Heimskringla - 22.08.1912, Blaðsíða 4
f. BL5,
WINNIPEG, 22. AGÚST 1912.
HEIMSKRIN GEA
HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by the
IlHÍniskriiiírlii K ws & ruhlishing Co. Ud.
Verö blaösins í Canada og Bandarrikjum $2.00
um áriö (fyrir fram borgaö),
Sent til íslands $2.00(fyrir fram borgaC)
B. L. BALDWIXSON
Editor & Manager
Office:
729 Sherbrooke 8t, Winnipeg.
P. O. BOX 3083. Talsími Q. 4110.
AUÐLEGÐ CANADA,
XI.
1 síðasta blaði fserðum vér lesenduntun nokkrar
tölur úr hagfnaeðisskýrslum Canada, þeim nýjustu,
sem völ er á, til þess að sýna þeim auðlegð þessa
mikla lands, og framleiðslu möguleika þess.
í þessu blaði færum vér enn frekari tölur úr hin-
um sömu skýrslum, til þess að sýna frjómagn Canad-
iska jarðvegsins, og hvað hægt er úr honum að fá,
þegar hann er ræktaður af þekkingu og undir hag-
íeldum skilyrðum.
Ef einhverjum lesanda kynni að finnast greinar
greinar þessar leiðinlegar aflesturs, leyfum vér oss
að minna á, að þær eru þrungnar sönnum fróðleik,
sem hverjum sönnum borgara landsins ætti að vera
kunnur. Allar mentaþjóðir heimsins viðurkenna, að
flíkar hagskýTslur eða yfirlit yfir starísemi þjóðanna
og náttúruauðlegð landanna, séu ekki að eins nauð-
synlegar, heldur einnig algerlega ómissandi, • sem
grundvöllur að sannri þekkingu á þeim efnum, sem
ÖU framför landanna byggist á. Heimskringla telur
þess vegna því rúmi vel varið, sem notað er til
frjeðslu lesendanna í þessum þýðingarmikJu atriðum.
Til þesS að sýna frjómagn jarðvegsins og fram-
leiðslumagn hans, skulu hér settar nokkrar tölur úr
áðurnefndum skýrslum frá tilraunastöðvum Domin-
ion stjórnarinnar, sem gefnar voru út árið 1911, þó
ekki nái skýrslurnar sjálíar fram að því ári nema í
sumum greinum. Tekið skal það og fram þegar í
.upphafi, að uppskerumagnið af biium þessum er
meira, en meðallag, er í raun réttri það bezta, sem
búfræðileg þekking hefir gert mögulegt, að fram-
Jeiða úr jarðveginum. Eigi að síður eru þær full-
nægjandi til þess að sanna frjómagnið, og með því
er tilgangi þessa blaðs náð. Geta svo hverjir les-
endxír, sem þess óska, gert samanburð á því og frjó-
magni jarðvegsins á föðurlandi þeirra — íslandi.
Bæklingur sá, sem tölurnar eru teknar úr, er
“Bulletin Nq. 71” yfir ‘‘Results obtained in 1911 on
,the Dcíminion Experimental Farms, from trial plots
of grain, foddercorn, fieldroots and potatoes”, og
einnig úr aðalskýrslum stjórnarinnar yfir starfsemi
fvrirmyndarbúanna, og er það umfangsmikil bók, 548
bls. í stóru broti.
þess skal einnig getið, að lögmætt bushel mál i
Canada er : Hveiti 60 pund, hafrar 34 pd., bygg 48
pd., baunir og ertur 60 pd., og rófur næpur og kart-
öflur 60pd. hvert ; tonn er 2000 pd. — þetta eru
lesendtjrnir beðnir að athuga vegna þess, að töflu-
skýrslunni í þessari grein er bushela-talan miðuð við
lögíormlega þyngd, en ekki mælingu, sem gert hefði
bushela-töluna nokkru hærri en hún er sýnd í eítir-
farandi töflu.
