Heimskringla - 07.12.1911, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.12.1911, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. DES. 1911. 5. BLS. KÆRU SKIFTAVINIR! Til þess þér allir vitiö, hvaö ég er að gera við þessa vanalegu vöruprísa, þá \sil ég hér með til- fcynna yður öllum opinberlega, að írá 11. þessa mánaðar verða allar vörur í búð minni (nema mat- vara) seldar á 75 cents hvert doll- ars-virði, og sumar enn lægra, t. d. sumt af fatnaði 50c hvert doll- ars-virði. Öll matvara með 10 prósent afslætti, nema hveiti, kaffi og svkur. 30c kaffi seljum vér fyr- ír 25c og hveitimjöl nú og um ó- tiltekinn tíma $2.80 hundrað pund- in ; látið mig vita sem fyrst, hve mikið hveitimjöl þér þurfið, svo þér getið fengið það áður en það stígur í verði aftur. þessi sala stendur vfir fram að 1. janúar 1912. Ef til vill hafa vörur aldrei ver- ið seldar eins ódýrt hér og nú er gert, þegar að því er gáð, að af- slátturinn er á öllu, eins því bezta og nauðsynlegasta og hinu, sem menn síður þurfa með, Gleymið ekki því, að ég hafi að vanda stórt upplag af spánýjum skrautvarningi, hentugum fyrir Jóla og Nýársgjafir, og afsláttur- inn á þvi sá sami — 25 prósent. Ivg kaupi frosnar húðir á llc pd., egg 30c og smjör 25c. Til kaupenda “Fróða”. 'Ég gat þess nýlega í Ileims- kringlu, að ef til vill myndi að því reka, að F r ó ð i neyddist til að bretta upp buxurnar og bú- ast til að ösla um hina pólitisku vígvelli. þetta hafa sumir tekið svo sem klókindabragð af ritstjóra Fróða, til þess að fá ástæðu til þess, að hrinda skútunni út á hinn póli- tiska sjó, en losna við loforð þau, sem hann vann kaupendum sín- tim. En þessir menn hafa hvorki þekt málin, tté Magnús Skaptason. í þrjá mánuði er ég nú búinn að revna að fá leyfi hjá póst- stjórninni, að senda Fróða með j óstintim, setn önnur blöð, en alt til þessa ltefi ég ekki fengiö það. Ilann veröur að borga meira en þrítugfalt við blöð og mánaðar- rit, sem póstréttindi hafa, og þvi til sönnunar set ég hér seinasta syarið frá póststjórninni. Eg læt setja það á ensku orðrétt, svo menn geti ekki ætlað, að c‘g hafi sttúið við merkingtt orðanna. I B R E F I D. ElisThorwaldson MOUNTAIN, N O. TILBOÐ í I.OKUDIJM UM- SI.ÖGUM, árituð til undirritaðs og merkt "Ténders for Breakwat- er at Victoria Ilarbour, T.ake iWin- nipeg, Man.”, verða meðtekin til kl. 4 e.h. á föstudaginn 29. desem- ber 1911, ttm að bvggja bryggju við Victoria Beach, við Winnipeg- vatn, Man. Uppdrættir og starfs- tilgreining og tilboða eyðublöð, má sjá h já þessari deild og fást á skrifstofu W. Z. Earle, héraðsverk- fræðings, Winnibeg, Man. þ.eim, sem senda tilboð er hér með tilkynt, að tilboð verða ekki tekin til greina, nema þau sétt rit- ttð á prentuðum eyðttblöðum, og með eiginhandar ttndirritun og starfstilgreining og heimilisfangi ; sé tim félög að ræða, verðttr hver félapi. að rita nafn sitt, stöðu og heimilisfang. Hverju tilboði vcrður að fylgja viðttrkend (marked) ávisan á lög- legan banka, borganleg til The Ilonottrable the