Heimskringla - 15.02.1912, Síða 1

Heimskringla - 15.02.1912, Síða 1
^ Talsími Heimskringlu | { Garry 4110 * * * Heimilistalsimi ritstj. Garry 2414 XXVI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÖAR 1912. Nr. 20. Lýðveldið í Kína. Kína hefir nú fengið viðurkenn- ingu sem lýSveldi. Fyrst hefir keisarastjórnin gefiS formlegt af- sal til krúnunnar, og undirskrifaS þann boSskap, aS Kína væri lýS- veldi, Qg þar meS er keisarastjórn- in gersamlega úr sögunni. Raunar hefir hún áskiliS sér og ættmönn- um sínum há eftirlaun, og hefir kanslarinn Yuan Shi Kai fyrir hönd lýSveldisstjórnarinnar bundiS þaS fastmælum. Einnig skulu aUar eignir keisaraættarinnar vera ó- hultar og undir vernd lýSveldis- stjórnarinnar. Yuan Shi Kai hefir tekiS sér al- ræSismanns nafn og dregiS saman heraíla mikinn kringum Peking, og ætlar hann aS verjast lýSveldisher sunnanmanna, er aS borginni sæk- ir, ef ekki tekst aS koma fullum sáttum á. Dr. Sun Yat Sen situr í Nan- king og bíSur átekta. Vopnahlé er fra lengt dag frá degi, og verSa fá 'VopnaviSskifti, en samningar og sáttanmleitanir halda áfram jafnt óg stöSugt, þótt árangurinn hafi lítill orSiS enn sem komiS er. Seg- ir fátt af þeim hlutum, sem henda má reiSur á, nema aS Sunnan- menn eru mótfallnir því, aS Yuan verSi forseti. Vilja þeir ólmir hafa Dr. Sun Yat Sen og Nanking fyrir höfuSborg. TilleiSanlegir kváSu þó snmir leiötogarnir aS slaka til og viSurkenna Peking, sem höfuSborg sem áSur, ef NorSanmenn fallast á, aS Dr. Sun Fat Sen veröi for- seti hins sameinaSa lýSveldis. HungursneyS og hallæri eru nú í Miö-Kína og ganga afskaplegar sögur af þeim hörmungum, spm í- búamir verSa aS líSa. Fjöldi manna hefir oröiö hungurmorSa. Trípólis stríðið. þar gengur alt hægt og bítandi. Eru ítalir aS byggja járnbrautir inn í landiö, en þaS starf þeirra hefir veriS hindraS af ofsa rigning- um og smá-árásum af hendi Ar- aba, sem líta járnbrautirnar illu auga. ítölsk herskip eru sífelt á sveimi meSfram Tripolis strönd- um Og halda bæjunum á strand- lengjunni í skefjum. Nokkur hlyt flotans er í RauSahafinu og hefir hann skotiS á tyrkneska bæi á Arabíu ströndum og gert mikil spellvirki, tekiS borgina Hoeido og sett þar her á land. Nokkur ítölsk herskip eru viö eyna Krít, og eru Tyrkir hræddir um, aS Italir muni ætla aS hjálpa Kríteyingum til aS brjótast undan 3’firráSum þeirra. Rússastjórn hefir boSist til, aS verSa sáttasemjari milli ríkjanna ef til friSar drægi og kváSu Tyrk- ir vera þess 'viljugir, en ítalir mót- fallnir ; — þeir segjast vera í eng- um hraSa með, aS fá enda bund- inn á málin. StríSiS heldur því áfram. Frá sambandsþinginu. — Á sambandsþinginu í Ottawa hefir mikiS veri rifist um frum- varp til breytingar á kornlögun- um, sem Hon. Geo. E. Foster, verzlunarmála ráSgjafinn, lagSi fyrir þingiS. Var þaS sérstaklega eins grein frumvarpsins, sem or- sakaSi harSa rimmu ; fór hún fram á, aS breyta nafninu ‘‘Mani- toba” hveiti í '‘Canada’’ hveiti. Voru Austurfylkja þingmenn margir því fylgjandi, því hveiti- tegundir þar eru lélegri en þaer, sem Manitoha og hin Sléttufylkin framleiSa. Aftur voru Vestur- fylkja þingmennirnir sem einn maS ur á móti þessaxi breytingu, töldu hana Vesturfylkjunum til stór- skaöa, en voru því fylgjandi, aS ef ‘‘Manitoba’’ nafninu væri breytt, kæmi ‘‘Canada Western” eSa ein- göngu ‘‘Western” í staSinn. Hon. Robert Rogert, innanríkisráSgjaf- inn, var einn þeirr.a, sem ákveSn- ,ast barSist á móti breytingu Fos- ters, taldi hana mundi hafa í för meS