Heimskringla - 30.07.1914, Side 4

Heimskringla - 30.07.1914, Side 4
fils. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚLÍ 1914. Heimskringla (Stofnaí 1886) Kemur út á hverjum flmtuðegl. Ctgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. VerTS hlaSsins I C&nada og Bandaríkjunum $2.00 um áriö (fyrirfram borgati). Sent til Islands $2.00 (fyrlrfram bergab). Allar borganir sendlst r&bs- ■aanni blabsins. Pðst eða banka ávísanir stýlist til The Vlking Press, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON RáBsma'Bur H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Streei, Winnipeg BOX 3171 Talsimi Qarry 4110 Eftir-ómar kosninganna Þegar kosningar eru um garð, ætli öllu því þrefi, sem þær vekja að vera lokið. Margt annað nytsam- ara ætti að vera til, en fólk vera orð- ið full-satt á þeim deilum. Þannig lita flestir sanngjarnir menn á, en auðvitað ekki þeir á Lögbergi. Sami úlfaþyturinn heldur þar á- fram. Vér vorum hálfgjört hissa á efni síðasta blalðs, — bæði tilgang- inum og innrætinu, sem lýsti sér í þvi. Hvorutveggja bar vott um löngunarleysi, — þetta gamla og al- kunna löngunarleysi, að sýna sann- girni og segja satt. . Fyrst er höggvið í hr. Stephen Thorson út af bréfi því, sem hann sendi oss, þar sem hann ber til baka slúður það, sem eftir honum var haft í Lögbergi, fyrir þrem vik- um síðan (9. júlí). í stað þess, að biðja velvirðingar á því, að hlaupa með það — taka heimullegt samtal, umsnúa þvi og rangfæra á allan hátt —, réttir ritstjórinn honum hnútu þessa, fyrir það, að vilja ekki eiga þessi orð, sem ritstjórinn lagði honum á tungu. Þá eru rangfærð orð vor um kosninga úrslitin. Er ritstjóranum það velkomið, ef á þann hátt hann getur betur notað þau til fóður- nytja fyrir hjörðina. Er þá fundið að hugleiðingum vorum út af kosningu íslenzku þing- mannanna tveggja, þar sem vér lét- um þá ósk í ljósi, að þeim mætti fremur auðnast að vera flytjendur mála á þingi, en vera framgjörnum mönnum og framsýnum til tafar. Snýr ritstjórinn því þannig, að vér segjum með þessu, að T. H. Johnson ^‘hafi aldrei flutt nein mál á, þingi”. _ ' t Þéssu til mótmælinga tilfærir hann svo þetta: “Mr. Johnson flutti í 4 ár samfleytt frumvarp þess efn- is, að heimila Winnipeg bæ að fram leiða rafmagn og nota það. Þrátt fyrir eindreyna mótstöðu stjórnar- innar hafði Johnson það samt fram”, MikiII máttur er .Tohnson gefinn, að þrátt fyrir eindreyna mótstöðu stjórnarinnar hefir hann fram inál t á j ingi, þar sem atkvæði standa svo, að tvö eru á inóti hverju einu, sem Liberalar hafa ráð á- Munu flestir sjá, hve sennilega er frá skýrt. Eft- ir stofnskrá sinni hafði bærinn haft vald til að gjöra þessa samninga við strætisbrautafélagið, er þingið hafði ekki leyfi til að ónýta. Það var um ]>að að ræða, hvort bærinn hefði, með samningunum við félag- ið, afsalað sér sjálfum þeim réttind- um, að reisa rafvírastaura, leggja þræði um götur bæjarins og selja rafafl til ljósa og iðnaðar. Því urðu dómstólarnir að skera úr. Kom j>ví beiðni frá bæjarráðinu sjálfu til þingsins, þess efnis, að láta