Minister of Bttblic Works, er jaíngildi 10 prósent af tilboðs-npphæðinni, og seni verður þeim tapaö, sem ekki tehst verkið á hendttr, ]>egar ltann er til þess kvaddur ; verði tilboðinu neitaði skal ávísanin endursendast fram- bjóðanda. Deildin skuldbindttr sig ekki tif þess, að þiggja lægsta eða nokk- nrt tilboð. Samkvæmt fyrirskipun, R. C. DESROCHERS, Secretary. Department of Public Works. Ottawa, December 4, 1911. Blöð fá enga borgun fvrir þessa aáglýsingtt, ef þatt birta haaa án skiptmar deildarinnar. ‘‘Post Offiee Department, Canada. Ottawa, 25th November 1911. Sir, — Rcferring to your communica- tion of 29th Attgust last, making application for statutory postal privileges for a montlily paper kalled "Frodi”, pubHshed at Win- niiieg, I beg to say that according to the I’ost Office Act, a news- paper or periodical claiming to be entitled to statutory postal privi- leges Jnust consist whollv or in great part of political or other news relating thereto, or to otlier current topics. As it appears from your letter addressed to the Postmaster of Winnipeg under date the 18th in- stant, that “Frodi” consists in great part of stories and of liter- ary matter, consideration of your application will have to be defer- red until such a time yovt are in a position to furnish the Depart- ment with a copy of the pttblica- tion compfying við the provisions of the statute. Your paper will be liable to postage at the rate of one cent per 2 ounces, or fraction of 2 ounces to each separate address. I am, Sir, Your obedient servant, A. W. Troop. Mr. M. J. Skaptason, 728 Simcoc St., Winnipeg, Man.” Eftir bréfi þessu, sem ég viður- kenni að er samkvæmt póstlögun- ttm, er það skilyrðið fyrir því, að blað eða tímarit fái niðursett póstflutningsgjald, að efni þess sé annaðhvort eingöngu eða að miklvt leyti pólitisk málefni eða fréttir. — það var reyndar talað um pólitisk málefni í Fróða, en ekki af þeirri réttu sort og ekki nóg af þeim að minsta kosti. Ef ég breytti stefnu blaðsins og léti það fjalla hérumbil eingöngu ttm pólitík, og ef ég færi út í kon- servativa eða liberal pólitík, þá efast ég ekki um, að Fróði fengi niðursett fargjald og græddí við það nær 300 dollara, — en þá sviki ég kattpendurna. þar sem ég sagði, að ég mundi ekki fara út í pólitík, þá var það mciningin, að ég ætlaði ekki að fara út í neitt pólitiskt rifrildi; ég vildi hvorki særa konservativa eða liberala. En til þess var bezt að eiga sem minst við konserva- tiv eða liberal flokksmál. Og al- deilis ekki gjöra blaðið að vígvelli til að slást á. Fróöi átti heldur að draga saman en sundra.' En það fer svo jafnan, að þegar menn vilja standa hlutlausir milli flokka tveggja andstæöra, þá fá tnenn hnútuköst og snoppitnga hjá báðum. Alt fyrir þetta tná en þá harðna til þess að Fróði fari út í fiokkíi-póltik þá, sem nú ríkir meðal landa. Menn hafa einnig haldið, að þetta tnyndi ráöa Fróða að fullu og hann bráölega velta út af, sem annar horgemlingur. En það er samt ekki séð. Fróði heldur