Heimskringla - 07.04.1910, Blaðsíða 3

Heimskringla - 07.04.1910, Blaðsíða 3
I HEIMSKII5TGEX WINNIPEG, 7. ÁPKÍt 1910 B'*- S Kaíli úr bréíi frá Galiforníu. 8. marz 1910. Ágætlega fróðleg og skemtdleg er íerðasaga þín um Saskatehewan, það, sem ég hefi séð aí hernni, ag eins sé ég, að ræða þín þar á blót- inu hefir verið íjörug og skemtileg, svo sem þér er lagið. lin það, sem mér þó hefir þótt tinna hlægilegast í Heimskringlu nú upp á síðkastið, er bréfið til Kr. Asg. lienediktssonar írá H. G. J. (í Hkr. 10. febr.). Höiundurinn segir, að Kr.A.'B. sé eini hrein- skilni ritdómarinn um kvæði St. G. Stephanssonar (sjálisagt af þvi, að Kr. hrósar þeim ekki skilyröis- laust, sem ekki er að víta), en seg- ir um leið, að Krdstján virðist allra manna hæfastur tdl að dærna um bókmentalegt gildi, jafnvel hvar sem leitað er á íslenzka tungu (sic.), og skapaður rithöf- undur. — Já, það er hægra að kenna beilræðin en halda þau, þvi þebta er þó nokkurnvegdnn skilyrð- islaust skjall, og er ég hdssa á Kr. Ásgeir, að láta sjálfur prenta þetta. Ég hefi enga sérstaka löng- un til að niðra Krdstjáni, og við- urkenni, að hann rdti sumt vel og tnargt fræðandi, en ekki gat mér annað en dottið i hug visan (.eftir Guðjón Hjaltalín, minnir mig) : “Alt hjá Stjána er ei gull, þótt um liann kveði hún ... Oft hann ritar afleitt bull, sem enginn skyldi hrósa”, í Ifögbergi fyrir 2 árum, þegar ég las þetta bréf frá H.G.J. Fátt hefi ég aö segja héðan, þvi lítið gerist hér stórtíðinda í blíð- unni og bitanum. Ilelztu stórtíð- indi var kappflug það, .er haldið var hér i sl. janúartnánuði, og stóð yfir í 10 daga, og sem flest- um mun orðið kunnugt um. Flug- vélar af öllum tegundum og loít- farar frá ýmsum þjóðum voru hér samankomnir, og mannfjöldi mik- ill úr öllum áttum. Mesta fraegð og frama hlutu þeir Glenn Curtiss hinn ameriski og svo Louis Paul- han, hinn franski “flugmaður”, svo sem hann er vanalega nefndur. Hann flaug hér hærra en nokkur annar befir áður flogið, og virtist hafa miklu betra vald yfir vél sinni en nokkur annar, enda var hann á- trúnaðargoð alTra, einkum þó kvenna. Og sannarlega var unun og aðdáunarvert á hann að horfa. Héðan fór hann fyrst til- SanFran- cisco, og voru ekki minni læti með hann þar. Kvenfólk reifst þar um, að fá að snerta hann, og einstaka hrósaði sér af, með miklum fögn- uði, að hafa náð að kyssa hann. Sagt var, að konu hans, sem alt af var með honum, hafi þótt nóg um. Miilíónamæringar hafa verið hér fleiri eti vanalega í vetur, þar á meðal Andrew Carnegie og Mrs. Russell Sage. Segist gamli Car- Uegie ekki kæra sig um betri Para- dís en liér sé, — býst máske okki meir em svo við, að hreppa hina himnesku, karlsauðurinn. í Seattle og Washington ríkinu yfir höfuð hefir verið argasta ótíð undanfarið, stórrigningar og ofsa- stormur. Hafa af því stafað flóð í ám og skriður, sem svo hafa vald- ið megnri töf á öllum flutningi og einreiða-slysum, er I orðdð hafa mörgum að bana. óveður þetta hefir og dregið mjög úr atvinnu manna í Seattle og víðar. Hinn 26. febr. hélt söngfélagið “Svanur”, sem