Heimskringla - 14.04.1910, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.04.1910, Blaðsíða 1
tfipa. XXIV. ÁR VVINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 14 APIllL 1910 K B OV30° ja" ío- NR. 28 Fregnsafn. Markverðustu viðbnrrtu hvaðanæfa — Kitchener lávarBur, brezki herforiniginn mikli, kom í sl. viku meS skipi til San Francisco, og ferSast hann eins prívatlega og honum er unt, til þess aS komast hjá voizlnhöldum, og þeim lúa og tímaeyöslu, sem af þeim leiöir. — Blaöamenn reyndu aö fá hann til aö segja fréttir, en hann varöist allra frétta. Kvaðst aetla að £erð- ast að edns í tíu daga um 'Banda- ríkin, og sigla svo til Knglands frá Xew York, og engan tíma kvaðst hann hafa til að ferðast um Can- ada í þetta sinn. — þrettán ára gömul stúlka í Quebec fylki, sem gekk í svefni, kveikti í náttkjól sínum og vakn- aði við að hún stóð í loga. Hún skaðbrendist svo, að hún dó nokk- urum stundum síðar. — Kýr ein í Solville, nálægt Ut- ica, N, Y., hefir í sjö daga gefið 80 pund af mjólk á dag, sem jafngild- ir 29.27 pundum smjörs. Eíganda hennar, Lamton bónda, voru boðn- ir $2,500 fyrir kúna, en hann neit- aði því tilboði. Kýrin er mjólkuð íjórum sinnum á dag. Emhættis- menn akuryrkjudeildar New York ríkis hafa vottað um mjólkur- magn kýrinnar og smjörframleiðsl- unai. — Vábrestur varð á brezku skipi við strendur Englands þann 7. þ. m. Eitt harn lét þar lifið, en 50 konur og börn meiddiíst meira og mimtai. Karlmenn þeir, sem á skip- inu voru, og ekki tilbeyrðu skips- höfninni, ttrðu sem óðir. Hver reyndi að bjarga sér, og í ofiboð- inu tróðu þeir konur og börn und- ir fótum. Skipshöfnin reyndi að sefa þessa menn, og varð að bedta mestu hörku til þess að mega fyrst bjarga konum og börnum. En með því 2 önnur gufuskip voru þar í nánd, tókst að bjarga öllum farþegttnum af hinu skemda skipi. Alls voru nítt hundruð far- þegar á skipinu, að mestu leyti rússneskir emígrantar á leið frá Londott til Portland í Bandaríkj- unum. — Tollþjónar Canada tóku í sl. viku 4 járnbrautarvagna, sem áttu að innihalda emígranta búslóð og þanui'g h;ira heimild til að koma tollfrítt inn í landið, — en í stað þess voru vagnarnir hlaðnir með 12 þúsund dollara virði af nýjum verzlunarvörttm, sem nú verður að borgast tollur af. — íbúarnir í Norður-Albanitt hafa gert uppreist móti Tyrkja- veldi. þeir éru andvígir hinum nýju toll-lögum Tyrkja, sem þeir se"■ >a að ofþvngi p-ialdþoli síntx, og þeir neita þess vegna að borga nokkra skatta, en hafa í stað þess saínast saman í stórhópum hér og hvar ttm landið, og æða ,yfir það með ránum og manndrápttm, ráð- ast á allar stjórnarskrifstofur og eyðileggja þær algerlega með öll- um skýrslum og reikningum, og drepa stjómarþjóna. Tyrkir hafa sent herdeildir til að bæla niður uppreistina, en Albaniu-menn hala fram að þessum tima unnið sigur á þeim. Nú hafa Tyrkir á ný sent 14 herdeildir móti uppreistarmönn- ym, en Albaniu-menn eru vel vopn- aðir og við ölltt búnir, og því alls