frum- varpið halda sér óbreytt, og ætlaði bærinn að sækja rétt sinn að lögum. Var beiðni sú tekin til greina og breytingartillaga Johnsons feld, og lauk með þvi hinni miklu baráttu hans fyrir bæinn “móti eindreginni mótstöðu stjórnarinnar”! Þá er sagt, að Mr. Johnson hafi barist fyrir “skyldu-uppfræðslu unglinga”, i mörg ár. Það mál hefir aldrei legið fyrir þingi, svo nokkur viti til. “Skyldu-uppfræðsla” er sjálfskipuð með stofnun og viðhaldi alþýðuskólanna, og hefir aldrei ver- ið um það þráttað f.yrr eða síðar. En að lögbjóða skólagöngu ung- linga í 8 ár hefir komið til tals, og sætt mótmælum þeirra, sem nokk- uð hugsa út í velferð og heilsu- verndan barna. Að lögbjóða það, að börnin séu hnept í 10 mánaða skóla- fangelsi í 8 ár samfleytt, hrýs vist flestum hugur við sem meira meta heilsu og uppeldi barna en flokka- pólitík. Samfara þessari skólasókn- ar-skyldu, fylgdi það líka, að taka átti fyrir, að börnunum yrði kent sitt móðurmál, og að kennarar, er mælt gátu á móðurmáli barnanna, fengju Ieyfi til að kenna. Tillaga þessi kom fram í þinginu sem væm- in og viðbjóðsleg vinaleitun við brezkar þjóðir hér í fylkinu, með því eina augnamiði, að vinna at- kvæði þeirra. Það var gamla graut- arsaga Esaús sáluga Jacobssonar, að selja frumburðar- og fæðingar- rétt sinn fyrir gúl-fyllir af graut. Skulum vér ekkert um það segja, hver fyrstur flutti þetta mál í þing- inu, eða barðist fyrir því, en engin frægð skín hinum sama af því, hver sem hann var. Það er vel og gott, að verjast á- gangi kaþólsku kyrkjunnar við upp- fræðslumál fylkisins, ef hætta væri búin af honum; en að verjast hon- um þannig, með því að kasta frá sér öllu, sem innfluttum þjóðum er dýrmætt, leggja haft á tungu barn- anna, svo j>au skuli úrættast og gleyma sinni fyrri tilveru og feðra sinna, — það má hver hrósa því sem viIl.'Vér viljum þá einsvel kaþólsk- una, — sem alls ekki er þó neinn sjálfsagður kostur, þó því síðara sé hafnað. Vér erum minna hræddir við þá, sem bera munkhettuna á bakinu, en þá, sem bera hana á sál- unni. Fyrir utan það, að alt svo leið sem oss eru öll svik, þá eru þó þau svikin verst, sem ganga — í- stolinni flik mannréttinda — út á að svíkja kosninguna af Taylor — sínum eigin flokksmanni — með því að gefa Skúla fleiri atkvæði en honum bar? Það sýnir heldur hitt, sem oft getur borið við, að atkvæði eru um- sækjendum talin, sem virðast vera ætluð þeim, þótt í einhverju smá- atriði þau séu skakt merkt, — ann- aðhvort krossinn settur á rangan stað, eða kjósandi sett nafn sitt á atkvæðaseðilinn líka, — einsog oft ber við. Margur er svo fákunnandi, þótt ólíklegt sé, að hann kann ekki að merkja óbreyttan atkvæðaseðil. En að hrópa yfir þvi: “svik, at- kvæðafölsun, prettir!” láta sér fæst- ir sæma. Eða sér ritstjóri Lögbergs ekkert í neinum gjörðum manna annað en prettvísi og svik? — Eitt- hvað hlýtur að vera að þar norður- frá og hugsunarhátturinn blandinn. Skandinavar í Ameríku. Eftir EDWARD ALSWORTH ROSS háskólakennara við Wisconsin há- skólann. (Úr júní-hefli Century tímaritsins). það, að svíkja ætt og óðul, þjóð