Heimskringla - 02.06.1910, Side 6
Bá& 6 WINNIPEG, 2. JÚNl 1910*
HEIMSKEINGLA,
Vér höfum
FLUTT
o Vort nýja heimkynni
er á horni
Portage
Avenue og
Hargrave
Strætis
> J. J. H. McLean
& Co. Ltd.,
Cor Portage Ave. & Hargrave
Phone: Main 808.
oo-oooooooooooooo-oooooo
Fréttir úr bœnum.
Á miövikudajgskvöldiö var komu
hingiaið til bæjarins 7 íslendingar
h-eiman af íslandi, eftir að eins 16
dagia ferð. Nöfn þessara vestur-
íara eru : Ásmundur Bjarnason og
Aðalbjörn Jónasson, trésmiðir, og
natgfrú Sigríður Sigurðardóttir, öll
frá Akureyri. Frá Seyðisfit'ði
komu : Trygigvi Aðalsteinsson,
verzlunarmaður og unnusta hans,
ungfrú Svanhvít Tóhannsdóttir ;
frú þórey Sveinsdóttir og Svan-
borg Sigurðardóttir. — Heims-
kringla átti tal við herra Tryvvva
Aðalsteinsson og unnustu hans, og
létu þau afleátlega yfir ástandiuu
bæði á Austur- og Norðurlandi,
kváðu heyleysi alment, svo niður-
skurð heíði orðið að gera á grip-
um, á sumum bæjum nærri allir
■gripir lagðir að velli. Auk bessara
st ór vand ræöa, kváðu ,þau peninga-
eklu hina mestu og átvinnuskort
meðal manna, sérstaklega í kaup-
v stöðum. þaju töldu víst, að marg-
ir vesturfanax mundu koma á
þessu sumri.
Bandar eru alvarlega ámintir,
að maeta á fundi þeim, sem Is-
lendingadagsnerndin hefir boðað til
annaðkve’id (íimtudag, 2. júní) í
'Goodtemplarahúsinu, — undir því
er að mestu komið, hvort nokkuð
verði ai Íslendingadags hátíðahaldi
í sumar. — Fundur sá, sem hald-
ast átti fyrir tveim vikum síðan,
fórst fyrir vegna þess hvað hana
var léJegia, sóttur. — Fjölmenuið
því nú.
Allir kjósendur ættu að greiða
atkvæði með fjárveitingunni til al-
'menna spítalans. Fátt mun nauð-
synlegra, en að koma spítalanum
í viðunanlegt horf. Annars er
mönnum bent á, að lesa <rrein Br.
B. J. Brandsons, sem prentuð er á
öðrum stað hér í blaðinu, með at-
hygli, því jwr eru glöggar upplýs-
ingar gefnar. — Atkvæðagreiðslan
fer fram á morgun (fimtudag).
7>ann 24. apríl sl. mistu þau
hjónin Mr. og Mrs. G. J. Bíldfell,
Foam Lake P.O., 7 ára gamla
dóttur, Astríði að nafni, eítir
rúma hálfsmánaðarlegu. Hún var
jarðsungin af séra Ednari Vivf ús-
syni þann 29. s.m., að mörgu fólki
viðstöddu.
Aldrei hefir jafnmikið borið á
reiðhjólíiþjófnaði hér í bænum og
einmitt nú, hafa ótal umkvartanir
borist lögreglunni út af töpuðum
reiðhjólum. Einn náunga- handsatn-
aði lögreglan fyrir skömmu, sem
hafði gert það að atvinnuvegi sín-
um, að stela reiðhjólum og selja
aftur, og fundust hjá honum 10
reiðhjól þannig fengin. Til þess að
örðugra yrðd að komast fyrir
'þennan heiðarlega atvinnuveg, mál
aði hann reiðhjólin öðruvísi lit og
breytti á ýmsan hátt, en endir
varð sá, að hann fékk 8 mánaða
fangelsi hjólreiðarlaust.
