Heimskringla - 01.02.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.02.1912, Blaðsíða 3
H EIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1912 3. BRS. Stríð. sónuleiiann, með því að afla sér j s a n n a n a, og sannrar þekkingar paö er háð á öllum svæðum lífsins. Lífið hefir allstaðar við mótstöðuafl að stríða, af því að sérhver tegund þess hefir sinn sér- kennileik, sem hún þarf að varð- veita, til þess a'ö geta náð sínu eðlilega þroskunartakmarki. J>ar ■af leiðandi verður hún að heyja stríð gegn þeim öflum, sem eru henni til hindrunar á hennar eðli- legu þroskunarbraut. Hin sérkennilega tegund lífsins— maðurinn — hefir hetra tækifæri en aðrar þektar tegundir, til þess að finna sér varnir gegn þeim áhrif- um, sem eru til hindrunar a hinni lifseðlislegu leið lians, af því hann hefir skynsemi og mál. Af því hann hefir þekkingar safn og reynslu safn liðinna tima, og þar af leiðandi er búinn að fá nokkurn skilning á eðli hlutanna og lögum náttúrunnar. Og fyrir þenna skiln- intr getur hann nota'ð sér náttúru- lögin, til þess að heyja stríð og koma x veg fyrir stríð. Jxessi þekk- ing kennir honum að nota nátt- úruöflin sér til varnar, gegn öllum þeim árásum, sem sækja að hans persónulegu heild. Og eftir því, sem þekking hans og skilningur þroskast í þessa átt, eftir því nær hann meira valdi yfir öilunum, sem felst í þvi, að liann getur dregið þau saman og dreift þeim, beint þeim í vissar áttir og þann- ig hagnýtt sér þau eins og hann álítur bezt, til þess að tegundar- þroskun hans nái eðlilegri full- komnun. En til þess a'ð maðurinn geti notað sér þessi dýrmætu tækifæri, þarf liann að hugsa og vinna. — Hann þarf að leggja fram sín eig- in persónulegu öfl, bæði líkamlegu og andlegu öfl II ann þarf að heyja stríð gegn ofurafli vanans og ríkj- andi kenninga, sem ásækja hann á allar hliðar, 11 þess að geta kom- ist að því, að læra stafróf náttúr- unnar, sem er lykill að þekkingu sannleikans. Sannleikurinn verður að eins fundinn í bók náttúrunnar. Aðal- hlutverk mannsins í lifinu ætti því að vera, að læra að lesa þá bók, og skilja hana rétt. Allar fram- farir heimsins í verknaði, og öll menning mannkynsins gat a ð eins átt sér stað fyrir þá litlu þekkingu, sem það hefir náð á.eöli, eíni og afli lxlutanna, og lögum þeim, sem náttixran hlýðir. það er því sorglegt, að líta yfir aðalframkvæmdir mannanna, jafn- vel í nútímanum. þaö eru a'ð eins fáir, sem reyna að lesa þessa tniklu bók, eða stríða í rétta átt. þar á móti berjast menn einn á móti öðrum, flokkur á móti flokk, þjóð á móti þjóð, til þess að reyna að ná valdi hver yfir öðr- um, — ekki einungis líkamlegu og stjórnarfarslegu valdi, heldur ölfu iaemur valdi yfir hugsunarfrelsi og þekkingarfrelsi fjöldans. Meun búa til kenningakerfi handa sjálfum sér og öðrum til að trúa sem sann- leika. Menn búa til ýms óheilbrigð þjóðfélagsform til að lifa eftir. Menn búa til siðareglur, tízkuregl- ur og reglur yfir höfuð um allar hreyfingar mannsins. Öllu þessu fylgir svo fólkiö, jafnvel þó kenn- ingarnar, lögin og reglurnar feli ekki í sér nema lítið brot af mis- skildum sannleik, og tefur þannig fyrir, að sönn þekking, bygð á sönnum grundvelli, geti útbreiðst í heiminum, til farsældar mann- kyninu, og að