Heimskringla - 17.02.1910, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.02.1910, Blaðsíða 2
Bln. 2. WINNIPBG, 17. FEBR. 1910. UB1M8KKINOBA Heimskringla Pablished every Thorsday by The Heifflskringla Ne»s* PuhliMiiio? Go. Ltd VerC blHÖBÍns f Canada ov hauaar 12.00 nm áriö (fyrir fram boraaö), Sent til islands $2.(i) ifjrir fram borgaöaf kaapendnm blaösins hér$1.50.) B. L. BALDWINSON. Editor A Manager Office: /29 Sherbrouke Street, Wiudi|h)« P.O,BOX 3083. Talsíxnl 35 1 2, Ég kom og sá fiiua stóru nýlendu lslending>a í Saskatchewan fylkinu. paö eru liöin löng 5 ár siöan sú - löngun lifnaði i huga minum, aö líta yfir landsvaeöi )>aÖ hdö mikla og í.i-gra, sem Bandaríkja Islend- ingar og aörir framgjarmr og “íjárglöggir” landar vorir hér úr noröurbygðum voru um þær mund- ir “að leggjast á”. Bg þóttist ha£a nægilega þekkingu á hygni og búviti Bandaríkja Iskndingianna, aö minsta kosti, til þess aö renna grun í þaö, að eitthvaö mundi vera varið í þann skika af lendum Játvaröar konungs, sem þedr legöu svo mikið kapp á að le>ggja tuuiir sig, að þerir vildu vinna þaö til, aö riíta vistarráðum við þann hluta Bandaríkjanna, sem þeir höíöu bekið ástióstri viö þegar frá barnæsku, og sem þeir alment nefndu “God’s Cotmtry”. Mér duld ist ekki, að það hlyti að vera líf- vænlegur verustaður, sem þeir diæmdu betri en “guðslandiö”. Og þó að á þoim tíma sem frumherj- arnir aö sunnan voru aö skoöa landsvæði þetta, og þá strax í kyrrþey að búa sig undir þangað fluitning, þeir lykju ekki allir sama lofsorði á landiö, — þá er mér nú eftdr íerðina þangað oröið nokkurn veginn ljóst, hvers vegna þeim var 'þaö ekkiert hugleikiö, að gylla svo _gæðin þar, að þangaö flyktust taf- arlaust stórir hópar latidsækjenda. Með þessu er alls ekki sagt, að það hafi komið til af því, að þeir vildu “sitja að súpunni einir”, — heldur má það hafa verið orsökin, að þeir gætu gjarnan )>egið, að þeim gæfist tími til að festa lönd- in fyrir sig og nágranna sína þar syðra, áðtir en alt það bez.ta úr þeim yrði uppétið af öðrum. Að minsta kosti er ég nú í huga mín- •um viss um það, að enginn þeirra er þá — fyrir 5 árum — þegar landnám þetta hófst, £ór þangað vestur í skoðunarferð, — ltefir lyft penna til þess að lýsa landi þar nokkuð nálægt því eins glæsilega og mér virðist það verðskulda. Og það ætla ég mér heldur ekki 0ð gera — af ótta fyrir því, að það kunni að verða taldar öígar einar og gyllingar. Enda þess eng- ín þörf, þar sem nú eru nálega öll heimilisréhtarlönd innan takmarka hins íslenzka landnáms upptekin, og lítið eða ekkert annað eítir cn það, sem þeir ekki hafa viljað taka, sem sestir eru að þar í bygðinni, En svo ég byrji á sö'gunni eins og hú.n heíir gengið, þá var ég lyrir 5 árum, þegar landnám þetta hófst fyrir alvöru fátækur barna- maður og einyrki. líðandi svona milli húsgangs og bjargálna, og þó heldur nær húsgangi. Ég brann í skinninu af löngun til að geta komist vestur að líta yfir landið, en það var bæði að “Kringlan” var þá í niðurníðslu og mátti ekki missa