Heimskringla - 21.04.1910, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.04.1910, Blaðsíða 3
I IKGEX WINJTrPKG, 21. APRÍL 1910. B»s. 3 Yor-yísur. Ctí móum heyrist hár hrafna og spóa kliður. Laekir floa, fljót og ár fram til sjóar niður. Heyra brak og bresti má, brotnar þakió klaka, hrekjast taka ofan á ótal flakar jaka.; Fljótið kalda kyrlátrar hvildar aldrei nýtur. Líkt um aldir eilífar áframhald ei þrýtur. Islands fréttir. Kimskipið “Flora”, sem gengið hefir milli Noregs, Færeyja og Is- lands um sl. 2 ár, heldur ferðum þeim áfram á komandi sumri, frá júní til október. Ráðsmaður fyrir Lauganesspítal- ann er skipaður fyrrum kaupmað- ur og umboðsmaður í Ólafsvík, Einar Markússon. Frá Isafirði er sagt, að síöan um miðjan janúar geti tæpast heitið að á sjó hafi gefið, enda aflalaust, hafi það komið fyrir, að á sjó hafi verið íarið. þann 28. febr. var af- skaplegt veður og sjógangur mik- ill, og rak þá á land 6 báta, sem lágu þar á höfninni, og brotnaði einn þeirra að mun. þ:að var mót- orbátur. öumir hinna bátanna skemdust nokkuð. Nokkrir bátar, sem á höfninni voru og stóðust ó- veðrið, urðu einnig fyrir nokkrum skemdum. Auk þeirra 19 manna, sem fór- ust í snjóflóðinu mikla í llnífsdal, í febr. sl., hefir ©inn þeirra, er þá varð fyrir meiðslum, síðan látist, Vigiíus Tómasson að nafni. Ivigna- tjónið, sem flóð þetta gerði, er metið 10 þúsund krónur. 1 ofsaroki um mánaðamótin feb. og marz brotnaði bryggja og mót- orbátur að Dvergasteini í Álpta- firði. Hjallur fauk þar einnig og fleiri skemdir urðu. Úr Árnessýshi fréttust góð afla- brögð, í þorlákshöfn og á lýyrar- bakka, um og eftir miðjan marz. Danska varðskipið náði nýlega tveimur botnvörpungum, báðum frá Skotlamdi. þeir voru sektaðir 1200 kr. hvor, og afli og veiðarfæri gert upptækt. Gróðrarstöð hefir verið komið upp á Hólum í Hjaltadal í Skaga- íirði,, sjö dagsláttur að st-ærð, og hafu ýmsar trjáplöntur verið gróðursettar þar. Nokkrir norðlenzkir bændur og bændaefni, líklega 1—3 úr hverri norðursýslanna, kvað vera áíorm- að að bregði sér í kynnisíör til Suðurlands á komandi sumri, og lieggi af stað að heiman síðast í júní. Búnaðarfélag íslands og rækt unarfélag Norðurlands leggja fram 'einhvern styrk til fararinnar. í ofviðrinu þann 18. febr. si. fór- ust vélabátar í Vestmannaeyjum, og 9 menn druknuðu. Formaður- inn, Kristmundur Eysteinsson og hásetar flestir úr Reykjavík. Sagt að talsvert meira tjón hafi orðið í sama ofveðrinu þar á eyjunum. Hannes Hafstein sendur til Ak- ureyrar til að taka við stjórn ís- landsbanka útibúsins þar, síðan Friðrik Kristjánsson hvarf, og tel- ur þjóðviljinn liklegt, að það hvarf stafi af einhverjum misfellum, sem verið hafi á stjórn útibús þess, er Friðrik veitti forstöðu. Gufuskipið Laura, sem strandaði í ofsaveðri 15. marz sl., á Skaga- strönd, er sagt að hafi orðið fyrir svo miiklum skemdum, að tvísýnt sé, að skipinu verði að