Heimskringla - 28.03.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.03.1912, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MARZ 1912. 7. LLb Gamanvísur til O. P. Skylt ég tel, á meðan mér Mftls ei vélin stirðnar, Fíngrahélu-f>öllin þér Þakka velgjörð irnar. Eins ög bliðust eygló skín — Undrast lfður vlða — Sannleiks-iðil-ástin þín, Og siðpr/ðin frfða. Við það kannast verð ög nú Vitni s a g a n gefur Langt um o f að lannað þú Litla velgjörð hefur. Þinn ei lesa láttu vin Ljóðin, brátt sem þrjóta; Þvf að árans afbrýðin í hanu kann að þjóta. Óttast ég, að hraustur, hann Hiklarleik þá opni, Skygðan m >ð og skaðbeittan • •■Screwdriver” að vopni. Gizka má að að gömlum beim Geti stýrt 1 vanda, Fyrir bitrum brandi J>eim Berskjaldaður standa. G. SKÚLASON. Sigtr. Ágústsson, þessi Illagils alturganga, veSur xiurinn upp í nef í Hieimskringlu 14. þ. m. — marz —, og kastar þar að mér skarni og skömmum «ins og vitfirringur, svo óstjórn- lega, aS trauSla mun nokkur blaS- síSa finnast undir íslenzkri rit- stjórn, sem getur sýnt jafn svart- an blett, mannvonskulegan og bjánalegan og þrælslegan, alt í senn. Hver er orsökin ? Hún er þessi : Hann, þessi illgjarni alfviti, Sig- tr., skrifaSi ritdóm um Illagil, sögu þ. þ. þorsteinssonar, sem út hefir komiS í I. og II. hefti Syrpu, tímariti Ó. S. Thorgeirs- sonar, og sem út kom í Hkr. 28. febr. sl., og kallar þann dóm “Ný fyrirbrigöi í bókmentum”(! ! ) — Viku síSar eSa 7. marz birtist í sama blaSi álit mitt um þessa sömu sögu, og vissi ég ekkert um ritdóm Sigtr., þegar ég sendi grein blaSinu. Óg þar sem nú mitt álit um söguna fer aS sumu leyti í alt aSra átt en hans, þá gengur hann bókstaílega af göflunum ; í- myndar sér, aS ég held, aS nú hljóti minn ritdómur aS gera sín ■(fyrirmyndar) ‘‘fyrirbrigSi” aS •«ngu, svo þarna fari nú sitt fyrsta og mesta meistarastykki í hundana, eins og alt annaS, sem hann hefir klaufaS á pappír. Önnur ástæSan er sú, aS þessi Illagils afturganga er einn úr hópi H’agyrðingafélagsins. Ekki svo aS skilja, aS hann sé skáld frekar en *ég eSa mínir líkar. En hann er þar ómissandi gersemi samt sem áSur, því liann er hrokafullur og sígeltandi ; reiSubúinn aS rífa í hæl, hvern sem ekki hefir kunnaS aS beygja kné sín fyrir dýrmæti þeirrar stofnunar. Og öllum er kunnugt um þaS, að ég hefi átt þar í harSri deilu, og þeir herrar, sem fremstir standa þar, hata engan mann meir en mig, og sleppa engu tækifæri sem næst til þess að svívirSa mig. því til sönnunar með öðru fl. skal þess getiS, aS i fyrra vor rit- aSi Hjálmar Gíslason afar langa skammagrein til min, sem ég liefi aS engu virt svars ; hún var ger- samlega í sama anda stiluS og þessi Sigtr. grein : gengiS framhjá öllu, sem til grundvallar lá, ekk- ert um annaS hugsaS en níSa og sverta. Hrottaskapur á hæsta stigi, og ekki gefandi skörnug skó- bót á milli þessara ritsmíSa. Og ég veit meS vissu, aS þar, hjá H. 