Heimskringla - 24.09.1914, Blaðsíða 8
BLS. S
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. SEPT. 1914.
Or Bænum
-----------------------♦
Mr. og Mrs. Kristinn Stefánsson
komu hingað til bæjar norðan frá
Gimli á laugardaginn var. Töfðu
þau hér fram yfir helgi og fara
norður aftur á mánudaginn.
Ungmennafélag Únítara heldur
fund á fimtudagskvldið kemur, eins
og venja er til. Alli meðlimir eru
hér með mintir á að sækja fundinn.
Hr. B. B. Olson var hér á ferð
um miðja siðastliðna viku.
Hr. A. B. Olson kom hingað tíl
bæjar á fimtudaginn var.
Næsta sunnudagskveid verður
umræðuefni i únitarakyrkjunni:
Trúarofsi í sambandi víð óhoilbrigt
sálarlíf. Allir velkomnir.
Hr. Sveinn Thorvaldsson, frá Ice-
landic River, hefir verið hér i bæ
siðastliðna viku, meðan á þiuginu
stóð. Hélt hann heimleiðis á laugar-
daginn.
Nýkomin ísafold segir að trúlof-
uð séu i Reykjavík ungfrú Guðrún
Aðalstein og Garl Finsen verzlunar-
maður. Ungfrú Aðalstein dvaldi hér
i bæ siðastliðinn vetur; kom hing-
að vestur með móður sinni og stjúp-
föður, Mr. og Mrs. Fr. Swanson, síð-
astliðið sumar.
Hr. Stephen Thorson, bæjarstjóri á
Gimli kom hingað til bæjar um helg-
ina. Hann hélt heimleiðis aftur á
mánudaginn.
Frá Hove Man. komu hingað til
bæjar á mánudaginn var hra. Páll
Pálsson og hra Skúli Skúlason.
Létu þeir vel aí líðan manna þar
ytra.
Priðjudagirm 22. þ.m. gaf séra
Guðm. Árnason saman í hjónaband
í Únitarakyrkjunni þau Þorstein
Kristin Oliver og Guttormínu Krist-
lnu Stevens. Heimili brúðhjónanna
verður framvegis Yerona Block,
Suite 2.
Prá Islandi komu á mánudags-
kvetldið var Mr. og Mrs. Aðalsteinn
Kristjánsson héðan úr borg. Fóru
þau með skipinu “Hermod”, er
landstjórnin hefir tekið í leigu frá
Noregi, til vöruflutninga meðan á
Norðurálfu strfðinu stendur. Var
farið beina leið frá Reykjavík vest-
ur og komið fyrst við í Nýfundna-
landi. Gekk ferðin mæta vel.
Nokkrir kunningjar og vinir úr
ungmenna félagi Únitara héldu
heimför að nýgiftu hjónunum Mr.
og Mrs. Lúðvik Eiriksson hér í
bænum á laugardagskveldið var, og
íærði þeim vandað eikar borð að
gjöf. Foru þvínæst fram veitingar
og allskonar skemtanir og var sam-
komu ekki slitið fyrr en eftir mið-
nætti.
Þeir sem hafa lofað að styrkja
Tombólu St. Heklu með gjöfum er
ekki hafa enn komist til nefndarinn-
ar gjöri svo vel að koma þeim í
Goodtemplara húsið frá kl. 12 tií
2 í dag, (fimtudag). Tombólan
byrjar kl. 7 í kvöld. Danzinn verður
til miðnættis. Allir velkomnir.
Mrs. Hóinafríður Gíslason frá Ger-
ald, Sask. kom hingað til bæjar að
vestan í byrjun vikunnar. Gjörir
hún ráð fyrir að fara snögga ferð
suður til Pembina seinni hluta vik-
unnar eða áður en hún heldur heim
aftur. Þreskingu var lokið vestra
áður en hún fór, en uppskera frem-
ur rýr, frá 12 til 15 bushel af hveiti
af ekrunni.
Ábreiðuna sem dregið var um á
samkomunni í Únitara kyrkjunni
á fimtudagskveldið var hrepti Mrs.
Lee kona gistihúss eiganda St. Reg-
Is Hotel. Mrs. Lee er íslenzk kona
ættuð úr N.-íslandi, en tengdasyst-
ir Eggerts ritstj. Jóhannssonar og
Magnúsar Bjarnasonar skálds í Van-
couver. Ábreiðan var lista saumur
mesti og ekki talin of metin á
hundra dali.