þann stuðning, sem ég gat af veikum mætti veitt henni á tímum neyðarinnar, og svo var ég þá fyrir löngu afdank- aður í ríkisþjónustunni, og gat því ekki ferðast á landsins kostn, að, en um eigdn efnahag ekki að ræða, — dalirnir höfðu gloprast niður um bilaðan brókarvasa, og úrræðaítök engdn til, er á mætti treysta. J>ess vegna hefi ég orðið að sitja vdð sultarpottinn jafnan síðan, með hugann þrunginn löng- unar, þar til í janúar sl. að Jó- hannes Paulson í LeslLe bæ lét það boð út ganga, að þorra.blót skyldi haldið að Leslie á al-íslenzka vísu. þá hljóp óróri í allan minn kropp. Eg fór að hugsa um skyrið og rjómann, um kjötmetið ýmislega og laufabrauðið íslenzka, og maga- vökvinn, eða það sem eftdr var af honum, æddd eins og stórfióð fram í munnvikin. þá. var það, að ég þoldi ekki mátið lengur, en spratt upp úr ritstjórnarstólnum, æddi niður á landskrifstofu C.l’.R. fé- lagsins, til herra Griffins Land- Commissioner félagsins, tjáði hon- um mitt eymdarástand og bað um farseðil til Wynyard og tdl baka, án endurgjalds, og fékk það umyrðalaust. Við þetta upplukust mín augu svo, að ég sá hvert mik- ilmenni óg var orðinn, er ég fékk frían fiutning milli sveita, eins og ég hafði hevrt getið um að vedtt væri stundum ýmsum mönnum , þar heima á ættjörðinni, sem ekki , hefðu afgangs lífsþörfum skotsilfur í kdstuhandraðanum. Ég trúi að slík gredðvikni netnist þar “að þiggja sæmd”. — Ég þáði sæmd- ina, o.g lagði af stað héðan þann 18. janúar, til þess að vera við öllu búinn, er á blótdð kæmi í Leslie, sem auglýst hafði verið að fram skyldi £ara þann 20. Fyrsti áfa'nginn endaði í Yorkton. Lestin, sem héðan fór að morgni dags, kom þangað um matmálstíma um kveldið, og fór þaðan ckki aítur áleriðis fyr en næsta morgun. Gist- ing þar var því sjálfsögð. Á lestinni vestur varð ég var við herra Svein Kristjánsson, sem fvrrum bjó í Gimlisveit sunnan- verðri, en sem ágirndin hafði rekið á gamalsaldri þangað vestur tyrir 4 eða 5 árum, og nú hýr þar á á- gætu óðali sínu. Við gerðumst fé- lagar og dvöldum báðir á sama gistihúsinu, og leið okkur v.cl þar. Iiezta hótolið þar er Yorkton Ho- tel. Húsfreyjan þar er íslenzk. þar starfar landi vor Bjöfn Hjör- eifsson. Ilann keyptd f.yrstur manna í ferð þessari Heimskringlu og borgaði hana ($2.00) fyrirfram, °R ^g bað gttð að blessa hann meðan dalirnir entust. Næsta dag um hádegi komum við til Leslie. Á leiðinni þangað vestur var ég 'rinatt að hugsa um ; blótið : Hvað matseðillinii mundi kosta, hann yrði vist ekki gefinn. ; Hvernig ég ætbi að fara að því að verða nógu svangur, svo ég gæti fengið virði þeirra peminga, sem ég þvrfti að borga fyrir “billett- ið”. Ég var að vona, aið aðgöngu- miðarnir yrðu seldir sanngjörntt verði. Eg hafði reynslu fyrir því frá {yrri árum, að þess hærra, sem verið var á aðgön.gumiðum að slíkttm hlutum þess rýrari varð alt sem framreitt var þar. Á vagnstöðinnj var fjöldi manna, flest íslendingar, og þar var ég tafarlaust handtekinn af dr. Sig- urði Júl. Jóhannessyni, sem öllutn er kunnur