'G. réSi gamla hatrið mestu, því Hjálmar er hvorki illmenni eða ó- þokki, nema hann sé leiddur á glapstigu af sér verri mönnum. Nú vil ég aS eins segja þessi fáu •OrS til lesenda Hkr.: Ef heiSvirðan mann hefSi hent Sú vanvirða og gáleysi, aS rita annaS eins níð og það, sem Sigtr. hnoðaSi saman, þá hefSi ég svar- a-S á þessa leið : Hamingjan góSa hjálpi þér, maSur! Hvað gengur aS þér ? Ertu genginn af vitinu, vinur minn? BáSir ritum viS dóm nm sömu söguna ; hvorugur veit utn athafnir annars, frekar en við vitum, hvenær dauðann ber að. Bkoðanir okkar verSa gagnstæSar á málinu, sem um er aS ræða. Getur þú nú ekki séS þaS sjálfur, þegar af þér rennur þessi óstjórn, ssem hefir leitt þig út í þessa villu, aS slíkt yrSi svo grátlega lilægilegt og engum skynsömum inanni samboðiS, aS viS færum aS hnakkrífast með óbóta skömmum í blöðunum iit úr okkar eigin dómum, sem við höfum gefiS út til lesenda blaðsins. það eru þeir (lesendurnir), sem hafa vald til aS láta skoðun sína í ljósi um það, hver okkar fari nær því sanna, en við megum alls ekki dæma þar í okkar eigin sök. Eg þykist hafa rakiS þráS sög- unnar skýrt og óhlutdrægt, og ég kalla hana sjálfa þar til vitnis. — ESa hvernig í ósköpunum á maS- ur að át.ta sig á því, að þú segist ætla aS gera athugasemdir viS ‘‘ritdóms-háðung”, en þegar til kastanna kemur, þá bregðurðu á leik með mi'g suður um öll Banda- ríki og síðan í fyrirlestra-ferðalög, og svo til þess að kóróna alla vit- ievsuna, snýrð þú mér og hringlar í kringum gamla Sölfa Helgason, þar til ltver einasti æru og sið- prýðismaður er búinn aS fá and- stygð og skömm á öllum þessum ólátum. Nei, minn góði, þetta eru engar athugasemdir, sem að nokk- uru leyti snerta ritdóminn. þannig mundi ég hafa svarað lieiðvirðum manni, eins og ég áS- ur sagöi. En ég tek það hér skýrt fram, að þessi orS eru ekki töluS til Sigtr. Ágústssonar. þau inundu að eins framleiða illmann- legt glott á geSslega(! ) andlitinu á honum, og orSin hans mundu veröa á þá leið, að hirtingin hefði orðið mér svo sár, að nú þyrði ég ekki annaö en biSjast vægSar. Langt frá því. Sigtr. verður lík- lega aldrei þess virði, aö vera svaraS sem heiSvirSum dreng. Hans nafn hefir ekki, enn sem komiS er, veriS bundiÖ við neitt, sem er'nýtilegt og fagurt. Og alt, sem eftir hann liggur, eru skamm- ir, annaðhvort um einstaklinga eða félög. Og að endingu segi ég það : AS illa er málstað þeirra manna kom- ið, sem enga eiga betri og réttlát- ari menn til að verja sig én þá, illgirnislega fíflið hann Sigtrygg, og Iljálmar Gíslason. Svo á ég enga einlægari ósk til en þá, að þeir megi hér eftir vera ‘‘alfrjálsir fyrir öllu eftirliti guðs og manna”, eins og hjónaleysin í sögunni hjá þorsteini. Hvorugan þeirra skal ég framvegis virða svo mikils, að ég hræki í áttina til þeirra. Lárus Guðmundsson. Leiðrétting. Ilerra ritstjóri. Viltu gera svo vel, aS ljá eftir- fylgjandi linum rúm í blaöi þínu Heimskringlu. þegar ég las landnámsþætti Grunnavatns bygöar manna í almanaki ölafs Thorgeirssonar, kom bæði mér og fleiri bygSar- mönnum mjög á óvart, aS sjá að eins getiÖ láts Kristjáns Vigfússon ar, og það á mjög óviðfeldinn hátt. þar segir að eins þetta : “Kristján