Heimskringla - 10.09.1914, Side 1

Heimskringla - 10.09.1914, Side 1
í Giftingaleyfisbréf seld Vel gjörbur letur gröftur. Th. Johnson Watchmaker,Jeweler&Optícían + Allar vit5geröir fljótt og vel af hendi Í leystar. + 248 Maín Street f ?hone Maln ««()« WINNIPEG, MAN. + Fáit5 upplýsingar um DUNVEGAN PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG framtítSar höfutiból hérat5slns HALLDORSON REALTY CO. 710 McINTYRE BLOCK Phone Main 2844 WINNIPEG, CANT. XXVIII. AR. ..—....... Norðurálfu Stríðið. 1. september. — Frétt frá Ostend í Belgíu segir að »llu brezku fólki 9é skipað burtu frá Brussels. Er svl skipan gjörð af jÞjóðverjum er ráða borginni og hafa skipað þar borgarstjóra. Hafa margir málsmetandi Englendingar mótmælt þessum skipunum og flú- 5ð á náðir Bandaríkja sendiherrans. En Þjóðvcrjar sitja-við sinn keip og segjast svifta alla frelsi er ekki verði farnir innan 24 kl. tíma. Telja þeir nú Belgíu þýzkt hérað og hafa hver- vetna skipað borgarstjóra og hér- aðsdómara þar sem þeir hafa farið. Halda þeir nú öllu landinu nema nokkurri sneið að norðan út frá Antverp. Vestur við Valencienies, Eralck- lands megin er aðal her Breta, en ■orður af þeim og sunnan við þá, austur, er sambands her Erakka og Belga. Varð þar afar grimm orr- U8tu á þriðjudaginn. Hörðust var sóknin á Breta milli Mons í Belgíu •g suður til Maubeuge á Erakk- landi. Voru þar aðal fylkingarnar brezku fyrir. Börðust þjóðverjar einsog óðir menn því nú er þeim allur hugur á að komast sem fyrst inn fyrir fyrstu varnarvirkin og sem fyrst inn á Erakkland þar að norð- an, en innri hervörðurinn er út frá Reims norður fyrir St. Quentin og suður til Chalons. Vonast þeir til, að þegar fremri vörðurinn er fallinn vinnist þeim að brjóta svo skörð í innri varðfylkingar að þeir fái komist leiðar sfnar til Parísar. En þangað er förinni heitið, því þar á að þjappa að Frökkum. Örustan hófst með kúlnahríð frá mtórskota liðinu en yfii#- orustiu vellinum flögruðu flugdrekarnir þýzku og gáfu altaf bendingu hvernig miða skyldi fallbyssunum. Varð því mannfall inikið á hlið Breta. Bardaginn stóð til kvelds en lauk svo að hvorug hliðin gat talið sér sigurinn. Þó urðu Bretar að láta lítillega undan halda. Ekki vita menn hvað margir féllu af hvorumtveggu en mannfall var ó- gurlegt. Nokkru sunnar, norðan við Mez- ieres börðust aftur Bandamenn af mikilli hreysti og veitti Frökkum heldur betur. Hefir orusta staðið þar í marga daga en meginherinn setið kyrr á sömu stöðvum. Er Bandamönnum mest um hugað að halda þjóðverjum þar sem lengst ky rrum, að ekki veitist þeim greið ] leið lengra inn á Frakkland til þess | að eyða þar landi og byggð. En j geti þeir tafið fyrir þeim nógu lengi i ▼onast þeir til að Rússar verði i komnir nógu nálægt Berlfn til þess að hinum þyki sýnna að hverfa i austur aftur. Að austan sækja Rússar altaf þéttan á. Stcfnir meginherinn f; fjórum stöðum inn á þjóðverja, en I orustu völlurinn þar nær alla leið j frá Eystrasalti að norðan og suður til Bukovína. Að byrja að norðan er fyrsti staðurinn inn á Austur Prússland. Hafa þjóðverjar varið hann sízt, því sú leiðin