og tungu! Vér getum unnað íslenzk- um jjingmönnum betra málstaðar en jiess, að verða þar fremstir í flokki. Ummæli vor um kosninga-sigur íslenzku þingmannanna voru með ir þessu að dæma hljóta Liberalar fullri vinsemd gjörð. Og gjörðum öllu að ráða í þinginu, svo lengi, sem þeir hafa Johnsoji með sér. Sannleíkurinn er nú samt sá, að m: l þetta kom upp fyrir þinginu árið 1906, löngu áður en Mr. John- son varð til sem þingmaður! Fluttu frumvarpið þingmenn Suður- og Norður-Winnipeg, þeir Mr. Gordon og Mr. Walker. Var máli þessu vel tekið, og kom það alls ekki inn fyr- ir þing sem flokksmál. Var þaðJagt fyrir sem viðauki við hina upp- runalegu löggildingarskrá (char- ter) Winnipeg borgar. Árið 1910—11 fer Mr. Johnson fyrst aðallega að skifta sér af þessu máli í þinginu, og er það þá með tillögu (breytingartillögu), að feld sé burtu aukagrein í frumvarpinu, er snerti einkaleyfi það, sem bærinn var búinn að veita strætissporvagna félaginu. Vildi Johnson, að grein þessi væri strykuð út, og ekkert til- lit tekið til fyrverandi skuldbind- ingar bæjarins við félagið. Framan í almenningi, er ekkert þekti til, leit þetta vel út. Það var engu líkara, en verið væri að segja stræus- brautafélaginu stríð á hendur, og| það var vinsælt og vel þakkað. En lögin litu öðruvísi á það mál. Und- ! vér ekki ráð fyrir, að þau gætu ver- I ið nokkrum misskilningi undirorp- in, eða verið deiluefni. En svo eru þau ekki eina útúr- snúnings-efnið. Upptalning atkvæða seðlanna í St. Andrews og Kildonan gefur tilefni líka til getsaka um svik og pretti. Við upptalninguna reyndist það, að gölluð atkvæði höfðu verið talin báðum þingmanna efnum. En lögin heimta, að ónýta skuli þá seðla, sem á einhvern hátt eru skakt merktir, þó auðsjáanlegt sé, hver tilgangur kjósanda hafi verið með atkvæðinu. Við atkvæða- upptalninguna voru nokkrir slíkir seðlar ónýttir. Tapaði Dr. Monta- gue á upptalningunni tveimur fleiri atkvæðum en gagnsækjandi hans. Áttu þar því að hafa komið i ljós svik af hendi þeirra, er töldu upp- haflega, og þeir ætlað að gefa Dr. Montague fleiri atkvæði en honum báru. Allir sjá sanngirnina og vitið í öðru eins, ekki sízt þegar dæmin sanna alveg hið gagnstæða við aðra upptalningu, er fór fram í St. Ge- orge kjördæminu. Við þá upptaln- ing jukust Mr. Tsrylor rúm 60 at- kvæði. Ætlaði þá stjórnin að reyna (Niðurlag). Það er sanngjörn spurning gagn- vart Norðurlöndum, að spyrja, hvort Skandinavar vorir hér séu líka blómi þjóðainnar, einsog þeir eru leggurinn og rótin. Engum vafa er það bundið, að þeir taka fram þeim, sem eftir sitja og líkt voru á vegi staddir að áræði og framtaks- semi. Engum vafa er það bundið heldur, að með sér hafa þeir flutt öll sérkenni þjóðflokksins. En það er skjallmæli og sætyrðum vorum að þakka, þegar vér látumst vera að meta kosti innflytjenda vorra, að vér spyrjum aldrei að því, hvort þeir beri með sér vitsmunalega hæfileika að sama skapi og vöðva. Kúgun og ofsóknir hafa aldrei verið valdandi að útflutningi frá Skandinavíu. Innflytjendurnir komu hingað með þeim eina tilgangi, að bæta