óvist, hvern enda þetta hefir. — Atkvæðagreiðsla fór fram. í sl. viku í ríkinu Michigan um vín- bann. í ríkinu eru 1610 vínsöluhús og 15 ölgerðarhús. Atkvæðagreiðsl- an fœkkaði vínsölukránum um 282 og ölgerðarhúsunum um 0. — Frá þýzkalandi er sagt, að vegna ágreinings, sem orðið hafi mifli bygginga-verkveitenda og verkþiggenda, séu líkur til að Vyí milíón manna muni gera verkfall nú mjög bráðlega. Verkveitendur, 22,600 talsins, héldtt nýlega þing rnikið í Dresden borg, og gerðu þar ákvæði um, hvað þeir vildtt borga verkamönnum um klukku- tímann, hve marga klukkutíma skyldi vinna á dag, o.s.frv. Síðan voru samþyktir þessar lagðar fyr- ir foringja verkamanna, með orð- sendingu þeirri, að ef ekkl yrði gengið að skilmálunum, þá yrði öllum verkstæðum lokað þann 14. þ.m. Talið vist, að verkamenn muni neiita að ganga að kjörum þeim, sem verkvaitendur bjóða. Ákni Áknason. Einn hinna merkari íslenzku öld- unga, sem látist hefir hér v.estra á síðari árum, er maður sá, sem Heimskringla flytur mynd af hér. Árni Árnason er fæddur 16. des. árið 1819, að Ríp í Hegranesi í Skagafirði. Ilanti lézt að heimili sonar síns, Ólafs Theobalds, að 537 Burnell st., Winnipeg, þann 26. febrúar sl. Foreldrar Árna voru þau hjón Árni Árnason og Margrét á Stokkhólmi í Skagafirði. Arni ólst upp hjá Pálma Péturssyni, móðurbróður síntim, og Herdísi konu hans, á Starrastöðum í sömtt sýsltt, þar til hann var fulltíða, bá flutti hann austur til Vopnafjarð- ar, til Halldórs prófasts á Holi, og stundaði þar járnsmíði, sem hann haíði áður numið. þaðan sigldii hann til Kaupmannahafnar árið 1852, til að fullnema> sig, og dvaldi þar 3 ár, 1% ár við smíðar og eitt ár við dráttlist, en síðasta missirið vann hann sem fullnumi við smíðar. Kennari hans var Sveánn Sigurðsson, móðurbróðir hans. Sveitisstykki hans var stál- skrá, mjög vönduð, og ltið mesta listasmíði, og uppdráttur af henni, dags. 6. júlí 1855, og er hann enn- þá verndaður sem menjagripur frá þeim tímum. En skrána gaf hann séra Halldóri á Ilofi, sem þá var að láta smíða Hofskirkjtt, og mun skráin ennþá vera í kirkjulmrð- inni. þá dvaldi Árni sál. með séra Halldóri ttm tíma, en fýsti þó fljótt til fornra átthaga, og flutti að Hofstaðaseli i Skagafiröi og bygði þar verkstæði. þar var hann 2 ár, og flutti þá að Hofsós, og bygði þar annað V'erkstœði ; þar dvaldi hann 4 ár. þá flutti hann að Sauðárkrók, og bygði þar fyrstur manna, eins og sést á vísu, sem prentuð er í Heimskringlu 17. tbl. í jan. þ.á.' Á Sauðárkrók bjó hann í 35 ár og stundaði járn- smíðar, og hélt jafnframt gest- gjafahús um nokkur ár. Árni sál. flutti til Canada árið 1965, með konu sína og tvö börn þeirra hjóna, Ólaf og Eggert. Tvö voru komin vestur á undan. Hann dvaldi þá fyrst í West Selkirk bæ, hjá dóttur sinni Birgittu Björns- son, um tveggja ára tíma, og eftir það hér í Winnipeg hjá börnttm sínttm, Margréti og Ólafi Thco- bold, en aðallega hjá svni sínttm. Árið 1869 kvongaðist Árni sál. ungfrú Sigríði Eggertsdóttur, bónda