er lengst til Berlín Hafa Rússar líka vaðið þar yfir viðstöðulítið og tekið margar norður borgirnar. En þótt þessi norður her eigi langa leið fyrir höndum er talið óvfst nema hann verði engu seinni en hinir að kom- ast leiðar sinnar. Annar staðurinn er frá Warsaw á Póllandi inn á prússneska héraðið Posen, en það er beinust leið til Berlínar frá Rúss- landi. En margar eru þar torfær- urnar á þessari leið sem liggur yfir flóa og forræði og skóga. En sagt er að Rússar séu nú komnir yfir verstu ófærurnar. En þangað sem Rússar eru nú komnir inn á mitt Posen, hafa þeir bókstaflega orðið að höggva sér braut gegnum þýzku herfylkingatnar. En þótt þeim þoki smátt hvern daginn þokar þeim samt, þvf lítið hugsa þeir um þótt þeir láta nokkuð af mðnnum, nóg er eftir samt. En nú ætla þeir að bíða þar sem þeir eru þangað til þeir hafa komið þriðju deild her- sins lengra suður, en hún fer af Suður Póllandi suður á Austurríki. En Ungverski og Austurfski herinn á því svæði er sagður undir stjórn Vilhjálms og lét hann, þá þcgar sækja á Rússa svo þeir skyldu hægja ferðina. Hefir þar verið bar- ist af mestri grimd og manntjón orðið mest. Unnu Þjóðverjar all- mikinn slgur í síðustu viku við Krasník en aftur biðu þeir ósigur við Lublin og létu þar marga menn. Báðar hliðar keppa mest um yfir ráðin á þessari leið, því takist þjóð- verjum að verja inngöngu Rússa þarna hafa þeir klofið allan Rússa lier og einangrað austur deildirnar svo þær meiga ekki koma vestur deilunum til hjálpar, en það eru þær sem Þjóðverjar eiga mest í höggi við og þurfa að verja sig fyrir livað mest. Takist þessari þriðju deild að halda sambandi óslitnu við vestur dcildirnar í Posen og Austur Prússlandi getur hún altaf sent þeim lið af Suður^Rússlandi er annars yrði hvergi komið við ef leiðinni yrði lokað. Ejórða aðal fylking Rússa er enn austar og sækir inn á Galizíu og inn til borgarinnar Lemberg, höfuð- stað landsins. Hefir hún mátt betur frá því fyrsta enda sækir hún yfir það land þar sem slavneskar þjóðir búa. Ýmsar stórar orustur hafa verið háðar á þessari leið en Rússar ávalt mátt betur. Seint á þriðjudaginn kom sú frétt til sendiherra þjóðverja í Washing- ton að þýzki herinn í Austur Prúss- landi hafi unnið stórkostlegan sig- ur í orustu við norðustu fylkingu Rússa og tekið af þeim 70,000 manns til fanga. En hvað mikið má bygg- ja á þeirri frétt er með öllu óvfst. ósennilega hafa svo margir verið teknir, en trúlegast að þjóðverjar hafi mátt betur. 3. september. —• Fréttir frá Pétursborg segja að á miðvikudaginn hafi austasti her Rússa tekið höfuðborgina Lemberg í Galicíu. Hefir orustan nú staðið þar í sjö daga með miklu mannfalli en altaf hefir hallast á Austurríkis- menn. Urðu þeir að iokum' að hrökkva undan og skilja eftir á orustuvellinum öll sín stríðsáhöld, svo sem fallbyssur, vopnaforða, skotfæri, matreiðslu áhöld og tjöld. Tóku Rússar þar 150 fallbyssur auk annara skotfæra. Eftir að flótti var brostin í lið Austurríkismanna veittu Rússar þeim eftirför og feltu enn fjölda af liðinu. Með sigri þess- um er talið að austasta deildin af Rússa her hafi þegar náð