M
7i
Islendíngadagurinn.
Almennur fundur verður haldinn í neðri sal Goodtempl-
ara hússins kl. 8 fimtudagskveldið 2. júní (í næstu viku)
til þess að kjósa nefnd til að standa fyrir Íslendingadags-
hátíðahaldi 2. ágústmánaðar næstkomandi.
Fráfarandi nefndin leggur þar fram reikndnga yfir eignir
og sjóð dagsins, og verður prentaðri skrá yfir það út-
býtt meðal þeirra, er sækja fundinn.
Gerið svo vel að fjölmenna og vanda til kosninga
nefndartnanna. /
TH. JOIINSON, forseti
MAGNÚS PÉTURSSON, ritari.
Kvenmaður að nafni Alice Mac-
donald, var nýlega dæmd af Dalv
dómara í 5 mánaða fanvelsi íyiir
óreglu og ósiðsemi. það merkileg-
asta við konu þessa er, að hún
hefir verið dæmd 50 sinnum til
fangavistar fyrir sömu afbrot og
er þó ekki nema 28 ára gömul, —
enda kvað Daly dómari hana
versta allra þeirra kven'na, sem
hann hefði kynst um sína daga.
SAFNADARFUNDUR
verður haldinn í Únítara kirkjunni
á sunnudagskveldið kemur, eftir
messu, til að kjósa erindsreka til
kirkjuþings Únítara, sem haldast
á að Mary IIill, Man., dagana >rá
15. til 20. júní. Safnaðarfólk er
beðið að fjölmenna.
J. B. SKAPTASON,
forseti.
Hr. Guðmundur Guðmundssou,
frá Pdne Valley hefir flutt siv hing-
að til borga.rfmttar, og tekið sér
bústað á 711' Elgin Ave.
Therbergur Thorvahlssofl, M.A.
í valdboðsskrá Harvard háskól-
ans (Harvard Úniversity Gazette),
útkominni þann 13. maí síðastlið-
inn, er Thorbergur Thorvaldsson,
M.A., skrásettur sem verðlauna-
hafi “Edward-Austin” sjóðsins
fyrir næstkomandi ár. Verðlauna-
styrkur þessi nemur $500.00, og er
að eins veittur fyrir ágætispróf og
sjálfstæðar vísindalegar rannsókn-
jir. Verðl'auna styrk bennan hlaut
j Thorberguf síðastliðið vor, og þá
líka Thay^r styrktarsjóðs verð-
laun. Fær hann v.eitinguna nú aft-
ur og mun þó haia verið við
marga að keppa. Thorbergur legg-
ur aðallega stund á efnafræði og
efnafræðislegar rannsóknir við há-
skólann.
LEIÐRÉTTING.
Ólafsvík, 28. apríl 1910.
Herra ritstjóri : —
Út af grein í blaði yðar frá 24.
febr. 1910 um þorstein heitinn
Hólm langar mig til að biðja yður
að leiðrétta það, sem þar er sagt
um ættmenni hans, því hann átti
fleiri systkini en þar er getið : —
Alsystir, Kristínu ekkju á Bellis-
i sandi, sem nú er á lífi, og fleiri,
sem nú eru dáin, það vér frekast
vitum, og óvíst um börn þeirra ;
svo er hálfbróðir hans enn á l'fi
í Eyrarsveit, Hermann Hermanns-
son, auk þeirra, sem talin eru i
blaðinu, og, ennfremur börn Jóns
og Jóhannesar.
þettia vona ég að þér leiðréttið,
og sjáið um að þeir fái að vita,
sem dánarbúið hafa meðferðis, því
annars gætu þeir vilst á grein
þeirri, sem áður ræðir um.
