Heimskringla - 05.10.1911, Qupperneq 1
\ Heimilis taUími riUtjórans: *
( GARRY 2414 *
| Talsími Heimskringlu ^
j -#//ö }
XXVI. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓ3ER 1911.
Nr. 1.
StríÖið byrjað.
Tyrkir fara halloka fyrir ítöluin.
J>að fór eins og Ileimskriiigla
spáði í síðasta blaði, að til ófrið-
ar mundi draga milli Italíu og
Tyrklands út af Tripolis-þrætunni.
Á föstudaginn sagði Italía Tyrkj-
um strið á hendur, og gerðu ítal-
ir landgöngu í Tripolis. Fyrirstaða
varð engin og var ítalski íáninn
þegar dreginn á stöng í höfuð-
borginni.
En þó Tyrkir veittu ekki við-
nám í Tripolis, þá hafa þó orust-
ur átt sér stað á sjónum, og hafa
hvorutveggju mist skip og meun í
þeim viðureignum, þó Tyrkir hafi
orðið fyrir meira tjóni. Stærsta
sjóorustan stóð í Dardanella-sundi
á sunnudaginn og biðu Tyrkir al-
gerðan ósigur, mistu fjóra dreka
og fimm smærri skip ; en Italir
mistu tvo tundursendla og eitt
beitiskip. Má segja, að þriðjungur-
inn af flota Tytkja hafi farist í
þessari orustu, því að samtals tel-
ur hann ein 24 smærri og stærri
skip. í ítalska flotanum eru aftur
á móti 180 skip. En það merki-
lega er, að sjólið Tyrkja telur
samtals 30,800 óbreytta liðsmenn
og yfirmenn, en sjólið Italíu einu
þúsundi færra, eða 29,941 talsins.
Á landi hafa Tyrkir meiri her,
en ver búinn og ver æfðan en ítal-
ir. Landher Tyrkja telur 725,000
manns og tvær milíónir varaliö ;
en landher Italíu telur 525,000 og
V/i, milíón varaliðs.
Strax og stríði hafði verið lýst
yfir, leituðu Tyrkir á náðir stór-
veldanna og báðu þau að skerast
í leikinn og þröngva Italiu til
friðar ; en sú málaleitun Tyrkja
fékk ljtlar undirtektir. Að sönnu
lýstu ensk og frönsk blöð óánægju
sinui yfir aðförum ítalíu, en það
var alt og sumt. þýzka stjórnin
virðist hins vegar vera ítölum
hlynt. — Rússara hafa lýst yfir,
að þeir blönduðu sér ekki í málin.
En frönsku og ensku stjórnirnar
hafa þagað.
þar sem alt bendir til, að Tyrk-
ir geti ekkert á móti Itölum á
sjónum, þá er spurningin : Hvað
gera þeir við landher sinn ? Sem
stendur hafa þeir dregið saman
her mikinn á landamærum Grikk-
lands og eins í Litlu-Asíu, hinu
megin við sundið. En meðfram
ströndunum eru ítölsk herskip á
sveimi. Tyrkjum verður illmögu-
legt, að heimsækja Italíu, en þar
á móti eru líkurnar, að Italir
heimsæki Tyrkland, sendi herlið á
skipum yfir Adria-hafið og lendi
því á vesturströnd T}rrklands.
Enn sem komið er taka Tyrkir
málunum með ró og hafa engan
hraða á. Virðist sem þeir búist
við, að stórveldin skerist í leikinn
og jafni sakirnar. Ráðaneytisskifti
hafa þó orðið, og heitir sá Kia-
mil Pasha, sem við stjórnartaum-
unum hefir tekið, en hermálaráð-
gjafinn er Mahond Shafket Paslia,
einu af foringjum Ung-Tyrkja. Hef-
ir hann ákallað alla áhangendur
Muhameds trúarinnar til að verja
trúna gegn ágangi hinna kristnu
ítala, og verði þeirri köllun hans
alment sint, verður stríð stór-
fengilegra en nú horfir ; því komi
ráðgjafinn ár sinni þannig fyrir
borð, að fá hina hálfviltu Araba,
er í Tripolis búa og í nágreuninu,
til að skoða stríðið sem trúar-
bragðastríð, v'erður grimmur að-
gangur, því það að berjast fyrir
trúna gerir áhangendur Muhameds
að óðum lýð, sem engu vægir.
