Heimskringla - 21.12.1911, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.12.1911, Blaðsíða 1
XXVI. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 21. DESEMBER 1911. Nr. 12. KÍNA STYRJÖLDIN. Lýðveldi myndað í Kína. Eftir aS hafa setiS á rökstólum íulla viku ojr rætt um friS, án þess til nokkurs árangurs leiddi, sleit friðarnefndin fundum sínum, og héldu íulltrúar beggja málsaðila heim til sín. Alt samkomulag (strandaði á því, hvað sá skyldi heita, er yrði yfirmaður Kínaveld- is ; vildu uppreistarmenn, að hann yrði kallaður forseti og ICina yrði lýðveldi, en hinir vildu, að hann væri kallaöur keisari eins og nú, og- Kína hefði þingbundna keisara- stjórn í stað einveldisins. Fulltrú- ar uppreistarliða lögðu svo mikið kapp á, að Kína yrði lýðveldi, að þeir voru viljugir, að gera æðsta mann keisarastjórnarinnar að for- seta. En er þetta þóf hafði staðið í átta daga, var álitið þýðingar- laust, að halda þessum friðar- fundi lengur áfram. Uppreistar- fulltrúarnir lýstu því hátíðlega yf- ir, að úr því fulltrúar keisara- stjórnarinnar hefðu ekki viljað fall- ast á lýðveldis fyrirkomulagið friðsamlega, yrðu þeir neyddir til þess síðar, því þau fylkin — tíu talsins — sem væru í höndum upp- reistarmanna, hefðu ákveðið, að auglýsa sig lýðveldi. — þannig sleit friðarfundinum. Á mánudaginn var komu svo fulltrúar frá uppreistarfylkjunum saman í borginni Nattking, og var þá lýðveldi hátíðlega stofnsett. Forseti þess var kosinn Dr. Sun Yat Zen, einn af hámentuðustu núlifandi Kínverjum, og aðal for- göngumaður uppreistarinnar. Hinn nýi forseti mvndaði strax stjórn- arráð, og valdi hann í það unga framfaramenn einvörðungu : Her- máJaráðgjafi varð Wong Hing hershöfðingi ; innanríkisráðgjafi Tong Fan I.ing, fvrrum fylkisstjóri i Hupeh fvlkinu ; nvlenduráðgjafi Fung Chi Yan, ritstjóri kínversks blaðs i San Francisco, og utanrík- isráðgjafi Dr. \Vu Ting Fang. Að setursstaður stjórnarinnar verðttr Nanking. Nokkrar orustur hafa orðið í kringum Hankow. Er borgin á valdi keisaramanna og hafa upp- reistarmenn gert hverja atrennu eftir aðra, að ná henni á sitt vald, en mishepnast. óáran er mikil í mið Kína og hungursneyð fyrirsjáanleg. Hafa vatnavextir verið miklir og ár flóð yfir bakka sítta og sópað á burtu býlum manna og matar- forða og evðilagt jarðargróður á mörgum stöðum. Eru margar þús- undir matina bjargarlausar með öllu, og eru horfurttar afar ískj-ggi legar, ef eklci kemur hjálp ein- hversstaðar frá. Fylki þessi, sem þannig er ástatt fyrir, eru öll á valdi uppreistarmanna, og eru því líkur til, verði ekki stvrjöldinni lokið innan skamms, að þá verði það hungursneyðin, sem knýi ttpp- reistarmenn til að biðjast friðar. t kefyarahernum eru upplilaup tið og morð á yfirmönnum. Síð- ustu fregnir segja, að einn mikil- hæfasti liershöfðingi keisarahers- ins, Tttan Fang, hafi mvrtur verið af liðsmönnum sínum, i borginni Tse Chow, sem hann hafði fyrir nokkrum vikum unnið af uppreist- armönnum. Tuan Fang hafði verið varakonungur um eitt skeið og formaður Hhtkwang járnbrautar- félagsins. Hattn var bjargvættur kristinna trúboða og í miklu áliti hjá Evrópu mönnum. Til Banda- ríkjanna kom hann 1906, sendur af Kínastjórn til að kynnast iðnaðar og mentamálum Bandatnanna. Japanar og Bretar hafa tekið að sér, að