Fimm Prósent
afsiáttur
Allar aiatvöruteguadir sem pið
t'arfniat þar á rneðal ágætis kaffi sem
S'omargir pekkja ná, og dáðst að
f'rir'” mekk og gæði fást í matvöru
l'úð B. Araasanar, á borni
Victor St. og Sargent Ave.
Svo er aðgæzluvert að Arnaaon gefur
5í afslátt nf doll. fyrir oash verzlun.
Phone Sher. 1120
B. ARNASON
Hr. Þorsteinn Björnsson, cand.
theol., var á ferð hér í bænum fyrri
hluta vikunnar.
Ungfrú Alpha Ólafsson, dóttir
Gísla heitins kaupmanns ólafssonar
og Elínar konu hans, fór héðan suð-
ur til Minneapolis á miðvikudaginn
var, þann 16. þ. m. Fer hún þaðan
til Red Wing, þar sem hún hygst
að stunda nám i vetur við Red Wing
Ladies’ College.
Hr. Jónas Dalmann frá Gimli var
hér á ferð á fimtudaginn var. Ekki
segir hann að allir séu fluttir af
sumarbústöðum sínum þar neðra,
nokkrir eftir i bænum sjálfum og
allmargir á Lóni. Gæftir hafa verið
vondar til fiskjar, hvassviðri á
hverjum degi.
Hr. Björn Hjörleifsson, frá fslend-
ingafljóti, kom hingað til bæjar á
fimtudaginn var með elzta son sinn
til lækninga. Líðan manna þar neðra
sagði Björn all-góða. Er nú járn-
brautin komin alla leið norður og
verið að leggja brúna yfir Fljótið.
Eftir þetta ætti ekki að líða á löngu
þangað til lestir fara að ganga þang-
að norður.
SKEMTISAMKOMA 1 ÚNITARA-
KYRKJUNNI, 17. SEPT.
Eg hafði dregist á það um dag-
inn, að senda Heimskringlu nokkr-
ar línur um skemtisamkomu þá hina
miklu, er únítarar höfðu á sam-
komustað sínum, að kveldi hins 17.
þ. m. Það er ekki ætlan min, að lýsa
nákvæmlega hverju einasta atriði,
er á efnisskránni stóð, — Það myndi
verða alt of langt mál. Heldur vil eg
aðeins minnast stuttlega á helztu
atriðin.
Samkoman var í heild sinni mik-
ið góð; svo sem að visu vænta
mátti, er um jafnmikla og ágæta
krafta var að ræða. Þeir Br. Þorláks-
son og Steingr. Hall léku saman tvö
lög á orgel-harmonium og piano, —
Aufenthalt eftir Schubert og Arie
eftir J. Haydn. Samspil þetta var
mjög smekklegt og kvað hafa verið
nýlunda fyrir áheyrendurna, því
slíkt kvað vera litt iðkað hér.
Einnig lék hr. Theodór Árnason
eitt lag á fiðlu með pianó og harm-
onium undirspili og fór hann vel
með. Theodór nær hreinum og blæ-
fallegum tón úr fiðlu sinni
Einsöng hafði Sigurður Helgason;
söng hann tvö lög, var annað þeirra
eftir norska sönglagahöfundinn
Halfdan Kierulf, “Hjarta mitt og
harpa”.
Miss Sigríður Frederickson lék
tvö lög á pianó og leysti það vel af
hendi, sem vænta mátti. Síðara lag-
ið, Idilio eftir Lack, lék hún ljóm-
andi vel. Það er altaf sál i hennar
spili.
Þá söng hr. H. Thórólfsson; fyrst
tvö lög: “Hin dimma, grimma hamra
höll" og “úr þeli þráð að spinna”.
Söng hans þarf ekki að lýsa. Það
er altaf hressandi, að heyra hann
syngja. Röddin er styrk og frjáls-
mannleg. Hann var kailaður fram
aftur og söng þá “Nótt” eftir Árna
Thorsteinsson, og söng hann það
lag bezt, að því er mér fanst.
Söngflokkur Únitara söng fjögur
smálög.
Mr. John Tait fór með grínstykki
og hlaut fyrir all-mikið lófaklapp.
Þá lék Br. Þorláksson tvö lög á
harmonium af mikilli smekkvísi.