ú Vilji nú lesendur athúga skýrslu þessa nákvæm-
lega og athuga það, að hún grípur yfir öll fyrir-
myndarbúm í Canada, frá Atlantshafi til K/yrrahafs,
— þá fflunu þeir kannast við, að hún felur í sér
fróðkik um frjómagn allskvns jarðvegs, sem finst i
landi þessu, þess lakasta eigi síður en þess bezta, og
sýnír að því leyti þið sanna. meðaltal. . .
En eins og getið var hér að framan, þá er sú
uppskera tilfærð í töflunni, sem bezt var á hverju
fyrirmyndarbúi ; en sýnir ekki meðaluppskeru eins
Og hún varð í öllu Canadaveldi á sl. ári, eða næsta
ári þar á3ur. Slík meðaltals-skýrsla fyrir árið 1909
var birt i Heimskringlu þann 20. janúar árið 1910.
Engin slík skýrsla er oss vitanlega enn til fyrir árið
sem leið.
Eins ojr mönnum er kunnugt, þá ■ eru fyrirmynd-
ar- eöa tilrauna-bú þessi stofnuð í þeim tilgangi, að
efla landbúnaðinn í ríkinu, með þvíl að komast fvrir,
hverjar kornræktar og garðávaxta tegundir séu arð-
vænlegastar. Ýmsar tilraunir eru stöðugt gerðar í
þessu augnamiði á öllum búunum, en þó sérstaklega
á Ottawa búinu. þegar vissa er fengin í þessum
efnum, þá eru g-efnar út nákvæmar skýrslur um það,
og bændum víðsvegar um landið send sýnishorn af
þeirri tegund, sem bezt hefir gefist, svo að þeir geti
gáð henni í lönd sín o? fengiff þannig persónulega
reynslu í því efni. Á þennan hátt voru á sl. ári
send út frá búinu við Ottawa nálega 40 þúsund
sýnishorn af korn- og garðávaxta-tegundum, eða ná-
kvæmlega : 39,763 sýnishorn. — Slík sýnishorn voru
og send út í þúsundatali frá hverju hinna búanna í
hinum ýmsu iýdkjum, svo að öllum þeim bændum
hvervetna í ríkinu, sem þess óska, veitist kostur á,
að reyna þær. tegundir, sem að dómi fyrirmyndarbú-
anna hafa reynst arðvænlegastar til ræktunar.
þess á hér geta, að Ottawa stjórnin sendi,
idags. 14. þ. m., herra L. H. Newman á langferð um
Vestur-Canada, til þess að örfa bændur að leggja
eérstaka stund á ræktun hinnar svonefndu “mar-
quis” hveititegundar, sem nýlega hlaut þúsund doll-
ara verðlaun i samkepni við allar aðrar þektar
hveititegundir, og er, því talin hin bezta í heimi.
Á búum þessum eru árlega gerðar margar til-
raunir með kynbætur korntegunda. A Ottawa bú-
inu eru nú 72 tegundir af vorhveiti ; 10 tegundir af
vetrarhveiti ; 50 tegundir af höfrum ; 51 tegund af
6-röðuðu bygjri og 34 af tví-röðuðu ; 28 tegundir af
baunum ; 5 tegundir af rúgi ; 13 tegundir af hör-
iræi ; 8 tegundir af ‘‘mangels” ; 9 tegundir af mais-
korni, og af jarðeplum eru til á annað hundrað teg-
undir. — Einatt er kynbótunum haldið áfram, og
einatt fjölga tegundirnar ár frá ári, og einatt finn-
ast nýjar tegundir, sem gefa meiri uppskeru en áður
hefir verið. Enginn veit því ennþá með nokkurri
vissu, hve mikið frjómagn jarðvegurinn í Canada
hefir í sér fólgið, eða! hve mikið má framleiða úr
honum.
JtO
im
'CO
cd
rð
S
eC
B
3
'3
3
na
s.
E
**
• pN
%+
vg?
'3
3
Qi
-J3Í
o,
o,
3
3
3
E—'
«
Þ
*—i
o
H
<
C5 OO lO ©
-tl <1 M ©3
<M O O CD
r-i <M CÖ CO
n n f (N ^ 00 iT. Cl C1 -í
is
\4
■a
B
. _ . .
