Heimskringla - 11.06.1914, Síða 8
Bls. 8
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, II. JÚNI 1914
Þekkir þú á
Piano?
Þú þarft ekki aS þekkja á verS-
lag á Píanóum til þess aS sann-
faerast um aS verSiS er lágt á
hinum mismunandi Píanóum
vorum.
B. LAPIN
HLUSTIÐ KONUR
j Nú erum vjer aðselja vorklæðnað
afar ódýrt. NiCursett verðá öllu.
I Eg sel ykkur í alla staði þann
| bezta alklæðnaö fáanlegan, fyrir
$35 00 til $37.50
Bezta nýtizku kvenfata stofa
ViSskiftamenn eru aldrei lát- :
nir borga okurverS í verzlun
McLean’s. Þessi velþekta verz-
lun er bezt kynt í síSastl. 30 ár
fyrir aS selja á bezta verSi hér í
borginni.
Piano frá
; $235 til $1500
J. W. KELLY, J. R. EEDMOND,
W, J. ROSS: Einka eigendur.
Wínnipeg stærsta hljóðfserabúð
Horn; Portage Ave. Hargrave St
ÚR BÆNUM.
VESTTJRFARAR.
Dann 4. b. m. komu um 40 vestur-
farar frá íslandi hingað til bæjar.
Höfðu þeir lagt af stað frá Seyðis-
firði þann 20. maí; hafa því verið
tsepa 15 daga á leiðinni. En það
er með fljótari ferðum, sem farið
hefir verið síðan vesturferðir byrj-
uðu. Flest af fólki þessu kom af
Austurlandi, og áttum vér tal við
tvo af þeim, er hingað komu inn á
skrifstofuna: Einar Sigurðsson,
gagnfræðing, . frá Rauðholti í
Hjaltastaðaþinghá í Suður-Múla-
sýslu, og Halldór Þorkelsson bónda
frá Klúku í sömu sveit. Með Hall-
dóri kom kona hans, tengdasystir
og tvö börn. Frá Englandi fór hóp-
urinn með Allan línu skipinu
Grampian, og lenti í Quebec 1. júní.
1 hópnum voru þessir, auk þeirra
áðurnefndu: -
Gunnar Gunnarsson úr Fá-
skrúðsfirði, með konu og 5 börn.
Sigurveig Árnadóttir frá Finns-
stöðum, með 3 dætur sínar.
Haildór Þorláksson og heitmey
hans, Gróa Sigurðardóttir, frá
Dvergasteini.
Eiríkur Þorsteinsson, frá Glen-
boro, Man., með föður sinn og
stjúpu og 3 hálfsystkini sín.
Aðalsteinn Jóhannsson og Rósa
Magnúsdóttir, bæði frá Seyðisfirði.
Ingibjörg Árnadóttir, Gunnar
Rikarðsson og Ágúst Guðmunds-
son, frá Reykjavfk.
Júlíana Goodman, með dóttur
sína, báðar úr Húnavatnssýslu.
Guðbjörg og Hólmfríður Gunn-
arsdætur, úr Húnavatnssýslu.
Aðalgeir Guðvarðarson og Har-
aldur Guðmundsson, úr Ólafsfirði
í Eyjafirði.
Jón Jónsso'n, frá Sauðárkrók.
Brynjólfur Magnússon sýslu-
manns á ísafirði.
Frekar sögðu þeir að veðrátta
hefði verið köld, er þeir fóru, en yf-
irleitt liði fólki sæmilega upp um
sveitir.
Stefán Björnsson, fyrverandi rit-
stjóri Lögbergs, kona hans og börn
þeirra, lögðu af stað til Islands
héðan úr bæ þann 28. maí, og fóru
um borð í skipið Corsican í Que-
bec þann 30. s.m,—- óskum vér þeim
allra fararheilla og vellíðunar
heima á fósturjörðinni.
Hr. Sæmundur J. Borgfjörð kom
til bæjarins á fimtudaginn var
vestan frá Vancouver. Hann fór
Þangað vestur í iiaust sem leið til
sonar síns Þorsteins S. Borgfjörðs.
Sagði hann alt tíðindalítið að
vestan, nema hvað góð hefði verið
veðráttan síðastliðinn vetur. ís-
lendingum þar í bænum sagði
hann að liði yfirleitt vel. Hann
tafði hér að eins daginn um kyrt,
og fór svo norður að Gimli. Gjörði
hann ráð fyrir, að verða þar neðra
um tfma.