Og grunar mig, að sumir hafi verið
á samkomunni, er fengið hafa
gleggri hugmynd um, hvað fram-
leiða má fagra músik á það hljóð-
færi, en áður höfðu þeir, og er þá
vel.
Ræður héldu kennivöld Únítara,
þeir Rögnv. Pétursson og Guðm.
Árnason.
Ýmislegt fleira var þar til fagn-
aðar„ sem eg hirði eigi að telja.
Áheyrendurnir virtust ánægðir
með samkomuna. — -Þá var drukkið
kaffi, og svo fóru allir heim.
Einar P. Jónsson.
KENNARA VANTAR
fyrir sex mánuði við Pine Valley
skóla No. 1168. Kensla byrjar 1. ok.
og varir til des. lok 1914, byrjar svo
aftur 1. febrúar og varir til 30. apríl
1915. Umsæðjendur þurfa að hafa
3rd Class Professional Certificate.
Tilboð sem tilgreini mentastig og
æfingu ásamt kaupi sem óskað er
eftir sendist til undirritaðs fyrir 27.
september, 1914.
B. STEPHANSON,
Sec.-Treas.
Pincy, Man. 3-29-p
KLUKKU-VIÐGERÐ, lóðun, skerp-
ing á sögum og bitjárni fæst með
sanngjörnu verði hér.
G. S. Guðmundsson,
1-29-n Framnes, Man.
Kona sem hefir öll skilirði scm
góð bústýra óskar eftir slíkri stöðu
í borginni ef kostur er. Komið
eftir klukkan 7 að kveldi til 569
Sargent Avenue. 2-29-n
Gott og billegt hús til lelgu á
620 Maryiand St. rekari upplýsing-
ar gefur B. M. Long, 620 Alverstone
Street. 52u.p-
Einstök Kaup fyrir
Kvennfólk-------------
Nú erum vér að selja kven-
klæðnað afar ódýrt,—niður-
sett verð á öllu. Vér búum
nú til Ladies’ Suits fyrir
frá $18.00 og upp. Kven-
manns haust yfirhafnir frá
$13.50 og upp. Komið og
skoðið nýtísku kvenbún-
inga vora.
B. LAPIN
Phone Garry 1982
392 Notre Dame Avenue
Otsæði fyrir bændur í
Vesturlandi.
Sambandsstjórnin tilkynti þann
16. þ. m„ að hún ætlaði með næst-
komandi vori að veita bændum í
Vesturlandinu, er orðið hafa fyrir
algjörðum uppskerubresti í haust,
1,000,000 bushel af hveiti til útsæðis.
Hafði akuryrkjumála ráðgjafinn og
ýmsir málsmetandi menn að vestan
fund með sér í síðastliðinni viku
um á hvaða hátt sambandið gæti lið-
sint þeim sveitum i Vesturlandinu,
er orðið hefðu fyrir mestum skaða.
Var þetta afráðið, fyrir það fyrsta,
og þá frekari hjálp síðar, ef á þyrfti
að halda.
Norðurálfu stríðið.
(Pramhald)
---»----
leikum hið versta og er líkt við það,
er þeir brendu borgina Louvaine er
verið hefir höfuðból lista og vís-
inda á Niðurlöndum síðan á sex-
tándu öld.
Enn halda Þjóðverjar af kappi
áfram með liðsafnað að Brussels, og
er búist við nú þegar minst varir
að þeir ætli sér að gjöra áhlaup á
borgina og er þá búist við að þeir
brenni hana til kaldra kola. Hafa
þeir ekki sýnt Belgum annað en
grimd og ofriki frá því fyrsta. Stór-
skota liði halda þeir umhverfis Ter-
monde og skjóta nú miskunarlaust
niður hlífðar múra. Ætla þeir sér
að brjóta kastalana þar svo undir
þeim skuli Belgiski herinn ekki
skýla sér er verið hefir af og til að
gjöra þeim aðsóknir út frá Antverp.
Austurríkis herinn flýr nú hið
óðasta undan Serbum. Biðu þei-
algjöran ósigur í orustu er háð vav
hjá Kroupani smá bæ 10 mílur frá
landamærum Bozníu. Um 250,000
manns höfðu Austurríkismenn en
Serbar tæpan helmings liðs. Þykir
framganga Austurríkismanna alló-
fræg orðin.
