litla, fallega stúlkan hefir borið grip þennan við brjóstdn sín”, sagði hann. “Mig langar til að geyma hann til endurmdnningar um hana”. “Oq auk þess er hjarta þetta líklega edgn Jakohs Kron. það eina, sem hann erfði eftir móður sína, en faðir hans rændi frá honum raniglátlega. það mundi gleðja hann að tá það aítur, ef ég hitti hann nokkurntima. — Auk þessa þekki ég ekkd nafn þessar- ar fjölskyldu, veit ekkd, hvar hún á heima, og að reyna að ná í vagninn herinar er gagnslaust héðan af. Ég verð því fyrst ttm sinn að geyma grip þenn- ati, en mömmu minni ætla ég að séigja frá öllu, og þá segdr nún mér, livað ég á að gera”. Húsfrú Sterner var ekki heima, hún hafði farið að skila einhverri flík, sem hún hafði saumað handa öðrrnn, og kom nú inn úr dyrunum rétt í því, að Mórits var að ®nda við hugsttn sína. þegar hún sá Mórits standa við gluggann í vota klæðnaðinum stnum, skoðandi einhvern hlut, sem hún áleit vera verðmikinn skratttgrip, greip hatia bæði hræðsla og undrun. “Ilvað hefir komáð fyrir þig, barnið mitt?” spurði hún all-óróleg. “Hvers vegna ertu svona votur, og hvað er það, sem þú ert að skoða?” “Settu þig niður, mamma mín góð, svo skal ég segja þér alt saman”, sagði Mórits. “það er ekki eins hættulegt og þú heldur”, Frú Sterner settist niður, og Mórits sagði henni í hverja hættu hann hcfði stofnað sér, og hverri ritóðgun hann heíði orðið fyrir ai þessari fjölskyldtt, sem fyrir fjórum áru síðan hefði sýnt honum svo riiikið ranglæti, einnig hverjar viðtökur hann hefði veitt hinu smánarlega ölmusutilboði bartinsins. En FORLAGALEIKURINN 131 um samband Jakobs Kron við þetta rafhjarta, sem hann áleit vera hans eign, talaði hann ekki, því hann hafði aldrei minst á sámfundi þeirra við nokkurn mann, en tilfinningarnar, sem saga Jakobs hafði skil- ið eftdr í barnshjartanu, vöknuðu nú á ný. Efi, ó- ró og gremja ríktu nú í huga hans, samt vildi hann ekki hryggja móður sina með því, að segja henni nedtt um hugsanir sínar af þessu tagi. það var eðlisleiðsla barnsástarinnar, sem hamlaði honum frá því. þegar Mórits var búiun að segýa frá viðburði þossum, sem hann dró þó all-mikið úr, tók móðir hans ltann í faðm sinn og sagði : “Elskaða barnið mitt, þú hefir vogaö lífi þínu fyrir þá, sem haJa breytt illa við þig — það er mik- ilf'englegt — það er eðallynt — og guð launar þér fyrir það". “Já, mamma”, sagði drengttrinn gremjulega, — “það vona ég, því mennirnir launa manni með van- þakklæti og svívirðingum”. “ó, góði Mórits minn”, sagði húsfrú Sterner, “þetta fólk hefir að sönnu breytt illa við þig, en þú mátt ekki dærna það of hart — verðnr að fyrir- gefa því, hve illa, sem það hefir leikið þig. Hedmur- inn er nú þanndg, Mórits minn, og hleypidómarnir, sérdrægnin, drambið verður að hafa sína málsvara, alveg eins og eðallyndið, þolgæðið og lítillætið. Við ■getum ekki breytt því, við getum að eins kvartað yfir því, að það er þannig, en við megum ekki áíella, ekki hata — við verðum að umbera skortinn á þægi- legu umgengninni hjá þeim, og hugsa sem svo : — þeir vita ekki beftir”. “Vita ekki betur", sagði Mórits gramur, “og þeg- ar þeir ríku, þegar höfðingjarnir ekk vita betur, — hvernig á þá að ætlast til þess af fátækum almúga ?” 