H. S. Helgason tónskáld stýrir, stóran Concert í Seattle (Ballard). þar söng og söngfélag Norðmanna, “Norden”, nokkur lög. Einnig var þar leikið á 8 hljóðfæri (Orchestra), og ým- islegt fleira var þar til fullkomn- unar, svo 9em “Pdano Solos” og “Recitation”. Af bréfum og blöð- um sé ég, að mikið er látið af Concert þessum, bæði af Islending. um og annara þjóða mönnum, er fjöltnennir voru þar, enda hafði hann verið prýðis vel sóttur. — Sumir segja jafnvel, að þedr hafi aldrei heyrt íslenzku betur sun.gna, hvað framburð og samræmi radd- anna snertir, og allir eru ednmála um, að hrósa honum. I félaginu “Svanur” eru ýmsir góðir söngkraftar, sem ég þekki (og sjálfsagt nokkrir, sem ég ekki þekkd), auk söngstjórans sjálfs, sem er snillingur. Má ég nefna þar til Gunnar Matthiasson. Margir munu og kannast við Halldór Halldórsson, sem áður var í Sel- kirk og síðar í Tacoma, sem á- gætis söngmann. Auk einsöngva hr. G. Matthías- sonar, virðist sem mönnum hafi þótt mest kveða að þessum lög- um : “Skarphéðinn í brennunni” (H. Ilelgason), “Minning” (S. Einarsson), “Landnámssöngur Is- lands” (Svb. Svednbjörnsson) og síðast, en ekki sízt, “Vormorgun” (II. Sig. Helgason), sem allir verða hrifnir af, er héyra það sung- ið. þá þótti “Landkjenning" (Grieg), er Norðmenn og Islend- ingar sungn saman (50 manns) takast ágætlega. Útbúnaður allur hafði verið mjög vandaður. Aug- þ'singaspjöld og prógram hefi ég séð, og er hvorttveggja mjög tnyndarlegt og smekklegt, og enda frumlegt. Vfir höfuð er svo að sjá, sem samsöngur þessi hafi verið löndum til sótna. Félagdð “Svanur” er ungt, og hafi því tekist svona vel í fyrsta sinni, ætti að mega búast við góðu næst, ef áhugi og íélags- lyndi fer ekki rénandi, sem von- andi er að ekki verði. þess má geta, að félagið “Nor- den” hafði sungið ágætlega, enda hefir það þegar getið sér góðan orðstír þar nyrðra, og hafa nokkr- ir Islendingar verið meðlimir þess frá byrjun, ásamt Norðmönnum. Sigurður Magnússon. Björn Guðmundsson, sem varð úti milli jóla og nýárs í vetur, var sonur Guðmundar Guð- mundssonar, sem lengi átti heima í bænum Pemibina, N. Dak., en flutbist til Ginifi, Man., fyrir fá- um árum og býr þar nú. Björn sál. hafðd að heita mátti átt stöð- ugt heimili hjá föður sínum frá því fyrsta, og má nærri geta sorg hins aldraða föðurs, sem mist hafði einnig fáum mánuðum áður nœstum uppkomna dóttur síná, er alin var upp hjá þeim hjónum Sig- urði og þuríði Ormssym í Pem- bina, N. D. Af því ógreinilegar og ósam- hljóða fregnir hafa borist út um írálall þessa látna manns, finst mér rétt, að skýra frá þessum at- burði nákvœmlega eins og einn af yfirmönnum í löggæsluliði Norð- vesturlandsins skrifaði föður mín- um. Björn sál. var mánaðar vinnu- maður hjá Paul Oleson við fisk- veiðar hjá Cormorant vatni. Hinn 31. des. var hann 9endur að 9ækja matvæli til vöruskiftamanns, sem Cowan heitir, í 10 mílna fjarlægð. Hann hafði lítinn handsleða. ‘ Veð- tir var gott um morguninn, og kom ha/nn um miðjan dag til búð- ar Cowans, sem þá var ekki heima en búðin loknð ; gat Björn samt útvegað hjá fólki