hið óieðlilega stríð meðal mannanna hætti að eiga sér stað. Allir hugsandi menn hljóta að sjá, hvernig náttúran og lífseðlið vinnur í þeim sjálfum. Sérhver eind í hverju heildarkerfi likamans vinnur að viðhaldi og þroskun þeirrar heildar, sem hún tilheyrir, og sérhvert kerfi vinnur að við- haldi aðalheildarinnar (líkamans). Lífsöflin stríða sér til varnar gegn öllum utanaðkomandi óhollum á- hrifum, með sínu takmarkaða afli, og þau græða alt, sem hefir sýkst eða brotnað innan vissra tak- marka. Til þess að líkamsheildin geti verið heilbrigð, þarf sérhvert kerfi hennar að vinna í heilbrigðu ásigkomulagi. Ef að nú sérhver maður, sem eind í þjóðfélagskerf- unum vinnur í samræmi við sín eigin lífseðlislög, þá yrði öll mann heildin heilbrigð, og þá fyrst næði hún að komast á rétta leið á hinni óendanlegu þroskunarbraut. Menn þurfa því ekki lengra að fara en til sjálfra sín, til þess að finna hina sönnu fyrirmvnd, og hinn sanna grxindvöll fyrir heilbrigðum kenningum og heilbrigðu þjóðfé- lagsfyrirkomulagi. Væri uppfræðsla barnanna byrj- uð með því, að kenna þeim að þekkja sig sjálf ; hvernig lifseðlis- lögin vinna í þeim sjálfum ; hvað þeim sé holt og hvað óholt, og hvers vegna. Og að þau ættu að lifa til þess, að þroska í sér per- á öllum svæðum. Og ef skólarnir kendu unglingunum réttar rann- sóknaraðferðir. Kendu þeim að nota þekkinguna i sérhverri grein, þannig : að þeir yrðu sjálffærir að taka að sér framkvæmdirnar. Kendu þeixn, að göfugleikinn, sem persónufrelsi mannsins á að sækj- ast eftir, er fólginn í andlegri og líkamlegri heilbrigði, og uppbyggi- legu starfssviði í lífinu, sem hafi heilbrigð álirif á umheiminn. jxá væri komið í veg fyrir mörg strið, sem orsakast af vanþekkingu og rangri uppcldis aðferð. Ef aö prestarnir bygðu kenning- ar sínar á lifseðlislögum náttúr- unnar, og kendu fólkinu að lifa samkvæmt þeim, kendu því að finna sannan guð í gegnum sanna þekkinv, þa væru þeir sann- ir lciðtogar, á sannri menningar- leið, og ekki lengur til tafar fyrir framsókn mannsandans. þá hyrfi líka xir heiminum alt kcnninga- strið, með ölltxm þess hörmungum og Itatri og ofsóknum. Og ef að stjórnmálamennirnir bygðu lögin og þjóðfélagsskiptt- lagið á þessari fyrirmynd, þa hvrfi alt óeðlilegt flokkastríð, öll óeðlileg samkepni einstaklingalina, til þcss að ná stjórnarfarslegu valdi og auðvafdi í þjóðfélaginu. Og þá yrði alt stríð mannanna í sömu átt. þá mundtt þeir e k k i ltefja stríð liver á móti öðrum, heldur berjast ltver m e ð öðrum, til þess að þroska persónuleika sinn, og leggja xtndir sig ný og ó- numin þekkingarlönd. það hafa verið háð mörg sorg- leg stríð í heitninum og eru háð enn í dag. Öll þessi stríð meðal mannanna eru sprottin af fávizku þeirra. ]>eir sjá ekki, að allir haia sama rétt til að njóta lífsins, og að allir hafa sína persónulegu á- byrgð gagnvart sjálfum sér ; og þeir sjá ekki, að allir hafa sameig- inlegt takmark til að keppa að, og þar af leiðandi sameiginlegt strið að vinna. En þaö eru þó gleðileg tákn tímanna, að í flest- um löndttm heimsins eru menn að safnast saman í fylkingar til þess að hefja stríð móti óeðlilegu valdi, sem heldur meirihluta fólksins í Hkamlegri og andlegri ánauð og ósjálfstæði. það eru jafnréttis- mennirnir, se.m inn í þessar fylk- ingar safnast og þeirra vopn ertt sannar röksemdir, bygSar á eðlis- lögttm náttúrunnar. ____________ M. J- Ör bréíi frá Vancouver, B. C. —-------Veturinn hefir verið ó- venju kaldur. 