að glöggskygni og góð- ttm mannspörtum. Hann hefir víst lesið, hvað mér var í huga, hann kipti í mig og slepti ekki takinu fvr en ég var kominn lnedm í hús hans. þar belti hann í mig sjóð- andi sælgætiskaffi m.eð sykri og svo góðum rjóma, að slíkan getur ekki af þeirri mjó.lk, sem Winnipcg búar eiga að venjast. Eftfr að þetta alt var skeð, fór ég aS li'tast um í bænum og finna þá Islendánga, sem þar voru bú- settir. Ég hafði tekið eftir því, þegar lestin stansaði í Leslie, að maður einn, stór og vígalegur, hafðd þotið að henni o.g kipt út úr henni 3 eða 4 tunnusekkjum, úttroðnum með bréf og bJöð, og hlaupið með þá alla í fanginu inn i stórhýsi eitt þar í grend. Mér varð hálf órótt við þessa sýn. Eg mintdst þess er ég befi stund- nm lesið um stdgamenn, sem ráð- ist haía á járnbrautarlestar og tekið þaðau alt fémætt úr flutn- ingavögnumtm. Eg lét það vera mitt fyrsta verk, eftir kaffidrykkj- una hjá dr. Sig. Júl. Jóhannes- syni, að læðast að þessu stórhýsi og gægjtst inn umm skráargatið á j útidyrahurðinni. Sá ég þá að það var sölubúð mikil, og að sólin skein á skallann á Hermannd Nor- dal, sem áður var við bókaverzl- j ttn herra II. S. Bardals hér í borg. j Ég gekk því hvatlega inn og hedls- 1 aði manninum, sem var önnum kafinn að aígreiða vdðskifitavini verzlunarinnar. Búð þessd er stór og svo voru vörubyrgðir þar mikl- ar, að gangrúm var þar af skorn- um skamti. Inst í búðinnri var af- þiljuð skrifstofa, og þar sá ég á efri hluta hins mikla manns, sem tekið hafði póstpokana úr lestinni. þekti ég þar herra Stephán D. B. Stephánsson, kaupmann og eig- anda þessarar verzlunar. Hann var fyrrum umferðarsali fyrir De Laval skilvindiufélagið, með aðal- stöðvar sínar í Winnipeg, en yfir- gaf þá stöðu og tók sér land í Saskatchewan og setti uppverHun að Leslie í féla/gi með herra C. A. Clark, sem áður var meðeágandi í I.akeview Hotel í Gimli bæ. Nú hefir Clark selt Stefáni sinn hlut.a í verzlaninni og gerst stórbóndi á 3 löndum, sem hann á þar í bygð- Lnni. Stefán er því alvaldur eig- andi þessarar miklu verzlunar, og hefir þess utan póstafgredðslu þar f bænum, og fyrir 3 eða 4 önnur pósthús þar í bygð. Steíán hafði sokkið upp undir hendur í bréfa og blaðahaugana, sem voru þar á gólfinu, og var nú ekkert ræningja- legur, en rétti póstinn á báða bóg.a til réttra viötakenda. Síðar frétti óg, að hann sé talinn með mikilsmetnustu borgurum bæjar- ins. Hann er þar nú í bæjarstjórn, og talið víst, að hann verði þar bæjarstjóri við næstu kosningar. Prívat heim.ili hans er í snotru, nýbygðu húsi utarlega í bænum. Næst heimsótti ég herra Lárus Árnason söðlasmið, sem áður bjó í Brandon borg í Manitoba, en hef- ir nú bvgt sér allvænlegt hús í Leslie, og hefir þar bæði privat í- búð og verzlunar og vinnustofu. Hann hefir aktýgja verzlun og hef- ir nægar byrgðir af vönduðum vörum, selur ódýrt og er talinn lfpur og áreiðaulegur í öllum við- skiftum. — það væri rétt gert af liindum vorum þar vestra, að líta inn til nafna míns, þegar þedr þurfa að íá sér