Heimskringla


Heimskringla - 23.07.1914, Qupperneq 6

Heimskringla - 23.07.1914, Qupperneq 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JÚLÍ, 1914 G amalmennahælið. Herra ritstjóri Heimskringlu! Eftirftrandi grein, sem eg sendi þér til birtingar, var upphaflega send Lögbergi hálfum mánuði fyrir þin’g Hins Ev. Lút. Kyrkjufélags. Var svo til ætlast að hún birtist fyr- ir þingið, ef ske kynni, að ein- hverjir af kyrkjuþingsmönnum vöknuðu, við lestur hennar, til með- vitundar um það, að heppilegt væri að taka nýja og breytta stefnu í máli því, sem hér ræðir um. En af ýmsum ástæðum, svo sem fjarveru ritstjórans, stjórnmála ann- ríki og ef til vill fleiri, var greinin “söltuð” og kom því ekki að tilætl- uðum notum. Þó nú sumt i greininni birtist of seint, til þess að finna náð fyrir augum háttvirtra kyrkjuþings- manna, er meginefni hennar enn tímabært og varðar almenning. Mega menn af sögu málsins sjá, i hve mikið óefni þessu máli er kom- ið. C't af ‘áskorun, er birtist í Lög- bergi fyrir nokkuru síðan, til les- enda blaðsins, um það, að menn skrifi í blaðið, mætti geta þess sem bendingu, að naumast má búast við því, að þeir bregðist vel við, sem verða fyrir því, að greinum þeirra um hjartfólgin áhugamál sé stungið undir stól hjá blaðinu, að bréfum þeirra sé ekki svarað o. s. frv. • * * Gamatmennahælið. Mér datt í hug, hvort það væri að bera i bakkafullan lækinn, að rita nokkur orð um þetta mál. Fátt hefir verið ritað um það upp á síðkastið. Það hefir hvílt yfir þvi einhvers- konar ógæfuský, sem hefir blindað mönnum útsýn. Það hefir nú siðast hröklast manna á milli einsog eitt- hvert ógæfu barn, sem veit ekki hvert það má snúa sér fyrir háska- semdum þeim, sem á vegi þess verða. Eg veit vel, að vextir þessa máls eru svo, að ervitt mun að rita um það svo öllum líki, og ætla eg mér ekki þá dul. Hins vildi eg óska, að mér tækist að skrifa svo um það, að engin maður fyndi til sársauka, sem hann hefði ekki fullkomlega unnið til, og að engum manni sé gjört rangt til. Er eg reiðubúinn að sæta áminningu, frá hverjum sem er, ef eg vik frá þessum ásetningi mínum í þessari grein. Til þess að geta gjört sér grein fyrir vöxtum þessa máls, er nauð- synlegt að kynnast gangi þess frá því fyrsta, og fer því saga þess hér á eftir. Saga málsins. Saga málsins er i fáum dráttum sem hér segir: Á þingi kyrkjufélags Únítara, sem haldið var að Gimli dagana 17.—19. júní 1911, var skipuð nefnd, til þess að athuga, hvort hugsanlegt væri, að koma því af stað meðal íslend- inga hér í álfu, að stofnað yrði elli- hæli fyrir íslenzk gamalmenni. Átti nefndin að leita samvinnu annara íslenzkra félaga htr í álfu um þetta mál, en sérs.taklega íslenzka kyrkju- félagsins lúterska og safnaða þeirra, sem fylgja nýju guðfræðinni. í nefndina voru skipaðir, auk for- seta kyrkjufélagsins, þeir síra Rögnv. Pétursson, Jóhannes Sig- urðsson, síra Guðm. Árnason, St. Thorson og Jósep B. Skaptason. Með þessu virðist hafa verið stig- ið fyrsta sporið í þá átt, að leita almennra samtaka vestur-íslenzku þjóðarinnar uin þetta mál, með það fyrir augum, að hælið yrði stofnað fyrir öll íslenzk gamalmenni vest- an hafs, sein þess þyrfti með. Nefnd þessi