Heimskringla - 26.03.1914, Blaðsíða 8

Heimskringla - 26.03.1914, Blaðsíða 8
WINNIPEG, 26. MAKZ, 1914. heimskringla / Þekkir þú á Piano? Þú þarft ekki að þekkja á verS- Iag á Píanóum til þess aS sann- færast um að verSiS er lágt á hinum mismunandi Píanóum vorum. ViSskiftamenn eru aldrei lát- nir borga okurverS í verzlun McLean’s. Þessi velþekta verz- lun er bezt kynt í síSastl. 30 ár fyrir aS selja á bezta verSi hér í borginni. Piano frá $235 til $1500 J. W. KELLY, J R. EEDMOND W, J. ROiS'S: Einka eigendur. Wínnipeg stærsta hljóðfserabúð Horn; Portage Ave. Hargrave St Úr bænum. Menning'arfélagsfundur í kveld, 25. marz. Síra Guömundur Árna- son flytur þar fyrirlestur um “þroskun Únítara trúarinnar 'inn- an kristnu kyrkjunnar’*'.. Eru þaö andmæli gegn fyrirlestri síra Fr. J. Bergmaftins um “Únítaratrúna og guðshugmyndina”. — Allir eru velkomnir. Frjálsar umræður. — Fundurinn byrjar kl. 8 e. h. þ-ann 17. þ.m. andaðist að heim- ili sínu í Amel'ia, Sask., húsfreyja þuríður J. Sigurðsson, ekkja Ind- riða sál. Sigurðssouar, er bjó lengi við Mountain í Dakota. Lík- ið var flutt suður til Mountain og var jarðað þar þann 25. þ.m. þur- íður sál. varð rúmra 62. ára, og var banamein hennar krabbamein. Fjórir bræður hennar eru á lífi og búa þar vestra : Magnús, Methú- salem, þórarinn og Sveinn, þórar- inssvnir. þann 15. þ. m. andaðist að Hnausum í Nýja íslaudi Mrs. Jór- unn Eliza Pálmason. Var hún dóttir Stefáns kaupmanns Signrðs sonar og Valgerðar konu hans. — Hún varð rúmra 22. ára. Hin efni- legasta og gjörfilegasta kona. — Banameinið var hrjósttæring, sem svo marga unga og efnilega ís- lendinga hefir lagt í gröfina. Ilún var jarðsett um helgina sem leið. Hr. Kristján Gislason, frá Wyn- yard, Sask., kom hingað til hæjar á fimtudaginn var, sunnan frá Dakota. Dvelur hann hér nokkra daea, en hvgst svo,að halda vest- ur til Tantallon, Sask. Á mánudagsmorguninn fóru j>au síra Fr. J. Bergmann og kona hans suður tii Dakota til að vera við- stödd jarðarför Daníels J. T.axdals lögmanns í Cavalier. Næsta sunnudagskvöld vcrður umræðucfni í Únítarakyrkjunni : Ónotaðar stundir—Allir velkomnir. Þann 14. Marz andaðist að heim- ili Páls Nordals í Portagc la Prairie Halldór rtlafur Nordal, sonur hans, |9 ára gamall. Hann liafði lcgið um 6 vikna tíma og dó úr berkla- veiki. Efnilegur )>iltur og sérlega vel gefinn til munns og lianda. Páll hefur mist fyrrikonu sína og tvo drengi, en á eftir aðra drengi tvo, Gunnar og Þorstein, annan í Saskatchewan en hinn í Portage la Prairie hjá honum. Þann 17. þ.m. voru gefin sainan í hjónaband af séra Runolfi Martein- syni, að heimili Jóhannesar Sigurðs- sonar, 235 Oakwood Ave., hér í bænum, þau hra. Vietor Eyjólfsson frá Icelandie River og ungfrú I,ára Ilelgason, frá Selkirk. Rausnarleg veizla var haldinn að afstaðinni víxlunni og sátu hana fjöldi manns frá Gimli, Icelandic River og Winn- ipeg. Hr. Theodor Árnason skemti þar með fiðluspili; hra. Gisli Jons- son með söng, en ræður héldu séra Guðm. Arnason, séra Riinolfur Mar- teinsson, Jóhannes Sigurðsson og J. H. Johnson. Heimskringla óskar ungu brúðhjónunum alira fram- tíða heilla. UPPB'ÓIN