nokkru leyti bjargað. Óvenjulegar hörkur í Vestmanna- eyjum síðan fyrir jól og sérlega slæmar gœftir. Sumir þó búnir að fá 8 þúsund af þorski um miðjan marz. Allar skepnur á gjöf fram að þeim tíma, sem ekki hefir kom\ ið fyrir síðan 1882, en íénaður i beztu holdum. þrír mótorbátar fórust og þriðjung út- og fram- skipunarbáta tók út, og brotnuðu margir, svo að ekki er viðlit að gera við þá. Bryggja Edinborgar- verzlunar þar færðist úr stað, svo að rífa verður bryggjuna. Margt fleira gekk úr lagi, ög er skaðinn metinn yfir 20 þús. kr. þar á eyj- unum. Sauðagerði í Reykjavík brann 16. marz. Börn höfðu velt olíuvél um koll svo að kviknaði í húsinu. Tveir botnvörpungar, sem komu til Reykjavíkur 16. marz sl., hvort- tvoggja eign íslendinga, höfðu afl- að vel. Annar hafði 23 þúsund fiskjar, hinn 19 þúsund, eftir tíu eða tólf daga útivist. Sagt að mjög mikill fiskur sé hvervetna fyrir Suðurlandi, og eru mörg þil- skip þar á veiðum. Látin í Reykjavík 18. marzRagn- hildur Briem, ekkja séra Eggerts ólaíssonar Briem og systir frú Torfhildar Hólm. Mokafli sagður í syðri veiðistöð- um við Faxafióa. Herra Nikulás Ottenson hefir í Reykjavíkurblöðum tilkynt, að sú fregn í Baldri, ,að hann sé innflutn- inga agent, sé ósönn, og taka blöðin það trúanlegt. Jón Ólafsson alþingismaður varð 60 ára gamall þann 20. marz. — Fjöldi vina og kunningja hans heimsóttu hann þann dag og færðu honum hamingjuóskir. Bréf úr Húnavatnssýslu til Fjall- konunnar, dags. 23. marz, segir nú vera blómlegan búskap í Húna- vatnssýslu. Síðasta sumar óvenju- Lega gott til beyfanga. Veturinn í fyrra hinn mildasti á síðustu ára- tugum, og undangengið sumar einnig gott. Verzlunarkjör góð. UU á sl. sumri í 70 aurutn pundið. Kjötverð all-gott, og smjör frá rjómabúum fer alt af hækkandi. Fjársala venju fremur mikil á sl. hausti, og fé þó með flesta móti, sem sett var á vetur. L'ögrétta, dags. 19. marz, segirN. Ottenson leggja af stað frá íslandi í næstu viku. Halldór Bardal þá nýkominn þangað. Ljóðabók dr. Sig. Júl. Jóhannes- sonikr er nýkomin út í Reykjavík. Bókin er all-stór og útgáfan vel vönduð, með mynd höfundarins. Kvæðin mörg falleg. “Áning" heitir stórt málverk, sem þórarinn málari liefir gert, og verður það sent á sýningu t Kaup- mannahöfn. ísafold segir landburð af fiski í þorlákshöfn og Grindavík og full- tir sjór með löndum alla leið inn í Garðssjó. Á Eyrarbakka talið ó- venju-mikið fiskmagn. Hvar er hann ? Sá, sem kynni að vita, hvar nú er niðurkominn herra Magnús Magnússon, frá Gillastöðum í Dalasýslu, sem fór frá íslandi til Canada árið 1882, er vinsamlega beðinn að láta undirritaðan vita. Markús Johnson, Baldur, Man., Can. Ef auglýsing yðar er í Hkr. þá verður hún lesin Morgunsólin gyllir grund, gengur njóla að víði, vaknar fjóla í lauifgum lund, lifnar hóla prýði. Hálsar glansa og hæðirnar, hýrnar lands i dölum. Röðuls dansa rósirnar regnbogans á sölum. Ivasta