Á öðrum stað hér í blaðinu birt-
um vér bréf frá Hannesi Péturssyni,
er hann skrifaði oss frá Quebec
sunnudaginn næstan eftir að stór-
slysið varð á “Empress of Ireland”.
Lýsir það betur en nokkuð, sem
vér höfum séð, þeim sorgaratburði.
Héldum vér, að Iesendur Hkr. vildu
gjarnan fá glöggvar fréttir af þeim
atburði frá sjónarvotti,— þeim einu
Islendingum, er á skipinu voru. Er
það með góðfúsu leyfi höfundarins,
að bréfið er birt.
Telephone Garry 1982
392 NOTRE DAME AVENUE
Fimm Prósent
afsláttur
Allar matvörutegundir sem þið
parfnist þar á meðal ágætiskaffi sem
svo margir pekkja nú, og dáðst að
fyrir 31 mekk og gaeði fást í matvöru
búð B. Arnasonar, á horni
Victor St. og Sargent Ave.
Svo er aðgæzluvert Arnason gefur
5% afslátt af doll. fyrir cash verzlun.
Phone Sher. 1120
B. ARNASON
Oss hefir láðst að geta þess í síð-
asta blaði, að Mrs. Rannveig Blön-
dal, 806 Yictor St., flutti úr bænum
fyrir sumarið nú fyrir 2 vikum síð-
an, vestur til Lundar, Man. óskar
j hún eftir, að öll bréf sín og póstur
sé sendur þangað vestur, en ekki
hingað til bæjar yfir sumarið.
Dr. Ágúst Blöndal hefir fært sig
nú yfir sumarmánuðina vestur að
LundaF Man. Er hann einn vorra
yngri íslenzku lækna, er getið hafa
sér góðan orðstír. Er þeim, sem
læknishjálpar þurfa að leita þar
vestra, óhætt að vitja hans, því
hann er alt í senn: glöggur læknir
og góður og samvizkusamur dreng-
ur.
Hr. Einar Johnson, frá Otto.Man.,
kom hingað til bæjar í vikunni
sem leið. Var hann í kaupstaðar-
útréttingum. Hann hélt heimleiðis
á föstudaginn.
Hr. Sigurður Sigurðsson frá Cal-
gary, Alberta, er heim fór til íslands
í fyrra sumar, kom hingað til bæj-
ar á föstudaginn var. Mestan tíma
hélt hann til í Stykkishólmi fyrir
vestan. Lét hann mjög vel af ver-
unni heima og ferðinni hingað:
tafði dag í Montreal. Áleiðis hélt
hann í vikulokin.
Sunnudaginn 31. maí komu 24
íslenzkir vesturfarar hingað til
bæjar. Ekki höfum vér haft tal af
neinum þeirra. Yoru þeir flestir af
Suðurlandi.
Á Hvítasunnudag, hinn 31. maí,
fermdi síra Bjarni Thórarinsson
þessi ungmenni á Wild Oak:
Meyjar:
1. Jónína Sigurrós Böðvarsdóttir
Johnson.
2. Guðrún Viktoría Jónsdóttir
Thórdarson.
Piltar:
1. Gunnlaugur Þórhallason Good-
mann.
2. Guðmundur Ingimundsson ól-
afsson.
3. Björn ívarsson Björnsson.
4. Guðjón Jónsson Thórdarson.
5. Tómás Edward Bjarnason Tóm-
ásson.
6. Helgi Albert Bjarnson Tómás-
son.
Börnunum er öllum raðað eftir
hlutkesti
Hinn 2. júní gaf síra Bjarni Thór-
arinsson í hjónaband: Jón Á. Hann
esson, frá ísafold P.O., og ugfrú
Helgu Erlendsdóttur Erlendsson,
frá Wild Oak P.O.
Mr. Landern Preece, 876 Winni-
peg Ave., verkstjóri fyrir bæinn, fór
héðan 4. þ. m. til London á Eng-
landi. Hann hefir verið 37 ár í
þessu landi, þar af 35 ár í Winni-
peg. Hann á íslenzka konu, Jakob-
ínu Stefánsdóttur. Er mörgum Is-
lendingum að góðu kunnur. Systir
hans, Mrs. Carrie, frá Seattle.Wa.sh.,
fór með honum. Þau eru að finna
háaldraða móður sína á Englandi
og systkini. Mr. Preece býst við að
verða um 3 mánuði í ferð þessari.
