Heimskringla - 23.07.1914, Side 5

Heimskringla - 23.07.1914, Side 5
WINNIPEG, 53. JtTLÍ, 1914 HEIMSKBIH GL A Bls. 5 11 M B U R SPÁNNÝR VÖRUFORÐl Vér afgreiðum yður fljótt og greiðlega og gjörum yður í fylsta máta ánægða. Spyrjið þá sem verzla við oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED... Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg Aðsókn skólanna í Winnipeg. Svo margar staðhæfingar voru gjörðar í vetur og f vor um að stór- hluti harna á skóla aldri hér í bæn- um sækti ekki skóla, að skóla nefnd bæjarins f samráði með mentamála- skyldi öll börn í bænum á skóla aldri og gefa skýrslu um bað að verkinu loknu. Nefndin byrjaði á deild fylkisins skipaði nefnd er telja verki sínu 4. maí. Sögðu sumir að um 10,000 börn væri hér á skólaaldri er aldrei hefðu inn fyrir skóladyr komið. Var kent um eftirlitsleysi stjórnarinnar og voiu andstaiðinga biöð hennar mjög hávær um ástand ið, er bau töldu eitt hið svívirði- legasta í nokkru siðuðu Jandi- Nokkuð annað hefir nú komið upp á teningnum, og bað vitnast, sem marga grunaði að hér væri um nússögn eina að ræða. Nefndin hefir nú lokið staríi og lagði fram skýrslu sína fyrir skóla- ráðið fyrra briðjudag bann 14. b-m. Aðal innihald skýrslunnar er betta:—“Börn frá aldrinum frá 5 til 17 ára og heima eiga í skólahéraði Winnipegborgar eru 34,548. Af tölu bessari eru 3,186 á fimm ára aldri, og bví helzt til ung til bess að sækja skóla. Sex ára gömul börn eru 3,841 En a hinum virkilega skóla aldri frá 7 til 13 ára, eru 19,780. Á alðrinum frá 14 til 17 ára eru 7,741. Við skóla bæjarins eru innrituð 3,463 börn; í prívat skóla 3,441, eða 26,904. Einnn ára gömul börn sem ekki hafa enn verið látin byrja á skóla eru 2,450, og sex ára gömul 937. Samtals er bað 3,387, er ekki hafa enn bá byrjað á skóla og eru auð- sjáanlega alt of ung. Þá eru bau sem komin eru af barnsaldri og eru hætt skólagöngu, unglingar frá 14 til 17 ára 3,424. Af börnum sem bá virkilega eru á skóla aldri eða milli 7 og 14 ára og hvergi eru innrituð eru bá ein 833 eftir í ‘llum bænum- Skýtur bað nokuð skökku við eða að bau séu um 10,000 einsog sagt hefir verið. Verður nú fróðlegt að sjá og heyra hvernig Lögberg skýrir bessar tölur. Æfintýri Bandaríkja- manna í Mexico. Eftir Jack London. (Lauslega þýtt). Trygð og ráðvendni Indíána. Til þess að láta mig sjá þetta með eigin auguin, rendi yfirmaðúrinn bátnum að bryggju einni nokkuð smárri. Var þar Indíáni einn að ferma ferjur tvær með olíu. Þegar Amerikumenn voru liraktir þaðan burtu, var Indíáninn þar eftir óbeð- ið og þrátt fyrir hótanir hermann- anna. Hann sat þar kyr og fór hvergi; en fékst við það að færa ol- íuna, sem einlægt rann úr brunnun- um, í hin stóru oliuker og bráða- byrgðar oliuþrór. Enda tapaðist ekki ein einasta tunna. Þó höfðu Huerta liðar þrisvar sinnum sett snöru um háls honum og dregið hann í tré upp, til þess að fá hann með illu, ef ekki góðu, til þess að fara með þeim og berjast. “Eg vil ekki berjast”, sagði hann. “Eg á ekki ilt eða ófrið við nokkurn mann. Eg vil engan ófrið. Þegar eg kom hér fyrst, að vinna fyrir út- lendinga, átti eg ekkert; eg gekk berfættur. Nú hefi eg skó á fótum. Þegar eg vann, fékk eg 60 centavos á dag; nú fæ eg 4 pesos á dag. Eg á laglegt hús; það eru stólar í húsinu. Eg á málvél. Áður fyrri lifði eg eins og hundur. Nei, eg vil ekki verða hermaður og berjast. Það sem