Heimskringla - 09.07.1914, Síða 8

Heimskringla - 09.07.1914, Síða 8
BLS. 10 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚLÍ 1914. Þekkir þú á Piano? Þú þarft ekki að þekkja á verð- lag á Píanóum til þess að sann- færast um að verðið er lágt á hinum mismunandi Píanóum vorum. Viðskiftamenn eru aldrei lát- nir borga okurverð í verzlun McLean’s. Þessi velþekta verz- lun er bezt kynt í síðastl. 30 ár fyrir að selja á bezta verði hér í borginni. Piano frá $235 til $1500 J. W. KELLY, J. R. EEDMOND, W, J. ROÓS: Einka eigendur. Wínnipeg stærsta hljóðfærabúð Horn; Portage Ave. Hargrave St. Jósep Chamberlain dáinn. Einhver mesti stjórnmálaskörungur Englendinga á öldinni sem leið. Jósep Chamberlain var fæddur 8. júlí 1836. Var faðir hans embættis- íaus maður, en starfsmaður mikill. ólst hann upp hjá föður sinum, sem var únitari, og það var Cham- berlain sonur hans líka. Gekk Jó- sep á skóla og háskóla í London, en að prófum afloknum, gekk hann í verzlunarfélag með frænda sínum í Birmingham, og stýrði því svo 'vel, að þeir urðu báðir auðugir menn. * 1 38 ár sat hann á þingi Breta fyrir Birmingham, og varð þar brátt ljóst, hver maður í honum bjó. Það var einkum tvent, er hann var orðlagður fyrir. Annað er end- urbót á tollögum Breta, en hitt er stefna sú, sem menn hafa nefnt Imperialism, eða að gjöra England með nýlendunum að stærsta og merkasta veldi heimsins, og í þeirri stefnu fólst aftur eðlilega sú, að auka og efla nýlendurnar sem mest. Hinn mesti styrktarmaður hans í þeim efnum var skorungur- inn enski Cecil Rhodes, sem flest- um löndum er kunnur. Chamberlain var atkvæðamaður hinn mesti, skörungur og stjórn- málamaður. 1 ráðaneytinu var hvað eftir annað. Á þinginu kom hann oft fram, og var þá svo heitt þar stundum, að lá við handalög- máli. Seinustu árin var hann lasburða, hafði fengið slag og var máttlaus öðru megin. Þrigiftur var hann. — Kona hans og sonur, Aústin Cham- berlain, stunduðu hann með ástúð mikilli. Hann dó 3. júli og var nær áttræður. Fékk bann hægt og rólegt andlát. Austin, sonur hans, er tal- inn mikilmenni, þó að ekki hafi hann náð föður sínum. Ávarp til kjósenda í Mið-Winnipeg. Á fjölmennum fundi styrktar- manna stjórnarinnar hlaut ég út- nefningu þeirra fyrir Mið-Winnipeg Og er eg tek við þessu ábyrgðarfulla starfi, þá finn eg að það er skylda min, einsog þáð er skylda allra á- reiðanlegra og vahdaðra borgara í Manitoba, — og þó sérstaklega á þessum tímum —, að veita ötult og óslitið fylgi hinni núverandi stjórn, — stjórn þeirri, sem hefir stýrt málum sínum með jafn mikilli dómgreind og snild, að á hverju ári hefir hún haft stóran afgang til þess að byggja stórkostlegar bygg- ingnr fyrir fylkið, og sýnir hann það, jarðyrkju-háskólinn, sem er einhver mesta og fegursta bygging sinnar tegundar í víðri veröld; _ nð fylgja stjórn þeirri, sem með lög inum um opinber velferðarmál liefir leyst ráðgátuna, hvernig ráða megi við hin stóru auðfélög, sem flytja menn og vörur, lýsa heimili manna og því um líkt, og hefir séð öllum málum alþýðu borgið í við- skiftum við félög þessi Lánstraust Manitoba stjórnar á per.ingamörkuðum heimsins er í bezta lagi, — jafngott lánstrausti sambandsríkisins sjálfs. Þetta hefir ekki ætið verið svo og vér megum þakka núverandi stjórn fyrir þetta lofsverða álit. Stjórnin hefir og ha.t mörg og mjög mikilsvarðandi j B. LAPIN HLUSTIÐ KONUR | Nú erum vjer aöselja vorklæönað afar ódýrt. NiC.msett veröá öllu. Eg sel ykkur í alla staöi þann j bezta alklæönaö fáanlegan, fyrir $35.00 til $37.50 Bezta nýtizku kvenfata stofa Telephone Garry 1982 392 NOTRE DAME AVENUE Fimm Prósent afsláttur AUar matvörutegUDdir sem þið þarfnist þar á meðal ágætis kaffi sem svo margir þekkja nú, og dáðst að fyrir” mekk og gæði. fást í matvöru búð B. Arnasonar, á homi Victor St. og Sargent Ave. Svo er aðgæzluvert að Arnason gefur 5% afslátt af doll. fyrir cash verzlun. Phone Sher. 1120 B. ARNASON störf fyrir hendi, sem sum eru í byrjun nú. — Það er vanalega óvit- urlegt talið, að “skifta” um hesta i miðjum strengnum, og eg treysti því að dómgreind fylkisbúa, sem vana- lega er svo góð og skýr, sjái, hvað áríðandi það er, að standa með stjórninni á kosningadaginn og halda vð stjórn málanna mönnum þeim, sem reyndir eru að góðu. Mið-Winnipeg er eitthvert hið stærsta pólitiska kjördæmi í Can- ada. Og fyllilega viðurkenni eg hina miklu ábyrgð, sem þér leggið mér á herðar, sem fulltrúa yðar, og því skal eg lofa, að, verði eg kosinn, þá skal eg fylgja fram málum yðar heiðarlega, sanngjarnlega og ótta- laust. Eg hefi hvorki tíma né tækifæri, að sjá kjósendurna persónulega, og þó að mig langaði til þess, þá get eg ekki persónulega talað um málin við yður. En eg skal mikils meta traust yðar til min, ef þér kynnuð að vilja styrkja mig með atkvæðum og áhrifum yðar. Yðar einlægur, ALFRED J. ANDREWS Kringlur. Lesið stefnuskrá Liberala. Það sannfærir yður bezt um, að ekki er enn kominn tími til að skifta um. * * * Ekki hafa Liberalar neitt út á fjármálastefnu Roblins að setja. — Sbr. stefnuskrá þeirra. * Ekki hafa Liberalar neitt út á talsímakerfið að setja. Sbr. stefnu- skrána. * * * Ekki finna þeir neitt að stofnun búfræðisskólans, eða búnaðarnáms- skeiðunum, sem stjórnin hefir kom- ið á fót. * * * Ekki finna þeir neitt að skipun umsjónarmanns velferðarmála al- mennings (Utilities Commissioner) * * * Ekki finna þeir að stækkun fylk- isins. * * * Ekki finna þeir að styrkveiting- um til spítala og fátækramála. * * * Ekki finna þeir að því, að settir hafa verið á fót kennaraskólar og æðri mentastofnanir. * * * Ekki finna þeir að skattlögun- um, sem skylda stórgróðafélög til þess, að leggja til fé til almennings þarfa. * * * Ekk finna þeir að lagningu Hud- sons flóa brautarinnar. * * * Ekki finna þeir að stofnun þjóð- markaða. * * * Ekki finna þeir að vegabóta- gjörð stjórnarinnar, — nema í Gimli kjördæmi — þar þurfti eng- ar brautir. * * * Ekki finna þeir að járnbrautar- steínu stjórnarinnar—Lesið stefnu- skrána. * * * Að hverju finna þeir þá? Engu sem gjört hefir verið. Það eina sem þeir finna að er, að þeir sitja ekki við vöhlin. Þeir finna að því að þeir hafa ckki notið þess trausts að ná kcysningu í 14 ár. Og þeir finna að'því að hafa orðið að lifa við launaleysi í öll þessi ár. TJR BÆNUM. Hr. S. Thompson frá Selkirk, var staddur hér í bænum á föstudaginn var. Eftir því, ein hann sagði, er út- lit betra þar neðra en hér; vinna nóg nú um þessar mundir í bænum og afkoma fólks vel í meðallagi. Hr. Sveinbjörn Sveinsson, frá Gimli, var staddur hér um helgina. Er hann seztur að þar neðra. Miklir þurkar um þessar mundir og sterkur hiti á hverjum degi. Þarfnast jörðin regns, ef ekki á illa að fara með alla sprettu. Vér verðum að biðja afsökunar á því að margar ritgjörðir og grein- ar verða að bíða vegna rúmleysis. Stjórnmálagreinarnar hafa orðið að sitja fyrir. Með næstu blöðum skal úr öllu þessu bætt. Á föstudaginn komu 24 íslend- ingar að heiman hingað til bæjar. Flestir af Vesturlandi. Munið eftir að setja krossinn ykkar aftan við nafn S.Thorvaidssonar