Heimskringla


Heimskringla - 23.07.1914, Qupperneq 4

Heimskringla - 23.07.1914, Qupperneq 4
Bls. 4 ^ HEIMSK RINGLA WINNIPEG, 23. JtjLl, 1914 Heimskringla (Stofna'ð 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. írtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. VerTf blaðsins f Canada og Bandarikjunum $2.00 um áriC rirfram borgab). ent til Islands $2.00 (fyrirfram bergab). Allar borganir sendist ráðs- aaanni blabsins. Póst eða banka ávísanir stýlist til The Viking Fress, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON Ráðsmaður H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street. Winuipe? BOl 8171 Talsfml 0arry4110 Þjóðernismálið. l>að er hvortveggja í einu vin- sælt og óvinsælt að leitast við að viðhalda þjóðerni sínu hér í landi. Pað er óvinsælt meðal yfirþjóðar- innar hér—ensku þjóðarinnar, því hún óskar ekki eins mikið eftir neinu, einsog því að öll óensk þjóða einkenni hér í landi hverfi. Það fyrsta sem innienda þjóðin réttir að oss þegar hún vill blíðka oss við sig og láta skiljast sem hún sé að sýna oss staka vináttu og góð- viid er það að vér séum fljótir að semja oss að hennar háttum,—vér séum fljótir að líkjast sér. Sjálfri finnst henni þetta vera mikið hrós, —sæmdargjöf veitt of miklu örlæti og kærleika—einskonar gustuka- gjöf, — fátækra útsvar. , Með hrósyrðum þessum er inn- lenda þjóðin ckki að mæla annað enn það sem henni liggur ríkast á hjarta og hún þráir mest. Hún er með þessu móti að leitast við að koma inn hjá oss þeim skilningi á borgaralegum gæðum, fullkomnun, —manndómi, að jtað sé í því fólgið að líkjast sér sem mest. Við hrósi þessu höfum vér oft tekið. “Bera skal hátt hvorutveggj- u konungs gjafirnar.” Hefir marg- ur bundið sér lárvíðar sveig þenna um höfuð. Margur ekki skilið að þetta er varhugavert hrós ef satt væri. Margur álitið það vanþakk- læti að leggja nokkurn annann skilning í það en að oss væri unn- inn hin mesta sæmd með þessu- Til hróss þessa iiggur algjört ekilningsleysi og þekkingarleysi á sögu útlendu þjóðanna. Innlenda þjóðin veit ekkert um sögu þeirra, þekkir ekki þjóðar einkenni þeirra skilur ekki að þær geti átt neitt svo gott í fórum sínum að hitt sé þó ekki betra að iíkjast sér.! Það sem því furðuiegast er, er að útlendu þjóðirnar sem hljóta að sjá af hvaða lopa þessi lofsyrði eru spunninn, skuli ekki altaf hafa tekið þeim sem fánýtum hégóma. Vér minnumst þess enn, að fyrsta stjórnmála ræðan sem vér heyrðtim hér í bæ gekk nokkuð út á þetta. Annar sækjandinn er sækja var um þingrnensku fyrir bæjinn til sam- bandsþingsins, fór að slá oss gtill- hatnra að hann hélt og auðvitað byrjaði á þvf að segja hvað vér vær- um fljótir að semja oss að hérlend- um háttum og samlöguðust fljótt þeim enskti' Bætti hann því við að vér værum af konttngafólki komin, og gætum flest talið oss í ætt við, that inagnifieient prince and sea- king Grettir tlie Strong.” Skilning- urinn á fslenzku þjóðerni og sög- unni var allur eftir þessu. f ritgjörð þeirri sem Heimskringla hefir verið að flytja um Skandinava eftir Ross háskólakennara í