(S,s-s-s---:
Soooiogœdt---
OtoœoginininfS
-r o co o o ao g
gídrioó'grdfí'oci'j-
>
X
~ ~ ~
& s 0©©NOO©11OíOCO
tx OoOo^Or—'MoðMO ooð'CjOOOcgCJco
O q o o N H nT ^ lO LO
«
1 * J H ^
H H
W
O
&
«
Þ
Ph
|Zi
X3 ----- -
O. ----- -
lO Tf CO •
goo 00 O 00 -fi
© O 'l' w
<M O CO O Oi O
‘QiOHíOOOOH'N’fC
Pá
o
o
£
<
HH
Q
£
-e - -
cu - -
o o o
iC o co
oo o h
H © «
co co co
co o o o o
rH 00 O O 00 (M
C5 lO N- © ©
nT cí ro <m rH nT
■H lO IM H w
Þ
<
Ö
•o - - - -
Pl - - - -
00 o
<M <M
o o ®
Iflci
•Q - - - - -- -- -
COMcOoo-t'fOTí°Wo
o
o
>
a
bc
o 3
o 'l
> »
cö
ÚD -
(O
^ ® n ®
H CO ^
cD
co
Ph - - - -
0©0©<OH2HWn
<J P
■V p
r1
U-I o
< ^
hí m N vfi © M CO
H W H M
ú - r z - - -
O di C) H r* N» H
g aa cc oo o -r «
W S
£ gc
H-t O
« -
O 1
>
o _
CO) 00
TO
Ú
-O 0 D 0
co
ro co <m o
<M -r co
o o o lO S o
-r OJ oi <1 ^ ro
o M io N
O N iO ^ M
'Þ
w
Pá
<«
Q
>
mi
rú
«
o
Qí H
: m
• B
_r ci
3 ífi
£ «H „ .
5 « B a S
Q i) g ö •*-*
5 3 21 =
Í5 U « 25 «
cs :
bc - ^
O
S||
jp o 2
TJ
Ph
00
TJ
bfl
C
00
£
IO
rX
<v
CÖ
H
£
:Q
OCOOOOOOO«CO
P>00<M<MOOoOeH
í^H©H't®00KlOCO
co O o
N 00 H
C3 (M -f CO H
CP lO HJ1
>
<v
rP
(fi
P
rO
kO
Hfl
cö
j-
TJ
C3
P
P,
co
CO
bO
o
(A
cö
bO
o
>
cS
■B
P
iX
c
:0
PO
50
•rS
I 3
'Á jJ
•H 75
Til íhugunar þeim, sem ekki eru mælingu garð-
ávaxta kunnir, skal þess getið, að 1 bushel eru 2
skeffur ; svo að þegar sýnt er, að jarðepla uppsker-
an sé 810 bushel af ekru, þá þýðir það 1620 skeffur,
eða sem næst 1 og fjóra tíundu skeffu úr hverjum
ferfaðmi lands, eða nákvæmlega 3910 þúsund úr 100
ferföðmum.
Hvað heytegundir snertir, þá eru sumar tegundir
þess ekki ræktaðar nema á sumum fyrirmyndarbúun-
um, eða að minsta kosti er það ekki sýnt í skýrsl-
unum. H’ér hefir því heyfengurinn verið talinn eins
og hann hefir beztur orðið á aðalfyrirmyndarbúinu
nálægt Ottawa, bæði ræktað og óræktað hey. >
Hvað “millet” heyið snertir, þá voru 6 tegundir
af því »æktaðar þar á búinu, og er hér skýrsla yfir
starfsemi búsins í sambandi við það, og ávöxtinn :
Nöfn
Sáð Slegið Af ekru Hæð
tons pd. fet
12. júní 17. sept. 28 1606 6-7
12. júní 2. sept. 23 1360 5
16. júní 1. sept. 19 1680 4
13. júlí 12. sept. 19 400 3
16. júní 18. sept. 17 1520 4
12. júní 17. sept. 12 1280 4
að ‘millet’-heyið, sem sagt er að
Cat Tail ........
Black Japan .....
White Indian ,...
Japan Barnyard...
Italian .........
I|ungarian .......