; Helztir af herforingjum Tyrkja
eru Nazi Bey og Enver Bey, leið,
togar Ung-Tyrkja, og aðalmenn-
irnir í að steypa Abdul Hamed af
stó'li. Báðir eru menn þessir full-
hugar og góðir herforingjar. Sjó-
lier Tyrkja hefir mest á að skipa
! útlendum herforingjum. Aðalfor-
inginn Buckam aðmíráll er Can-
ada maður, en næstur honum að
metum er Bandaríkja maðurinn
Ledbetter aðmíráll.
í Herforingjarnir í sjóliði ítala,
sem mest hefir borið á til þessa,
er D’Abruzzi hertogi, er stýrði
flota ítala í Dardanella sundi, og
F. Grenet aðmiráll, er stjórnar
ílotanum við Tripolis strendur.
En sem sagt, stríðið er í fæðing-
unni, og ómögulegt væri engan-
yeginn að afdrei færi lengra og
friðsamleg endalok kæmu á málin.
það eina, sem Italir eru eftir, er
Tripolis og gefi Tyrkir það upp
fellur stríðið niður.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæí'a
þrjátíu þúsund verkamenn, er
unnið hafa á hinum svo nefndu
Ilarriman járnbrauta verksmiðjum
í Bandaríkjunum, gerðu verkfall
um síðustu helgi. þessir menn eru
dreifðir um 15 ríki. Svo er að sjá
af fréttum, að brautirnar haldi
uppi fullu starfi, og að nægur
mannafli sé viðbxiinn, að taka
strax stöður verkfallsmanna.
— Hertoginn af Connaught. hinn
nýi landsstjóri Canada, stígur á
land í Quebec föstudaginn 13. þ.
m., og samdægurs tekur hann
landsstjóraeiðinn í þinghúsi borg-
arinnar. Verður mikið um dýrðir í
Quebec daginn þann, og er þegar
hafinn undirbúningur undir við-
tökurnar. Frá Quebec heldur svo
hertoginn beint til Ottawa, þar
sem honum verður fagnað með
dunum og dynkjum. Fjölskylda
hans verður með honum. Verður
það i fyrsta sinn, sem konung-
bornir prinsar og prinsessur taka
sér bólfestu í Canada.
— Við endurtalning atkvæða í
St. John borg í New Brunswick
var Hon. Wm. Pugsley, ráðgjafi
opinberra verka í Laurier-stjórn*
inni, lýstur kjörinn með 60 atkv.
umfram ; áður var hann álitinu
fallinn. En þessi úrslit eru þó ekki
endileg, því mótkandídatinn liefir
heimtað atkvæðin talin enn á ný,
af dómara, vegna þess, að kosn-
ingastjóri Liberala hafi gert svo
mörg atkvæði ónýt, sem tilhej'rðu
sér, en ekkert, sem tilheyrði Tugs-
ley. Einnig telur hann að ólögum
og ofbeldi hafi verið beitt við
kosningarnar af hálfu Ilon. Pugs-
ley og hans manna. Getur því svo
farið enn. að Pugsley haldi ekki
sætinu.
— Síðustu fréttir úr herbúðum
Liberala segja, að Hon. W. L.
Mackenzie King, hinn fallni verka-
málaráðgjafi, eigi að taka við
leiðsögu flokksins, þegar Sir Wil-
FUNDARBOÐ
Almennur fundur verður haldinn f efri s;d
Goodtemp'ara-lnísins þann 19. oktðber næst-
komandi. A fundinum skilar nefndin sem
staðið liefir fyrir samskotunum til Jóns
íáigurðssonar minnisvarðans af sér og skýrir
fríi starfi sfnu. Einnig verða ráðstafanir
gerðar til að taka móti eftirmyndinni, sem
nefndin & íslandi liefir ákvarðað að gefa
Vestur-Islendingum.