Frá herbúðunum hér í Canada í
Valcartier í Que. hefir fréttst að
allir hermennirnir verði sendir til
Englands eins /ljótt og hægt verði
að koma því við úr þessu. Eru þeir
31,200 talsins. Af þeirri tölu verða
22,500 sendir beina leið til Frakk-
lands, en 8,700 til Englands, er biða
þar til vara, unz þeirra þarf með. —
Með þeim verða sendar 300 mask-
ínu-byssur og 150 fallbyssuvagnar.
Er það hvorttveggja keypt og gefið
af auðfélögum hér heima.
Þá hafa Frakkar i Quebec fylkinu
hafist samtaka með að stofna 5,000
manna herflokk franskan, er send-
ur verður til liðs við Frakka strax
og stofnuninni er lokið.
íslendingar í Canada hernum.
" #
Sextán voru þeir taldir, er síð-
asta blað vort kom út, en nöfn
þriggja íslendinga, er farnir eru,
hafa oss bætzt síðan. Mennirnir
eru:
17. Sigurður K. A. Goodman; fór
frá Winnipeg 24. ágúst sl. með
100 Genadier herdeildinni. Sig-
urður er fæddur á Suðurlandi
og er rúmt tvítugur; sonur
Hreins bónda Hreinssonar Good
man við Piney, Man.
18. Richard Smith, fór frá Winni-
peg 24. ágúst með 106 herdeild-
inni héðan. “Dick” er fæddur
hér í bæ, hérlendur í föðurætt,
en móðir hans er íslenzk, dóttir
Guðmundar heitins Skúlasonar,
en systir Barða lögmanns Skúla-
sonar í Portland, Oregon; ætt-
uð úr Skagafirði.
19. Sigursteinn Hólm Sigvaldason
Sigurðssonar; fór með 90. her-
deildinni héðan 24. ágúst. Sig-
ursteinn er Þingeyingur að ætt,
sonur Sigvalda smiðs Sigurðs-
sonar hér í bæ. Fæddur er hann
29. febr. 1896 að Gimli í Nýja
lslandi.
FUNDARBOÐ
Nefndarfundur á heimili mínu 727
Sherbrooke St. fimtudagskveldlð í
þessari viku kl. 8 til að gjöra ráð-
stafanir um stofnun sjálfþoða iiðs-
flokks og sjóðmyndun í sambandi
við Evrópu stríðið. Allir nefndar-
menn sem auglýstir voru í síðasta
blaði, 15 að tölu, gjöri sro vel að
vera viðstaddir.
22. sept., 1924.
B. L. Baidwioion
Eimskipafélagið.
Vestur ísl. nefndin hefir borist
skeyti frá stjórn Eimskipafélagsins
dagsett 29. ágúst s.l. Er þar meðal
annars komist svo að orði:
“Eftir því sem um var taiað milii
stjórnar Eimskipafélagsins og full-
trúa yðar Vestur íslendinga átti
önnur afborgun af hlutafé því sem
safnast hefir til félagsins meðal
Vestur íslendinga að greiðast fyrir
þann 1. júlí, þ.á.”
“Þar sem nú eru liðnir nær tveir
mánuðir fram yfir og greiðsla þessi
ekki enn komin, leyfum vér oss
virðingarfylst að mælast til þess
að þessi önnur greiðsla verði send
oss hið fyrsta.”
“Oss er það mikið áhugamál að
fá greiðslurnar reglulega með því
að vér höfum gjört ráð fyrir reglu-
legum greiðslum í áætlunum vorum
um útgjöld félagsins til skipasmiða
o. fl.”
Skeyti þetta er undirritað af for-
manni og ritara Eimskipafélags Is-
lands og sýnir það sem Vestur ísl.
nefndin hefði fegin ekki viljað
þurfa að auglýsa að innheimta
hlutafjárins hér vestra hefir gengið
miklu lakar en æskilegt hefði verið
og átt hefði að vera.
Þeir eru nokkrir sem ennþá ekki
hafa greitt fyrstu afborgun af hluta
fé sínu, og nokkru fleiri þó þeir sem
ekki hafa ennþá greitt aðra afborg-
un af hlutafé þeirra. Vestur ísl.
nefndin hefir því á fundi dagsett
21. þ.m. falið mér að minna hlut-
hafana á ástandið eins og það er, og
að mælast aivarlega til þess að allir
þeir sem ennþá skulda á fyrstu og
aðra afborgun hluta sinna í félag-
inu viidu nú bregða skjótt við og
hafa útvegi til þess að greiða þess-
ar afborganir að fullu til féhirðis
vors hér hið alira bráðasta, svo að
sending áfailinna skulda ekki
þurfi að dragast fram yfir 10. okt.
n.k.
