Heimskringla - 11.07.1914, Side 2

Heimskringla - 11.07.1914, Side 2
Bl«. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, íl. JúLí 1914 PT' Heimskringla (Stofna'B 1886) Kemur út & hverjum fimtudegl. Ctgefendur og eigendur THEVIKING PRESS, LTD. VerTS blatisins i Canada og Bandarikjunum $2.00 um áritS (ifyrirfram borgatS). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganlr sendist rátls- aaanni biatSsins. Póst eía banka ávísanir stýiíst til The Viking Press, Ltd. ___ , tr-tr» "j- ' ** Ritstjórl RÖGNV. PÉTURSSON Rát5smatSur H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Street, Winnipeg BOX 3171. Talsiml Qarry 4110 Vesalmannleg vörn. Ekki var við öðru að búast en svar Lögberg ritstjórans yrði vesa mannlegt gegn aðfinslum vorum við hann í 41. tbl. Heimskringlu Er hann nú allur kominn, svo les endum Lögbergs gefst nú kostur að skoða hver höfðinginn er. Síð asta blaðið er frá upphafi til enda ein vandræðaleg hártogun og skrípalæti, öfgar og blástur og dónaleg klúrviði frá enda til enda Fram til bessa tíma hafa fæstir geta skiiið i hvernig á öliu því ó samstæða dóti gat staðið sem blaðið flutti, en sérílagi tilhneig ingu þeirri sem kom þar í ljós, að seilast með personulegri illkvitni ritstjóra Heimskringlu. En nú er frá því skýrt loksins og þá gefin ástæða fyrir hinum öðrum skoð unum ritstj. Ástæðan er sú að vér settum ofan í við ritstjórann síðastl. haust fyrir skamma fyrir lestur sem hann flutti um Islenc hér vestra heima í Reykjavík sið astliðið sumar, og lét prenta eftir sig í Lögréttu. Fauk hann upp við þessar aðfinslur vorar og heimtaði að vér birtum allann þenna óhróð urs lestur hans. Er vér ekki vildum verða við þeim tilmælum snéri hann sér til þáverandi ritstj. Lög bergs. En þar fór á sömu leið Hann hafði ekki heldur lyst á að láta blaðið flytja þetta erindi. Var þá búist við er höfundirinn sjálfur komst að blaðinu myndi hann láta erindi þetta á “þrykk útganga.’ En það hefir ekki orðið, ekki þor að það vegna Islendinga hér, né heldur þorað að sýna sína þjóð- ernisást svo til fara einsog hún er þar. Fann hann það til við oss að vér hefðum slitið úr samheng: orð þau sem vér tilfærðum úr fyirlestri hans og því ætti hann heimtingu að hann væri allur birt- ur. Sannleikurinn var sá að vér tókum heilu málsgreinarnar. Var innan handar að bera á móti því sem í þeim stóð ef rangt hefði verið farið með. Að shtið hafi verið úr samhengi munu fæstir skoða alvarlega kæru, þar sem ekki er um nokkurt samhengi að ræða í flestu af því sem ritstjórin semur. En um það skulum vér ekki ræða. Ástæðan er þá þarna fyrir öllum þeim árásum sem á oss hafa verið gjörðar og Heimskringla og Cnítara kyrkjuna o.s.frv. Meti þeir sem-vilja það til betra vegar fyrir Lögberg. Fyrir það að vér tókum svari Vestur-íslendinga fyrir það að vér höfum leitast við að draga ekki íslendinga sem nú sækja um þingmensku frá hálfu Liberala inn í æsingardeilur, fyrir það að vér vildum ekki draga hra. Árna Eggertsson inn í Gimlikos- ningar þrefið, fyrir það að vér höfum komið með rök fyrir mál- stað Conservativa í stað persónu- árása, fyrir þetta allt, höfum vér sætt hnútum og aðkasti sem engin almennilegur maður hefði álitið sér sæmandi að gjöra. Nú síðast er oss fundið það til foráttu að vér höfum átt að hafa svikið Onítarafélagið með því að taka að oss ritstjórn við Heims- kringlu. Sumum kann nú að hafa fundist hið