Af þessu sézt,
vera eins þungt til fóðurs eins og maís korn, hefir
gefið minst 25J4 þús. pund af ekru, þótt ekki væri
það meira en 4 fet á hæð. En bezta tegundin (cat
tail) gaf eins og skýrslan sýnir 57,600 pund af ekru,
og varð það hey 7 feta hátt. Að heytegund þessi sé
fljótvaxin, sézt á því, að á 60 dögum frá því sáð er
til þess, er það svo fullsprottið, að það gefur 38,000
og 400 pund af ekru.
þessar tegundir gáfu af sér af ekru svo sem hér
segir :
Alfalfa 13,760 pund.
Timothy 7,055 pund.
Clover 8,200 pund.
Óræktað gras af hálendi 5,930 pund.
Óræktað gras af láglendi 4,000 pund.
þess má og geta um “alfalfa” hey, að það er
þríslegið : í júní, annaðhvort siðast i júli eða í
býrjun ágústmánaðar, og síðast í kringum 20. sept.
Nií er þá talið uppskerumagn af korntegundum,
lieytegundum og nokkrum garðávöxtum, eins og bú-
fróðu mennirnir geta framleitt það. Hér við bætist
skýrsla frá islenzkum bónda hér í grend við borgina,
sem sýnir jarðepla, ræktun hans á sl. 4 árum og upp-
skerumagn.
XIX.
S K ÝR S LA
TH. TH0RKELSS0NAR, 0AK P0INT, MAN.
Árið 1908.
Sáði í 4 ekrur ; útsæði 12 bushels í ekru. Dpp-
skeran varð 337 bushels af ekru að jafnaði. Yerð :
55c bushelið.
Árið 19C9.
Sáði í 6 ekrur ; útsæði 14 bushels í ekru. Dpp-
skeran varð að jafnaði 378 bushels af ekru. Yerð :
60 cents hvert busheh — þyngsta kartaflan úr þessari
uppskeru vóg 4 pund og 1 únzu.
Árið 1910.
Sáði í 10 ekrur ; útsæði 14 bushels í ekru. Upp-
skeran að jafnaði 412 bushels og 23 pund úr ekru.
Verð : 50 cents hvert bushel.
Saana ár sáði hann í eiha ekru “registeruðum”
útsæðis-kartöflum, og vandaði alt verk sem bezt
hann mátti. þá flutti hann auk áburðar 80 hlöss af
sandi neðan frá vatni, og bar í þá ekru áburðinn til
að auka frjómagnið og sandinn til að losa og létta
jarðveginn. Uppskeran úr þessari ekru varð 683
bushels og 18 pund. — þyngsta kartaflan vóg 5 pund
og 5 únzur.
þessar kartöflur seldi hann að mestu leyti til út-
sæðis fyrir 75 cents hvert bushel, til jafnaðar. þess
ber að geta, að þetta verð var fyrir þær kartöflur,
sem hann seldi heima á landi sínu, en felur ekki i
sér flutningskostnað til markaðar.
Úr þessari ekru varð því uppskerumagnið $512.37
virði, eða nálega tveggja þúsund króna virði. En
frá því dregst útsæðis og vinnukostnaður, sem varð
11 cents á bushel.
ÁriS 1911.
Sáði í 5 ekrur. Jafnaðar uppskeraan varð 423
bushels og 23 pund af ekru. Verð 75 cents bushelið.
— þvngsta kartaflan vóg 5 pund og 2 únzur.
Herra Thorkelsson tekur það fram í bréfi dags.
10. þ. m., meðfylgjandi framangreindri skýrslu, að
jarðeplaræktin hjá sér sé ófullkomin, af því að sig
skorti næga þekkingu til þess að ,geta stundað hana
eins vel og vera mætti, eins og búfróðir menn myndu
geta gert það. Einnig tekur hann fram í sama bréfi,
að jarðvegurinn í landi hans|sé ekki eins v,el fallinn
til jarðeplaræktar eins og kornyrkju.
Einnig má þess hér geta, að herra Sveinn Jóns-
son, bóndi að Lundar, Manitoba, hefir nýlega skýrt
Heimskringlu frá því, að hann hafi fengið fimtug-
falda jarðeplauppskeru úr landi sinu þar. — Vér
hyggjum, að ekkert slíkt dæmi finnist í sögu jarð-
eplaræktar á íslandi.