HERBERGI TIL LEIGU Tvö uppbúin framherbergi á fyrsta og öðru gólfi fyrir hreinláta og reglusama rnenn eru til loigu að 504 Agnes Street. sanngjarnt verð. Upplýsingar að 504 AGNES STREET B. LAPIN HLUSTIÐ K0NUR Nú erum vjer aðselja vorklæðnan afar ódýrt. Niðbrsett verðáöllu. Eg sel ykkur í alla staði þann bezta alklæðnað fáanlegan, fvrir $»5.00 til $»7.50 Bezta nýtizku kvenfata stofa Tel. Garry 1982 392 Notre Dame Ave. Þeim íslenzku vinum vorum er sækja Wonderland leikhúsið er það bæði ánægja og gleði að þar fá þeir að hlusta á sinn uppáhalds fiðlu- leikara, er stýrir hljóðfæraslætti milli þátta. Auk mynda sýning- anna fá þeir þvf að hlusta á ejn- hvern besta hljóðfæraslátt sem völ j er á í bænuni. Sjáið auglýsingu í þessu blaði. _____________ Hra. Sölvi Sölvason er verið hefur vestur við Fairford, er nýkominn til bæjarins. Velvirðingur biðst á því, að úr hl u thafali sta E im ski paf él agsin s hefir falliði nafn herra Vigfúsar Erlendssonar, frá Alta Vista, B. C., sem í janúar sl.'tók 200 kr. hlut í félaginu og borgaði þá fjórðungsborgun sína. B.L.B. HAFIÐ ÞIÐ SÉÐ LÉNHARÐ FÓGETA ? Ef ekki, ])á látið það ekki dragast því nú er komið að síðasta tæki- færinu. Fjöldji ma.rgir sem sóttu eikinn í sfðustu viku segja að hann sé skeintilegasti leikurinn, sem þeir hafi lengi séð. Lénharður fógeti er bæði alvarlegur og skemtilegur leikur. Menn geta fengið nóg að hugsa út af jirælmensku Lénharðs, trygð Guðnýjar, göfuglyndi Magn- úsar, fljótræði og drengskaj) Ey- steins og skörungsskap Torfa. Og menn geta hlegið sig alveg mátt- lausa yfir Freysteini. Látið ekki frá líða að sjá leikinn á fiintudags og föstudagskvöldið í þessari viku. Það borgar sig. Únít-ara söfnuðurinn er að und- irbúa sumarmóta sam- komu. Verðiiir vandað til pró- grams á allan hátt. Er til ætlas-t, að samkoman verði haldin á sum- ardagskveldið fyrsta, og verður hún auglýst síðar. Ilér í bænuffl fvrir helgina var stödd Mrs. Filippía Magnússon, frá Gimli. Sagði hún alt fréttalit- ið að norðan. Úr bréfi frá Leslie, Sask., dagsi 19. marz : ‘■ Sá atburður skeði að- faranótt 19. þ.m., að verzlunarbúð Ölafs Goodmansons brann til kaldra kola. Dálitlu af vörum, sem voru í vöruhúsi áföstu við húðina, varð bjargað undan eldin- um. Biiðin og vörur voru í elds- ábyrgð, en samt tilfinnanlegur skaði. Um uppruna eldsins er ó- víst”. Ilr. Rögnvaldur Vídal, frá Hnausa P.O., í Nýja Islandi, kom á skrifstofu Heimskringlu nýlega. IJann lætur hið hezta af hag manna þar neðra. F'iskirí hefir verið gott í vetur. Gripir í háu verði. Nóg vinna og vel borgnð. í Breiðuvík seldi maður landbiett, 40—50 ekrur, fyrir $2,300.00, og myndi þykja gott, að fá það verð fyrir hveitilönd. Svo er þar sífeld- ur strammur út í gull-landið hinu-1 megin við vatnið. Ganga lestirnar! eftir ísnum að heita má á hverj- j i um degi, með snjóplóginin fremst- 1 an og ein 10—15 ‘team’ á eftir, j kapphlaðiu, matvælum^ verkfær- 1 um, vélum, sprengitólum og fólki. ! j Alt út í gullið. Hefir Jónas á ; Engimýri umsjón á öllum þeim flutningi. Segja menn að gullgrjót-! ið hafi verið prófað, og reyndist j svo, að í hinu bezta x*ri 350 doll- j ara