koma friði á í Kína, segja fregnir frá London. FRA STRIÐINU. Fréttir eru þaðan fáar sem áður. Engar orusttir og fáar smáskærur. Tvrkir hafa hætt umsátrinu um Tripolis borg, og hafa hersveitir þeirra haJdið til Derna. Italir virðast hafa töglin og hagldirnar í Tripolis, — og mun ekki íriðar langt að bíða. Fregnsafn. M trkverðu.sr.u viðf>urftir hvaðanæfa Kvenfrelsishreyfingin á Bretlandi fékk slæman skell fyrir nokkrum dögum, þegar Asquith stjórnar- formaður lýsti sig algerlega and- vigan því, að kvenfólk fengi kjör- gengi og kosningarrétt. Andstæð- ingar kvenfrelsismálsins urðu ótta- slegnir, þegar Lloyd George lýsti því vfir fyrir tveim vikum síðan, að hann væri þvi hlyntur, að kon- urnar fengju jafnrétti við karl- mennina, og ekki myndi líða á löngu áður en frjálslyndi flokkur- inn tæki það mál á sína stefnu- skrá. Ummæli þessi féllu kven- frelsisandstæðingum illa í geð, og •var það afráðið, að senda nefnd manna á fund Asquiths til að biðja hann um, að veita kvenfólkinu engin aukin réttindi. Formaður nefndar þessarar var Curzon lá- varður. Eftir að Asquith hafði hlustað á það, sem nefndin hafði að segja, lýsti hann því yfir, að hann væri á sömu skoðun og hún (nefndin), og sagði, að kvenfrelsis- málið væri ótímabært, og því meir, sem hann hugsaði um málið og baráttu fylgjenda þess, því á- kveðnari væri hann gegn því, að kvenfólkið fengi kosningarrétt og kjörgengi til þingsins brezka; kven- þjóðin væri engan veginn þeim vanda vaxnar, sem þeim réttind- um fylgdi. — þessari yfirlýsingu Asquiths hefir verið tekið vel af ilestum stærri blöðum Bretlands, og andstæðingar kvetifrelsismáls- ins eru í sjöunda himni af ánægju, en illur kur er í herbúðum kven- frelsisfylgjenda. — En þrátt fyrir þetta eru samt miklar líkur til, að kvenréttindafrumvarp verði lagt fyrir þingið, og jafnvel að það komist í gegnum neðri málstofuna, eu í þeirri efri er því dauðinn vís, komist það nokkurntíma svo langt. Meirihluti Asquiths stjórn- arinnar er andvigur kvenréttinda- málinu, en minnihlutinn, Lloyd George, Winston Churchhill og Wm. Harcourt, eru því fylgjandi, og getur það valdið slæmri sundr- ung í ráðaneytinu. — Ve'rkamanna ílokkurinn í þinginu er eindregið málinu fylgjandi, en aftur eru í- haldsmenn sem einn maður öllum auknum kvenréttindum andvígir. — Almenn vínbanns atkvæða- greiðsla fór nýskeö fram í Nýja Sjálandi í Ástralíu, og lauk svo, að andbanningar urðu yfirsterkari setn áður, þrátt fyrir það þó fleir- tala atkvæða væri með vínbanni, — en tvo þriðju hluta þurfti til að lá lögin samþvkt. Atkvæði féllti þannig : með vínsölubanni 255,864, en móti 202,608. Bannmenn eru vongóðir að vinna viö næstu kosn- ino-ar. — Danska þingið hefir samþykt, að mvnda sendiherra ttmdæmi fyr- ir Austurlönd, Kína, Japan og önnur Asíu ríki. Á sendiherrann að hafa aðalaösetur í I’eking, höf- itðborg Kínaveldis. Heitir sá Herj- ólfttr Zhale, sem sendiherra em- bætti þetta hefir hlotið, og er haiin frændi fyrrttm forsætisráð- herra C. Th. Zhale, foringi gjör- breytingamanna í þinginu. — 1 fyrsta sinni í sögu Banda- ríkjanna og líklcga alls heimsins— var maður hengdttr af lögskipuð- um' yfirvöldum í opinberu leikhúsi á l'östudaginn var. Skeði þetta í borginni Jackson í Georgia ríkinu. Sá, sem tekinn var af lífi, var svertingjaprestur, William