Wis- consin, er einkum eitt atriði þar, sem er eftirtektavert. Segir hann um Skandinava, að hingað koma þeirra hafi ekki haft neinar sérstak- ar verkanir á hugsunarhátt þjóðar- innar í Bandaríkjunum, að hún hafi ekki haft nein áhrif á sið- menningar stefnu landsins, eða þjóðar stofnanirnar. Ber hann þó Korðurlandabúum vel sögu. Það } se ólík með þjóðverja. Þeir hafi haft áhrif og þeir hafi sett litblæ bæði á hugsunarháttinn og menn- ingarstofnanirnar. Rétt á undan er hann búin að skýra frá því að þjóðverjar semji sig síður að hátt- um innlendra og blandist síður innlendu þjóðerni en Skandinavar. Skyldi nú ekki þetta standa nokk uð í sambandi hvað við annað ? Þetta mikla lof um það að geta strax skafið út sín eigin einkenni og orðið öðrum líkur, leiðir til þess eins, aS hverfa og skilja ekkert eftir. Þjóðverjar skilja eftir sig óafná- anleg einkenni í þjóðlífinu. Skand- inavar skilja eftir dauðra manna grafir í landinu.! Eins og það er einskis hróss verðs að vinna sér fyrir þessum vitnis- burði hinna ensku, að vér séum manna fljótastir að samlagast hér- iendu þjóðinni og hverfa inn í þjóð- lífið hér, svo má og ganga of iangt í því að verjast menningunni á þeim sviðum þar sem oss er ábótavant. Það er hægt að hafa ofstækisfulla og sýkta þjóðernisskoðun. Það er sýkt þjóðernishugsun að telja það ait heilagt og gott sem einhverntíma hefir þekst í fari þjóð- arinnar, sein landkreppa, erviðleik- ar, fátækt og fávfsi hafa skapað. Fatasnið er ekki þjóðerni. Islenzka eðlið hefir ekki fremur búið í skúfnum og skotthúfuhólknum fn kölski f þráðarleggnum. Vöntun fegurðarsmekks er ekki íslenzk fremur en eitthvað annað. Hún er leyfar siðlesis frá umliðnum öldum. Svo er heldur ekki óttinn og óbeitin á öllum samtökum, og hégóma státið að vera engu háður, vera hvergi. Það er siðmenningar- skortur, ekki fremur íslenzkt en lapplenzkt. Þó hvortveggja þetta j hafi gjört vart við sig hjá þjóðinni j og vaxið eins og illgresi á þjóðlífs akrinum á hennar niðurlægingar j tímabili, þá er það ekki íslenzkara, | ekki þjóðernislegra en svartidauð- inn eða piágan mikla- Öllu þessu þarf að útrýma og má útrýma án þess þjóðerninu sé hætta búin. Samtök og samvinna, prúð- menska, djúpur og glöggur skiln- ingur á því fagra, gætni og varhygð, jafnlyndi og glaðværð, hugrekki og sjálfsafneitun, geta verið sönn ís- lenzk þjóðareinkenni ef stund er á þau lögð, að innleiða þau í þjóðar andann og einstaklingarnir temja sér þau. Og til þess að helga sér þau, þarf enginn að segja skilið við þjóð sína,—-engu fremur en sá sem kemst til heilsu aftur eftir langvar- andi sjúkdóm og krankleika, þarf að skifta um þjóðerni. óholl þjóðerisstefna er það líka, að telja alla kostina hjá sér, hjá sinni þjóð, og sjá enga hjá öðrum. Það er einsog að sjá ekki nema einn litinn í Friðarboganum. Þessi þjóð- ernis tilfinning kerpur ríkulega fram hjá oss stundum, en í hversu ríkum mæli, sem hún er, ver hún ekki þjóðarglötuninni, og það er sagan búin að sýna. Hún er ekkert nema barnalegt mont, og flestir vita, hve | rnjög montið ver og verndar barnið fyrir