tók þegar til starfa, og fyrsta spor hennar var það, að- fá leyfi stjórnarnefndar hins ís- lenzka lúterska kyrkjufélags, til þess að flytja málið á þingi félags- ins, sem um það leyti var háð í Winnipeg, og fá það til þess að taka þetta mál á sína dagskrá. Var leyfi lietta fúslega gefið. Hafði S. B. Brynjólfsson orð fyrir nefndinni, og gat þess, meðal annars, að brýna nauðsyn bæri til þess, að samtök allra Vestur-íslendinga fengist um þetta mál. Málið fékk strax góðar undirtekt- ir í þinginu, og var sett i það nefnd. Þá nefnd skipuðu: Sira Jóhann Bjarnason, síra Gutt. Guttormsson, Bjarni Marteinsson, Klemens Jón- asson og Kristján Johnson. Hinn 14. febrúar 1912 héldu svo nefndir þessar með 'sér sameigin- legan fund, ásamt síra F. J. Berg- mann, sem mætti fyrir hönd þeirra safnaða, er ný-guðfræðinni fylgja og Guðm. Bjarnason í stað síra R. Marteinssonar fyrir hönd stúkunn- ar Skuld. Fjarverandi voru, ýmissa forfalla vegna, úr nefnd Únítara síra Guðm. Árnason, úr nefnd lút- erska kyrkjufýlagsins síra G. Gutt- ormsson og K. Johnson, og ennfrem- ur ólafur Bjarnason, sem útnefndur hafði verið til þess að mæta fyrir j hönd stúkunnar Heklu. Fundurinn fór fram i kyrkju Únitara í Winnipeg. Ekki verður annað séð af heimildum þeim, sem fyrir hendi eru, en að hann hafi farið stillilega fram, en þó lauk hon- um svo, að ekki mun ofmælt þótt sagt sé, að hann hafi verið ein af alvarlegusttu ógæfustundum, sem komið hafa fyrir í vestur-íslenzku þjóðlífi. Síra Jóhann Bjarnason lagði fram þegar í fundar-byrjun samvinnukosti frá hálfu kyrkjufé- lags-manna, sem voru þeir, að því að eins væri nokkur samvinna hugs- anleg, að öll andleg umsjá með hæl- inu yrði í höndum lúterska kyrkju- félagsins; bygði hann kröfii þessa á þeim grundvelli, að í guðs-orði væri ekkert fyrirheit um það, að neinir aðrir en þeir, sem játa lút- erska trú, yrði hólpnir annars heims. Meðnefndarmenn hans fylgdu honum að nokkru leyti i þessu máli, þeir, sem þar mættu. Aftur á móti litu hinir málsaðilarn- ir svo á, að hér væri um það eitt að ræða, að svívirða trú annara manna, og færðu fram röksemdir fyrir máli sínu. En allar samvinnu- tilraunir þess eðlis, að framkvæmd- ir þessa máls yrði bygðar á jafn- réttisleguin grundvelli, urðu árang- urslausar, þvi sira Jóhann sat við sinn keip, og lýsti því þó jafnframt yfir, að nefndin hefði tekið það upp hjá sjálfri sér án vitundar og yfirlýsts vilja kyrkjuþinggsins, að leggja fram fyrnefnda samvinnu- kosti Á hinu Ev. Lút. kyrkjuþingi, sem háð var i júní 1912 í Argyle-bygð, leggur svo nefndin fram skýrslu 1) um starf sitt, ogg ber henni i öllum atriðum saman við nefndar- skýrslu 2) Únitara um þetta mál. Ekki verður annað séð af gjörða- bók þingsins, en það hafi þegjandi samþykt gjörðir nefndarinnar. Á þessu þinggi kemur fram yfir- lýsing frá kvenfélagi hins Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, þess efn- is, að það búist við að koma á fót gamalmennahæli á næsta hausti, og æski þess, að kyrkjufél. gefi fyrir- , tækinu meðmæli sin, og var það ] gjört. Var þá sett nefnd í málið, og i kom hún seinna fram með tillögur ] - 1) Gjörðabók 28. þings Hins Ev. Lút. kyrkjufélags, bls. 26. 