eg vil er það, að vera látinn í friði”. Fjörutiu og sjö milum fyrir ofan Tampico komum við til olíubrunna yfirmannsins á Panuco-völlunum. þessir fáu vinnumenn hans, ame- ríkanskir, höfðu komið aftur fyrir tveimur dögum tli hinna rændu og rupluðu stöðva og voru farnir að hirða olíuna, sem stöðugt rann út úr brunnunum og byggja bráða- byrgðar olíuþrór til vara, ef þeir yrðu reknir burtu. Yfirmaðurinn var úr Texas, langur, grannur, mjúk- orður, og sagði hann, er við spurð- um hann, hvernig alt gengi: “ó! Það gengur svona hægt og hægt. ólukkinn er sá, að indversku vinnumennirnir okkar hafa hlaupið á skóga, og það hefir tekið nokkurn tíma, að fá þá til að koma aftur. Þér vitið, að óþokkinn hann..... kom hingað i morgun og var hálf- fullur og gjörði Indíánana laf- hrædda, þessa fáu, sem eg hefi náð í aftur; sagði hann þeim, að við mundum fljótlega verða reknir héð- an aftur, og þá mundi hver cinasti Indíáni verða skotinn, sem hefði unnið fyrir okkur. Hann úthúðaði okkur og bannfærði okkur hvað eftir annað, og sagði, að ekkert væri það, sem Indíánarnir myndu hljóta, og yrði það þó ilt, hjá því, sem yfir okkur myndi dynja. Yfirmaðurinn sneri sér' að mér með þreytubros á vörum: “Þessi maður”, mælti hann, “sem hann á við, er Mexico maður, kyn- biendingur einn með engan dropa af ærlegu blóði í sinum skrokk, en nóg af öllu því sem ilt er. Bækur vor ar geta sannað það, að þessa sein- ustu tólf mánuði höfum vér keypt af honum í?100,000 virði af vörum og borgað honum í hreinu gulli. Hann hefir einlægt verið hinn kur- teisasti og vinalegur, en nú hefir hann það svona: Hótar öllum illu, sem vinna fyrirr okkur”. Yfirsjón, að Bandarikin tókii ekki Tampico. Það dylst engum, að það var hin mesta yfirsjón, að Bandaríkin ekki skyldu taka Tampico, og senda her manns þar á land einsog í Vera Cruz. Og það, sem verra var, her- skip vor komu þangað og fóru upp í ána, en héldu síðan burtu og lögð- ust tíu mílur þaðan úti á flóanum. Mexico menn voru orðnir æstir af landgöngunni á Vera Cruz og héldu þarna, að nú væru Banda- íkjamenn orðnir hræddir. Skrillinn fór að hópast saman á strætunum, og Ameríkumenn leituðu athvarfs á hótelunum, en þá hijóp skríllinn til og reif niður Bandaríkjafánann, hvar sem þeir náðu honum og hróp- jiðu dauða og eyðileggingu yfir ölí- 'um Ámerikumönnum. Það ei' niiflarlegur hugsunargang- ur, að ætla það sé eini vegurinn til að bjarga lífi ameríkanskra karla og kvenna, að hlaupa burtu og gefa það alt skrílnum á vald. Og þó var það ennþá verra, að Bandaríkin, til að halda uppi Mon- roe-kenningunni, báðu öll hin stór- veldin, að láta mál þessi afskifta- Iaus; þeir gætu átt við þau sjálfir. Þess vegna var það, að kapteinar á hollenzku og ensku herskipunum neituðu að skerast í leikinn, þegar kapteinar þýzku herskipanna komu til þeirra, og vildu fá þá til þess að fara með sér og frelsa Bandaríkja- mennina, sem umkringdir og kúg- aðir voru af skrilnum þarna iTam- pico og lif þeirra allra i hættu. Þessa nótt höfðu yfir hundrað Ameríkumenn með konum sinum og börnum leitað athvarfs i South- ern Hotel. Þeir, sem ekki höfðu byssur, höfðu að vopnum sveðjur og kylfur, þvi' þeir bjuggust við að verða sóttir, þarna og ætluðu að verjast meðan hægt var og láta hinum blæða áður þeir voru yfir- stignir. Skríllinn öskraði úti á strætinu og tóku þeir tré stór og rendu þeim á dyrnar til að brjóta þær