Heimskringla


Heimskringla - 05.10.1911, Qupperneq 4

Heimskringla - 05.10.1911, Qupperneq 4
4. BLSí WINNIPEG, 5. 0KTÓBER19H HEIMSKRINGEA Hvað er mest að varast? Eftir 'Þórhall Bjurnarson biskup. Gott er það, hvaö margir haia lesiö greinar mínar um landsbii- skapar-horfurnar, og er þaö að þakka blöðunum, sem upp linía tekið. Nú veit ég það vel, að ein og ein blaðagrein er líkust steini, sem í vatn er varpað : Skvettur og bólur, og þegar lygnt er : lengri og skemmri gárar. Ekki annað. það er bara langt og þrautseigt starf að settu marki, síhöggvandi í sama farið, sem lætur eftir s:g minjar til frambúðar. En geti gár- arnir af steinkasti mínu enst í hug- um einhverra fram á kosningar- daginn í haust, er betur kastað en ókastað. Hingað kom fyrir einum 20 ár- um burgeis úr Bandafylkjum. Hann var eitthvaað lifrarsjúkur, fúll og fámáll. þorlákur kaupmað- ur Johnsen var að hafa ofan af fyrir honum og fór með hann upp á þing. Lengi var Ameríkukarlinn að virða fyrir sér þingmennina, stundi síðan þungan og mælti: “Only honest faces’’. (það skín út úr þeim fjllum ráðvendnin). “Eitt- hvað annað að sjá okkar ‘scound- rels’ (erkifanta) á löggjafarbekkj- unum vestra”. Ekki veit ég hvernig svona karli hefði litist á þingmannasvipina frá svölunum nú síðast verið. Flestir skikkanlegir, vænti ég. En yíst er um það, að breyttur bragur er á þingið komið þessi hin síðustu ár- in — til hins verra. þingspillingin hefir stórum magnast með þing- völdunum. 1 sjálfu fyrirmyndarlandi þuig- veldisins, á Englandi, eru völdin minst hjá þingmönnunum, heldur hjá stjórninni, eða réttara sagt, hjá einum manni, eða örfáum mönnum innan meirihluta fiokks- ins, sem þjóðin hefir þá í bili treyst bezt til að fara með völdin. Kosið beint upp á traustið til íor- ingjanna. Og ræður þá að mestu sú mynd, sem hjá þjóðinni liefir skapast af mannkostum þeirra. Einmitt í þessu er bezta bótin við þingveldisgöllunum. 1 Bandafylkj- unum má hver einstakur þingmaö- ur — ég tala nú ekki um öldung- ana — sín margfalt meira en á Englandi. Forsetinn þar er býsna óháður þingmönnum, sérkosinn af þjóöinni, en ráðaneyti forsetans er miklu háðara hverjum einstökum þingmanni en á Englandi. Og þá komast að kaup og sala, og þá opnast á víða gátt hin stjórn- lausa eyöslusemi. þingmenn kaupa sér kosningafylgi með gegndar- lausum bitlingum af almanna fé, og stjórnin, sem ekki er annað en framkvæmdarnefnd meiri hlutans, fær ekki rönd við reist. Alveg af- skaplegt dæmi þar frá eftirlauna- austrinum. það eru nú 50 ár sið- an þrælastríðið hófst í Bandafvlkj- unum, og enn eru eftirlaun ípp úr þeim og út frá þeim og aðrar slík- ar bætur að hækka t.Ii Læsi mað- uf- slík undur og ósköp ekki í úr- valstímariti (“The Outlook”) tryði maður því ekki. Eftirlaunin frá stríðinu — fyrir 50 árum — komin upp í 150 milíónir dollara. Mest alt líklega kosningamútur, eu í samspillingunni fær enginn við ráðið. Bandarikin e^u nógu auðug til að bera þetta, en hvað bæri íslaud lengi slíkan austur út í ioftið ?1 En stingi þá um leið hver hendinni í sinn eigin barm. Eyðslan er líka frá ásókn hinna mörgu einstakN inga, sem knýja á þingmennina, Sjái menn voðann og vilji af heilli alvöru sparnað, verður