gagnstæða, og Únítarar gjörist helzt til umráða miklir við blaðið. En kærum þessum svör- um vér ekki en vísum til Onítara félagsins sjálfs. Veit það betur um viðskifti sín og vor en ritstjóri Lögbergs. Om virðingu vora ræðum vér ekki við Lögberg. Það er mál sem blaðið hefir ekki þekkingu til að ræða. Á röksemda færslu blaðsins mætti aðeins benda. Vér segjum að Thomas Johnson sé ekki líkur Jóni Sigurðssyni. Þetta segir ritstjóri að sé sama og að segja að T. H. J. sé ekki líkur manni, sé ekki maður, það höfum vér aldrei sagt. Ritstjóri segir að J.J. Vopni, Th. Oddson, Á Eggertsson séu svívirtir, þegar um þá er sagt að þeirra hafi verið lítið getið fyrir 15 árum síð an og verið þá fátækir. T. H. Johnson á að vera kallað ur hundur, af því sögð var dæmi saga upp á frekju hans í stjórn deilum. I stað þess að benda á hvar rangt sé með farið, er sýnt er fram á hve lítið sé að byggja á bindindis loforði Norrisar, kallar ritstjóri alla andstæðinga hans, leigutói, lygara, samsærismenn, félaga ólifnaðar stofnana og spilavíta. I stað þess nokkru sinm að hafa rætt mentamálin í fylkinu, lýsir hann því yfir, skynlaus auminginn, að hér séu engar mentastofnanir, er því nafni geta nefnst. Út frá öllum málum sem til um- ræðu koma hleypur hann, ræðir aldrei nokkurt þeirra en einsog sogfullur tiiberi þeytist og snýst með ýkjum og þvættingi, er hann ætlar að drýgja með vitsmuna mjólk Norriskúnna og auka smjör forða Liberal þrotabúsins, svo hann fái frekar sköfu við og við, við gorinu og blágyrninu er hann hefir lifað við lengsta æfi. SKÝRINGAR VIÐ SVAR W. H. PAULS0NAR. sam- er sér 1 Hkr. frá 2. júlí birtust nokkrar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Voru þær aðsendar frá Saskatche- wan. Þær voru meinlegar að þvi leyti, sem þær bentu á hugheilindi mannsins í hans stóra áhugamáli hér: — bindindismálinu. Þeim fyr- irspurnum hefir ritstj. svarað sama hátt og hann hefir öll önnur mál rætt: með hártogunum og per- sónulegum slettum, — ekki svarað þeim, því maðurinn getur enga sennilega grein gjört fyrir fram komu sinni nokkra stund fleytt. En W. H. Paulson hefir vilst a þessum spurningum og telur þær tilraun frá vorri hálfu, að hafa sig að skotspæni. Það vildum vér leið- rétta, því engum örvum höfum vér að honum beint með þessu eða öðru. Spurningarnar komu frá manni i hans eigin kjördæmi, sjálfsagt mun gjöra grein fyrir við þá þar vestra. Hvað þvi viðvikur, að stjórnin í Saskatchewan sé ekki i vinfengi við vínsala, þá verður það tæpast með sanni sagt. Var það fyrir þörf Wyn- yard búa, að hótelshaldara Bronf- man var leyft að setja upp brenni- vinssölu, eftir að hótel hans brann, eða var það af vinsamlegum tilmæl- um stjórnarfylgjenda? Hótels eig- endurnir í Foam Lake fylgdu Scott stjórninni að málum, og nokkru eft- ir kosningar fengu þeir stórsölu-vín- leyfi í Yorkton. Stóð það í engu sambandi hvað við annað, og það aótt Yorkton bær færðist undan )eim hlunnindum, að fjölgað væri vínleyfum þar i bænum? Það, sem vér sögðum um Jón Ví- um, eigum vér ekki ervitt með að standa við, einsog líka Mr. Paulson viðurkennir. Og reiðubúnir erum ér til þess, að unna honum allra sannmæla i framtíðinni, einsog hverjum sönnum og góðum íslend- ingi, hvaða stöðu og stétt sem hann skipar. þessar skýrslur eru. Mun því hér átt við einhvern kosninga bækling Lib- erala. En fáir munu álíta, að þess- konar rit sanni mikið um þau