Heimskringla


Heimskringla - 24.09.1914, Qupperneq 1

Heimskringla - 24.09.1914, Qupperneq 1
Giftingaleyfisbréf seld TH. JOHNSON Watchmaker.Jeweler&Optician Vitfgerbir fljótt og vel af hendi leystar 248 MAIJí STREET ?hone Maln 660« WINNIPEG, MAN. Nordal og Björnsson — Gull og úrsmiðir — 674 SARGENT A V E. XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. SEPT. 1914. Nr. 52 Norðurálfu Stríðið 36. september. — Fréttir að austan, segja að Galiz- ia sé nú öll á valdi Rússa. Hafa austurríkismenn J)á einu viðleitni að ná hinum tvístruðu hersveitum sínum þaðan í burtu og koma þeim suður til Jaroslav og Przemsyl síð- ustu kastala borganna i Galizíu sem enn eru í þeirra höndum. Ætla þeir sér að gjöra þar sína síðustu tilraun að stöðva æði hins ósigr- andi Rússa hers, er slitið hefir hverja borgina úr höndum þeirra eftir aðra. En litlar vonir eru með að það kunni að takast. Halda Rússar nú öllum skörðum í Carp- thiu fjöllunum og rekið hafa þeir burt seinasta Austurríkismanninn úr Póllandi, en þangað sendu þeir allmargar hersveitir meðan Rússar sátu um Lemberg. Svo vfsann telja Rússar sér sigur- inn að þeir hafa undanfarið verið að undirbúa lestir bg flutninga tæki, til þess að koma föngunum til Pétursborgar og ráðstafa hvað þeir skuli látnir gjöra eftir að þang- að kemur. Hefir Rússa stjórn svo fyrirskipað að allir herteknir menn skuli settir í vinnu og þeim settir verkstjórar. Fyrir þessum herleif- um Austurrikismanna ráða flestir helzta aðalsmenn ríkisins og þar á meðal erfðaprinsinn. Er nú Vínar- borg í uppnámi. Veiti Rússum bet- ar er leiðin opnuð milli þeirra og Serbnesku hersveitanna og þá búist við að þær steypi sér yfir Vín. Eru nú upphlaup daglegir viðburðir, og læður lögreglan ekki við. Heimta aifiiii að hætt sé stríðinu og friður saminn hvað sem hann kosti. Einnig er leiðin opnuð norður 1 Prússland. Ná nú hersveitir Rússa saman þar nyrðra og er þá hætt við að Pjóðverjar fari að hafa nóg *ð starfa eftir það. Yfir hershöfð- ingjar Rússa láta þess líka viðgetið að erindi þeirra sé brýnna til Berl- fnar en Vínarborgar og er það skil- ið svo að þeir ætli að láta Serba eina um Vín en halda megin her sínum norður. önnur stór orusta hefir nú stað- !ð, milli sambandshersins og Þjóð- verja í síðastliðnu tvo daga. Eins og áður var frá skýrt urðu Þjóðverj- ar að hrökkvá undan frá Marne bökkum eftir hálfs mánaðar slita- lausan bardaga. Féll þar margt manna og var tvistrað öllum hægri fylkingar armi þeirra. Hopuðu þeir við það á hæl og mjókkuðu fylkinguna.Og settu þeir herbúðir sínar austur niður uin Aisne dal- inn norður af borginni Rheims. Hafa þeir þar nú iagt til bardaga. Reynir sambandsherinn að komast norður fyrir þá til þess að loka fyrir þeim leiðum um Belgíu, en eftir þeirri leið hafa vistir verið fluttar til þeirra frá Berlín. Er nú aðal herinn staddur milli Ardennes fjalla að norðan og Rheims að sunnan. * * * 17. september. — Eftir ósigurinn við Marne hafa Þjóðverjar breitt að sumu leyti til með hernaðar aðferð. Skeyti frá Rómaborg geta þess að í stað þess sem austur herinn er staðið hefir fyrir Rússum hefir eingöngu mátt heita varnarlið, en vesturherinn móti sambandsliðinu sótt á; á nú