skaðvænum áhrifum utan að komandi. Dana-hatrið á íslandi er ávöxtur þessarar þjóðernis tilfinningar; — mikillætið hérna, að íslenzkur mað- ur, er bæði er óhæfur fyrir það verk og stöðu, sem hann sækir um, og hefir aldrei haft þá nenningu eða sjálfsafneitun til að bera til þess að gjöra sig hæfan fyrir hana, — sé samt betri en annarar þjóðar mað- ur, sem nauðsynlegu hæfileikunum er búinn. Þess konar þjóðernis til- finning skilur engin áhrif eftir fyr- ir aðal þjóðlífið, — leggur @kki einu sinni til kalkið á grafirnar. Það er meðvitundin innri um sannleiksgildið, iífsverðleikana, um réttlætið, um fegurðar-hugsjónirnar, um fegurðar-smíði málsins sjálfs, sem, ef haldið er lifandi, verndar þjóðernið og skapar áhrif út í frá. Sú meðvitund er ekki korn, sem fela þarf í jörðu, sem fyrst þarf að deyja, svo upp af því geti sprottið auðugra sálarlif og hugumstærri þjóð. Það er meira vert nú sem stend- ur fyrir oss íslendinga, að koma tungu vorri sem námsgrein inn i skólana, en senda hópa óíslenzkra íslendinga á þing, er enga þjóðar- tilfinningu eiga, en elska orðspor- ið: “að hafa samlagast þeim inn- lendu á engum tíma”. Það er meira um vert, að sá orð- rómur iegðist á, að vér létum ekki aðra velja oss merkisbera, heldur réðum vaii þeina sjálfir, — heldur en þó um oss sé sagt, að vér séum af konungaætt. Það er meira um vert að íslenzka þjóðin andlega og lík- amlega fái notið sín, heldur en að hún sé steypt upp í kertaformum canadiskum og brend upp á fórnar- ölturum og borðum munaðar og mammons-hyggju þessa lands. Skandinavar í Ameríku. Eftir EDWARD ALSWORTH ROSS háskólakennara við Wisconsin há- skólann. (tJr júni-hefii Century tímaritsins). (Framh.). Blandast öðrum þjóðum. Það er satt, að á hverjum sunnu- degi er prédikað á norsku í fleiri kyrkjum hér í Ameríku en iNoregi; en þrátt fyrir það eru engir útlend- ir innflytjendur eins fljótir að semja sig að hérlendum háttum eins og Skandinavar. Þeir hnappast ekki saman í slum (fátæklinga hreysin) í stórborgunum eða steinrenna í smábæjarholum og úthverfuin. ineð- al þeirra 10,200 fjölskylda útlendra, er efnahags skýrslum var safnað um í sjö höfuðborgum Bandaríkj- anna, voru þær 148 sænsku fjöl- skyldur í tölu þessari bezt að sér um alt. Allar bjuggu þær i 5—6 her- bergja húsum, hver út af fyrir sig. Þær höfðu meiri tekjur á ári; um- gangur hússins að öllu leyti langt yfir það betri; ensku kunnátta þeirra meiri, en hinna, og töldu að jafnaði fleiri atkvæðisbæra menn en hinar. Skandinavar hafa ekki haldið sér eins fast frá innlendum áhrifuni eða þjóðblöndun einsog Þjóðverjar. Þeir eru engir bjórsvelg ir, og hafa þess utan lært af reynslu heimalandsins um verkanir áfeng- isins; bindast þeir því ekki sam- tökum með Tevtonam um “persónu- frelsið,, viðvíkjandi vínmálum. Vín- banns hreyfingin er mjög sterk á meðal þeirra, og í Minnesota þing- inu á héraðsbannið (Local Option) flesta talsmenn úr flokki Skandin- ava. 1 stjórnmálum eru Norðmenn örgerðari en Svíar, og framgjarn- ari. Þeir eru lýðveldismenn að upp- lagi. f Norðvesturlandinu eru þeir aðalkjarni hins