mál, sem verið er að ræða. * * * Eiríkur á Brúnum talaði alt af um “skriftina”, — “það stendur i skrift- inni”. Sigurður er með “skýrslurn- ar”, — “lesið skýrslurnar”. Margt er líkt með skyldum. Illa gengur þeim á Lögbergi með dæmið, sem vér fengum þeim síð- ast, í rentureikningi. Gjöra þeir þrjár tilraunir, að reikna það, en útkoman alt af skökk. Vér áttum ekki von á því, að Sigurður gæti reiknað það; en vér héldum, að Jón og Bjarni myndi kannske geta hjálpað honum. Það, sem ritstj. ekki skilur er, að 50 prósent einhverrar upphæðar, er helmingur þeirrar sömu upphæðar, sem miðað er við. Þess vegna, ef renta er hækkuð um 50 prósent við það, sem hún áður var, er bætt við upphæðina helm- ingi upprunalegu upphæðarinnar. * * * 1 hverju eru þeir svivirtir J. J. Vopni og Árni Eggertsson og Th. Oddson, þótt sagt sé, að enginn hafi heyrt getið um auðæfi þeirra fyrir fimtán árum síðan. * * * Vér eigum að hafa óvirt Th. John- son með því, að neita að hann sé líkur Jóni Sigurðssyni, og sé það sama sem að segja, að hann sé ekki líkur manni! — Ekki vantar nú við- leitnina, að leggja öðrum ilt til. * * * Ekki minnist Lögberg neitt á landsölu uppboð Norrisar. * * * Mun vegur Lögb. ritstj. vaxa við það, að ófrægja stór-heiðvirða menn einsog Skapta Brynjólfsson? — Fari svo, að hann vaxi við það, þá veit almenningur, hvað manna þeir eru, sem að Lögbergi standa. * * * Vér eigum sök á því, að Árni Egg- ertsson náði ekki kosningu í fyrra, segir Lögberg. Sama sanngirnin og auðkennir .allan rithátt ritstjórans. Árni sækir í Nýja íslandi í maí, en vér tókum við Heimskrnglu í október. * * * Manitoba búar hafa víst ekki haft hugmynd um, að nýr spámaður er hér upprisinn, sem fyrirbauð þeim að halda stjórninni við völdin. • Annars hefðu þeir sjálfsagt steypt stjórninni, þvi spámaðurinn talar af svo mikilli mælsku og röksemd, og er þessutan svo hreinhjartaður, að hann vill ekki afvegafæra eitt einasta orð, sem sagt er, — að það hefði hlotið að koma við hjarta kjósendana, ef þeir hefðu mátt heyra bænarorð hans. Karluk skipshöfnin. Kringlur. Lögberg er alt af að stagast á skýrslunum’ í síðasta blaði. “Lesið skýrslurnar!” hrópar ritstjórinn. — Það eru fáir vissir um, hvaða skýrsl ur hann á við. Vér höfum flutt les- endum upplýsingar um skólana, talsímann og fleira, upp úr skýrsl- um fylkisdeildanna. Auðsjáanlega eru það ekki þær skýrslur, sem hann á við. En hann er merkilega var- kár með að nefna ekki, hverjar Það er loksins nú nýlega, að skýrari fréttir eru komnar af skips- höfninni á Karluk, skipinu, sem hraktist í isnum frá Vilhjálmi Stef- ánssyni austan við Barrow tanga. Þegar fyrstu fregnirnar komu af Karluk og Bartlett kapteini, þá héldu menn, að öll skipshöfnin hefði komist til Wrangel Island; en það var ekki, sem nú skal frá skýrt, og vantar enn eina 8 menn, sem ekki hafa komið til skila. Einsog áður var sagt, sökk Kar- luk í ísnum, eitthvað 50 til 60 milur frá W’rangel eyju 11. janúar i vetur sem leið. Skipverjar komust allir á ísinn og björguðu furðu miklu af matvælum úr skipinu áður en það sökk; en þarna voru þeir langt frá landi, og sjálfsagt var að reyna að komast af ísnum. Herald eyjan var nær en Wrangel, en ekki hægt að komast til hennar fyrir auðu hafi. Þeir skiftu sér i þrjá hópa. Fyrsti hópurinn, undir forustu Andersons, lagði þarna úr ísbúðun- um 21. janúar. Annar hópurinn fór þaðan 5. febrúar, undir forustu