austurherinn eftir þetta að sækja en hinn að verjast. Er sagt að Vilhjálmur muni vera í námunda við austur fylkingar og etji hann nú mönnum sfnum mjög af kappi á Rússa. Þurfa þar ekki mörg brýningar orð, þvf ógott er fyrir áður á milli þjóðanna. Samt mun óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir þessa ráðagjörð sækir vestur herinn áfram en lætur alls ekki við það sitja að halda kyrra fyrir og verj- ast. Er þetta fjórði dagurinn er orusta hefir nú staðið yfir á svæð- inu milli Verdun og Rheims, en sem næst engar fréttir borist úr bardag- anum. Hermála ráðgjafi Frakka hafði gjört sér ferð til Parísar í gær út af stríðinu. Varðist hann allra frétta. Ekkert er þó sem á það bendir að hallast hafi á sam- bands liðið því að baki sínu eru Þjóðverjar í óða önn að láta styrkja víggirðingarnar um Köln, Dussel- dorf, Wesel og Duisborg. Er því helzt að álíta að þeir telji uppá að iáta undan síga og skýla sér bak við þessi borgarvirki, ef á þarf að halda. En hvort til þess kemur sýnir úrslita orusta sú sem nú stendur yfir. Albert, konungur Belga, hefir sjálfur stýrt her sínum um nokkurn tfma. Undanfarna daga hefir hann verið í Antverp, en hélt þaðan í morgun með miklu liði suðvestur á Belgíu til móts við Þýzkar riddara sveitir sem þar eru og leggja þar bygð og bæi f eyði. Þar syðra hefir Belgum veitt betur. Er dæmalaust hugrekki og hreysti þeirrar smáu þjóðar. í smá orustu nálægt Izg- haem í Flander, réðust 180 Belgar á 300 Uhlana (Þýzka riddarasveit) og feldu af þeim 64, 30 tóku þeir til fanga en hinir flýðu. Belgar mistu 4 menn en 14 særðust. Annari sveit mættu Jieir hjá Alost og foru við- skifti þeiiia mjög á sömu leið. Er nú líka óðum að þynnast fjanda flokkurinn í Belgíu. Fréttst hefir að þjóðverjar hafi orðið að yfirgefa Liege er varð þeim dýrkeyptust f byrjun stríðsins. Reynist það satt, fara þeir að hafa litla fótfestu þar f landi. Nú vilja ítalir, er setið hafa hjá fara að komast í ófriðinn og spana Rússar þá upp allt sem þeir geta. Blöðin í Pétursborg benda á að með réttu lagi beri ítölum að gjöra eitthvað, ef þeir vonast til að fá nokkra þóknun þegar stríðinu sé lokið. Heita þau á liá að taka Trent og Triest, ítölsku héruðin sunnan við Alpafjöll er Austurríki lúta. — Benda Rússar þeim á, að verði þríþjóða sambandið ofan á í liessu stríði—Frakkar, Bretar og Rússar, geti þeir ekki launað ítöl- um liðveizlu með því að þeir sitji hjá og gjöri ekkert. Að sömu kol- um blása undirtillur stjórnarinnar, þó opinberlega látist stjórnin vera mótfallin að blanda sér inn í stríð- ið. Þá hefir Vilhjálmur líka æst upp aljiýðuna ítölsku, með hótun- um um hvað hann skuli gjöra, og launa þeim svik og ótrúmensku við sig, þegar stríðinu sé lokið. Af Þjóðverjum eru teknar nýlend- ur þeirra flestar. Hafa Japar tekið nýlendu þeirra í Kína, en Frakkar og Englendingar landeignir þeirra í Afríku. Yerzlun Þýzka ríkisins má heita með öllu eyðilögð og eru nú farnar að berast hallæris sögur liaðan. Verður það ef til vill sult- urinn fyrst sem semur friðinn. Sendið nöfnin. Hér með biSur Heimskringla aSstandendur allra þeirra Vestur-íslendinga, sem gefiS hafa sig fram til herþjónustu til varnar brezka alríkinu í núverandi