virði af gulli í tonninu. En áður var búið að heyrast, að margir hefðu 40—50 dollara virði í 1 tonninu úr námum sínitm. Og bii- ið var að heyrast að æðarnar með gullgrjótinu væru 10, 15 og upp í 30 feta breiðar. Verkfærunum er mokað til nám- anna, hótel eru bygð þar og á mikið að gjöraist í sumar : járn- braut á leiðinni, komin til Fort Alexander. HEIMB0Ð. — r • _ íslenzki Conservative Clubbur- inn hér í bænum býíSur meblimum fslenzka Liberal Clubbsins hér í bænum áfund til sín Fimtudags- kveldiS, 2. Apríl, 1914. VerSur fariS í kappspO, (Pedro Touma- ment) f fundarsal únítara. THOS. JACKSON 5 SQNS selur alskonar byggingaefni svo sem: Sandstein, Leir, Reykháfs-Múrstein, Múrhm, Mulið Grjót (margar tegundir), Eldleir og Múrstein, Reykháfspípu Fóður, Möl, ‘Hardwall Plaster’, Hár, ‘Keenes’ Múrlím, Kalk (hvítt og grátt og eidtraust), Málm og Viðar ‘Lath’, ‘Plaster of Paris’, Hnullungsgrjót, Sand, Skurðapípur, Vatnsveitu Tígulstein, ‘Wood Fibre Plaster’. — Einnig sand blandað Kalk (Mortar), rautt, gult, brúnt og svart, Aðalskrifstofa: 370 Colony Street. Winnipeg, iVlan. Si III i . t)2 »•; <>4 Utibú: WEST YARD horni A Ellice Ave. og Wall Street Simi : Sherbrooke 63. ELMWOOD—Ilorui A Gordon og Stadacona Street Simi : St. John 498. FORT ROUGE—Horninu á Pembina Highway og Scotland Avenue. lEnharður fógeti Verður leikinn í Goodtemplara- húsinu Fimtudag og Föstudag 26. 0G 27. MARZ ASgöngumiSar kosta 75c., 50c., 35c., og 25c., og verða til sölu í búð Nordals og Björnssonar á rniö- vikudagsmorgun 25. þ. m., að 674 Sargent Ave. og viÖ innganginn. Phone Sherb. 2542. Hr. Jón Johnson, frá Gardar, N. Dak., -er dvalið befir hér í bæn- um um nokkra daga, í kynnisför til dóttur sinnar og vina, hélt heimleiðis á fimtudaginn var. Með honum fór suður hr. Jón Brands- son, er hér hefir einnig verið í kynnisför til sonar sins, Dr. B. J. Brandson. Hr. Pétur Bjarnason, frá Otto, Man., er verið hefir í kynnisför um Argyle bygðina, kom hingað til bæjar á þriðjudaginn. Gjörir hann helzt ráð fyrir, að skjótast til Gimli héðau áður en hann fer heim. Árleg leikmót Isi. Islendingadagsnefndin, er kosin var í vetur til að standa fyrir há- tíðahaldinu nú í sutnar, hélt fund með sér á dögunum. Skifti nefndin þá með sér verkum. Meðal smærri nefnda var skipuð leikfimnisnefnd ; í hana voru kosnir hinir sömu og í fyrm : Árni Anderson (forseti), John Davidson (skrifari), John Baldwin, Leifur Oddson, W. A. Albert, H. B. Skaptason og H. G. Ilinriksson. Nefnd þessi hélt svo fund með sér á mánudagskveldið. Var aðal- lega rætt um leiki og íþróttir, er æskilegt væri að sýnt yrði á Is- lendingadaginn i sumar. Helzt var talað tim, að gjöra þessa hátíð að árlegu leikmóti íslendinga hér vestra. Til þess ættu Islendingar víðsvegar um bygðirnar alð stofna íþróttafélög og æfa sig í hi-num ýmsu leikjum. Koma svo safflan og reyna sig þenna dag. Gæti það orðið eitt hið bezta meðal til þess, að þjóðflokkur vor héldi sem bezt saman hér í landi, og svo til þess, að koma á al- mennri viðkynningu og samúð. Nefndin tjáði sig fúsa til þess, að veita allar þær leiðbeiningar og upplýsingar viðvíkjandi þeim i- þróttum íslenzkum og hérlendmn, er helzt væri i ráði að sýna, hverj- um, sem hafa vildi, í því augna- miði, að koma á iþróttíilæfingum úti um bygðir. 