Dr. Mackay. En hvorugur þeirra hefir komið fram ,svo menn viti. Báðir höfðu þeir nægan vistaforða og voru vel út búnir. Fjórir menn voru í hvorum þessara hópa. Þriðji hópurinn var með kap- teini Bartlett og komust þeir heilu og höldnu upp á Wrangel eyju. Bæði Bandaríkjastjórn og Rúss- ar senda nú skip þarna norður að leita þeirra við Wrangel og Herald eyjar, eða hvar sem þeim þykir liklegast. Sagan um þetta er á þessa leið: Þegar skipið brotnaði 11. janúar, segir Bartlett, og við sáum að það hlyti að sökkva, þá rukum við til og náðum úr þvi matvöru allri og því, sem oss var nauðsynlegast, og bjuggum okkur skýli eða búðir þarna á ísnum. Engin sást sólin og aldrei rann dagur; alt var einlæg nótt. Þótti okkur þá áhætta, að leita brottferðar fyrri en sól færi að koma upp yfir sjóndeildarhring- inn. En við vissum af landi og sáum móta fyrir því og héldum að það væri Wrangel eyja. En þar vorum við skakkir, því að það var Herald eyja, skamt frá Wrangel. Urðu nú margir óánægðir að biða þarna að- gjörðalausir, og vildu leggja á stað til að leita landsins; og loksins fóru þeir á stað fjórir hinn 21. janúar.— Það voru þessir: Fyrsti yfirmaður Anderson, annar yfirmaður Baker og hásetarnir King og Brady. Höfðu þeir með sér fæði fyrir 3 mánuði. Með þeim fór hópur nokkur til fylgdar undir forustu Mamen. Þeir höfðu 3 sleða og 18 hunda. Þegar Mamen kom aftur frá því að fylgja þeim, sagði hann að þeir hefðu stefnt að landi þessu, sem þeir sáu; en þegar þá vantaði að eins 3 mílur til landsins, kom fyrir auður sjór. Þarna voru þeir að flækjast i isnum i fulla tvo daga, að leita þess, hvort þeir kæmust á land, en komust hvergi. Urðu þeir Mamen þá að skilja við þá, þarna eftir á ísnum, með öllum vistum og farangri þeirra, og bjuggust þeir við að geta bráðlega náð landi, þegar ísinn færðist nær eða frysi vökin. Þann 5. febrúar lögðu aðrir fjór- ir af stað úr ísbúðunum. Það voru vísindamennirnir MacKay, Murray og Beuchat og Morris háseti. Fóru þeir slóð þá, er Mamen hafði farið, og drógu sleðana með mannafli. Þeir höfðu allan útbúnað til að bú- ast uin á ísnum, og inatvæli fyrir 20 daga. Þann 7. febrúar var Mamen send- ur á stað með tveimur Eskimóum og 3 sleðum hlöðnum með vistum, og skyldi hann koma þessu á land á Herald eyju og koma svo aftur. En rétt i þvi þeir áttu að fara, þá slas- aðist Mamen, svo að hnéð gekk úr liði. Varð hann því eftir, en Chafe fór í hans stað. Þeir komu ekki aft- ur fyrri en hin'n 16. og höfðu hvergi getað komist á land, því allstaðar var auður sjór út frá ströndinni.— Enga sáu þeir menn á eyjunni og höfðu þeir þó kíkir að horfa með, og voru þar fulla tvo daga, til þess að reyna að finna stað, er þeir gætu í land komist. Cha'fe sagði og, að hann hefði mætt þeim MacKay og hinum 3, sem með honum fóru, 15 eða 20 mílur frá eyjunni, þegar þeir voru á heimleið til búðanna. Hafði Beauchat kalið á höndum og litu þeir illa út. Buðu þeir þeim hjálp til þess, að komast til búð- anna aftur, en þeir vildu ekki þiggja. Þann 17. febrúar kom stinnur austanvindur, og fór þá ísinn að hreyfast í vesturátt. Leggja á slað til Wrangel eyjar. Þann 19. febrúar lögðu enn 8 menn á stað úr búðunum, undir for- ustu yfirvélamanns Munro og ætl uðu að komast til Wrangel eyjar, Fóru þeir fyrst slóðann, sem hinir höfðu farið til Herald eyjar. Höfðu þeir með sér tvo sleða og átta hunda. Hinn 24. febr. fór Bartlett á