1 nóvember kom kuldakast með 8 þuml. snjófalli, sem lá í meira en viku ; stðan hef- ir verið umhleypingasamt, og nú aftttr í janúar féll talsverður snjór, sem lá fulla viktt, með samsvar- andi frosti ; þó hefir frostið ekki farið niður fyrir Zero, enda hfæja Winnipeg-lslendingar, sem hingað koma, að okkur, þegar við erum að kvarta um kttlda, meðan mæl- irinn stendur 10—20 stig fvrir ofan Zero. Landar ertt hér óðum að fjölga, svo a'ð nú mun mega telja hér full 500. Flestum þeirra líður sæmi- 1e«ra vel, sumiim ágætlega ; aftur aðrir, sem hér eins og annarsstað- ar fara hamingjunnar á mis. Ekki er hægt að segja, a'ð síð- astliðið sttmar og það sem af er vetrinum ltafi verið hér annað eins góðæri, og að ttndanförnu ; mun verkíall það, er ýms iðnaðar- mannafélög (Unions) gerðu á önd- verðu sumri, eiga talsvérðan þátt í því, eins og oft vill fara, þegar verkföll eru gerð, af jafn lítilli for- sjá og hér átti sér stað ; enda græddu verkfallsmenn ekki annað á þvi, en 6—7 vikna hvíld, og sumir ganga enn atvinnulausir síð- an. Ef til vill læra verkamettn af því, annaðhvort að una við deild- an verð, eða þá að halda betur saman. Nú sem stendur er tiltölu- lega litið ttnnið, enda ganga marg- ir nú atvinnulausir, sem ekki hafa vilja eða hugrekki til að ræna þá, sem um göturnar ganga, sem virð- ist vera að verða algengur at- vinnuvegur hér. Með nýlundu má það teljast, aS landar eru hér talsvert viðriðnir málaferli. Gestur fsfeld, sem hefir stnndað hér fasteignasölu í seinni tið, lenti, ásamt félaga sínum, í misklíð við Gyðing, er hann hafði haft viðskifti við. þóttist Gyðing- urinn svo grátt lcikinn, aö hann lét hneppa Mr. ísfeld og félaga hans í fangelsi ; en lögregluréttur úrskurðaði; að láta þá lattsa gegn 2,500 dollara veði hvorn. Við rannsókn málsins kottt það í ljós, að félagi Mr. ísfelds var sýkn saka, og því laus látinn, en veðið fyrir lattsn Mr. ísfelds hækkað upp í 5,000 dali, og málinu svo vísað til héraðsréttar, og mun kvið- dómur fjalla þar um með vorinu. Haft er eftir Mr. ísfeld, að hann telji víst, að hreinsa sig af öllum kærum og kröfum Gyðingsins. þá hafa Mr. Ásgrímur Thor- grímsson, sem hér hefir rekið fast- eignaverzlun sl. 5 ár, og Mrs. Er- ickson, kona þórarins Erickssonar trésmiðs, bróður Stefáns Eiríks- sonar tréskera í Reykjavík, — leiit í máli, út af landspildu, er hún hafði falið Mr. Thorgrímsson til umsjár, og sem hann síðar ætlaði að kaupa part af, við ákveðnu verði. En áður en salan var full- gerð, komst Mrs.Erickson aS þeirri niðurstöðu, að landið væri meira I virði, en Mr. Thorgrímsson haföi ■ látið í ljósi, og neitar að selja. Höfðar þá Mr. Thorgrímsson mál j gegn skjólstæðing sinum, og krefst i að hún verði dæmd til að selja sér j landið og greiða skaðabætur a'ð | atik. Misjafnlega mælist sú máls- | höfðun fyrir, en báðir málsaðilar er sagt að telji sér sigttrinn vísan. Loks hefir lierra Vigfús Erlends- son, er síðast bjó á Point Roberts og hingaö flutti sl. vor, höfðað tnál gegn Galicitt manni, er seldi honum þrjár