fyrirætlan sinni að fella öll sterkustu vígi Austurrfkismanna að austan og norðan. Opnar það Rússum veg svo þeir geta nú sent tálmanalaust lið að sunnan og austan úr ríkinu, til liðs við mið hersveitirnar, sem nú hvíjir allt á í viðskiftunum við Þjóðverja. Hepnist þeim að kom- ast áfram líður ekki á löngu þang-1 að til Berlín er komin í umsátur. Borgin Lemberg er önnur sú stærsta í Austurríki og telur um 200,000 íbúa. Um hana hefir mörg orustan verið háð og alls hefir hún lent í nfu umsátrum frá því 1261. 1704 tók Carl tólfti hana er hann átti í ófriðnum við Pólverja, en 1772 lenti hún í hlut Austurríkis er Pól- landi var fyrst skift upp. Hún var fyrst byggð árið 1259 af Rússnesk- um aðalsmanni er Daniel hét. Nefndi hann hana eftir syni sínum er Leo hét, Leopolis. 1261 tóku Tar- tarar bæinn og lögðu í ösku. Var hún endurreist 1270. Á dögum Cas- imirs mikla var hún víggirt og þjóð- verjum leyft að taka sér þar ból- festu. Fluttu þeir þangað í svo stórum hópum að í rúm 200 ár mátti borgin heita alþýzk. Eftir að Tyrkir tóku Miklagarð varð hún ein mesta verzlunarborg í Austur Evrópu. En svo fór vegur hennar að minka eftir að kom fram á 17. öld. Lenti hún þá í hendur Tyrkja um hríð. Háskóli var snemma settur á fót í Lemberg og náði hann allmikilli frægð um.eitt skeið. En Austurríki sóttist ekki mjög eftir að halda við lærdómi í skattlöndum sínum svo að í lok 18. aldar mátti heita svo að hann væri mest nafnið tómt. En á síðari tíð hefir hann aftur náð sínum fyrri blóma. Borgin geymir mjög frægt bókasafn og eru sögurit- in sérstaklega merkileg. Skýra þau frá flestu er snertir feril liinna Slav- nesku þjóða. Einig eru þar margar frægar kyrkjur og klaustur. Borg- in tekur yfir rúmar 15 fermflur og telur fjölda marga skemtigarða. Frakkastjórn hefir tilkynt að hún færi stjórnarsetrið frá París til Bor- deaux, nú um tfma. Fari svo, sem með öllu er ekki talið ósennilegt, að Þjóðverjar komist til Parísar, er búist við að umsáturinn geti orðið nokkuð langur. Borgin er vel víg- WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. SEPT. 1914. f* Mr* A B Olion f»n U Nr. 50 girt. En 'ekki, þykir gjörlegt að eiga það á hættu að^tjórn landsins geti orðið króuð þarinni um lengri tíma. Einnig hafa eigendur Frakklands banka ákveðið að færa bankann til Bordeaux, er það með stjórnar samþykt og var gefin út skipan þess efnis á miðvikudaginn. Yfir París flögra nú í hópatali ná- hrafnarnir þýzku flugskipin og senda sprengikúlum niður yfir borgina. Hefir athæfi þessu verið mótmælt af ]>eim þjóðum sem sitja hjá, en að engu komið. Parísarbú- ar hafa nú safnað saman flugvélum sínum og er tilgangurinn að reyna að lialda vörð utan borgar gegn ó- fögnuði þessum. Segja hermenn að vel megi skjóta niður flugdreka þessa, en það verði ekki gjört innan borgarinnar nema stórskemdir hljótist af. Serbar vinna frægan sigur við Jedar. Stjórn Serbíu hefir tilkynt að Serba her hafi unnið stóran sig- ur yfir Austurríkismönnum við Jedar. Orustan stóð þar um mán- aða mótin. Austurrikis herinn var 200,000 að tölu en Serbar höfðu tæp- lega helming liðs. Viðskiftum lauk þó