sér tap svo skifti miliónuum dollara fyrir Vesturfylkja bænd- urna. Er Hon. Foster sá, hvaSa óvinsældum breyting hans átti aö sæta, fékk hann hana lagöa yfir um óákveSinn tíma. — Líkurnar eru til, aS hún nái aldrei fram aS ganga. Miklar umræSur hafa og orSiS í þinginu um frumvarp stjórnarinn- ar um, aS skipa fasta tollmála- nefnd, setn sé ráSanautur stjórn- arinnar í öllu því, er aS tollmál- um lúti. Hafa þeír Diberölu and- mælt þessu frumvarpi, sérstaklega þó ýmsu vióvíkjóandi fyrirhuguSu fyrirkomulagi á starfssviSi nefnd- . arinnar. Stjórnin og flokksmenn hennar halda því aftur fram, aS nefnd þessi verSi landinu til mik- illa hagsmuna, og komi betra skipulagi á tollmálin, sem Laurier stjórnin skildi viS í "óreiSu. Á- kveSiS er, aS einn af nefndarmönn- um verSi úr bændaflokki ; hinir tveir aftur verzlunarfræSingar. Fjárlögin verSa lögS fyrir þingiS í byrjun marzmánaSar og er full- yrt, aS tekjuafgangur verSi mikill. Sir Wilfrid Laurier hefir lítiS látiS til sín taka upp á síSkastiS ; látiS yngri flokksmenn sína halda uppi rimmunni. KarlsauSurinn virSist þreyttur og þurfa hvíldar- innar viS. Fregnsafn. Markverðusm viðburftir hvaðanæfa. Churchill fundurinn í Belfast fyrra fimtudag fór öSruvisi en flestir höfSu búist viS, því engar urSu blóösúthellingar og óspektir litlar. Er Winston Churchill á- samt konu sinni og fylgdarliSi sýndi sig á járnbrautarstöSinni, var honum fagnaö meS hrópun- um : ‘‘Svikari! ” .‘‘NíSingur! ” og öSrum bölbænum, af nokkrum hluta lýSsins, er þar var saman- kominn. En hinn hlutinn hrópaSi : ‘‘Lengi lifi Churchill! ” “GuS blessi Churchill, fr,elsara Irlands! " o. s. frv ; og þessi köll fylgdu honum til liótelsins, en hóteliS var í Ul- ster hluta borgarinnar, og fóru því bölbænirnar vaxandi eftir því sem nær því dró. HindrunarlítiÖ komst þó ráögjafinn og frú hans þangaS og neyttu döguröar. En er halda skyldi frá hótelinu til fundarstaSarins, var saman komiS fjölmenni mikiS þar úti fvrir af götustrákum og óþjóSalýS, sem öskruSu níSvrSi og smánaryröi yfir Churhill og konu hans ; og er bifreiSin,. er þau voru í, var skamt komin, sló skríllinn hring utan um hana og hélt henni fastri ; gerSi sig síSan líklegan aS ráSast á ráSgjafann, en þingmenn þeir, er voru meS honum í vagninum, reyndu aS verja skrílnum upp- göngu. ÚtlitiÖ var ískyggilegt. Sjálfur sat Winston Churchill sem steingerfingur meS krosslagöar hendur, og enginn sá honum bregSa ; og frii hans sat viS hliS honum, stilt og róleg, sem her- mannsdóttur sæmdi, enda er henni viSbrugöiS fyrir hugrekki. — Um síSir gat lögreglan tvístraS mann- fjöldanum lítiS eitt, svo vagninn gat haldiö áfram, en sömu böl- bænirnar og smánatyrðin glumdu viS úr öllum áttum. En þetta stóö ekki lengi ; um leið og vagn- inn var kominn út lir Ulster hluta borgarinnar, bergmálaSi alt loftið af fagnaSarópum og blessunarósk- um. þar var mannfjöldi af öSru sauSahúsi, — hinir eiginlegu írar. FundarstaSurinn var í Celtic Park og haföi þar veriS reist tjald mik- iS, er fundurinn var haldinn í; vorvi þar safiian komnar fullar sex þiisundir manna. sem fögnuSu Churchill og Redmond mæta vel. Churchill talaSi í tvær klukku- stundir og skýrSi frá, hvernig heimastjórnar frumvarpiS vrSi og aS hvaSa gagni þaS jrrSi Irlandi, og þegar hann endaSi ræSu sína, sem flutt var af málsnild mikilli og sannfæringarafli, stóS hvert einasta mannsbarn á fætur og hrópuSu nífalt húrra. Redmond talaSi næstur og lýsti samþykki s-nu á boSskap Churchills. — Vin- ir Churchills réSu honum aS fara þegar af fundinum og burtu ttr Belfast borg, áSttr en lýSurinn vissi af, þvf þeir bjuggust viS frekari óspektum um kveldiS. Lét Chttrchill sér þaS aS kenningu verSa o_g fór ásamt konu sinni og foruneyti tveim stundum fyr frá Belfast, en ráS ‘var fyrir gert, og har þvf ekkert til tíSinda. Seinna kom fjölmenni mikiS af sama ó- þjóSalýSnum og áSur og ætlaSi 0 IZI oJ ÞORRABLÓTS KVÆÐT 1012. SKÚLI FÓGETI. 