bvggingarlóðir í Prince Rtipert, fyrir 600 dali hverja ; en er nánar var að gtett, eru lotin talin 10—12 mílur út frá bænum, 50—200 dala virði hvert. þvkist Mr. Erlendsson vera grátt leikinn, og vill fá kaupin upphafin; en herra Ölafur ísfeld, er um söl- í tina annaðist að einhverju leyti, hefir síðan flutt úr bænum, og því óhægri sóknin, sem hann er ekki til viðtals i málintt. — Að öðru leyti lifa mettn hér í ró og friði. Fyrir nokkru kom séra G. Gutt- ormsson hingað ; heíir hann flutt hér nokkurar guðsþjónustur, er hafa verið allvel sóttar, og nú mttn ltann í undirbúningi með að mynda hér söfnuð ; attk þess hefir hann gert nokkur prestsverk, og nú síðast, 14. jan., gefið saman í hjónaband þau ungfrú Auroru And erson og • Jóhann S. Jóhannsson tinsmið. Iljónavigslan fór fram að j heimili Mr. og Mrs. Lyngholt, þar setn brúðirin hefir átt lteima að undanförntt, að viðstöddum ætt- ittgjum og vinum brúðhjlónanna. Herra Sigurður Jóhannsson skáld, faðir brúðgumans, ílutti mjög fag- urt kvæðt við það tækifæri, og ýmsir fluttu ræður. En unga 'fólk- ið, sem sá að þc-tta var ráð og í tíma tekið, er ttú setn óðast að strengja þess hett, aS fara að dæmi brúðhjónanna. Sainkvæmislíf er hér með fjörug- asta móti. Auk þess sem Islend- ingafélagið ‘‘Ingólfur’’ hefir fundi tvisvar í tnánuði, hafa hér verið haldnar nokkrar skemtisamkomur Hin lang-veigamesta þeirra var sú er prófessor Sveinbjörn Svein- I björnsson hélt ; þangað sótti.allur j þorri íslettdinga í bænum og grend inni, auk nokkurra hérlendra tnanna, helzt Skandinava, og var mjðg góður rómur gerður að henni. Fáum er þar voru, mun glevmast list gamla mannsins, lip- urð og barnsleg einlægni. Kveldið eftir samkomuna var hann heið- ursgestur nokkurra helztu borg- ara bæjarins, af íslendingum til, á einu hóteli borgarinnar. — Auk þess hafa nokkurar almennar skomtisamkomur verið haldnar, og almenningur tekið þátt í þeim. Söngfélagið “Hekla”, sem stofn- að var af íslendingum, konum og körlum, í fyrra vetur, liefir nú talsvert aukið við starfskrafta sína og heldur uppi stöðugum æf- ingum. Er það nú a8 undirbúa mjög vandaðan samsöng, er það ætlar aö h’alda hér um miðjan febrúar, -og á Point Roberts 17. febrúar. Allir, sem til þekkja, bú- ast þar við góðri skemtun. Einnig mun ‘Tngólfur” vera að undirbúa Tombólu, til arðs fyrir bókasjóð félagsins. — Og heyrst hefir, að einhverjir væru að undir- búa sjónleik, er sýna eigi með vor- inu. Verður því eigi annað sagt, en að við notum okkar stutta vetur vel, til innanhúss skemtana; því sólin og sumarið koma hér snemma, og þá er engum vært í húsum inni. Sjórinn og fjöllin kalla alla út, og krefjast allra þeirra frístunda, sem fólk hefir frá daglegum störfum. Allir eiga hér von á góðu og arðsömu sumri. Meira seinna. Vancouver-búi. 50 dollars fundarlaun [eru ennþá boðin fyrir fund unga j mannsins WILLIAM EDDLE- i STON, sem er fáviti 29 ára gara- | all ; 5 fet 9 þttml. á liæð ; dökkleit- i ur, alskeggjaður og smámyntur. jllann yfirgaf heimili sitt 1. júní j 1911. Hver, sem veitir upplýsing, sem leiðir til fundar þessa manns, J gerir með þvi þægt verk foreldrum ltans ; þau búa að 607 Manitoba ' Ave., Winnipeg, Man. '•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦ J|Nr | Það mun