Heimskringla - 21.12.1911, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.12.1911, Blaðsíða 2
2. SLS. WINNIPEG, 21. DES. 1911. HEIMSKRINGEA Qlatt er um Jólin Gleymið ekki því að jólaoleði vinanna yðar er að miklu leyti kouiin undir {ní, að þér treftð þeim viðeigandi jólaír.jafir. Til letðbeinmgar læt ég þes.s getið að ég' hefi aldit i fyr haft jafa mikið órval af gull o/ silfur-varningi, og skrantgripum allskonar, eins og einmitt nii. ÞESSAR GJAFIR ERU YIÐEIGANDI: Fyrir konuna: Gullfrr, Armband.Handt'tzku, eða f bíiið: silfur- borðbúnað, íallega klukku.kfiku eða aldiuask&lar. Fyrir bóndann: Úrkeðju Sj&lfbleknng V'asaúr, Slifsisprjðn eða oskubikar Fyrir ungfrúna: St&ssleg h&lsfesti, Hálsmen, Brjóstnál, skraut- hring, Armband eða Handtözku. Fyrir piltinn: Vindlingngeymir, Eldspítnahylki, Vasahntf, Ritblý eða Slifsisprjón. Fjöldaannara hluta lieutuga til jólagjafa. hefir ég á boðstölum sem hér er ekki rfnn að telja ttpp. Eg býð alla íslendinga velkomna að heimsækja mig f bóð mína að 26P Main St. og skoða þar vörurnar og sannfærast um gæði þeirra og vildarverð. Ég lofa ad skifta svo við landa mfna, að þeir mnni Anægðir frá mér fara. Utanbæjarmenn geta til hægðarauka pautið eftir verðlista þeim sem ég sendi ót, á liðnu sumri, Paiitanir [>eirra skulu afgreiddar fljótt og vel. Ég ábyrgist allar vörur sem ég sel, og sinni tafarlaust öllum umkvörtunum. TH. JOHNSON 266 MAIN STREET HOKNI G8AHAM AVE. JEWELLER Talsími MAIN 6606 Jól í stórborg. þaS er engin saga, sem ég ætla að segja. það er ekki heldur kær- asta jóla-endurminningin mín. En j>að er sú jólaminningin, sem mér rr einna skýrust í minni. Eg ætla aS segja frá einum jól- ■m í Kaupmannahöfn, — öðrum jólaaum, sem ég var þar. Kí tíl vill eiga flestir af lesend- *m Jólabókarinnar erfitt með að hnánda sér jól í stórborg eins Og þan eru. því skal ég jafnframt reyna að bregða upp myndum af somti því, sem þá ber fyrir augu aBra. JóbA-ANNIR. Alla daga ársins er annríki mik- ið í stórborgum. Alt er á ferð og fiugi, alt ætlar að troðast undir í fcófnðgötunum. það er eins og all- ir séu að flýta sér, hvað sem það lostar, aflir séu í kapphlaup hver TÍfi amtan. Á öllu lífinu er einhver ófiagotsbraigur, á hverju andliti einhvcr áfergis-áhyggju svipur, ein- kver nndarlegur ótti fyrir þvf, að verfia undir, komast ekki áfram, gfeymast eða drukna t þessum sí- þjótandi fólksstraum. þegar svo jólin nálgast, þá kast- ar tólíunum. það er eins og straumarnir um götnrnar stríkki og harðni, og fjölmenrtis hringiðan þyrlist áfram ncS tvöfaldri ferð. Búðargluggarn- ir Ijóma með enn meira ljósmagni en áður og allskonar jólaskrauti er tildrað þar til sýnis, stundum mefi einstakri list og hugvitssemi. Búfiagluggarnir eru eitt af því, sem einna mest prýðir stórborgir og aldrei ná þeir annari eins feg- nrfi eins og undir jólin. Enginn kjallaraholu-eluggi er svo vesalleg- nr, að ekki sé reynt að prýða hann nu.fi einhverju jólaskrauti og setja þangað Ijós, sé þar verzlunar- nefna inni fvrir. Hin miklu vöru- ftús, eins og t. d. “Magazin du Nord”, eru í einlægtt ljóshafi frá tjallara að kvistum, og slá breið- nm