stríSi, aS senda nöfn hermannanna á skrifstofu þessa blaSs sem allra fyrst. ÞaS er algjörlega nauSsynlegt, aS Heimskringla hafi þessar upplýsingar, bæSi til þess, aS vitanlegt geti orSiS, hvern þátt þjóSflokkur vor tekur í landvörn ríkisins, og eins fyrir eftirtímann, aS hægt sé á skömmum tíma aS fá vit- neskju um þá, ef þörf krefur. Þess vegna þarf Heimskring- la aS hafa skrá yfir full nöfn allra íslenzkra hermanna, ásamt heimili þeirra, og í hvaSa ‘‘Company’’ og herdeild þeir þjóna. Alt þetta biSjum vér aSstandendurna aS senda blaSinu svo fljótt sem unt er. ■----------------------------------------------------■ Gjósa upp fréttir af og til um að trúnaðarmenn keisarans hafi falið Wilson, Bandarfkja forseta umboð til að semja um vopnahlé og jafnvel leita friðar samninga, en svo eru fréttir þessar aftur bornar til baka. Þó mun sá hugur vera að vaxa að æskilegt væri að komið yrði á friði, og þykir sumum nú er til stríðsins hvöttu nóg komið. * * * 18. september. — Sú fregn er flutt í “Aften Posten” í Kristjaníu, eftir ritsímaskeyti frá Berlín, að sátta leitunar nefnd verði sett innan skamms í Washington, er draga eigi upp friðar sáttmála milli þjóðverja og Frakka. Berast nú þær fréttir víðsvegar að. Blaðið “Daiiy News” í Lundúnum segist hafa sannspurt að hreyfing mikil sé byrjuð í Bandaríkjunum með því augnamiði að koma af stað friði og á bak við hreyfingu þessa séu marg- ir æðstu menn þýzka ríkisins. En samhliða þessum fréttum neita Rússnesk blöð því harðlega að nokkrar líkur séu með sættir enn sem komið sé því Rússar samþykki engann frið fyrr en Þjóðverjar séu komnir á kné og fái ekki lengur hreyft sig. Eftir því að dæma yrðu allir friðarsamningar að bíða liang- að til að Þýzka þjóðin væri eyði- lögð. Myndu þá friðarsamningar- nar snúast um skiftin á herfanginn, og löndunum er lögð hefðu verið 1 eyði, eða verða miili sambandsþjóð- anna sjálfra. Eru tilsvör Rússa í þessu máli sem þeirra var von og vísa, en ólíklega fá þeir þar öllu um ráðið einir. Bretar hafa margoft lýst því yfir að þeir eigi ekki í stríði við þýzku þjóðina heldur þýzka keisara, og her valdið, og þegar það er brotið á bak aftur séu þeir reiðu- búnir að sliðra sverðið. Ekkert uppihald er enu á bar- daganum og er nú þetta fimti dag- urinn. Litlar fréttir eru úr orust- unni og enn ekki hægt að sjá hvern- ig fer. Sambandshernum hefir þó veitt betur á sumum svæðum. Ydí?- ur við Rheims hafa Þjóðverjar hrökkið fyrir Frökkum og þar fyrir norðan hafa Bretar gjört mörg snögg áhlaup er hinir hafa ekki mátt við. Að öðru leyti er afstaða beggja lítið breytt. Bak við Nancy og Luneville hafa Þjóðverjar sett upp skotgirðingar og búið þar um sig til varnar. Eru þeir þar austur við landamæri. Frakkar hafa aukið drjúgum við lið sitt og eru nú menn allir kallað- ir út er talist geta vígfærir. Tvo smábæi hafa Frakkar tekið, er Thom og Altkirch heita í Alsace. Þá hefir fréttst að þjóðverjar hafi sent fjölda liðs vestur á landamær- in til styrktar við það sem fyrir er. Fréttir annars allar fremur óljósar. Japar sýna vinfengi sitt við sam- bands herinn, hafa þeir nú gefið Englendingum 200,000pund af tei handa hernum, Belgíu 20,000 pund, Frökkum 200,000 pund og Rússum 100,000 pund. Er nú vinskapurinn betri við Rússa en hann var fyrir nokkrum árum síðan, er þeir héngu hver í hálsi annars, hvað lengi sem það kann nú að standa. 