1711—1911 í myrkrum þrauta þjóS vor svaf, en þá varð Ijós! Sem röSull árdags reifi haf, \ svo rís upp Ijóminn Skúla af, seni lýSnum eldinn guöa gaf — þá geislarós, sem leiftraði’ yfir landjð alt, sem lýsti’ og vermdi dimt og kalt, sem vakti freisið: fornrar dýrðar hrós. Mót féndum lands hann stoltur stóð og sterkur hjó. — Þótt verk hans skildi’ ei þrekuð þjóð, til þroskans gaf hann líf og blóð. í starf hann krniði Eggerts óð, sem ungur dó. Hann beið ei lags, en brimið sveif. Er bylgjan hæsta yfir dreif, um stjórnvöl hélt hann, stýrði beint og — hló. Frá sólu hörfa skugga ský um Skúla tíð. Öll skyn hans byrtist skörp og ný, og skapið ramt að fylgja því, sem vissi’ hann þágu þjóöar í — til þrifa lýð. Hann þrældóms aldrei hræddist hramm, mót hel og kúgun braust hann fram með ofur-kapp í ógnum þrungið stríð. Frá Skúla ísland eldinn fær, sitt afl, sinn móð! Oss ljómar enn hans lífsbraut skær, þótt liðnar séu aldir tvær, sem dýpsta ást, sem andinn slær í islenzkt.blóð. Á meðan sögu ísland á, og önd vor helgast frelsisþrá, mun landfógetans lifa nafn hjá þjóð. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. -sJSísjsMsrsMSJsraMa/fflSEMSMajsMaiaisjaiajsiSMajaíaíSMaisiBfaiaHiU! aö kveðja Churchill, en þá var ’ hann allur ,á burtu — á leið til Skotlands. — Churchill fundurinn 'Íeíir fært Bretum heim sanninn um það, að allur sá hávaði, sem leiðtogar Ulsters manna reistu, á við ekkert að styðjast, var aðeins moldviðri þyrlað upp til að glepja mönnum sjónir. — Leiðtogarnir, Sir Edward Carson og London- derry lávarður, höfðu' sagt, að Churchill skyldi aldrei £á að tala í Belfast. Hann talaði. Höfðu einnig sagt, að liroða blóðsúthell- ingar væru fyrir^sjáanlegar, ef fund- urinn vrði haldinn. Ekkert varð af því heldur, — að eins götustrákar og hálffullir mannræflar, sem æst- ir höfðu verið af húsbændum sín- um, gerðu méinlausan hávaða. En enginn af hinum leiðandi Ulster- mönnum lét sjá sig. þetta varð endirinn á öllu hinu mikla orða- glamri og tröllasögum, sem þó urðu til þess, að þúsund fréttarit- arar fóru til Belfast, og fimm þús- und hermenn voru sendir þangað til að vera reiðubúnir að bæla nið- ur uppreistina, sem engin varð. — Winston Churchill hefir með þess- um fundi sínum unnið heima- stjórnar frumvarpi íra ómetanlegt gagn, með því að færa Bretum heim sahninn um, að mótspyrnan gegn því í Ulster sé engin, nema í höfðum nokkurra manna. Lundúna blöðin eru flest þessarar skoðunar nú, og eitt af aðalblöðunum, sem áður var mjög andvígt heima- stjórn írlands, h,efir eftir fundinn breytt um stefnu, og er frumvarp- inu nú fylgjandi. — Unionista blöðin, sem æstust eru gegn frum- varpinu, segja ástæðuna fyrir þvi, að ekkert upphlaup varð í Belfast þá, að mikil rigning var um dag. inn. — “Ulster will fight, but not ib rain”, segir kýmnisblaðið Punch í London. — Hroðaleg dynamit sprenging varð um hádegi á föstudaginn á eyju einni í Rainy Lake, skamt frá Fort Frances, Ont. Mistu 13 menn þar lífið og 5 særðust hættulega. Menn þessir voru við járnbrautar- byggingu fyrir C.N.R. félagið, og voru að