2) Heimskringla 1913, 33. tbl. sínar, er samþyktar voru með litl- um breytingum, þess efnis, að kyrkjufél. lýsir velþóknun sinni á málinu og hvetur íslendinga í hin- um ýmsu bygðarlögum, til þess að Ijá því lið sitt o. s. frv., en vill hins vegar ekki leggja út i þetta fyrir- tæki, hvorki eitt út af fyrir sig, né i félagi við únitariska kyrkjufélag- ið, þar sem málið virtist vera kom- ið i viðunanlegt horf frá hálfu kyrkjufél.-ma'nna hinna lútersku. Er forseta hins únitariska kyrkju- félags skýrt frá þessari niðurstöðu þingsins með bréfi frá skrifara lút. kyrkjufélaggsins dags. Baldur, Man., 28. jan. 1912 3;. Með því er frá kyrkjufél. hálfu hafnað mála- leitun únítariska kyrkjufélagsins um samvinnu í þessu máli. Hið næsta, sem gjörðist i málinu, er það, áð 15 manna nefnd sú, skip- uð körlurn og konum, sem kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar setti i þetta mál, velur 2 menn úr sínum hópi, til þess að leita samkomulags við Únítara um málið, og fá þá til að gjöra tilboð; þó fylgdi sá böggull skammrifi, að ervitt myndi að koma í forstöðunefnd málsins fleiri en tveimur mönnum af hálfu Úni- tara. Settist nú hin upphaflega nefnd Únítara enn á rökstóla og gjörði til- boð, sem í aðaldráttunum fór fram á það, að nefndin skyldi skipuð 4 konum úr kvenfél. Fyrsta lút. safn., og 2 frá hvoru kvenfél. hinna safn- aðanna, Tjaldbúðar og Únítara. Enn fremur 3 karlmönnum úr Fyrsta lút. söfn. og 2 frá hvorum hinna. Eftir þessu átti því sém næst helm- ingur nefndarinnar að vera skipað- ur mönnum og konum úr Fyrsta lút. söfn. og kvenfél. hans. Samt sem áður sá kvenfélagsnefndin sér ekki fært, að taka þessum sam- vinnukostum, einkum vegna þess, að þær bryti bág við það fyrir- komulag, sem kvenfél. hafði ákveð- ið áður nefndin var kosin. Með þessu féll svo þessi samvinnutil- raun í mola. í gjörðabók 29. ársþings Hins Ev. Lút. kyrkjuíélags, háðu að Mountain, N.-Dakota í júní 1913, er bréf frá kvenféh Fyrsta lút. safn. í Winnipeg til forseta kyrkjufélags- ins, þar sem kvenfél. fer þess á leit, að kyrkjufél. taki að sér málefni gamalmennahælis stofnunar þeirr- ar, sem það hafi haft með hönd.um undanfarið. Málinu var vísað til nefndar, sem seinna leggur það til, að kyrkjufél. taki málið að sér, og kjósi 5 manna nefnd, til að annast um mál þetta fram að næsta kyrkjuþingi; halda áhuga almennings vakandi fyrir málinu, og semja frumvarp til reglu- gjörðar um fyrirkomulag þessarar fyrirhuguðu stofnunar, sem svo sé lagt fyrir næsta þing. Árangur af starfi þessarar síð- ustu nefndar, er enn ekki orðinn al- menningi kunnur, en eg hefi haft tal af formannri hennar, síra F. Hallgrímssyni og birti ummæli hans með fullu leyfi hans sjálfs. Samkvæmt fyrirmælum þingsins birti nefndin ávarp til almennings, og leitaði undirtekta manna um málið, en litill árangur varð af þvi ávarpi. Tveir menn i Nýja íslandi buð- ust til að gefa hælinu land svo sem nægði. Þessa lét nefndin getið i öðru ávarpi til almennings, sem birtist nokkru seinna; en undir- tektir urðu þvi nær engar, sem í fyrra skiftið. Kvað háttvirtur for- maður nefndarinnar ekki annað sýnilegt, en að áhugi manna fyrir 3) Heimskringia 1913, 33. tbl. málinu væri næsta daufur og