Heimskringla - 15.02.1912, Síða 8

Heimskringla - 15.02.1912, Síða 8
' 8. BlyS WINNIPEG, 8. FEBRÚAR 1912 HEIMSKRIN GLA ...THE .. . HEINTZMAN & CO. PLAYER-PIANO TjAÐ er ekki Piano með s< r- " stakri spilara-vél bygðri annarstaðar, og sett svo innan i Pianoið. Það er ein bygging, og svo vðnduð að ekkiá sínu lika. Piano þessi eru bygð í verksmiðju þeirra sem er við- kunn fyrir vönduð smiði og efnisgæði. Piano þess ern bæði listfeng að gerð og óviðjafnan- lega hljómfögur, og eru sannur dýrgripur á hverju heimili. Komið í böð vora og lieyrið undursamlegasf.a hljóðfærið, f stærstu hljóðfæabúðinni í Wpg. Wztnp f xm mxmwm J. W. KELLY. J. REDMOND og W J. ROSS, eiuka eigendur. Winnipeg Mesta Music Búð. Cor. Portagro Avo. and Hargrave Street Herra J. T. Bergmann, bygginga meistari, sem veriö hefir sl. tvo mánuði á íerðalagi um Vestur Canada, kom hingað aftur í sl. viku og lét sérlega vel af framtíð- arútliti víða vestra. Mjög lét hann vel af ástandi íslendinga á Point Roberts, og myndarskap öllum þar. Meðan hann dvaldi þar sótti hann samkomu, sem landar vorir þar héldu, og var hún ókeápis fyr- ir alla. Framkomu vorra ungu landa á því prógrammi kvað hann hafa verið þá beztu, sem hann hefði þekt hér vestra, og hældi þeim mjög fyrir þá viðleitni, sem þeir hefðu hafe við undirbúninginn allan. Svo leizt honum á Medicine Hat borg, að þar verði mikil fram- för í nálægri framtíð. Gasið þar og loftslagið gerir bæinn sérlega æskilegan aðsetursstað, og allar líkur til, að þar verði iðnaður mikill með tíð og tima. Með gas- inu hita og lýsa bæjarbúar lnisin sín, og væntanlega verður það einnig notað til framleiðslu á verk- ttæðum í nálægri framtíð. Fréttir úr bænum þorrablót “Helga magra” var haldið á þriðjudagskveldið í Mani- toba Hall. Var þar fjölsótt; voru þar samankomnir bændur og borg- arar, konur og yngismeyjar, ungir og aldnir úr öllum íslenzkum bygð arlögum. Hófið hófst með dansi og endaði með dansi. Að borðum var sezt kl. 10, og voru veitingar góð- ar og ljúffengar. Undir borðum voru ræður haldnar og sungið. Fyrstur talaði þ. þ. þorsteinsson skáld fyrir minni Fjallkonunnar, og sagðist vel og skáldlega. Kvæð- ið “þú álfu vorrar yngsta land”, eftir Hannes Hafstein, var sungið. þá fiutti séra Fr. J. Bergmann snjalt erindi um Skúla fógeta, og söngflokkurinn söng hið gullfallega kvæði þ. þ. þorsteinssonar, sem birtist á öðrum stað hér í blað- inu. Síðastur ræðumanna var Dr. Jón Stefánsson ; mælti hann fyrir minni íslendinga í útlöndum, og sagðist prýðisvel. þá var kvæði sungið eftir St. G. Stephansson.— Söngfiokkurinn söng ýmsa ætt- jarðarsöngva og tókst vel. Var hann undir stjórn Jóns Friðfinns- sonar tónskálds. Hljómleikar voru og góðir.