íslenzkir vinir hans óska honum
happasællar ferðar og góðrar heim-
komu. — Hkr. beðin að geta þessa.
Hra. Sigurður Skarðdal frá Bald-
ur, Man. var hér á ferð á þriðju-
daginn var. Sagði hann góða líðan
manna þar vestra.
Þingboð.
Samkvæmt tillögu og samþykt er gjörö
var á hinu sjöunda þingi hins Únítariska
Kyrkjufélags Vestur-íslendinga er haldið var
í Winnipeg, Manitoba, dagana 18—20 Apríl,
1913, veröur hiö næsta þing félagsins haldið
aö Lundar, Manitoba, og kemur saman
Föstudaginn, þann 19 Júní, 1914
Þetta kunngjörist hérmeö öllum hlutaö-
eigandi söfnuöum og meölimum félagsins.
Samkvæmt grundvallar-lögum kyrkju-
félagsins kjósa söfnuðir einn erindsreka á þing
fyrir hverja 15 atkvæöisbæra meölimi eöa brot
úr 15, alt upp aö 75 meðlimum, en einn fyrir
hverja 25 meölimi (eða brot úr 25) fram yfir
75. Þó skal enginn söfnuður hafa færri en
þrjá erindsreka á þingi.
Þingbók og fyrirlestrar er fluttir vérða
á þinginu, veröur síöar auglýst.
Dagsett, Winnipeg 12 Maí, 1914
GUÐM. ÁRNASON S. B. BRYNJÓLFSSON
Skrifari Forseti
Páll Jónsson frá Kjarna í Geysir-
bygð kom hingað til bæjar á mnáu-
daginn var til að leita sér lækn-
inga. Var mein í tungunni, er hann
lét skera burt. Hann var orðinn svo
frískur á laugardaginn, að hann
hélt heimleiðis; ætlar að tefja í of-
aneftir leiðinni hjá dóttur sinni í
Selkirk. Þorgrímur, sonur hans,
kom með honum og tafði hér vik-
una, unz faðir hans fór heim.
Frá Oak Point var símað á mánu-
daginn var, að þá um nóttina hafi
bóndinn Bergur Sigurðsson
orðið bráðkvaddur Engar nánari
fréttir liafa borist um dauðsfallið.
Hjálmar Laxdal, er átt hefir
heima að Mountain, N. Dak., and-
aðist fyrra þriðjudag (2. júní). —
Hann var maður á miðjum aldri,
og hafði búið þar syðra í eitthvað
11—’2 ár.
Með byrjun þesa mánaðar fékk
Mountain járnbrautarfélagið í N.
Dakota (North Dakota Railway)
nýja gufuvél fyrir brautina. Er hún
talin góð, og mikið aflmeiri en sú
litla, er þeir höfðu áður notað. Er
vonandi, að lestagangur á braut-
inni geti haldist við, því bæði eru
það mikil þægindi fyrir íslenzku
bygðina, og svo eiga of margir ís-
lendingar hluti í brautinni til þess
að þeir megi við því, að brautin
verði tekin af eða eyðileggist.
Ungmennafélag únítara heldur
afmælissamkomu á fimtudagskveld-
ið kemur (11. júní). Nefndin, sem
fyrir skemtununum stendur, biður
alla meðlimi félagsins að sækja
samkomuna. Sömuleiðis er öllum
meðlimum Únítara safnaðarins vin-
samlega boðið að koma, og einnig
sunnudagaskóla börnum safnaðar-
ins og foreldrum þeirra, sem ekki
tilheyra söfnuðinum
Næsta sunnudagskveld verður
uinræðuefni í Únítara kyrkjunni:
“Takið á yður mitt ok.”—Allir vel-
komnir.
Kvenfélag Skjaldborgar safnaðar
heldur BAZAAR í Skjaldborg á
Burnell stræti á föstudag og laug-
ardag í þessari viku bæði eftir há-
degi og eins að kveldinu. Margs-
konar nytsamir hlutir verða þar
til sölu, að ógleymdu nógu af kaffi
og ísrjóma. Musik bæði kvcldin. —
Vonandi, að margir hagnýti sér
þetta tækifæri.
