Heimskringla - 16.07.1914, Page 5

Heimskringla - 16.07.1914, Page 5
WINNIPEG, 16. JÚLÍ, 1914 HEIMSKRINGLA Bls. 5 II M § u r SPÁNNVR VÖRUFORÐI Vér afgreiöum yBur fljótt og greiðloga og gjörum yöur í fylsta máta ánægBa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED... Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg þá atvinnugrein, sem ekki tekur hann burt frá heimilinu. Lifsupp- eldis síns leitar hann úr jörðunni, skógunum, vötnunum. í Austurrikj- unum forðast hann ánauðarok verk- stæðanna, en leggur sig fúsann fram um allskonar trésmíði. Fjórði hluti norskra verkamanna í New York ríkinu eru trésmiðir, en engir stunda þar jarðyrkju. 1 Iowa er tveir þriðju Norðmanna, sem þar búa, bændur, en sjö af hverju hundr- aði stunda smíðar í einhverri mynd. Glögt má sjá áhrifin jótsku á at- vinnuvali Dana. Tveir fimtu hlutir Dana hér f álfu eru bændur, einn tíundi verkamenn, og einn tuttug- asti trésmiðir. Við smjörgjörð og mjólkur búskap eru sex á móti hverjum einum sem aðra atvinnu stunda. Við húsgagnasmíði og siglingar meginhluti þeirra sem ekki stunda búskap. Yngri kyn- slóðin gengur þar ekki heldur und- an merkjum, því ellefu móti hverj- um tveimur stunda nautgripa rækt og jarðyrkju. Svíþjóð er nú á dögum eitt með nieiri verksmiðju löndum norður- álfunnar. Þeir Svíar sem hingað flytja hnegjast því meir að þesskon- ar atvinnugreinum en jarðrækt. í>rír af hverjum tíu erja jörðina, en af sonum þeirra rúmt fjórir af hverj- um tíu. Flestir leggja þeir fyrir sig trésmiði, náma vinnu, stein tekju, brautar lagningai', eða þeir vinna við brúarlagningar, véia- smíði, járn- og stálsteypu, fatatil- búning og flutninga. Þótt ávíar teljist ekki nema einn áttugasti hluti allra starfsmanna Bandaríkjanna, þá sýna þessar at- vinnugreinar hærri hlutföll, og kem- ur það til af þvf, að þeir hncigjast fremur að þeim en öðrum. Einn Svíi af hverjum tólf vinnur við járnsmiðar i einhverri mynd; einn af hverjum fjórtán, sem stunda hús- gagnasmíði, er Svii; einn af hverj- um 21, sein sækja sjó, eða eru í för- um, og einn af hverjum 25 er skradd- ari. Kemur það ef til vill af að- alstilfinningu lijá Svíuin, að yngri menn Svía eru lægnari á, að ná sér i “hreinlega” vinnu en Norðmenn. Sömu hlutföll ráða meðal sænsku stúlknanna. Fyrsta kynslóðin stundar hvaða atvinnu, sem fyrir kemur, en næsta kynslóðin leitar inn í fínni atvinnugreinar. .Eru hlutföllin þessi: rúm 3 prósent fyrstu kynslóðarinnar stunda liefð- arstöður, en 13% prósent næstu jtýnslóðar. Meðal Norðmanna eru tölurnar 4 prósent meðal innflytj- enda, er ná í þessa fínni vinnu, en tæplega 10 af hundraði meðal næstu kynslóðar. Þrír fimtu hlutar af sænskum stúlkum, er hingað konia, Vistast sem þjónustukonur á hótel- um eða í fjölskylduhúsum; en með- al næsta kynslóðar er það að eins tveir fimtu hlutar. Meðal Norð- manna hrekkar talan hjá næstu kynslóð upp í 50 af hundraði, úr 40 *— öfugt við það, sem er hjá Svium. Sænsku stúlkurnar flýja úr eldhús- unum, þar sem þær byrja fyrst, inn á verksmiðjurnar og saumastofurn- ar. Aftur virðast mentunarstofnan- irnar draga til sín fleiri norskar stúlkur en