Allmenningur er beðinn að sækja fund
þennan.
frid sé búinn að koma skipulagi á
hinar sundruðu leyfar flokksins. —
Hou. Mackenzie King er nú þing-
sætislaus og verður því einhver að
verða svo greiðvikinn, að leggja
niður þingmensku fyrir hann. En
þá kemur sú óvissan: Á hann þá
víst að verða kosinn ? Maðurinn
er fremur illa séður af verkamönn-
uin landsins og þykir þess utan
reikull í ráði. “Baby Laurier-
stjórnarinnar” var nafnið, sem
Mackenzie King gekk jafnan undir.
— Fimtíu þúsund manns héldu
hfysför mikla i heiðursskyni við
Mr. Borden, þegar hann kom til
Ottawa að kosningunum afstöðn-
um. Margir hornleikendaflokkar
xroru í þeim hópi, og 200 manns er
mælt að hafi dregið vagn nýja
forsætisráðherrans um borgina 2
mílur vegar. Svo segja austan-
blöð, að þá liafi verið stórfeldari
fagnaðarlæti en áður hafi þekst í
Canada.
— Mál var nýlega dæmt í Mon-
treal á hendur senator Cloran frá
Montreal. Senatorinn hafði beitt
áhrifum sínum til þess að láta
Laurier-stjórnina kaupa vörur af
frönsku félagi og þegið fyrir það
aS g.jöf frá umboðsmanni félags-
ins kjól Og greyju fyrir kerlingu
sína, að upphæð $213.00. Félagið
neitaði, að umboðsmaðurinn hefði
haft nokkurn rétt til að gefa
þessa hluti og heimtaði borgun að
íullu frá Laurier-senatornum, og
dómurinn gekk félaginu í viJ.
— Hon. R. L. Borden hefir átt
annríkt undanfarna daga, að
svara 1500 lukkuóska hraðskeyt-
uin og þúsundum lukkuóskabréfa,
sem honum hafa daglega borist
síðan kosningaúrslitin urðu kunn.
Ennfremur hefir hann orðið að
mæta og hafa samræður við mörg
hundruð manna, sem hafa heim-
sótt hann úr öllum hlutum ríkis-
ins. Auk þessa hefir hann orðið að
verja nokkrum tíma til undirbún-
ings ttndir mvnnun ráðaneytis
síns,
— Conse'rvative flokkurinn í
Chatham borg í Ontario hefir
höfðað mál móti Thomas Cooper,
Bandaríkjaþegni, búsettum í De-
troit, en sem kom til Canada til
þess að greiða Liberal atkvæði í
Chatham bæ. Fleiri slik mál eru í
vændum.
— íbúatala Toronto borgar er
nú $374,672. Skattskyldar 'eignir
135Já milíón dollars.
— Tveir drengir í Chatham bæ í
Ontario börðust út af ágreiningi
um pólitík. Annar var að cins 5
ára en hinn 9 ára. Sá eldri reidd-
ist svo, að hann stakk huíf í
þann yngri og skaðaði hann svo,
að tvísýnt er um líf hansl
— Stjórnarformaður Kínaveldis
hefir lagt niður völdin. þingið á
að koma þar saman 22. október.
Nýi stjórnarformaðurinn verður
Yuan Shi-Kai. Ilann er taliuu
mesti hæfileikamaður, sem nú er
völ á þar í landi í þá stöðu.
- — Flóðgarður mikill, eign papp-
írsgerðarfélagsins í Austin, í Penn-
sylvania ríkinu, og sem bygður
var í brekku V/í milu fyrir ofan
Austin bæ, sprakk á laugardaginn
var ; 500 milíón gallons af vatni
veltust með fossfallshraða niður á
bæinn og sópuðu lir vegi öllu, sem
fyrir varð. Múrgrjóts og Cements-
steypuhús skoluðust burtu. Mörg
hús eyðilögðust og er eignatjónið
metið alls um 6 milíónir dollars.