á Skefilstöðum á Skaga. — þau eignuöust 12 börn, 7 þeirra dóu á ýinsum aldri, eti 5 lifa. Fjujf ur þeirra eru nú í Canada : Mar- grét, gift Halldóri Bjarnasyni, kaupmanni hér í borg ; ólafur Theobold trésmiður, einnig hér í borg ; Birgiitta Ragnheiður Sigríö- ur, gifit Guðtnundi trésmið i Sel- kirk bæ, og Eggert Árni, fiskimað- tir, til heimilis hér í borg. Og Hjálmar Friðrik, fiskimaöttr, á Sauðárkrók á Islandi. Árni sál. var hinn mesti atgerf- ismaður til sálar og líkama, þjóð- hagnsmiður, gæddur ljósitm gáf- um og starfsmaður hinn mesti. Ilann var fríður sýnum og góð- lyndur, uppáhjálpsamur og fljótur til úrræða. Hann var heiisuhraust- ur jalnan, en l.tgði þó liarðara að sér við alla vinnu en títt er á Is- landi. Árni sál. var eins og áður er sagt frumbygg'i á Sauðárkrók og frumaðili þess bæjar, sem nú er kominn í þriðju röð bæja á *s- landi, og á góða framtíð í vættd- um. | þegar Árni og kona hans höfðu I búið 25 ár á Sauðárkróki, héldu bæjarbúar þeim hjónttm veglegt heiðurssamsæti, og gáfu þeim mjög vandaða stundaklukku, sem nú er hér vestanhaifs. Margdr menn úr Skagafjarðar og Húnavatns- sýslum sóttu samsæti þetta, í heiðursskynd við þau hjón, og má af því rnarka, hve vinsæl þau voru og vel metin. Enda var samsæti þetta eitt hiö fjölmennasta, sem þá tíðkaðist á íslandi. Árni sál. var ástríkur eiginmað- ur og hinn bezti faðir börnum sin- um, sem nú syrgja ásamt háaldr- aðri ekkju hans hinn valinkunna öldung, með þakklátri endurminn- ingu fvrir alt sem hann var þeirn, sem ektamakí og faðir. ísafold er vinsamlega beðin, að geta ttm lát þessa merktsmanns. — John Bums, foringi verka- manna á Englandi og ráðgjafi í stjórnarráðinu, á að fá full ráð- gjafialaun, 25 þústind dollara á ári. Allir brezkir ráðgjafar hafa 25 þús. dollara í árslaun, nema yfir- fjármálaráðherrann, hann íær 50 þúsund dollara á ári. Samtals eru laun brezka ráðaneytisins 375 þús. dollarar á ári. Laun Bandarikja- stjórnarinnar eru aðeins 140 þús dollarar á ári. — Atkvæðagreiðslan í ríkinn Illinois, sýnir, að áfengisvinir hafa ttnnið þar hvarvetna. — Sýnt er í skýrslmn Frakka, að stjórnin þar hefir skilað kat- ólsku trúfélögunum þar í landi öll- um eigntim þeirra, að ttpphæð rúmlega 214 mil'íónir dollara, að undanteknum litlttm hluta þeirra, sem gekk í ráðstöfunar kostnað. — Kjósendur í Milwankee bovg Wis., kusti Sósíalista fvrir borgar- stjóra í sl. viku með 8 þúsund at kvœðum umfram. — Loftskeytastöð er nú,í Port Arthur. Fyrsta skeytið frá hentii var sent til Tafts forseta í Wash- ington þann 6. þ.m. — Mútumála rannsókn sú sem um nokkurn undanifarinn tíma hef- fr staðið yfir í Pittsburg, c g settt getið hefir verið um hér í l-laðimi, stendur enn yfir. Að vísu hafa margir af bæjarstjórna-. mönnum reynst sekir um að Lafa þegið mútur, en hverjir lögðr til mútu- féð varö ekki ljóst fyrr tn rétt ný- lega. Fjórir leiðandd bankastjórar þar ’ borginni hafa nú verið kærð- ir ttm meðsekt í mútuiaálunum' og sömul.eiðis forseti