Heimskringla - 28.03.1912, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.03.1912, Blaðsíða 6
G. BLS. WINNIPEG, 28. MARZ 1912, HEIMSKRIN GLA Sherwin - Williamsl P AINT fyrir alskonar húsmálningu. <í> <S> Prýðingar-tfmi nálgast nú. Dálftið af Sherwin-Williams % húsmáli getur prýtt húsið yð- £ ar utan og innan. — Brúkið <s» ekker annað mál en þetta. — S.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er úferðar- <*? fegurra en nokkurt annað hús % mál sem búið er til. — Koraið inn og skoðið litarspjaldið, — CAMERON &CARSCADDEN QUALITY IIAKUWARE Wynyard, - Sask. ;*■; ¥ <$^<$x$x$<$»$»$*$x$»$*$»$*$<$*$*$*$*$»$»$><$’ MARKET HOTEL 146 Princess St. ó móti markaöoam P. O’CONNELL, etgandi, WINNIPEQ Bozto vínföng vÍDdlar og afihlynnÍDg gób. IsleDzkur veitÍDcraniaDur P. S. Anderson, leiöbeinir lsleudingam. JIMMY y S HOTEL BEZTU VÍN' Oö VINDLAB. VÍNVEITARI T.H.FBASER, ÍSLENDINGUB. : : : : : James Thorpe, Elgandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Btwrsta Billiard Hall 1 NorOvestnrlandÍDO Tln Pool-borö.—Alskonar vlnog vindlar Qiattn/ og fwOt: $1.00 ó dag og þar yflr Leunon A Hebb, Eigendnr. MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIH. Falrbalrn Blk. Cor Maln & Selklrk Sérfræðingur f Grullfyllingu og 3llum aðgerðum og tilbún aði Tanna. Tennur dregnar án sársauka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opin kl. 7 til 9 á kveldin Office Phone Main 69 4 4. Heimilis PhoDe Maio 6462 A. S. TORBERT ’ S RAKARASTOFA Er 1 Jimmy’s Hótel. Besta verk, ó«fet verkfæri; Rakstar 15c en HárskurOar am 25c. — óskar viðskifta íslendinga. — P I A. H. BAKDAL Belar llkkistur og anuast um útfarir. Allnr ótbáuaður só bezti. Enfremur selur hanu aliskouar minnisvarCa og legsteina. 12i Nena St. Phone Garry 2152 Veggjapappi og málaðir veggir hreinsaS. Gamlir speglar nýjaSir upp. Alt verk ábyrgst. — SkrifiÖ eöa taliS viS O. S. SNÆDAL, (22-2) 678 Toronto Street. Frá Nýja íslandi. Hér eru allir að yngjast upp af gullrendum gróðavonum, sem náttúrlegt er, þar sem heita má, að allra óskir. séu uppfyltar á láði og legi : Fullkomið loforð frá stjórninni um fiskiklak i Mikley, sem af öllum kunnugum er fullyrt að sé eitt það allra nauðsynleg- asta Ofr bezta, sem liægt var að gera fyrir þá menn, sem í grend við þetta mikla vatn búa ; og sömuleiðis ákveðið íoforð um framlenging Gimli járnbrautarinn- ar alla leið til Riverton við ls- lendingaíljót ; sem ekki eru nein smáræðis þægindi fyrir bændur, sem á því svæði búa, sem brautin kemur til að liggja gegnum. Og það viðurkfenna allir, jafnvel góðir o— n-amlir Liberalar segja, að Mr. Geo. H. Bradbury eigi stórar þakkir skyldar fyrir sína frammi- stöðu, og slíkan erindsreka hafi þeir a 1 d r e i haft á þingi í Ot- tawa, og hafa þeir vafalaust oft staðið fjær sannleikanum, þegar um pólitisk málefni er að ræða. Lönd og lóðir stíga hér óðfiuga í verði. Nýlega eldi Mr. H. P. Tergesen tæpar 80 ekfur af landi norðan við Gimli bæ, fyrir $5,000 — segi og skrifa fimm þúsund dali —, sem er frekar álitlegur skildingur, og sýnir, að land í Nýja Islandi er orðið einhvers 'virði. það er álitið dýrt land í hvaða bygðarlagi sem er, að minsta kosti í Manitoba, þegar fjórðungur úr section er kominn upp í tíu þúsund dali. Einnig hafa lóðir hér í Gimli bæ verig seldar nýlega á $540 dali ; Sigtr. E. Jón- asson seldi núna fyrir nokkrum dögum eína ekru með hálfbygðu smáhýsi á fyrir 700 dali (auðvit- að er ekran nærri Gimli bæ). — Nokkrar fleiri eignir hér hafa