Vigfússon er nú dáinn ; rotaðist úr vagni af því að öku- hestur hans fældist með hann”. þáð er ekki hægt aS segja, aS þessi frásögn í almanakinu sé eig- inlega liugSnæm fyrir vini og vandamenn Kristjáns sál.; meS því lika, áð frásögn þessi er ekki rétt, og er ég hissa á höfundi þátta þessara, jafn pennafærum manni og hann er, að oröa ekki þessa frásögu dálítið á annan veg. það eru nú þegar liðin 7 ár síö- an Kristján Vigfússon dó, og or- sakaðist það þannig, að hann var á ferð við noröurenda Grunna- vatns. Hann keyrði einn hest fyrir léttivagni (buggy) og hafði plóg í vagninum, sem hann var aS láta gera við. Mun eitt hjóliö hafa bil- að í vagninum og hesturinn þá orðið hræddur,og farið aS slá ; cn Kristján sál. var mikill kjarkmað- ur og ekki viljað sleppa taumhald- inu fyr en í fulla hnefana, og í þeirri viðureign fékk hann högg fvrir brjóstið, sem leiddi hann til bana. Hann hafði meðvitund fyrst þegar til hans var komiö, og sýn- ir það Ijóslega, að ummælin í altrmnakinu eru ekki rétt. það hefir enn ekki verið birt op- inberlega æfiágrip Kristjáns sál., og mun ástæða til þess vera sú, að strax viS jarSarförina komu nokkrir vinir þess látna sér sam- an um, aS leita samskota, sem verja skyldi fyrir legstein yfir leiSi lians, og munu þá hafa ætlaS sér, að gera almenningi kunnugt æfi- starf Kristjáns sál., sem var meira og göfugra en alment gerist. Eins og áður er tekið fram, eru nú i næstkomandi maímánuSi lið- in 7 ár síðan byrjaS var á sam- skotum fyrir legsteininn, og væri því ekki ósanngjarnt gagnvert gef- ] endtinum, aS menn þeir, er höfðu j mál þetta með höndum, vildu nú ] vinda bráSan bug að því, aS ] koma því í framkvæmd ; en ef það er einhverra hluta vegna ekki I 'læRt, þá aS gefa ástæöyr fyrir því. A. J. Skagfeld. Til Borgfirðinga og Mýramanna. Herra ritstj. Hkr. flisfeðúr, sem verið höfum í Mýra- manna sveit og Borgarfirði, létum af mörkum í samskotasjóSinn $1, og ungir piltar og stúlkur, sem viidu styrkja þetta góSa málefni, létu 50c, og einhver einn eSa þá fleiri vildu gera svo vel og safna þessum samskotum hver í sinni sveit fyrir — ég segi — næsta haust ; auðvitað bezt sem fyrst. Kæmi þá bráðlega í ljós, hvort þessi samskot yrðu fullnægjandi. En mér finst líka mjög nauðsyn- legt, að biðja herra þorskabit, aS gera svo vel og gefa okkur (í gegnum blöðin) hugmynd um, hvaö ofannefnd kvæðabók mundi kosta, innbundin eSa óinnbundin. Eg efast ekki um, eftir kvæSum þeim aS dæma, sem komiS hafa í íslenzku blöðunum hér vestan gafs, að slik kvæSabók yrði kærkominn gestur á sem næst hverju heimili hér vestan hafs, og meira aS segja, að bókin yrði keypt viða á okkar gömlu stöðvum heima ; og það er einmitt tilgangur minn með þessum einföldu línum, að góð- skáldið þorskabítur hefSi svolítiS framyfir kostnaðlnn. þá fyrst yröi ósk míti og von uppfylt. Kæru Borgfirðingar og Mýra- menn ; ég vona nú aS þessi tillaga mín fái góðan byr, svo aS þessu verði komiS sem allra fyrst í framkvæmd, og að sem flestir líti á j>etta eins Og.