Heimskringla - 11.07.1914, Qupperneq 1
1
♦ —»»»■«< ■» ■ * • —******** ♦
GIFTTNOALEYFIS- I VEL GERÐOR
BBLF SELD I LETUR GRÖFTUR \
Th. Johnson
Watchmaker, Jeweler& Optician
Allar yiðgerðir flj6tt og vel af hendi
leystar
248 Main Street
Phone Maln 6606 WINNIPEG, MAN
----------------------------♦
♦ -------------- ♦
Fáið npplýsingar um
DUNVEGAN
PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG
framtíðar hðfuðból héraðsina
HALLDORSON REALTY CO.
710 tlrlntjre Klock
Fhone Matn 2844 WINNIPEQ MAN
XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA LAUGARDAGINN 11. JCLI 1914. Nr. 41
ROBLIN STJORNIN ENDURKOSIN í MANITOBA
Allir ráðgjafarnir endurkosnir, nema Hon. Hugh
Armstrong í Portage, er tapaði með fárra
atkvœða mun. — Conservatívar vinna 25
sœti, en Liberalar hafa 21.—Ein sú allra
grimmasta kosninga barátta, sem háð hefir
verið í fylkinu.— Fram og aftur í Winni-
peg reyna andstœðingar stjórnarinnar að
hamla gömlum borgurum frá að greiða at-
kvœði.—Tveir Islendingar kosnir og eiga
sœti á nœsta þingi.
HON. SIR R. P. ROBLIN
Einhver sú ofstækisfylsta og
dónalegasta kosningabarátta, sem
háð hefir verið hér i Manitoba, sem
sögur fara af, er nú um garð geng-
in. — Allskonar slúður og ósann-
sögli og ofurmæli voru í frammi
höfð dagana næstu á undan. Alls-
konar tilbúnar lygasögur sagðar
með þeirri óskammfeilni i andstæð-
ingablöðunum, að engin dæini eru
sliks. Meðal annars gæddi “Free
Press” fylgjendum sínum á þeirri
sögu, daginn fyrir kosningarnar,
að Liberalar, sökum óheyrilegra
samsæris-samtaka Conservatíva, —
hefðu neyðst til þess, að vista
hingað heilan hóp spæjara sunnan
úr Bandaríkjum, til þess að komast
að fyrirhuguðum kosningasvikum.
Áttu spæjarar þessir að hafa dvalið
hér í bæ síðan i febrúar síðastliðið,
og komist að mörgu. Meðal annars
áttu þeir að hafa gjörst handgengnir
ýmsum klúbba-eigendum, og kom-
ist eftir því hjá þeim, að þeir hafi
safnað saman rusli og götuskríl,
sem þeir svo hafi ætlað að láta
greiða atkvæði með stjórninni, i
nafni heiðvirðra borgara hér í bæ,
er þannig áttu að rænast atkvæðis-
rétti sinum. Auðvitað var engin
hæfa fyrir neinum þessum sögúm,
en það var nóg til þess, að æsa og
trylla suma fáráða, er ekki höfðu
af mikilli stillingu að taka og gjöra
þá að fiflum kosningadaginn. —
Gengu þeir um grenjandi einsog ó-
argadýr, og fyrir ósköpunum
þektu ekki næstu nábúa sína, og
menn, er þeir hafa umgengist í
mörg ár.
Eitt/ af þvi heimskulegsta, en
um leið svívirðilegasta, sem framið
var kosninga daginn, var árás sú
sem Liberalar gjörðu á einhvern
heiðarlegasta íslenzka borgara
Þessa bæjar, öldunginn og sæmd-
armanninn Eyjólf Olson, sem öllum
er kunnur, og það að góðu einu, og
búið hefir hér í landi síðan 1876, en
hér í bæ í fullan þriðjung aldar.