— Að síðara borðhaldinu loknu hófst dansinn aftur, og skemtu menn sér dansandi, spil- andi og syngjandi langt fram á morgun. — Um 300 manns tóku þátt í mannfagnaði þessum. Ungfrú Gerða Ilalldórsson lagði af stað héðan úr borg áleiðis til Noregs og Danmerkur um siðustu helgi ; en ætlar með vorinu til ís- lands, að finna ættingja sína og | vini í Reiykjavík og í Önundarfirði I á Veeturlandinu. En væntanleg er ! hún vestur hingað aftur f ágúst næstkomandi. Meðal annara gesta í bænum eru i þessir ; Jóhann B. Thorleifsson og Magnús Breiðfjörð, frá Yorkton ; | Oddur Melsted, Sæmundur Hall- dórsson, Magnús Bjarnason og Guðbrandur Breiðfjörð, frá Church bridge ; Thorleifur Anderson, Mrs. F. Friðriksson, Miss E. Einarsson, Mrs. H. Eyjólfsson, Mrs. G. Gutt- ormsson og Miss M. Egilsson, frá bögberg- £,0., Sask. Mr. Magnús Melsted situr hér á stórstúkuþingi * Goodtejmplara, sem byrjaði á mánudaginn var. En þeir G.Breið- 1 fjörð og Th. Anderson eru á leið 1 í kynnisför til vina sinna í Argyle 1 bygð, og faæa þangað seint í þess- ari viku. 1 Herra John Á,gúst Johnson, fiá Binscarth, Man., hefir selt aktýgja verzlun sína og land þar, og hygg- ur að flytja sig hingað til borgar- innar. Hann kom hingað í þessari viku. Ungmennafélag Únítara heldur fund í kveld (miðvikudag) á venju- legum stað og tíma. það er áríð- andi, að sem fleetir meðlimir klúbbsins sæki þennan fund. þeir herrar Sigurður H. Hjalta- lín og Jakob Benediktsson, frá Mountain, N. D., og Ólafur Stef- ánsson, frá Cavalier, N. D., komu hingað til borgarinnar á mánu- daginn, á leið vestur á Kyrrahafs- strönd. Héðan fóru þeir vestur á þriðjudagskveldið. þeir ætla að heimsækja Vancouver, Seattle, Blaine og aðrar strandborgir þar Vestra. Búast við að verða rúman mánuð á þessu ferðalagi. þeir herrar Ilalldór Halldórsson og Stefán Kr. Eiríksson, frá Tran- ter P.O., Man., voru hér ,á ferð i þestari viku. Segja góð lönd enn þá ótekin þar nvrðra og ráða ís- lendingum að festa sér þau áður eb aðrir taka þau. Næsta sunnudagskveld verður talað um “Framtíðarmöguleika íslenzks þjóðemis hér í landi” í Únítara kirkjunni. Allir boðnir og velkomnir. þeir herrar Loftur Jörundsson og Magnús Markússon hafa sett á stofn skrifstofu, að 518 Builders’ Exchange, á Portage Ave.,, gegnt Eaton búðinni. þeir stunda þar fasteignaverzlun, útyega peninga- lán og selja eldsáhyrgðir. þeir óska viðskifta íslendinga. Talsími þeirra verður auglýstur síðar hér í blaðinu. LEIÐRÉTTING. í erfiljóðum eftir Elínu sál.John- son, sem prentuð voru í síðasta blaði, hefir prentvilla slæðst inn í næst-síðasta erindið. t þriðja vísu- orðinu þar stendur : því komst þú oss oftlega kát okkur mót ; á að vera : því komst þú s v o oftlega kát okkur mót- þetta er góðfús lesari beðinn að athuga. Herra Th. Johnson, hinn vel- ]>ekti íslenzki fíólinisti, heldur Vio- lin Recital með nemendum sínum í Goodtemplara húsinu mámtdaginn 11. marz næstk. Nánar auglýst síðar. Joseph