Laugardaginn fyrir hvítasunnu
voru þau .Jónas Brynjólfsson og
Karitas Jóhannesson, bæði frá
Winnipegosis, gefin saman í lijóna-
band af síra Rúnólfi Marteinssyni,
að 493 Lipton St.
Hra. Þorleifur Jackson frá Selkirk,
kom hingað til bæjar á þriðju-
daginn til þess að vera viðstadöur
jarðarför Dr. Jóns Bjarnarsonar.
Var hann honum kunnugur frá
íornri tfð, og virti hann ávalt og
var hans trúr fylgismaður í öllum
kyrkjulegum efnum.
Mrs. Búason, biður að láta þess
getið að Barnastúkan hefir ákveðið
að hafa “Pienic” suður .til River
Park á laugardaginn kemur þann
13 þ.m. Svo er ákveðið að börnin
safnist öll saman heima hjá Mrs.
Búason, kl. fyrir 1. e.h., og verður
svo lialdið af stað þaðan suður.
Foreldrum barnanna er boðið að
fylgjast með og fylla hópinn.
Hra. Jóhann K. Johnson og Jo-
hannes Halldórsson, báðir frá
Hekla P.O. Man. komu hingað til
bæjar á þriðjudagskveldið var.
Þeir sögðu allt gott að frétta að
norðan.
Þau Jón G. Snædal, tannlæknir
hér í bænum og ungfrú Anna S.
Hannesson, voru gefin saman í
hjónaband, miðvikudags morgun-
inn, þann 10. þ.m. að heimili Marino
lögmanns Hannessonar bróðir,
brúðarinnar. Hjónavíxluna fram-
kvæmdi séra Friðrik Hallgrímsson
frá Baldur. Aðeins nákomnustu
ættingjar brúðhjónanna voru við-
staddir. Heimskringla óskar brúð-
hjónunum allra framtíðar heilla.
Wonderland' skiftir sýningum
daglega, þannig að það hefir al-
mennar sýningar þriðjudaga og
föstudaga. Leikflokka sýningar
'miðvikudaga og fimtudaga. Mánu-
daga og laugardaga “Keystone”
myndir.
Nýjar myndir í næstu viku með-
al þeirra Million dollara leyndar-
dómur o. fl.
Vestan frá Kyrrahafsströnd komu
þau hjónin Guðmundur Christie og
kona hans, er vestur fóru síðastliðið
haust. Dvöldu þau í San Francisco
í vetur. Mikla verzlunardeyfð og
alment atvinnuleysi sagði Mr.
Christie að þar væri vestra. San
Francisco borg hefir aldrei náð sér
síðan jarðskjálftarnir eyðilögðu
hana um árið. Að vísu hefir borgin
verið reist upp úr rústum, hálfu
reisulegri en áðurv en fólk ekki tekið
sér þar jafnmargt bólfestu og áður
var. Bygt hefir verið mikið þar aí
stórhýsum en þau standa flest hálf-
tóm. Bæjar búar hafa og gjört sér
miklar vonir um framtíð borgar-
innar eftir að skipaskurðurinn í
gegnum Panama eyðið yrði full-
gjörður, og byggt svo hvert húsið
eftir annað í þeifri von að þá flytti
fólk í bæjinn og allt seldist. En sú
von hefir ekki ræzt. Þau hjón
gjöra helzt ráð fyrir að fara norður
að Gimli og dvelja þar eitthvað frani
eftir sumrinu.
Þessir eru embættismenn G. T. j
stúkunnar Heklu:
Æ.T.—Skúli Bergmann.
V.T.—Þóra Olson.
G.U.T.—Guðrún Búason.
Rit.—J. Kristjánsson. j
F.R.—E. Erlendsson.
Gk.—Jóh. Vigfússon.
Drótts—Emma Benson.
Kap,—Gróa Magnússon.
V.—Páll Guðmundsson.
Ú.V.—Aðalbjörn Jónasson.
A.R.—Þorst. Guðmundsson.
A.D.—F. Christie.
Meðlimatala stúkunnar er 387.
Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið
D. D. Wood & Sons.
" Limited
Verzla meö Sand, möl, mulin stein, kalk
stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre”
plastur, brendir tígulsteinar, eldaöar
pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennu-
stokkar, “Drain tile,” harö og lin kol,
eldiviö og fl.
