Heimskringla - 15.06.1911, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.06.1911, Blaðsíða 1
Talsími Heimskringlu Garry 4110 Hetmilis talsími ritstjórafls : Garry 2414 XXV. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 15. JÖNl 1911. Nr. 37. BJARNASON & THÖRSTEINSON Fasteignasalar Kaupa og selja lönd, hös og lóðir vfðsvegar um Vestur- Canada. Selja lffs og elds- ftbyrgðir. LANA PENINGA út á fasteingir og innkalla skuldir. Ollum tilskrifum svarað fljótt og áreiðanlega. Wynyard - - Sask. Vöxtur Canada. J>ess var stuttlega getiS í sí5- asta blaði, að hart nær tvær milí- ónir manna hefðu fluzt til þessa lands á síðastliðnum tíu árum, svo að segja frá öllum hlutum veraldarinnar, en meginþorri fólks þessa hefði þó komið frá Bret- landseyjum og Bandaríkjunum. — Frásögn þessi er rétt í öllum að- alatriðunum, en tölum skjátlar sumstaðar, sem sýna, livaðan inn- flytjendurnir komu. þannig er tal- ið, að á þessu tíu ára tímabili hafi 1200 Is'.endingar komið til Canada, í stað þess að 4,867 komu. Nákvæm skýrsla, eftir því sem stjórnartiðindin flytja, skifta innflytjendunum eftir þjóðflokkum þannig : flytjenda, koma nú margir með auðfjár með sér, og margra ára búskaparreynslu, sem ekki verður til -^eninga metin. Mest eru það þó þeir, sem frá Bandaríkjunum koma, sem þannig búa um sig. — En einnig hafa þó allmargir ensk- ir og skozkir bændur velstæðir fluzt hingað þessi seinustu árin. — það eru slíkir menn, sem Canada eru kærkomnastir, og mennirnir, sem mestu má vænta af í fram- faraáttina. Einnig sýnir flutningur sjálf- stæðra og reyndra manna betur en nokkuð annað landskosti Can- ada og framtíðarhorfUr þess. — Menn þessir færu ekki að yfirgefa óðul sín og flytja til framandi lands, nema þeir væru þess full- vissir, að betri landskostir og bjartari framtíð biði þeirra í hinu nýja landi, en heima á ættjörð- inni. Trúin á vöxt og framtíð Can- ada mun engan svíkja. Canada er land framtíðarinnar og býður að- komumönnum móðurfaðm alls- nægtar. Bandarikjamenn 790,000 Englendingar 560,000 Skotar . 157,00 Irlendingar . 45,000 Norðmenn . 13.798 Svíar . 19,349 Rússar 38,958 Austurríkismenn og Ungverjar . 121,000 l'talir 63,817 Gyðingar . 45,675 þjóðverjar . 21,145 Frakkar 616,236 Sýrlendingar . 5,223 Hindúar 5,200 Islendingar 4,867 Meginþorri þessara innflj'tjenda hefir tekið sér heimilisréttarlönd, mest þó í Vesturíylkjunum. Hí.fa Saskatchewan og Alberta ícitgið I sameiningu rúma hálfa milíón eða vel fjórða hluta allra innflytjend- anna á þessu tíu ára tímabili. þá kemur Ontario fylki með 403,898, Manitoba með 309,623, Quebec 258,820, British Columbia og Yu- "kon 188,599, og hin önnur fylkin ■fengu til samans að eins 73,902 innflytjendur. Aætlað er, að á þessu ári muni fast að hálfri milíón flytja til Can- ada, og þeir mánuðir, sem liðnir eru af árinu, virðast ótvíræðlega "benda á, að svo muni verða, ef fólksstraumurinn heldur áfram inn í landið eins og undanfarna mán- uði, og þrír beztu mánuðir ársins eru eftir. Verði líkur innflutninga- hraði næstu tvö árin, verður íbúa- tala Canada komin upp i tíu milí- ónir. Sú mikla breyting er orðin á þeim, er hingað til lands flytja, að f stað þess að koma tómhentir, sem að jafnaði var áður með inn- Jón Sigurðsson l8ll—IQII Hátíðahaldið í Reykjavík Nefndir þær, er bæjarsLjórn og ýms félög bæjarins kusu til þess að gangast fyrir