skágeislum ofan á torgin eða strætin, þar sem alt úir og grúir af fólki — gangandi, akandi eða standandi framan við gluggatia, til ftess að horfa á jólavarninginn. — þafi eru lög í Kaupmannahöfn, að ftalda má opnum búðum sunnudag- inn fvrir jól, til þess að erfiðfs- j búðirnar eru hrein og bein áflog,— i hrindingar og ryskingar milli allrai karla og kvenna, með óhljóðum og illum látum. Oft verður lögreglan að skerast í leikinn og dreifa mann fjöldanum. Og oft er það í slíkri þvögu, að þjófar og bófar leika ,brögð sín. í'rá stóru vöruhúsunum rýkur ■ hver vöruvagninn á stað eftir ann- j an, hlaðinn með varning í umbúð- j um, sem sendur er heim til kaup- jendanna. Ökttmaðurinn situr í háu sæti ; hann er með háan plpuhatt ! á bölði, lagðan silfurlituðum 1 borða, drembilegur á svipinn og ekur með fullu brokki á alt, sem fvrir verður. þeir verða að ábyrgj- ast sig sjálfir, sem fyrir honum verða. Ilann má við engu hlífast, því annars væri vonlaust um, að hann kæmi fram erindum sínum.— Vesalings klæðasalarnir eiga verst; a 1 I i r þttrfa að fá sér nýja flík fvrir jólin ; e n g I n n vill “fara í jólaköttinn’’ þar, fremur en hér. T>ar eru ekki grið gefin. Meistarinn stendur sjálfttr í búðinni, rennandi sveittur, og hamast að afgreiða tnenn. Iljálparlið hans þarf líka að láta hendur standa fram ttr erm- ttm : allir verða afgreiðslumennirn- ir að vera kurteisir og brosandi við gesti sína, þó að þeir ætli að hníga niður af þrevtu og rellan ætli að a-ra þá. í verkstofunní sítia aumingja saumastúlkurnar, dauðþrevttar eftir langa vinnu og margar vökunaetur, með fingurnar marg-stttngnar til blóðs af nálinni, op- hamast við síðustu fötin, sem húsbóndi þeirra hafði lofað fvrir jólin. þær fá enga eftirgjöf á vinmt tímanum, fvr en lög heimta. Og bær lewpja þetta á sig með ljúfu n-eði, til þess að húsbóndi þeirra t-urfi ekki að verða af pöntunum ''"ss vegna. Og þó vita þær það, afi undir ejns upp úr nýárinu verð- ur beim aíl-flestum sagt upp vinn- ttnni. líelgin nálgast. í hverri götu sér maðttr rauðklæddum póstþjónj bregða fvrir með gríðarstóran strigapoka á bakinu, fullan af bréf- itm og jólakortum. Hann hefir ver- ið að losa bréfakassana á götun- tim. Nú er tneira en tífalt f þeim vifi það, sem vanalega er. öll þessi lifandi ttndur af bréfum eiga að komast til viðtakenda fyrir kveld- ið. Einhver verður þar að taka til hendinni. Fáein spor eiga þeir ves- það, sem ekki selst í kveld, selst aldrei, síst fullu verði. Jólasjóður- inn þeirra er fólginn í þessum blaðastakki, sem þær bera undir hendinni. JÓLA-HELGIN. Alt í éinu byrja klukkurnar í tumunum að slá 5. þær tína fram slögin hægt og hægt, hvert á eftir öðru, en hvert slag er þungt högg á hinn eirðarlausa, ákafa mann- fjölda. Á eftir fimta slaginu er sem bresti á bilmings-bylur. Jólahring- ingin er byrjuð. Dunandi þungur kliður fyllir loftið, eins og felli- byljir geysi þar uppi. Hann kemur beint itr lofti ofan yfir göturnar, brýzt um í þrengslunum á milli htisaraðanna, hendist úr eftntm veggnum yfir í annan og loks í hlustirnar á mönnum, úr öllum áttum í einu. það er eins og grjót- ið á götunni undir