Tttrner. Hafði hann verið dæmdur til af- töku fyrir þátt-töku í morði á hvítum ríkismanni. Lögreglustjór- iuit hafði beig af því, að skríllinn myndi taka svertingjann úr greip- ttm manna sinna, ef aftakan færi frtun á venjulegan hátt i fangelsis- garðinttm. Fann hann því upp á því snjallræði, að nota leikhús bæj- arins sem aftökustað. Sendi hann út aðgöngumiða til ættingja og vina hins dauðadæmda og nokk- ttrra annara bæjarbúa, er hann vildi að væru viðstaddir. Yoru frambekkir leikhússins skipaðir á- horfendum, en á sjálíu leiksviðinu var gálginn reistur, og þar varð presturinn að láta lífið fyrir glæp sinn. — Bandaríkjablöðum hefir orðið mjög tiðrætt um þessa leik- húss-hengingu, og telja hana Jack- json bæ tii lítillar sæmdar, þótt j frumleg sé. Daginn eftir aftökuna Kom barna hátíb 1ROM barna hátíð björt ogf g"löð ogf birtu upp andans myrkurél, ogf kom þú þar með kærleik þinn, sem ktildans ríkir váleg- hel. Ogf þar sem örbirð ægir von °g engin finnast skýlin hlý þá sendu jólasveininn þinn með sending þangað lófann í. Vor barna hátíð blessuð kom, en birtu í þeim húsum mest, sem bölið hefir signet sitt á svarta lakkið dauðans fest. Um jólin er svo sárt að sjá á sætið autt við heimaborð ; þá er svo margt, sem minnir þungt á myndir kærar — vinarorð. Þótt ei ég njóti ylsins þess, sem æskan fyrrum jólum gaf, og horfi dimri augum á, en áður, þeirra ljósahaf, þá er mér kær hver ímynd þess, sem ungur, frjáls og liress ég naut, og ég sé enn hinn unga guð í ástmynd barns við móðurskaut. Og ég sé engla hersing hér í hópi barna er gleðja sig og hósíanna syngja sætt — þau syngja inn jólin fyrir mig ; því þótt ég sjálfur syngi fátt, ég samt í anda fylgfyt með. Mér sérhvert bros og Sérhvert ljós um svartnótt vetrar mýkir geð. Ég get ei aftur orðið barn, og óska hvorki þess né bið. Hver aldur lífs á sérmál sín og siðum tíðmörk bylta við. En geti ég aðeins glatt eitt barn mér gleði þess í brjósti skín. Þá speglast helg í hjarta mér vor hátíð barna —jólin mín ! Þ. Þ. Þ. var leikur sýndur í þessu sama leikhúsi, c>£ var húsfyllir. — Indlandsför George konungs hafði það í för með sér, að skift var um liöfuðborg í hinu ind- verska ríki. Calcutta, sem undan- farið hefir verið höfuðborgin, miss- ir nú þann heiður, og Delhi, þar sem krýningin íramfór, verður höf- uðborgin og aðsetur stjórnarinnar eftirleiðis. — Nobels-verðlaunin hafa að þessu sinni fengið : Skáldaverð- launin belgiska skáldið Maurice Maeterlinck ; efnafræðisverðlaunin Madame Curie (franska vísinda- konan fræga, er uppgötvaði 'radi- um’, ásamt manni sínum, fyrir fá- um árum, og fengu þau hjón þá Nobels-verðlaunin í eðlisfræði) ; heknisfræðisverðlaunin hlaut sænsk ur prófessor við Uppsala háskól-, ann, Ilallvarður Gullströnd ; eðlis- fræðisverðlaunin prófessor Wil- helm Wuerzburg í Vínarborg ; frið- arverðlaunin veitti stórþing Norð- inanna, og var þeim skift á milli tveggja manna, hollenzks þing- manns og ungversks ritstjóra. — Ilver verðlaun nema $40,000. — þ>rætumá-lin milli Persa og . Rússa eru ennþá óútkljáð og situr I Shuster enn í embætti sínu, þrátt i fvrir hótanir Rússa. Rússnesku I hersveitirnar, sem héldu inn í Pers- | I íu fyrir nokkru síðan, halda kyrru (fyrir, en ómannúðlega hefir þeim farist, þar sem þær hafa sest að : rekið persneskar fjölskyldur úr húsum sínum og tekiö sér þar að- setur. 