19. september. — Þjóðverjar reknir til baka f aust- ur Prússlandi segir frétt frá Péturs- borg. Hafa Jtýzku hersveitirnar [undanfarna viku sótt inn á Pól- land og heldur mátt betur. Ei'. á fimtudaginn var, var stór orusta háð við landamæri Austur Prúss- lands og hrukku þjóðverjar undan. Fregnin fylgir líka að Vilhjálmur keisari hafi sent þangað nýjan hers- höfðingja en kallað Remenkampf til baka og eigi hann að sendast móti Frökkum. Hvað hæft er i fregn Jiessari vita menn ekki, því ennþá er Pétursborg eina heimildin fyrir fréttinni. Fregnir eru nú að berast úr or- ustinni við Aisne milli sambands- hersins og hersveita Von Kiucks hershöfðingjans þýzka. Einsog skýrt hefir verið frá hefir orusta þessi nú staðið í fimm daga “með óviðjafnanlegu mannfalli” einsog rfréttin kemst að orði. Af öllum bardögunum er staðið hafa þar vestra og að meðtaldri orustunni við Marne er þessi talin að muni verða mannskæðust. Tíu sinnum gjörðu þjóðverjar áhlaup á sam- bands fylkingarnar með þeim til- gangi aö höggva sér braut í gcgnum þær og hrinda þeim til baka aftur. En jafn oft ráku sambandsmenn þá til baka. Þótt orustu þessari sé hvergi nærri lokið, hafa þó þjóðverj- ar orðið að hörfa til baka s«m svar- Manitoba þingið. Aukaþþing kom saman hér í bæn- um þann 15. þ.m. Var til þess kvatt til þess að athuga fjárhagsmál fylkis- ins og fylkisbúa, er beðið hafa hnekkir við striðin. Tvö mál voru lögð fyrir þingið að fjalla um: Að heimila fylkisstjórninni, að hag- nýta sér þau lántilboð sambands- stjórnarinnar, svo hægt verði að halda áfram með þau verk, sem það opinbera hefir verið að láta gjöra. — Hitt ntálið var að lengja gjald- frest unt sex mánuði á veðskuldum gegn fasteignum. Tilgangurinn með því er að varna þess, að lánfélög geti notað sér erviðar kringumstæð- ur manna og tekið fasteignaveðin jafnskjótt og skuldir falla i gjald- daga, ef hlutaðeigendur ekki geta borgað. Gjaldfrestur þessi er settur frá 1. ágúst þ. á. til sex mánaða. Meðan þessi frestur varir, geta lán- félg eða aðrir, er lánað hafa pen- inga gegn fasteignaveði, ekki kraf- ist borgunar á þeim; en þó halda vextir áfram eftir sem áður. En þar sem land hefir verið selt með þeim skilmálum, að kaupandi borgi viss- an hluta uppskerunnar á ári hverju, er enginn frestur gefinn, og stend- ur það alt einsog áður var. — öll liens, kaupgjald, húsaleiga o.s.frv. er ekki undanþegið með þessum lögum, né heldur, að lánfélög svari út að fullu þvi láni, sem þau hafa skuldbundið sig til að veita og gjört samninga um. Ráðgjört er, að taka $2,000,000.00 bráðabirgðarlán, er sambandið á- byrgist, hjá einhverjum banka eða bönkum hér i landinu, til þess að hægt sé að halda áfram með þau verk, sem það opinbera er að láta gjöra. Nú sem stendur er ekki hægt að selja veðskuldabréf í Evrópu, né heldur i Bandarikjunum fyrr en stríðinu er lokið; verður lán þetta því tekið aðeins til bráðabirgða, þangað til fylkið getur selt skulda- bréf sín. Báðir flokkar þingsins tóku vel i þessi mál, og búist við þau komi lít- ið