aktygi, eða aðrar leðurvörur. Nafni minn hefir náð því áliti þar vestra, að heildsölu- aktýgjasalar í Vestur-Canada kepp- ast nú um að byrgja hann upp með úrvalsvörur, vilji hann að edns sæta tilboðum þeirra. Næst varð fyrir mér herra Guð- mundur Johnson skrad-dari, sem áður dvaldi í Winn‘peg og stund- aði klæðasatim um daga e.n bjó til gott kaffi í Ilárdalsbúð á kvelddn. Guðmundur tók sér heimilisrétt þar vestra í grend við Leslie, en bygði sér verkstæði í bænum, og stundar þar jöfnum höndum klæða- saum og kaffisölu, og hefir rnedra að gera en hann fer orkað. Guð- mundur var fenginn til að búa undir blótið, og varði hann til þess fullum vikutíma með stóran hóp kvenna sér til aðstoðar. Ilon- um varð vel til kvenfanga, því að hann er fríður sýnum og glæsi- menni, gætinn, stiltur og hinn prúðmannlegasti. Verk það, sem hann með hjálparkonum síntim hafSd unnið tdl undirbúning blóts- ins, kom greiniloga í ljós á sam- komunni. | í Leslie mætti óg herra Tómasi Pálssyni og Jóhannesi syni hans. Tómas bjó fyrrum austast í land- námi þessu, í grend við Foam Lake, en býr nú á landi sínu ör- skamt frá Lealfe bæ. Hann hefir unnið manna mest að þvf, að setja menn niðnr í þessa nýlendu og valið löndin fyrir fjölda af bygðarbúum og sett )>á niður á þau eftir eigin geðþótta, og þó jafnframt með tilliti til óska og þarfa innflytjendanna sjálfra.. Og það orð íer af honum, að hann hafi leyst alt það vandasama verk snildarlega af hendi, O'g er honum hvervetna borinn hinn beztd orð- stír. Jóhann sonur hans er nú íull- tíða maður,_ nýkvongaður. Eg þekti hann fyrst í þingvallaný- lendu fyrir nær 20 árum. þ.á var hann 4 ára drenghnokki og svo ó- þægur við foreldra sína, að ég hefi ekki þekt annan verri. Kn mi er ltann í fremstu röð íslenzkra prúð- tnenna þar vestra, ötull, hyggdnn og hinn alþýðlegasti í viðfnóti. Ég tel víst, að sá maður eigi glæsilega framtíð, cS hann gætir stn og grípur tækifærin, setn þar fara vafalaust fjölgandd með hverju líðandi ári. Jóhann hefir til skams tíma átt hlut i lyfjabúð bæjarins með dr. Sig. Júl. Jóhan.nessyni, en kvað nýlega hafa selt hlut sinn og gerst félagi föður síns í akuryrkju- verkfæra verzlun, sem þedr feðgar hafa þar í bænum. Ilannes Líndal, sem á liðnum árum hefir unnið að fastedgna- verzlan í Winnipeg, en flutti fyrir 2 árum til Leslie og setti þar uj>p tim.burverzlan, býr nú þar við góðan kost. Hann hefir myndar- lega skrifstofu og geymsluhús í sambandi við tim.burstöð sína á öörtt aðalstræti bæjarins. Líndal er aðlaðandi verzltinarmaður og nvtur tiltrúar og álits og það sem bezt er, verzlutiar bygðar- manna. Bn það grunar mig, að hann langi aftur í sollinn hingað til Winnipeg. Lóðaverzlun lét hon- um vel hér, og henni fylgdi alt af talsvert af skilddngum. Svo er maðurinn ennþá ógiftur, en hér er mesta úrval a£ skrautgjörnum konum, sem hæglega gætu ey.tt öllum eigum ástríks bónda, ef þær ættu hann. Líndal heldur til hjá herra Pctrí Andersvni, — þeim, er mest bygði af húsum hér í Winni- peg, °K mest græddi allra ungra