sænskar, og stunda margfalt fleiri norskar sttúlkur kennarastörf en svenskar. Er það einnig upplagi þjóðarinnar að þakka. Norðmenn eru samveldis- menn 1 anda og unna jafnrétti og mannjöfnuði. Er því skólafyrir- komulag Ameriku einkar aðlaðandi fyrir þá, og finna þeir sig heima i hinni almennu uppfræðslu-stefnu landsins, þar sem lærisveinninn og lærimeistarinn eru sama stigs og sömu stéttar. (Framhald). Osannsögli Lögbergs. Vér höfum þegar bent á ýmsar öfgar og ósannsögli í Lögb., er all- ar stöfuðu af kosninga-æsingi. — Haft er eftir mönnum það, sem þeim aldrei hafði til hugar komið að segja, og rangfært sumt af því, sem þeir höfðu sagt. — Svo var til dæmis með margt af því, sem hermt var eftir Skapta B. Brynjólfs syni, að það var með öllu ósatt. Nýlega barst oss bréf frá herra Stephen Thorson, bæjarstjóra á Gimli, þar sem hann ber til baka ummæli þau, sem eftir honum voru höfð í Lögb. 9. júlí, og hann átti að hafa sagt skilið við CJnítara félagsskapinn, af því að Mr.Brynj- ólfsson tók þátt í stjórnmála- umræðum í Gimli kjördæmi og vér höfum undanfarið verið ritstjóri Heimskringlu. Segir Mr. Thorson, að hann hafi aldrei haft þau orð, heldur að hann hafi sagt, að hann gæti ekki “fylgt þeim”, Mr. Brynj- ólfsson og oss, í stjórnmálastefnu vorri. Vér gátum að engu þessa öfugmælis blaðsins, er vér sáum það, því oss fanst næsta ólíklegt, eftir þeirri viðkynningu, sem vér höfum haft af Mr. Thorson, að hann mundi nokkuð slíkt hafa sagt. Hann er of hygginn maður og gætinn, og vel að sér um öll skoðana-mál, til þess aS hann hefði látið sér koma til hugar, að fordæma alta Únítara kyrkjuna fyrir það, þótt tYeir menn innan þeirrar kyrkju fylgdu annari skoð- un á landsmálum en hann sjálfur. Slíkt hefði verið sú fíflska, sem fáir hefðu gjört sig seka í, nema flón. Vér vissum það sjálfir, að Mr. Thorson hefir ávalt verið mjög á- kveðinn Liberal. Hann var það áður en hann varð Onítari, og hans stjórnmálaskoðanir hafa ekkert breyzt við það. En skýrari skoðun á andlegum efnum, er hann hefir helgað sér, gat heldur ekki staðið í neinu sambandi við landsmála- skoðanir annara manna. Og að setja þá kosti: að fyrir pólitiskar skoðanir tveggja manna ætlaði hann nú að hafna sínum eigin skoðunum, í kyrkjulegum efnum, er tekið hafa hann langan tima að öðlast og mikla íhugun og mik- inn lestur, eftir því, sem hann hefir sjálfur sagt, — náði ekki nokk- urri átt. Birtum vér hér bréfið. Skal þess getið, að eftir þessari yfirlýsingu hans óskuðum vér ekki, svo þess vegna ritar hann oss ekki þetta bréf. Vér álitum, að það þyrfti tæplega að bera til baka þessa slúðurfrétt. Að hann er enginn vin- ur núverandi stjórnar, má einnig marka af bréfinu, og þess vegna þurfti því ekki að snúa út úr orð- um hans. * * # Bréf Mr. Thorsons. Kæri Mr. Pétursson: í Lögbergi sem ég fékk í dag er höfð setning eftir mér. Hún er ekki alskostar rétt. Á Goodtemplara picnicinu hér á Gimli gat ég bess í tölu sem ég flutti “að hótelin hér á Gimli væru búin, eða væru að eyðilegga aðra kyrkj- una hér og bað væri kyrkjan sem kendi Salvation by cliaraeter.” £g held ég hafi sagt satt. 1 umræðum heima