gljáir geislarnir gullnum frá sér loga storðu á, og steypa sér storms af háum boga. 1 ■ l í i Veðra-þýði veturinn veröld fríða kveður, vorið ríður aftur inn ást og blíðu meður. Jörðu að færa fjör og líf, frjófga, næra og græða, henni fpær að flytja kíf, íegtirð mæra að glæða. Vori fríðu fagna ber : Flýja hriðar striöar, kuldi í blíðu breyttur er, blómum skrýðast hlíðar. Hredðrum smáir fuglar frá fljúga þá án trega, syngja háum eikum á yfrið dásamlega. Linni í grundu sætt er svaf svella uudir dýnum vors með stundu vaknar af vetrarblunili sínum. Grænum klæðist feldi fold, fögrum bæðd og síðum ; grösin æða upp úr mold i hagstæðum þiðum. Leynda þróast lífið í litla frjófanganum. Kvakar lóa, kvik og frí, kát í gróandanum. Brósa kæru brekkurnar, bráðnar snær í polla, sólu skærar sóleyjar sína bæra kolla. Grund um þýtur blíðttr blær, bjarka strýtur hrærast, lilju, íttir laga skær, laufin hvítu bærast. Skóga glansar rein við rein, rósa fans er þekur. þrestir dansa grein af gredn, — gleði manns það vekur. Syngja brag um sól og ljós sumardaga fríða, græna haga og hýra rós hljómþýtt lag þeir smíða. Svanir skærum syngja róm, svedn og mær er vekur. Loftið hlær við unaðsóm, undir blærinn tekur. Sumardegi veröld víð verður fegin afuir, Alt þér hnegi ár og síð alhedms mogin-kraftur, Sem að klæðir fogurð fold^ frosti í glæður breytir, og sem íæðir maðk í mold, mönnum gæði veitir, Hvar þú býrð um kimins ból, hvert í dýrð þú brunar, vetri er snýrð í vor og sól, varla rýrð mín grunar. Lítd ég hátt í himininn, heims um áttir kunnar, sé ég máttinn mikla þinn, milding náttúrunnar, Ilorfi ég látt á hafið blátt, hröuninn brátt hvar æðir, sé ég þrátt þinn sama mátt, sýli smátt er fæðir. Eg sé þá að allstaðar er þín nálægð ríka stjörnum hjá, sem storð og mar, stóru og smáu líka. Ö'teljandi eru um þig æ varandi merkin. blóm skínandi minna mig á máttug handaverkin. Von það háa vekur æ, er vori á þinn kraitur visdð strá og frosið fræ frjófga náir aítur. það minn segi sannan grun, sízt er J>ogi yfir : Út af deyja ekkert mun, — æ þitt megin lifir. Alt framþróast, ekki neitt agnar snjókorn tapast. Eilíf ró mun engu veitt, efni gróa og skapast. Krafturinn hái hverja stund, hvers vér nálæigð sjáum, vertu oss hjá í vöku og blúnd, víktu ei frá oss smáum. Jónas J. Daníelsson. ALDREl SKALTU geyma til | morguns sem hsegt er að gera f dag. Pantið Heimskringlu í dag. THE DOMINION BAMK HORNI NOTRE ÐAME AVENUE OG SHERBROOKE STREET Höfuðötóll uppborgaður : $4,000,000 00 Varasjóður - - - $0,400,000 00 SPARISJÓÐS DEILDIN: Vér veitum sparisjóðs innleggjendum sérstakt, athygli, og borg- um hæztu vexti & sparisjóðs innleggjum af $1.00 og yfir. — Barna innlegg velkomin. — Seljvm peniugaávfsanir á ISLAND. H. A. UltHiillT. RÁÐSMAÐUR. Meö þvl aÐ biöja æfinlega um k‘T.L. CKiAR,’’ þá ertu viss aö fá ágætan vindil. T.L. (CNION MADF.) VTestern Cigmr Factory Thomas Lee, eigandi Wmunipec NtJ TIL SÖLU DREWRY’S BOCK BEER Hann er betri á þessu vori en nokkru sinni áður. — Biðjið um hann.