kjör sín, — efnalegu kjörin, því upp til hópa voru þeir flestir þjónar og verkamenn, eða smábænd- ur og handverksmenn heima. Sára fáir af þeim, sem notið hafa æðri mentunar, stundað verzlun, haft opinberar stöður — hafa kom- ið til vor. Betri ættir og fjölskyld- ur, er sæmilega framtíð höfðu heima, hafa ekki sent inarga inn- flytjendur hingað. Háskólakennari af sænskum ætt- um, er eg þekti, sagði mér, að hann hefði tekið eftir þvi á ferðalögum sínum hér í landi, að þeir Svíar, sem komist hefðu hér vel áfram, væru alt öðruvisi i sjón en hinir, virtust hafa annað andlitsfall en hinir vanalegu innflytjendur. Yfir það heila tekið fyndust honum Svi- ar daufari ásýndum, andlitin líflaus- ari og skerpuminni, hér en heima.— Aftur halda þvi fram aðrir sænsk- ameriskir þjóðmegunarfræðingar, að stéttaskiftingin heima hafi verið svo einskorðuð, að lægri stéttar menn hafi ekki notið sín, eða getað komist áfram nema með þvi, að flytja af landi burt; eigi því inn- flytjenda hóparnir hér engu minni gáfum og atgjörvi yfir að ráða en þjóðin heima. Norvegur, hrjóstrugur og ófrjór, hafði minna að bjóða til þess að halda aftur af innflutningi betra hlutans; en þó er það skoðun fjölda margra norsk-ameriskra manna, að meðal millíónarinnar norsku hér i landi, muni fremur gæta líkamlegra burða en andlegs ágætis. Líkams- og sálareinkcnni þjóðarinnar. Norrænu goðafræðinni svipar til keltnesku goðsagnanna viðlíka mik- ið einsog merkum Norðurlanda svipar til suðrænna skóga. f íslenzku sögunum leikur ímyndunaraflið ald- rei lausum taumi einsog i Brittany og Connemara sögunum. Þarf því ekkert að undrast, þótt enn skari Skandinavar ekki fram úr í hug- sjóna auðlegð, ímyndunarríki ög djúpsæi. Enda segja háskólakenn- arar það, að norrænir piltar séu seinni að gripa öll undirstöðu at- riði, sem til grundvallar liggja fyrir margbrotnum vélum. Þeir geta ekki inyndað vélarnar í huga sinum, eft- ir lýsingum; þeir verða að hafa uppdrættina fyrir sér, og gengur það tregt samt. Hefir þetta margoft komið fram í búfræðisskólum, eða þar sem vélfræði er kend. Upp- drættir í byggingarfræðinni eru þeim oft óskiljanlegir, nema sem strik og línur. íþróttakennari nokk- ur reyndi eitt sinn árangurslaust, að koma skandinaviskri skólanefnd i skilning um það, hversu iþrótta- skóli myndi líta út eftir uppdrætti að dæma. Þeir gátu ekki skilið það, og ekki fyrr en búið var að taka niður siðasta skaffalinn, voru þeir ásáttir með, að húsið myndi geta komið að fullum notum. Annar seg- ir frá þvi, að hann var með drengja- flokki, að velja tjaldstæði. Jörðin var víðigróin, og ekki fyrr en búið var að hreinsa svæðið og höggva burtu allan víðirinn, fanst drengj- unum vera nokkur möguleiki á að koma þar fyrir tjaldi. lnnri sjónina vantaði til þess að geta gjört sér það ljóst. “Það er ekki nóg”, segir einn, sem gefið hefir sig við líknarstarfi, “að sýna Nils ríka eða Lars það, hvað ógæfusamari hluti mannfé- lagsins hefir við að búa, heldur hvernig hann skuli búa”. Annar segir: “Eg mála fyrir Slov- akanum húsið, sem hann skuli kepp- ast við að eignast, — átta