Er hann búsettur á Maryland St.
og átti því kjörstað yfir á Agnes
St. Voru þar fyrir íslendingar frá
báðum flokkum er þektu hann
eins vel og sjálfa sig. En Eyjólfur
er orðin aldraðar og hefir verið
heilsubilaður nú um nokkur ár,
og er orðin alveg blindur. Ætluðu
því landar vorir sem mest voru
orðnir upptroðnir af lygasögum
Free Press að sýna flokkhollustu
sína, og vinna nú flokki sínum
sæmd, voru það þeir sem studdu
Dixon “óháða Liberalann” til kosn-
ingar. Var þá ekki talað um að
ráðast á garðinn þar sem hann var
hæstur. Réðust þeir nú á gamal-
menniS blinda og vildu fyrirbjóða
honum að greiða atkvæði, vitandi
þó að hann var búinn að vera bú-
andi hér í fylki í nær 40 ár. Hugðu
þeir það hættu minst, því hvað á
gamall og blindur maður rétt á sér
þegar einn þessara óháðu sækir, —
mannvinur og mannréttindapostuíi
Og þó framið sé þursalegt ofbeldi
gjörir það ekkert til, fyrir góðann
er að vinna. Er gamli maðurinn
krafðist réttar síns eigi að síður,
þótt blindur væri, varð af þvi hark
nokkurt. Að lokum heimtuðu þeir,
að hann legði af eið um að hann
héti Eyjólfur Olson, væri atkvæðis-
bær (maður yfir 70) og hefði þegn-
éttindi hér í landi, væri ekki keypt-
ur osfrv. Fyrir réttarhaldi þessu
stóð hr. Páll M. Clements, einskatts
maður, vinur Dixons og verkamað-
ur Tómasar Johnsons, við þessar
kosningar. Gamli maðurinn lagði
af eiðinn, þótt hann findi til þess
hve mikil ósæmd sér væri sýnd með
kröfu þessari, því ekki er eiður
tekinn af neinum öðrum en þeim
sem væntir eru um fals og svik. En
aðferð þessi hefir svo mælsffyrir
að fram af flestum hefir gengið er
heyrt hafa, og þá strax er tiltektir
•essar urðu kunnar gengu margir
undan inerkjum þeirra Dixon’s og
Johnson’s, er annars ætluðu að
veita þeim fylgi. Verður að mak-
legleikum skömm þessi lengi uppá
og seingleymd, og mun gjöra ótrú-
legri en áður, sögu þeirra andstæð-
inganna um að þeir berjist fyrir
almanna velferð móti “yfirgangs-
stjórn” og ofbeldismönnum.” Sýnir
atvik þetta þjóðrækis hugsunina
sem Lögberg hefir þózt vera að hald-
a á lofti nú(!) og verður það sjálf-
sagt talið þar mætt verk og gott.
Mörg fleiri ofbeldisverk voru
framin, mönnum gjört ógreitt með
að greiða atkvæði og tafið fyrir
kjósendunum með allskonar fram-
hleypni, ofstæki og heimsku.
Hvenær skyldi mönnum lærast,
að haga sér einsog menn við kosn-
ingar? Hvenær skal sú tið koma, að
almannaviljinn fái að koma í ljós
Verður þess sjálfsagt langt að biða.
óáreittur við atkvæðagreiðsluna?
Meðan sækjendur hafa ekkert nema
eigin hag fyrir augum, verða kosn-
ingar með þessu móti, og á meðan
hafa betri öflin i þjóðfélaginu ekki
við að siðmenna þjóðina, svo hún
rísi svo úr rústum, að ' hún geti
hrundið af sér martröð skrílhöfð-
ingja og pólitiskra flugumanna.
* * *
Eftir síðustu fregnum úr hinum
ýmsu kjördæmum hafa kosninga-
úrslitin orðið þessi:
CONSERVATIV ÞINGMANNSEFNI
KOSIN:
Assiniboia—J. T. Haig.