— E. L. DREWRY, /Vlanufacturer, Winnipeg | ST F^AX í DAG er bezt að GERAST KAUP- ANDI AÐ HEIMSKRINGLU. — ÞAÐ ER EKKI SEINNA VÆNNA. I Manitoba á undan, Manitoba hefir víðáttumikla vatnsfleti tdl uppgufunar og úr- fellis. þetta, hið nauðsjmlegasta frjógunarskilyrði, er því trygt. Ennþá eru 25 milíón ekrur óibygðar. íibúatal fj-lkisins árið 1901 var 225,211, en er nú orðið um 500,600, sem má teljast ánægjuleg aukning. Arið 1901 var hveiti og hafra og bygg framleiðslan 90,367,685 bushela ; á 5 árum hefir hún aukist upp í 129,475,943 bushel. Véinnipeg borg hafði árið 1901 42,240 íbúa, en hefir nú um 156,660 ; hefir nálega fjórfaldast á 8 ármn. Skattskildar eignir Winnipegborgar árið 1961 voru $26,400,776, en árið 1968 voru þær orðnar $116,166,390. Höfðu meir en þrefaldast á 7 árum. Flutningstæki eru óviðjafnanleg,— í einu orði sagt, eru í fremsta flokki nútíðartækja : Fjórar þvierlandsbrautir liggja um fylkið, fullgerðar og í smíðum, og með miðstöðvar í Win- nipeg. í fylkinu eru nú nálega 4 þúsund mílur aií fullgerðum járnbrautum. Manitoba hefir tekið mciri landbúnaðarlegum og eínalegum framförum en nokkurt annað land í heimi, og er þess vegna á- kjósanlegasti aðsetursstaður fyrir alla, af því þetta fylki býður beztan arð af vinnu og fjáríleggi. Skrdfið eftir upplýsingum til : — JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont. JOS. BURKE, 178 Logau Avenue, Winnipeg, Man. A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliancc Bldg., Montreal, Quebec. J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba. J. J. UOIiDEV. Deputy Minister af Agriculture and Immigration, Winnipeg. 226 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU '“Gœ.ttu þín”, sagði Jakob. “Úg aðvara þíg í annað sinn. þú þekkir ekki alla sögu rafhjartans”. “Nei”, sagði Móritz,. “þó að ólánið hafi elt þá, sem áttu hann, þá er ég ekki það barn, að ímynda mér, að þessi litli steinn hafí nokkur áhrif á forlög mín”. “Segðu þetta ekki .... hlustaðu nú á”, svaraði Jakob : “þenna litla skartgrip gaf faðir minn fvrri konu sínni, og sjást enn fyrstu stafirndr í nafni benn- ar á gullumgerðinni. Húu hemrdi rafhjartað um háls sér til minningar um hjartagæzku manns sins, en þessi hjartagæzka entist ekki lengi. Tár hennar féllu á rafhjartað, sem auðveldara hefði verið að mýkja, en hjarta manns hennar. þú veizt, að faðir minn er oístopí og þrælmenni í lund. Einu sinni misþyrmdd hann konu sinni í ásýnd edns þjóna sinna. þá slitnaði íestin, sem rafh'jartaS hékk í, svo hann hél't á því í hendi sinni. Kona hans dó af sorg og óánægju, en rafhjartað gaf hann móður minni, sein hann feldí ástarhug til um stundarsakir. ...... Hitt veizt þú. þú veizt, að hún dó í fátœkt, að sonur bennar, sem erfði þenna grip, varð fyrir alls konar ó- höppum, og síðan