ég ; ifrá mannúðar- innar sjónarmiði skoSa ég það skyldu vora, að hjálpa þeim, sem hafa orðið fyrir einhverri mæSu og stríði í lífinu, eins og þessi maöur, þorskabítur, hefir orðiö fyrir af drottins hendi : legið stórlegur og mætt heilsuleysi, sem við hefðum viljað gefa meira en einn dollar til að þurfa ekki aS reyna. Svo ann- að : frá kristilegu sjónarmiði skoða ég það skyldu vora, að hjálpa (hvort sem hann heitir Pét- ur eða Páll) hverjum til að ái vaxta pund -sitt, sem drottinn setti hann til að ávaxta, en ekki hjálpa til aS grafa þaS. HefSi nú þessi margnefndi þorskabítur ekki oröiö fyrir því ofantalda heilsu- leysi, þá væri þessi bók —> ég segi kærkomna kvæðabók — komin máske inn á hvert íslenzkt heimili hér vestan hafs. Og væri það á- gætt, ef vinur vor Lárus vildi gera svo vel og hafa fjársöfnun i Winnipeg með aðstoð blaðamann- anna íslenzku. Ef þeir vildu nú gerast móttakendur og auglýsa samskotin frá hverjum einum í blaðinu, nema móttakandi, þorska bítur, vilji brej-ta því öðruvísi. Viltu gera svo vel, að ljá eftir- farandi línum rúm í þinu heiðraða blaði. Eg las i 22. nr. Hkr. (29. febr. þ.á.) vel orðaða grein eftir gamal- kunningja mihn Lárus Guðmunds- son, um Borgfirðingamótið 15. f. j m., þar sem nefndur L.G. lýsir all- j ítarlega skemtiskrá saimkomunnar og lætur vel yfir öllu. En aðalmál- j snildina og listaverkiö, sem Borg- liröingamótiS hafi framleitt, telur Lárus kvæðið eftir þorskabít fyrir ininni Borgarfjarðar. Eg hefi ekki ínikið vit á skáldskap, en fyrir i minum tilfinningum skoöa ég það listaverk og er á sömu skoðuu og j L. G., að annaS verði ekki ort betra framvegis fyrir ‘‘mótiö”i Ég er því mjög þakklátur L. G. fyrir tillögur hans, bæði aS þorskabítur sé boöinn og velkom- inn lteiSursgestur á hverju Borg- firðingamóti framvegis, og einnig, að Borgfirðingar í Winnipeg leggi saman og kaupi handa honum gullbúinn göngustaf að kvæSalaun- um. Jietta er nú gott og blessað, svo langt sem það nær. það ergóS minniug. Svo getur þorskabitur stutt sig viS stafinn. En mér þykir þaS engan veginn nóg. Ég hugsa, að v.ið BorgfirSingar og Mýramenn (og fleiri) skoðum kvæði þetta listaverk (sem og öll kvæSi eftir sama höfund). En listaverk eru dýrkeypt. þau kosta annaS tveggja ærna fé eSa þá mikla guSs gjöf, og helzt hvorutveggja. Dett- ur mér því í hug, að ekki væri of launaS, þótt við allir Borgfirðing- ar og Mýramenn hér vestan hafs legðum saman (því margar hendur viima létt v.erk), og annaðtveggja kostuðum útgáfu kvæöabókar, sem nefndur þorskabítur hefir ekki efni til aö gefa út á eigin reikning, eða þá við mynduðum samskota- sjóð, sem þorskabít yrði afhentur fyrir næsta BorgfirSingamót; svo höfundurinn gæti þá sjálfur staSiS fyrir útgáfu bókarinnar ; meS því augnamiði, að allir þeir, sem legðu í sjóðinn, væru um leið að gerast kaupendur bókarinnar og borga fyrir sig frarn. Ég er því miður ekki fróSur um tölu Borg- firSinga og Mýramanna (heimilis- feður), sem ég til vísa með sam- skotin ; og jafnvel ungu piltarnir borgfirzku yrðu með líka, þó það væri minna. Ekki veit ég heldur, hvað það