hjá mér gat ég þess að mér félli illa að fyrsti kenni- maður Unitara kyrkjufélagsins (ég nefndi ekki biskup á nafn, auðvit- að átti ég við liig sein fyrsta-fremsta kennimann hefði gjörst ritstjóri fyrir blaði sem mælti bót gjörðum j þeirrar stjórnar sein að í mínu áliti | væri svívirðilegasta stjórn í þessu j landi. Það sama hefði ég að segja | um forseta kyrkjufélagsins sem ferð- | aðist um bygðir Islendinga til að j mæla þessari stjórn bót. Þar sem j Unitara kyrkjan teldi sig frjálslynd- ustu kyrkjuna í þessu landi þá væri ! þetta svo mikið ósannræmi að ég gæti ekki fylgt þeím. Þessar umræður heima hjá mér voru öldungis ekki ætlaðar til að verða að blaðamáli. Að kyrkjan sjálf hefði verið gjörð að meginstöð stjórnarinnar um það minntist ég ekki á eitt einasta orð. Dr. Sig. J. Johannesson og Mrs. Fred Swanson áttu orðakast saman um það. Siephen Thorson. Persaland. (Fratnhald). SLÆGÐ RÚSSA Nú hafði keisari fullar höndur af peningum og iagði því upp f aðra ferð sína til Evrópu. A leið þeirri eyddi hann miklum jieningum, 1200 á degi hyerjum. 1 þetta sinn fór hann til Englands. Og voru ensku blöðin full af greinum um liið frjáls- a og óháða Persaveldi. En aftur vöruðu rússnesku blöðin Persa við hinni stjórnlausu græðgi Englend- inga. Þanriig gekk það þetta árið. Og svo 1903 fóru Englendingar að sækja sig og vildu bola út Rússum, en komast í mjúkinn við Persahirðina. Sendu þeir lávarð einn til Persa keisara með viðhöfn mikla og skyldi hann færa honuin sokkabands-orð- una ensku. En þá fóru Rússar að herða sig líka, og gjörðu nú verzlunarsamn- ing við Persa, en við samning þann beið verzlun Englendinga við Per- saflóa skaða mikinn og að miklu leiti töpuðu þeir sölu á tei, sem þeir áður fluttu þangað frá Indlandi. Og alsstaðar fór óánægjan vaxandi í landinu. Tollheimtan var orsök að upphlaupum hér og hvar um landið. Og nú risu prestarnir upp og fóru að predika á móti tollunum og öll- um hinum nýju umbótum, sem gjörðar voru í landinu. Menn gjörðu og upphlaup út af brauð- skorti í suðurparti héraðsins, Shir- az, og var stjórnin nú ráðalaus, því að hún hafði hvorki peninga né hermenn eða nokkurn brúklegan útbúnað handa þeim. í Teheran gjörðust þrír yfirprest- ar formenn fyrir uppreist þessari, þeir Abdulla Bebahanu, Muhamad Tabatahal og Jamal ud Din. Aðal krafa þeirra var sú að Shahinn ræki frá sér helsta ráðgjafa sinn. En keisari sendi Juma, yfirprest til þess að reka þá út úr hinu heilaga must- eri seín þeir höfðust við í. Og til þess að koma þessu fram safnaði hann að sér mönnum. Og komu þeir til musteris rétt í þvf er Jamal ud Din flutti úr predikunarstól ræðu mikla og kvaðst þess albúinn aö hrinda af stóli liarðstjóra þeim sem nú væri drottinn þeirra. En þá stóð Juma upp og lýsti því yfir að þetta væri drottinssvik, og kall- aði á fyigdarmenn sína að reka þá út úr musterinu með höggum og slögum. Þá varð hark mikið og slagur í musterinu, og var nokkuð jafnt á komið. En um nóttina hrukku uppreistarmenn úr musterinu og komust í skrín hið helga, keisar- ans Abdul Azims. Þar bjuggust þeir um og þangað flúðu margir hinna helstu borgara, þar