Jósafatsson og E. Ey- mundsson, frá Tantallon og John Eastman frá Woodside komu hing- að til að blóta. Á spilafundi í íslenzka Conserva- tive- klúbbnum, sem haldinn var 8. þ. m., vann hr. Chr. Johnson blikksmiður verðlaunin, sem voru vindlakassi. — Á mánudagskveldið kémur verður venjulegt Pedro kappspil í klúbbnum. Aðkomandi Conservativar eru boðnir og vel- komnir á spilafundi klúbbsins. Um helgina vor hér f borginni : V. Lúter Jósephson, S. F. Bjarna- son, T. T. Halldórsson, S. Stef- ánsson (Sigfússonar), Paul John- son, Sigurjón Eiríksson, Arinbj. Björnsson, Ottar Sveinsson, Svan- berg Sveinsson, Barney Björnsson, Harry Muller, Jón Thorsteinsson Runi Vestdal og Guðm. S. Guð- mundsson (verkfærasali), frá Wyn- yard. — Frá Leslie : Mrs. Guðný Magnússon og Friðbjörn sonur hennar. Gleymið ekki Cantata PROF. SV. SVEINBJÖRNSSONAR í fyrstu Lút, Kirkju, miðvikudagskveld- ið í þessari viku 14- þ, m. Vort 25C. Frœ safn innikeldur 16, fullstgerðar pakka af blómfræ tegunduni:- Asler Bacheloiis Buttons, Qanary Bird V ine, Chry san th em u m. Forget-Me-Not, Mignonette, Marigold, Nasturtinm, Pansy Poppy, Sun-fliower, Sweet Peas (2 teg.) Swéet William, Zinnia, Wjld Cucumber, CANADA BRAUD NORTHERN No. 42 A 3 . . . Verð 25c. Ef sent með pósti sendið 2 eeuta umfram fyr- ir póstgjald. Eaton’s CROWN FRŒ Það er bragð- betra en lýst verð- ur með orðum. Fónið Sherbrooke 680 og fáið það sent heim til yður. Verðið aðeins 5c brauðið.......... Northern Crown fræin eru bestu fræ sem f ér getið keypt. Ágætlega hæf fyrir loftslag norðvesturlandsins. Þau eru traustari en fræ, ræktuð f suðurlöndum og undir vanalegum kring- umstæðum hafa sterkt frjógunarafl. Vér getum áreiðanlega mælt með þeim við yður. Vér höfum fengið skýrslur frá flestum hérnðum Vesturlandsins þar sem fræ þessi hafa verið seld.og bændur láta ágætlega af notkun þeirra. Vor nýji Fræ bæklingur FRÍ FYRIR ALLA ER STUNDA GARÐRŒKT Vér h®fum gefið út fræ bækling i fyrsta sinni á æfi vorri. Ef þér hafið ekki fengið eintak, þá sendið oss nafn yðar og áritun, og þá sendum við yður eintak. Það er bæði fróðlegt og skemtilegt. Engin garðyrkju maður ætti að vera án hans. Sendið oss skeyti I dag. Skrifið strax eítir bæklingnum. NOG FYRIR ALLAN KÁL- METISGARÐ YÐAR innifelur 20 mismunandi tegundir af beztu kál fræjum. Sérstaklega hæfilegt fyrir jarðveg Vesturlandsins :— Hálft pund Beans Beet (2 tegundir) Cabbage (2 tegundir) Ein unza Carrot 1 pakki hvlt Plume Celery, 1 pakki Citron, Y2 pund Corn 1 unza Cucumber. 1 unza Lettuce. Omons (2tegundir.) 1 pakki Parsley. Hálft pund Peas. 1 nnz t Ratish 1 pakki Tomatoes. 1 pakki Vegetable Marrow. 14 pund Turnip. 