sprengja kletta. Hafði sprengiefni verið komið í 64 holur, VILTU BETRA BRAUÐ? Það eru fáeinar húsmæður sem baka sjálfar en sem mundu verða glaðar að þekkja hinn m i k 1 a leyndardóm er gerir kökur, “pies” og brauð betra. Royal Household Flour er ráðning leyndardómsins, fyrir betri bökun. Það er ekkert hveitimjöl betra að gæðum, fáanlegt fyrir peninga. Það er not- að við konunglega húshaldið á Englandi, og unnið f stærstu hveitimylnum Canada- Biðjið um það ! og nam það nálægt 5 tons saman- lagt. Með hvaða hætti sprengingin varð er óvíst, en getgátur eru, að sumu af sprengiefninu hafi ekki verið komið réttilega fyrir. Spreng ingin þeytti heilum björgum hátt í loft upp, og verkstjórinn, Thom- as Casey að nafni, kastaðist um 150 fet í loft upp, og tætlur af lík- am'a hans komu niður hálfa mílu í burtu. Henir, sem lífið mistu, voru útlendingar, flestir Austurríkis- menn. — Miðvikudaginn 7. febrúar voru 100 ár liðin frá fæðingu brezka skáldsins Charles Dickens. Var þess minst hátíðlega viðsveg- ar um Br.etland og víða hér í Canada. , — Hermann Bang, eitt af bezt kunnu skáldum Dana, andaðist að O.gden í Utah 28. jan. Hann kom til Bandaríkjanna fyrir nokkrum vikum, og ætlaði að halda fyrir- lestra meðal Skandinava hér og þar um ríkin ; hafði haldið nokk- ura, er hann tók veiki þá í Ogden, sem leiddi hann til bana. Herman Bang var fæddur í Als á Suður- Jótlandi 1857, og varð tæpra 55 ára. Hann byrjaði ritstörf korn- ungur. — Hungursneyð mikil er á Rúss- landí, og hafa margir orðið hung- urmorða. Ástandið er svo hörmu- legt, að foreldrar selja stálpuð börn sin hirðingjum fyrir svolitla matarbjörg, og í sumum tilfellum ráða þau ungbörnum sínum bana, heldur en að láta þau kveljast frekar úr hungrinu. þó þannig sé ástatt hefir Rússastjórn neitað að taka við hjálp handa hinum bág- stöddu frá framandi þjóðum; seg- ist vera fullfær um, að sjá því borgið. Aftur hefir hún leyft, að samskot mættu fara fram innan ríkisins, og hefir keisaraekkjan og margir auðmenn gefið ríkulega í hjálparsjóðinn. 1 einu af haflæris- héruðunum hafa 200 manns orðið hungurmorða siðustu vikuna. — Vatnavex,tir miklir eru á Suð- ur-Spáni, og hafa valdið miklum skaða á bújörðum manna og hí- býlum. Hefir húsum verið sópað burtu, gripir farist og margir menn orðið að láta lifið. Fjöldi stendur uppi gersamlega bjargar- laus. Alfonso konungur og Vic- toria drotning fórú strax þangað suður, til að reyna að hjálpa þeim bágstöddu eftir mætti. Stjórnin hefir einnig sent her manns til að bjarga mönnum og skepnum, og vistaforða hefir hún einnig sent. Hinir fögru dalir í Andalúsíu eru nú stöðuvötn hátt upp í hlíðar. — þýzka ríkisþingið var sett á fimtudaginn í síðustu viku, og var forséti kosinn Dr. Spahn, foringi Klerkaflokksins. Fékk hann 190 at- kvæði, en August Bebel, leiðtogi Jafnaðarmanna 176. Fyrsti vara- forseti var kosinn Jafnaðarmaður- inn Philip Scheidermann, en yfir því reiddist hinn nýkjörni forseti, Dr. Spahn, svo mikið, að liann lagði niður forsetatignina, kvaðst ekki vilja hafa þann heiður, þegar hægri hönd sín væri Jafnaðarmað- ur. Um þetta hafa orðið harðar deilur í þinginu, og óvíst, hver for- setaembættið hreppir. Jafnaðar- mönnum, sem eru 112„ fylgir radi- kali flokkurinn, sem telur 45, cg brot af þeim Liberölu. —i T.alið er víst, að þingið verði róstusamt. — Friðrik VIII. Danakonungur hefir verið veikur undanfarið, en er mi talinn úr hættu. — Mikla gremju hefir það ’.