málið gfir höfuð ekki almenningi hjart- fólgið. Þess er og vert að geta, að á sl. vetri færist þessi siðasta nefnd enn í fang það lúaverk, að leita sam- Itomulags um þetta mál. Færði hún þetta í tal við nefnd Únítara, eða einhverja af þeim nefndarmönnum, og jafnframt við síra F. J.Bergmann. En áhugi fyrir málinu virtist vera næsta lítill hjá hvorumtveggju og undirtektir daufar. Kom þó alls ekki til mála neinn ágreiningur um andlega urnsjá hins fyrirhugaða hælis, sem í upphafi þessa máls varð þvi svo hraparlega að falli. Eg hefi nú rakið sögu þessa máls, svo sem eg veit sannast og réttast, og einsog hún liggur fyrir i prentuðum skýrslum birtum al- menningi. Sagan er raunaleg. Að fáum mál- um hefir steðjað meiri ógæfa, þeirra, er Vestur-íslendingar hafa liaft með höndum. Málinu er hrund- af stað með eldlegum áhuga ein- stakra manna og félaga. Allir, sem um það heyra, Ijá þvi liðsyrði, og bera það á höndum sér. — Nú, eft- ir þriggja ára baráttu, virðist hug- myndin vera komin á vonarvöl, og eiga sér formælendur fá”, og er þó þörfin fyrir slika stofnun sem þessa ekki minni en hún var fyrir þremur árum. Er þetta nauðsynjamál? Tveir eru þeir mælikvarðar, á- samt fleiri, sem leggja má á hverja þjóð, og meta eftir menningu henn- ar. Annar er sá, hvernig hún elur upp æskulýðinn; hinn er sá, hvern- ig hún annast um gamalmennin. Að svo miklu leyti, sem vonir manna um framtíðarheill þjóðar- innar geta á mönnum hvílt, þá hvíla þær á æskulýðnum. Þess vegna kappkostar þjóðin, að búa hina ungu kynslóð sem bezt úr garði; miðla henni af reynslu sinni og þeirra kynslóða, sem til grafar eru gengnar, og fá henni í hendur far- arefni svo sem bezt má verða. Á hinn bóginn hvílir á herðum þjóðarinnar þakklætisskylda til gamalmennanna, næst guði sjálf- um, fyrir þann arf, sem henni var fenginn i hendur. Þess vegna standa menn úr sæti fyrir ellinni; þess vegna eru þjóðirnar með elli- styrkslögum, gainalmennahælum o. fl. þess háttar, að búa svo um hnút- ana, að ok ellinnar verði ekki svo þungt, sem ella mundi. En ekki hvað sizt ætti þessi þakk- lætismeðvitund að vera glögg og há- vær í hugsun frumbýlings þjóð- auna. Sú kynslóð, sem ekki minnist og þakkar að verðleikuin verk þeirra manna, sem hafa brotið is- inn á öllum sviðum hins vaxandi þjóðlífs, setur blett á nafn sitt, og sagan ber ekki vi/ðingu fyrir henni. Vér Vestur-íslendingar erum frumbýlingsþjóð, það ætti að vera oss fast i minni, þegar um slik mál sem þetta er að ræða. Vér ættum einnig að muna það, að vér búum í landi, þar sem efnahagur manna er fleiri misfellum háður, en víða annarstaðar, og slysfarir ekki ótíð- ari. Sá, sem í dag er nokkurum efn- um búinn og á sér ellistoð, getur á morgun verið einstæðingur og ör- eigi. Skipun mála vorra, sem þjóð- arbrots, er, vitaskuld, sama sem engin; það liggja engar skýrslur frammi um örbirgð á meðal vor. Við og við kemur það fyrir, áð ein- hver verður hennar var og kveður upp úr. Þá eru íslendingar venju- lega fljótir til hjálpar. (Framh. á 7. bls.). EINA ISLENZKA HOÐABÚÐIN I WINNIPEG Kaupa og verzla með húðir, gærur, og allar tegundir af dýraskinnum, mark aðs gengum. Líka með ull og Se«eca Roote, m.fl. Borgar hæðsta verð. fljót