hverjum einum að lærast sjálfsafneitun iyr- ir sig og fyrir sína bygð. Allra ógeðslegust er sú hlið eyðslu-spillingarinnar, þegar þing-t menn fara að tefia með atkvæði fyrir eigin munn og maga. Og verði þeir tiltölulega uokkuð, margir slíkir innan þings. hvac sem er, þá er voðinn vís. Og ofmælt mun það nú eigi, að fjölgað hafi þeim á voru þingi hin síðustu árin, pólitísku brauðbítun-' um, sem beinlínis þurfa að krækja sér i bitling af almanna fé með fjárveitingu af þingi, eða eru, að því er sýnist, að þarflausu að gæða sér með því. Fylgir slíkt, því miður, óviðráðanlega nokkuð þingveldisfyrirkomulaginu í hverju landi sem er. Man ég t. d., að ég veitti því e.ftirtekt við nokkur kynni af dönsku þingmönnunum 1906 og 1907, hve margir þing- menn, ekki síst í stjórnarflokktium voru búnir að fá góð bein með sem enginni vinnu, enda þar á mik- ið að ganga í auðugu landi. Og í sama horfið hefir sótt hjá oss seinustu árin, þótt um mikið smærra sé að ræða. Nú ætti að vera mönnum ein- sætt, hver hætta stendur af því, að kjósa þá menn á þing, sem lik- legir eru til þess að vera í sliku fjárkrafsi fyrir sjálfa sig á þing- inu. þeir liggja einmitt flatir fvrir öllum hrossakaupum til enda- lausrar fjáreyðslu. Ganga, ef svo mætti segja, með snarvöl um snoppuna. Og þegar smá-spekúlöntum fjölg- ar innan þings, þá fara stór-spekú- lantarnir utan þings að koma ár sinni fyrir borð að krækja í al- mannafé með ýmiskonar samning- um. Og það er nú tiðast meiri blóðtakan. Kannist menn við og skilji voð- ann í sínum algleymingi af eyðslu- seminni og lánasúpunni, er að þessu sinni eingöngu eftir því að kjósa mennina, sem treystandi er til að bjarga við, hafa lund til þess og geta það kjara sinna vegna. það, sem mest af öllu er að var- ast, núna í fjárhagsvoðanum, er að kjósa á þing menn lítt sjálí- bjarga og lítt sjálfstæða, vinnu- litla menn fyrir sjálfa sig og afla- litla við framleiðslu brauðsins fyr- ir aðra, útbrotagjarna menn og brasklyndaða. Menn, en ekki málefni að þessu sinni I Ég skal til dálítilla röksemda rétt drepa á helztu málin, sem hampað er nú undir kosningarnar: Sambandsmálfð er dautt að sinni, hvað sem hver seg- ir. Að taka það upp nú, finst mer jafn ófystilega ómögulegt og að fara að éta af grautarfati, sem bú- ið er að hrækja í báðum megin frá við borðið. þingmannaefnuu- um skiftir í tvö horn um það, hvort þeir vilja heldur treysta eða veikja sambandið við Dani. En hitt skil ég ekki, að nokkur telji það þingmál nú næstu þingin, að taka upp frumvarpið fallna. Aðflutningsbannið — komst á með alþjóðaratkvæði. Er mér óhugsanlegt, að nokkur and- banningur láti sér í hug koma, að afnema það nema með alþjóðar- atkvæði. Er á því e i n u þmgi það mál að sækja til fullnaðar- úrskurðar. Alþingi vogar aldrei að afnema lögin á sitt eindæmi. En vansalaust er, að skjóta máliuu aftur til alþjóðar-atkvæðis, þar sem þá að sjálfsögðu konur jafnt sem karlar greiddu atkvæði. Enn það er kvenréttinda- m á 1 i ð. Heyrist það sem ástæða til þess, að fyrir hvern mun verði nú að samþykkja stjórnarskrár- frumvarpið, s’yo að eigi frestist sú réttarbót kvenna. En því máli er eigi telft í neina hættu, þó að bíði 1 eða 2 ár. Um það mál voru og