til umræðu. ar sjö mílum, og telja Englendingar það allmikinn sigur, því þá skipun hafði þýzki herinn að halda áfram, ná til baka því sem þeir höfðu mist og láta ekkert tilsparað, en liggja ekki í herbúðum. Frá morgnl til kvölds daganna 15. og 16. þögnuðu fallbysurnar ekki um drykklanga stund. Undir kveld seinni daginn voru þýzku fylkingarnar farnar að Iinast. Staðið höfðu einlæg áhlaup á víxl allan daginn. Um morgun- i inn þann 17. þusti enski herinn all- ur undir eins og lýsti um morgun- inn á hervegginn þýzka og var þá barist, maður við mann f sjö klukk- ustundir samfleytt. 1 þessum síð- asta slag varð mannfall ógurlegt en þó segja fréttir úr sambands her- búðunum að þrír hafi fallið af þjóðverjum móti hverjum einum af sambandsmönnum.1 Að loknu héldu þjóðverjar undan rúmar sjö mílur. Síðan hafa staðið einlægar smá orustur en hvorir tveggja búa sig nú undir úrslíta orustuna sem enn er ókominn. Öllum fréttum ber saman um það, að flest allar hersveitir Prússneska keisara varðliðsins séu fallnar og með þeim séu úr sögu blómi norður- j l>ýzka hersins. i Austurrlki er farið að víggirða skörðin norður af ítalíu og telja þeir sér ófriðar von þaðan. Annars er Austurríki svo lamað að það mun flest fara að verða því ofurefli. Segja Rússar að eftir eigi l>eir tæpt þrjá tíundu af upphaflega hernum. Og nú þrengir hungur þar óðum að svo æsingar og upphlaup eru dag- legir viðburðir meðal þjóðarinnar. * * * 21. september. — Fréttar óbreyttar af ófriða stöð- unum. Sagt er að herirnir báðir séu orðnir Jrvældir og uppgefnir i af vökum og sífeldum orustum. J Hafa þeir tæplega haft stundar hvíld svo vikum skifti. Ennfremur er l>ess getið að hungur herði mjög að þýzka hernum. Er það haft eftir þeim sem til fanga hafa verið teknir. Þess utan er fjöldi særður og sjúkur, og eru nú allar kyrkjur fullar og skólar og spítalar særðra hermanna. í grend við Rheims hefir orðið mannfall nokkurt í stór'skærum er háðar voru sunnudaginn þann 20. En enn er borgin f höndum sam- bandsmanna Nokkrar smá orust- Einar Jónsson i. Lengi við í herrans-Höfn, HöfSingjanna milli LeppuSum vor lista-söfn, Lund og nöfn og snilli. Mesta prýSi þótti í því Þeim sem framgjarn mundi, OrS og gerSir gaufa í Gutli á Eyrarsundi. Öll var von, aS innist þar OrSstír minni en hálfur — Meistarinn okkar orSinn var Eftirherma sjálfur. Danskan vora dánumenn Dæmdi í list og verki. Þekkjum varla allir enn Annara vörumerki. II. Einar! ÞaS í þoku sér Þinna lista bani: AS sé trauSla til í þér Thorwaldsen né Dani. Smáum augum allar sjá Efnin þín og vandann Glymur þeirra er glápa á Gljáann meira en andann. GuSs frá hendi hafa þeir Holdsins sjónir einar — En, hugsun blésu í heimskan leir Hendur þínar, Einar. Þegar gæSa hugsun hann Hagvirknina léztu, Þá hófst önnur upprisan andanna vorra mestu. Aftur viS oss öSlast mál ösku-fúin beinin. Fram í tímann sjálfs manns sál Sést í gegnum steininn. III. Skugga-vættum væri synd AS vefja þig örmum sínum. Nóttin situr sólskinsblind Sjálf af höndum þínum. Þú fanst ekki á kjúkum kalt Komu dags aS boSa, MeSan þú brást yfir alt Islands morgunroSa. 9.-9.