Beautiful Plains—Hon J. H. Howden
Brandon—Hon. Geo. R. Coldwell.
Cypress—George Steele.
Dauphin—Wm. Buchanan.
Dufferin—Sir Rodmond P. Roblin.
Emerson—Dr.. McFadden.
Elmwood—H. D. Mewhirter.
Gilbert Plaines—Sam Hughes.
Gimli—Sveinn Thorvaldsson.
Iberville—Aime Benard.
Kildonan og St.. Andrews—Hon. W.
H. Montague.
KUlarney—Hon. Geo. Lawrence.
Lakeside—J. J. Garland..
La Verandrye—J. B. Lauzon.
Manitou—James Morrow..
Morris—Jacques Parent.
Roblin—F. Y. Newton.
Rockwood—Isaac Riley.
St. Boniface—Hon. Joseph Bernier.
St. Rose—Joseph Hamelin.
St. Gcorge—E. L. Taylor.
Turtle Mountain—James Johnson.
Winnipeg North “A”—J. P. Foley.
Winnipeg North “B”—D. McLean.
LIBERAL ÞINGMANNSEFNI
KOSIN:
Arthur—John Williams .
Birtlc—G. J. H. Malcolm.
Carillon—T B. Mulloy
Deloraine—Dr. Thornton
Gladstone—Dr. J. W. Armstrong
Glenwood—Jas. W. Breaky
Hamiota—J. H. McConnell _
Landsdowne—T. C. Norris
Minnedosa—George Grierson
Morden—Valentine Winkler
Mountain—J. B. Baird
Norfolk—J. Graham
Portage la Prairie—E.A. McPherson
Russell—D. C. McDonald
Swan River—W. H. Simms
St. Clements—D. A Ross
Virdetx—Dr.Clingan
Winnipeg South “A”—A. B. Hudson
Winnipeg South “B”—W. A. Parish
Winnipeg Centre “A”—T. Johnson
Winnipeg Centre “B"—F. J. Dixson
Úr Bænum
Hingað kom til bæjar á miðviku-
daginn var prófessor Jón Helgason
frá Reykjavík. Dvelur hann hér um
nokkurn tíma. Er hann til húsa hjá
síra Fr. J. Bergmann, 259 Spence
Street.
í gærdag kom hingað austan frá
Boston Dr. Þorbergur Þorvaldsson.
Er hann ráðinn kennari við Saskat-
chewan háskólann í Saskatoon. —
Áður en hann fer vestur heimsækir
hann foreldra sína við Árnes og
bróður sinn Svein Thorvaldsson,
þingmann fyrir Gimli kjördæmi
Únítara söfnuðurinn hefir ákveð-
ið, að standa fyrir greiðasölu úti í
sýningargarði meðan á sýningunni
stendur. Hefir söfnuðurinn nú leigt
skálann, sem St. Boniface spítalinn
hefir áður haft. Er það afar mikill
og svalur salur, rétt undir aðal
súlnagöngunum í vesturenda garðs-
ins. Býður söfnuðurinn þangað alla
islenzka gesti á sýningunni vel-
komna.
Þann 4. júli síðastl. voru gefin
saman í hjónaband hér í bænum af
síra Fr. J. Bergmann hr. Jón
Tryggvi Bergmann landeignamaður
og ungfrú Sigriður Hermann, dóttir
Hermanns Jónassonar, fyrv. skóla-
stjóra á Hólum.
KENNARA VANTAR
til Laufas S.D. No. 1211 yfir 8 mán-
uði; byrjar 15. sept. næstk.; 1 mán-
uð úppihald, frá 15. des. Helzt ósk-
að eftir kennara, sem liafi 3rd Prof.
Normal Certificate, gildandi í Mani-
toba. Tilboðum, sem tiltaki kaup,
ásamt æfingu o. s. frv., verður veitt
móttaka af undirrituðum til 15.
ágúst.
Geysir, Man., 7. júli 1914.