“ Löndin.”
Svo heitir ritgerð eítir S. E. í Hkr. 8. þ.m., þar
sém hann kvartar um, að vitleysur hafi verið í svari
því til PálS Bergssonar, sem stóð í fyrra blaði. En
einhverra orsaka vegna hefir S.E. ekki gert neina til-
raun til að sýna, í hverju þær vitleysur væru fólgnar.
En aðallega virðist það tvent, sem honum geðjast
ekki að i svarinu til Páls :
1. Að Islendingar hafi ekki fundið þrifnaðarskil-
yrði í föðurlandi sínu.
2. Að landið framleiði hvorki gras né jarðepli í
nægilegum mæli til þess að mæta þörfum íbúa
þess.
það hefði verið góðra gjalda vert, ef S-E. hefði
sj'nt með rökum, að þessir tveir liðir í svarinu til
Páls væru ekki sannir. En hann lætur það algerlega
ógert, og færir engin rök að því, að svo sé ekki.
Kn hins vegar of.rar hann þeirri yfirlýsingu, að
þjóð sín sýni föðurlandi sínu sáralitla rækt, svo að
ekki sé á góðu von. í þessu atriði ber honum alger-
lega saman við Pál Bergsson, sem heldur því fram,
að ísland sé eins gott — gæðarikt — land eins og
Canada, ef jafn mikið væri unnið að jarðabotum
þess Opr ræktun, eins og gert er hér vestra. Lesendur
eru hér með beðnir, að taka vel eftir orðinu “ef” hjá
Páli, því að þó að það sé lítið orð, þá hefir það
stóra þýðingu. 1 því felst í raun réttri sú viður-
kenning, að það sé fyrir einskæra leti og ómensku is-
lenzku þjóðarinnar, að ísland sé í þeirri órækt, sem
allir vita að það er i. — það verður þvi ekki sagt
með réttu, að Páll & Co. hæli löndum sínum austan
hafs um skör fram ; þótt þeir á hinn bóginn reyni
að gvlla föðurlandið fram úr öllu mögulegu veldi.
En sn svo vér snúum oss beint að efninu, þá
verður Heimskringla að halda fast við það atriði,
aS íslendingar á Islandi hafi ennþá ekki sýnt það, að
þeir hafi þar fundið sönn þrifnaðarskilyrði, alt frá
landnámstíð fra-m á vora daga. Allur efnahagur og
ástand þjóðarinnar bendir í þá áttina. Hver ein-
asti þjóðmálamaður þar heima viðurkennir það af-
dráttarlaust, að þjóðin sé fátæk og landið maguft,
og að hún sé langt á eítir samtíðar mentaþjóðum í
nútíðar-menningu.
Skilyrðin til sannra þjóðþrifa eru :
1. Náttúruauðlegð landsins.
2. Atorka ibúanna.
3. Mentun þjóðarinnar.
Vér vitum ekki betur, én að þetta sé alt af
skornum skamti hjá frændum vorum austan hafs.
Heimskringla heldur því fram, að náttúrugæði lands-
ins séu nálega engin, miðað við náttúrugæði annára
landa, og að þess vegna sé þjóðin efnalega á heljar-
þröm, eins og raun gefur daglega vitni um. Einatt
er kvartað um fjárskort, hvenær sem eitthvað þjóð-
legt þarf þar að starfa. Hvert blað landsins aug-
lýsir örbirgð þess svo að segja vikulega, og hversu
litil tjóns tilfelli, sem þar bera að höndum, er einatt
gripið til sama úrræðisins : að safna fé erlendis. —
Öll löggjöf landsins vottar örbirgð þess, og þau vott-
orð eru viðurkenning um vanmátt landsbúa til að
vera sjálfstæðir, eins og aðrar þjóðir eru. — Afurða-
magn landsins er nálega ekkert, úr sjálfum jarðveg-
inum, af þeirri gildu ástæðu, að frjómagn er þar ekk-
ert, eða því sem næst ekkert, og frjómold þar alls
engin til, heldur er jarðvegurinn sambland af sandi,
leir og ösku, langmest af ösku allvíða um landið, og
þess vegna grær þar ekkert án áburðar, og jafnvel
áburður er þar af skornum skamti.