svonefnda “upp- reistarflokks” innan repúblikanska flokksins og meginher populist- anna eða bændaflokksins. Hugur á að mannast og mentast er mjög sterkur meðal Skandinava. Engin útlend þjóð sækir einsvel kveldskóla einsog þeir. Búnaðar fyr- irlestrar eru betur sóttir þar sem margt er Skandinava, heldur en þar sem búa eintómir Amerikumenn. Á hátiðisdögum og mannamótum hlusta Skandinavar á ræðurnar og söngvana, en Ameríkumenn safnast utan um knattleikina og flugelda sýningar. Engir eru þolinmóðari á- heyrendur og þrautseigari við fundahöld en þeir, og jafnast þeir í þvi við Puritanana gömlu. Engin þjóð leggur meira kapp á, að menta börn sín en þeir, enda er þeim það ekkert litið metnaðarefni. Skóla- umsjónarmaður Minnesota ríkis komst svo að orði um þá: “Engir eru betri en þeir með að kunna að meta verðleika skólamentunarinn- ar, og leitast við að fullkomna skól- ana”. Þó hafa þeir ekki sett nein einkenni á hina ameríkönsku þjóð- menningu einsog Þjóðverjar. Stefna vor og þjóðstofnanir hafa ekki breyzt við komu þeirra. En þeir hafa haft örvandi áhrif á þjóðmál- in í heild, og vakið áhuga og viður- kenningu fyrir bókmentum Norður- landa við mentastofnanir vorar. Norðurlandamálin eru ekki ein- göngu kend á Harvard og Yale, held- ur á tugum háskóla þvert yfir land- ið, frá Chicago til Seattle. Jafnvel miðskólarnir í Minneapolis og víð- ar veita tilsögn í Norðurlanda tung- um. Breytingar við hingað-komuna. Þeir Sveinn eða Knútur eða Jón Jónsson, þegar þeir koma hingað eru þröngsýnir og bera öll ein- kenni sálarkreppunnar úr smásveit- inni í veraldar afdalnum. Norð- maðurinn, sem kemur úr einhverri bjargarskorunni, þar sem tæpir þrír hundruðustu hlutar af landinu eru ræktanlegir, tekur miklum andleg- um breytingum og þroska við hing- aðkomuna. Viðsýnið eykst, einsog dalbúans, sem færir sig ofan á slétt- lendið, eða hellisbúans, sem flytur ofan að ströndinni. Sagan af norska bóndasyninum, er í útlöndum varð ríkisstjóri eða senator, er engu minni undrasaga, er hún spyrst til bændabýlanna inn með einhverjum smáfirðinum í Þrándheimi eða upp um heiðar Finnmerkur, en sagnirn- ar frægu af Væringjunum fyrir þús- und árum síðan, er gengu i málalið Miklagarðs keisara. Hinn frægi norsk-ameríski rit- höfundur Dr. Wergeland segir um ástæðurnar heima: “Úr hinu þvingandi andlega and- rúmslofti, er víða á sér stað, þröng- sýni og ófrjálslyndi, þrátti og hroka, hinni kærleikslausu deilugirni, um smámuni, um heimullegar sakir, um landsmál, úr kyrkjuveldi, andleg- um og veraldlegum sjálfbyrgings- skap, — langar Norðmanninn til að flýja, — þótt hann ekki geti gjört sér grein fyrir hvers vegna — eitt- hvað þangað, þar sem hann getur dregið frjálsara andann og andað að sér hreinna og heilnæmara lofti. Það er ekki að furða, þótt fólkið flytji. “f eðli Norðmanna er allmikið af kuhla þyrkingi og stirðleika, enda þroskast illa í þvi umhverfi, sem hann á við að búa, lipurð og uin- burðarlyndi. Það er kannske þess vegna, að fyrst eftir að hann kem- ur hingað, um þriggja eða fjögra ára tíma, gjörir hann ekkert annað en gapa og