1 einu þorpi var önnur hver fjölskylda rekin út á gaddinn alls- laus með öllu, en Rússar settust að í húsunum og tóku þann mat- arforða, er til var. þetta tiltæki Rússa hefir’ mælst mjög illa fyrir j víðast hvar. — Persar lialda á- fram, að leita hjálpar fræmandi þjóða, en allar daufheyrast við bænum þeirra, nema Tyrkir. Hafa þeir brugðið drengilega við og heit- ið Persum allri þeirri liðveislu, sem í þéirra valdi stæði að veita. Eru nú þeggr 4000 tyrkneskir her- menn komnir inn í Persíu til liðs við heimaherinn, ef til ófriðar skyldi draga við Rússa. Hugir Persa eru eitraðir gegn Bretum, þykir sem þeir hafi brugðist sér illilega, því á hjálp þeirra hafi þeir jafnan rcitt sig, en nú séu þeir Rússum fylgjandi og telji alt gott og blessað, sem þeir geri. Útlit er fyrir, að einhverri niðurstöðu verði náð áður en margir dagar líða. — Síðustu fréttir segja, að afdankaði keisarinn, Muhamed Ali, hafi enn á ný brotist inn fyrir landamæri Persaríkis með her mik- inn, og sé meining hans að halda rakleitt til Teheran og verða keis- ari að nýju. Er alment álitið, að Rússar séu driffjöðrin í þessu fyr- irtæki Muhamed Ali, og sé þeim (Rússum) kærast að sjá hann í hásætinu, næst því að gera Persíu að rússneskri hjálendu. — Canadian Northern járnbraut- arfélagið ætlar að taka 80 milíón dollara lán til þess að fullgera þverlandsbraut sína, frá Atlants- Iiafi til Kyrrahafs. Forseti félags- ins, Sir William McKenzie, lagði af atað til Evrópu á mánudaginn í þeim erindðgerðum, að semja um lánið við bankafélag í París, sem boðið hafði að lána hina umgetnu upphæð. — John Bigelow, frægur amerík- anskur rithöfundur og stjórnmála- maður, andaðist í New York á þriðjudaginn, að heimili sinu þar í borginni. Hann var fæddur 25.nóv. 1817, og varð því 94. ára. Hann OGILYIE’S Royal Household Flour Mjölið, sem allar hús- freyjur ættu að nota, til tryggingar góðri bökun. Sannfærist með því að panta þessa tegund. ASK YOUR QROCER FOR IT ALWAYS varð lögmaður 1839 og gaf sig þá brátt að stjórnmálum ; hann var sendiherra Bandarikjanna um mörg ár á Frakklandi. Hann var einnig lengi ritstjóri blaðsins New York Evening Post. — Bólupestin gengur á Indlandi, og hefir slegið ótta miklum á Eng- lendinga, því fjöldi þeirra dvelja þar. Einn enskur liðsforingi, Les- lie Cheape, lézt úr sýkinni að Del- hi daginn eftir krýningarhátíðina. Eru Bretar óttaslegnir mjög, því hann var einn í föruneyti konungs; halda að fleiri, jafnvel konungur slálfur, sé í hættu vegna bólunnar. Canadiskur prestur, Dr. Efmore Harris, frá Toronto, sem við- staddur var krýningarathöfnina í Delhi, dó ixr bólunni á mánudag- ínn var. li'msir aðrir framandi þjóða menn hafa sýkst úr bólunni. — Hroðalegt járnbrautarslys varð á mánudagskveldið skamt frá bænum Odessa, Minn. Rákust tvær vagnlestir saman og brotn- uðu mikið. Tólf manns biðu bana og fjörutíu særðust, sumir hættu- lega. 1 hópi hinna særðu voru margir Canada menn. — Sir Charles Tupper, fyrrum forsætisráðherra Canada, er hættu- lega veikur að heimili sínu á Eng- landi. Telja læknar honum litla von lifs, enda er maðurinn fjör- gamall. Devi hann á Canada á bak að sjá einu sínu mesta mikil- menni og stjórnmálaskörungi. — Viðskiftasamningar milli