Díklega eru fleiri systkini eða
systkinabörn á lífi en vér vitum
um, en þessi eru áreiðanlega á lífi:
Alsystir Kristín þorsteinsdóttir á
Hellissandi ; Ilermann Hermanns-
son, Bryggju, Eyrarsveit, hálf-
bróðir ; Ingibjörg Jónsdóttir Olafs-
vík, hálfbróðurdóttir, og börn Tó-
hannesar, hálfbróður þorsteins
heitins : María í ólafsvík, Kristín
á Seljum í Belgaifellssveit, og
ólafur í Stóragaltadal á Fells
strönd, auk Gísla, er nefnd grein
talar um.
Tneystandi því, að þcr viljið til-
kynttai þetta réttum hlutaðeigenj-
um, tókst ég á hendur fyrir þá að-
ila, sem heima eiga í sóknum min-
um, að skrifa yður þetta, því ég
treysti yður svo vel, enda þótt ég
ekki þekki yður mikið.
Yðar einlægur,
Guðm. Einarsson.
Dn G. J. Gíslason,
Physíclan and Surgeon
18 Sonth 3rd Str, Grand Forks, N.Dak
Athygli reitt AUGNA, EYRNA
og KVERKA 8.TÚKDÓMUM A-
SAMT INNVORTIS SJÚKDÓM-
UM og URPSKURÐI, —
Herra Guðjón Thomas, gull og
úrsmiður flutti í þessari viku Irá
659 William Ave. Verkstæði hans
verður framvegis í nýju bygging-
unni á Sargent Ave. sunnanverðr:,
rétt fyrir austan Victor St.; -en
heimili hans verður að 724 Beverly
Street.
Dominion baukinn er að bvggja
allstóra og vandaða byggingu fyr-
ir útibú sitt á horninu á Sher-
brooke St. og Notre Dame Ave.
Ráðgert er, að byggdngin muni
kosta ekki minna er 25,000 dollai'a.
HAöNET
Rjomaskilvinda.
það er með mestu ánægju, að
vér leyfum oss að draga athypli
lesenda vorra að auglýsingu um
þessa velþektu rjómaskálvdndu, —
sem birtist á öðrum stað í blaði
voru.
The Petrie Mfg. Co., Limited,
hefir smíðað þessa vél, ólíka öll-
um öðrum rjómaskilvind'um,treyst-
andi því, að bændurnir kannist við
hina mörgu kosti hennar, og þar
af leáðandi kaupi beztu vélina.
Mismunurinn á byggingu M a g -
n e t skilvindunnar og hánna ann-
ara véla þairrar tegundar liggur
aðallega í : — Hinni traustu um-
gerð hennar, hinum þungu hjólum,
sem meitluð eru úr stáli, mjólkur-
kúlu úr stáld, sem studd er í báða
enda, einstykkis-fleyitir, sem tekur
öll óhreinindi úr rjómanum og á
sama tíma alla smjörfitu úr mjólk-
inni, og gefur bóndanum bar aif
leiðandi meira og betra smjör, en
hann á annan hátt getur fengið.
Er mjög þægilieg í meðférð, börn
og kvenfólk meðhöndla hana í þús-
undatali í Kanada, og öllum ber
saman um, að það sé að eins á-
nægja, að aðskilja mjólkina í
M a g n e t skilvindu, henni sé svo
létt snúið og svo auðvelt að
hreinsa, hana.
Hinar stórkostlegu framfarir fé-
lagsins eru hyggindum landbónd-
ans að þakka, — framfarir, sem
fylgt hafa M a g n e t vélinni frá
upphafi vega hennar. Hún var
fyrst upphugsuð fyrir 12 árum, af
fjórum Kanada piltum. Sala henn-
ar hefir farið vaxandi ár frá áii,
þar til nú, að sala vélarinnar hefir
meir en tvöfaldast, samanborið
s'íðastliðið ár.
Á þessum tíma hafa fjórar verk-
smiðjur verið bygðar til þess að
uppfylla auknar þarfir bændanna.
1 núverandi verksmiðjum félagsins
eru fimtíu vélar smíðaðar daglega.
Sömuleiðis á félagið eignir og úti-
bú í öllurn st-ærri fylkjum í Kan-
ada.