kosningardaginn 10. júlí Dugnaður með dýrum sanni djarft einkennir Thorvalds nið. Þessum fríða fræjðar manni fijlgja allir skulum við. Fögur Ijómar frægð um halinn Flestir rúma það sem ber. Þjóðarsómi Sveinn er talinn. , Sönnum blóma vafinn er. Lánið þýða, lukkan fríða leikur tíðast álmagrér Ili/lli lýða hefir víða hann, sem prýði mesta ber. Einn kjósandi í Gimli kjördæmi. Hvernig merkja á at- kvæðaseðla hér í bænum. Hér í bæ, einsog alkunnugt er, samkvæmt kjördæma niðurjöfnun- inni nýju, verða kosnir tveir þing- menn fyrir hvert kjördæmi. Að minsta kosti sækja fjórir í hverju kjördæmi, — tveir frá hvorum flokki Conservatíve og Liberal. Má vera, að fleiri verði í vali. Nú hefir margur þá skoðun, að greiða megi atkvæði með einhverj- um tveimur þeirra, sem sækja, eins- og þegar verið er að kjósa bæjar- ráðsmenn á haustin, að kjósa má fjóra úr hópi þeirra, sem sækja, hvað margir sem eru. Þessu er ekki svo varið, og það skulu Islendingar athuga vandlega, svo ekki ónýtist kjörseðill þeirra. Hugmyndin, sem felst í erinds- reka-tölu héðan úr bæ, er sú, að hvert kjördæmi er í virkilegleika tvö kjördæmi. Það er að segja: Sætin eru tvö og aðgreinanleg. Þess vegna má ekki greiða atkvæði með þeim tveimur, sem sækja um sama sætið, heldur verður að greiða at- kvæði með þeim tvéimur, er sækja sinn um hvort sæti. Á kjörseðlinum verða sætin flokk- uð niður sem A og B; um sætið A sækja tveir, sinn frá hvorum flokki, og um sætið B sækja einnig tveir, sinn frá hvorum flokki. Hver kjósandi getur því að eins gefið öðrum sækjanda fyrir A-sætið at- kvæði sitt og sömuleiðis öðrum .sækjanda fyrir B-sætið. En ekki má gefa báðum sækjendum fyrir A- sætið atkvæðið, eða báðum fyrir B- sætið, þó með því séu kosnir tveir menn. Þá er atkvæðið ónýtt. Þá væri kjósandi að greiða atkvæði með og móti sjálfum sér, þar sem hann kysi tvo andstæðinga, er báð- ir sækja um það sama, en að eins er hægt að veita einum. Þetta er ofur einfalt mál, en af því að þessi aðferð hefir ekki tíðk- ast áður, álitum vér réttara að benda á það, svo enginn ruglingur geti átt sér stað, þegar til kosning- anna kemur. Það eina, sem íslendingar þurfa að gæta að, er það, að greiða at- kvæði með þingmanni A og þing- manni B. Þá kemur atkvæði þeirra að notum. Kjörseðlar verða að likindum tveir. Á öðrum kjörseðlinum eru nöfn þeirra, sem sækja um A-sætið, — á hinum þeirra, sem sækja um B-sætið. Merkir kjósandi að eins við eitt nafn á hverjum seðli. Til frekari skýringar setjum vér hér lagagreinar tvær • áhrærandi kosningar hér í bænum: “Frá hverri kjördeild — Suður- AVinnipeg, Mið-Winnipeg og Norð- ur-Winnipeg — skulu skipuð tvö sæti á löggjafarþinginu og skulu þau nefnast A og B sæti, og skal hver þessi kjördeild eiga tvo full- trúa á löggjáfarþinginu, er kosnir séu fyrir hvort þessara sæta. “Sérstakur kjörseðill gildir fyrir hvora deild kjördæmisins (A og B) og skal kjörseðillinn merktur með tölu, eða öðru merki, er sýni deild- arskiftinguna. “Hver kjósandi hefir rétt til að greiða atkvæði fyrir að eins einn umsækjanda i hvorri deild kjör- dæmisins, og á heimtingu á, að fá eins marga kjörséðla eins og deild- irnar eru margar”. ÉG GEF ÞÉR ALT (Þýtt). Þér helga’ eg alt, sem eg get veitt, þótt ærið fátt það sé. Ein gígja—og hjarta að eins eitt er alt mitt gjafafé. Já gigja, er syngur sætum róm og sálu vængi ljær — og hjarta þrungið unaðsóm, sem enginn strengur nær. Sameiginlegir þingmál- afundir í Gimli kjörd. Fundir á eftirgreindum stöðum og tfma verða haldnir í Gimli kjördæmi til þess