áfram á meðan nokkurt cent er til. Ilann hlýtur aö tapa og ritstjóri hans tapar að líkindum því sem hann lagöi í hann, en ltann er þó ckki daitöur en þá, Kn sögurnar verða að minka og ritgerðir að koma í þeirra stað, og það eitts, þó að ég ekki vænti mér neinnar náðar, hvað póstinn snertir. Ég verð að biðja afsökun- ar á 4. eða deseliiber-heftinu ; það eru ofmiklar sögur í því, en ég ltafði það fvrir aiigum, að skýra kínversku málitt fyrir löndum og það var bezt gjört með sögu Kín- verja. Landar hafa litla þekkingtt af ltenni haft áður. Ilinar sögurn- ar varð ég að enda við. Loks vil ég geta þess, ttð það er heill hópur af ritum, sem ættu aö vera í sama troginu og Fróði, bæði á ensku og íslenzku. þatt gcta séð af þessu, að nú er öxin á lofti, og eins vist að til þeirra komi, þó að Fróði væri fyrstur leiddur fram á völlinn. Witinij eg, 2. des. 1911. M. J. SKAPTASON. Menningaríélagið. Fyrsti fundur á þessu hausti var haldinn í Únítara kirkjunni 9. nóv. Herra Jónas þorbergsson, er auglýstur hafði verið með fyrir- lestur á þessum fttndi, gat ekki verið viðstaddur. Varð vegna ó- fyrirsjáanlegra orsaka að flytja úr bænum. í hans stað var séra Guðmund- ur Árnason fettginn til að flytja erindi. Var það um ‘‘Nokkur at- riði úr sálarfræðintii”, sérlega glögt og fróðlegt. Talsverðar umræður ttrðtt út af siimum staðhæfingum í fvrirlestr- inum, einkum viðvíkjandi draum- titn, skj’nvillum, o. s. frv. Tóku þátt i þeim Skapti B. Brynjólfs- son, S. B. Benedietsson, Stcphan Thorson og séra Rögnv. Péturs- son. Fvrirlesaranum var greitt þakklætis atkvæöi. Anttar fundur var haldinn 23. nóv. Hr. þorsteinn BjörnssOn kand. theol. flutti þar fyrirlestur um ‘‘Vestur- og Austur-lslend- inga” Fyrirlesarinn lýsti þeim á- ltrifum, sem íslenzkir innflytjendur hefðu orðiö h’rir í hinu nýja heim- kj-nni sínu vestan hafs, eins og lionum komtt þau fvrir sjónir, og JOLA-FRÉTTIR fyrir KAUPENDUR Vér höfum : — BRÚÐURÚM BRÚÐUVAGNA RUGGUIIESTA BARNASLEÐA BARNASKIP BARNA RUGGUSTÓLA OG AÐRA STÓLA REYKINGABORÐ SKRIFBORÐ YIYNDIR MORRIS STÓI.A DAGSTOFU BORD V ER höfum miklar byrgðir í öllum deildum vorum, af hlutum hentugum til jóla pjafa. Nú er einmitt hinn létri tími að kaupa, áður en valið hef- ir verið úr. Allir hlutir keyptir núna, skulu fætðir þangað sem óskað er á þoilaksdag, 2d. þ. m., eða á hvaða öðrum tíma sem óskað fyrir þann ctag Borgunar skilmálur vonr eiga ekki sína líka. Vér höfum : — DAGSTOFU STÓLA BÓKASKÁPA KOMMÓÐUR SKAMMEL SESSUR VEGGTJÖLD BORÐDÚKA GÓLFDÚKA gólf-Abreiður IJNOLEUM GÓLF-SÓPA. Stóll þessi er úr ekta fjórskor- inni eik, vandaður að allri gerð. Fjaðrasæti, leðurfóðrað $18.50 Stóll þessi er úr beztu fjórskor- inni eik. Smíði vandað. Laus sessa, úr ekta spönsku leðri V e r ð ........... $17.50 Utanbæjar pöntunum sérstak- ur gaumur gefins. Vtr tryggjum viðskifta- vini vora gegn öllum áföllum á vorunum. J. A. BANFIELD flIN’N ÁREID \NLEGI HÚSGAGNASALI 492 MAIN STREET., WINNIPEG Vöruhús: 103 Princess St. og 656, 658, 660 Younjf St. Telephones Garry 