draga gróða í vasa þinn ! LUCKY JIM ZINK námur eru stærstar allra í Noröur-Ameríku. Þeimer stjórn- að af mikilsvirtum mönnum- þeim hin- um sömu sem eru að breyta Canada í heimsveldi úr villimörk. Og þar af - - - kemur að - - - LUCKY JIM ZINK HLUTABRÉF ern vfs að gefa mikinn gróða. Ef þú tekur þig til strax, þá getnr þú fengið Lucky Jitn Zink fyrir 40c. hlutinn. Engumer prísinn um megn nú sem stendur,en Lucky Jim Zink hlutir eru að hækka í verði. Hér skal geta um fáeinar ástœður fyrir því, að Zink gefur ágóða: 1. Meira Zink er brúkað f heiminum heldur en úr jörð er grafið. 2. Verðið á Zink hefir hækkað um helming á tveim árum. 3. Engir málmargeta komið í stað Zinks. Því er eftirspurnin ávalt söm og jiifn. Hér segir hvers vegna Lucky Jim Zink námurnar gefa ágóða: i. o 3. Lucky Jim námar geyma feiknamikið af málmi. Þær eru f ThreeForks, British Columbia. en þangað er C. P, K. að leggja braut til þess að flytja burt málminn, Til þess ætlar félagið að verja eitt hundrað fjörutiu og átta þúsund dollurum. það sýnir, að trú lietír það félag á fyrirtækinu. Lucky Jim Zink Mittes, Ltd., selur engum “köttinn í sekknum”, vegna þess að þær borga mikla vexti nú þegar. Jafnskjótt og járnbrautin er fuligerÖ hækka prfsarnir á Lucky Jim hlutum. Ef þig langar til að vera sjálf- stæður og losna við sífelt, daglegt strit, þá KAUPIÐ STRAX! Þeir Rem kænloga fara með fé sitt, og leggja það í ZIXK, fá mikinn gróða af hækkun hlutanna í verði, og háa vexti. Ætlar þú að ganga í þeirra hóp ? FJÁRHAGSLEGT SJÁLFSTÆÐI, ER ÞAÐ SEM ÞÉR ÞARFNIST Starfsíms mannsins er takmarkaður. Til þess að komast hjá þvf að vera uppá aðra komnir á elliárunum, verða maður að leggja fyrir meðan tækifæri er tiL MANNDÓMSÁRIN VERÐA AÐ SJÁ ELLIÁRUNUM BORGIÐ íig hvet yður til að hugsa grandgæfilega um framtíðina og verja hverjnm doll- ar, tem þér hatíð sparað, til að kaupa liluti f LUCKY JIM ZINK nlmafél- aginu; framtíð yðar og fjárhagslegt sjálfstav'-i verður þá fyllilega trygt. Tilboð mitt til þeirra sem kaupa strax Kg ætla að selja vissa tölu hluta í Lucky Jim fyrir 40 cent hvern hlut. og borgist 20 cent fyrir hvern um leið og pauatð er, en afgangurinn á 60 dög- um. Vextir ættu að verða 12 prósent á $1.00 virði eu það er sama sem 30 prósent á ári á hverjum dollar, sem í fyrirtækið er lagður. Eignir vorar eru öllum augljósar. Eftirtaldir menn í Vestur Canada, komu til Lucky Jim námanna síðustu mánuðina, og létu í ljósi ánægju sína yfir eignunum : Hon. R. P. ROBLIN, Premier Manitoba MR. LENDRUM McMEANS, M.P.P., Manitoba R. L. RICHARDSON, Editor Winnipeg Tribune JUDGE MARSHALL, Portage la Prairie J. C. C. BERMMER, Clover Bar, Alta. Hon. HUGH ARMSTRONG, Prov. Treas.,Manitoba W. J. CLUBB, Winnipeg C. WEAVER LOPER, Winnipeg HENRY BRYANT, Winnipeg OSWALD MONTGOMERY, Winnip.g M. J. RODNEY, Winnipc g] | CAPTAIN H. J. CAIRNS, Winnipeg HUGO ROSS, Winnipeg J. H. MORRIS, Edmonton W. A. COUSINS, Medicine Hat, Aha. A. P. CAMERON, Winnipeg L. S. VAUGHN, Seikirk J. ACHESON, Spokane Símið pantanir á minn kostnað eða sendið eftir bæklingi með nákvæmri lýsingu. “Hlýðið hugboðinu.” KARL K. ALBERT INVESTMENTS F. 0. Box 56 708 McArthur Building Winnipeg, Man. i ♦•'(•♦•♦• i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.