stað úr búðunum með þá Memen McKinlay og einn Eskimóa. Hinn 28. febr. náði Bartlett þeim Munroe; höfðu þeir stansað við is garð einn mikinn, er þeir komust ekki yfir. En garðar þessir eru þannig, að ísinn hefir brotnað upp og standa jakarnir á endann og er þá ísinn illfær yfirferðar. Þessi ruðningur var 3 mílur á breidd og svo langt út, sem augað eygði. Þarna urðu þeir þvi yfir að fara. Daginn eftir sendi Bartlett jiá Chafe og Mamen til hinna sjottu búða, eða áfangastaðar, til að sækja það, sem þeir höfðu skilið þar eftir af matvælum. En sjálfur var hann kyr þarna og lét alla fara að ryðja veg i gegnum ruðning þenna hinn mikla. En svo sendi hann þá lika þá McKinlay, Hadley og Cliafe aftur til fyrstu búðanna, að sækja meira af vistum þeirra og öðru, sem þar var eftir. Loksins gátu þeir komið öllum flutningnum yfir braut þá sem þeir höfðu gjört um ruðnings- ísinn. Við búðirnar norðan við íshröngl þetta skutu þeir birni 3 og meðan þeir voru að koma farangri sínum nær landi, eftir hinum slétta ís, sem þeir nú komu á, þá sendu þeir Eski- móa og tvo menn aðra eftir bjarn i- slátrinu og komu þeir með þa5 á tveimur sleðum, en skildu skrokk inn af einum birninum eftir við slóðina. Þegar þeir komust í gegnum brotísinn, komu þeir á sléttan, fast- an ís, og lá hann alla leið upp að landi, en það voru 35 mílur. Komu til Wrangel eyjar. Þann 12. marz komu þeir til Wrangel eyjar og lentu í odda ein- um. Fundu þcir þar mikið af reka- við og fóru strax að búa um sig og gjöra sér byrgi. Daginn eftir sóttu þeir mikið af farangri, sem þeir höfðu skilið eftir á isnum 10 mílur í burtu. Þann 17. marz var Monroe og 2 menn aðrir sendir aftur til fyrstu búðanna, þar sem Karluk sökk, og skyldu þeir sækja vistir þær, sem jar voru enn eftir, og koma þeim að minsta kosti á landfasta ísinn. En daginn eftir lagði Bartlett á stað til meginlandsins og hafði einn Eskimóa með sér, og hélt til suðurs frá W’rangel eyju. Fór hann einlægt með landi fram á eyjunni, alla leið til suðurodda hennar; en hvergi sá mikil og storma og lenti oft í ruðn- ingum og brotísum, og oft hitti hann fyrir vakir og ála, sem hann þurfti að krækja fyrir, og varð leið- in býsna krókótt. Á þessu ferðalagi voru þeir í 17 daga, og lentu þeir svo loksins 50 mílum vestan við North Cap hinn 4. apríl. Á ferð sinni þaðan til East Cape hitti hann nokkur Eskimóa-þorp og tóku þeir við honum ágætlega. Við East Cape hitti hann yfirmann Rússa yfir austur Síberiu, Barón Kleist. Hann tók honum mætavel og bauð honum að heimsækja sig í Emmu-höfn, og þangað kom hann 16. maí. Þaðan sendi Bartlett orð til allra bygða Eskimóa við ströndina, að láta alla hvalveiðamenn, eða þá kapteina, er kæmu í verzlunarerind- um, sem þeir sæju, vita hvar hann væri niður kominn. Fluttur til Nome. Skömmu seinna kom þar Peter- son kapteinn á hvalveiðaskipinu Herman, þvi hann hafði fengið orð þessi. Fann hann Bartlett að máli, og erhann heyrði um vandræði hans og manna þeirra, er eftir voru á til Wrangel eyju, þá bauðst hann þess að fresta hvalveiðunum, taka Bartlett og koma honum á land þar sem hann gæti komist í sam- band við umheiminn. Svo sigldu þeir til Nome, en þar bannaði ísinn þeim að lenda, og loks kom hann Bartlett á land í St. Michaelis. Og þaðan var það, sem hann sendi fréttina til Ottawra. EG GEF ÞÉR ALT. (Þytt). Þér helga ég ált, sem ég get veitt þótt ærið fátt það sé. Ein gígja—og