1580, 1581, 1582, 3584, 1123 Vér útbúum l>riggja herbergi bústað fyrir $99.00 eða fjögur herbergi fyrir $175. gerði nokkra grein fyrir því, hvað- an þau stöfuðu. Einnig gerði hann all-ítarlegan samanburð á Austur- [ og Vestur-lslendingum, andlegum, siferðislegum og efnalegum hag þeirra. Ilin orðlagða amerikanska mammons-dýrkttn fanst honum hafa fest all-djúpar rætur hjá Vest- ur-tslendingum. — Ekki var laust við, að höfundurinn skopaðist nokkuð að sumum siðvenjum í hinum kirkjulega félagsskap Vest- ur-tslendinga, þó fyrirlesttirinn væri aðallega alvarlegs efnis. Fyrirlesturinn var skörulega fluttur og skemtilegur og var hlustaö á hann með athj’gli. Var fundurinn fjölmennttr og gerði góð- att róin að erindinu. þakklætis- ntkvæði greitt að lokum. Ilr. Skapti B. Brynjólfsson mót- mælti því atriði i fyrirlestrinum, að mammons-dýrkun væri meiri í Ameriktt enn annarstaðar ; hún væri líka á íslandi og væri út- lireidd um allan heim. Fvrirlesarinn liélt því fram, að lærdómi og metorðum væri meiri virðing sýnd á tslandi enn atiði. > Einnig tóku til máls séraGuðm. Árnason, YTalgeir Bergmattn og lleiri. Næsti Meniiiiigarfélagsfundtir verður væntanlega haldinn þantt 14. þ. m. Friðrik Sveinsson. íslandsvísur. Fijilbrrik.il, gráin t/run /. Sólargull ttm fell og fjöll, fögur nótt og heiður dagur, geislahrot við blómavöll, björt og öflttg straumaföll : svo er títt vor ættjörð öll unaðsblettur vonarfagur, sólargull um fell og fjöll, fögur nótt og heiður dagur. Fossahreim og ástar óm eins og harpa t sumarvindi, drattmsins mildi, málmsins hljóm, móðttr hlýleik, hriansins rótn á vor tunga, og á þann dóm ; allra vekur hún í lyndi fcssahreim og ástar óm eins og harpa í sumarvindi. því skal helgtið ást vor öll ættarjörð og feðratttngu. Vor skal hrevsti hasla völl harmi lands og verja öll sttnd og grttnd og sólarfjöll, sjá við böli slvsaþungu. Nú skal helgiuö ást vor öll ættarjörð og feðratungtt. lljarni Jónsson frá Vogi. (—Birkibeinar). KENNARA VANTAR æfðan, sem hefir 2. eða 3. stigs [ “professional certificate”, til að | kenna við Minerva skóla, nr. 1045, frá 1. janúar til 30. apríl 1912. Til- | boö, setn tiltaki mentastig, æfingu ! og kaup, sem óskað er eftir, send- i ist til ttndirritaðs fyrir 20. des- ember 1911. S. EINARSSON, Sec’y-Treas. Fjúskapar-tilbo^. “Til að lífga líf og önd, löSurs- glóða-tróða”, — óskar einn lagleg- : ur, ttngttr piltur, sem býr f fögru og skemtilegu bvgðarlagi — eftir ! að mega komast í vinsamleg bréfaviðskifti við góða og skemti- leva stúlku, af íslenzkttm ættum, setn væri á aldursskeiðinu frá 20— j 30 ára, og ekki fjarri að gerast : húsfrevia og eiginkona, ef svo um semdist. þær, sem sinna vilja þesstt til- boði, ntega skr-'fa á ensku. eða ís- lenzku — etiska “preferred” — og skttltt öll svoleið's bréfaviðskifti vertt “stnct'v rrivat”. — Antegjtt- legast væri, að mvnd fvlgdi nteð, sem borgast skul á sama hátt, og skilv'slega á sinttm rétta títna. Áritan : — W. J. DARLING, Care of Heimskringla. W’peg, Can. S y 1 v í a 59 