B. Jóhannson.
Bókavörður Carnegie bókasafns-
ins lætur þess getið, að nýbúið sé
að skrásetja allar islenzku bækurn-
ar á safninu og innbinda. Eru þær
nú til útláns, hverjum sem hafa vill.
Ættu íslendingar að nota sér það,
og sýna' með því jafnframt, að þeir
séu hlyntir því, að hafðar séu sem
flestar íslenzkar bækur á safninu.
Norris og flokkur hans féllu illa
við kosningarnar á föstudaginn var.
Segja þeir, að Lögberg hafi haft af
honum flest islenzku atkvæðin út
um sveitirnar. Með það á móti sér,
var ekki von, að Liberalar næðu
kosningu.
Krafchenko, morðinginn mikli,
var hengdur á fimtudaginn var. —
Ilrósa ensku blöðin því, hvað rétt-
visinni hafi gengið vel, að taka
hann af lífi; en fangavörður og
fangelsispresturinn fagna því, live
vel kristinn maður hann hafi verið
orðinn.
Ungfrú Matth. Kristjánsson kom
hingað til bæjar vestan frá Wyn-
yard i gærdag. Fer hún snöggva
ferð til Gimli á laugardaginn, og
tefur svo hér frain yfir sýninguna.
FRÉTTIR.
ENDURSKOÐtJN HEGNINGAR
LAGANNA.
Yerið er að endurskoða hegningar
lögin og gjöra breytingar viðvíkj-
andi meðferð saka manna. Frum-
varp þetta verður lagt fyrir þingið
í Ottawa f haust. Ætlað er með
þessari endurskoðun að gjöra breyt-
ingu á allri fangelsrsvist í landinu.
Fyrst og fremst að fara betur með
sakamenn, flokka þá betur niður
og aðskilja eftir ásigkomulagi þeirra
og svo að finna einhverja iðn sem
hver um sig getur stundað. Eiga
svo laun fyrir vinnuna að greiðast,
eftir því sem vinnu afurðir seljast
og ganga til fjölskyldu þeirra. Þeir
sem enga fjölskildu eiga fá vinnu-
laun sín afhent sér um leið og þeim
er slept burt úr fangelsinu.
Mælast lagareytingar þessar vel
fyrir. Hugmynd fangavistar er altaf
að breytast. Er hún nú ekki sú að
sakamaðurinn líði vhegningu fyrir
brotið, heldur sú, að siðbæta hann
svo framvegis verði hann færari að
standast freistinguna, og óskaðleg-
ri fyrir samfélagið.
TEKJU SKATTUR BANDARÍKJ-
ANNA.
Samkvæmt skýringu frá fjármála
skrifstofu Bandaríkjanna er tekju
skatta lögin gildandi um alla er t
atvinnu stunda í Bandaríkjunum
og hafa þaðan tekjur sínar. Hafa
margir atvinnu þar syðra sem bú-
settir eru í Canada, einkum fyrir
norðan landamærin í Ontario. Er
sagt að í Windsor bæ séu rúm 2,500
manns er atvinnu stunda sunnan
línunnar, er borga verði tekjuskatt.
Þykir þetta óréttur vegna þess að
Bandamenn er hér megin búa þurfa
engan skatt að borga af inntekt
sinni. Ennfremur, Bandamenn bú-
settir hér er atvinnu stunda syðra,
eru undanþegnir skatti ef tekjur
þeirra ekki nema árlega $4,000. Út-
lendingar sem búa syðra hafa sama
rétt og bandamenn. Þeir eru und-
anþegnir tekjuskatti ef tekjur
þeirra eru innan við $4,000 á ári.