fótum manna kippist við, svo að um það losni. Tttrna-báknin á kirkjttnum skjálfa og stynja með hvildarlausum ekka ttndan þessttm óskaplegtt kopar- tröllum, sem berjast um þar uppi. Á jólunum er öllum klukkttm hringt, þó þær hangi annars þegj- andi, kannske alt árið. þar iná greina hvað frá öðru : hinar a-gi- legu, miklu dunur stóru klukkn- ■ anna með reglulegu millibili, og litlu klukkttrnar með skærum róini on- tiðitm slögum, sem eins og keppa liver við aðra. Alt it nmir þetta saman í viðfeldinrt, hljóm- mikinn og hátignarlegan hrcfm, þar sem mátulega háar og tnáln- lega djúpar raddir haldast í hí-nd- ur og milliröddunum er snieygt allstaðar inn á millil hvar sem þær komast fyrir. þetta er lyrsti og líka mikilfenglegasti jólasálmttrinn. Op h a n n hefir mátt til að hasta á þetta ólgandi, beljandi mannhaf, sem allar götur fvllir. ;Að klukkustund liðinni sktilu a’lar I búðir vera tæmdar, nllri vinnu og íverzlun lokið og ljósiu slökt i öll- um búðargluggunutn, því að þá bvrjar aftansöngurinu i kirkiun- ttm. Knginn getur hugsað sír ineiri breytingu á lafn fáum mínútum. Göturnar eru orðnar hálf dimtnar j áður en maðttr veit af. Glltggarn- ir, sem áður hafa lýst þær ttpp, ieru nú eins og svartir tiglar í hús- ! veggjunum. Fyrir suma eru komn- j ir gríðarmiklir járnhlerar. Innaii við aðra grillir ennþá i jólaskraut- menn, sem vinna alla virka daga, alings menn óstigin, sem bera þessi j ejns og |,ar }janjíi flyksitr af — eigj hægra með að kaupa sér til jöfanna. Og sunnudaginn fyrir jól, annað árið, sem ég var í Höfn, sýndi teljarinn (Tælleapparatet) { afialdyrunum á ‘Magazin du Nord, afi 30,000 tnanns höffitt gengifi inn itm þær utn daginn. þetta er að vfns sagt til dæmis um ösina f hnðunum fyrír jólin. Á aðfangadaginn sjálfan tekur út yflr. í flestum verksmiðjum og Tnmustofum eru menn látnir vera lausír við vinau kl. 3. þá er farið út til að ljúka því siðasta af, sem enn er ógert fyrir jólin. Hamingj- an hjálpi þeim, sem er óvanur stórborgarlífi og lendir í þeirri þröng, sem þá er á götunum. Eða þeún, sem er óframfærinn mein- feysingi og vill lofa öllum aö kom- ast að á undan sér. TJm sutnar þ e i r bréf, áður en •’ólagleðinnar og heima í húsi sínu. fá að njóta jólafriðarins ‘Poli- Jólablöðin eru komin út. tiken” hefir myndir af 166 smá- börnum t umgerð utan um fyrstu blaðsíðuna. Innan í umgerðinni eru jólaljóð eftir eitthvert af helztu skáldunum. Myndunum af þessum lúdíur” yndislegu, brosandi og hlæjandi jmanns, andlitum, sem langt taka fram englamyndum Raphaels í breyti- leik og geðsmunalýsingum, -7- er eins og stráð af hendingu yfir blað ið, eins og þegar fleygt er úr spil- um. þar liggur hvað yfir öðru, en þó svo, aö öll andlitin njóta sfn.