Sagt að nær 300 manns hafi látið
þar líf sitt. Nokkrar verksmiðjur
voru í bæ þessum og eyðilögðust
sumar þeirra. Talið víst, að bær-
inn verði ekki endurreistur, af þvi
hann er þarna illa settur og í sí-
feldri hættu af vatnsflóðum.
— Strathcona lávarður var í
Ottawa um síðustu helgi. Ilaun
heldur áfram High Commissioners
embættinu í Lundúnum fyrst um
sinn, að beiðni Hon. Bordens.
— Hroðafrétt hefir borist frá
borginni Frankfurt am Main á
þýzkalandi, af ódáðaverki, sem
verkamaður nokkur framdi þar í
brjálsemisæði. Kona lians hafði
þrátt fyrir forboð hans farið á
dansleik með friðli sínum. Maður-
inn hafði rejrnt að halda henni
lieima með valdi, en friðillinn
hafði ráðist á hann og lamið í rot
og farið, síðan með konuna. Mað-
urinn raknaði brátt við, kom
börnunum fimm í rúmið og beið
síðan komu konunnar. En hún
kom ekki. þegar áliðið var morg-
uns mun æði hafa gripið manninn,
því hann tók hníf mikinn og réð-
ist á börnin í rúmunum. Tvö elztu
börnin — 10 og 11 ára — komust
út á götu þrátt fyrir stór svöðu-
sár og kölluðu á hjálp ; en 3
yngri börnin hafði hiin óði maður
stungið í hjartastað og höfðu þau
dáið satnstundis. Að ódáðaverkun-
um loknum ílýði maðurinn út á
skóg og þar var hann handsamað-
ur skömmu síðar, og virðist liann
vera sem í leiðslu og óafvitandi
um ódáðaverkið, sem hann hafði
unniö. þegar langt vas liðið á
dag, kom konan heim.
—■" Sjóhetja Bandaríkjanna, Win-
field Scott Schlejr, undiraðmíráll,
varð bráðkvaddur i New York á
sunnudaginn var. það var Schley
sem var einn af aðalfiotaforingjum
Bandamanna í stríðinu við Spán-
verja og sem eyðilagði spænska
ílotann í orustunni við Santiago
3. júlí 1898. — það hafa fáir menn
verið þjóð sinni nýtari, en aðmír-
áll Schley var Bandaríkjunum.
— Konungsinnar í Portúgal hafa
hafið uppreist gegn lýðveldinu.
Leiðtogi konungssinna, Conciere
liðsforingi, braust inn fy'rir landa-
mærin á sunnudaginn með 4 þús-
undir hermanna og nægar byrgðir
af vopnum, og er sagt að konungs
sinnar hafi þegar norðurhluta
landsins á sínu valdi. Lýðveldis-
stjórnin er í óða önn að Átbúa her
gegn uppreistarliðinu. Sú ílugu-
fregn hefir borist, að Manuel, liinn
landræki konungur, sé á leið til
Portúgal og ætli að taka við yfir-
stjóru manna sinna.
— Kosningar til neðri deildar
málstof svenska þingsins eru uýaf-
staðnar, og varð stjórnin (hægri-
menr.) í algerum minnihluta gegn
bandaliðinu : vinstri og jafnaðar-
mönnum. Úrslitin urðu þau, að
hægr.menn fengu 61, vinstrimenn
87 o<; fafnaðarmenn 6 þingmeun.
Kn-4'it er ekki um garð gengin í
26 kjördæmum, en álitið er, að
þau muni ganga á móti stjórninni
Jafnaðarmenn hafa færst mjög í
aukana við þessar kosningar, tvö-
faldað þingmannafjölda sinn. —
þetta var í fyrsta sinn, sem al-
mennur kosningaréttur var þar í
landi, og var hluttakan mikil. —
Lindman-stjórnin hefir stuðst við
fleirtölu í efri málstofunni, en ver-
ið í minnihluta í neðri málstof-
unni, en þar sem andstæðingar
hennar þar hafa fjölgað, er al-
ment búist við, að hún beygi sig
fyrir þjóðarviljanum og leggi nið-
ur völdin.