svo að Austurríkis her flýði og skildi eftir 10,000 fallna og 2,000 særða á orustu vellinum. Her- fang tóku Serbar mikið, þar á meðal 60 fallbyssur, mikið af skotfærum, viðu í 600 metra langa brú og heila vagnlest af vistum. Hélt Austur- íski herinn til Santzek. Er nú sennilegt að fremur fari að verða vörn en sókn af hendi Francis Jos- ephs úr þessu, þar sem Rússar sitja nú í Galizíu og vestur her hans flúinn, en Serbar að austan og bún- ir að reka austur herinn inn á Pólland. Italir hafa nú loks ráðið það af að sitja ekki lengur hjá. Hafa þeir nú kallað her sinn saman og ákveð- ið að veita Frökkum lið. Leggja þeir nú leiðir. norður móti sínum forna fjanda Austurriki. Hafa Frakkar tekið allann her af landa- mærum Italfu og bætist þeim mikiðo lið við það. Þá eru Tyrkjir að skríða saman aftur. Er altalað að þeir veiti þjóð- verjum lið, enda eru allir yfirher- foringjar þeirra þýzkir. Hafa þjóð- verjar heitið þeim góðu með að vinna aftur eitthvað af héröðum þeim sem þeir mistu í Balkan ó- friðnum. En að líkindum verður þetta endalok Tyrkja í Evrópu og er það sízt að syrgja, því hund tyrk- inn hefði fyrir löngu átt að vera þaðan útrekinn. En bitbein verð- ur Mikligarður milli stórþjóðanna (Framhald á 5... siðu) Stríðs fréttir héðan. Sambandsstjórnin hefir samþykt að veita $20 mánaðarlega öllum þeim fjölskyldum hér í landi er mist hafa fyrirvinnu sína í stríðið. Strax og hermenn verða sendir af stað verða nöfn aðstandenda þeirra tekin og sett á skrá er send verður til Ottawa. Er þá konum allra þeirra er f herinn hafa farið send tilkynning um það að framvegis verði þeim greitt úr ríkissjóði $20 á mánuði þangað til menn þeirra komi heim aftur. Eru peningar þessir auk þess kaups sem hermönn um cr borgað, og kemur því ekkert við. En þeir geta ráðstafað að láta það ganga til skyldmennanna líka I á meðan þeir eru í herþjónustinni J ef þeim svo sýnist. Hon. T. W. Crothers, verkmála- j ráðgjafi í Ottawa, spáir því að af- j leiðingarnar fyrir Canada af þessu j stríði verði þær að verzlun og ið- naður aukist og margfaldist nú á mjög stuttum tíma. Peningar koma miklir inn í landið í haust fyrir jarðarafurðir er fluttar verða út. En vegna þess að vinnudeyfð var fyrir í landinu þegar stríðið byrjaði, má gjöra ráð fyrir fjár- þrengslum manna á meðal þenna vetur. En undir það eru nú bæjir og sveitir að búa sig sem bezt þeir geta. En eftir að veturinn sleppir ætti atvinna að lifna og strax og fram á kemur næsta sumar góð æri að verða til borga og sveita. Þetta segist hann byggja á athugunum sem hann hafi gjöra látið viðvíkj- andi tilvonandi verzlun landsins. Evrópu markaðurinn lokast aldrei fyrir verzlunar viðskiftum héðan, t.n aftur getur Norðurálfan lítið sem ekkert sent hingað vestur. Snýr það viðskiftunum þannig við að meira verður selt en keypt og held- ur þannig penlngunum með því móti lieiraa f landinu. Sendið nöfnin. Hér meS biSur Heimskringla aÖstandendur allra þeirra Vestur-Islendinga, sem gefiS hafa sig fram til herþjónustu til varnar brezka alríkinu í núverandi stríði, að senda nöfn hermannanna á skrifstofu þessa blaðs sem allra