1 þessu satnbandi mætti benda á, að ekkert gæti verið ánægjulegra íslenzkum unglingum, en einmitt að mynda nú íþróttamót hjá sér, hver í sinni sveit, og koma svo hingað til bæjar í sumar og leggja til atlögu við nábúana. það Tu-fir verið saga þjóðanna, að íram- kvæmd og dugur hafa vaknað af dvala, þegar íþróttalíf þeirra hefir staðið með sem mestum blóma. í- þróttirnar hafa verið viðhald heils- unnar og hreystánnar á öllu.m öld- um. Nýkominn er til bæjarins, eftir vetrardvöl vestur við Wynyard Einar P. Jónsson stúdent. Mrs. Búaso'n biður að láta þess getið, að Barnastúkan haldi opinn fund á faugard'aginn kemur. Yerða þar ýmsar skemtanir. Er foreldr- um barnanna boðið og ennfremui; öllum stúkumeðlimum. Er vonast til, að sem fiéstir komi. — Barna- stúkan er að tmdirbúa skemti- samkomu, er haldin verður tíman- lega í apríl. Kvenfélag Skjaldborgar safnaðar er að undirbúa samkomu fyrir sumiardagjinn fyrsta. Nákvæmar uuglýst síðar. FYRIRSPURNIR. Eg undirskrih,ð bið hvern þann, sem kynni að vita 4jm heimilisfang Tryggva Jónssonar, föður míns, að láta mig vita það hið allra fyrsta, svo eg geti komist í bréfa- skifti við hann. Hatin fluttist með Ilelgu konu sinni og dóttur þeirra, Margréti, liðlega ársgamalli, frá Ilúsafelli í Hálsasveit í Borgar- fjarðarsýslu, til Winnipeg fyrir 20 árum, en hvarf svo þaðan eftir 3 vikur. Frézt hefir, að fyrir 8 ár- um hafi hann verið við organleik- arastörL í Calgary í Alberta, og nefnist þar John Johnson. Sjái hann þessa fyrirspurn sjálfur, von- ast eg til, að hann svari henni sem fyrst. Josephine Johnson, 3042 W. 68th St., Seattle, Wash. * * * Vill ungfrú þóra Guðmunds- dóttir, frá Skógtjörn á Álftanesi á íslandi, gjöra svo vel, að láta mig vita um heimilisfang sitt, svo eS komist í bréfaviðskifti við hana ? Guðrún Eggertsdóttir, Vidir P.O., Man., Can. * V* Undirskrifuð óskar eftir að fá bréf sem fyrst frá Mr. Valgerði Thordarson (ekkju Árna Thordar- sonar, fyrrum frá Árborg, Man.), eða frá dóttur hennar Sigrúnu. Miss Ellen Magnússon, Detroit Harbor, Door Co., Wis. U.S.A. Talsími Sher. 2308 . ....... ■' ——Mf——.... Deginum ljosara ætti pað að vera flestum, að það margborgar sig, að skifta við pámenn sem kunnir eru að áreiðanlegleik og vöruvöndun. tííðan Jón Thor- steinsson byrjaði REIÐHJOLA verzlun sína fyrir tíu árum, að 475 og 477 Portage Ave., hafa þetta verið einkenni verzlunar hans, enda hefir hún aukist ár frá ári. Meðal annars fást þar: Ný reiöhjól fyrir frá - - $25.00 til $60 00 Gömul reiöhjól fyrir frá - $10.00 til $25.00 Pope Motorcycle (beza tegnnd sem til er) fyrir frá - $200.00 til $300.00 SÉRSTÖK KJÖRKAUP í TVÆR VIKUR Set af $10.00 RUBBER TIRES fyrir 7 00 og allar tegundir af RUBBER TIRES fyrir lægsta verö * • Utanbréfa pöntunum sérstakur gaumur gefinn Allar viögeröir afgreiddar fljótt og vel. West M Rieycle Slio|i 475-477 P0RTAGE AVE., Winnipeg Talsími Sher. 2308 Jón Thorsteinsson, Eigandi Agrip af reglugjörð itm heimilisréttarlönd í C a n a d a Norðvt •IU