Svo lteyrði ltann hljóð til ha‘gri handar aftur, — það var hettnar rómttr. Hann hljóp í áttina tneð skammbvssu í hendinni og rak sig á hest ; við hliöina á hestinum stóð Lav- oriek og var að fljúgast á við Sylvíu. Neville rauk þegar að manninum, og barði hann tvisvar með skammbyssu handfanginu. Lavorick slepti Sylvítt og vék sér að Neville, sem sá eitthvað glatnpa í myrkrinu og fann tim leið mikinn sárs- auka í öxlinni. A næsta augnabliki lá Lavorick flatur og hnífurinn þaut 50 fet í burtu. Neville var hemjulaus af reiöii tók báðum hönd- ttm ttm háls Lavoricks, og var nærr bttinn að ltengja hann, þegar hann fann hönd lagða á handlegg sinn. ‘Nei, nei, gerðu það ekki, Jack. Ilann er ekki þcss virði’. Neville slepti bófanum, svo hann gat staðið upp, skjálfandi af hræðslu. Neville hristi hann voðalega hart og sagði : “Ég má líklega til að drepa þig, Lavoríck”. ^ Sylvta skalf sem hrísla, rak ttpp lágt ltljóð og kom nær. Ncville benti henni að vera kyrri. það er voðalegt að sjá æðisgang mikilmenna, en það er líka stórkostlégt, og enginn getur lýst þeirri aðdáun og tilbeiðslu, sem fylti httga ungu stúlkunn- ar, þegar hún sá bróður sinn og verndara breyttan t hálfguð. ‘Ég verð líklega að drepa þig, I.avorick’, endttr- tók hann. I.avorick lyfti upp báðttm höndunum. ‘Gefðtt mér tíma til að skýra þér frá’ — sagði hann i hásum róm. ‘Eg skal gefa þér alla þá pen- i"?a, sem —’ Neville fleygði honum niður og sló hausnum á ltonutn við jörðina tvisvar eða þrisvar. 'Hundurinn þinn’, sagði hann við hvert högg, 60 Sögusafn Heimskringltt ‘þrællinn þínn, þú verðskuldar ekkí að lifa ttteðal skikkanlegra manna. þú vilt gefa mér — þarna —’ Ilann fleygði honum langt í burttt. ‘Stattu ttpp maður, og farðu bttrt. En — biddu við. Sylvía, þú getur farið heim, meðan ég tala við þenna pílt'. Ilún var efandi og stóð kvr fáein attgnablik, svo sneri hún sér viö og fór, en leit við og við til þcirra. ‘Nú’, sagði Neþille, ‘þú veizt að ]ui átt henni að þakka l f þitt ? ’ Yleð hræðslulega svipnum sínum viðttrkendi I.aY- orick jwtta. ‘En hlíistaðu nú á mína síðitstu aðvörttn. Fyrir klttkkan 6 í fvrratnáliö verðttr þú að vera farinn burt úr Lorne Ilc.pe. Sjái ég þig þar eftir þann tíma, ætla ég að skjóta þig. Bíddu’. Hesturinn var fyrir löngtt faritin og Lavorick ætlaði af stað. ‘Eg hélt þú ntyndir ekki eiga á hættu að koma hingað, en samt komstu. Ilver var tilgangur þinn, Lavorick■?’ F)’rst ltorfði maðurinn fast á hann, og leit svo niður. ‘Mennirnir í I.orne Hope vortt að eggja mig, svo ég réði af, að ná í þig og jafna á þér, og í því skyni réðist ég á stelpuna, en ég ætlaði ekki að gera henni neitt ilt’. Neville vissi ekki, að Lavorick hafði verið á gægjtim, þegar faðir Sylyíu var að deyja, og gat því ekki áttað sig á þvf, hvort hann mætti trúa þessum orðum hans, eða ekki. ‘Karðtt nú’, sagði Neville. Lavorick notaði strax leyfið og fór. Neville gekk þá heim að kofanum. :Svlvía stóð við dyrnar og beið hans. S y 1 v í a 61 ‘Er ltann farinn?’ spurði hún. ‘Já, E’rir fult og alt’, svaraði Neville. ‘Jack, þú átt ekki viö það, að —' ‘Nei, nei’, sagði hann hlæjandi, ‘enda þótt hantt verðskttldaði það, og hefði fengið stna borgttn. ef þú hefðir ekki skorist í leikinn Ég tneinti. aö hattn yfirgefur Lorn Ilope í fyrramálið, og við sjáttm Ítann aldrei afttir. Y7ertu nú ekki lengttr hrædd’. ‘Éig er ekki hrædd’, sagði hún ; ‘ég var það þnngað til að þú komst, ett þá vissi ég að mér; var óhætt’. Neville tók naumast eftir traustinu, sem rödd henmtr lýsti. ‘Hefirðtt nokkurn tttna séð T.avorick áður ett þú komst h’ngað Svlvía?’ sagði Neville tim leið og linnn fór úr treyju sinni. ‘Nei, Jack, nei. 0 —’ hún rak ttpp hljóð, hörf- aði aftur á bak og Itenti á handlegg hans. ‘Hvað er nti að ? Ó, já, hnnn særði mig dáltt- ið, þorparinn’. Og svo bætti hann við : ‘þaö er ekkert til að óskapast j’fir. Jtað er ekki hættulegt. Eg finn tn-an sársauka ttúna’. 'Ó, Jack, Jack’, stundi hún. Hún sótti strax vatn í þvottaskál, og ltand- klæði, og fór svo að þvo sárið, sem var lítiö annað en rispa. ‘Flýttu þér nú, svo þú vcröir búin áður en Meth kemur, því annars verður hún að gala yfir þessu heilan sólarhring’, sagði Neville. Sylvía sagði ckkert, og af því enginn spegill ltékk á móti þeim, gat Neville ekki séð tárin, sem féllu úr atigutn hennar ofan í vatnið. ‘Nú er það gott, þakka þér fyrir Sylvta. þú gætir orðið ágæt hjúkrunarkona. þarna kemur Meth. Fáðu mér treyjuna mina og gólfteppið. 62 S ö g u s a f n 11 e i m s k r i n g 1 u J*)g ætla að sofa liértta fyrir innan dyrnar, þó ekki búist ég viö, að I/avorick konti aftur. þú ert þrevtt, farðtt nú aö sofa, þú mátt vera óltrædd. Góöa nótt’. ‘Góða nótt, Jack’, sagði hún. Nokkrtt síðar lædd st hún út úr herbergi símt og gekk þan-ra'S, sem Tack lá ; hún krattp niðttr, straitk háriö frá enni hans og hvíslaði nafn hans ttm leið. Tack hreyfði sig ögn, og á sítnta attgnabliki flúði hún t;l lterbergis síns. Fvrir morgunverðartíma gekk Nevtllc ofan t þorpið. Enda þótt þetta væri árla dags, var brennivínsbúðin hans McGregors full af mönunin. — þegar Neville kom inn, þagnaði samtalið. ‘Góðan morgun’, sagði Ne\ ille. 'Ilefir tvikkiir af ykkttr séð Lavorick ?’ Spttrningunni var svarað með blótsyrðuin. ‘þú vilt finna Lavorick ?’ sagði I.ocket. ‘Já, helzt vil ég það’. ‘Góði tnaötir. þú ert ekki eintt utti það að vilja finna hann, en hann strauk héðan í gærk' öldi og stal tveimnr beztu hestumim <tkkar’. ‘Ilantt er þá farinn’, sagði Neáille. ‘En tnáske þið viljiö nú segja mér, hver af vkkur settdi ltann til mín ?’ Allir urðtt hissa og Locket leit í kringum sig. ‘Kom hann til þtn í gær ? Eg hélt hann mvndi ekk þora það. Enginn af okkttr hefir sent hann. Segi ég ekki satt, piltar?’ Allir neituðu að hafa sent hann. ‘þú hefir ætlað að breyta Lorn Ilope t dálítinn kirkjugarð’, sagði I.ocket. Neville brosei. ‘Eg dáist að djörfum mönnutn, og áska þig ekbert fyrir það’, sagöi Locket. ‘En hinkraðu nú við litla stund ; við sendum tvo menn á eftir honum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.