strjetisbrautafé- lagsins þar. Blakeley County At- torney þar, sem nú sækir málin á hendur þessum glæpamönnum, hef- ir látið leiða sig seni vitni, og bor- ið það fyrip rétti/mm, að hann hafi verið beðinn fyrir nokkrum ár- ttm, áður en hant varð embiættis- maður hins opinbera, að annast um útborganir á 52 þús. dollara sjóði, sem ætlaðuc var til þess að múta borgarráðsinönnum, til þess aö greiða atkvæéi eftir vilja þcss- ara bankastjóra og forstöðunefnd- ar strætisbrautafélagsins. Blaklev neitaði að takg þetta að sér, og varaði bankastjórana við þeirri hættu, sem þciz settu s.ig í með þessum atkvæðakaupum, og sagði þeim ennfremur, að ef hann yrði nokkurntima County Attorney þar þá skyldi h;.nn reyna sitt ítrasti til að hafa hendttr í hári þeirra. Og nú hefir Blakley komist í þessa stöðu og er byrjaður að cína lof- orð sitt. Ei. bankasfcjórarnir skeltu skolleyruntim við þessari aðvörnn. þeir fengu m«nn í New York til þess að annast sjóðinn og senda allar borganir þaðan, og hugðu að þá væri loktt fyrir það skotið, að hægt væri að komast fyrir khcki þeirra. En Blakley lögmaður var eldri en tvævetur og hafði nánar gætur, í kyrþey, á gjörðum þess- ara manna, og náði sönnunum um alla starfsaðferð þeirra. Einn af bankastjórunum hefir játað, aö | hann hafi borgað einum bæjarráðs- fulltrúa 20 þús. dollara til þess að | tfyggja það, að borgin skiftd við i s nn banka með alt sitt fé. — Alls | er sagt að sex bankastjórar séu í þessu miútufélagi, og að þedr verði allir dœmdir í íangcisi. — Heimilisréttarlönd fást nú tek in norðttr hjá Fort Chttrchhill við Httdsons flóann. Willia Beach er fyrsti lamdnemi þar. — James A. Patton í New York tapaði í sl. viku nokkuð yfir j milíón dollara við lækkun á mark- i aðsverði baðmullar. Uppihalds- lausar stórrigningar í Suðurríkjun- um, ásamt samtökuin enskra og amerískra kaupmanna móti Pat- ton, orsakaði verðlækkunina. — Mál mikið hefir staðið yfir milli Windsor borgar í Ontario og strætisbrautafélagsins þar. Árið 1873 vedtti bærinn félaginu. starfs- j leyfi, en leyfi það týndist og hefir ekki fundist Vim 30 ára tíma. Borg- iu hél't fram því, að leyfið hefði vefið takmarkað og að félagið yrði að gera nýja samminga. Eti nú hef- | ir félagið fundið ley-fisskyalið, og sýnir það, að félagið hefir íengið ótakmörkuð réttindi í bænum. — Smijör hefir komist up.p í 36e pundið á þýzkalandi. Jnetta þvkir þjóðinni svo gífurlegt, að 3 milíón- ir manna hafa undirritað samning ttm, að neyta ekki smjörs. Smjör- verzlunarmenn láta sér fátt um fmmast, segja mógir séu til að kaupa, þó að fáednar milíónir mamna gan.gi úr skaftinu. — Brezka þingiö samþykti fyrra mánudagskveld, með 106 atkvæð- um umfram, að lávarðadedldin skyldi ekki hafa rétt til að nedta fjárlaigaákvæðum þeim, sem neðri dieildin samþykkir. Lengra er mál- inu ekki komið ennþá. En auðsætt er, að stjórndn muni vinna algerð- an sigur yfir lávörðunum í öllum ágredningsmálum deildanna. — Rússar hafa nýlega aukið landher sinn um 