glápa og virðist ekkert arinað geta, — stara með forundran á alt og alla, er auganu mæta. Og þess vegna er það líka, að hverfa heim eftir nokkurra ára veru hér, að mörgum finst það líkast sem að stíga niður í jarðgöng , eða að beygja af torginu inn á þröngan bakstig, þar sem öll húsin vita öf- ugt að manni”. í svipuðum anda skrifar Norð- maður einn í Dakota, sem þar er búinn að vera í mörg ár: “Þær breytingar, sem nýkomnir Norðmenn finna helzt á oss, sem hér höfum dvalið/ er meiri siðfág- un og kurteisi; virðing fyrir kon- um; horfinn stéttarígur, milli fá- tækra og ríkra, æðri og lægri; og loks meiri verkhæfni og aukinn skilningur á öllu viðskiftalífi”. Annar gagmall landnemi segir eftir að hafa farið heim: “Oft varð eg forviða á ])ví, að menn, sem aldrei höfðu séð mig áð- ur, héldu strax að eg væri Banda- ríkjamaður. Það lítur svo helzt út, sem að maður breytist að svip og andlitsalli. Eg fann það strax að bæði hafði mitt andlega lif og hugs- unarháttur breyzt svo í þessi þrett- án ár, sem eg hafði verið að heim- an, að eg fann mig alls ekki heima á æskustöðvum mínum meðal æsku- vinanna- Norðmaðurinn, sem dval- hefir.í Ameriku um tinia, hefir mannast meira, en ef hann hefði ald rei að heiman farið. Hann hefir séð meira, hugsað betur, reynt fleira en ef hann hefði setið kyrr, og hefir það alt orðið til þess að opna á honum augun og auka sjóndeildar- hringinn. Hann er betur vakandi, lifir fyllra lífi, samhygð hans vex með samfélaginu, og hann fylgist betur með því, sem er að gjörast i heiminum, en ef hann hefði setið kyrr”. Mismunur skandinavisku þjóðanna. Þótt margt sé likt með skyldum, eru skandinavisku þjóðirnar þó ó- líkar i ýmsum efnum. Þannig eru Danir ávalt kurteisir, gefnir fyrir gleðskap og skemtanir, þó ærið séu þeir mislyndir, og hófs gæta þeir í flestu, eins því góða sem því illa. Aftur bera Svíar með sér auðkenni þess þjóðfélags, er vanist hefir tign- um inönuum, fágun og fjölbreytileg- um iðnaði. Eru þeir fágaðri í fram- göngu en Norðmenn, þó það beri við, að einstöku maður sýni af sér særandi þýlyndi og flaður, er lætur hið versta í auguin Ameríkumanna. En fjöldinn er félagslyndur og hneigður til glaðværðar og skemt- ana, einsog þessum “Frökkum Norðurlanda” sæmir. Þeir eru mjög bókhneigðir og gefnir fyrir skáld- skap, og er fjöldi af sænskum vinnu- stúlkum skáldmæltar. Sænsk blöð flytja mikinn urmul kvæða frá les- endum sínuin, mjög vel kveðnum. Mentun er á háu stigi ineðal Svía, og alt fra dögum Jóns Eirickssonar hafa Svíar lagt Bandaríkjunum til inarga gagnfróða menn, fræga verk- fræðinga og vísindamenn. Fyrir skömmu spáði hinn frægi sænski efnafræðingur, Arrhenius, því, að sá tími myndi koma, að flestöll kennaraembætti við háskólana verði skipuð mönnum af þýzkum og nor- rænum ættum, vegna þess að stefn- an virðist vera í þá átt hjá Banda- ríkjmönnum, að gefa sig alla við verzlun og viðskiftum, að loknu skólanámi. Svíar eru þunglyndari en Norð- menn, og í bréfum til ættingja og vina heima, kemur tilfinninganæmi í Ijós bæði djúpt og mikið. Þeir eru að eðlisfari og Iundarlagi