afgreiðsla. J. Henderson & Co.. .Phone Garry 2590. .236 King St., Winnipeg KOMIÐ OG VERZLIÐ VIÐ OSS ÞEGAR ÞÉR ÞURFIÐ Builders Harðvöru Construction Harðvöru Finishing Harðvöru Smíðatól og Handyðnar Mál Verkfœrum Olía Varnish Sýnis herbergi vor eru hin best búin í allri borginni svo þér eigið sem hægast með að velja. Aikenhead Clark Hardware Co.Ltd. Wholesale and Retail Hardware Merchants BOYD BUILDING c°^“ PHONES MAIN 7150-1 MANITOBA. Mjög vaxandi athygli er þessu fylki nú veitt al ný- komendum, setn flytja til bún festu í Vestur-Canada, þetta sýna skýrslur akuw yrkju og innflutninga deildar fylkisins og skýrslur innan-* ríkisdeildar ríkisins, Skýrslur frá járnbrautafé- lögunum sýna einnig, aÖ margir flytja nú á áöur 6-i tekin lönd meö fram braut- um þeirra. Sannleikurinn er, aö yfir-i buröir Manitoba eru einlægt aö ná yiötækari yiöurkenna ingu, Hin ágætu lönd Þlkisins, óviöjafnanlegar járnbrauta* samgöngur, nálægð þess yií beztu markaöi, þess ágeetu mentaskilyröi og lækkandi flutningskostnaöur —> eru hin eöKlegu aödráttaröfl, eem £n lega hvetja mikinn fjölda fólks til að setjast aft hén I fylkinu ; og þegar fólkiÖ æzt aö á búlöndum, þá aukast og þroskast aörir atvinnun vegir i tilsvarandi hlutföllum Skrifiö knnningjum yÖar — segiö þeim aö taka sér bólfestu Happasælu Manitoba. Skrifiö eftir frekari upplýsingum til ;i JOS. BtJRKK, Industrial Bureau, Winnipeg, Manitoba. JAS. HARTKKY, 77 Tork Street, Toronto, Ontario. J. F. TKNNANT. Oretna, Maniloba. W. W. UNSWORTH, Kmerson, Manitoba; S. A. BEDFORD, Deputy Minnister of Agricullare, Winnipeg, Manitoba. 312 Sögusafn Heimskringlu Jón og Lára 313 314 Sögusafn Heimskringlu Jón og Lára 315 loks inn í herbergi sitt; en þegar þar kom, var lögð þrekleg hönd á öxl hans. Honum varð í meira iagi bilt við, en sagði þó á frönsku: “Hvað viljið þér?” “Yður”, svaraðp gesturinn á ensku. “Eg tek yður fastan, grunaðan um, að hafa átt þátt í Chicot-morð- inu. Þér vitið alt um það. Þér voruð yfirheyrður og alt, sem þér segið nú, verður notað sem vitnisburður gegn yður. Það er bezt, að þér komið rólegur með mér”. “Ég skil yður ekki,” sagði Desrolles á frönsku. “JÉg er franskur maður.” “Jæja, eruð þér franskur- Þér hafið verið í þessu húsi f þrjár vikur sem Englendingur. Þér keyptuð íarseðil í dag til Valparaiso. Ekkert rugl hra Desrolles. Komið þér rólegur með mér.” “Þér hafið líklega inann með yður.?” spurði Desroll- es. Útlit Desrolles og svipur var á þessu augnabliki djöfullegur, verri en hins grimmasta dýrs. “Auðvitað,” sagði inaðurinn rólegur. “Þér getið ef- laust skilið það að ég er ekki svo heimskur að voga mér ínn í slíka holu hjálparlaus. Aðstoðarmaður minn er í ganginum fyrir utan dyrnar og við höfum báðir skamm byssur. Enga hrekki nú,” sagði spæjarinn, þegar Des- rolles stakk hendinni í brjóstvasann. “Hættið þér þessu. Er ]>að hnífur.?” Það var hnífur og voðalegur morðkuti líka. Des- í-olles hafði náð honum og hélt nú langa oddhvassa blaðinu tilbúnu áður en spæjarinn gat hindrað það, sem flaug nú á hann áður en hnífurinn gat sært hann og tók utan um Desrolles miðjan- Desrolles hamaðist eins og brjálaður maður. A yngri árum hafði Desrolles verið nafnkunnur