132 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU “Margir af þessum höfðingjum eru aldir upp af þedm flokki manna, sem álíta hleypidómana góða og gilda, enda þótt þeir hafi skaðleg áhrdf á líferni þeirra. þietta verðum við að athuga, og eigum þess vegna að vera vægdr í dómum okkar. Umburðar- lyndið, sonur minn, venur manninn á að breyta eftir skipun guðs. Frelsarinn var hæddur, íyrirlitinn, kvalinn og auðmýktur, en hann bað fyrir óvinum sín- um og sagðd : Faöir, fyrirgefðu þeim! ” "það er satt, mamma”, sagði Mórits, “og ég ætla að reyna að hegða mér eins og hann, edns og þú hefir kent mér að gera. Já, ég er fús á, að elska alla mienn, og ég skal reyna að gleyma því, sem mér er gert á mótd skapi, fyrst þú vilt það”. “Gerðu það. sonur minn”, sagði tnóðirin og kysti hann, “gerðu jiað, þá verðurðu eðallyndur og lánsamur maður. Ilatrið gcrir lijartað liart og kalt, ástin blítt og viðkvæmt”. “En", sagði drengurinn, “mig langar til að vita, hvaða fjölskylda þetta er. Veizt þú það ekki, mamma ?" "Nei”, svaraði móðié lians, “þú manst að ég var vedk, þegar þú íanst hana fyrir fjórum árum sið- an. Síðan hefi ég ekki komið að Liljudal, og þess vegna ekki spurt um nafnið. Nú er það of se nt, því gamli barúninn, scm þatt voru þá í heimsókn hjá, liggur fyrir dariðanum, ef hann er ekki dáinn, og nýtt vinnufólk komið þangað, sem líklega getur ekki frætt okkur um þetta”. “Nú — hvað á ég þá að gera við þennan skart- grip, sem ósjálfrátt er kominn í mínar hendur?” “þú verður að geyma hann. það getur skeð að þú finnir það einhverntíma, og þá geturðu skilað honum aftur”. “þú heldur þá, að ég megi hafa hann fyrst um sinn?” spurði Mórits glaður. FORLAGALEIKURINN 133 “Já, barnið mitt, ég sé ekkert rangt við það. þess utan er skartgripur }>essi lítils virði, og þó hann væri það ekki, þá ræður þú ekki við það, því fólk þetta hefir að öllum líkindttm yfirgefið okkar ná- grenni. Geymdu hann því, þangað til þú finnur eig- andann. Hann getur mint þig á barndð og þennan viöiburð, o.g þegar hún sér hann, hlýtur hún að mdnnast þess^að þú bjargaðir henni frá dauða,. Nú skulum við borða kveldmatinn okkar og fara svo i rúmið, það er orðið framorðið”. Mórits hengdd rafhjartað um hálsinn á sér. “það skal verða verndargripur minn", hugsaði hann. “A meðan ég ber það við brjóst mín, skal hugur minn að edns geyma góðar hugsanir”. Vesalings drengurinn hugsaði ekki um það, að ólán fylgdi grip þessum. Hann hafði gleymt því, að það var geymt í hálminum, sem hin deyjandi kona hvíldi á í fátækrahælinu, og það leiddi ógæfu og bölvun yfir son hennar síðar. Um þetta hugsaði hann ekki, því myndin af li)tla_ fallega barninu, sem borið hafði skartgrip þenna, svedif f.yrir hugskotssjónum hans. Sumarið og haustið leið, án þess Mórits yrði var við fjölskyldu þessa, og þar eð hann áleit að hún heðfi að eins verið á ferðalagi, spurði hann sig ekkd fyrir um hana, enda sagði hann engum öðrum en móður sinni frá viðburði þessum, sem hann var aðalhetjan í.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.