trúarhita menn, og kemur það einkum fram meðal þeirra hér i landi, þar sem þeir hafa flestir gjörst fremur mót- mælendur en fylgjendur ríkiskyrkj- unnar. Fyrr á árum voru flestir Sví- ar, er hingað komu, úr sveitunum og fremur íhaldssamir; en nú í seinni tíð eru þeir aðallega úr bæjunum, — framgjarnir og frjálslyndir í anda. Norðmenn bera með sér mestan frumbýlingsskap. Þeim hefir verið troðið niður i þrönga dali milli fjalla og fjarða; setið þar á örlitlum jarðarskika, og til þess að geta ekið fram lífinu, verið tilneyddir, að sækja soðninguna úr sjónum, en heybjargir upp til háfjalla, þegar frost og fannir hafa þá ekki bann- að. Neyðin, sem rak víkingana í ránsferðir suður um alla Evrópu fyrir tíu öldum slfean, rekur nú af- komendur jieirra sem málalið fram á sjóflota stórþjóðanna. Frost og grjót hefir hert og stælt Norðmann- inn, gjört hann grófan og ruddaleg- an, þögulan og óframfærin, orðfá- an, strangan i kyrkjulegum efnum og frábitin glaðværð og skemtun- um. Glaðværð Þjóðverja og sam- kvæmislöngun íra er óeiginlegt eðli hans. Oft á tíðum er hann eins þur og orðfár einsog Indíáninn. Og bændabýlin einmanalegu á slétt- unni, þar sem aldrei er sagt eitt ó- nytju orð allan liðlangan daginn, hafa mörg ungmenni lagt til í mal- arstrauminn og hringiðu stórbæj- anna. En Norðmenn hafa alla þá kosti, sem tilheyra þeirri þjóð, er ekki hefir kynst undirokun aðalslýðsins, en setið hefir á sínum eigin óðul- um, og getað, þegar þvi hefir verið að skifta, fyrirboðið konginum sjálfum yfirför um landareignina. Norðniaðurinn er stoltari en Svíinn og fastari við þjóðerni sitt; hann er framgjarnari um eigin hag, og blandar sér fyr inn í landsmálin. Hann hefir orð fyrir að vera trygg- ari vinum sinum og orðheldnari en Sviar. vViðskiftafélög hér i landi segja þau tapi sjaldnar í skuldavið- skiftum við hann en Sviann. “Svi- ar”, segir einn mentamaður í Vest- urlandinu, “eiga það til, að hlaupa undan merkjum og snúa við þér bakinu, þegar þú ert kominn í hann krappann, en það gjörir Norð- maðurinn aldrei”. — Námueigandi einn þykist geta flokkað Skandin- ava niður eftir útliti þeirra og yfir- litum: “Þessir mjúklimuðu, ljós- hærðu piltar”, segir hann, “eru við- feldnir í viðkynningu, en þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir; aftur eru þeir dökku og skolhærðu, beinaberu og áferðargrófu jafnað- arlegast áreiðanlegir og trúverðug- ir”. í norðvesturlandinu er upp- nefnið “Norskie” oftast notað i betri merkingu en “Svíi”. Andlegir yfirburðir. Vegna þess, að ritstjórar vorir og stjórnmálamenn keppast hver um annan þveran, að bera lof og blíð- mæli á alla útlendinga, er hingað koma, strax og þeir hafa dregið saman dálitla peninga og eignast atkvæðisréttinn, lætur það ef til vill illa í eyra, að sagður sé bláber sannleikurinn. Engu að síður er það satt, að fjölda margir, sem kynst hafa Ameríkumönnum af skandinaviskum ættum, draga það mjög í efa, að fram hjá þeim komi eins oft framúrskarandi gáfur, og að þeir sýni, að þeir kunni að beita þeim, einsog hjá fólki af ýmsum öðrum þjóðum. Flestum kemur