herbergja hús með gufuhitun og öðrum þæg- indum —, og hann keppir að því, En fátækur Svíi fæst alls ekki til að ímynda sér, að hann muni nokkurn- tíma geta eignast þvílíkt hús; eg verð því að hafa minni iburð í máli, og segja honum, að hann skuli keppa að þvi, að ná í fjögra her bergja hús”. Það er sagt, að sem kaupmaður beri Skandinavinn lítið ímyndun- ar-skrúð á auglýsingar sínar, og seint gengur honum að sjá, að fram- búðar hagnaður geti fengist með samverki og samhagnaði seljanda og kaupanda. 1 verzlunarsökum er Skandinavinn rótgróinn í venjunni; gður að halda öllu í sama horfi, en síður ef breyta á til. Hann getur ekki á sama hátt og Ameríkumaður- inn fært út kviarnar, eða reist þar upp blómlega verzlun, er engin var fyrir. Sem bóndi er hann ekki eins framsýnn og Þjóðverjinn. Hann brennir og brælir skóglöndin eftir að hann hefir höggvið burtu skóg- inn, þangað til allur jarðvegur er orðinn að ösku; og hann tæmir akrana að frjósemi með sáðtegund- um, sem gefa mest af sér í svipinn, en slita út jörðinni á skömmum tíma. Kaup sín gjörir hann öðruvísi en Ameríkumaðurinn, er lítur á verðhækkun og fraintíðargróða; — sá gróði, sem ekki er rétt í hendi, er Skandinavanum einskis virði. Af ræðupallinum talar Skand- inavinn ekki til ímyndunaraflsins, eða hugmyndalífsins, einsog írski málagarpurinn. Sem málfærslumað- ur eru allar málsvarnir hans sam- anbarðar sannana viðleitanir, án alls tilfinninga hlýleika; og í skemti- ræðum er hann snauður af fyndni og kýmni og fagur-hæðni. Svo er hann ófélagslegur að eðl isfari, að sá málsháttur hefir um hann myndast — Skandinava hér álfu — að isvatn streymi i æðum þeirra. Jafnvel brennivín örvar stundum ekki félagshvöt þeirra, mannblendni eða bræðraþel. Þeir meta mjög lítils þá hlið verka- mannafélagsskaparins, sem lýtur að samkynningu meðal félagsmanna, enda sækja þeir dræmt alla venju- lega fundi. Ekki vikna þeir fyrir verkstjóranum, sem skiftir rétt við þá, eða verða hlýrri til hans í við- móti fyrir það. Vegna þess, hve þeim er áfátt í fé- lagslegu tilliti, ná synir Norður- landa því ekki, að verða fyrir- myndar veitingahússþjónar, varn- ingssalar, umboðssalar, búðarþjón- ar, lifsábyrgðar umboðsmenn. Sem vagnstjórar í Minneapolis eru þeir sagðir að standa írsku og amerík- önsku vagnstjórunum í St. Paul að baki, í lipurð og kurteisi. Skandin- aviskir kennarar laða börn ekki að sér að öllum jafnaði einsog írsku kennararnir, heldur gjöra þau stöm og tungutreg, öfugt við þau áhrif, sem lrar hafa á þau. Heyrast líka ekki ósjaldan þær kvartanir: “Eg næ ekki neinu út úr börnunum”. Þó ér mikið til af sætleik og blíðu í eðli Skandinava, en þú verð- ur að sækja það niður fyrir allar hellur. John Johnson, hinn nýlátni ríkisstjóri í Minnesota, dró að sér fólk, vegna þess, hvað hann hafði mikinn þýðleik til að bera og til- ingaríki, — þá tvo eiginleika, sem ekki eru of algengir meðal sam- þjóðarmanna hans. Heima fyrir eru þeir hátíðlegir, en með litil hátiða- brigði og ekki orðmargir. Er þvl ekki að furða, þótt yngra fólkið finni.til angnrs og hjarta-hungurs