manna hér i borg fyrir fátim ár- um. Hann eirði hér ekkj einlífinu, tók sér því kvonfang og festi ráð sitt. Lönd Péturs, 2 eða 3, lLggja að Leslie bcejarstæðinu. Hús hans þar er hið fegursta og svo vel bú- ið að húsmunum, að vart mun betra í auðmannahúsum hér í Winnipeg. Jxtr gisti cg síðari hluta þorrablótsnæturinnar og svaf vært þegar ég fór þaðan ttm morguninn flatig mér í hug, að lánsamar væru þær konnr, sem gerast húsfreyjur á slíkum heimiltim, og þar sern önnur aðbúð er að sama skapd unaðsrík og ánægjuleg. Ég frétti þar vestra, að Pétur muni hafa í hyggju, að láta rífa lönd sín sund- ur með gufuafli og snúa þeim upp í ahurlönd nú á næsta stimri. Pét- ur langar tdl að grípa gttll upp úr frjómolddnni þar, eins fljótt og þess er kostur. /FramhaldL RAItT’IÐ af þoini otr verzlið við þá sem auylýsH starfsemi s'na f Heimskrintrlu og þá fáið þ<’r hctri vörur með hetra verði Ofi hetur útilátnar.............. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson : /cFKLIPPUF^. (9- ^G) /. TIL SKÚLA OG JÓSEFS. (íslenzku drontzjanna, som roru veitt verölaunin úr Rhodes- styrktarsjóðnum, 1909 og 1910). Þökk ! Ástarþökk ! Þið ungu börn hins unga lands ! Þið fslenzk börn á vegum framfaranna ! Þið brautryðjendur — blys á vegi hins unga manns, þið börnin tvö frá iandi elds og fanna ! Þið skjólstæðingar vits og vegs og frama f vorum smáa hóp, sem örlög lama ! — Ó, látið sannleiks sólargeisla upp Ijóma þá svörtu nótt, sem færði oss 1 dróma — yfir þann myrkurs læðing lffs vors þuntru skapa, sem lætur fiest það göfga og sanna hrapa hjá frónskum börnum — fyrir ættarstapa ! Ö II. HRYLLINGUR. Kaldari hatri og haffssins næðing, er hluttekning dónans, sem alt af er fús þitt göfgasta að helbinda f lastanna læðing, og leikur sér að þér sem köttur að mús. 111. VÉR FUNDUM SÁRT- Vér fundum sárt, er yndis-atlot brást, hve ástin horfna var oss mikils virði. Samt varð oss mest hin ónotaða ást að ætiharmi — lffsins þyngsta byrði. IV HUGSAÐU UM ÞAÐ. Verfcu 1 tnngunni fcrúr, tryjfKur og hrcinn i lund. HugsaCu um þaö hýr svcinn 6 hverri sfcund. Vikivaki. Hvort þó, lesari, ungur ert eða orðinn skar, er hamingja þfn þitt hjartalag og hugarfar. V. ELLEFTA BOÐORÐIÐ. Mér hefir fundist alt af eitt öllum hinum meira : Það, að geyma hjartað heitt hugsa ekki um tíeira. VI. SÖNGVÍSA. Æ, sofðu ástin unga — þú æskudrauma þrá, þvf vöknuð veröld þnnga þú verður strax að sjá. En ljúft f draumsins dvala býr dýrðarmyndin þfn, sá engill unaðssala, sem aldrei vöku skfn. VII. WINNIPEG-TÍZKA. Hann bróður sinn svfkur sem business-maðxir, en biður til guðs alveg rétt-trúaður. VIII. ÞAÐ SAKAR EI HÓT Það sakar ei hót hvemig endirinn er : hvemig atvik «ð sfðustu misbjóða þér; þótt þau þyrmi ei því, sem skal deyja. Hitt er meir : að það lifi, sem lffið er sjálft; að það lifi og þroskist, en sé ekki hálft, eða brot, sem að börnin þín fleyja. IX. LJÓTT EK EF SATT VÆRI! (Kirkjuhiiglciðlng). Ef það er satt að sundur kraminn andi, sé sjálfnm guði bezta fórn og þægð, þá verður heilbrygð hugsun íoks að Strandi en heimsku og ógerð veitist dýrð og frægð. X. STÚLKAN, SEM ÉG KÝS MÉR. (Mnrtialis,—43- 104 e.K.