skift höndum í seinni tíð, og virðist alt benda á heldur góða tíma fyrir Gimli í nálægri framtíð. Brunngrafarar stjórnarinnar hafa gert mikinn usla hér meðal bænda i kring ; grafið brunna hjá mörg- um, og allstaðar með bezta á- rangri, fengið allstaðar flóandi vatn. þeir segja mér bændurnfr, að það sé stór mnnur á, að hafa óþrjótandi up]>sprettuvatn hjá húsinu sínu, eða þurfa að sækja vatn í tunnum ofan í Winnipeg vatn 2—3 mílur ; (ég nærri trúi þeim). ' þeir segjast nú mega þakka Baldwin sínum það, að þeir hafi feugið þessa brunna. það er unnið allhart að fram- lenging bryggjunnar, sem lengjast á um 150 fet, sem er allgóð við- bót. Svo búmnst við við að fá á næsta sumri gufu-skóflu til að dýpka höfnina, og er það eitt af því nauðsynlegasta til þess að fá hér góða höfn. Auðvitað sendi Laurier syórnin okkur í haust, deyi fvrir kosningarnar, eina sina gufu-skóflu ; en svo hvarf hún rétt að segja strax eftir kosning- arnar. Sumum þótti að lýsa hug- ulsemi af karlinum, að senda okk- tir vélina ; en til voru þeir Liber- alar, sem hálf skömmuðust sín fyrir, að hún skyldi ekki koma ögn fvr, — þeim fanst það eins og Enskurinn seirir, nokkuð “bare- faced”. Etki meira núna ; ég er vis að senda þér línu seinna. Svo kveð ég þig, Kringla mín. Gimli, 16. marz. \ l A.Th. Fréttabréf. Um iniðjan janúar fór ég að heiman í ferðalag austur til Mani- toba. Fyrst kom ég til höfuðstað- arins Winnipeg í nefndu fylki. Var þar gleði og glaumur og Glæsis- valla snið á llestu. En ferð minni var heitið norðar og neðar, sem sé til Nýja íslands. þar býr skyld- íólk mitt og góðkunningjar. þar hafði ég ekki komið í 6 ár. Syst- kini mín búp. í nyrðri hluta bygð- arinnar, á Vidir P.O. og víðar. þar nyrðra dvaldi ég nær því 7 vikur ; mest hjá Jóní bróður mín- mn Ilalldórssyni, að Vidir. Mér þykir mjög vænt um, að geta staðhæft það, að Nýja ísland liefir tekiö meiri framförum á þess- um 6 árum, sem ég liefi ekki séð það, en mig hafði dreymt um. Eg hefi séð og reynt þessa stór- kostlegu framfara byltingu og stend forviða. Sérstaklega á ég við samgöngufæri og jarðrækt, — fyrir fylkið og heildina samgöngu- umbætur, en fyrir sveitina og bændurna jarðrækt.in. ICngum get- ur blandast hugur tim, að jarð- vegur í Nýja Islandi er einhver hinn ákjósanlegasti, sem völ er á í Manitoba, þegar búið er að und- irbúa hann í akur. þessu til sönn- unar er, að frændi minn, Baldvin Jónsson, míltt austur frá Ár- borg, sáði í 2% ekru flaxi, og fékk í uppskeru yfir 31 bushel af ekru. Meðal uppskera af ílaxj er talin 12 bushel, þar sem ég til þekki. Eg fékk sannar spurnir af því, að upp- skera svipuð þessu er víða þekt þar norður frá. Að mínu áliti er Nýja ísland, þótt elzt sé allra ný- leinja íslendinga í Vestur-Canada, sú frjósamasta og endingarbezta að jarðvegi og staðháttum, sem til er — í Manitoba að minsta kosti. Engir staðir standa jafnvel að vígi með samgöngur til höfuð- staðarins Winnipeg, sem Nýja ís- land, — tvær járnbrautir og góð vatnaleið. Engin sveit hefir slíku gengi að ltossa, og mun það til stórframfara leiða. þau afbragðs skilyrði, sem Nýja 'ísland á nú að fagna, hljóta að leiða af sér innan 10—15 ára, að þar verða þ.au næst dýrustu lönd, sem fáanleg verða í Manitoba. Enda efast ég ekki um, að Ný- íslendingar láta ekkert ógert til að koma löndum sínum til vegs og gengis. það lítur svo út, sem þeir séu óskabörn stjórnarinnar í Mani- toba, og einnig hinnar ungu stjórn- ar í Ottawa. Og eiga þingmenn þeirra, B. L. Baldwinson