«skið á Englandi, að nafnkunnur Lund- úna lögmaður, Bertrand Stewarts, var nýverið dæmdur í Leipzig á þýzkalandi til þriggja ára fangels- isvistar fyrir njósnir. Segja ensk blöð, að ákæran á Stewart hafi átt við engin rök að styðjast, og heimta, að stjórnin skerist í leik- inn og mótmæli þessu gerræði þýzku yfirvaldanna. — Hinn heimsfrægi danski heim- spekingur Georg Brandes varð 70 ára 5. þ.m., og var mikið um dýrðir í D.anmörku þann dag. — Blöð af öllum flokkum fluttu lang- ar hrósgreinar1 um hátin, og sam- komur voru haldnar honum til heiðurs víðsvegar um landið. En sjálfur var Dr. Brandes hvergi nærri, hafði farið til Parísar nokk- urum dögum áður, til að losna við öll fagnaðarlætin og gaura- ganginn, sem jrrði heima í Kaup- mannahöfn. — Bandaríkjamaðurinn JamesB. Weaver, hershöfðingi og stjórn- málamaður, andaðist að heimili sínu í Des Moines, Iowa, 7. þ- m., eftir stutta legu. Varð 78 ára gamall. Var tvívegis forsetaefni og i lengi þingmaður. — Hinn heimsfrægi brezki læknir barún Joseph Lister, andaðist að heimili sínu í Lundúnum á mánu- dagsmorguninn var, fjörgamall; var fæddur 1827. Hinn látni var mjög frægur skurðlæknir, og var um fjöldamörg ár prófessor í líf- sknrðarfræði við brezka háskóla. — Fylkisþingskosningax hafa ný- verið farið fram í Suður-Ástralíu, og hefir verkamannaflokkurinn, sem þar var við völd, beðið ósig- ur. Liberalar hafa náð sex þing- manna meirihluta. — Hinar stöðugu uppreistir og róstur í Mexico hafa leitt til þess, að forsetinn Francisco Madero hef- ir tekið sér alræðismanns nafn með fullu einveldi, líkt og Diaz fyrirrennari hans hafði áður. Telur Madero það eina ráðið til að halda friði í landinu og græða þau mein, sem landslýðurinn hefir beð- ið af styrjöldinni. Breytingar hafa orðið á ráðaneytinu ; hafa þeir farið, sem ósammála voru þessu tiltæki forsetans, en þeirra sæti hafa verið fylt með mönnum, sem Madero getur treyst og honum eru samhuga. Uppreistin í Norður- Mexico hafi verið bæld niður. — Landstjórinn í Canada, her- toginn af Connaught og frú hans, dóttir og fylgdarlið, heimsækja Winnipeg í næstkomandi júlimán- uði og dvelja vikutíma. Ætlar her- toginn að opna hina árlegu iðn- sýningu, sem hér er haldin um það leyti. — Brezka þingið kom saman í gær. Merkast við þingsetinguna var, að stuðningsmaður hásætis- ræðunnar var sonarsonur gamla Gladstones, nýkjörinn þingmaður, að eins 26 ára, W. G. Gladstone að nafni. Er hann ræðumaður góð- uri °JT ffera flokksmenn hans sér miklar vonir um framtíð hans. — þing þetta verður stórtíðinda- samt. Heimastjórnar frumvarp íra verður lagt fyrir það í marz- byrjun, og þarf þá ekki að sökum að spyrja um aðganginn. Einnig er alment búist við, að Asquith muni leggja niður stjórnarfor- menskuna, nauðugur eða viljugur, því frjálslyndasti hluti stjórnar- flokksins hefir farið fram á það. Vill heldur missa völdin og að I.loyd George sé foringinn, en að lialda þeim’ með Asquith í broddi fylkjngar. Álitið, að þingið muni rofið, er líður fram á vorið, og að nýjar kosninnfar fari fram snemma í sumar. GÓÐ HERBERGI. Góð herbergi til leigu hjá ís- lenzkum hjónum, skamt frá Winni- peg Theatre, með húsbúnaði eða án ; mjög ódýr. Hkr. vísar á. VEGGLIM Patent hardwall vegglím (Enipire tegundin) g;ert úr Gips, oerir betra vegglím en nokk- urt annað vegg- líms efni eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : : PLASTER BOARD ELDVARNAR- VEGQLtMS RIMLAR og HLJÓDDE YFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited WIKNIPEU

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.