hátíðahaldi Reykjavíkur á aldarafmæli Jóns j Sigurðssonar, hafa nýlega áttmeð sér sameiginlegan fund, til að koma 1 sér niður á, hvernig deginum skuli hagað. Svong lítur hin fyrirhugaða dag- skrá eða beinagrind hátíðahaldsins út : Um morguninn kl. nál. —9 : Afhjúpað málverk af Jóni Sigurðs- syni í mentaskólanum, meðiæðum og söng. Iðnsýningin opnuð í barnaskól- anum kl. 10. Háskólinn settur kl. 12, — lík- lega í alþingishúsinu. Að þeirri athöfn lokinni er til- ætlunin, að allur bærinn, konur jafnt sem karlar, börn og gamal- menni — allir, sem vetling valda, og fleiri þó — safnist saman á Austurvelli eða þar í nánd og gangi í skrúðgöngu með fánum og annari prýði, hljóðfæraslætti, o. s. frv. suður að kirkjugarði og verði þá lagðir blómsveigar á leiði For-N seta — en engin ræða haldin þar. Að því loknu verður skruðgöng- I unni beiht niður á Austurvoll, eða ef til vill — verði vont \ cður — suður í Barnaskólagarð. Á öðrum | hvorum þesstim stað verða svö ■ aðal-minningarræðurnar haldnar og minningarljóðin sttngin. Síöari hluta dagsins flíklega um 4 levtið) heldur svo Bókmentafé- lagið minningarsamkomu. Jiar á eftir (kl. 5) verðttr iþrótta mótið opnað suður á íþróttavell- inum, og fara þar fram margskon- 1 ar íþróttasýningar. T.oks verður um k-veldið eint til fagnaðarsamkvæma í samkomu- húsum bæjarins. Bærinn er svo illa birgur af stórum samkvæmis- | sölttm, að ókleift er að hafa sam- kvæmið eitt og á sama stað. því miður. En aðalminningin verður, svo sem áður er getið, um miðj tn dag- inn — og þar geta allir verið með — og skiftir það mestu máli. (ísafold, 27. maí). af myndastyttunni, og töldum vér þessa bezta, og er hún því hér sýnd. i Að endingu leyfum vér oss, fyrir hönd Vestur-lslendinga, að flétta úr ljúfum minningum krans, og leK?ja hann í anda á leiði ástmögs Islanþs á hundrað ára afmæli hans Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar! Fregnsafn. Markverðuscu viðburðir hvaðanæfa. Hundrað alfatnaðir, gerðir úr fegursta Belwarp vað- máli, trútt litaðir og handsaumaðir. Þeir komu of seint frá verksmið.jum til vorsölu, svo verksmið.ju- eigendur bera tapiðjaf niðursetningu verðsins, með- an fatnaðirnir endast. $13.50 væru ódýrir þó seldir væru á $20.00 PALACE CLOTHING STORE Baker Block 470 riain St. . G. C. LONG, eigandi, Hundrað ára afmæli Jóns for- seta er á laugardaginn kemur, 17. júní, eins og flest öllum mun kunn- ugt vera. þann dag mun Island tjalda sínu bezta til að heiðra - minning hins liðna ástmögs síns. Viðbúnaður var mikill heima, eftir síðustu fréttum, bæði í bygðum og bæjum. — A Rafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað hans, verður afhjúpaður vandaður bauta steinn með andlitsmynd Tóns Sig- urössonar, eftir Einar Jónsson, greyptri í steininn. Á Rafnseyri verður þá einnig haldinn þjóð- minningardagur. — Isfirðingar hafa mikinn útbúnað, en mest verður þó um að vera í höfuðstað íslands. Minnisvarðinn verður þó ekki afhjúpaður fyrr en 2. ágúst ; verður ekki tilbúinn og kominn til landsins fyrri. En háskóli íslands verður með viðhöfn mikilli settur í Reykjavík 17. júní, og alment há- tíðahald verður um allan bæinn. Víðast hvar annarstaðar um land- ið verður hundrað ára afmælisins minst eftir því sem tök eru til. Vestur-íslendingar hafa líka sýnt að þeir kunna að meta minning Jóns Sigurðssonar. Allmikill við- búnaður er víða