saman um, að þeir hafi ekki þá útsjón, hagsýni og framkvæmd, sem fólk af þýzkum ættum. Margir kennarar kvarta undan því, að skandinaviskir ung- Iingar séu heldur sljófir og daufir; það virðist vanta bæði egg og skerpu i gáfur þeirra og skilning. Þó eru skandinaviskir unglingar aldrei á eftir öðrum. Þeir læra með iðni og yfirlegu. írar standa þeim ekki á sporði í iðni og ástundun, þó þeir séu oft taldir “skarpari” og bráðnæmari. Meðal þeirra 19,000 Banda- manna, sem nafngreindir er í “Who is Who in America” (skrá nafn- kendra manna ' i Bandaríkjunum) eru nafngreindir 332 menn af þýzk- um ættum, 151 af írskum, 68 af frönskum, 54 af sænskum, 42 af rússneskum, 41 frá Niðurlöndum, 34 frá Svisslandi 33 frá Austurríki, 30 frá Noregi, 28 frá ítaliu, og 14 frá Danmörku. Hlutfallslega hafa Skandinavar ekki náð sömu frægð i Bandaríkjunum og Frakkar, Hol- lendingar og Svisslendingar, og ekki hafa þeir heldur jafnast á við Þjóðverja. Á hverja milíón íbúa í Bandaríkjunum, þegar taldir eru þúsund mestu vísindamenn í land- inu, verða hlutföllin þessi: Sviar 5.2, frar 1.8, Þjóðverjar 7.1, Rússar 7.4, Austurríkismenn 10.4. (Framhald). Bréf frá Dr. Ágúst Bjarnasyni, prófessor. Meðfylgjandi bréf frá Dr. Ágúst Bjarnasyni fengum vér um hclgina. Álítum vér réttast, að láta það koma einsog hann skrifaði það. Ber það með sér, hvers hann fer á leit við þá, sem eitthvað þektu til þessa manns, sem hann minnist á og hinna merkilegu drauma hans. Hér er um merkilega visindalega rann- sókn að ræða, og vonum vér svo góðs til þeirra landa vorra hér, sem eitthvað geta aðstoðað prófessor Bjarnason í þessu efni, að þeir ekki liggi á liði sínu. íslendingar hafa ávalt verið mikl- ir draumainenn. Hafa draumar ver- ið skýr fyrirbrigði í þjóðlifi voru frá fyrstu tíð. Og manna mest hafa íslendingar lagt trúnað á drauma. Er Jiað því bæði gaman og fróð- legt, að helzti sálarfræðingur þjóð- arinnar skuli nú vera að hefja rannsókn á þessu fyrirbrigði, þó það sé með tilstyrk útlends félags. Hefir þessi hlið sálarlifsins ávalt sætt afgangi, þegar um þess konar rannsóknir hefir verið að ræða. En tilvera mannsins, einkum sú sálar- lifslega, er órannsakaður heimur, og því ekki ósennilegt, að mikill fróðleikur geti hlotist af þessari rannsókn, þó einskorðuð sé við þenna sérstaka mann. Getur það svo leitt til frekari rannsókna og upp- götvana á sviðum sálarfræðinnar, ef Dr. Bjarnason kæmist J)ar að ein- hverju, er hann áliti að einhverju leyti markvert. * * * “Reykjavík, 1. júlí 1914. Sira Rögnvaldur Pétursson! 729 Sherbrooke St., Winnipeg. Kæri herra! Eg er nú á leiðinni norður á I.anganes til þess að rannsaka merkilegan mann, sem þar er,. Jóhannes nokkurn Jónsson, nú i Þórshöfn, svonefndan Drauma- Jóa, og gjöri eg þetta fyrir The Society for Psychical Research, London. Maðurinn virðist nefni- lega hafa einkennilega fjarskygn- isgáfu til að bera, er helzt ber á i svefni, og hefir verið spurður nú full 33 ár af hinum og þess- um. Nú eru margir þeirra, er voru með Jóa, farnir til Ameríku og eg veit ekki heimilisfang nema sumra þeirra. Því bið eg yður nú að gefa þessa í Heiinskringlu, og biðja þá, sem eitthvað þekkja til mannsins, að skrifa mér um hann alt sem þei-r muna.