og lífsleiði, þar sem þá ekki er held- ur um nokkrar skemtanir að ræða. Auðvitað hafa Norðmenn fiðluna sína, en þjóðdansarnir sænsku, sem vér höfum oft heyrt mikið talað um, fluttust ekki hingað með vest- urförunum. Þýzku karlakórana, skotgildin og leikmótin eiga Skandinavar ekki. Það er sjálfsagt of sjaldgæft, að þeir myndi sér íþrótta eða leikfé- lög. Félagslíf þeirra alt e r innan kyrkjunnar, er heldur hefir letjandi áhrif á huga hinna yngri. Þeir eru gefnir fyrir gleði og skemtanir, en kunna hvorki að skapa sér þær eða veita. Innilokaðir i sjálfum sér, ó- mannblendnir, seinir til, og undir- okaðir blindri bókstafstrú, brenni- steins trúfræði og vítisógnum og píslum, — vcrða þeir ekki ósjaldan að bráð kjarkleysi og þunglyndi og nn i sálir þeirra drepur sér böl- sýni og kvíði. Einn, sem lagt hefir fyrir sig líknarstarfsemi um all-langa hríð, segir að sjálfselskan eða eigingirnin sé aðalsynd Skandinava. Sé þeim úthlutaður verustaður, eða blettur úti á landsbygð, amast þeir við því, að nokkrir hafi hans not aðrir en þeir sjálfir. 1 öllum þeim fyrirtækj- um, sem þeir eigi í, með öðrum þjóðflokkum, reyni þeir að bera það bezta úr býtum fyrir sig sjálfa. Þeir gefi ekki til nauðþurfta eða fá- tækra samskota annara þjóða fólks, en þar, aftur á móti, séu Irar bæði greiðugir og fljótir til. Verkamanna leiðtogi hefir tekið eftir því, að skandinaviskir verkamenn eru bæði “naumir og nískir”. Annar rithöfundur hefir kom- ist svo að orði: “Handa fátæku og nauðliðandi fólki leitið samskota meðal íra; en fyrir gott málefni meðal Skandinava”. Með öðrum orðum: göfuglyndi þjóðarinnar virð ist stafa fremur frá höfðinu en hjartalaginu. “Geti eg látið honum skiljast, að það sé skylda hans”, segir einn, sem fengist hefir við liknarstarfsemi, “gjörir Skandinav- inn ekkert hálfverk af hjálp sinni”. Verzlunarmenn telja þá jafna Þjóðverjum að ráðvendni og áreið- anlegheitum. Þeir borga einsog þeir lofa. Lífsábyrgðarsalar segja, að engir séu stundvísari með að borga iðgjöld sín en þeir. Brenni verzlun- arbúð á ótryggilegan hátt, má ganga út frá því sem vísu, í sem næst öll- um tilfellum, að nafn eigandans endar ekki á “son”. í skandinav- isku bygðarlögunum eru fleiri sam- eignar-verzlanir, smjörgjörðahús,, kornhlöður, en í bygðarlögum Ame- ríkumanna. Norðmenn hafa mjög komið við stjórnmál og hafa þau afskilti þeirra oítast borið vott um nærna réttar- og siðferðis-meðvitund. Þeir lita ysvo á, að einbættið sé umboð, tn eki alvinnugrein; trúnaðannál, en ckki íjárdráttarspil. Þcgar Bændaflokkurinn var í sem mestum blóma, sýndu Norðmenn meiri víð- sýni í landsmálum, en Ameríku- menn sjálfir. f Wisconsin ríkinu má þakka það traustu fylgi Norð- manna, að þær umbætur og frarr:- farastefnur í ríkismálum hafa þar komist á, er vakið hafa alþjóðar at- hygli og virðingu allra rétthugsandi manna í Bandaríkjunum. Samur við sig. Herra ritstjóri! Viljið þér Ijá eftirfarandi línum rúm í Heimskringlu. Ritstjóri Lögbergs segir i siðasta blaði sínu, að eg hafi sem skjótast haldið frá Islandi, er eg hafi frétt, að Roblin stjórnin