— Stórrán var framið í borginni
Ilamilton, Ont., á föstudagsnótt-
ina. Var brotist inn á skrifstofu
Canadian Express Co. (Grand
Trunk) fjárhirzlan brotin upp og
$15,000 teknir þaðan. Hverjir rán
þetta frömdu, er óuppvíst cnnþá,
en það er álit yfirvaldanna, að ná-
kunnugir liafi verknaðinn framið,
og einn af skrifstofuþjónunum hef-
ir verið tekinn fastur, án þess þó,
að nokkuð hafi á haun sannast.
— Sir Wilfrid Laurier, sem
kosningu náði í tveimur kjördæm-
um, Austur-Quebec og Soulanges,
hefir áformað, að segja Quebec
kjördæminu lausu og láta Hon.
George P. Graham, fallna járn-
brautaráðgjafann, sækja þar. Sir
Wilfrid hefir verið þingmaður fyrir
Austur-Quebec frá því hann fyrst
kom á þing 1876, og ástæðan fyrir
því, að hann segir því þingsæti
lausu, er sú, að allar líkur eru til,
að Liberal nái þar kosningu ; en í
Soulanges kjördæminu er Graham
eða hverjum öðrum Liberala tal-
inn ósigur viss. þess vegna gefur
Sir Wilfrid upp kjördæmið, sem
hann hefir verið fulltrúi fyrir í 35
ár.
— Free Press segir að A. Cham-
paigne, sem nýlega var kosinn sem
Liberal þingmaður fyrir Battleford
klvrdæmið í Saskatchewan, muni
ætla sér að snxiast í lið með Con-
servative stjórninni. Herra Cham-
paigne segist hafa verið kosinn til
þess að vinna kjördæmi sínu gagn
og hann ætli sér að gera það, og
með því að einskis sé að cænta
frá andstæðingum stjórnarinnar,
þá ætli hann sér að fylgja Borden
að málum, — enda hafi svo marg-
ir Conservatívar; greitt sér at-
kvæði, að óvíst sé að hann hefði
náð kosningu án hjálpar þeirra.
— Átta smábörn brunnu tilbana
í Indíana á sunnudaginn var. þaö
kom eldur upp í húsinu, en foreldr
Royal Household Flour
Til Gefur
brauð og æfinlega
köku full-
gerðar. ^30 næging.
ZS8- EINA MYLLAN í WINNIPEG.-L.ÍTIÐ HEIMA-
IÐNAÐ SITJA fyrir VIÐSKIFTUM YÐAR.
arnir, strax og þau urðu eldsins
vör, tóku að reyna að slökkva
hann, en gleymdu börnunym eða
vanræktu að koma þeim undan.
j Ilið elzta barnanna var 13 ára.
' — Cromwell Dixon hefir flogið
yfir Kléttafjöllin. Hann er r.alinn
yngstur allra flugmanna og sá
fyrsti að komast yfir fjöllin.
| — Stórblaðið La Presse í Mou-
treal. sem jafnan hefir fylgt Lib-
eral flokknum, hefir mx snúið við
blaðinu og kveðst íylgja Borden-
stjórninni að málum.
— Stjórnin í Sviþjóð hefir nú
hafið baráttu gegn Mormóna trú-
boði þar í landi, og vísað á burt
þremur framandi trúboðum og
jbannað að halda mormónskar sam
komur. Stjórninni þykir Mormóna
kenningin hafa náð helzt til mikilli
útbreiðslu í landinu, og að áhrifin
séu skaðleg á hugi manna og sál-
arfrið. Sérstaklega hefir kvenþjóð-
in gleypt við fagnaðarboðskap
þessara mormónsku prédikara. En
nú vill stjórnin ekki líða það hér
eftir.
j — Ungur læknir í Chicago hefir
nýlega viðurkent að hafa ráðið
annari konu sinni bana. Ilann
hafði kvongast tveimur ungum
stúlkum sömu vikuna, í janúar sl.,
en var orðinn hræddur um, að alt
mundi komast upp. Svo hann
varð af með þá, sem honum þótti
minna vænt um. En alt komst upp
viku eftir morðið.