-’14. STEPHAN G.. STEPHANSSON. ur hafa verið háðar í loftinu milli franskra og þýzkra flugmanna og ýmsum veitt betur. Annars eru nú flugskipin minna notuð nú en var við byrjun ófriðarins, og er þess mi sjaldnar getið að þau fremji nein spellvirki. Balkan ríkin hafa nú flest mynd- að bandalag með sér. Fyrir þvf hefir gengist Konstantine Grikkja konungur. Er tilgangurinn með þeim samtökum fyrst og fremst sá að halda Tyrkjum í skefjum og svo mun konungur vilja veita sam- bands liðinu styrk móti þjóðverj- um. Verða ítalar með í samband: þessu. Er þá senn öll norðurálfan komin í ófrið þenna að undan þegnum Norðurlöndum. Er nú ekki sjáanlegt að þjóðverjar fái lengði staðist móti öllu því ofurafli. Á sjónum gjörist lítið. En þessa daga hafa Englendingar beðið all- mikið tjón á verzlunarskipum. Söktu Þjóðverjar sex vöruflutninga skipum enskum í Bengal flóanum hjá Indlandi í byrjun vikunnar, og ensku herskipi Pegasus söktu þeir við Zanzibar við Afríku sama dag. Einu vöruskipi hafa Englendingar sökkt fyrir þjóðverjum við Suður Ameríku strendur. Allt er kyrt í Belgíu og hafa gengið þar óskapa rigningar und- anfarið. Þó er sagt að þjóðverjar séu að flytja fallbyssur þangað að nýju, og er ferðinni heitið með þær til Antwerp. Er nú búist við að þeir hafi í hyggju að setjast um borgina. En svo er borg þessi gott vígi og vel útbúin með vistir að hún er sögð muni þola 12 mánaða umsátur. Hefir verið flutt þangaö eitt með öðru um 3,000 nautgripir á viku í síðastliðnar 6 vikur frá Ameriku. Er því ekki trúlegt að sverfa þurfi hungur að borgarbúum fyrsta sprettinn þó um borgina verði sezt. 22. september. — Orustan stendur enn á sama stað og hafa sambandsmenn mátt held- ur betur eftir því sem skeytin herma frá París og Lundúnum. Annars hafa áhlaupin ekki verið jafn grimm og framan af bardaganum. Þó getur naumast heitið að menn hafi tekið nokkra hvíld nótt eða dag um langann tfma. Segja frétt- ir að breytt hafi verið að ýmsu leiti um aðferðir við það sem tíðkaðist í byrjun striðsins, er nú farið hóg- legar að öllu og gætilegar og ekki vaðið ofan í maskínu byssurnar er mestu manntjóninu ollu framan af. Skýrir Joffre hershöfðingi Frakka svo frá að sambandsmenn gæti þess f öllum lireyfingum hersins að gefa ; Þjóðverjum ekki sama tækifæri að ! skjóta þúsundir niður alveg varnar- j lausar og áður. En allar þær skemdir og öll þau i spellvirki sem af ófriði þessum leiða eru alveg óútreikanleg. Er engu hlíft þegar á borgirnar er j skotið. Falla spengikúlurnar eins I og haglskúrir yfir hallir og hús, ! kyrkjur og listasöfn og valda eyði- leggingu og eldi hvar sem þær koma niður. Þannig hafa verið eyðilagð- ar flestar hinar meiri og fegurri kyrkjur og hallir í Belgíu. Bygg- ingar þessar flestar eru frá því ein- j hverntíma á miðöldunum. En I stærstur skaði og ómetanlegastur ivar þó unninn í gær er Þjóðverjar skutu niður dómkyrkjuna frægu í Rheims er fræg er um allan heim og talin hefir verið eitt hið fegursta smíði í Norðurálfunni. Enga hlífð sýndu þeir kyrkjunni þótt þeir vissu að nú í seinni tíð hafi hún verið notuð fyrir spítala fyrir hina sjúku og særða hermenn, jafnt úr þeirra liði sem sambandshersins. Mælist verk þetta fyrir að makleg- (Framhald á 8. síðu)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.