á meðal höfðingi einn Faziullah að nafni, Var þetta griðastaður þeirra. Er sagt að krónprinsinn Ali Mirza hafi verið þeim mjög hlyntur. Uppreistin magnaðist nú svo að keisari sendi þeim bréf þarna ritað með eiginhendi og lofaði að hann skyldi reka ráðgjafann og veita þjóð inni (hús rétOætisisi.is' þing og skyk.i á það koiia mcnn af öllum stéttum. Af þessu konunglega bréfi voru eftirrit gjörð og hengd upp í öllum hinum stærri borgum iandsins. Þá fyrst fóru klerkar með sveit sína úr musterinu og héldu inn til höfuð- borgarinnar með skrúði miklu, söngvum og gleðilátum. Tók keis- ari þar á móti þeim sjálfur og end- urtók loforð sín munnlega, þessi sem hann hafði gefið áður með eigin hendi. Þetta var nú stjórnarbylt- ingin persneska. Á meðan á þessu stóð voru búðir allar lokaðar í Teheran og öðrum borgum. Enginn vildi hafa nokkur skifti við annan og alveg ómögulegt var að fá verzlunarmennina til þess að snúa heim aftur. 1 höfuðborg- inni var þó það boð látið út ganga af yfirmanni lífvarðarins, að ef að búðirnar væru ekki opnaðar, þá mundi hann leyfa hermönnum sín- um að ræna þær, og varð þetta til þess, að fjöldi kaupmanna og verzl- unarmanna kom heim aftur. En þeir fóru þá og' leituðu hælis hjá sendilierra Breta og eftir fáa daga voru þar samankomnir 12,000 menn sem þangað leituðu griðastaðar og voru garðar sendiherrans alþaktir tjöldum. Var múgur þessi mjög spakur, en ekki fengust þeir til þess að hætta sér út þaðan. Keisari vissi ekki hvaðan veðrið stóð, og loksins lét hann þenna ráð- gjafa sinn fara, sem allir vorU óá- nægðir með, en tók í staðinn ann- an, Mirza Narullah Khan. En það viidi lítið batna. Fólkið var orðið svo óánægt og þcir báru svo lítið traust til stjórnarinnar, að þeir foru og heimtuðu algerlega nýja stjórnarskrá. Komu kröfurnar um hana úr öJhim áttum. Þetta samþykti svo keisari L tæð- ingardag sinn 5. ágúst og þegar það var fengið sinátíndist hinn mikli hópur griðamanna út úr görðuru sendiherrans breska. Nú fyrst voru þeir búnir að fá það sem þeir lengi höfðu þráð, lof- orð um verulega stjórnarskrá. Eitt hið fyrsta sem þing þetta lét sér umhugað um var það að stofna þjóðbanka. Menn lögðu sig ffHIh af alvöru að koma þessu á. M3nn skrifuðu sig fyrir stórum upphæð- um til þess að koma honum á fót. konur sem karlar lögðu fram alla þá peninga sem í eigu þeirra voru, fátækir menn komu með alt, sem þeir gátu. En samt dugði það ekki. Þetta komst aldrei á stað. Og kom það nokkuð af því að keisari heimt- aði, að hann fengi að láni mikið af fénu, sem menn höfðu skrifað sig fyrir og svo lögðu rússnesku og ensku bankarnir allar þær tálman- ir fyrir fyrirtæki þetta, sem þeir gátu. (Niðurlag næst.) -Þ». .