Sending annarar afborgunar sem
átt hefði að gjörast 1. júlí síðastl.
varð þá að dragast vegna þess hve
iítið hafði innheimst fram að þeim
tíma, og síðan hefir lítið innborg-
ast.
Vér vitum að stjórninni á íslandi
er þetta bagalegt þar sem hún í
samningum um smíði skipanna hef-
ir bygt á þeirri tiltrú til vor að vér
mundum standa í skilum. Eg verð
því hérmeð að biðja alla Vestur-lsl.
hluthafa að gjöra sitt ítrasta til
þess að það fé alt sem þeir skulda
á keypta hluti sína í Eimskipa fél-
agi íslands, borgist til féhirðis vors
hér svo fljótt sem hægt er.
Eg skal taka fram að með sam-
hljóða atkvæðum beggja þingdeilda
fslands hefir verið samþykt að 2
Vestur ísiendingar kjörnir af hlut-
höfum hér skuli eiga sæti í stjórn
félagsins og fara með öll Vestur ísl.
atkvæði á aðal fundum félagsins.
Það er vonað að þessi ráðstöfun
verði mörgum Vestur ísl. sem enn-
þá hafa ekki keypt hluti í félaginu
hvatning til þess að gjöra það nú,
og með því að enn þurfa að seljast
hér vestra um 25 þúsund króna
virði af hlutum, þá biður Vestur-
íslenzka nefndin landa vora hér í
álfu að liafa nú samtök til þess að
kaupa þetta hlutamagn sem allra
fyrst.
Nefndinni er það áhugamál að
vér hér vestra leggjum í hlutafé
Eimskipafélagsins þær 200 þúsund
krónur sem um var beðið, þegar í
byrjun. Péhirðir nefndarinnar er
sem áður Th. E. Thorsteinsson,
Manager Royal Crown Bank, Win-
nipeg.
B. L. BALDWINSON,
ritari
SKEMTISAMKOMA
undir umsjón sunnudagaskóla
kennara Tjaldbúðarkyrkju, verður
haldin briðjudaginn 29. þ. m. í
Tjaldbúðinni. Byrjar kl. 8.
PRÓGRAMME
1-—Piano Duette, Misses Hannesson
og Sigurðsson
2. Vocal Soio, Miss Margret Anderson
3—Ræða, Séra Pr. J. Bergmann.
4. —Quartette, Messrs Stefánsson,
Pálmason, Björnson og Stefáns-
son.
5. —Upplestur, Miss Guðbjörg Sig-
urðsson.
6. —Vocal Solo, Mr. Björn Metusalem-
son.
7. —Óákveðið.
8—Vocal Duett, Misses Anderson og
Vigfússon.
9. —Vocal Solo, Pray for Us, Piccolo-
mini, Mrs. P. S. Dalman.
10. —Upplestur, Mrs. G. Paulson
11. —Vocal Solo, Mr. Jónas Stefáns-
son.
12. —Söngur, nokkrar stúlkur.
AÐGANGUR Kc.
Ræða Sveins
Thorvaldssonar.
Sveinn Thorvaldsson, þingmaður
Gimli kjördæmis, flutti sína fyrstu
ræðu á þingi á miðvikudaginn var.
Var hann kjörinn til að styðja til-
lögu um, að leggja hásætisræðuna
til umræðu fyrir þingið; en Mew-
hirter, þingmaður Elmwood kjör-
dæmis, til að bera fram þá tillögu.
Fórust Sveini orð á þessa leið:
“Herra forseti: —
Um leið og eg stend upp til að
styðja tillögu hins háttvirta þing-
manns Elmwood kjördæmis, er ekki
nauðsynlegt, að eg fari að flytja
langa ræðu. Eg þakka fyrir þá
sæmd, sem mér er veitt, að skipa
mig til þessa verks, að styðja til-
lögu um það, sem nefnt er ávarp til
fglkisstjórans út af boðskap hans
til þingsins, og eg veit, að samþjóð-
arfólk mitt finnur til þeirrar sæmd-
ar líka, sem þvi er veitt með því að
velja mann úr þeirra þjóðflokki til
þess að leysa þessa skyldu af hendi,
einsog ástatt er nú. Eg hefi þann
heiður, að vera annar fulltrúi á
þingi þeirrar þjóðar, er telur marga
ibúa í þessu fylki, nefnilega íslend-
inga. Hefir þjóð sú jafnan verið
talsmaður frelsis og mannréttinda,
enda vorum vér oss þess meðvit-
andi, er vér fluttum burt frá voru
ástkæra ættarlandi, að vér vorum
að flytja til lands, sem er undir
brezku flaggi, þar sem brezk lög eru
eru í gildi og þar sem allir menn
njóta þess frelsis, sem fremst verð-
ur kosið.