upp. Voru þær farnar að brotna þegar tveir þýzkir kapteinar komu af herskip- unum, þá þorðu hinir ekki annað en hætta, þvi þeir vissu að herskip- in gátu lagt borgina i rústir. En hvorki þorðu hinir ensku eða holl- enznu kapteinar að fara með þeim. En svo voru nokkur hundruð menn, konur og börn langt uppi i landi. Frá Tampico og upp til efstu oliunámanna eru 47 mílur eftir ánni, og er hún i bugðum, en 10 mílur út á sjó lágu herskip Banda- ríkjanna. Annan dag óspektanna, snemma morguns, fór yfirmaður olíufélags eins á stræti út i Tampico, og var með honum maður einn úr Texas. Skríllinn atyrti þá, spýtti á þá og var þeim bjargað úr höndum skriis- ins af herflokk einum. En einhvern veginn komust þeir burtu og gátu fengið gufubát einn og skipshöfn hans til að fara upp eftir fljótinu. Undireins dundi á þeim skothríð- in, bæði frá mönnum, sem voru að ræna og hermönnum Huerta, bæði fótgönguliði og riddaraliði, sem var á -bökkum fljótsins. En samt kom- ust þeir áfram leiðar sinnar, og náðu öllum, sem voru við vinnuna, og að auk þrem hundruðuin aine- ríkanskra manna. Þessir menn hefðu liklega allir farist, en þarna var þeim bjargað. Zaragoza hótar uð kveikja í námunum. Þegar Zaragoza hershöfðingi fór flótta frá Tampico með 4000 her- menn, þá fór hann með þá á járn- brautinni og hafði lestir nokkrar. En þeggar fram hjá Iíbanó kom, var brautin rifin upp og höfðu upp- reistarmeenn gjört það. Varð hann þá að yfirgefa járnbrautina og hélt undan til Panuco oliunámanna. Var Iið hans þreytt orðið, áður en þang- að kom, og vildu sumir dragast aft- ur úr, en Zaragoza skaut sjálfur hvern, sem eftir varð og drap þann- ig fimtán menn. f hinu gamla þorpi j Panuco, dvaldi hann nokkuð með- j an hann var að afla sér hesta og matvæla handa herliðinu. Hann' hafði greiniiega ósigur beðið og | hefði iio hans alt verið eyðilagt, ef að það hefði ekki verið fyrir einn hlut. Hann sendi mann með bréf til Pablo Gonzales, hershöfðingja upp- reistarmanna, sem hafði hrakið hann út úr Tampico og var það á þessa leið: “Eg er barinn og sleginn og hefi beðið fullan ósigur; menn minir eru uppgefnir; eg er skotfæralaus. Ef . þú ræðst á mig, er eg eyðilagður. En á því augnabliki, sem þú ræðst á mig, þá kveiki ég í oliubrunnun- um”. Og uppreistarmennirnir réðust kki á hann. Þeir voru illa staddir. eir höfðu ætlað sér að setja skrúfu olíumennina. Ef að olíubrunnarnir væru eyði- lagðir, þá gætu þeir enga skrúfu sett á eigendur þeirra. Zaragoza fór í hægðum sínum, sein væri hann óhræddur og smáþokaðist suður sandauðnirnar á leið til fjallanna og hálendisins. Þarna eru mennirnir, fáráðlingar einsog börnin og alveg óhæfir til að stjórna sér sjálfum, að leika sér með vopnum tröllanna! Þarna eru tveggja bilíón dollara olíubrunnar á valdi hálfviltra stjórnleysingja. Og Það eina, sem bjargaði þessu auð- safni, sem ekki finst annað eins i! víðri veröld, var löngun stjórnleys- ingjanna að ræna, að skrúfa stórfé lit úr hinuin útlendu inönnum, sem höfðu fundið auð þenna og gjört það mögulegt að ná honum. Tvö þúsund fet undir yfirborði jarðar liggur þetta oiíuhaf Panuco. j Landið, sem liggur ofan á olíuhaf- inu eður olíusöndunum, er brotið j upp með sprungum og rifum og hafa j þar til forna verið umbrot og bylt-} ingar. Ef að þvi loka skal oliu- j b'runni þar, þá kémur olían upp um jarðveginn utan við pipuna. Ef vel og vandlega er að farið, má