undir samkomur og hátíðahöld um bygðir þeirra, þó Kyrrahafstrandar Islendingar sýni mesta röggsemd af sér, því beir e;nir munu halda þjóðminn- ingardag. Hér í borg hefir Helgi magri haft mikinn undirbúning undir kveldsamkomu þá, sem haldin verður í Goodtemplarahúsinu á laugardagskveldið. Aðal ræðumað- urinn fyrir minni Jóns Sigurðsson- ar verður Dr. Jón Bjarnason. Hin- ir ræöumennirnir verða prófessor Rúnólfur Marteinsson og Baldur Sveinsson, meðritstjóri Lögbergs. Söngflokkur hefir verið æfður undir umsjón herra Gísla Good- manns, til að sýngja ýmist ætt- jarðarkvæði og eins sum þeirra frumsömdu kvæða, sem ort hafa verið fvrir minni Jóns Sigurðsson ar og íslands við þetta tækifæri Einnig verða sungnir einsöngvar. íms af beztu vestur-íslenzku skáld ttnum hafa sent forstöðunefndinni kvæði, sem verða lesin upp eða stingin, þau sem lög eru við. ITerr^ Th. Johnson fiðluleikari hefir lofað að aðstoða samkomuna með hljómleikum. Og Friðrik Sveinsson málari hefir tekið að sér að skreyta salinn, og vita það all- ir, sem Friðrik þekkja, að betri mann var ekki hægt að fá til þess. Má því fyllilega búast við, að minningar-samkoma þessi verði Helga magra og Winnipeg-íslend- ingum til sóma og til verðugs heiðurs minningu Jóns Sigurðs- sonar. Samkoman byrjar kl. 8 á laug- atdagskveldið, og eru allir Islend- ingar boðnir og velkomnir. það er minnisvarðamyndin, sem sýnd er hér, tekin af gipsmynd þeirri, sem myndastyttan verður mótuð eftir. En hér gefst að eins að líta mynd Jóns. 1 stallinum, sem hún á að standa á, verður greypt önnur mynd, en ókunnugt er oss, hvernig hún verður. Lík- tteskið á að vera 9 feta hátt, en stallurinn 8 fet. — Hr. Einar Jóns- son sendi Heimskringlu 3 myndir — Jarðskjálítar geysuðu um gjjörvalt Mexico síðari hluta fyrri viku, og gerði stórtjón á mönnum og eignum. 1 höfuðborginni Mexi- co lirundi fjöldi húsa og fórust margir undir húsveggjunum. Eftir skýrslum, sem þaðan hafa borist, hafa nær þrem hundruðum manna látist í höfuðborginni og eignatjón taliö nema fullri milíón dollars. — Út um landið hefir skaðinn orðið hvað meiri. Hafa þorp víða eyði- ligst með öllu, og íbúarnir særst cða dáið. Alls er talið, að nær 2 þúsundum manna hafi látið lífið í þessum jarðskjálftum, og eigna- j tjónið áætlaö að nema 10 milíón- | um dollars. Samskot eru hafin um Bandaríkin og víðar til hjálpar hinu bágstadda fólki, sem mist hefir allar eignir sínar, aðstand- endur og vini. Eldsumbrot í ;jöll- unum valda jarðsklálftunum. — í Marocco eru sífeld uppþot og skærur um þessar mundir. Á föstudaginn var réðist óaldarfiokk- ur á spænska hersveit nálægt Soul Arba Deket, og stóð þar snörp or- usta ; en Spánverjar urðu að lúta í lægra haldi. Mistu þeir rúmt hundrað manns, en óaldarseggirnir 60. Önnur orusta varð milli franskrar hersveitar og uppreistar- manna í norðanverðu Marocco á laugardaginn, og unnu Frakkar þar algerðan sigur, handtóku þá af uppreistarmönnum, sem ekki féllu. Fjörutíu Frakkar féllu í þess- ari orustu en yfir hundrað af lands mönnum. -/ Royal Household Flour Til Brauð /ÍR og Köku Ger ðar Gef ur 3) Æfinlega Fullnœging EINA MYLLAN í WINNIPEG,—LÁTIÐ HEIMA- IÐNAÐ SITJA FYRIR VIÐSKIFTUM YÐAR. — Prinsinn af Wales var gerður riddari af ‘sokkabandsorðunni' (Garter) á laugardaginn var. Fór sú athöfn mjög hátíðlega fram, og var margt stórmenni samankomið Sjálfur