«*> . MIÐSUMAR HREINSUNAR SALA Þetta er árlegur viðburður þegar góður fatnaður er seldur með mjög niðursettu verði. Kvenfólks “Ready to wear” er seldur þar upp í mörgum tilfellum. Langt fyrir neðan vanaverð Móðins Kjólar Einmitt þaB sem best er aB búast á köldum kveldum og útiviB og á haustin. í þessum flokk eru 48 alfatnaBir úr Golfine, Serge, Gaberdine og öBrum tískudúkum. ÞaB eru ágætar tilbreytingar fyrir þenna tfma og bestu sniB og litir. Aldrei fyrri höfum vér boBiB mönnum fatnaB meB jafn lágu verBi og sparar þaB yBur mikla peninga. Vanaverð, upp til $60.00 Hreinsunarverð nú $18.75 Týzkufatnaður I þessum útvalda flokk er margur fyrirtaks fatnaBur og tilbreytingar miklar í sniBum og búnaBi úr Gaberdines, Serge, Checks og Novelty dúkum. Pils og kjólar eru meB tímans sniBi og hefur líkur fatnaBur veriB seldur á þessu ári oftsinnis fyrir þrefalt og f jórfalt verB, sem þaB nú kostar á hreins- unarsölu þessari. Vanaverð upp til $40.00 og $50.00 Hreinsunarverð nú $12.50 i Toronto 297-299 PORTAGE AVENUE WINNIPEG Montreal 304 Sögusafn Heimskringlu Jón og Lára 305 306 Sögusafn Heimskringlu Jón og Lára 307 þínum, er liðið og gleymt. Ekkert getur breytt eða bætt úr þvi”. “Nei, frænka, en meðan hann lifir heldur hann áfram að göra ilt. Hann eykur glæpi sina en minkar ekki. Mér er þessi upplýsing mikilsvirði”. “Eg hefi óvalt álitið (lagbækur mikilsvirði, svo það furðar mig ekki, þó þessi upplýsing sé ómetanleg. En nú er ekki meira um Desmonds. Mamma þín talar um sjálfa sig; hún kveðst ekki vera vel frísk, og er hrædd um, að hún lifi ekki mörg ár, og hvað ætli þá verði af vesalings Láru?” “Komuð þér nokkurn tima til Chiswick?” “Aldrei, nema til að vera við jarðarför pabba þins”. “Var kapteinn Desmond þar þá?” “Nei, en konan í húsinu sagði mér, að hann hefði verið lijá pabba þínum þangað til hann dó.” “Eg þakka þér hjartanlega fyrir allar upplýsing- arnar, frænka. Eg kem aftur eftir fáa daga, ef 'eg má”. “Gerðu það, góða mín, og taktu manninn þinn mcð þér, mig langar til að kynnastt honum. Ef þú lætur mig vita fyrirfram nær þið komið, gleður það mig, að veita ykkur dagverð”. “Það verður ánægjulegt fyrir okkur að koma, frænka. Við erum í áríðandi erindum i London, sem ég vona, að sé bráðum lokið, og ég skal segja þér frá þeim, þegar þeim er lokið”. “Gerðu það, góða min; það gleður mig að sjá þig aftur” 44. KAPÍTULI. Fyrri liluta næsta miðvikudags varð Jón Trever- ton að mæta fyrir rannsóknardómaranum i réttarsaln- um i Bow stræti. ' Sömu vitnin voru til staðar og áður. Tveir lækn- ar voru þar til að segja álit sitt um rýtinginn. Annar þeirra sagði, að blóðblettir væru á blaðinu, sem ald- rei hyrfu. Hinn sagði, að blað úr stáli, sem þurkaður væri lögurinn af meðan það væri vott, bæri engin merki, og útlit rýtingsins væri af áhrifum timans og loftsins. Þegar yfirlieyrslunni var þvi nær lokið, kom göm- ul kona, leidd af George Gerarð, inn í réttarsalinn og bauðst til að bera vitni. Það var frú Evitt, sem farin var að hressast. “ó, já”, sagði dómarinn, þegar frúin var búin að leggja af eiðinn. “Þér eruð liúsráðandinn, eruð þér það ekki? Þvi komuð þér ekki til yfirheyrslu á fimtu- daginn var? Þér voruð þó kallaðar”. “Já, herra minn; en eg var veik og gat ekki mætt”. “Þér gátuð ekki mætt, vegna veikinda? Nú, hvað hírfið þér að segja um fangann?” “Eg hefi það að segja, herra minn, að það hefði aldrei átt að taka hann fastan. Eg hefði átt að Ifoma fram löngu fyr og segja sannleikann — það hefir kval- ið mig svo ósegjanlega, að eg gerði það ekki — þess utan ung og fögur