Cowans 20 pund af hveitimjöli og lítið eitt uif sykri. Var nú veðrið að breytast, orðinn hvass, og ískyggilegt útlit. Vildi fólkið ekki, að hann færi um kveld- ið, Iteldur báði yfir nóttina, en hann vdldi það ekki, og hélt af stað heimleiðis. Á ledðinni mætti hann nokkrum fiskimönnum og áttd tal við þá, og bar ekki á öðru en hatin væri forískur og hress ; átti hann þá aðedns 4 mílur eftir heim. þá var komið harðneskju- veður, og höfðu menn þessir ráðið honum til, að halda sig sem næst bötkum vatnsins. þetta var það síðasta, sem menn vissu um hann. Félagar hans bjuggust ekki við honum þetta kveld, heldur á laug- ardagskveldið, en þegar hann kom ekki þá, lögðu þeir af staS á sunnudagsmorguninn þangað sem Cowan býr, en á leiðinni mættu þeir einmitt sömu mönnutn, sem síðast sáu til ferða Bjöms sál. á föstudagskveldið. þótti þá auð- sætt, að hann hefði orðið úti, og var þá strax hafin leit, sem stóð vfir þar til á miðvikudagsmorgun 5. janúar, að hann fanst helfrosinn eina tnílu frá veiðistöð þeirra fé- laga. Mestar líkttr sýndust fvrir því, að hinn dáni hefði verið orð- inn þreyttur og 9ezt á sleðann til að hvíla sig, en svo fallið í svcfn, eða orðið bráðkvaddur, því hann lá up.p í lof.t á sleðanum, og vissi sleðiitn í áttina hedm. þannig er þá þessi harmasaga, sem er bæði gömul og ný, og end- urtiekin óaflátanlega í hinum harða hildarleik, sem þrotalaU9t er háö- ur íyrir tilverunnd. þar falla ménn hver nm annan þveran, án þess að grednarmttnur sé gerðtir á aldri eða ástæ’ðum. Sonurinn við hlið föðursins og barnið á brjóstum móðurinnar eru ekki óhultari en gamalmennið einstæða með hækju sína. JJn alt af er fráíalla manna sviplegt og sorgþrungið fyrir þá, sem næstir standa, — sárast þó, þegar það er sem óvæntast. Pjörn sál. var gott og vandað ungmenni í alla staði. Að eðlisfari gæddur mörgum góðum hæfileik- tim, en hann skorti andlegt þrek til að beita þeim, og varð þess vogna, sem maður segir, sjálfum sér ónógur. En hversu margdr eru ekki þeir, sem slíkt má um segja ? Minst er hans hlýtt af vinum og kunningjutn. * * « J3, vinur, margt kann hörmulegt að henda á heimsins leið, — að svorna skyldi ömurlega enda þitt æfiskeið. Ilve hart er nndir liljóta sig að beygja þann heljar kost, það síðstu stundar stríðið verðia’ að heyja við storm og frost. því mannleg— úti í æstum hríðar- um — er orkan veik. Eg hljóður les í hngans skugga- myndum þann harmafeik. Að leggja á braut frá bygð og leiðum manna, og beejar yl, og halda út á hafið sléttra fanna, er hættuspil. Á hjarnsins auðn í frosti’ og snjóa fergi með fjiörið svekt, að fara vilt, og vita mannhjálp hvergi, er voðalegt. t örvæntingar-angdst kné sín beygja — svo ttppgefinn, og þannig vera dæmdur til að dey.ja, — ó, drottinn minn! Já, svoddan ásband síðast veikra manna ég sárast tel ; og fá þá einu fróu.n hörmunganna, að frjósa í hel. Nú hverfa burtu hugarsjóndr mínar af heljar nótt. í fjarlægð yðast andlátsstunur þínar, og alt ér hljótt. Nú hœttuferðir þínar eru þrotnar um þilju snjó. Nú ertu þar, sem dular-friður drotnar í djúpri ró. í anda vinir