að skýra fyrir kjósendum stefnu og skoðanir stjórnmála flokkanna í fylkismálum. Á fundum bessuin mæta bæði Islenzku þingmanna efnin, hr. Sveinn Ihorvaldson og hr. Einar S. Jonsson. Yar það að samningum gjört milli þeirra til þess að spara fólki ómök og tíma. Kreuzberg skóla, laugardag 27. júní kl. 10 f.h. Melev skóla, mánudag, 29. júní, kl. 10 f.h. Árborg skóla, þriðjudag, 30. júnf, kl. 2 e.h. Framnes Hall, miðvikudag, 1. júlí, kl. 2 e.h. Víðir skóla, fimtudag, 2. júlí, kl. 2 e.h. Húsavíkur skóla, föstudag, 3. júlí, kl. 3 e.h. Gimli, föstudag 3. júlí, kl. 8 e.h. Hnausa skóla, laugardag, 4. júlí, kl. 2 e.h. Arnes skóla, laugardag, 4. júlí, kl. 8 e.li. Geysir skóla, mánudag, 6. júlí, kl. 10 f.h. Icelandic River, mánudag, 6. júlí, kl. 8 e.h. Hekla, miðvikudag, 8. júlí, kl. 4 e.h. Á fundum þessum mæta ræðumenn frá beggja hálfu, auk umsækjenda, verða því umræður fjörugar og mál sem fyrir kjósendum liggja rækilega rædd. öllum er boðið að sækja fundina og allir eru velkomnir. S. THORVALDSON E. S. JONASSON AÐYORUN Hérmeð tilkynnist þeim sem það varðar að ég banna alla um- ferð og allan ágang, á hvern helzt hátt sem er, á land mitt, sem er partur af Section 23 og Range 4, East, og ef út af er brotið verða þeir sem það gera að sæta ábyrgð samkvæmt lögum. Dagsett á Gimli, í Manitoba, 23. Júní, 1914. GÍSLIJÓNSS0N. Þótt söng og ást sé kannske kleyft lífs kylju að vísa’ á bug, þau geta á veg þinn geislum dreift og gefið þrek og dug. Ef önn við hjáræmt arg og suð þinn unaðs- fyllir geim, lát ástar- knýja gígju guð, þá glóir sól um heim. X Wonderland Friday LUCILLE L0VE Saries 8 Million Dollar Mystery ---------Coming 1 Hver kanna af ENAMEL hefur inni að halda fullnægjandi ágæta vörn Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. Limited .... ......... Verzla meB Sand, möl, mulin stein, kalk stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” píastur, brendir tígulsteinar, eldaöar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennu- stokkar, “Drain tile,” harö og lin kol, eldivið og fl. SKRIFST0FA: Cor. R0SS & ARLINGTON ST. HERBERGI TIL LEIGU á íslenzku heimili í Suite 1 Wellington Block, Wellington Ave., yfir sýning- arvikuna. KOMIÐ OG VERZLIÐ YIÐ OSS JOHNSONS ELECTRIC COOKO.Ld Þegar þér komið til þcss að skoða rafeldarvélina sem þér hafið hugs- að yður að kaupa, þá lofið okkur um leið ,að sýna yður þvottavélarn- ar ódýru og straujárnin sem aldrei bregðast. J0HNS0NS ELECTRIC COOKO.Ld 281 Donald Street Tals. Main 4152 ÞEGAR ÞÉR ÞURFIÐ Builders Harðvöru Construction Harðvöru Finishing Harðvöru Smíðatól og Handyðnar Mál Verkfœrum Oiía Varnish WHITE & MANAHAN LTD. Winnipeg—32 ára—Kenora____ Búðin sem alla gerir ánægða Karlmanna sterkar “duck” yflrbuxur, parið.Sl.00 tii $1.25 Þykkar “Twill” vinnuekyrtur............$0.90, 1.00 og 1.25 Sérstakt varð á röndóttum, óstífuðum skyrtum, allar stærðir, hver $1.25 Sumar nærskyrtur og buxur, hver................• • -50c Karlmanna alfatnaður, vel gjörður úr góðu enSlíu Tweed $11, $13, $15 Vinnubuxur; gott efni frá |2 oo fyrir parið ok upp Skoðið okkar sérstöku sokka 25 cent parið, fást einungis hjá Whitc & Manahan Ltd. Karlraanna axlaböad, kragar, hálsbönd o. s frv , af öllum látura og lapi. WHITE & MANAHAN, LTD., 500 Main Street Sýnis herbergi vor eru liin best búin í allri borginni svo þér eigið sem hægast með að velja. Aikenhead Clark Hardware Co.Ltd. Wholesale and Retail Hárdware Merchants B0YD BUILDING "'^“7 PH0NES MAlN 7150-1

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.