Ef íslenzka þjóðin hefði fundið sönn þrifnaðar-
skilyrði í sínu eigin föðurlandi, þá mundi hún vera
betur «tödd efnalega, en raun ber vitni, og þá mundi
ekki fullur fjórðungur allrar þjóðarinnar hafa á sl.
40 árum flutt úr landi til þess að Ieita meiri gæða,
en þeir fundu heima fyrir. — Vér teljum, að hver
vesturfari hafi verið og sé talandi vottur þess, að
Heimskringla fiytji rétt mál, þegar hún staðhæfir, aö
fslendingar á íslandi hafi ekki fundið þar sönn þrifn-
aðarskilyrði, og í þeim hópi teljum vér þá Pál Bergs-
son og félaga.
það er vandalaust, að leiða gild rök að því, að
ísland framleiðir ekki na'gilega mikið gras, né held-
ur nægilega mikið af jarðeplum, til þess að nægja
þörfum þjóöarinnar. þess vegna eru jarðepli keypt
á hverju ári frá útlöndum, og fyrir hærra verð, en
þau kosta hér í Canada yfirleitt. — Sé það rétt,
sem S. E. staðhæfir, að á Akranesi einu meg;i rækta
næg jarðepli fyrir alla Islendinga, þá er með því
sýnt, að þeir vinna ekki að ræktun landsins eins og
vera ætti, — skortir manndáð til þess. það út af
fyrir sig er næg ástæða fyrir því, að þeir finni ekki
þrifnaðarskilyrðin.
Sömuleiðis er það víst, að á .síðari árum hafa
íslendingar kej'pt hey frá útlöndum. Vér vitum
ekki, hve mikið það er, eða hvorft jafnmikið af inn-
lendu heyi hefir sent verið til útlanda. En vér vit-
um með vissu, að korn er keypt til skepnufóðurs,
Of að nú á síðari árum eru menn settir til þess í
hverjum hreppi, að hafa eftirlit með eldi biipenings,
og sekt lögð við, ef horfellir verður. Alt þetta er
full viðurkenning þjóðarinnax um viðvarandi fóður-
skort. Væri grasspretta nægilega mikil í landinu, þá
þyríti livorki að kaupa útlent hey, né annað skepnu-
íóður. Að þetta er keypt, sannar skortinn heima
fyrir.
það er á allra vitund og af öllum viðurkent, að
annaðhvort hafa íslendingar ekki atorku til að rækta
land sitt að neinu ráði, eða þeir hafa ekki nenningu
til þess að beita atorku sinni til þess, — að minsta
kosti er landið í órækt. En svo er enn eitt hugsan-
legt, og það finst oss að vera muni sanni næst, og
það er, að af þeirri þgkkingu, sem þjóðin hefir feng-
ið á landi sínu við þúsund ára búskapinn þar, muni
hún fyrir löngu hafa komist að þeirri niðurstöðu og
sannfæringu, að jarðvegurinn sé óræktanlegur, af þvi
að frjómagn felist ekki i honum. þess vegna leggur
hún alla stund á griparækt og fiskiveiðar, en ekki
jarðrækt.
Sé sú skoðun rétt, sem ýmsir halda fram, að
hægt sé að stunda jarðrækt á íslandi og gera hana
arðvænlega, þá er lítill vafi á því, að Islendinga
skortir ennþá þekkingu til þess að gera það, og sú
þekking fæst ekki fyr en þing og stjórn taka málið
að sér og veita nægilegt fé til þess að kenna þjóð-
inni það, sem hvin kann alls ekki eins og nvi stendur.
H’vort þjóðin verður nokkurntima fjárhagslega nógu
efnuð til þess að taka mál það á dagskrá, — það er
hulið í skauti framtíðarinnar og þarf þvi ekki að
gerast að umtalsefni hér.