— Blaðkerlingarnar ganga fram eins og berserkir. þær hafa orðið að kaupa blöðin fyrir peninga og selja þau nú með nokkrum ágóða. En hégóma. En á kirkjunum standa allar dyr ; opnar og yfir hinni marghöíðuðtt ‘mannþröng blaktir ljós við ljós. ! , Orgel-niðinn leggur út í dyrnar á móti manni, mjúkan og hátíðleg- an, eins og einhver draumaveröld j sé að nálgastl það eru jóla-“pre- þeirra Gades og Hart- sem anda að manni jóla- j helginni og búa menn undir það, sem koma á. Orgelið þagnar j snöggvast. Svo steypist jólasálm- j urinn yfir mann með öllu afii sínu. iþvílíkur söngur ! Hann ómar enn þá fyrir eyrum mér. þvílikar radd- ir ! þvílík Iög !' Hvergi finnur maður betur til þess en við slík tækifæri, hve máttugur og hátign- [arlegur samsöngur er, og hversu I snildarlega orgelið er til þess fall- ið, að leiða hann og bera uppi. I Sálmalög, sungin blönduðum rödd- um karla og kvenna, þaul-æfðum, sterkum, djörfum, hljómbjörtum röddum. Kr nokkuð til fegurra og tilkomutneira ? Skyldu þeir, sem fyrst sögðu söguna um englasöng- inn á sléttunum við Betlehem, hafa getað gert sér nokkra minstu hugmynd um það, með hvílíkri j viðhafnar-fegurð sá boðskapur er ’ er fluttur nú á dögttm ? — Mikils ; fara Islendingar heima á Fróni á mis í þessu eins og mörgu öðru. þeir eiga aðdáanlega fögur ’sálma- lög, sem sprottið hafa upp hjá j þeim sjálfum, en fæstir þeirra hafa j heyrt fegurð þeirra og tign eins ; oy htin getur mest orðið. Slíkur kirkjusöngttr, sem hér ræðir um, | getur hvergi þrifist nema í marg- menni. Guðsþjónustan er lítið annað en söngur að þesstt sinni. . DAUFLEG JÓL. Ég bjó í “pensíónati” inni við j Kóngsins nýja torg. En maður, sem ég alls ekkert þekti, bauð mér I að vera lijá sér aðfangadagskveld- iö. Hann bjó langt úti á Norður- j brú. Ilann var félagi í söngfélagi, j setn ég var einnig í (Typografer- nes Sangforening) og við sungum ekki einu sinni sömu rödd báðir. Eg man ekki vel, hvernig á því ■ stóð, að liann fór að bjóða mér til : sín. Líklega hefi ég verið spurður að því þar í hópnum, hvar ég j tnundi verða um jólin, og sagt þá eitts og var. Eg tók boði hans með þökkum, jtví satt að segja bjóst I ég ekki við mikilli jólaglaðningu hjá því fólni, sem ég keypti kost og húsnæði af. Um kl. 7 kom ég heim til hans. j þá stóð svo á, að hann var ein- samall heima með tvö ung börn. Konan var katólskrar trúar og messan var ekki nærri því búin í kirkju hennar. Eg sat og beið og Iteið, þar til húsmóðirin kæmi heim. Maðurinn átti fult í fangi með að gæta barnanna og bæta úr öllum þeirra þörfum, svo að hann gat lítið sint mér. Klukkan 8 kom loksins húsmóðirin. Eg hafði aldrei séð hana fyrri. það var ung kona og fremur snotur. Börnin hétigu utan í henni meðan hún var að bera inn jólamatinn, því að hún hafði enga manneskju sér til hjálpar. Maturinn var ekki fjölbreyttur, en þó góður og vel til búinn. Rauðvín var eina vínið, sem með var framborið. — Mér geðjaðist betur að húsmóðurinni en húsbóndanum. Mér fanst ég sjá það betur og bettir, að það hefði verið af fljótfærni gert af honum, að bjóða mér til sín ; líklega til að sýnast gestrisnari í hóp félaga okkar eða hlaupa í kapp við þá ; éif veit ekki þær réttu orsakir. En konan vildi auðsjáanlega gera gott úr þessu, þó að ekki hefði hún verið ráða spurð. — Eitthvert farg hvíldi á allri glaðværð um kveldið og allan hátíðablæ vant- aöi gersamlega. Við vorttm öll of ókunnug til þess, að geta átt nokkra gleði saman. Við áttum engar endurminningar saman og vissum ekkert, hvað hverjti okkar fvrir