42 A 1. . . Verí $1.00 Ef sent er með pósti sendið 12 cents extra fyrir póstgjald. , 35 FULLSTÆRÐAR PAKKAR NÝJUM FRÆUM Safníð hefir nægar fjölbyrgðir planta fullkomin matjurtagarð. til að Beans (2 tegundir.) Beet (2 tegundir.) Cabbage (2tegundir.) Carrot (2 tegnndir.) Citron Celery, Corn (2 tegundir.) Cucumber (2 teg.) Lettuce (2 tegundir.) Onion (3 tegundir.) Parsley, Parsnip. Peas (3 tegundir.) Pumpkin. Radish (3 tegundir.) Turnip. Squach. Spinach. Tomato (2 tegundir, Vegetable Marrow.) 42 A 2. . . . Verð 60c. Ef sent með pósti bæt 7 centum við auk- reitir, fyrir póstgjald. t. eaton;c?, LIMITED WINNIPEG, CANADA Herra Snjólfur J. Austmann hér í borg biöur þess getið, aö í rit- yerð hans, er nýlega stóð hér í blaðinu hafi orðið rafherzla verið sett “raftegla”. þetta lesi lesendur í málið og höf. beðinn velvirðingar á villunni. Herra Sigfús R. ísfeld, frá Wyn- yard, Sask., er hér í lækningaer- indum við nnvortis sjúkdómi. — Verðus hér væntanlega um tírna. □□□□□□□□□□□□□ ■IkimimImwTmI Sökum rúmleysis verður árs- skýrsla Únítara safnaðarins að bíða næsta blaðs. þeir herrar Mr. Hjaltalín og Narfi Vigfússon, frá Tantallon, Sask., eru hér í þessari viku. Hr. Vigfússon sagði heilsufar og líðan fólks í bygð sinni gott. Strangax sagði hann að sveitungum sínum þættu kröfur Gimli manna til myndastyttu Jóns Sigurðssonar og á litlum rökum bygðar. Kvað hann einróma álit í sinni bygð, að styttan ætti að standa á þinghúss vellinum í Winnipeg, með því líka að það væri í samræmi við tillög- ur nefndarinnar á Islandi, sem sent hefðu styttuna hingað vestur, og einnig vegna þess, að hún væri hv^rgi jafn vel sett og virðulega fyrir komið, sem á vellinum við þinghús þessa fylkis. Ef svo, þá tryggið hags- muni yðar með þvf að ger- ast áskrifandi að “Dun’s” Legal and Cosnmercial Re- cord. Allar upplýsingar veittar er óska. Dr. G. J. Gíslason, Physlclan and Surgeon 18 South 3rd Str., Orand Forks, N.Dtú Athygli veitt AUONA, ETRNA og KVERKA 8.JÚKDÓMUM. A- SAMT INNVORTIS SJÚKDÓM- UM og UPPSKURÐI, — R. G. DUN & CO. Winnipeg, Man, 9-5-:. ihi □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Samkoma sú, sem íslenzka Stú- dentadentaíélagið er að undirbúa, verður ekki höfð þann 19. febr., eins og hefir verið auglýst, en ýmsra orsaka vegna verður henni frestað tii þess 26. þ.m. — þessir menn keppa þar um medalíur : Jón Árnason, Kristján J. Aust- mann, Jón þórarinsson, Jónas Jón asson, Hallgrímur Johnson og Gordon A. Paulson. Á prógramm- inu verður ýmislegt annað gott og skemtilegt. Undir ‘'Eftirspurn eftir stúlku” í siðasta blaði stóð “F. Johnson”, en átti að vera : J. Jónsson Lin- dal, Thingvalla P.O., Sask. Það er alveg víst að það borgar sig að auglýsa í Heimskringlu S.D.B.STEPHANSON Fasteignasali. LESLIE, SASK. Ræktaðar bújarðir til sölu með vægu verði og góðum skil- málum. Útvega lán mót veði f fasteignum. A g e n t fyrir Lffs og Eldsábyrgðar félög. TIL SÖLU í LESLIE BŒ, hefi ég HOTEL með öllu til- heyrandi. Einnig: YERK, FÆRAVERZLUN. G