hann kom í þínar hendur hafa von- ir þínar brugðist, þínar barnslegu, eðallyndu leftir- væntingar orSiS aS engu. FáSu mér því skartgrip- inn”. “Nei”, svaraSi Móritz, “þrátt fyrir allar þessar bendingar ætla ég a-S geyma hann. Ég hefi grun um, að óg hafi gott gagn af honum einhverntíma”. “'Trúir þíi ennþá á lukkuna?” sagði Jakob. “Ertu ekká enn búinn aS skilja, aS þaS er engin gæfa til fyr- ir fátæklin.ga ? Vedztu ekki, aS þú verSur kúgaður, aS mdnsta kostd á meSan þú kyssir hönd þá, sem slær þig ?” “Ég ætla ekki að kyssa hana”, sagði Móritz, “ég ætla meS dugnaSi að brjótai mér braut. og verða FORIyAGALEIKURINN. 227 sjálfstœSur, og lifi móSir mín, veit ég aS þaS lánast" “En hún deyr, drengur minn, hún lifir ekki til morguns”. “Ég trúli því ekki”, sagSi Móritz, “viil ekki trúa því, ...... og komi þaS fyrir, þá dey ég líka”. “Og morðingi hennar á að lifa viS allsnœgtir”, sagði Jakob og hló. “Nei, drengur minn, þú verður að lifa tdl að hefna hennar”. “I.ögin skulu hefna hennar. Morðingjanum verS- ur hegnt”. “Löjiin ? Minstu aldr.A á lögin. HefirSu gleymt grisku líkdngunnd : Lögin eru sem kóngulóarvefur, litlu flugurnar hanga fastar í honum, en tþær stærri rífa sig í gegu um hann og fljúga sína leiS. Gredfinn verSur í hæsta lagi sektaSur um tíu dali, ef hún deyr af meiSslunum. þetta kalla menu slysabætur. Lög- in hegna aðeins fyrir verknaSinn. SkeytingarleysiS og grimdina, sem hann sýndi, kæra þau sttg ekkert um. þaS er sjálfshefndarinnar að jafna slíkt”. ...“þú sejiir satt”, sagði Móritz hugsandi. “þaS er ekkert réttlæti til, hvorki í hegningu né umbun á þessari jörS. Ég ætla því aS lifa til aS hefna mín. Ég fin,n að ég get það, þrát't fyrir fátækt mína”. “Og þú ætlar þér aS halda þessum skartgrip, sem ég trúði þér fyrir?” sagði Jakob. “Já, þú hefir enga hedmild til að heimta hann”. “Nú, geymdu hann þá. Vertu sæll.” “Hvert ætlarðu nú að fara?” spurði Móritz, “áttu ekkert heimtli?” “Nei, en ég á dóttur, og að henni ætla ég aS leita”. “Dóttur ?” '‘Já, manstu ekki aS ég sagSi þér, aS þegar ég komst aS ótrygS hennar, þá rak ég hana í burtu, og flúSi svo sjálfur frá þeim bletti, sem ég bjó á meS hetini. SíSan hefi ég ekki séS hana. Ég hefi flakk- 228 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU aS um heiminn og reynt aS gleyma henni, en árang- j urslaust. Fyrir nokkrum tíma síðan heimsótti ég þorpiS, þar sem við bjuggum saman svo sælu lífi, en svo stuttan tíma. þar var mér fengið bróf frá henni og í því sagSi hún mér, aS hún hefSi aliS dóttur, sem ég væri faðdr aS, og sór þess dýran edS, aS þetta væri sannleiki. Hún kvaSst hafa gefiS dóttur okkar nafniS Helen, og ætlaði nú til Stokkhólms aS vinna fyr.ir Sér og henni. Hún skoraSi á mig aS finna sdg, ekki sín vegna, heldur barnsins okkar, sem yrði ein- mam og hjálparlaust, el sín misti við. Ég flýtti mér til Stokkfiólms, leitaSi hennar þar í lieilt ár, án þess aS finna