Vlandað vörushús er nú nýlega
fullgert í R.egina. Formaður félags-
ins, herra A. B. Pietrie, befir ný-
lega fullgert samninga um bygg-
ingu vöruhúss mikjls í Winnipeg,
sem fullgert skal 1. október næst-
komandi. Og næsta ár mun félagið
eiga vöruhús í Alberta. — Heria
T. S. Petrie, yfirumsjónarmaður
félagsins, á heima í Winnipeg.
það er ánægjulegt, að þetta
stóra félag skuli viðurkenna ój’inni-
peg, siem aðal-verzlunarstöð Kan-
ada, og þar af leiðandi hafa aðal- |
umsjónarmann sinn hér.
Höfuðstóll félagsins er nú nær
þrír fjórðu úr milíón dollara.
TIL
RITSTJÓRA HEIMSKRINGrLU
Kæri herra. — Um leið og ég
hér með votta* yður og Vestur-
íslen'dingum yfirleitt inniiegt þakk-
læti mitt fyrir þann mikla vel-
gjörning, sem þér og þeir hafa
haia gert mór, — þá neyðist ég
hér með að tilkynna yður og öll-
um öðrum velgjörðavinum niínum
þar vestra, að ég get ekki í þétta
sinn notað mér fé það, sem þér
og þeir hafa gefið mér til vestur-
ferðar, af þessum orsökum helzt-
um :
Eitt barna minna, sem er á
iyrsta ári, er lasið af afleiðingum j
af svæsnum kíghósta, og finst mér
því of mikill ábyrgðarhluti að
flytja með'það vestur í þessu á-
standi yfir svo langa sjó og land-
leið.
Annað það : Ég er bér hjá
tengdaforeldrum mínum, sem hafa
verið mitt helzta athvarf síðan ég
varð ekkja, og af því, hve seint ég
vissi af þessari veglyndu hjálp-
að vestan, þá eru þau lítt mögu-
leg að vera við jörð, ef ég fer frá
þeim nú strax. En að vori geta
þau fengið son sinn til sín, ef
hann og þ'au lifa.
Nú fyrir þessar ástæður er það
mín . innilega bón, að peningarnir
verði mér geymdir til næsta vors.
Vinsamlegast,
Marja Magnúsdóttir.
þaravöllum á Akranesi,
26. apríl 1910.
* * *
ATIIS. — það þarf naumast að
taka það fram, að Vestur-íslend-
ittgum, sem hafa gefið það fé til
Marju Magnúsd'óttur, sem framan-
greint bréf getur um, verði fúsir
tdl að ávaxta sjóðinn um eins árs
tíma samkvæmt ósk ekkjunnar,
— úr því ástæður þær, sem hún
færir til farartálma á þessu sumri,
hindra hana frá vesturferð nú.
Ritstj.
Herra Jón Thorsteinsson, reið-
hjólasali á Portage ave., bdður
þess getið, að hann sé nýbúinn að
fá talsíma í búð sína, og að núm-
erið sé Main 9630.
gpjgj Kærar þakkir.
Djáknanefnd Tjaldbúðar safnað-
ar hafðí “Necktie Social” sl. mánu
dagskveld, og var það mjög vel
sótt, — fullur salurinn af fólki.
Fólkið skemti sér vel, með
“Grand March” áður og eftir að
salan fór fnam, og vonum vér, ,að
allir hafi farið heim ánægðir. Fyr-
ir þá góðu aðsókn er nefndin mjög
þakklát, fyrst öllum þeim stúlk-
um, sem gáfu “Necktie” og sýni-
lega htíðu eins og kepst hver við
aðra, að hafa það sem fullkomn-
ast ; — síðan kaupendunum, sem
ekki létu sitt eftir liggja, að bjóða
í alt það, er selt var. Og svo öll-
um í heild sinni, sem voru þar,
því það var gott að sjá, að ált
það fólk hafði komið meö þeim
eina og sama hug, að hjálpa á-
íram málefni því, er djáknanefndin
sérstaklega hefir með höndum.