hjarta aðeins eitt er alt mitt gjafafé. Já, gígja, er syngur sætum róm og sálu vængi ljær— og hjarta þrungið unaðsóm, sem engin strengur nær. Þótt söng og ást sé kanske ei kleyft lífs kylju að vísa á bug, þau geta á veg þinn geislum dreift og gefið þrek og dug. Ef önn með hjáræmt urg og suð þinn unaðs truflar hreim, lát ástar-knýja gígju guð; þá glóir sól um heim. í síðustu Hkr. var þetta kvæði fult af meinlegum prentvillum. Er það því endurprentað. Myndaði samvinnufélag með sinni eigin familíu. Einn af hinum ráðkænu Skotum hefir fundið upp ráð til þess, að halda drengjunum sínum heima hjá sér við búskapinn, með þvi að koma hinum 9 sonuin sínum og dætrum til þess að mynda sam- vinnufélag, og skifti hann milli þeirra allri áhöfn á 1800 ekra jörð sinni, — rétt einsog það væri stór- félag í borg einni, eða verksmiðja, búð eða mölunarmylna. Faðirinn var Jón McCallum, og var hann forseti kosinn í einu hljóði af hluthöfum öllum; elzti sonur hans varð ráðsmaður, annar sonur hans skrifari og féhirðir. Einn sonurinn var gjörður yfir umsjónarmaður yfir svínadeildinni, er öll voru af völdu kyni. Einn drengjanna skyldi hafa um- sjón alla og eftirlit með hestum Tveir aðrir synir hans skyldu skifta með sér umsjón og eftirliti með nautgripum og sauðkindum. Stúlkurnar skyldu gæta heimilis- ins. Var hverju barni valinn sinn hluti starfanna, er þau skyldu sjá um og annast, og fengu þau full umráð yfir deild sinni hvert. ‘^Eg var lengi búinn að hugsa um )etta”, sagði bóndinn, “og loksins fór eg til bæjarins og sagði lög- manni mínum frá fyrirætlun minni og stakk upp á nafninu á félaginu. Hann löggilti félagið og lagði til grundvallar höfuðstólinn, jörðina með allri áhöfninni. ‘Nokkrum dögum seinna kallaði eg börn min saman. Það voru fimm synir og fjórar dætur. Eg hafði verðlagt alt saman upp á $100,000, og skifti því nú upp í hluti og fékk ieim hlutina hverju fyrir sig; en hélt þó svo miklu eftir sjálfur, að eg gat haft meiri hluta atkvæða. Áttu þau að halda áfram að vinna og kaupa smámsaman af hlutum mínum á ári hverju, svo að ?au væru búin að kaupa alla hlut- ina, þegar eg dæi og hefðu þá al- gjörð umráð yfir jörðinni og áhöfn- inni. Börnin voru öll í sjöunda himni yfir þessu öllu saman. Þau fengu nú áhuga að vinna miklu meiri, en iau nokkru sinni höfðu áður, og áður en vikan var liðin, var hvert einasta þeirra að stöðva leka þann, FLUG YFIR ATLANTSHAF Flugið sem þeir ætla að reyna yfir Atlantshafið núna þessa dagana þeir Lieutenant Porte, enskur mað- ur og annar með honum. Flugbáturinn er búinn og þeir hafa verið að prófa hann. Flugu * fyrst með tíu farþega og gekk alt vel. Bótur eða réttara dreki þessi heitir:—Ameríka. Hann var búinn hérna um dag- inn, en þá kom á ofsastormur og þrumuveður með regni og hagli. Rafþráðastaurarnir brotnuðu og þræðirnir lágu á jörðu niðri, en' vindurinn braut eikurnar í skóg- inum og hrundu af þeim limarnar. Þá var bóturinn úti, bundinn að vísu, en ég gat ekki trúað öðru, segir Porte en að hann myndi upp slitna þessi rauði hvalur okkar, og mér var illa við þá tilhugsun að þurfa nú að byggja nýjan bát, en tapa þessum rétt I því að við ætluð- um að fara að leggja af stað. Yindurinn kom rétt framan i nefið á honum, fór undir vængina og reyndi að lyfta honum upp og slíta hann af festunum og fleygja honum út á vatnið. Eitthvað 12 en verkamenn hlupu til og lögðust á festarnar, en