SKRIFSTOFA:
Cor. ROSS & ARLINGTON ST.
--------------------------------------------*%
NÚ ER TÆ KIFÆR .............................
í 30 daga aö kaupa ódýr Harness, (single eöa
double), afsláttur $5. til $10. á hverju pari.
Team Harness, fullgjör 2ja þuml. vagnólar,
tvöfaldar, $22.50. Ágæt harness, \/2 þuml.
vagnólar þrefaldar, meö hringjum og keöjum á
endum, þuml. aktaumar, Longstr kraga, meö
öUu saman $32. 50.
Uxa harness meö keöjum og múlum, ný teg-
und, kragarnir lokast aö ofan og neöan, má
brúka þau á smáa og stóra uxa,$i2. meö sterk-
um leöur vagnólum $18.00.
Þetta verö er kaupendum sérlega í hag.
S. Thompson, west Seikirk Manitoba
Ci ^ I' •• 1 '
otora Jarnvorubuom 1
Winnipeg.
Allar mögulegar járnvörur. Búöin okkar er ný og öll okkar á-
höld fullkomin; þiö getiö því veriö viss um, aö til okkar er gott
aö koma. Afgreiösla fljót og góö. Komiö og skiftiö aiö okkur.
Builders Harðvöru
Finishing Harðvöru
Mál
Olía
Construction Harðvöru
Smíðatól og Handyðnar
Verkfœrum
Varnish
Prufuherbegin okkar eru best útbúin allra prufuherbergja í bæn-
um. Þaö er því auövelt fyrir ykknr aö velja úr.
flikenhead Clark Hardware Co.Ltd.
Wholesale and Retail Hardware Merchants
B0YD BUILDING cr„dEetr.0a«0n PH0NES MAIN 7150-1
Hr. Jón Abrahamsson hér í bæn-
um hefir verið fluttur inn á al-
menna spítalann. Er hann talinn
mjög veikur. Var hann skorinn upp
í síðastliðinni viku, en lítið bata-
merki ennþá.
BRJEF Á HEIMSKRINGLTJ :—
Miss María Ólafsson.
Sig. Hlíðdal (2 bréf).
H. S. Helgason.
A. B. Sigurðsson.
Islandsbréf —
Mr. Kristján G. Snæbjörnsson.
Mrs. ó. T. Anderson.
Mrs. Stefanía Sigmundsdóttir.
Mr. Böðvar Johnson.
Benedikt Hjálmsson.
Guðm. Christie.
Sveinn Tómásson (Selkirk).
G. Z. Halldórsson.
ENGAR KOSNINGAR A ENG-
LANDI í ÁR.
Lloyd George fullyrðir, að engar
kosningar verði á Englandi í ár.
En hann segir, að unnið verði að
lagafrumvarpi til þess, að endur-
bæta þingið og gjöra efri málstof-
una svo úr garði, að þjóðinni
standi ekki voði af henni framar.
ÞEIR VILJA NÁ í PRINSINN.
Sagt er frá Englandi, að kven-
frelsiskonurnar þar, sem í styrjöld-
inni miklu eiga nú sí og æ, vilji
fyrir livern mun ná lialdi á unga
prinsinum, konungssyninum, — ná
honum til að fela hann og kúga
svo konung til þess, að gefa þeim
fullan atkvæðisrétt. En þetta hefir
kvisast, og er nú konungssonur
rækilega passaður dag og nótt, svo
að ekki verði hægt að stela hon-
um.
KORNVÖXTUR í SASKATCHE-
WAN FYLKINU.
Regina, 2. júnl: Þaðan fréttist, að
þurkar hafi verið heldur miklir
næstliðna viku. Vindar nokkrir og
hiti 85—80 stig í skugganum. Samt
líta akrar fremur vel út; hveiti
þetta 6 þumlungar á hæð og jafn-
vaxið. En á ökrum, sem voru hvíld-
ir (summer fallowed), er það þó
mikið betra. Hafrar og bygg þetta
frá tveimur til þremur þumlungum
á hæð, og lítur vel út. Flax að
koma upp. 90 próscnt af höfrum og
75 prósent af byggi er nú búið að
sá. Verður hætt að sá 10. júní.