eru allir sammála. Má með engu móti vegna þeirrar réttarbótar einnar hrapa að því að samþykkja meingallað frumvarp aö öðru leyti. það sýnist varla vera ástæða til þess, að flokksæsingin verði svo mikil við næstu kosningar. Og því er heldur til vonar, að kosmag- arnar takist bærilega. Gætið, fjárglögt þing er nú íyrir öllu. Og verklega hyggin stjórn, sem hefir beint aö ástríðu efnalega viðreisn þjóðarinnar og sparnað á almannafé, stjórn sem getur keypt og selt fyrir þjóðarbúið og séð við brellum og fjárdrætti. Og enn eitt orð að niðurlagi við lesarann : J>ú þarft að halda á umboðsmanni til að reka erindi þi€t og fara með fé þitt, og skiftir þig afarmiklu, hvernig með er far- ið. Og umboðsmaðurinn þinn fær takmarkalaus ráð yfir fé þínu, öfl- uðu og enda óöfluðu, getur sem næst selt þig með húð og hári — eftir að umboðið er einu sinni gef- ið. Heldur þú að þú reynir ekki að vanda valið i Og ert þú í nokkrum vafa um það, hvað þú telur fyrst og fremst til kosta hjá þeim manni? — Nýtt kirkjublað, 15. ág. Skýringar. Ritstjóri Hkr. í Heimskringlu nr. 40, dags. 6, júlí sl., var grein eftir hr. E H. Johnson í Spanish Fork um lát tveggja íslendinga í Utah, og ætla ég að biðja rúms í blaðinu fyrir snýringar við þá grein Ólafur Sigurðsson, sem brann í námabænum Winter Quartersl Car- bon County, Utah, aðfaranótt 15. júní sl., var fæddur og uppalinn að Kufhóli í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru þau hjón Sigurður Sigurðs- son og Sigríður Pétursdóttir, og bjuggu þau þar nær allan sinn bú- skap, það mun nær 27 árum síðan faðir ólafs andaðist, og brá þá ekkja hans búi á næsta ári. Ólafur sál. fluttist þá til Vestmannaeyja og réðist vinnumaður Jóhanns J. Johnson, gestgjafa í Frydendal, en síðasr vistaðist hann hjá verzlunar stjóra Jóh, B. Bjarnasyni, og þótti jafnan trúr og ötull vinnumaður til lands og sjávar. ólafur sál. var hraustmenni og kraftamaður mik- ill. Fyrir rúmum 20 árum fór hann til Vesturheims og settist að í ríkinu Utah. Árið 1891 kvæntist hann Jóhönnu Jónsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur, Sigríði að nafni. Hún útskrifaðist frá alþýðu- skóla í Spanish Fork. í jún) 1906 misti Ólafur konu sína, af hættulegum holskuröi, sem gerður var á henni ð sjúkra- húsi í Saít Lake City, Utah. Hún var jarðsett 19. sama mánaðar 1 grafreit í Spanish Fork. Jóhanna sál. var greind kona og bókhneigð og vinföst. IIúli var hálfsystir Magnúsar _i. BlÖndals. prests að Valanesi og Bjarna jóns- sonar frá Vogi og Helga Jónsson- ar náttúrufræðings í Kaupmauna- höfn. Hálfsystir átti hún á Is- landi, Elínu, er lengi bjó með föð- ur sínum. Einn albróðir Jóhönnu sál. er hér í Utah, Júlíus að nafni en skrifar sig Bjarnason, — tók afanafniö. ólafur sál. átti 3 bræður : Vig- fús, bónda á Austfjörðum, sagður góður hagyrðingur strax á unga aldri ; hann var trésmiður góður, en stundaði þó mest veiði á sjó. Sigurð, sem að mestu ólst upp á gestrisnis og sóma heimilinu Skúmsstöðum, hjá séra Sigurði Magnússyni og Ragnhildi Magnús- dóttur ; en fluttist síðan til Vest- mannaeyja, og hefir til þessa verið þar fyrirvinna hjá Sigríði Árna- dóttur, ekkju Jóhanns J. Johnsons í Frydendal. Pétur er þriðji bróð- irin ; hefir dvalið á Austfjörðum, námfús maður og prýðisvel fróð- ur, þótt ólærður sé. Fjórar systur átti ólafur sál. : Guðnýu, gifta Jóni Jónassyni í Spanish Fork ; Elínu, gifta Jóni Jónssyni, búsettum í ólafshúsum í Vestmannaej'jum ; Elín lézt fyrir nokkrum árum. Steinvör er þriðja systirin, ekkja Magnúsar Jónsson- ar, bónda í Oddakoti í Austur- I,andeyjum. Magnús druknaði með Jóni Brandssyni, að Hallgeirsey árið 1893, þegar mikli mannskað- inn varð í Austur-Landeyja lxreppi. Svo giftist hún aftur Jóni Jóns- syni, og býr nú i Vestmannaeyj- um. Fjórða systirin heitir Sigríð- ur, gift Guðmundi Guömundssyni, frá Seli í Landeyjum ; býr líka í Vestmannaeyjum. ólafur sál. átti hálfa bæjarlóð, með snotru múrsteinshúsi, í Sp. Fork. Hann var drengur góður og skemtinn í viðræðu, skorti aldrei fróðleiks umtalsefni. Hann var stál minnugur og vel að sér eftir því sem óskólagengnir menn ger- ast. Sérstaka stund lagði hann á íslenzkar bókmentir ; þekti vel Njálu og Víkingasögurnar og hafði miklar mætur á ljóðum Jónasar ITallgrimssonar, Steingríms o. fl. skálda ; og Njólu-kvæði Björns Gunnlaugssonar taldi hann guð- innblásin. — ólafur var tryggur vinur, Lítið get ég frætt lesendur um ætt þorvarðar Sigurðssonar, er hr. Johnson getur um í grein sinni. þorvarður sál. var bróður- sonur Brands Valtýssonar á Seli í Landeyjum ; svo að bræðurnir Sig- urður og Valtýr, synir Brands, og þorvarður hafa verið bræðrasynir. þorvarður sál. átti bróður, er Sveinn hét, og lengi var vinnu- maður í Hliðarendakoti í Fljóts- hlíð, hjá Ólafi Pálssyni, er þar bjó. Friður drottins hvíli yfir mold- um þeirra beggja. Vinur hinna látnu. Sendið Heimskringlu til vina yðar á Islandi. The Dominion Bank IJOKNI NOTRE L)AME AVENUE OG SÍIEKBHOOKE STKEET Höfuðstóll nppborgaður : $4,000,000.00 V arasjóður - - - $0,400,000 00 Vér éskmn eft.ir vii'skiftnn ve.zlmmr manna og ébyraunnst. ali gefa þeim fnllnænju. >9parisjóósdeiJd voi nr aíi stnei si.a sem uukKut boiiki hetir í borKnni. íbúendur þessa hlnta borKarihnnr óska að skifta við stofnun sein þeir vita að ei algerlei;a tiyt'fí- Nafu vort er full rygi;int{ óhlut- le.ka, Byijið spa.i miileKK lyrir sjilfa .yðar, komuyðarog bðrn. I’liiinc fiiirrv .'{ I »0 (ien. II. K'iðsmuður. VITUR MAÐUR er varkár með að diekka eingöngu hreint öl. þór getið jafna reitt yðnr á. Drewry s Redwood Lager það er léttur, freyðandd bjór, gerður einigöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hiann. E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEQ a Með þvt að hiðja wfinlega um ‘T.L. CHiAR,” þAertu vissaö fá ágætau vindil. ÍIIMON MADH) Wemtern t’igar Factory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg HVERSVEGNAJVIUA ALLIR MINNISVARÐA ÚR MÁLMI (WHITE BRONZE?) Vegtia þess þeir eru mikið fallegri. Euditst óumbreytan- legir öld eftir fild. Ert eru saint mun billegri en granlt eðii nmrmari, mðrg liundruð íir nð velja. Fáið upplýs’iu/ar og pantiO hjá J. F. L E I F 5 O N QUILL PLAIN, SASK, The Golden Rule Store liefir lög-verð ft vörnm sfnurn sem mun tryggja henni marga nýja vini og draga þá eldri nær henni. Veitið oss tækifæri til |>ess að gera yður að varanlegum viðskiftavin. VTér viljum fá verzlun yðar. Kn vér