— Laurier-stjórnin sendi mokst-
ursvél niður til Gimli daginn fyrir
síðustu kosningar. Ilún átti að
sögn að moka þar upp höfnina og
j dýpka hana svo, að gufubátar
I gætu hættulaust lagst þar við
brvggjuna. En daginn eftir kosn-
j ingarnar var hún öll á burtu og
hefir síðan ekki sézt. — Sýnilega
hefir hún fremur verið ætluð til
þess, að moka upp Liberal at-
kvæðum þar á staðnum, og starfi
hennar því lokið að kosningunum
afstöðnum ; — en höfnin er jafn
' grunn eins og hún áður var.
j Mokstursvélin, sem var við Is-
lendingafijót um kosningarnar
1E08, hvarf jafn skyndilega þaðan
'daginn eftir kosningarnar þá, og
hefir síðan ekki sézt þar um slóð-
ir.
Jóns Sigurðssonar
minnisvarðinn.
í gær komu peningarnir, sem
fylgdu, og höfum vér tekið við
10,415 krónum frá yður.
Hjartfólgnar þakkir sendum vér
yður öllum, kæru landar og bræð-
ur vestan hafs, í nafni allrar hinn-
ar íslenzku þjóðar hér heima.
Af alhuga tökum vér undir hía
fögru og sönnu orð yðar í bréfinu.
Óskum vér með yður einskis heit-
ar en að minnismerki Jóns Sig-
urðssonar verði fremur öllu reist
í hjörtum vor íslendinga beggja
megin hafsins.
Forseta nefndarinnar vestra
sendum vér símskeyti 17. júní um
boð vort að gefa yður, löndum
vestra, sammynd af styttu Jóns
Sigurðssonar. Treystum vér því,
að boðinu verði tekið og höfum
þegar beðið um tvær steypur.
Væntum vér undirtekta yðar um
það, og ritum þá nánar um seud-
inguna. Geta skal þess, að stytt-
an sjálf er fullra 9 feta há * ) og
hér er ætlaður stalli undir af líkri
hæð.
Með hlýjustu bróðurkveðju.
Reykjavík, 30. júní 1911.
Tryggvi Gunnarsson
Björn Krístjánsson
H. Hafstein
Þórh. Bjarnarson.
* ) Nákvæmlega er hæðin 4 áln-1
ir 15 þumlungar í dönsku máli.
“Sök bííur sekan”.
Satt er og, að sökin býtur
sakamanninn undra fljótt,
ýmsar vofur augun lítur
eins um dag og svarta nótt.
Ei þó heyri utan líking eigin
gjörða hverfur ró ;
hygst því ræna æru aðra, — að
eins sína skerðir þó.
Jóhannes H. Húnfjörð.
Eftirfylgjandi bréf frá minnis-
varðanefndinni á íslandi til nefnd-
arinnar hér, hefir ekki getað birst
fyr í blöðunu vegna þess, að
nefndarmenn náðust eigi á fund
um all-langan tíma. Almenningur
er beðinn velvirðingar á því. Bréf-
ið er viðurkenning frá nefndinni
heima fyrir þátt-töku Vestur-ls-
lendinga í minnisvarðasamskotun-
um : —
i
“ Forseti minnisvarðanefndar Jóns
Sigurðssonar i Vesturlieimi,
þér aðrir nefndarmenn og all-
\ ir þér landar fyrir vestan
haf 1
j Ást yðar til ættlandsins gamla
og saméiginlegra söguminuiuga
j vorra hafið þér aldrei sýnt fegur
og betur en nú með hluttöku yð-
ar, jafn-almennri og höfðinglegri,
í því að reisa Jóni Sigurðssyni
minnisvarða á aldarafmæli hans.
Bréf nefndarinnar 30. f. m. barst
oss skömmu eftir aldarafmælið, og
VEGGLIM
/
I kaldar sumar og
heitar vetrarbygíí-
ingar, notið
og ‘Empire’ teg-
undir af vegorlími,
I 9 Í5Ö ’
Vér höfum ánægju af að
senda yður verðlista og
fræðslu bæklinga vorra.
Company, Ltd.
Winnipeg, Manitoba
J