sjá þig ed að síðttrj þó scrtu fjær. Nú góöa nótt þér beygður faðir býður og bróðir kær. Th. Dánarfregn. Hinn 2. nóv. sl. lézt að hedmili Önnu Jónatansson, dóttur sinnar, á Gimli Jónas Halldórsson snikk- ari, ettir tveggja vikna legu. Bana- mein hans var innvortis sjúkdóm- ur. Jótta9 heitinn var rúmlega sjötugur að aldri, fæddur 20. júní 1839 í Nýjabæ í Skagafjarðardöl- um. Hann ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, þar til hann var 14 ára, en fluttist þá til Jóns Halls- sonar, prófasts að ÍMiklabœ i Blönduhlíð, og var hjá honum þar til hann fór suöur til Reykjavíkur til að læra trésmíðar. ]xtr var hann í 3 ár. Ariö 1876 kvæntist hann Ilelgu Steinsdóttur, frá Stóru-Gröf, sem enfi er á lifi heima á íslandi. Fyrir 6 árum fluttist hann hing- að vestur, og settist að á Gimli, og var þar þangað til hann dó. Jónas heitinn átti fjögur börn, og eru tvö þeirra hér á Gimli : Anna, sem áður var minst á, og Helga kona Sigtryggs Jónassonar. Ilin tvö eru heima á Sauðárkrók á íslandi, Engilráð og Jónas, bæði gift. Jónas hieitinn mun af fæstum hafa litist mikill afkastamaður, þvi hann var sérlega líkama- grannur, cn vér ftillyrðtim þó, að clagsverkið hans hafi verið íult eins mikið og vel unnið, :*jn ann- ara samferðamanna hans. Jónas var óviðjafnanlega góðttr faiðir, ó- þreytandi í að bera börnin sín á höndttm sér, jafnt yfir torfærrrr fttll- orðins áranna sem við vöggrma. Iíléssaður fyrir alt og alt. Vdnur hdns látna. ísafold er beðin að birta þessa dánarfregn. THE DOMINION BANK HORSI NOTRE ÐAME AVESUE OO SHERBROOKE STREET Höfuðstóll uppborgaður : $4,000,00000 Varasjóður - - - $0,400,000 00 SPARISJÓÐS DEILDIN: Vér veitum sparisjóðs innleggjendum sérstakt athygli, og borg- um hæztu vexti á sparisjóðs innleggjum af $1.00 og ytír. — Barna inulegg velkomin. — Seljuu peningaávfsanir á ISLAND. H, A. BUIUHT, RÁÐSMAÐUR. Með þvl að biðia æfiulega um “T.L. CKíAR, þá ertu viss aö fá ágætan viudil. “ T. L.s CiCAÍO (ENION MADE) Western Oigar Factory Thomas Lee, eig&ndi Winnnipee NÚ TIL SÖLU DREWRY’S BOCK BEER Hann er betri á þessu vori en nokkru sinni áður. — Biðjið um liann.— E. L. DREWRY, Manufacturer, Winnipeg I Department of Agriculture and Immigraiion. MANIT0BA þetta fylki hefir 41,169,089 ekrur lands, 6,019,200 ekrur eru vbtn, sem vedta landinu raka til okuryrkjuþarfa. þi'ss vegna höfum vér jafnan nœgan raka tál upp>skeru tryggin.ga r. Ennþá eru 25 miliónir ekrur óteknar, sem fá má með beim- ilisrét/ti feða kaupum. íbúataja árið 1901 var 255,211, nu er nún orðin 400,000 maans, hefir nálega tvöfaldast á 7 árum. tbúat&la Wtnuipeg borgar 4rið 1901 var 42,240, «n nú um 115 þúsundir, hefir meir eu tvöíaldast á 7 éxum. Flutningstæki eru nú sem næst fullkomiii, 35x6 tnilur járn- brauta eru í fvlkiinu, sem allar liggja út frá Winnapeg. þrjár þverlandsbrauta lestir fara daglega frá IVinnipeg, og innan fárra mánaða verða þær 5 balsins, þegar Grand Trunk Pacific og Canadian Northern batast við. Framför fylkisins er sjáanleg hvar sem litið er. þér aettuð að taka þar bólfestu. Ekkert annað land getur sýnt sama vöxt á sama tímabili. TIIi FRKDAMANNA : Farið ekki framhjá Winnipeg, án þess að grenslast um stjórn ar og járnbrautarlönd til sölu, og útvega yður fullkomnar upp- lýsingar um hiedmilisréttarlöad og íjárgróða mögukika. R F» ROBL.I1V Stjórnarformaður og Akaryrkjumála-Ráðgjafi. Skrifiö eftir upplýsioffum til .loM-nli Barke. .la* Harteey 178 LOOAN AVE., WINNIPEG. 