spenti Georg konungur sokkabandsorðuna á vinstri fót- legg sonar síns. — Ræningjar handtóku þýzkan vísindamann, prófessor Ritcher, ska'mt frá borginni Salonica, núna fvrir skömmu, og hafa heimtað 90 búsund dollars honum til lausnar. Allar tilraunir hermannanna að handsama ræningjana og bjarga prófessornum hafa reynst árang- urslausar. Er því búist við, að ættingjar prófessorsins verði að greiða lausnargjaldið, þó hátt sé, ef þeir vilja ná fundi hans aftur í þessu lífi. — Svissneskum vísindamanni hefir tekist að lífga fisk, sem fryst- ur hafði verið i þrjá mánuði. þvk- ir þetta mikilsverðasti viðburður vísindanna nú á síðari tímum og getur haft mikla þýðingtt fyrir ó- komna tímann. Hvernig að þess- ari uppfvnding er varið, er laun- ung, en sanna segja blöðin hana. — Maður einn, Alexander Tarzin að nafni, var handtekinn nýverið í borginni Kazan á Rússlandi, og ákærður um að hafa mvrt 57 manns. Sum af morðunum hefir náungi þessi þegar játað. — Einkennilegt mál kom fyrir rétt í Chicago fyrir skömmu. Var það kona ein, Mrs. Steger, sem á- kærði eiginmann sinn, John V. Steger, píanokaupmann ivrir nisku. Kvað hún hann eiga fullar tvær milíónir dollars, en lét'i sig að eins fá 20 dollars á viku til ltússhalds og klæðnaðar. ITún yrði sjálf að gera öll húsverkin, þvo þvotta, skúra gólf og matbúa. Auk þessá væri maður sinn svo upptekinn af auragræðgi, að hann vanrækti allar eiginmanns skyldur Iljón þessi höfðu gift verið í 30 ár. Dómsúrslitin eru ekki kunn, en líkur eru taldar til, að maðurinn verði skj’ldaður að forsorga heim- ili sitt betur eftirleiðis, og láta ekki konu sína standa við þvotta- balann. Slíkt er naumast milíón- era sæmandi. — Demantar hafa fundist í Que- bec fylki, um fjörutíu mílur frá Sherbrooke, í gömlúm króm (chro- mite) námum. Hvað mikið kann að vera af þeim, er órannsakað, ei\ R. A. Johnson, náma- og jarð- fræðingur, sem fann demantana, er á förum til þýzkalands með sýnis- horn af þeim. Vandkvæðin eru, að finna út hagkvæmlega aðferð til gð aðskilja demantana frá króm- inu, sem þeir eru í. Auðnist það, verður vandalítið að fá markað fyrir þá, — og má ráðgera, að demanta iðnaðitr verði kominn upp hér í landi innan skamms, því demantar hafa fundist víðar en i þessum eina stað, — á tveimur stöðum í British Columbia, f Oli- vine fjöllunum og Bonaparte River héraðinu, og sömuleiðis í Ontario. Aðalvankvæðin hafa verið, að fá demantana aðskilda frá málmum þeim eða steintegundum, sein þeir hafa verið í. En búast má við, að það muni takast vonum bráðar.— Er hér þá fundinn einn viðbótalið- ur í auðæfa-keðju Canada. — 1 aprílmánuði fluttust til Canada 51,680 manns, og er það rúmum tveim þúsundum meira en í sama mánuði í fyrra. Af inn- flytjendum þessum komu 35.283 af hafi, en 16,397 frá Bandaríkjunum. — Bráðbyrgðarforseti Mexico lýðveldisins, De la Barra, hefir lát- ið það boð út ganga, að forseta- kosning fari fram í næstkomandi októbermánuði. Er þegar búið að útnefna Francisco Madero sem for- ( setaefni, og eru líkur á þvi, að . hann verði kosinn. Mótkandídat ' hans er talið að verði Reyes hers- höfðingi, vinur og flokksbróðir Diaz. Einnig er búist við, að klerkastéttin katólska þar í landi, sem er öflug og auðug, muni til- nefna kandídat, sem henni er ráð þægur, því hvorugur þeirra Mad ero og Reyes mun vera það, og gamli Diaz var klerkunum andvíg- ur alla