héngi við völdin áfram. Það vildi nú þannig til, að eg fór frá Akureyri 6 dögum á undan kosningunum hér, og fór frá Glas- gow að morgni þess 11., daginn eftir kosningarnar, og voru þá engar fréttir komnar þangað um kosn- inga-úrslitin. Fyrstu fréttir af þessu fékk eg í Quebec. Ritstjórinn hefir því hér haft endaskifti á sannleikanum, og það vísvitandi. Hann vissi fullvel, að 10 daga ferð milli lslands og Winni- peg er ómöguleg; en svo hefði það orðið að vera, hefði eg fengið frétt- ir um úrslit kosninganna til Is- lands og náð hingað þann 22. þ.m., einsog hann réttilega getur um. Þessi frásögn ritstjórans er eftir öðru, sem úr þeirri átt kemur. Eðli sínu fær enginn breytt, — jafnvel ckki læknar, þó í mörgu fúski. Winnipeg, 24. júlí 1914. Gunnl. Tr. Jónsson. Lögfræðispróf á ströndinni. Blaðið Vancouver World frá 16. júli sl. getur þess í fréttum, að við nýafstaðið lagapróf í British Col- umbia hafi hr. A. L. Jóhannsson lokið fyrsta miðprófi (lst inter- mediate) við lagaskóla fylkisins. — Lawrence Jóhannsson, sem hér um ræðir, er sonur Eggerts Jóhannsson- ar ritstjóra, er nú bý vestur i Van- couver. Lawrence er útskrifaður frá háskólanum hér í Manitoba, og hef- 'ir síðan hann útskrifaðist lagt fyrir sig laganám við háskólann hér. Hef- ir hann því á þessum vetri eigin- lega búið sig undir próf við báða háskólana, þó 1500 milur vegar séu á milli þeirra, og aflokið prófi við þá báða, með fyrstu sæmdarein- kunn. Er það vel gjört og betur en enn eru dæmi til. Hann er ágætlega vel gefinn, einsog hann á kyn til og gjörvilegur álitum. Ritfær er hann vel, og fyrir nokkrum árum síðan kom út eftir hann í tímariti hér í bænum verðlaunasaga á ensku. — Hann er enn kornungur maður, og á því mikla og langa framtíð fyrir höndum. Atvinnuleysið. Hið stærsta spursmál hinnar can- adisku þjóðar á þessu og næstkom- andi ári, verður að sjá fyrir þeim, sem vinnulausir eru. Öll önnur spursmál hverfa fyrir þessu; þvi sem stendur mun óefað hundrað þúsund manna eða meira vera at- vinnulausir, og við árslok verða. þeir sjálfsagt orðnir 250,000, eða. ineira en helmingi fleiri. Og hvað ætlar nú olrikisstjórnin. að gjöra til þess að hjálpa þessum mönnuin til að bjarga sjálfum sér,. án þess að verða öðrum að byrði, eða gefa upp móðinn og leggja hend- ur í skaut? Og hvað ætlar nú alríkisstjórnin að gjöra til þess að verja þá frosti og sulti, sem eru innan takmarka hvers fylkis fyrir sig, og sjá engan veg til þess, að vinna fyrir mat sín- um og sinna? — — ——sfs, Þetta er hin mikilvægasta spurn- ing, sem liggur fyrir allri þjóðinni, — fyrir hverri einustu fylkisstjórn, og það er brýnasta nauðsyn að sinna því undir eins. Það má ekki dragast einn einasta mánuð úr þessu. Eitt- hvað þarf að gjöra. Eftir því, hvernig tekið er í þenna streng, verður orðspor og á- lit manna á Canada í næstu tiu ár- in. Sé vel farið með þetta og vitur- lega greitt úr málum þessum, þá heldur innflytjenda straumurinn á- fram. En sé illa farið með málin, heldur útstrauinurinn úr Canada til annara landa áfram og fer vaxandi, en landið tapar við það