77 YORK ST., TORONTO. —— ■ 11111 iii■■ 11111 h ~ in 111 imiiirn nr—i \ LDREI SKALTU geyma til morguns sem hægt er að gera gjb"- í dag. Pantið Heimskringlu f dag. 210 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU ykkur.----Síðasti þáttitrinn, sem tengir þennan ttng- ling við vonina, dygðina og trúna, er nær því að slitna, edns og hann slitnaði hjá mér og svo mörgum öðrum. Auðvirðilegt kapp. Heimskuleg barátta. Hvað vinst við það?” Hvellur lúðurdynur barst nú að eyrum Jakobs, svo hann þagnaði. “■Hvar er Angela ?” kallaði Eberharð nokkru seinna, og horfði í kring um siig, “hefir enginn séð hana?” Engánn svaraði, því flestir af gestunum voru orðnir nokkuð druknár, og heyrðu ekki til gredfans fyrir hávaðanum og skvaldrinu. “Heyrðtt, maður”, sagði greifinn í vonsku, um 1 leið og hann tók í lautina.nt X. og hristi hann, “svar- aðu mér, hefirðu ekki séð Angelu ? Og Crispin, hann er líka farinn, .... hvernig stendur á þessu?” “Ég veá-t ..... ekki .... neitt”, svaraði lautinant- ian, seim var mikið drukkinn, “þau haía ....... l'ik...lega rið...ið burt ... httgs...a ég”. “Riðdð burt”, kallaði greifinn mjög hræddur. “Já, nú sé ég það, ....... hestarnir þeirra eru farnir. .... Dauði og djöftill! ” Engdnn tók eftir því, sem Eberharð sagði, þvi allir voru a|ð masa og drekka. “Berrar mínir”, kallaði Eberharð öskuvondur, “hættið JmÖ þessum hávaða og skvaldri og hlustið á það, sem ég er að segja". þetta gagnaði ekkert, enginn svaraði. Loks sneri hann sér að barún Ehrenstam, sem var ódrukk- inn og sagðd : “Góðd barún, geturðu ekVi sagt mér, hvað orðið er af Angelu, hún er horfin”. FORLAGALEIKURINN 2111212 '“Horfin?” sa-gði barúninn undrandi. “Ég sá hana rét-t ^ðan. Hún hefir líklega yfirgefið þennan háværa hóp til að hressa sig á að ríða spottakorn um skóginn. Kvenmaður með hennar mentun unir ekki inttan um hóp af druknum mönnum. Vertu ró- legttr, hún kernur bráðum aftur”. “Ég vona það”, sagðd greifinn Ögn rólegri. “En Crispdn er líka farinn”. “Já, það er satt", sagðd barúninn, eftdr að hann haiði li'tið kring um sdg. “þetta er nokkuð undar- legt. Ég var að tala við hershöfðdngja K. og vedtti engu öðru eftirtekt. En nú sktilum við ríða af stað og leita þedrra”. “Já, það skulmn við gera", sagðd greifinn, “við fáum ettga aðstoð hjá þessum drykkjurútum”. þeim, setn tninst vorti druknir, sagði Eberharð, að hann þyrfti að bregðít sér í burtu., en kœmi bráð- um aíitur, og bað þá að vera rólega.. En það leið ekki á löngu, þangað til hinir fóru líka, og Pderre og Jean voru einir eftir um leifarnar. Eberharð ferðaðist um nágrennið þangað til langt var liðið a£ nótt, og spurði allstaðar að því hvort enginn hefði séð l>essa horfnu gesti, en var