væntum þess ekki ef þér getið sætt betri kjörum annarstaðar. ÞAD BOhGAR HIG AD VERZLA VIÐ THE GOLDEN RULE STORE J. GOLDSTINE CAVALIER, NORTH DAKOTA Auglýsing í Heimskringlu borgar sig. Ættareinkennið 207 er um hliðið höfðu gengið þann dag ?t því það cr hann, sem situr þarna uppi”. “Ég er nærri viss um, að það var hann”, svar- aði drengurinn, “því þessi stóri maður hefir líka af- arstóra hnefa eins og þessi. Ég held það hafi vmið sami maðurinn og situr þarna uppi”. “þetta gengur út fyrir takmörk þess leyfilega", sagði dómarinn. “Jú, það var hann, sem situr þarna uppi ’, sagði drengurinn, “nú þekki ég líka málróm hans, og þeg- ar ég nú er búinn að skoða andlit hans, er ég víss um, að það var hann". Verjandi var nú ánægður, því hann áleit að ckki mætti reiða sig á vitnisburð þessa drengs, úr því hann áleit sig aö hafa séð dómarann áðurneíndan daK- Svo fór verjandi að reyna að hrekja og véfettgja vitnisburðina af öllum mætti, og hélt all-langa r»:ðu, en að henni lokinni settist hann niður og þurkaði svitann af enni sér, vel vitandi, hve gagnslaus, vörn sín var. Síðan byrjaði Sir Gilbert á yfirliti yfir ásakan- irnar, sem fram höfðu komið gegn Guy, og hínni gagnslausu vörn fyrir hann. Málrómur hans var veikur og skjálfandi. Satnt varaði hann kviðdómendurna alvarlega við því. að fella harðan dóm yfir þeim ákærða ; sagði að kær- urnar væru ekki annað en líkur, og {ægar um líf manns væri að ræða, yrði að fara varlega að því að dæma eftir líkum. Ef þeir vonuðu eftir réttlæti fvr- ir sjálfa sig, yrðu þeir að hugsa sig vel um áður en þeir segðu hann “sekan”. Allir, sem þekt höfðu hinn háróma og tilþrifa- mikla lögmann, voru alveg hissa yfir þessari r cðti hans, sem öll laut að því, að verja hinn ákærða, og þeir álitu, að þessi viðkvæmni hans stafaði af 208 Sögusafn Heimskringlu því, að læknarnir hefðu tilkynt honum, að endi lífs hans væri í nánd. Meðan kviðdómendwrnir gengu út úr salnum til herbergis síns, til að koma sér saman um álit sitt á máli hins ákærða, var grafarkyrð yfir öllum. þessir tólf mikilsvirtu menn voru meira en l.álfa klukkustund að smíða álit sitt, en hvers vegna þcir þurftu jafnlangan tima, gat enginn skilið. Loksins ! — það heyrðist ofurlítill skarkali við dyrnar — það hlutu að vera þeir. Kaldur skjálfti greip alla viðstadda. Nú tóku þeir í skráarhúninu á huröinni. Allir horföu hugfangnir á dyrnar. Jú, það voru þeir, nú komu þeir inn og gengu hægt og hátíðlega til sæta sinna. Sir Gilbert horfði rann- sakandi á bá með angistarsvip t; það var voðalega kveljandi þetta augnablik. Með nær því drepandi óróa beið hann eftir dómi þeirra yfir Guy — og sjálfum sér. LXIV. KAPÍTULI. D ó m u r i n n. í salnum voru að eins tveir mcnn, sem efuðust um, hvernig dómtirinn mundi hljóða ; það voru þeir Sir Gilbert og Guy, —1 hvorugur þeirra gat hugsað sér, aö dómnefndin mundi kalla saklausan mann sckatt. Allir aðrir voru vissir um, að Guy yrði álitinn sek- ur. Dauðakyrð var í salnum, þegar dómarinn spurði kviðdóminn : “Ilerrar mínir, álitið þið hinn á- kærða sekan eða ekki sekan”. ÆttareinkenniS 209 Elzti maður dómnefndarinnar svaraði : “Við álítum hann sekan um morð af ásettu ráði”. Aftur várð þögn í salnum. Guy