loka j þeim, svo að ekki renni meira en j 100,000 (hundrað þúsund) tunnur af olíu yfir sóiarhringinn. Og frá þeim tíma, að olíumennirnir voru burt reknir núna og þangað til þeir j komu aftur, rann víst það eða meir úr brunnunum og safnaðis i stóru olíukeröldin, eða bráðabyrgðar- þrórnar, sem þeir geymdu oliuna í. i Hefði hnefafylli einni af bómullar- j rusli, vættu í steinolíu, verið fleygt \ logandi i eitthvert keraldið eða j þróna eða á jörðina víða, þá hefði alt farið í logandi bál og þar brunn- j ið auðmagn meira, en flest konungs-: ríki hafa að geyma, þó að alt sé til talið. Zaragoza hefði getað kveiktl þetta bál og hefði ekki horft i það. j Hið sama hefði getað gjört hálffull- ur kynblendingur. Meiri en allir aðrir oliubrunnar.. j Að likindum hafa aldrei fundist aðrir eins olíubrunnar í heimi. Brunnarnir á þessum fimm olíu- völlum eru alt gosbrunnar, og eru að því feyti ólikir öllum öðrum j gosbrunnum, að það dregur svo lit- ið af þeim. Brunnurinn við Ebanó hefir nú gosið í 12 ár. Á Huasteca- völlum er brunnur, sem gosið hefir j 23 þúsund oliutunnum á dag í 4 ár, og enn í dag gýs hann daglega 23 þúsund tunnum, og olían í honum j er jafngóð nú einsog fvrst er hann fór að gjósa. Meðal annars má geta þess, að jicgar Amerikumenn yoru burtu hraktir og vinnumenn þeirra, kyn-: biendingarnir risu upp og fóru að gjöra allan þann óskunda, sem þeir gátu, ]>á tók sig til einn vinnu- manna þeirra, fékk sér til hjálpar nokkra Indíána og pumpaði 000,000 tunnum af olíu í pípurnar, sem liggja til stóru keraldanna og enda- stöðvanna. Ekki ein einasta tunnaj tapaðist af olíunni, og þegar Ame-; ríkumenn komu aftur, þá var olian við hendina, að ferma hana á olíu- skipin, sem eg hefi ferjur kallað. En þó þær séu ríkar þessar oliu- námur og 89 olíufélög séu að vinna þær þessi seinustu 14 árin, þá eru þau að eins þrjú félögin, sem veru- lega borga sig. Kostnaðurinn er svo mikill. Eitt félagið, sem að eins hef- ir borgað hluthöfum 1 prósent i vöxtu, hefir t. d. 4000 verkamanna; annað félag hefir lagt í kostnað 38 milíónir dollara og að eins getað borgað 1% prósent i vöxtu til hlut- hafanna. Hið fyrra borgar 100,000 í verkalaun á mánuði. Eg var sunnudag einn hjá olíu- konginum einum þarna; hafði eg þekt yfirverkstjóra hans. Við skild- um seinast við jökulbrúnina i Chil- coot skarðinu. Við sátum i heitu herbergi. Kveld- golan var ekki farin að blása. Húsið var á hæð einni. Alt bar vott um starfsemi. Lágu hæðirnar í kring voru þaktar með stórkostlegum olíukeröldum og olíuþróm,. Hallinn ofan að fljótinu var þakinn mask- ínubúðum, snikkara verkstæðum, vöruhúsum, íshúsum og rafmagns- stöðvum, þar sem hjarðirnar af vögnum, dráttar-autós, vegagjörðar- vélum af öllum tegundum blöstu við auganu. Fljótsbakkinn var alt ein skipabryggja og við bryggju þá lágu lestirnar af hinum stóru úthafsköss- um eða ferjum, sem fluttu í burtu oliuna. Þar voru sandskóflur stórar með gufuafli; gufuhamrar að reka stórtré í jörð niður; skyndi- bátar, barðar, vatnsbátar, hafnar- bátar til að draga ferjur út, og mjög liraðskreiður gufubátur, sem átti nú að vera til þess, að bjarga fólkinu, ef að í ilt færi. Og þar var margt meira, sem ekki sást, því félag þetta átti þar hænsa- bú og vingarða með avocados, or- anges, lemons, grapefruit og fikjum; — og svo vissi eg það, að litlu vest- ar, i Ebanó, voru spítalar félagsins, klúbbhús