milíónum, og má enn leggja til milíónir að nýju- til þess að veita straum jiess- um hingað til Canada aftur. Beinasti vegurinn að leysa spurs- málið er þessi: 1. Að fá fólkið til að reisa bú og lijálpa því til þess. 2. Að láta verklausa menn vinna að skógarhöggi fyrir stjórnina á vetrum i búðum á skógum úti. Þetta verður hver fylkisstjórn að gjöra í sinu fylki með tilhjálp al- ríkisstjórnarinnar, ef hægt er að fá hana. Ef að fylkisstjórnirnar gjöra þetta að alvörumáli sínu, þá geta þær sannarlega sett fjölda af vinnu- lausum mönnum og familiufeðrum á land út. Fylkin verða að leggja til landið, taka til bygðirnar, sem byggjast skulu og leggja fram höf- uðstólinn til J>ess að framfleyta ný- lendumanninum fyrsta árið. Það kostar nokkuð í fyrstu, en þeir pen- ingar koma allir aftur og j>eir marg- faldir. Fyrir peningunum, sem út eru lagðir, verður stjórnin að fá trygg- ingu í hinu hreinsaða og ræktaða landi,— veð i húsum og hlöðum og gripum og verkfærum, sem hún leggur nýlendumanninum til. Þetta er ekki nýtt. Þetta hefir komið fyrir í öðrum löndum hvað eftir annað. Það kom fyrir Prúss- land á döguin Friðriks mikla, og þá réði hinn vitri konungur heppi- lega fram úr því. Danmörk og Aust- urríki hafa ráðið fram úr því á síð- ari tímum. Ráðgjafarnir og stjórn- málamennirnir hafa þvi nóg dæmi að fara eftir. Hið annað ráðið er skógarhögg á vetrum. Og það ætti ekki að vera svo ervitt að koma því við. Sum fylk in eiga heila flákana af skóglandi, j>ar sem fá má liinn bezta sögunar- við, og væri hann höggvinn og sag- aður, myndi það meira en borga allan kostnaðinn, og um leið fæða oð klæða alla liá, sem annars hefðu verið hjálparþurfar og veita þeim að auki nokkra peninga umfram, sem þeir gætu haft til kolnandi þarfa, eða til þess, að leggja grund- völlinn undir komandi framtíð úti á landinu. Ekkert fylkið hefir enn sem kom- ið er tekið þetta fyrir; en það hefir líka aldrei verið jafnmikið um verk- lausa menn, og svo liggur þetta fyr- ir og einhverntíma þarf að byrja. Þetta er tíminn að prófa Canada. Hjálpum hinum veiku og óreyndu, og hinum framandi útlending og sjáum honum fyrir ráðum að bjarga sér. Tækifærin eru nóg, vegirnir ó- þrjótandi, e£ reynt er að finna þá og benda á þá með viti og skyn- semd. Landið hefir ótæmandi auðs- uppsprettur fyrir milíónir manna, ef menn að eins finna lagið að nota þær. SKEMTIFERÐ. Hið mánaðarlega skemtimót sitt heldur Ungmennafélag únitara sunnudaginn 2. ágúst. 1 þetta skifti verður farin skemtiferð til Búfræð- isskólans og Riverside Park. Stund- víslega kl. 1.00 e.h. leggur prívat- sporvagn af stað frá horninu á Sher- brooke og Sargent, og heldur beina leið til búfræðisskólans. Félagið býður söfnuðinum, söngflokknum, sunnudagaskólanum og utanfélags- vinum sinum, að taka þátt í förinni. Búfræðisskólinn er eitt af stóru mannvirkjum þessa fylkis; River- side Park er frá nátturunnar hendi einhver fegursti bletturinn í nánd við Winnipeg. Komið, fjölmennið og hjálpið til uð gjöra daginn skemtilegan. Stjórnarmefndin.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.