fyrst. ÞaS er algjörlega nauðsynlegt, að Heimskringla hafi þessar upplýsingar, bæði til þess, að vitanlegt geti orSiS, hvern þátt þjóSflokkur vor tekur í landvörn ríkisins, og eins fyrir eftirtímann, aS hægt sé á skömmum tíma aS fá vit- neskju um þá, ef þörf krefur. Þess vegna þarf Heimskring- la aS hafa skrá yfir full nöfn allra íslenzkra hermanna, ásamt heimili þeirra, og í hvaSa “Company” og herdeild þeir þjóna. Alt þetta biSjum vér aSstandendurna aS senda blaSinu svo fljótt sem unt er. Manltoba fylkið hefir boðið að gefa Bretum 50,000 poka af hveiti- mjöli. Hefir boði því verið tekið með þökkum fef stjórninni í Lund- únum. Eru ]>á, að þessu meðtöldu komnar allmiklar matargjafir héð- an til Englands; frá Sambandinu 1,000,000 pokar af mjöli og 700,000 busiiel af höfrum, frá New Bruns- vviek rnesta bysn af kartöflum og svo þetta nú frá Manitoba, auk þess sem einstakir auðmenn hafa gefið Sir Rodmond P- Roblin hefir kvatt til auka þings hér í fylkinu er komi saman næstkomandi þriðj- udag þann 15. þ.m. Aðal málið sem fyrir liggur er að athuga með hvaða hætti helzt verði ráðið fram úr fjárþröng þeirri sem nú er manna á meðal og af stríðinu staf- ar. Helzt er sagt að lagafrestun verði samþykt á öllum fasteigna- skuldum. Er það gjört til þess að ekki verði hægt að taka lögtaki hjá mönnum fasteignir þeirra, þó þeir ekki geti staðið skil á aíborgunum á ]>eim, meðan peni'igaeklan er sem mest. Frá Viihjálmi Stefánssyni. Fréttir hafa nýlega borist af leið- angri þeirra félaga norður um ís- ana, norður og austur af Alaska, á þessu vori. Eru fréttaskeytin dag- sett 13. ágúst og send frá Nome til Seattle í Bandaríkjunum. Sá, sem skeytin sendir, er Bruce McConnell, skrifari Vilhjálms. Um það leyti er Vilhjálmur staddur við þriðja mann einhversstaðar norður á isum, og hefir þá ekki til hans spurst í nokkrar vikur; en ekki er að heyra, að hann sé hræddur um, að hann sé í nauðum staddur, því vistir nóg- ar hafði hann með sér, og einnig skotfæri nóg. Þann 22. marz lagði Vilhjálmur af stað norður frá Martin Point, Al- aski.7 við sjöuuda mann. Fóru þeir á fjórum sleðum og höfðu með sér 25 hunda alls. Til fylgdar voru af þessum hóp fjórir; höfðu þeir tvo sleðana og 13 hunda. Ætluðu þeir að fylgja þeim tíu dagleiðir áleiðis og snúa þar aftur. Fylgdarmennirn- ir voru Norðmenn tveir, Ole Ander- sen og Fritz Johansen náttúrufræð- ingur, Capt. Bernhard og George H. Wilkins, myndatökumaður land- könnunarflokksins. Fluttu þeir með sér miklur vistir og mat handa hund unum. Eftir tiu daga áttu þeir að skilja eftir vistirnar, er ætlað var, að gæti enst hinum í 60 daga, en taka með sér aðeins það, sem þeir þyrftu til lands. Ætlaði Vilhjálmur þá að halda áfram norður, i landa- leit, og þeir tveir, sem eftir voru með honum, er voru þeir Storker Storkerson og Arnaut Castel. Bruce McConnell, veðurfræðingur og skrifari Vilhjálms, kom til Mar- tin Point rétt eftir að þeir félagar voru farnir með bréf frá Barrow- tanga. Hvildi hann sig í þrjá tíma og hélt svo af stað á eftir þeim. Náði liann þeim næsta dag og fylgd- ist svo með þeim. Þann 23. marz vildi