—) Þú spyr, ef ég vildi um búsknpinn breyta hvernig brúði ég veldi m< r þá. Ekki þá, sem er annaðhvort fröm eða feimin, þvf mér fellur það hvorugt að sjá. Sú, sem játíir strax öllu. hún ofmettar þrárnar, hin, sem of lengi neitar, er sál minni nótt.— Mærin sú, sem á ást mfna að eignast, hún má ei segjaof oft sitt “Nei”, eða “Já” sitt of fljótt. ik^ >4 The Farmer’s T radi ng: Co. Sparið Línið Yðar. Ef þér óskið ekki að fá þvottinn yðar rifinn og slit- inn, |>á sendið hann til þess- arar fullkonmu stofnui ar. Nýtfzku aðferðir, nýr véla- útbúnaður, en gamalt og æft verkafólk. LITUN, HREINSUN OG PRESSUN SÉRLEGA VANDAÐ Modern Laundry & Dye Works Co.,Ltd. 3t>7—H 1 5 Hi.rj.1 ve Sl. WINNIPEQ, MANITOBA Phones : 2300 og 2301 (KI.ACI4 & BOi.E) HAFA EINUNGIS BESTU VÖRUTEGUNDIR. Einu umboðsmfenn fyrir :— “SLATER” Skóna góðu. “FIT-RITE” Fatnaðinn. “H.B. K.” prjónafélagið. “HELENA” pils og ‘waist’ kvenfatnaði. Bestu matvörutegundir. “ DEERING ” akuryrkju verkt’æri o, s. frv. Beztuvörur Lágtverð Fljót og nákvæm afgreiðsla. Farmers, Trading Co., TUB QUALITY STORE Wynyard, Sask. JOHN DUFF PLPMBER, GAS AND STEAM FITTER Alfc vel VADdaö, og veröiö rétt 664 Niv Dame Ave. Phoue 3815 Wínnipesr Æíiminning. Eiiis og getiS var um hér í' blaSinu fyrir skömmu, andaSist aÖ< heimili móSur sinnar hér í baemitn Ingibjiirg Björnsdóttir Oleson- — Banamein hennar var vatnssýki- Hún var langan tíma búin a-S þjást af heilsuleysi, og var þv*- hvíldin hentii blessun og líkn er hún kom, þótt snemma vœri xi~ innar. Ingibjörg sál. var fædd aS Dal' landi í NorSurmúlasýslu 9. uiaí 1885. Foreldrar hennar vorti þau Jóna Kristín Jónsdóttir og £yrr® maSur hetinar Björn ólafsson, er hjuRRu á DallandL. FöSur sint* misti hún áriS 1889, en ólst upp hjá móSur sinni og seinna mannt bennar Sigtirjóni Björnssyni, unZ þau fluttu hingaS til lands vori& 1903. Eftir aS hingaS kom, var huo aSallega til heimilfs hjá móÖur sinni og stjúpa. þó var hún ár- langt hjá frœndfólki sínu norSur í ArdalsbygS, fyrst eftir aS hún kotn vestur, herra Eríki JónssynI og konu hans. Framan af æfi var hún tnjö? hraust og kendi einskis meins fyrr en áriS áSur en hún flutti af rs' landi, aS hún lagSist í taugagifú- þann sjúkdóm bar hún eftir þa,s- Á annan í Jólum lagSist hún batia- leguna, og andaSist aSfaranótt föstudagsins 28. jan. sl. Ingiibjörg sál. á 4 svstkini a er alsvstir hennar þorbjörg 1 heimilis á SeySisfirSi í Norfinr. Múlasvslu, en hin 3 hálf-systk'nI eru hér hjá foreldrum sínutn í h<ín um. Ingdbjörg sáluga var há grönn, stilt og prúSmannleg, Iát og fáskiftdn, er stafaSi af lanF varandi heilsuleysi. Hún var jarSsungin frá Únitara kirkjunni hiér í bænum mánu< inn ' 31. jan. sl., aS viSstödúum fjölda ættingja og vina. K® fluttu séra Rögnvaldur Péturss og séra GuSmundur Árnason. . GuS blessi hvíld hennar og vltl o.g vandamenn um alla tíma. Y i n u r-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.