456,535 tnenn, alt ungir og hraustir menn. — II. F. Boley, prófessor á há- skólanum í Norður Dakota, hefir nýlega lýst yíir því, að hann hafi fttndið þær 5 gerla-tegundir, sem orsa,ki skemdir í hveiti og öðrum korntegundum, og hafi einnig fund- ' ið ráð til að eyða gerlttm þessum | og þar með koma í veg fyrir korn- sjúkdóma. þessi sami maður fann . fvrir nokkrttm árttm geril þann, siem orsakar sjúkdóma í flax-teg- undum og aðferðina 11 að útrýma sýkinni, og hefir hvorttveggja ' reynst óbrigðtilt bæði á Rússlandi ] og í Bandaríkjunum, þar sem það -/ Royal Household Flour Til Brauð og Köku Gerðar Gef ur Æfinlega Fullnœging P&- EINA MYLLAN í WINNIPEG,—LlÍTlÐ HEIMA- iðnað sitja fyrir viðskiftum yðar. hefir verið reynt. Nú segist hann hafa fundið orsakir þeirra 5 sjúk- dóma, sem þjái korntegundir }>essa lands og um leið ráðin til að lækna þá. Tilraunir sínar hefir hann gert á landspildu nokkurri í greud við Fargo bæ. Hann segir, að gerill sá, sem orsaki hvedtisjúk- dómana, sé líkur gerli þeim, er or- saki tiærinigu í mönnum, og að á- hrif hans á jurtalífið séu lík áhrif- um hins á menn. En að lækning kornfcegunda séu miklu auðveldari en lækning tæringarveikra manna ; hún sé eingöngu innifalin í þvi, að skifta eftir vissum regium ttm sáð- tegundir í sama akurinn. Nákvæm- ar reglur befir hann enn ekk gefið ttm þetta, en svo er að sjá af frétt- untim, að í þann akur, sem sýkt hveiti hefir komið úr, skuli sá í réttri röð fyrst Clover-heyi, þá maís og síðast kartöflum, og mun þá hveitsýkisgíerillinn vera þar út- dattður, og má þá sá hveiti á ný í þann sama akur. — Um upptök þessa gerils segir hann menn viti eins lítið og um orsakir tæringar- gerilsins, en Jægar gerillinn sé eitt sinn til orðinn, þá berist hann með vatni og vindi og strái úr þreski- vélum. — Sjálfsagt flyitja akur- yrkjuskýrslur Bandaríkjain'na ná- kvæmar skýrslur um þetta efni mjög bráðlega. — Allar inntektir Canada-ríkis á sl. fjárhagSári hafa orðið Hundrað Milíónir Dollara. þar af eru Sex- tíu Milíónir í tollum, sem borgaðir hafa verið af inníluttum vörttm og vörum sem notaðar eru í landintt. — Maiður að nafni Burns í Fort Frances skaut konu sína til bana af því hún hafði farið á danssam- komu mó'ti vilja ltans. Konan var tvítug og hafði verið eitt ár í hjónabandi. — Fylkisstjórinn í Manitoba hef- ir skipa'ð mánudaginn 2. maí nk. alm.ennan trjáplöntunardag hér í fylkinu. — Sa.meignar-samningur sá, sem verkamenn Fttrness gufuskipalín- unnar gerðu við eigendur hennar í fyrra, er upphafinn. Verkamenn segja, að svo lítil vinna hafi verið við skipasmíðar á sl. ári, að allir verkamenu hafi ekkd haft stöðuga atvinnu. I/eiÖtogar verkamanna segja, að slíkir sameignar eða samvinnu-samningar séu á móti þeirri grunvallar-hugsjón, sem sam- tök verkamanna byggist á, meö því, að þegar verkamenn gangi í félagsskap við húsbændur sina um að fá í sinn hluta ákveðinn part af starfságóðanum, þá sé ekki hægt að gera þar verkfall, né að skydda þá menn tíl