þær héldu. En alt í einu snörist vindurinn á svipstund- u og kom þvert á stélið drekanum, eins og hann ætlaði alveg að fleygja honum um og stinga honum á nefið en hann stóð þetta alt saman “Menn hafa spurt mig” sagði Porfc. “hvað ég ætlaði að gjöra, ef ég lenti* í öðru eins óviðri á leiðinni. En< því er fljót svarað:—ég myndi forð- ast að koma inn í annan eins þyril, það má sjá þá og er hægt að forðast þá. Drekinn hefir nógan flýtir til þess. (60 mílur á klukkustund). Það mætti náttúrlega lyfta drekan- um svo hátt í loft upp, að við yrð- um uppi yfir storminum, en myndi heldur snúa úr leið, því að það er léttara.” “Hann lyfti okkur 10 með vélum og gasolín léttilega, er við fyrst reyndum hann; voru það alls 4,600 pund að þyngd, en hann fór létti- lega með ]>að upp af vatninu. Við flugum reyndar lftið í það skiftið,. aðalatriðið var að vita hvernig drekanum gengi að lyfta sér upp af vatninu; þegar hann er laus við vatnið þó er hann áreiðanlega viss að flúga. Síðan höfum við dálítið aukið við vængina og nú lyftir hann léttilega 5,000 pundum og fer. 60 mílur á klukkustundinni.” Hinn 16. þessa mónaðar ætla þeir að leggja á stað frá Nýfundnalandi og 1 stað þess að flúga beint í aust- ur, þá ætla þeir að taka strik suð- austur til Azores eyjanna; þar ætla þeir að taka við gasolín, vatni og s.fr., og fara svo til Portugal, standa þar við klukkustund eða svo og fara svo beint strik til Plymouth á Englandi. Aldrei mega þeir á land koma, eða skipsfjöl stiga aðra en á drekanum ef þeir vilja verð- launin vinna—$50,000. Þetta er miklu lengri leið en beint austur frá Newfoundland, en þar er sífeld þoka á ferðum kanske alla leið til Englands, og hana vilja þeir forðast. DÁNARFREGN hann til manna. Fékk hann veður sem fyrir kemur hjá öllum félögum. Nýdóin cr að Candahar, Saskatch- ewan, Kristbjörg Jónsdóttir, Jóns- sonar, prests Þorsteinssonar að Reykjahlíð og Jórunar Jónsdóttir. Fædd að Lundarbrekku í Bárðar- dal, Þingeyjarsýslu, 1. des. 1864. Kristbjörg sál var af hinni við- kunnu Reykjahlíðar ætt. Yar faðir hennar einn af hinum mörgu Reyk- jahlíðar bræðrum, sonum síra Jóns Þorsteinssonar, prests að Reykja- hlíð. Hún dó að Candahar Sask. 28. júlí, þ.ó. hjá Þórviði Halldórssyni og konu hans, Jórunni frændkonu sinni, kom til Ameriku 1887. Var fyrst í Alftavatnsnýlendu, síðan nokkur ár í Winnipeg, flutti þaðan með frændfólki sínu til Dakóta, þaðan til Canada og Winnipeg, og nú seina.st til Candahar, Sask. Kristbjörg sál. var ógift kona og )ó hin gjörvulegasta bæði til sálar og líkama, en seinni árin var hún heilsulasin og dugðu ekki lækning- ar þó að reynt væri. Henni batnaði kanske um stund en þó sókti í hið sama aftur. Var hún þó oft á felli )ó að óhraust væri. Hún var greind vel og ákaflega viðkynningargóð, hæglót mjög en )ó glaðvær. Var sem hún einlægt vildi úr bæta misfellum eða vand- ræðum cf einhver voru og bjarg- vættur var hún fólki sínu með alla hjálpsemi sem hún gat í té látið. En það var ekki svo lítið því að hún var hin færasta til hvers sem vera skyldi. Er því öllum mikil eftirsjá að henni, sem nokkuð þekktu til henn- ar, þeir hefðu svo gjarnan viljað hafa hana lengur hjá sér. En þó að skarð sé hér höggið og sætið autt sem hún skipaði, þá er þó huggunin sú að dagur rennur aftur fyrir henni og þeim og að þetta eru ekki vorir seinustu fundir.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.