sig geðjaðist bezt. Við reynd- um að syngja saman þatt lög, sem við kiinnum, og frúin lék á gítar. En hún hafði aldrei næði fyrir blessuðttm börnunttm. Spil eða tafl var ekki hreyft. Ilvorugt hjónanna var eiginlega liátiðabúið, því að þau höfðu ekki haft tima til að skifta fötum, og börnin ötuðu sig út í framnn í jólasælgætinu sínu. Eg gat ekki betur séð, en þeitn leiddist, að liafa ókunmigan mann hjá sér. þegar blessuð börnin voru liáttuð, var eins og ofurlítið færi að glaðna yfir hátíðahaldinu og við að færast nær livert öðru. En þá var líka kominn tími fyrir mig til að lialda heimleiðis. Klukkan 12 um nóttina gekk ég einsamall eftir götum Kaupmanna- liafnar alla leið heim til mín. Ald- rei á æfi minni hefir mér fundist ég vera eins einmana. Göturnar voru auðar, mannlausar og hálf- dimmar. Alt var svo sorglega autt og dauðalegt, að mér fanst hrollur fara um mig við það, að heyra fótatak sjálfs mín. Húsin stóðu eins og dökk-grá hamrabelti j meðfram götunum, — hamrabelti j full af huldufólki, sem nú lét ekki sjá sig. Allstaðar voru glugga- \ tjöldin vandlega dregin fyrir glugg- ana. Allstaðar voru port og höf- uðdyr vandlega læst. Á stöku stöðum var einn og einn lögreglu- þjónn að rolast, skyldu sinnar veo-na, því að ekkert höfðu þeir að gera að þessu sinnl. Flestir sátu inni að jólagleði sinni — netna ég. Betlararnir, sem æfmlega voru að flækjast á þessum götum, voru líka horfnir. þeir áttu ekki von á neinum, sem gefið gæti aura. það var eins og ég gengi um mann- lausa borg, — eydda af ptestinni eða einhverju ennþá geigvænlegra. Allstaðar var kyrð og þögngrafar- innar. Sex hundruð þúsundir manna voru byrgðir inni f þessari gráu hatnraurð og ég var einsarn- all á götum úti, einsamall, álíka fjarlægur öllum manneskjum, eins og væri ég uppi á heiðum á Is- landi. Élg ráfaði til og frá um göturn- ar, þar sem ég var kunnugur. Hin miklu veitingahús voru öll lokuð. Kaffihúsin, þar sem glaumur og gleði var fram á nætur á hverju einasta kveldi, voru nú ram-læst og hlerar fyrir gluggunum. Ég ráfaði gegnum Breiðgötu og út á Amalíuborgar-pláss, þar sem kong- urinn býr. þar var alt jafn drauga- legt og daufiegt eins og annarstað- ar. Varðmaðurinn gekk þegjandi fram og aftur utan við hallardvrn- ar með byssu reidda * um öxl. Ilallirnar voru eins og járnhlekkur utan ttm svæðið ; einhver miskunn- arlaus hörkusvipur var þar á öllu. J>egar ég kom lieim til mín, var fólk enn á fótum. Húsmóðir mín tók mér vel og batið mér inn til s:n. En ég sá ekki hetur en hún vieri sæt-kend. þar sátu ýmsir af máltiðargnestum hennar, sem ég hafði aldrei séð áður, því að þeir horðuðu á öðrum tíma en ég. Ein- hver drabbara-bragur var þar á öllti, svo að ég hafði þar sVamma viðdvöl. Katts heldur að hátta. í þetta skifti lærði ég að þekkja jólin eins og þau eru í raun og veru. þau eru fjölskyldu- h á t í ð. þegar ekki signir þau ást og samúð heimilisfólksins, verða þau dattíleg og kuldaleg. Hver ein- tistu jól, sem cg man eftir, hefir lagt á móti mér yl frá heimilis- fólki mínu, foreldrum, systkinum, húsbændum og vandamönnum. Allir hafa viljað gleðja tnig á ein- hvern