Enréremur og ekki síst tjáum
vér okkar innilegasta þakklæti
leikfélagi því, er síðast lék “.Ffiu-
týr á gönguför”, fyrir $25.00, sem
það gaif líknarsjóði vorum.
Vér óskum og vonum, að allir
þeir, er greiða fyrir málefni því, er
djáknanefndin hefir með höndum
(líknarstarfsemi), fái íull laun fyr-
ir ÖU sín ómök og fjárframlög.
Fyrir hönd nefndarinnar,
O. J. Vopni.
Prentncmi óskast
Efnilegur piltur, frá
14—16 ára, getur feng-
ið stöðuga atvinnu hjá
THE ANDERSON CO.
582 Sargent Ave.
Slerfin-ffilliais PAINT
fyrir alskonar húsm&lningu.
Prýðingar-tfmi nálgast nú.
Dálítið af Sherwin-Williams
húsmáli getur prýtt húsið yð-
ar utan og innan. — B rú k i ð
ekker annað mál en þetta. —
S.-W. húsmálið tnálar mest,
endist lengur, og er áfcrðar-
fegurra ennokkurt annað hús
mál sem búið er til. — Komið
inn og skoðið litarspjaldið,—
Cameron &
Carscadden
QUALITY .mKDWARE
Wynyard, • Sask.
FRIÐRIK SVEINSS0N
tekur nú að sér allar tegundir af
húsmáling, betrekking, o.s.frv.
Eikiarmálning fljótt og vel af hendi
leyst. Heimili 443 Maryland St.
Vorir $4.00
Karlmanns Skór
Skór handa mönnum, sem
brúka smekklegaj nýtízku skó.
Deðrið er alt úrvals-leður.
sniðið er fallegt, smekklegt og
í móðinn. Háár og lagir skór.
Hælarnir og skólagið eftir því
sem hver vill.
V'ér f y 1 g j u m ekki að
eins móðnum hér, heldur erum
dálítið á u n d a n öllum öðrun?
Ryan-Devlia Shoe Co
494 MAIN ST. PHONB 770.
TIL LEIGU
herbergi að 806 Simcoe St. Eins,
ef óskað er, þá er þar selt fæði,—
Komið og skoðið herbergin, og
smakkið matinn hjá Mrs. Ingi-
björgu ólafsson.
Atvinna.
Okkur vantar fáeina duglega
umboðsmenn í hinum íslenzku
bygðum í Manitoba og .Norðvest-
urlandinu til að selja Stereoscopes
07 myndir. Sendið 75c fyrir um-
boðsmanna áhöld.
Arnason & Son.
8-4 > Churchbridge, Sask.
“ Kyistir,”
kvaeði eftir Sig. Júl. Jóhannesson,
til sölu hjá öllum íslenzkum bók-
sölum vestanhafs. Verð : $1.00.
Friðrik Sveinsson,
MÁLARI,
befir verkstæði sitt nú að 245
Portage Ave. — berbergi nr. 43
Spencer Block — beint á móti
pósthúsinu. Hann máiar myndir,
leiktjöld, auglýsingaskilti af öllum
tegundum, o. s. fyv. — Heimili ;
443 Maryland St.
Jóhanna Olson
PIANO KENNARI
657 Toronto St. Winnipeg
Sveinbjörn Árnason
Selur hús og lóöir, eldeábyrgöir, og lánar
peninga. Skrifstofa: 12 Hauk of Hainilton.
TALSÍMI 5122. HÚS-TALS. 8695
TIL SÖLU:
160 ekrur af bezta landi, stutt
frá j&rnbrautarstöð. — Fyrsti
maður með $7.00 fær hér göð
kaup. — Finnið
Skúli Hansson & Co.
47 Aikens’ Bldg.
Talsfml. Main6476 P. O. Box 833
DR.H.R.ROSS
C.P.R. meðala- og skurðlækuir.