og Geo. II. Bradbury stóran heiður skilið frá Ný-lslendingum fyrir sam- göngu umbætur með fleiru. það skal tekið fram, að það sem ég kyntist annara þjóða mönnum þar nyrðra, þá eru þeir samhuga íslendingum, að láta ekkert óspar- að til að koma Ný-Islandi fram úr öðrum sveitum. Ég var staddur hjá hr. Jóhanni Briem við Islendingafljót, þegar fregnin kom nc>rður, að brautin frá Gimli yrði lengd norður að Fljóti. Get ég naumast lýst þeirri gleði og fögnuði sem það orsakaði hjá ungum jafnt og gömlum. — Unga kvnslóðin hrópaði : Nú eru okkar dagar byrjaðir — að taka til starfa. Feður vorir hafa starf- að og staðið lengi á vígvellinum, en nú er þeim sigurinn gefinn að lokum. Vér verðum að feta í fót- spor þeirra og setja merkið engu lægra en þeir. — Lánist þeim alt vel. Meðan ég var norðurfrá kallaði hr. Jón Sigurðsson saman almenn- an bygðarfund að Vidir og mættu á fundinum 10—15 menn. Fundur- inn samþykti , að byggja alment samkomuhús fyrir bygðina, 30^50 fet að stærð. Hr. Sigurður Finns- son gaf fyrstur manna 1000 fet af timbri ; þá Jóti/ Sigurðsson 1000 íet ; þá þorleikur Sveinsson 500 fet, og Franklín Pétursson 500 fet. Allir, sem á þessum fundi voru, gáfu í orði verk' og efni meira og minna til þessa' fyrirhugaða sam- komuhúss. Eg get þtess af því mér finst þetta lofsvert af bygðar- mönnum. Saga þeirra mun geta nákvæmara um þetta síðar. Um leið og ég enda þessar línur, vil ég láta þakklæti mitt í ljósi til allra, sem tóku þátt í samsæti því sem Jón bróðir minn og kona hans Anna héldu mér kveldinu áð- ur en ég fór af stað. þar voru um 60 manns samankomnir. Timi og atvik hömluðu mér frá að þakka íyrir þessa rausn og höfðingsskap eins vel og ég gjarnan vildi hafa gert. — Að síðustu þakka ég öllu skyldfólki mínu og vandalausum fvrir þær bróðurlegu o'g vingjarn- legu viðtökur, sem ég naut hjá tinum og sérhverjum þar nyrðra. Lengi lifi Nýja Island! Staddur í W'innipeg, 12. marz 1912. Thorbergur Halldórsson. Wynj-ard, Sask. STAKA. J>egar Lárus liggur dáinn, lyft fær hönd ei sáranað, — vilji einhver naga náinn, naumast tnun ég líða það. Austmann. TIL MINNIS. Heilsuhælið á Vífilsstöðum • á íslandi er það eína sjúkrahæli á fósturjörð vorri^ sem vonast má til að geti veitt fátækum sjúkling- um hjúkrun fyrir litla éða enga borgun. Eg þykist vita, að það séu rnargir, sem með nokkurri fjár- upphæð vildu styrkja þetta hæli, sen sem ekki koma sér að, að senda það ‘‘heim”. Til þess að ráða bót á áessu, tek ég á móti hvaða upphæð sem er og sendi, kostnaðarlaust gefanda, til stjórn- enda hælisins á íslandi. J. JÓNASSON, 248 Pembina St., Winnipeg, Man. SkrifiO yður fyrir HEIMSKRIN GLU svo að þér íietið æ- tíð fylgst með aðal málum Islendinga hér og heima. REIÐHJÓL en nokkru sinni áður, Okkar beztu “Perfect’ Nú þegar vorið er að koma, þft viljum vér láta alla þá'sem ætla að kaupa sér reiðhjól fyrir næsta sumar vita að vér hofum meiri byrðir af bæði nýjum og brúkuðum hjólum reiðhjól og “Blue Flyer” hafa stígið niður um $5.00 í ár, og eru þó eiulurbætt. Einnig hiifum vér betri tæki á að gera allar aðgerður svo úr garði að menn verðj ánægðir. Vér gerum við Motor hjól egðir. ver geru og bifreiðar og búuqi til parta i hvaða vélar sein er. \ CENTRAL BICYCLE CO. } • SUMARLIÐI MáTTHEWS, ElGANDI j 5^6 Notre Dame Ave. Phone Qarry 121 MANITOBA tækifæranna IJV.ND. Hér skulu taldir að eins fáir þeírra miklu yfir- buröa, sem Manitoba fylki býður, og sýnt. hvers- vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu að taka sér bólfestu innan takmarka þessa fylkis. TIL BOiNDANS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis. Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar- mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu sinnar tegundar á ameríkanska meginlandinu. TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA. Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðfluga stækkandi borgum, sækjast eftir allskyns handverks- mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun. Algengir verkamt-nn geta^og fengið næga atvinnu með beztu launum. Hér eru yfirgnæfandi atvinnutæki- færi fyrir alla. TIL FJARHYGGTENDA. Manitoba býður gnægð rafafls til framleiðslu og allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; — Frjósamt land ; — margvísLegar og ótæmandi auðs- uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Ágæt sam- göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandd bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð- æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifeeri og starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum að koma og öðlast hluttöku f velsæld vorri og þrosk- un. — Til frekari upplýsinga, skrifið : JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont. JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, Man. A. A. C. LaRIVIERE, 22 AULance Bldg., Montreal, J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba, J. .1. tiOUIEK, Deputy Minister of Agriculture and Immigration.’.Wimi'peK VITIJR MAÐUR ef varkár með að drekka eingöngu hreint öl. þér getið jaf'na reitt yður á. Prcwrt’s Reilwooil Lagtr það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíö um bann. E.L.I)rewry, llaiintactiirer, Wiiinipeg S y 1 v í a 191 ‘Eg —’, stamaði hún. Lafði Marlow kysti hana, en Andrey lagði höfuð sitt á öxl hennar Og grét. Jordan horfði fáeín augnablik á eftir vagninum, svo fór hann og lét aka sér til skrifstofu nafnkunns blaðs, Ofr áður en klukkutími var liðinn frá því hann skildi við Andrey, var pr.entarinn búinn að setja greinarkorn, sem gaf til kynna, að Sir Jordan Lynne væri heitbundinn Andrey Hope. þegar Sylvía var komin í fataklefann sinn, sagði Mercy : ‘Nú-nú, kæra vina mín, ertu nú ánægð?’ Sylvía lirökk við, því hún var að hugsa um annað. ‘J?etta hefir verið hinn stórkostlegasti sigur’, Mercy. ‘þér sjáið nú, hve lítils virði grunur yðar hefir verið’. ‘Kveldið er ekki á enda ennþá’, sagði Sylvía. ‘Eru þau ekki falleg, Mercy?’ Hún tók blómin og sýnni henni þau. ‘Og sáuð J>ér, að hún haf mér þau ? Ég vildi að ég gæti kynst henni, en það verður líklega ekkert af því. það er svo stórt bil á milli hefðarmeyjar, sem situr í stúku, og þeirrar stúlku, sem kemur inn á leiksviðið’. ‘þér eruð orðnar ástfangnar í henni?’ sagði Mercy brosandi. ‘Já, það er tilfellið’. ‘þetta er fyrsti blómvöndurinn, sem J>ér hafið tekið nokkurt tillit til’, sagði Mercy. ‘það var gott að hann kom frá stúlku’. ‘Engin blóm frá nokkrum karlmanni vekja hjá mér sömu tilfinningar og þessi. ‘Við skulum bíða þangað til maðurinn og tím- inn kemur’, sagði Mercy blíðlega. ‘Já, við skulum bíða’, sagði Sylvía og þagnaði. 192 Sögusafn Heims'kringlu ‘Pln mér þykir vænt um, að alt gekk vel’, sagði hún eítir litla stund. ‘Getutn við nú farið?’