Herra ö. E. spyr Heimskringlu að og heimtar
skýr svör :
1. “Hve margar tunnur af jarðeplum koma af
hverjum hundrað ferföðmum i Canada?”,
2. “Hve mikið er flutt inn í landið af jarðeplum?”
3. “Hve mikið er ræktað í landinu?” i
4. “Hve margt er fólkið?”
Svörin eru : —
1. Bezta jarðepla uppskera hofir gefið nálega 20
tunnur af hundrað ferföðmum.
2. Á fjárhagsárinu 1910—II voru aðflutt 360,029
bushels, fyrir $247,668. Á sama tíma voru út-
flutt 994,348 bushels, fyrir $640,829. þjóðin
seldi þvi það ár 634,319 bushels, fyrir $393.161
meira en luin kevpti.
Á fjárhagsárinu 1911—12 seldi Canada jarð-
epli fyrir $622,592, en keypti ekkert.
3. þessari spurningu er ekki hægt að svara ná-
kvæmlega. Að eins skal þess getið, að nóg er
ræktað til allra heimaþarfa, og að auki til út-
llutnings, eins og sýnt er að framan.
4. Sjö miliónir 204 þúsund 838 manns (7,204,838).
Næst spyr S.E., hve mikið hey fáist af hundrað
fcrföðmum i Canada. Svarið er, að bezta uppskera
síðasta árs gaf nálega 4,800 pund af hundrað fer-
föðmum, eða nákvæmlega talið : rviml. 4,760 pd.
Canada seldi sl. ár hey fyrir $2,723,291 (yfir 10
milíónir króna) ; en keypti hey fyrir $230,392.
Um óræktað hey má segja, að í Vestur-Canada
mun grasið alment _gera frá 3 til 4 þús. pd. af ekru,
og sumstaðar máske nokkru meira. Einn íslenzkur
bóndi sagði Heimskringlu fvrir skömmu, að hann.
hefði sjálfur slegið axlarhátt gras á landi sínu, sem
gaf 12 þúsund pund af ekru á hálendi, og 20 þúsund
pund af ekru á mýrlendi ; en að eins var það eitt
ár í öllum hans búskap, sem hann fékk svo mikið
heymagn.
það virðist algerlega óþarft, að deila um saman-
burð á hevfeng, jarðepla uppskeru eða frjómagni
jarðvegsins hér vestra, í samanburði við það, sem er
á Islandi, því að mismunurinn er svo mikill, að sam-
anburður er í raun réttri nálega óvnögulegur. En
jafnvel þó að bæði hey og kartöflur fengjust í sama
mæli á íslandi eins og í Canada, þá sannaði það
engan veginn jafngæði lannanna, — vegna þess, að
Canada hefir, eins og önnur góð lönd, mesta kynstur
aí náttúruauðæfum alls konar, sem ísland hefir ekki.
Eitt atriði er það í ritgerð hr. S. E., sem — eins
og ýms fleiri — er gripið úr lausu lofti. Hann gefvvr
í skyn, að jörð sé ræktuð á íslandi og uppskera tek—
in úr henni, án þess að í hana sé borið. Vér vitucm
ekki til, að þetta sé satt. Vér höfum ferðast um í
hverri einustu sýslu á íslandi, og hvergi vitað til
þess, að ræktaðir væru garðar eða túnblettir, sem
ekki var borið í, — nema ef vera skyldi í grend við
hveri, o<r laUgar. Vér hvggjum, að fullyrða megi,
að árlega sé borið í ræktað land á íslandi, svona
yfirleitt, þó máske megi finna einstöku sáðbletti, sem
ílla eru ræktaðir, þar sem trassar eða letingjar eiga
í hlut, — en undantekning mikil mun það vera frá
því almenna/
Vér treystum því nú, að S. E- telji það ekki níð
um ísland, þótt vér staðhæfum, að það sé ekki eins
gott land og Canada, — hafi nálega ekkert af þeim
náttúrugæðum, sem Canada er svo auðugt af. Ef
um nið er að ræða, þá en það nið um guð almátt-
ugan, sem skóp landið. Heimskringla ætlár að eiga
við hann um það atriði, þegar hann krefur reiknings-
skapár.