-----------Fyr- irgefið svo kvabbið. Og kæra þökk fyrir Ileimskringlu. Yðar einlægur Agúst Bjarnason, prófcssor. Athugasemd. 1 síðasta Lögbergi birtist all-löng grein frá kunningja vorum Mr. G. J. Goodmundson. Er að ýmsu vikið í grein þessari, er vér álítum þarf- laust að ræða meir en búið er, svo sem einsog kosningadeilum blað- anna o.fl. En þar er ein staðhæfing gjörð, sein er að öllu leyti röng og stafar sjálfsagt af ókunnugleika höfund- arins á kosningalögum þessa fylk- is, sem vér viljum gjöra skýringu við, svo fólk villist ekki á því, sem þar er sagt. Slær höfundurinn fram þessari staðhæfingu út af ummæl- um vorum um áníðslu og rangsleitni þá, sem hr. Eyjólfur Olson var beittur kosningadaginn, er hann blindur og gamall var látinn sverja sér kosningarréttinn, en hefir þó búið hér upp í 40 ár. Segir höfund- urinn, að um það beri ekki að sak- ast því lögin heimti slíkt, og hafi Mí. Olson verið beittur rangindum, þá sé það Roblin að kenna, þvi hann hafi búið til lögin. í F'yrir þessu er enginn fótur. — Þessi lög hefir hvorki Roblin eða' núverandi stjórn samið. Þau eru' miki eldri. Kosningalögin eru mik- ið til óbreytt við það, sem þau voru er þessi stjórn kom .til valda, og í þessu atriði alveg óbreytt. Lagagreinin um það, að blindir menn verði að helga sér kosningar- réttinn með eiði, er í kosningarlaga- bálki fylkisins, Form 50, Sec. 239! fDeclaration of Inability to ReadJ, og hljóðar um það, að ef fyrir ein- hverjar ástæður menn ekki eru læsir, hafi þeir heiinild til að láta kjörstjóra merkja fyrir sig atkvæða- seðilinn. Ástæður geta verið þær, að inenn kunni ekki að lesa, séu ólæs- ir; hin, að þeir sjái ekki til að lesa, séu blindir. Geta þeir þá helgað sér atkvæðið með eiði, ef þess er kraf- ist. Við þessari grein var ekki hreyft kosningadaginn, enda algjörlega ó- þarft. Allir þektu Mr. Olson, vissu að hann var blindur, en vissu lika, að hann hafði verið vel læs um sína daga. Heidur var eiðsins krafist, einsog Heimskringla skýrði frá, í storkun- ar- og mógðunar-skyni við hann. liftirlitsmenn Liberala við kjörstað- inn létust ekki þekkja hann,— létu, sem á þvi gæti hvílt vafi, hvort honum bæri atkvæðisrétturinn, og ef svo væri, hvort hann hefði þá ekki verið keyptur, — keypt að honum atkvæðið. Var það auðsjá- anlega gjört af lítilmensku, sem pólitiskt ofstæki var búið að skapa, í því augnamiði, að gamli maðurinn þyktist við og gengi frá. Er hann fyrst spurður að heiti og látinn sverja til nafns sins, þá að hann eigi atkvæðisrétt, þá að hann eða hans fólk hafi ekki þegið mútur. Það er óþarfi að fjölyrða um þetta meir en búið er. En það er helzt til þunn yfirbreiðsla þessa at- hæfis, að vilja kenna það lögum og stjórn landsins. Og það er sú skýr- ing, sem vér vildum gjöra við greinarhöfundinn, að vér álítum það ekki sánngjarnt, að flytja á- byrgð þessa verks yfir á þá, sero engan hlut eiga þar að máli.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.