Og ísiendingar, sem hingað hafa
flutt, hafa heldur ekki orðið fyrir
vonbrigðum í þessu efni, og í stað-
inn reynst iðjusamir og þjóðhollir
borgarar og ástundunarsamir nem-
endur á stjórnarskipun og stjórn-
málum þessa lands. Mentunar skil-
yrði landsins hafa þeir hagnýtt sér
í fylsta mælir, og það er vort metn-
aðarefni og trú, að börn vor geti
orðið vel að sér um þjóðmálastofn-
anir þessa iands og alrikisins
brezka. Vér viljum að þau læri að
meta það, að þau búa í þessu landi,
sem hefir fullkomnari ríkisstofnan-
ir til að bera en nokkurt annað
land í heimi. Vér viljum að þau
öðlist þekkingu á þvi, að hér hafa
þau frelsi í fyllri mæli, en þau geta
öðlast i nokkru öðru landi í veröld-
inni. Með öðrum orðum: vér vilj-
um, að þau læri að meta að fullu
þau gæði, sem þegnréttindin, sem
þau nú hafa öðlast í þessu landi,
veita þeim.
öllum er það Ijóst, er fylgst hafa
með því, sem er að gjörast, að
stjórn heimalandsins var mjög mik-
ið á móti því, að fara í stríð. Og
erum vér stoltir af, að geta sagt
það með sanni, að Stór-Bretaland er
ekki eitt af þeim ríkjum, er sækist
eftir að segja öðrum löndum stríð
á hendur. Það hefir enga löngun til
þess, að draga undir sig ríki frá
öðrum þjóðum, eða með röngu
móti að ná undir sig verzlun ann-
ara landa. Stjórn Breta reyndi með
öllu móti að koma í veg fyrir stríð-
ið. Að Bretland á nú i ófriði, er
ekki þess skuld. Það er vegna ófrið-
arstefnunnar, sem aðrar þjóðir hafa
alið gegn því, að svo er komið, og
mikillæti keisarans þýzka, er gjöra
vildi þjóð sína mesta ailra þjóða i
heiminum. Það er líka þess vegna,
sem vér erum stoltir af Stór-Breta-
landi; en þó einkum vegna hins, að
með því að taka þátt í stríðinu,
sýndi það, að það var ákveðið með
því, að samningar væru haldnir við
smærri þjóðir og að alþjóða sættir
væru ekki rofnar.
Ánægjuefni hiýtur það að vera
fyrir Bretland, að allar nýlendur
þess fylgja þvi einhuga í þcssari
stefnu, sem það hefir tekið, og að
vita, þess utan, að stór meirihluti
allra ríkja í heiminum er á sama
máli og það, og þau lönd, sem því
fylgja. — 1 her þeim, sem héðan fer
frá Canada, eru menn af öllum
þjóðflokkunum, sem hér eiga heima,
og oss er það öllum eigi lítið metn-
aðarmál, að mega trúa því að þeir
gjöri skyldu sína, þegar á hólminn
er komið og berjist með hreysti og
hugprýði. Verður stríðið til þess,
að knýta enn betur saman alt Breta-
veldið, þótt það komi til að kosta
ærið fé og ótal mannslíf.
Þótt eg tilheyri íslenzkri þjóð,
þá eru þó menn af ýmsum þjóð-
flokkum i hinu víðlenda kjördæmi
mínu, — landnemar, sem eru að
gjöra sitt bezta til þess að rækta
landið. All-margir þeirra eru frá
frá þeim löndum, sem nú eiga i ó-
friðnum: frá Þýzkalandi, Austur-
ríki og Rússlandi; en samt sem áð-
ur er eg reiðubúinn að segja það,
að fólk þetta, á sama hátt og mín
eigin þjóð, kann að meta þau hlunn-
indi, sem brezkur þegnréttur veitir
því, og er hollusta þess gagnvart
rikinu og þjóðfánanum sönn og
svikalaus. Nokkrir meðal þess hafa
þegar boðið sig fram og skrifað
sig í herinn, í þeirri von, að þeir
verði sendir á vigvöllinn. Að svo
miklu leyti, sem þessum hluta
landsins við kemur, á eg ekki von
á, að hann beri nokjpt ar varanlegar
og skaðlegar minjar þessa ófriðar.