kraftamaður, og þessa nótt, þeg^r reiðin og kviðij*n gerðu hann frávita og loguðu í honum, voru kraftftr hans óskiljanlega miklir, svo hann virtist um stund ætla að sigra. Spæjarinn hafði logið þegar hann sagði að félagi sinn væri f ganginum utan við dyrnar- Fran- ski lögregluþjónninn, sem lofað hafði að hjálpa honum, var ekki komin, en spæjaranum leiddist og hélt sig færan um að ráða niðurlögum þessa gamla drukkna manns hjálparlaust. Hann vildi ekki brúka skammbyssuna, áleit það skyldu sína að ná honum lifandi, svo hann yrði dæmd- ur samkvæmt lögum lands síns. “Komið þér nú,” sagði hann rólega, “látið inig smegja handjárnunum á yður- Áflog eru þýðingar- laus.” Desrolles nísti tönnum en svaraði ekki. Hann var búinn að koma spæjaranum allnærri dyrunum, sem stóðu opnar, og vissi ef hann gæti hrint honum út úr dyrunum og ofan í stigann var honum dauðinn vís. Líklega hefir spæjarann grunað áform Desrolles, því hann beitti öllu afli sínu og hrakti hann aftur á bak þvert yfir herbergið, hrinti honum svo á veginn og slepti honum um leið, í því skyni að taka enn fastar ut- an um hann aftur. En þegar stóri skrokkurinn hans Desrolles ienti á veggnum með miklu afli, brotnaði fúni tréveggurinn og Desrolles féll aftur á bak út af gólfinu, lenti á digrum bjálkum, sem reistir höfðu verið upp við húsið til stuðnings því, og yar dauður þegar hann kom niður á steinstéttina. Parísarblöðin gátu um þetta óhapp daginn eftir og ensku blöðin nokkrum dögum seinna. ENDIR. Herra og frú Treverton foru aftur heim til Hazle hurst Manor, og þótti vinum þeirra mjög vænt um að John slapp slysalaust úr þessari klípu. Á leiðinni heim dvöldu hjónin mánaðartíma við baðstaðinn Dorsetshire, og á meðan spjallaði fólkið sig uppgefið um þessi málaferli og æfiatriði John Tre- vertons. Þegar að fregnin um það að John væri sýkn saka, harst til Hazlehurst, tók Edvvard sig til og fór af landi burt og til Cap, þar ætlaði hann að stunda landbúnað og dvelja jiað sem eftir var æfinnar- Enginn saknaði hans nema móðir hans, en föður hans þótti vænt um að hann fór, því hann vissi að Edvvard hafði kært John og áleit það slæma synd. 1 maímánuði um vorið fæddi Laura efnilegan son, sem gamli lieimilislæknirinn tók á móti og lagði í faðm Johns segjandi: “Gámli vinur minn hefði vfst verið hreykinn, ef hann hefði vitað að nafn sitt yrði við líði nokkra ára- tugi enn.” “Guði sé lof að alt hefir snúist á betri veg,” sagði •Jolin Treverton alvarlega 1 ágústmánuði kom George Gerard til Manor House til að dvelja þar fáeina daga. Af tilviljun hafði Laura boðið Celíu að vera hjá sér fáeina daga, og það voru einmitt sömu dagarnir og Gerard var þar. Þau gengu oft úpp á heiðina sér til skemtunar, Gerard og Celía, og afleiðingin varð sú að þau heit- bundust. Treverton hjónunum þótti mjög vænt um þetta og presthjónunum sömuleiðis. Og áður en þau voru búln að vera heitbundin eitt ár, var Treverton búin að kaup- a gamla héraðslæknirinn til að sleppa embætti, sínu, og veitti svo Gerard embættið. Þannig atvikaðist það að Celía, ásamt Trevertons lijónunum gat með sanni sagt: “Alt er gott þá endirinn, allra beztur verður.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.