hana, yfirgaf svo höfuSborgina aítur í örv’æntingu, en nú ætla ég þangaS enn til aS> cndur- nýja rannsókn mína”. '“Vesalings Jakob”, sagði Móritz, sem vorkendi j honum svo mjög, aS hann nærri {rleymdi sínum edgin sorgum. “En hvernig ferSu aS viShalda lífinu?” “Ég lifi af vinnu minni, sagSi Jakob og hló tryll- ingslega, “eða réttara sagt, af glæpum mínum”. “Glæpum þínum?” endurtók Móritz með hryll- ingi. “Já, mannfélagið hefir útskúfað mér. Enginn vill hjálpa mér til að lifa á heiðarlegan hátt, sem svo er kallað. HvaS ætti ég annaS aS gera, ..... deyja úr hungri ? þaS er auðvtttaS samkvæmt siSferSis- kenningunni, sem ekki vill leyfa manni, sem er aS íram kominn af hungri, aS síela brauðbita frá þedrn, sem befir meira en hann þarf. En ég er enginn sið- fræðdngur, ég er örlagatrúarmaSur. Ilafi forlögin ákveSiS ógæfu og glæpd íyrir einn, en gæfu og dygSir íyrir annan, þá eiga mennirnir enga sök á því aS þaö er þannig. Viljinn er ekki einhlítur, þaS þykist cg hafia reynt”. “þaS er þá eins og mig hefir lengi grunaS”, sagði Móritz og snerí sér írá honum. “þu ert þjófur”. FORLAGALEIKURINN ) 229 “Já, ien ekki vanalegur þjófur”, svaraði Jakob og brosti 'ednbennilega, “væri ég vanalegur þjófur, þá gengi ég ekki í tötrum”. “SkýrSu þaS fyrir mér”, sagSi Móritz og leit á hann undrandi. “Ég hefi sett mér vissar reglur viðvíkjandi þjófn- aði”, svaraSi Jakob. “þegar ég brýzt inn einhvers- staSar, og sé þar hrúgur af peningum, ef til vill fleiri þúsund dali, og mat og fatnaS viS hliðina á þeim, þá læt ég peningana kyrra, en tek matánn og fatnaSinn. HeldurSu aS vanalegur þjófur mundi fara svona aS?” “Neii, hann muudi taka peningana”. “Já”, sagSi Jakob., “en þannig haga ég mér ekki, og nú skal ég segja þér af hvaSa ástœSu. þjófinaS álít ég í sjálfu sér ranglátan og skammarlegan, því i þegar maður, setn hefir það sem hann þarf, stelur frá öSrum, þá gerir hann það af ágrind, en slíkar ástríS- ur eru gagnstæðar mannlegu eSli, sem skipar okkur aS bera virSdngu íyrir annara réttindum. En þegar tnaður, sem er útskúfaSur úr mannfélaginu, og ekki gíitur á neinn hátt fengiS aS vinna fyrir sér meS heiðairlegum hœtti, stelur aS edns því, setn hann þarf í þaS skiftiS til aS seSja hungur sitt eSa hylja nekt sina, frá þeim ríku, sem hafa meira en þeir þurfa, þá skilst mér ekki a-ö hann sé sekur. þetta er mín lífs- ‘‘þaS má segja margt á móti henni”, sagSi Mór- skoSun. IlvaS segir þú um hana?” itz, “fyrst og fremst þaS, aS mieS miskunnsemi góSra manna yrði þér máske mögulegt, aS fá þaS sem þú þarft”. “Miskunnsemi ?” sagSi Jakob ákafur, “heldurSu aS ég hafi ekki reynt það. Heldurðit ekki aS ég hafi veriS betlari áður en ég varS þjófur ? Jú, góSi minn, óg hefi reynt hvorttveggja. þegar ég baS um. ölmusu, yptu ttieim öxlum og sögSu : þú. ert ungur og röskur, hv,ers vegna vinnurSu ekki ? — Af því ég

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.