Land vort er mikið kornyrkju-
land, og alt, sem útheimtist til þess
að viðhalda veimegun þjóðarinnar,
er að jörðin sé ræktuð. Sem verzl-
unarmaður fæ eg ekki séð, að vér
þurfum að bera hinn minsta kviða
fyrir viðskiftamáiunum, og á eg von
á, að innan skamms tíma verði við-
skiftin komin í samt lag aftur, bæði
hvað snertir ágóða og umsetningu.
Það er ekkert það til, sem heft get-
ur frainför og velmegun þessa iands,
nema fólkið sjálft, hætti það að
gegna skyldum sinum við landið.
En eg er viss um, að fólkið gjörii;
skyldu sína, frá hvaða landi, sem
það hefir komið. Eg á einnig von
á, að innflutningur vaxi í stað þess
að minka. Hér er rúm fyrir marg-
falt fleiri en komnir eru.
Landi voru er lánuð mikil frjó-
semi og loftslag, styrkjandi og
heilsusamlegt; því er gefinn friður
og fullsæld; stofnanir þess eru,
einsog eg hefi tekið fram, eins frjáls-
ar og á nokkrum bletti jarðarinnar;
þeim, sem hingað koma, bjóðum
vér farsæl heimili og þegnréttindi
þess mesta veldis,, sem til er í heim-
inum. Eg álít því, að afleiðingar
hinna ófriðlegu yfirstandandi tima
erlendis verði ,til þess að tala
þeirra manna fari vaxandi. er hing-
að flytja.
Að lokum þakka eg á ný þann
heiður, sem mér er veittur með þvi
að fela mér á hendur að styðja
þessa uppástungu, og mig iangar til
að lýsa þakklæti mínu líka til þing-
mannanna fyrir góðvild þeirra. En
það væri óviðeigandi fyrir mig, að
ljúka svo máli mínu, að eg ekki
einnig léti þá ósk í ljós, að eg voni
að ekki líði á löngu þangað til rík-
ið fær aftur að njóta friðar, og að
afleiðingar þessa yfirstandandi
stríðs verði þær, að tryggja heimin-
um það eftirleiðis, að menn fái lif-
að i friði og sátt um langan aldur.
Eg styð þessa uppástungu um, að
fylkisstjórinn sé ávarpaður út af
boðskap hans til þingsins.
YFIRLÝSING
Sökum þess að nafn mitt hefir
verið dregið inn í deilu þá sem stað-
ið hefir í Heimskringlu milli Jónas-
ar Pálssonar og Theodors Arnason-
ar, vitnað til mín og að mér hreitt
ónotum, svo fólk gæti auðveldlega
álitið að eg væri að einhverju leyti
við deilu þessa riðinn, vil eg láta
þess hérmeð getið, að það er með
mínu óleyfi gjört að bendla mig á
nokkurn hátt við þetta mál, því í
þvf á eg engann þátt að einu eða
öðru leyti, og vil heldur engann
eiga.
Winnipeg, 22. Sept.,1914.
THORSTEINN JOHNSTON
Success Business
College
Tryggið framtíð yðar með
því að lesa á hinum stærsta
verzlunarskóla Winnipeg-
borgar — “THE SUCCESS
BUSINESS COLLEGE” sem
er á horni Portage Ave. og
Édmonton St. Við höfum
útibú í Regina, Moose Jaw,
Weyburn, Calgary, Leth-
bridge, Wetaskiwin, La-
combe og Vancouver. ls-
lenzku nemendurnir sem
vér höfum haft á umliðnum
árum hafa verið gáfaðir og
iðjusamir. Þessvegna viij-
um vér fá fleiri íslendinga.
Skrifið þcirri delld vorrl
sem næst yður er og fáið ó-
keypis upplýsingar.
Columbia Grain Co. Ltd.
GRAIN EXCHANGE WINNIPEG
TAICIR FFTIR* ^‘ðkaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum
® AwlVaL' C«r 111\. hæsta prís og ábyrgjmnst fireiðanleg viðskifti.
Skrifaðu eftir upplýsingum.