DÝNAMITl STOLIÐ
Nýlega var stolið 500 pund.um af
dynamiti frá Gatun við Panama-
skurðinn. Þetta varð brátt hljóð-
bært, að dýnamitið væri horfið, og
var að eins ein ráðnin þeirrar gátu:
Það átti að sprengja upp lásana
miklu (locks), og ónýta skipaskurð-
inn. Col. Goethals brá þegar við og
voru spæjarar sendir á stað að leita
uppi þjófana, og til allrar lukku
fundust þeir fljótlega. Þetta voru
þá Mexico vinir, sem ætluðu að
hefna sín þannig á Bandamönnum,
að sprengja og ónýta hið mikla
mannvirki.
TÆRING.
Sir William Osler regius prófessor
í læknisfræði við Oxford háskóla,
sagði nýlega skýrt og ljóst fyrir
þúsundum áheyrenda á fundi ein-
um í borginni Leeds á Englandi, að
hér um bil hver einasti maður væri
meira eða minna tæringarveikur, þó
að sjálfir þeir vissu ekki af þvi.
Ogilvie's
Royal Household
Hveiti
Gjörirbesta brauð hvar
sem brauð er gjört
The
Ogilvie Flour Mills Co.Ltd
WINSÍIPEG, FORT WIL.LIAJI.
MEDICINE HAT, MOXTHEAL,
Stærstu hveitimölunarmenn 1
brezka rikinu. Mala dagr-
lega 18,000 tunnur.
KonunsleBlr mnlnrnr.
Þjóðminningardagur
Islands.
verður hátíðlegur haldin að Wyn^
yard, Sask. 3. ág. n.k.
Undirbúningur mikill og góður,
og mun nefndin gjöra sitt ýtrasta
til að allir sem sækja hátíðina fari
þaðan ánægðir aftur.
FISKARAR JAPANA
Það eru ekki ætið menn, sem
Japanar hafa til að ná fiski handa
sér, heldur tamdir skarfar. Þeir ná
þeim ungum, og temja þá til þess
að ná fiskum handa sér. Hafa þeir
taug á skarfnum og hring uni háls
honum, svo að hann geti ekki kyngt
fiski þeim, sem hann veiðir. Þegar
>eir fara til veiða, róa þeir á bát
langað, sem þeir búast við fiski
undir, og er þeir koma út þangað,
kasta þeir þungum steini með
bandi um fyrir akkeri, og leggjast.
jar. Stundum kasta þeir brauðsáldi
út i vatnið, svo að fiskurinn fari að
tína það, og svo láta þeir skarfinn
fara af stað með langa taug fasta i
sér.
Hann fer hátt í loft upp og sér þá
fiskinn, þó að hann sé djúpt niðri í
vatninu. Þá stejTiir hann sér niður
og ofan i vatnið eða sjóinn og kaf-
ar eftir fiskinum, og vanalega nær
hann honum i fyrsta sinn. Þá tekur
eigandi hans i taugina, en skarfur-
inn kemur syndandi með fiskinn í
nefinu, alveg upp að bátnum og
skilar þar fiskinum. Stundum vill
hann ekki koma, og dregur þá hús-
bóndi hans hann nauðugan, en fisk-
inum sleppir skarfurinn ekki úr
nefi sinu. Einstöku skarfar eru svo
vel tamdir, að húsbændur þeirra
þurfa ekki, að hafa liringinn um
hálsinn á þeim; þeir skila fiskinum
samt, — en það eru ekki nema þeir
allra ráðvöndustu.
ELDGOS 1 CALIFORNÍU
FJÖLLUM
Þann 30. síðastl. mánaðar byrjaði
fjórða eldgosið á þessu vori, í Cali-
fornia fjöllum. Lassen fjallið hefir
verið að smá springa og senda upp
gos en það fór fyrst í algleyming um
mánaðamótin. Stendur nú svartur
reykjar og vikurstrókurinn upp úr
því mörg hundruð fet. Eru gos
þessi ein þau furðulegustu, því al-
ment hafa jarðfræðingar haldið
því fram að öll eldfjöll þar vestra
séu löngu útbrunnin.
/