ó ð a r byggingar, gott B u s i n e s s Agætt tækifæri að ná í arð- vænleg BUSINESS. Skrifið fljótt eftir upplýsing- um, verði o. s. frv, til S. D. B. STEPHANSON l.ESUE, SASK. C.P.R. Lönd C.P.R. Lönd til sölu, í town- ships 25 til 32, Ranges 10 til 17, að báðum meðtöldum, vestur af 2 hádgisbaug. ’ Þessi lönd fást keypt með 6 eða 10 ára borgun- ar tfma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkynt að A. H. Abbott, að Foam Lake, S. D. B. Stephauson að Leslie; Arni Kristinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal sölu umboðsmenn,alls heraðsins að Wynyard, Sask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara en þessara framan- greindu manna, bera sjálfir ábyrgð á þvf. Kaupið þcssi lönd nú. Verð \>eirra verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS QENERAL SALBS AQENTS WYNYARD SASK. PAUL BJARNAS0N FASTEIGNASALI SELUR ELDS- LÍFS- OG SLYSA- ABYRGÐIR OG ÚTVEGAR PENINGALÁN WYNYARD : : SASK. JOIIASOX & CARR RAFLEIDSL UMENN Leiða ljósvíra í íbúðarstór- hýsi og {jölskylduhús ; setja bjöllur, talsíma og tilvísunar skífur ; setja einnijj upp mót- ors og vélar og gera aLskyns raímagnsstörf. 761 William Ave. Tai. Garry 735 Anderson & Garland, LÖGFRÆÐINGAR 35 Mercliants Bank Building phone: majn 1561. TH. JOHNSON JEWELER [ 286 Maln St.. Siml M. 6606 Bonnar & Trueman LÖGFRÆÐINGAR. Suite 3-7 Nanton Block Phone Maln 766 P. O. Box 234 WINNIPEG, : : MANITOBA Dr. J. A. Johnson PHYSICIAN and SURGBON EDINBURG, N. D. Sölumenn óskast fyrir ötnlt of fram- Kjarnt fasteigua- félag. Menn sem tala útlend tunKumál hafa forgauRsrétt. Hé söiulauo borgruö. Komiöogtaliö viö J. W. Walker, söluráös- F. .1. Campbell & Co. 624 Mam Street - Winnipeg, Man. R. TH. NEWLAND Verzlar meö fasteingir. fjárlán og ábyrgöir Skrlfstofa: 310 Mclntyre Block Tulsfml Maln 4700 Heimill Roblin Hotel. Tals, Garry 372 Gísli Goodman TINSMIÐUR. VERKSTŒÐl; Cor. Toronto & Notre Darae. Phone Qarry 2988 Heimilla Garry 899 HANNES MARINO HANNESSON 'Hubbard & Hannesson) LÖGFR ÆÐINGAR 10 Bank of llamilton BIJk. WINNIPBQ P.O, Box 781 Phone Maln 378 " “ 3142 Sveinbjörn Árnason FasteignHMali. Selur hús og lóöir, eldsábyrgöir, og lánar peninga. Skrifstofa: 310 Mclntyre Blk. offlce TAL. M. 4700. hiis Tal. Sherb. 2018 J~m BILDFELL PASTBIQNA5ALI. Unlon Bank 5th Floor No. 520 Selnr hús og lóöír, og annaö þar aö 16t- andi. Utvegar peningalán o. fl. Phone Main 2685 G, S, VAN HALLEN, Málafœrzlumaönr 418 Mclntyrc Block., Winnipeg. Tal- sfmi Maiu 5142 KLONDYKE T_r 2C''V'TT'U ern vbeztn Klondyke hœna verpir 250 eggjum á ári, flöriö af þeim er eins og bezta nll. Verö- mœtnr hœnsa bæklingur er lýsir Klon- dyke hœnnm veröur sendur ókeypis hverjum sem biöur þess. Skrlnö; Klnndyke INinltry Ranch MAPLE PAKK, ILLINOIS, U. S A.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.