óvæntan hátt og ég hefi get- að glatt aðra. Samúðargleðin hef- ir gagntekið mig og orðið mér dvrmætari en ltver sú gleði, sem liægt er að kaupa. það, sem þessi jól vantaði, var slík heimilis-gleði, öll samvist með ástvinum. Eg gat engan glatt og engum tókst að gleðja mig. Kærleik;ann al- sigrandi, sem blessar jólin öllum stundum fremttr, vantaði. Ég var einn og einmanaí stórborg og ég fagnaði því, þegar jólin væru liðin og vinnan bvrjaði aftur. — S 1 í k erti jól þeirra, sem ekkert h’eimili eiga. G. M. — Jólabókin. Valparaiso University. 1 Fyrir hérumbil 40 árum síðan settist óþektur ungur maður að í afskektu smáþorpi í norðurparti Tndiana ríkisins. Maður þessi var Ilenry Brown, fátækur skólakenn- ari frá Ohio, og þorpið, sem hann settist að í, hét Valparaiso. Hann hafði komið til Valparaiso til þess að stofna alþýðuskóla, sem veitti alla almenna skólamentun, en sem væri jafnframt svo ódýr, að öllum gæti gefist kostur á, að njóta þar fræðslu. þrátt fyrir féleysi, almenna van- trú á fyrirtæki hans og aðra örð- ugleika, tókst honum loks að leigja sér húspláss og stofna skóla með 3 kennurum og 35 nemendum. Frá þeim degi hefir skóli hans stækkað jafnt og stöðugt, þar til hann nú hefir um 200 kennara og 5,523 nemendur frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og nálega hverju einasta landi í Evrópu, auk fjölda Japana, Indverja, Kína og Suður- Ameríku manna. Kringum litlu steinbyggingtina, sem var fyrsta aðsetursstöð skólans, hefir risið ttpp allstórt þórp, sem saman- stendur af 12 voldtigum steinbygg- ingum, auk fjölda smærri húsa. En auk þessa á skólinn 2 risa- byggingar í Chicago. Frá því að vera litill og óþektur unglingaskóli, hefir mentastofnun þessi aukist til þess nú að vera einhver voldugasti, fjölmennasti og bezt metni háskóli Bandaríkjanna, sem árlega scndir fjölda velment- aðra og velæfðra mentamanna eigi að eins ut um öll Bandaríkin, heldur einnig til Canada, Ettg- lands, Frakklands, Japan, Kína og fieiri landa, til þess að gerast þar læknar, lögfræðingar, háskólakenn- arar o.fl. Og að sama skapi, sem skóli þessi hefir stækkað, hefir hin- um aldttrhnigna forstöðumanni hans o.g stofnanda aukist auður og virðing ; því eignir hans eru nú virtar meir en milfón dollars, og sem viðurkenningu fyrir starf sitt hefir hatm hlotið sæti í mentamála ráði Bandaríkjanna. þess hefir áður verið getið, að aðaltakmark skólans sé að útvega fátækum námssveinum tækifæri til þess að öðlast mentun, sem búi þá undir hverja þá lífsstöðu, sem þeir kjósa. þessu takmarki hefir hann náð svo fullkomlega, að hingað koma hundriið og þúsund fátækra. framgjarnra námsmanna, sem ekk- ert hafa við að styðjast nema vinnu sína og framsóknarþrá, — manna, sem þrá það tvent, að j attðga sjálfa sig að sannri mentun, og að vinna gagn samtíðinni, þeg- j ar hún er fengin ; — manna, sem 1 kunna að meta tímann og tæki- færiu ílestum betur. Aö æskuvonir þessara stefnu- i föstu, hugumstóru ungmenna, sem á liðnum árum hafa setið að fót- um hins eðallynda mannvinar, sem með stofnun sinni hefir gert þeim framfarabrautina tiltölulega greið- færa, — hafi í ílestum