myndi kosta, aS gefa út nefnda bók. En mér hefir lauslega dottið í hug, aS ef við állir heim- Ég segi og skrifa það, aS sam- skota hefir veriö leitað meðal Is- lendinga hér vestan liafs, sem ekki liefir verið meiri þörf, og ég kalla þetta skyldu vora, því guð hefir skapað fátækan og ríkan, og hann liefir sagt: fátæka hafið þér jafnan lijá yður, og fyrir þá fátæku borg- ar haun með guðsblessan. En hér við þessi samskot fáum við meira en guðsblessan, við fáum gull líka. Að eins þaS, aS við leggjum hönd j á plóginn, aS grafa eftir því, sem j ekki er langt að grafa. Forðabúr bókmenta vorra hér vestanhafs er ekki svo troöfult, að ekki megi bæta i það einu gullkorni. Svo enda ég þessar línur með því, að byrja á samskotunum, og lofa ég hér með í þenna sjóS þrem- ur dollars ($3.00), og vona aS fleiri komi á eftir. Svo að endingu óska ég öllum Borgfirðingum og Mýramönnum og öllum íslendingum góSs gengis í framtíðinni. Churchbridge, 12. marz 1912. Björn Jónsson. ————— JÓN HÖLM, gullsmiður á Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunum. — Selur einnig ágæt gigtarbelti fyrir $1.25. X----------------X ÍSLENZKIR KAUPMENN í Manitoba og Saskatchewan fylkjum, — munið eftir, aS nú getið þiS fengið frá mér upp- áhalds kaffibrauSið íslenzka — tvíbökurnar og haglda- brauðiS. þaS gefur ykkur aukna verzlun, að hafa þess- ar brauðtegundir í verzlun vSar. Ég ábyrgist þær eins góðar og unt er að búa þær tif. Allar pantanir afgreiddar fljótt Og vel. G.P.TH0RDARS0N 1156 INGERSOLL ST. WINNIPEO ________________X e + PRENTUN VÉR NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Business”-manna.— En þó erum vér enþá ekki ánægðir. — Vér viljum fá alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — Öfmið yðar næstu prent. pöntun til — FHONE GFÆR,:R"5r 334 THE ANDERSON CO. PROMPT PRINTBRS 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. M.eö þvl að biöja æfinlega nm ‘T.L. CIGAR,” þ& ertn viss aö fá áffætan vindil. T.L. (UNION MAPE) Wentern Cigar Factory Thonias Lee, eigandi WinnnipeK M1I Hafið þér íslenzk frímerki ? E G vil kaupa brékuð ÍÖLENSK frfmerki í safn mitt. borga gott verð fyrir þau, og borga liærra ef þau eru á heilum umslðgunum. Kaupi alt sem býðst (þektur af Conrad F. Dalman Winnipeg). Sendið eða skrifið til E. R. KRIPPNER MUSICAL DIRECTOR GRAND OPERA HOUSE. P. 0. BOX 996 WINNIPEG, CANADA ilMmnniannmuiimmtimMMMeetMMn Remington Standard Typewriter Enska og íslenzka geta verið ritaðar jöfnum hönd- um með ritvél þessari. Skrifið eftir mynda-verðlista. REMINGTON TYPEWRITER CO., LTD. 253 Notre Dame Ave. Winnlpeg, Manitoba AAA*^^*A^AAAA*AAAAAA t II------------------- The Winnipeg Safe Works, LIMITE ID 50 Princess SL, Wiunipeg VERZLA MEÐ Nýja og brúkaða öryggis skápa [safes], Ný og brúkuð “Cash Registers” Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, J m L VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ 8KOÐA VÖRURNAR. -f-f-H-f-f-eFFF-eF-f-e-f-f-f-t-f-f-fF-f-f-fFF-f-f-f-f-fý-f-e-f-f-f-f-e-fFF-t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.