kona”. “Hvað meinið þér með þessu rugli?” sagði dómar- inn? Talar vesalings konan óráð?” . . . , : “Nei, eg tala ekki meira óráð en þér. Líkami minn hefir þjáðst af köldu, en sál min er heilbrigð”. “Þér megið ekki tala um þjáningar yðar. Hvað segið þér um fangann?” “Að hann er jafn saklaus af morðinu og nýfætt barn”. Svo sagði fru Evitt honum um gráa hárlagðinn, og blóðuga sloppinn i skápnum, en vék mjög oft frá efninu, svo dómarinn varð að áminna hana hvað eftir annað. “Sem er ennþá i skápnum og lögreglan getur fund- ið, ef hún vill”, sagði frú Evitt síðast. “Sem hún eflaust gerir”, sagði dómarinn. “Hvar er þessi Desrolles?” “Það hefir verið leitað að honum”, sagði Leópold. “Ef þér leyfið það, þá eru tveir herrar hér i salnum, sem geta gefið upplýsingar viðvíkjandi málinu”. Annar þessara manna var Jósepli Lemúel, hinn nafnkunni miliónaeigandi; þegar hann gekk inn i vitnastúkuna, þögnuðu allir, einsog þeim hefði opin- berast engill. “Hafið þér heyrt nokkuð um þennapn viðburð, hr. Lemúel?” spurði dómarinn ofur auðmjúkur. “Eg held eg geti gefið upplýsingar Um ástæðu til morðsins,,, sagði Lemúel. “Viku áður en hún var myrt, leyfði eg mér að senda henni hálsmen, og eg hefi ástæðu til að ætla, að það hafi orðið orsök til dauða hennar”. “Var menið svo kostbært, að það gæti freistað morðingja?” “í raun réttri ekki, en fyrir æfingarlaust auga hlaut það að sýnast mikils virði. Eg sendi það sem gjöf til þessarar konu, er vakti aðdáun mína með hæfi- leikum sinum”. “Eðlilegt”, sagði dómarinn. “Eg var nýbúinn að kaupa það i Paris fyrir 50 pund; en það var svo góð stæling, að fáir gátu séð, að lað voru ekki demantar, nema máske demantasalar, og þó ekki allir”. “Hélt frú Chicot, að steinarnir væru ósviknir?” “Eg veit það ekki. Eg sagði henni ekkert um hálsbandið’. Eg scndi henni það sem leikkonu, er virða yfirskynið jafnt sannreyndinni”. “Spurði frú Cliicot ekki um sannvirði gjafarinn- ar?” “Gjöfin var gefin og. þegin i þögn”. “Er þetta alt, sem þér hafið að segja?” “Já, það er alt”. Næsta vitnið var Moshch, demantasalinn. Hann sagði glögt og greinilega frá manninum, sem komið hefði að bjóða sér demantana, og meðal þeirra voru summir svo stórir, að þeir voru eftirsóknarverðir fyrir þjófa. Manninum, sem kom með þá, brá sýnilcga, þeg- ar hann vissi, að þeir voru ekki hreinir, heldur stæl- ing”, sagði hann. “Gætuð þér þekt þenna mann aftur?” spurði dóm- arinn. “Eg lield eg gæti það”. “Var það fanginn?” “Nci, það var maður milli 50 og 60 ára”. “Hefir nokkur mynd af Desrolles?” “Já, svaraði einn lögregluþjónninn; frú Evitt hcfir fengið okkur tvær myndir. Aðra hefir spæjarinn, sem er að leita að Desrolles; hin er hér”. Myndin var rétt að vitninu”. “Já”, sagði Mosheh, “eg held að það sé sama and- litið. Maðurinn, sem til mín kom, hafði sítt grátt skegg, sem huldi neðra hluta andlitsins og gerði hann ellilegri. Eg lield að skeggið hafi verið falskt, en eg er samt næst þvi sannfærður um, að það er sami maður- inn. Efri hluti andlitsins er all-einkennilegur, og ég held mér skjátli ekki”. ' - *. k .. .1 it__

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.