tilfellum 1 rært, sést bezt á hinum miklu vin- sældum og metorðum, sem læri- sveinar þessa skóla hafa að fagna. , Eg vil að eins neftta fáa sem dæmi —: Mr. McClure, eigandi og rit- stjóri hins fræga McClures Maga- zine ; Hon. Powell, fyrrum rit- stjóri ; próf. Blosser, frægur vís- indamaður og landkannari, og fl., sem of langt mál yrði upp að telja. I Mikið af vinsældum sínum á skólinn efalaust að þakka kennur- um sínum, sem ekki að eins eru hámentaðir menn og æfðir kennar- ar, heldur yfirleitt hin mestu ljúf- menni, háttprúðir og hversdags- legir í allri framkotnii. Næst því aflar hann sér vinsælda með fyrir- komtilagi sinu, sem meðal annars , byggist alt á því, að gefa þeim af tiemendum slnum, sem með kapp- semi og góðum hæfileikum stunda nám sitt, tækifæri til þess að ljúka hér námi á skemri tíma, en kostur er á í flestum eða öllum öðrtim skólutn Bandarfkjanna. — þessu takmarki er náð með því, að stunda þær námsgreinar að eins, sem sanna mentun veita og að gagni mega koma í lífinu ; og með þvi, að gefa nemendunum kost á, að taka eins margar náms- greinar og þeir vilja. Eins og gefur að skilja, þar sem öllum þjóðum og tungumálum er blandað hér saman, er skólalífið fjörugt og margbreytilegt. þó að lærisveinar þessa skóla taki lítinn þátt í kappleikjum við aðrar stofn- anir, skortir þó ekki skemtanir af allri tegund, þá sjaldan að maður hefir tíma til þess að njóta þeirra ; því starfsemin er hér meira metip og betur rækt, en í flestum öðrum skólum. Attk hinna mörgu og margvísiegu skemtana, sem eru í té látnar ókeypis af hinutn ýmsu 1 stúdentafélögum, kotna hingað merkir ræðumenn, háttstandandi stjórnmálamenn eða vísindamenn og flytja erindi sín. þannig hefir Mr. Bryan, fyrrttm forsetaefni sam- veldismanna, Hon. Clark þingfor- seti, senator La Follette, prófessor Retzei, frægur stjörnufræðingur, og margir fleiri, flutt hér erindi á þessu ári. — En sjálft er fólkið ærið nóg sketntiiefni, því hér gefur að líta þrekvaxna, fagurhærða Norðurlandabúa, brúnaþunga, svip mikla Rússa, sem ef til vill hafa þrælkað í kolanáitnmi í Síberiu í l fleiri ár, og kunnu frá mörgu að j segja ; dökkhærða, þóttafulla ! Spánverja, ef til vill af aðalsætt- um hinnar fornu Casteliu ; skakk- j evgða, smávaxna Japana, sem I börðust undir merkjum Togos og Oyama ; og hvervetna á strætum [ og götum mætir maður brosleit- i tnn ungmeyjum af öllum þjóðum I og kynflokkttm, sem tala máli hjartans með ótvíræðum augua- gotum. Ef einhver af lesendum þessa blaðs kynni að þrá frekari upplýs- ingar um þessa stofnun, verða þær fúslega gefnar af Prof. H. Brown, Prof. O. Kinsey eða undirrituðum. Utanákrift : Halldór Johnson, 605 College Place, Valparaiso, Ind. j Hefir þú borgað Heiraskringlu ? ISLENZKAR BÆKUR Eg undirritaður hefi.til sölu ttá- lega allar íslenzkar bækur, setn t.il eru á markaðinum, og verð að hitta að Lundar P.O., Man. j Seindið pantanir eða finnið. Neils E. Hallson. * ? y y y y y V f y y y y y y y y y ? Skrifið yður fyrir HEIMSKRIN GLU svo að þér g:etið æ- tíð fylgst með aðal málum IslendiDga hór og lieima. *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.