Warring varð sem steini lostinn yfir þessum orðum. Á þessu augnabliki horfði Elma fast á dómar- ann, sem einnig horfði í atigtt hennar, án þess að líta undan. Svo reis dómarinn upp úr sæti sínti með luegð og sagði: “Eg get ekki tekið þetta álit yðar gilt. Ilerva Harris, viljið þér skrifa niður að álit mitt sé : Ekki sekur”. Sækjandi spratt upp úr sæti sínu og sagði : “Hvaða ástæðu hafið þér til, lávarður, að ónýta úr- skurð dómnefndarinnar ?” “Af því ég sit hér til að gæta sannleikans, og hann skal ráða í þesgu máli —, þessi maður er sak- laus. það var ég, sem deyddi Montague Nevitt". Algerð kyrð var í salnum, svo lieyrðist unglings- rödd kalla : “þetta var það, sem ég sagði, ég jtekti að það var maðurinn, sem sat þarna uppi”. Dómarinn sneri sér aö piltinum og sagði : “þú sagðir satt, drengur minn, það var ég, sem spitrði þig um veginn, og það var líka ég, sem deyddi hann. þégar ég frétti, hvert hann hafði gengið, tók cg aðra stefnu til að mæta honum, í því skyni, að krefjast reikningsskapar af honum fyrir hegðan haiis, cn aldrei kom mér til liugar, að leggja hönd á htun, og því síður að vilja hann dauðan. það var um heimili mitt, sem ég ætlaði að tala við hann, en hvað það var, fær enginn að vita. Orð hans \ oru svívirðileg bakmæli um konu, sem inér er kær, svo ég reiddist og tók annari hendi í háls hans og hrinti honum frá mér, án þess að ætla að meiða hann, en hann datt niður fyrir fætur mínar dauður, — dauður. Minnist þess, að læknarnir, sem akáru 210 Sögusafn Heimskringlu hann upp, sögðu hann hafa haft mjög veikt hjarta, svo að það er eins líklegt, að hann hafi dáið af hræðslu. En hvernig gat ég vitað þetta ? ó, það var voðalegt, að sjá hann dauðan við fætur mína. “Og svo gerði ég mig sekan um svívirðileg rangindi, sem ég bið Guy Warring fyrirgefningar á í allra áheyrn. Eg hafði drepið Nevitt, án bess að vilja það, en það sem ég svo gerði, var miklu vetra. Ég sá, að grunurinn féll á Guy, skrifaði honum því nafnlaust bréf og réði honum til að flýja úr laitdi, þar eð búið væri að skipa að taka hann fastan. Raunar gerði ég þetta vegna konu minnar og nótt- ur, en það bætir ekkert úr rangindunum. Guy breytti eins og flón, og ílúði strax úr landi, en síðan hefi ég aldrei verið ánægður eitt augnablik”. “0, voruð það þcr, sem senduð mér nafnlausa bréfið í Plymouth, siðari hluta þess dags?” sagði Guy. “Já, það var lg. Getið þér fyrirgefið mér?” “Sir Gilbert Gildersleeve, ég fyrirgef yður”, sagði Guy með hægð. Dómarinn leit í kring ttm sig eins og dratttni. “Ég er svo kaldur og máttlaus”, sagði hann. ‘ En hér hefi ég skjal, sem segir frá öllu. Takið þér við því Forbes Ewing, — þér vitið, hvað gera á fraitt- vegis. þetta verður batii minn, en ég verðskulda það —, ég verðskulda það”. “Ilvað á að gera við hinn ákærða?” sputði sækjandi. það var eins og dómarinn vaknaði af svefni. Hann stóð upp og sagði skýrt og greinilega : — “Hann er sýkn sakar. Ég er hér til að framkvæma réttlæti — réttlæti gegn sjálfum mér. Minn úr- skurður er, að hann sé ‘ekki se'kur’.” Síðan stteri hann sér að lögregluþjónunum og mælti : “Ég er fangi ykkar. Ég viðurkemti að hafa drepið Mon-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.