rlandinu. berhver manneskja, itm fjöl- tkyldu hefir fyrir að sjá, og aér- aver karlmaður, sem orðinn er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs ár ‘section’ aí óteknu stjórnarlandi I Manitoba, Saskatchewan og AI- berta. Umsæ^jandinn verður sjáli- ur að koma á landskrifstofu stjórn U’innar eöa undirskrifstofu 1 þvf kéraði. Samkvæmt umboði og með •érstökum skilyrðum má faðir, móðir, sonur, dóttir, bróðir eða •ystir umsækjandans sækja um (andið fyrir hans hönd á hvaða •krifstofu sem er, Skyldur. — Sez mánaða á- oúð á ári og ræktun á landinu f þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- néttarlandinu, og ekki er minna en 40 ekrur og er eignar og ábúðar- |örð hans, eða föður, móður, son- *r, dóttur bróður eða systur hans. í vissum héruðum hefir landnem- nn, sem fullnægt hefir landtöku •kyldum sínum, forkaupsrétt (pre- emption) að sectionarfjórðungi á- föstum viö land sitt. Verð $3.00 ekran. S k y 1 d u r :—Verður að •itja ð mánuði af ári á landinu f • ár frá því er heimilisréttarlandit var tekið (að þeim tíma meðtöld- am, er til þess þarf að ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur verður að yrkja auk- reiti», Landtökumaður, sem hefir þegar aotaö heimilisrétt sinn pg getur ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion k landi, getur keypt heimilisréttar- land f sérstökum héruðum. Verð 13.00 ekran. Skyldur : Verðið að •itja ð mánuði á landinu á ári i arjú ár og rækta 50 ekrur, reis« • ús, $300.00 virði. w. w. com, Deputv Minister of the Interior. Næstkomandi viku Leikkonan fræga CECELIA LOFTUS “HEFÐAR FRÚIN” (A Lady of Quality) í fimm þáttum KOMIÐ SNEMMA BRÉF A HEIMSKRINGLU. Kristj. G. Snæbjörnsson. Guðm. KvjóUsson. Lárus Guðmundsson. Jóseph Schram. J. J. Swanson H. G. Hinrikson J. J. SWANSON & CO. F asteignasalar og peninga miðlar SUITE 1. ALBERTA BLOCK Portage & Garry Talsími M.2597 Winnipeg, Man. D0MINI0N BANK liornl Notre Darae og Sherbrooke Str. Höfuðstóll uppb. $4,700,000.00 Varasjóður - - $5,700,000.00 Allar eignir - - $70,000,000.00 Vér óskum eftir viðskiftumverz- lunar manna og ábyrgumst afi gefa. þeim fullnægju. Sparisjóösdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hefir i borginni. íbúendur þessa hluta borgarinn- ar óska að skifta við stofnun sem þeir vita að er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhult- leika. Byrjið spari innlegg fyrir sjélfa yður, konuyðarog börn. C. M. DENIS0N, ráðsmaður. Plione Knrry »450 CRESCENT -MJ0LK 0G RJ0MI er svo gott fyrir börnin, að mæðurnar gerðu vel í að nota meira af þvf. ENGIN BAKTERIA lifir f mjólkinni eftir að við hðfum sótthreinsað hana. Þér fúið áreiðanlega hreina vöru hjft 08S. T&Ufm* Main 14M, PERFECT eða Standard Reiðhjól eru gripir sem allir þurfa að fá sér fyrir sumarið. Því þá meiga menn vera vissir um að verða á undan þeim sem eru á öðrum hjólum. Einnig seljum viðhjól sem við höfum breytt svo á vísindalegan hátt að þau eru eins góð og ný enn eru þó ódýrari. Gerum við reiðhjól, bíla, motorhjól og hitt og þetta. WOKKS 666 NOTRE DAME AVENUE PHONE GARRY121 8. Matthews, Eigandi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.