að leggja niður verk til hjálpar öðrum deildum, sem I gert hafi verkfall. J>ess vegna megi brez.kir verkamenn framvegis ekki gera neina þá samninga við verk- veitendur, sem hindri þá frá því, að geta á hverri stundu verdð við- búnir að gera verkfail, hvenær sem leiðtogar þeirra og félags- bræður krefjist þess, — Pennsylvania járnbrautarfé- lagið opnaði jarðgöng þau, sem það hefir gera látið undir New York borg, til alþýðu-skoðunar þann 2. Jj.m. Göngin eru 16J4 niíl- ur á lengd. þau eru ennþá ekki fullger, en þó svo langt komin, að það var álitið rétt, að gefa borg- arbúum tækifæri til að skoða ]»au. Göng Jjessi, sem gerð eru fvrir gano- flutningslesta félagsins, gogn um borgina neðanjarðar, hafa kost- að félagið $9,600,000 hver míla. Að vísu hefir félagið ennþá ekki borg- að út nema 102 mtliónir, en það segir að göngin muni kosta sig fullar 160 milíónir dollara, þegar þau verði fullger í júlí næstkom- andi, — en þá er líka búist við, að þúsund járnbrautarlestir gangi eft- ir göngum Jjessum daglega. — Dr. C. F. Hodge, prófessor í Clark University í Massachusetts, formaður ameríkanska íuglafræði- félagsins, hefir boðið hverjum Jjeim 3 þúsund doflara verðlaun, sem. gebi fært sér hreiður af vilturn dúfum. þessi fuglategund var um eitt skeið í stórhópum í Massachu- setts rikimt, en íbúarnir eyddu þeim öllum eða flæmdu burt, svo að þær eru nú orðnar ófáanlegar. — Enskri konu, Mrs. Corrick, var fyrra latigardag bönnuð land- ganga í St. John og send til baka til Englands, af því hún hafði ekki $25.00 í penin.gum við lendingar- staðinn, edns og lögin ákveða. — Konan gat sannað, að hún var ráðin til að vinna hjá áreiðanlegu stórfélagi Austurfylkjunum. — Gamli J. P. Morgan hefir ný- lega keypt 80 gömul vasaúr, frá 16. og 17. öld, fyrir 375 þús. doll- ara. Hann hafði fyrir nokkrum ár- um keypt 40 af úrum Jjessum fyrir 150 þús., en þótti hin 40 of verð- há, og riftaði kaupunum, en nú gat hann ekki lengur á sér setið, og neyddist til að borga 225 þús. dollara fyrir þau í viðbót. Yndislega fögur málverk af stöð- ttm á íslandi (A kureyri, Önundar- firði, Patreksfirði, Öxarárfossi og Borg á Mýrum) eru til sýnis á skrifstofu Heimskringlu. Friðrik Sveinsson málari hefir málað Jwer. — íslendingar, sem vildu eiga mál- verk af æskustöðvum sínum á föðurlandinu, ættu að sjá Jjessar einkar fögru myndir og panta J>ær hjá herra Swanson. Hann er nú viðurkendur með listfengustu mál- urum hér í borg, og gerir myndir af íslenzkum stöðum svo ódýrt, að undrum sætir. JVall Piaster ”EMPIRE” VEGGJA PLASTUR kostar ef til vill ðgn meira en hinar verri tegundir, —en ber- ið saman afleiðingarnar. Vér búum til: “Empire” Wood Fibre Plaster “Empire” Cement Wall “ “Empire” Finish “ “Gold Dust” Finish “ “Giit Edge” Plaster of Paris og allar Gypsum vöruuteg- undir. — Eiqum vér að senda £ yður bœkling vorn * BÚIÐ TIL EINUNGIS HJÁ MANITOBA CYPSUM CO. LTD SKRIFSTOFUR OO MILLUR I Winnipeg, - Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.