og búðir og aðgjörða- smiðjur járnbrautarvagna. Því að það átti þar tvær járnbrautir. í Eb- anó voru líka asphalt-gjörðar hús þeirra, hin stærstu i heimi. Þar voru búgarðar þeirra, þar sem þeir höfðu innflutt Hereford naut til und aneldis, Percheron graðhesta og Missouri múlasna, til þess að bæta kyn allra þessara gripa í Mexico þeir höfðu tíu þúsundir gripa, áður en Huert liðar komu að ræna þá. í þessu heita húsi þarna var mál- þráðurinn aldrei aðgjörðalaus. Það var ýmist aðalyfirmaðurinn eða undirmenn hans, sém sátu þar fyrir svörum. Þeir voru kallaðir upp frá ýmsum stöðvum. Þarna höfðu upp- reistarmenn tekið tvo hesta. Huerta liðar höfðu slátrað fimm kúm og nauti sér til matar, og svo fór yfir- maðurinn að spyrja, hvort uppá- haldshesturinn sinn væri óstolinn. Vinnumaður einn kemur þar að framdyrunum og segir, að fjögur dráttar-autóin hefðu fundist í Tam- pico. Uppreistarmennirnir höfðu stolið þeim. Og nú séu þau á leið upp ána á barða einum. Svo kemur fregn um það með málþræðinum að Zaragoza hers- höfðingi, með 3400 manna, hafi brent þorp eitt og stolið og rænt hverjum hesti og múlasna, sem þeir hafi getað fundið og reki þeir það alt saman áleiðis til Amatlan. “Þeir eru að nálgast múlana okkar”, segir þá yfirmaðurinn. “Við eigum þar 600 niúla, — og 200 þeirra eru frá Bandarikjunum”. Þessir múlar einir voru frá sext- tíu til sjötíu þúsund dollara virði. Og undir eins skipar yfirmaðurinn að reka múlana þaðan burtu á ann- an stað úr vegi þeirra Zaragoza og manna hans. Þá kemur rétt á eftir fregn um, að Huerta liðar séu á leiðinni til Tamcochin. “Svo er það”, segir yfirmaðurinn. “Fyllið olíukeröldin meðan þið get- ið, en verið viðbúnir að flýja, og hafið þið hesta til með söðlum á handa hverjum ykkar og sendið hina burtu undir eins”. Sannarleg Jobsbók. Þá kemur ofurlítil hvíld, en svo fer yfirmaðurinn að spyrjast fyrir um uppreistarmennina, sem voru að elta flóttann, og verður þess þá vis- ! ari, að þeir hafa farið um smábæ 1 einn fyrir tveimur stundum. Svo j er kallað óg sagt, að þessir sex hundruð múlar séu komnr á stað og faldir. Svo fara þeir að spyrjast fyrir um Huerta-liðið; þeir hafa ekki komist upp á hálendið; en þeir j inega til, þvi að sunnan sitja fyrir ])eim uppreistarmenn. En í þessu heyrist hófadynur, og j inn í stofuna kemur Indiáni, stór- S vaxinn og lcarlmannlegur, og er gramur, þvi hann segist hafa náð 30 af hestum félagsins, en þá komu uppreistarmenn og tóku þá af hon- um. f þessu kemur fregn, að þessi hóp- ur hinna 500 uppreistarmanna hafi rekist á þessa 3,400 Huerta lia, og muni þeir fá fylli sína af þeim við- skiftum, því þeir hafi fengið heitar viðtökur. Rétt í þessu kemur inn ungur maður, grannur, og dregur þegar embættisskjal upp úr vasanum, e'r sýnir, að hann er nýgjörður ofursti og á að safna herflokk fyrir upp- reistarmenn, alls 500 manns. Yfir- maðurinn tekur honum mætavel, þvi hann má til, annars væri hann viss með að taka vinnumenn félagsins i herþjónustu. Hann biður svo yfir- inanninn að lána sér hraðskreiða gufubátinn í nokkra daga. Það er náttúrlega nauðungargjald, en yfir- maðurinn játar þvi undir eins bros- andi. Og undir eins og hann er far- inn, sendir hann skipun um, að fá til leigu annan hraðskreiðan bát i Tampico. Milli þessa ganga einlægt á víxl fyrirspurnir og skipanir um, að flytja til sjávar oliuna frá Ebanó. Einn yfirmaðurinn segir, að