Bandaríkja og Rússlands, sem ver- ið haia í gildi síðan 1832, eiga nú að nemast úr gildi. Hefir Taft for- seti látiði senniherra Bandaríkjanna í St. Pétursborg tilkynna hinum rússneska utanríkisráðherra, að samningarnir skuli upphafðir 1. janúar 1913. Samskonar boðskap- ur var lagður fyrir efri málstofu Washington þingsins. — Fullyrt er á Bretlandi, að prins Arthur af Connaught, sonur C.anada landsstjórans, \erði næsti varakonungur Tndlands. Frá Wild Oak. Arthur og Fort William og seldu þær þar. Verðið var sem næst :i Ilörfræ $1.90 bush., hveiti 99c, bvgg 59c og hafrar lítið yfir 50c hvert bushel. þetta er það, sem bændur fengu, að frádregnu flutn- mgssrjaldi og sölulaunum. Arður- inn af ekru hverri hefir því á þessu ári orðið sem næst eitt hundrað krónur í peningum í vasa bóndans, — þannig : Hörfræ $30, hveiti $25, bygg $24 og hafrar $22.50. Sumir íslenzku bændurnir í Wild Oak bygö höfðu á þessu hausti um 300 ekrur undir ræktun, og hafa því þeir náungar nælt í 30 þúsund krónur í skildingum fyrir þessa árs uppskeru. Mikil eítirspurn er orðin eftir i löndum í Big Point bygð, sem ekki er heldur að undra, þar sem upp- ' skera hefir enn aldrei brugðist á I nokkru liðnu ári þar, og með þeim hlvnnindum einnig, að fiski- veiði er þar handhæg og mikil, og arðsöm í langflestum árum. Og sömuleiðie er ágætt gripaland í allri bygðinni. óyrkt land þar vestra kostar frá 20—35 dollara ckran. ÚR BRfyFI £rá Minetonas, Man., 11. des. 1911 : — “Ef ég færi að rita fréttir héðan, þá yrði það mjög svipað því, sem fréttist úr ýmsum öðrum bygðarlögum á þessu hausti, — óhentug tið og ill I nýting kornávaxta. það fraus hér upp í lok októbermánaðar. Ekk- ert plægt. Sífeldar bleytur fram að þeim tíma. Snjór féll hér fyrstu dagana af nóvember, og það æði mikill ; þar af leiöandi hefir þresk- ing gengið skrykkjótt hér um- hyerfis. Samt eru hér 4 vélar að þreskja ennþá og hafa víst nóg að gera fram yfir jól". Ilerra Jón ]>órðarson frá Wild 1 Oak var hér í borg í sl. viku, og sagði uppskeru ágæta í sinni bygð | á sl. hausti og litlar skemdir af frosti. Ilann hefir haldið úti þreskivél, sem liann kevpti á sl. | sumri, bvrjaði að vinna með henni ( 6. september og hætti 8. þ. m., — j liafði þá þreskt fyrir 28 bændur, i alls 35 þús. bushels af korntegund- j um. Tveir íslenzkir bændur höfðu I hver um sig yfir 100 ekrur undir j hörfræi, auk annara korntegunda. | Hörfræið gaf frá 14—20 bush. upp- skeru af ekrunni ; hveiti 25—30 bushel; hafrar 30—60 bushel, og bygg frá 35—50 bushel af ekru. — Allir Íslendingar í Wild Oak og Marshland bygðum fengu upp- skeru sína þreskta ; en nokkrir enskir bændur eiga nokkuð ó þreskt ennþá, af því að vélar þeirra biluðu, vegna frosta í nóv. sl., sem gerði vegi óslétta yfirferð- ar, svo að vélarnar hristust að nokkru leyti í sundur. Rigningar í sl. október töfðu mjög fyrir þresk- j ingu. — Bændur allir þar vestra , sendu korntegundir s:nar til Port VEG( GLIM Paíont liaidwall vegglím (Empire tegundin) gert úr Gips, gerir betra vegglím en nokk- urt annað vegg- líms efni eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : : PLASTER BOARD ELDVARNAR- VEGGLÍMS RIMLAR og HLJÓDDEYFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited WOJÍIPEd

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.