. þær gengu til þeirra dyra, sem leikhússfólkið notaði. Leikstjórinn og fleiri feikendur biðu ber- höfðaðir eftir að hjálpa Sylvíu inn í vagninn. Gatan var full af fólki og þegar vagninn kom á móts við aðaldvr leikhússins, varð hann að nema staðar. ‘Leikhúsið hefir verið alv,eg fult’, sagði Mercy ; ‘það eru ekki allir komnir út enn’. Svlvía laut áfram til að sjá út, en hljóðaði um leið af skelfingu. ‘Sko, sko’, k’aflaði liún. 1 sama bili ók vagninn af stað. ‘Hvað er j»etta ? Hvað sáuð þér?’ sagði Mercy. Svlvía var föl af hræðslu. ‘Gátuð þér ekki séð?’ stundi hún upp. ‘Nei, ég sá ekkert’, sagði Mercy. ‘Hvað sáuð þér ? Reynið þér að vefa rókgar’. ‘Já, já', sagði hún lágt. ‘Verið þér ekki hrædd- ar. Sáuð þér hann ekki?’ ‘Hvern?’ Sylvía. ‘Lavorick’. hvíMaði hún. ‘Nei, nei, góða mín, sá maður er ekki hér í Lon- don’, sagði Mercy huggandi. Sylvía vafði að sér káptinni og sagði svo : ‘J>etta vildi okkur til, Mercy. það var Lavor- ick’. S y 1 v í a 193 XXVIII. KAFÍTULI. Sylvía o g Andrey. þessa nótt svaf Mercy hjá Sylviu, sem var svo hrædd, að hún sk'alf öðru hvoru. ‘Góða barnið mitt’, sagði Mercy, ‘ég held að þetta hafi verið missýning’. '‘Nei, mér skjátlaði ekki,, ég man vel eftir hon- um’. ‘Jæja. Á ég þá að gera lögreglunni aðvart?’ ‘Nei, nei’, svaraði Sylvía, ‘látum hann eiga sig, Mercy. það g,etur skeð, að hann hafi ekki séð mig, og líkfega fer hann bráðum aftur’. ‘Já’, sagði Mercy, ‘sííkir menn eru sjaldan lengi á sama stað’. það var heppilegt, að næsti dagur var hvíldar- dagur fyrir Sylvíti, því henni leið svo illa. Fyrri hluta dagsins gerði leikstjórinn henni boð, að öll sæti væru seld fyrir næsta dag. Hún fékk ýms heimboð, en þáði þau ekki. Ljósmyndari nokk- ur kom einnig og vildi fá að ljósmynda hana, en Sylvía kvað nei við. ‘H,vað er þetta?’ hrópaði hann. ‘þetta gera all- ar heldri konur og stúlkur í landinuí. ‘þ.á er Signora Stella undantekning’, svaraði Mercy brosandi. Daginn eftir var Sylvía hressari, og þegar hún gekk inn á leiksviðið, hafði hún náð sjálfstjórn á sér. ‘Hún er ekki bér í kveld’, sagði Sylvía við Mercv. 194 Sögusafn Hei ms kringlu ‘Hver ? Hver, góða Sylvía?’ ‘Fallega stúlkan, sem ég varð ástfangin í’, sagði Sylvía. ‘Ég vildi að hún væri hér, en það er til oí mikils ætlað, að likindum, að hún komi hér á hverju kveldí’. ‘það má varla búast við því’, sagði Mercy. ‘Já, það er satt, en mér finst ég muni ekki geta. stingið eins vel, þegar híin er ekki’. Við endir annars atriðis kom hún glö.ð til Mercy °g sagði: ‘Hún er hérna, Mercy, og ég varð eins kát og hún væri systir mín. Hún var þungbúnari á svip núna, en í gærkveldi, og Jfað hafði meiri áhrif á mig. Andrey Ilope — en hvað það er fallegt nafn, eins og hún er sjálf”. ‘það er fjöldi fólks, sem komið hefir aftur’, sagði' Mercy. ‘Eg ’Veit það, pn hún er sú eina, sem ég kæri mig nokkuð uni’. þetta kveld hafði Andrey átt erfitt með, að iá1 lafði Marlow tneð sér í leikhúsið, en þó tókst henni J>að að síðustu. Meðan Sylvía söng, var Andrey alveg gagntekin,; en þess á milli sat hún þö£ul og dreymandi. þegar söngskemtunin var á enda og Sylvía gekk. fra hjá fyrir neðan sæti Andrey, litu þær augum saman og var sjáanleg aðdáun í augum beggja. þegar Sylyía var búin að klæða sig til burtferð-* ar, lét hún blæju fyrir andlitið. þær gengu út o.g ætluðu inn í vagninn sinn, en hann var þar ekki; þá ætluðu þær aftur inn í leik- húsið, en það var ómögulegt fyrir fólksstraumnum, og bárust þær með honum að vagni, sem líka hafði orðið að nerna staðar sökum þrengsla. Sylvía hljóðaði lágt, þar sem hún stóð við vagn-* hliðina, en þá kom hendf út úr vagnitium og snerti

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.