i Eb- anó séu á járnbrautarvagna smiðj- um þeirra sjö dráttarvagnar, sem uppreistarinenn hafi náð að her- fangi, og séu að reyna að gjöra við. Öðrum yfirmanni er sagt, að reyna að fá uppreistarmennina til þess að nota verksmiðjur félagsins. Til- gangurinn með þessu var, að reyna að fá þá til að flytja olíuna, og sein* asta áminningin, að hann skyldi reyna að fá leyfi þeirra til þess að flytja það á járnbrautum þeirra, og legði félagið bæði til vagna og menn. Þetta er sýnishorn af þvi, sem framfór þarna blessaðan heita sunnudaginn og hálfu nóttina, og hið seinasta sem eg heyrði var það, að Huerta liðið hefði duglega barið á þessum 500 uppreistarmönnum, svo þeir liöfðu haft sig burtu. En svo liöfðu Huerta liðar farið að hraða sér, sem þeir gátu upp á há- lendið. Þóttust ekki öruggir fyrr en þangað kæmi. Svo sofnaði eg”,segir Jack London, “i stólnum meðan málþráðurinn var að hringja, og dreymdi um þetta alt saman”. Þarna sér maður litið sýnishorn af því, sem Bandaríkin þurfa að líta eftir i Mexico. Það er ekki að orsakalausu, að þau hafa sent her- menn sína suður þangað, og þau gætu ekki höfði haldið, ef þau ekki hefðu gjört það. Það mætti jafnvel segja, að þau hefðu farið af hægt og tómlátlcga. a»««a « HERBERGI TIL LEIGU 8 ö — » ö Stórt og gott uppbúið her- 8 8 bergi til leigu að 630 Sherb. 8 8 Str. Telephone Garry 270. 8 8 Victor B. Anderson 8 »«»«8888088888888 MIÐ-SUMAR SALA Gestir í Winnipeg og skiftavinir vorir geta grætt á hreinsunarsölu þessari og fengið afslátt þetta frá 331% 61 50 Ch '0 Hver einasta flík með nýjasta sniði Valið úr vörnfotða vo rm. Þ( ssi sala jrefur öllum þeim séistök tækifæii. stm velja sér vörur af bestu teom d og- fá laðandi og lokkandi prisa Hér eru nokkur sýnishorn KLÆÐISF ATN AÐU R Nokkrir hinna bestu úninga sem sýndir hafa verið í klæða- búðum vorum þetta ár: “Flounced” og “Peg Top” pils, Vanaverð $55 til $65. Hreinsunarverð $27.50 ' Vanaverð $67.50 til $75 Hreinsunarverð......$32.50 KLÆÐISKJÖLAR 36 Serge kjólar, skrauttir me 36 Serge kjólar skrauttir með taffeta og bryddingum, hvítt skrautvesti og kragi. Pilsin skreytt með taffeta brydding- um og snúrum. Vanaverð upp til $40. HATTABPNAÐUR Sannarlega höfum vér lækk- að um lielming verð á mörgum tegundum miðsumars hatta— reglulegum Panama höttum, sumum innfluttum Parísar höttum, og höttum af vorri eigin gjörð. AÐEINS HÁLFVERÐ SUMAR UPPHLUTIR bæði í meðallagi háir og líka lágir en hver þeirra meira en helfingi meira virði en þeir nú seljast- Þeir eru af vand- aðri gjörð og vanaverð er þetta frá $10 til $12. Hreinsunarverð ........$17.50 Hreinsunarverð. .$4.75 SUMARKJÓLAR * Hin allra nýjustu snið á hverjum kjól “Printed and Striped Voiles.” Með löngum vestum og skömmum, og hníf- fellingum. Vanaverð $12. Hreinsunarverð........$6.75 NETTAR TREYJUR Af þeim höfum við fjölda um. Ný og snyrtileg snið I óbreyttum voiles. Töfrandi kniplingar og búnaðir úr silki með hinum yndislegustu snið- Tvennskonar treyjur seldar upp fyrir: $1.65 og $2.95 Sérstakur hattabúnaður Eitt hið besta og aðdragandi tilboð sem vér höfum gjört fólki þetta ár. það eru fagnrlega skreyttir hattar. með sjómanna sniði og Watteau lögun með fjaðra skrauti, blómum og öðrum skraut-búnaði hafa verið seldir t'rá $8 50 til $15.00. Nú $2.95 Toronto 297-299 PORTAGE AVENUE WINNIPEG Montreal

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.