s:na löngu stjórnartið. — De la Barra verður ekki í kjöri. — Franskur Flugmaður, Bague sjóliðsforingi, gerði tilraun til að fljúga frá meginlandi ítalíu yfir á eyna Corsicu, fyrra mánudag. — Honum tókst vel að komast af stað, en síðan hefir ekkert til hans spurst, og er vafalaust talið, að flugvél hans hafi fallið í sjóinn og hann druknað. Má það kallast fífl- dirfska, að ætla sér að fljúga jafn- langa leið yfir sjó, án þess að hafa skip og báta á þeirri leið til hjálp- ar, ef illa tækist til. Enda tná á- líta dauða Bague þvi einu að kenna, að hann vanrækti þetta. — Maurice Rouvier, þrívegis for- sætisráðherra Frakklands og sjö sinnum ráðherra í öðrum ráða- neytum, andaðist í París 7. júní, 69 ára gamall. Hafði fengist við stjórnmál um 40 ár, og talinn einn af heiðarlegustu og samvizku- sömustu stjórnmálamönnum, sem Frakkar hafa átt. — Bandaríkja senatið samþykti á mánudaginn var, að senatorar skyldu framvegis vera kosnir með almennum kosningum, en ekki að þing hvers ríkis kjósi þá, eins og áður hefir verið. Atkvæði féllu þannig : 64: 24.' •— Sir Wilfrid Laurier er lasinn í hálsi og hefir samkvæmt læknis- ráði orðið að halda sig inni um nokkra daga. — þann 4. júní var mtkið um dýrðir í Rómaborg, því þann dag var afhjúpaður minnisvarði Victor Emanuels, — hins mikla, sem margir hafa kallað, — afa núver- andi konungs. Minnisvarði þessi er talinn að vera hinn stærsti og skrautlegasti, sem til er í heimi. Yar nær milíón manna, víðsvegar aðkomið, viðstatt afhjúpunina. — Meðal annara voru 8000 borgar- stjórar viðstaddir, og fjöldi ann- ara stórmenna. — það var Victor Emanuel, sem fyrstur sameinaði Ítalíu í eitt ríki, og kom henni til vegs og valda úr niðurlægingu, sem hún hafði áöur verið í til mar.gra alda, og er því engin furða, þó hin ítalska þjóð hafi minningu hans í hávegum, — Frakkar og Spánverjar eru nú kdmnir í hár saman út af Mor- occo. Sem kunnugt er, var stjórn- um þessara ríkja með friðarsamn- ingunum í Algeciras falið að hafa eftirlit með stjórnarfarinu í Mar- occo. Til þessa hafa Frakkar að mestu haft hönd í bagga með stjórninni þar í landi og reynt með hervaldi að halda óaldarlýðnum í skefjum, og tekist það. En nú hafa Spánverjar gerst hugsjúkir yfir sigrum Frakka og halda að þeir ætli sér að leggja landið undir sig, en það er meira en þeir vilja leyfa, og hafa því sent hersveitir til Mar- occo. Lentu þúsund Spánverjar við Laracha á mánudaginn var. — Frakkar eru æfir yfir þessu tiltæki Spánverja, og telja frönsk blöð, að Spánverjar hafi sent hersveit- irnar að undirlagi þjóðverja, til að spilla fyrir áhrifum og völdum Frakka þar í Marocco. þau segja ennfremur, að meðan að Frakkar hafi átt í vök að verjast, hafi Spánverjar hvergi látið á sér bæra, en nú, þegar óöldin sé að mestu bæld niður, þá sendi þeir hersveitir til að troða illsakir við sig (Frakka). Hafa ómjúkar kveðj- ur farið á milli hinna frönsku og spænsku stjórna, en naumast má þó búast við ófriði. — þær fréttir berast frá þorpinu Uglich á Rússlandi, að ferja hafi hvolt á Volga fljóti og 30 manns drukknað. þetta skeði á sunnudág- inn var. VEGGLÍM Vönduð bygginga efni: The “Empire” Wood Fiber tegundir. Cement Wall og Finish Piast- ers. Sackett Plaster Board. Vér höfum ánægju af að senda yður vora “Plaster Book” Manitoba Gypsum Co., Limited. Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.