Sjúkdómum kvenna og barna
veitt sérstök umönnun.
WYNYARD, -- SASK.
Dr. M. Hjaltason,
Oak Point, Man.
Anderson & Garland,
LÖGPRÆÐING A R
J5 Merchants Bank Building
PHONE: main 1561.
MARTYN F. SMITH,
TANNLÆKNIR.
Pairbairn Blk. Cor Maln & Selkirk
Sérfræðingur f Gullfyllingu
ogöllum aðgerðum og tilbún
aði Tanna. Tennur dregnar
án sársauka. Engin veiki á
eftir eða gómbólga. —
Stofan opin kl. 7 til 9 á kveldin
Oífice Phone 69 4 4. Heimilis Phone 6462.
Þarft þú ekki að fá
þér ný föt?
EF ÞAU KOMA FRÁ
CLEMENT’S, — ÞÁ
VERÐA ÞAU RÉTT
Réttur að efni, réttur í sniði
réttur f áferð og réttur í verði.
Vér liöfum miklar byrgðir
af fegurstu og beztu fata-
efnum. —
Geo. Clemeots &Son
Stofnaö áriö 1874
264 Portagtí Ave. Rétt hjó FroePreSs
Th. JOHNSON
JEWELER
286 Main St. Talsfmi.: 6606
; J0HN ERZINGER !
♦ TOBAKS-KAUPMAÐUR.
♦ SlEÍ9F®r sskori® reyktðbak Sl.OOpundlð \
+ Hér fant allar Deftóbaks-teguodir. Oska \
▲ eftir bréflegum pðntnnum. **
X McINTYRE BLK., Moin St., Winnipeg X
p Heildsala og( smásaia. J
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
—G. NARD0NE-----------
Yeralar meö matTÖru, aldiui, smá-kökur,
allskouar sœtindi, mjólk og rjónaa, söinul.
tébak og vindla. óskar viöskifta íslend.
Haitt kaffi eöa te á öllua Umum. Fón 7756
714 MARYLAND ST.
Boyd’s Brauð
Þegar þér hafið brauð vor &
borðum þ& hallð þér það bezta
sem búið er til. Þau eru gerð
úr bezta hveiti af beztu
brauðgerðarmönnum í Can-
ada. Vér spörum engan
kostnað til þe88 að gera brauð
vor alfullkominn. Biðjið
matsalann um þau, eða snúið
til
Bkkery Cor.Spwjce* Portage Ave
Phone 1060.
Winnipeg Wardrobe Co.
Kaupa brúkaðan Karla og
Kveuna fatnað,—og borga
vel fyrir bann.
BiLDFELL I PAULSON
Uniou Bank 5th Floor, No. fSACO
Seli? h?„8 2® ióðir °® ainast þar a» lít-
andi 8törf; útvegar pcningalán o. fl.
Tel.: 26*3
Jónas Pálsson,
söngfræðingdr.
Útvegar vönduð og ódýr bl’jóðfæri
460 Victor St. Talsfmi 6803.
BONNAR, TRUEMAN
& THORNBURN,
lögfræðingar.
Suite 5-7 Nanton Blk. Tals 766
Winnipeg, Man. p.o.box 223
Húðir og ógörf-
uð Loðskinn
Verzlun vor er vor bezta
auglýsing. Sendið oss húðir
yðar og loðskinn og g«srist
stöðugir viðskiftamenn.
Skrifið eftir verðlista,.
Tho Lighicap Hide i Fnr Cs., Liniiid
P.O.Box 1092 172-176 King St WinnipeB
. 18-9-íi) .
w. R. FOWLER A. PIEP.CY.
Royal Optical Go.
807 Portage Ave. Talstmi 7286.
Allar nútíðar aðferðir eru notaðar við
augn-skoðun hjá þeim, þarmeðhinnýja
aðferð, Skugfja-skoðun, sem gjöreyð;*
öllum ágiskunum. —