kapt. Bernard það slys til, að hann féll fram af hárri jakabrún og hjó sig þvert yfir ennið. Eigi féll hann í ómegin, en ekki þótti gjörlegt að láta hann halda áfram ferðinni; var hann þvi fluttur til baka til Martin Point og fór McConnell með honum. Var skurðurinn saumaður saman og kapteinninn orðinn ról- fær eftir þrjá daga. Var þá J. R. Crawford læknir sendur i hans stað. Þann 25. marz komu þeir félagar að opnu hafi. Hafði isinn opnað sig þar og sáu þeir ekki yfir vökina. Skutu þeir þar nokkra seli, Vil- hjálmur og McConnell. Eftir tveggja daga dvöl þar afréð Vilhjálmur að senda til lands aftur það af flutn- ingi, er hann áleit sig ekki þurfa, og tvo seli til vistar þeim, sem sátu í vetrarbúðum á Martin Point. Wil- kins og Castel voru sendir með þetta ' og fóru þeir með sex hunda og einn ! sleðann. Komust þeir á land, en um daginn gekk upp suðvestan storm- ur; sleit þá ísinn, sem þeir félagar voru á, frá landi, svo þeir, sem send- ir voru, komust ekki til baka aftur. Voru þeir þá eftir sex saman á ísn- um með þrjá sleða. Rak nú isinn, sem þeir voru á, um 30 mílur út og um 40 mílur til austurs, frá því sem þeir voru. Héldu þeir ferðiun áfram til 16. apríl. Afréð Vilhjálmur þá, vegna þess hve ilt var sleðafærið, að senda fylgdarmenn til baka. ótt- aðist hann líka, að þá gæti brostið vistir, ef þeir væru allir saman. — Héldu þeir svo áfram ferðinni norð- ur, Vilhjálmur, Andersen og Stork- ersen, og höfðu einn góðan sleða, sex hunda, tvær byssur og nóg af skotfærum. Gjörði Vilhjálmur ráð fyrir, að halda þannig áfram í 15 daga, en snúa þá aftur, sökum þess að þá væri orðið svo áliðið. “óhjá- kvæmilegar tafir gjörðu það að verk- um, að ekki var farið fyr af stað, þvi vér hefðum átt að leggja upp ekki seinna en i febrúar”, segir Mc- Connell. Fylgdarmennirnir snéru til baka, Crawford, Johansen og McConnell, og komust heilu og höldnu til lands 17. april. Á leiðinni varð fyrir þeim íssprunga svo breið, að þeir sáu ekki yfir, en komust þó fram hjá henni að lokum. Þrír ísbirnir urðu á vegi þeirra, en gjörðu þeim engan skaða. Vilhjálmur tók byssurnar með sér, vegna þess hann gjörði ráð fyr- ir, að eins líklega yrði hann að snúa yfir til Bankseyjar og láta þar fyrir- berast, unz skip yrði sent þeim til bjargar, og lifa þar á veiðum. Sið- an hefir ekkert um hann spurst. Lane kapteinn á skipinu fsbjörn- inn sigldi suður og vestur um Banks eyju, um hálfa milu frá ströndinni, með uppdregnum flöggum, og skygndist eftir mönnum á landi eða vitum; en varð einskis var. Lét hann halda uppi blástri á meðan, en það kom til hins sama. Ottie kapteinn á skipinu Belvidere hefir verið þar á hvalaveiðum i grend við eyna, en ekki séð til neinna mannaferða á landi. Vilhjálmur hafði þó gjört ráð fyr- ir, að brenna vitum fram með eynni strax og hann kæmi í land. Með sér hafði hann afarsterkan sjónauka, svo að vel gat hann séð til skipa- ferða i 15 mílna fjarska. Fylgdar- menn skyldust við hann rétt við ytri brún meginlands grynning- anna á 70.20 stigi norðurbreiddar, en 140.30 vesturlengdar. Mældi Jo- hansen þar dýpi hvað eftir annað, og var það frá 35 