hver- vetna svarað með'nei-á. Hryggttr i httga sneri hann heim aifitur, reyndi að hugsa sér ástæðurnar fyrir því, að ástmey hans og vinur voru bæði horfin. — Ráðningu þedrrar gátu fé-kk hann bráðlega. SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU VI. Innskotsþáttur. það var mið nótt. Eberharð haíði sent íjölda af þjónum sínum til að leita að hinum horftiu þer- sónum, en allir komu þeir heitn aftur, án þess að : finna eða fregna nokkuð. Eberlutrð gekk aftur og fram ttm herbergi sin í ' algerðri örvæntingu. Hann var einn, yfir-gefinn af öllum nema samvizku sintii. “Ilvað er þetta ?” sagði hann, jtegar hann sá bréf á skrifborði Crispdlts með sinnd áritan. “Bréf til mín ... og það er xithönd Crispins”. Ilann opttaði bréfið skjálitndi, hann grunaði, að þetta bréf mundi eyðdleggja sig. Fyrst datt liontitn £ htig að brenna það, cn for- vitni hans þverneitaði því. Inttdhald brcfsins var þannig : — “Mon cber Eberharð!5 “ þág mun án efe ffurða það mikið, að ástmey þín og vinur yfirgefa |)dg bæði í eánu. það er þvi ekki nema sanngjantt, a.ð ég segi þér ástæðurnan. “ þú hefir sýnt múr ítiikla gestrisni, og i þakklætis skyni fyrir hana, ætla ég- að segja þér litla sögu. Eina nótt á tímnm 'hryðjustjórnarinnar ók ferða- vagn eftdr götumtm í París og steíndi á v'gdð. í FORLAGALEIKURINN 213 vagninum sátu gamall maðttr, ungur maður og 16 ára gömul stúlka. “ Nafn unga mannsins var Antony, og var hann formaöur öflugasta Jacobitta-félagsins í Paris, cnda hafði hann sem sliktir mikil áhrif á valdamennina. “ Samt sem áður yfirgaf hann þessa blómlegu stöðu, sem loifaði hontmi virðingu, sdgri og áhrif.um, til þess að fylgja gömlum manni og ttngri stúlku til Ítalíu. — Astæðan var þessi : “ Gamli maðurinn og dóttir hans voru dæmd til dauða af stiórnarbyltingarmönnunum, og exin beið þeirra. bú veizt, að á þeim tímum var ekki verið að tvínóna við það. “jAnitony, sent elskaði ungu stúlkuna, hafði ásett sér, að írelsa hana úr hættunni, sem yfir henni vofði. það var enginn hægðarledkur, að frelsa pólitisk fórn- ardýr á þeim dögum. Skríllinn, sem var orðinn vanul' blóðsútht'llingum, hótaði að tæta hvern mann í sundur, ym mælfci aðalsmönnum bófi. “ En Antouy lét ekk.i hugíallast. Hann fór til Robespierre, Dantons og fleiri hryðjustjórnarmanna, til að biðja þá að gefa gamla manninum og ungu stúlkunni líf, en fékk enga áheyrn og lá við sjálfit að ltann yrði sjálfur tekinn fastur og deyddttr. “ þá tók hann það ráð, að hann seldi allar edgttr sínar, rnútaði varðmönnunum, náði þeim úr fangels- intt og kom þeim ósködduðum út úr París. Fyrir ást sína yfirgaf hantt stjórnmálastefnu sína, var skráður á lista þedrra dauðadæmdtt og mátti því tkki koina aítur til Parísar. “í einum af fögru dölunum á Italíu keypti hann lítiö skrauthús, og bjó þar ásamt þeim, sem hann hafði bjargað, og þar lofaði stúlkan honttm ævarandi trvgð og ást fram í dauðann. F.n hún áleit siig of tinga tdl að giftast, og loifaði Antony henni og föður | hennar að bíða með það þangaö til hún væri 18 ára,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.