upp i 108 faðma. Þann 11. ágúst lagði Wilkins af stað frá Herschel eyju til Banks eyjar, með skipið Mary Sachs, er tilheyrir þeim félögum. En Dr. And- erson og menn hans sigldu þann 17. ágúst frá Herschel eyju með skipið Pólstjarnan til Coronation flóa. — Sagt er, að verið hafi opinn sjór í kringum Banks eyju og Baille eyju siðan í apríl. « Að líkindum hefir Vilhjálmur þvi ekki komist til lands. En þeir félagar hafa nógan vistaforða til árs þó eitthvað komi fyrir hundana, svo þeir ekki geti notað þá til flutninga. Eru þeir því ekki taldir i neinni hættu staddir. önnur frétt hefir komið frá Dr. Rudolph Anderson, dagsett 16. maí við Escape Reef við Mackenzie fliótið, en meðtekin 31. ágúst i Atha- basca, Alberta. Segir hann alt hafa gengið vel. Vilhjálmur er fram á isnum og talinn i engri hættu. Segir Anderson að hann hafi með sér húð- keipa og árar og oliuföt og nægar vistir. Þeir, sem á landi eru, stunda afc kappi ýms vísindaleg störf. Ship- maa, O’Neil og Cox eru við mæling- ar við Mackenzie fljótsmynnið, og hafa þeir nú lokið mælingu frá Al- aska landamærum þangað. Fritz Jo- hansen liffræðingur er að rannsaka sjóinn þar umhverfis og strauma is- hafsins; en Dr. Jennis mannfræð- ingu býr meðal Eskimóa og athugar menningu þeirra og siði. Gjörir hann ráð fyrir, að eiga vetursetu i Eskimóa þorpinu á Barter eyju. Er það elzta Eskimóa þorpið þar norð- ur frá. Allir eru þeir félagar við góða heilsu og gjöra sér miklar von- ir um góðan árangur af starfi sínu á næstkomandi ári. T í •f Þjóðræknis Fundur. HérmeS boSum vér undiritaSir almennan fund í Good Templars Hall á Fimtudagskveldið, 10 þ.m. í þessari viku, kl. 8. til þess þar aS ræSa og ákveSa um þaS hvern þátt oss Islendingum sem svariS höfum hinu Brezka veldi hollustu eiS, beri aS taka í vörn og vernd lands og ríkis í tilefni af stríSi því sem hiS Brezka veldi ásamt öSrum stórþjóSum NorSurálfunnar á nú í viS tvær herskáustu og öflugustu þjóSir Evrópu. Til umræSu á þessum fundi verSur myndun íslenzkrar herdeildar í sjálfboSaliSi borgarinnar, og hafa nær 20 Is- lendingar þegar tjáS sig fúsa aS ganga í þá deild. Einnig verSur rætt um þátt-töku þá sem oss beri aS taka í sjúkra og þjóSræknis sjóSa myndun þeirri sem nú hef- ir hafin veriS um land alt, í tilefni af stríSinu. Vér óskum aS allir þeir sem unna sóma landa vorra hér og velferS brezka veldisins vildu sækja fund þennan, og aS þeir ungir Islend- ingar sem ganga vilja í sjálfboSaliSiS verSi þá viS því búnir aS gefa sig fram á fundinum. Winnipeg, 5ta september, 1914 B. L. Baldwinson. Skúli Hansson. Thos. H. Johnson. H. M. Hannesson. John Julius. H. S. Bardal. Dr. B. J. Brandson. Dr. ó. Björnson. Rev. B. B. Johnson. J. B. Skaptason. W. Johnson. S. Johnson. Freeman Westman. Fred. Westman. Árni Anderson. John J. Vopni. Árni Eggertsson. Hannes Hannesson. Ó. S. Thorgeirsson. W. Byron. Frank Thorsteinson. Magnús Paulson. Chr. ólafsson. Johu Einarsson. St. B. D. Stephanson. -f-M-f-M-f ♦ ♦ ♦ f ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦>♦ ♦ ,-f-fMM MM ♦♦♦♦♦ MMHMMHHMMM

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.