Heimskringla - 24.09.1914, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.09.1914, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. SEPT. 1914. HEIMSKRINGLA Bls. 5 TIMBUR Vöruforði Vér afgreiCum yBur fljótt og greiBilega og gjörum yöur í fylsta máta ánægGa. SpyrjiB þá sem verzla viB oss. ' THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg eru bæði latínuskólar og presta- skólar. Þess utan höfðu þeir undir- búningsdeild. En hvert College var andir stjórn einhverrar sérstakrar kyrkjudeildar, og má því nefna þessa skóla kyrkjuskóla. Með stofn- un háskólans gengu þeir í löglegt fé- lags-samband (affiliation) við hann og það voru þeir, sem leystu af hendi, fyrst framan af, alla kensl- una og sendu svo námsmenn sina til háskólans til að taka próf, og, að enduðu náminu, að fá þær háskóla- gráður, sem hann veitti. En svo var gjört ráð fyrir i stofnlögum háskól- ans, að hann mætti, hvenær sem hann ákvæði, verða líka kenslu- stofnun. Þetta varð að framkvæmd , eftir nokkur ár. Hann byrjaði á þvi, / að kenna náttúruvísindi, en hefir! svo bætt við sig, þangað til nú, að hann nú er farinnn að kenna flest af þvi, sem kyrkuskólarnir hafa kent. Og það lítur jafnvel út fyrir, að kyrkjuskólarnir, að undanskild-! um skóla katólsku kyrkjunnar, hætti að mestu eða öllu við latínuskóla- • kenslu. Þannig standa þá sakir í þessu háskólamáli á þessu hausti 1-914. i Þá er næst að athuga afstöðu há-j skólans gagnvart islenzkunni. Eg nota orðið háskóli í hinni þrengri og eiginlegu merkingu. Hvað hefir háskólinn gjört fyrir íslenzkuna? Hann hefir sett hana á lestrarskrá sína, leyft að stunda megi nám i ís- lenzku, ekki aðeins í “fordyrinu” (undirbúningsdeildinni), einsog þú, hr. ritstjóri, kemst að orði, heldur einnig í tveimur hinum lægri bekkj- um (af fjórum alls) latinuskóladeild- arinnar. Ennfremur hefir háskólinn annast próf í íslenzku í þessum bekkjum og i Coí/eae-bekkjunum veitt þeim nemanda, i hvorum bekk, sem bezt hefir staðið sig í þessari námsgrein, $20.00 verðlaun á ári. Þannig hefir þetta verið í 10 ár. Hefir orðið nokkur breyting á þessu? Neil Ekki hin minsta. I.estrar- skrá háskólans stendur i ársriti frá þessu ári óhögguð, og eftir þvi sem eg bezt veit hefir engum manni, sem stendur að þeim málum, dottið i hug, að kippa henni burt. Enda væri minni ástæða til þess en nokkru sinni áður; því nú er hún kend i fleiri stöðum en áður. Hún er nú kend í undirbúningsdeild í Selkirk og á Gimli, fyrir utan það sem hún er kend við Jóns Bjarnasonar skóla hér í bænum. Það er þvi ekki rétt, að islenzkan við háskólann sé “lát- in detta úr sögunni”. Hún er við háskólann þar sem hún hefir verið í 10 ár. Það er mjög áríðandi, að allur misskilningur út af þessu at- riði sé leiðréttur. Þá kemur hitt atriðið: kenslan. Wesley College er hinn eini skóli í sambandi við háskólann, sem hefir leyst af hendi kenslu i íslenzku. Athugið nú, landar góðir, hvernig henni hefir verið haldið þar uppi. lslendingar hafa kostað hana og meiri hluta þess tíma hefir það ver- ið lúterska kyrkjufélagið, sem hefir borið ábyrgðina. Nú, þegar það kyrkjufélag stofnaði sinn eigin skóla, var ekki að búast við þvi, að það héldi áfram að borga fyrir kensluna á Wesley College, og út af þvi er það, að sú stofnun hættir nú að kenna íslenzku, og sjálfsagt er það atriðið, sem þú harmar, hr. rit- stjóri, og er eg ekkert að lá þér það; en þá verður, að sjálfsögðu, sú fregn þér gleðiefni, að þrátt fyrir þetta eiga allir íslenzkir námsmenn í Winnipeg kost á þvi að nema alla þá íslenzku, sem tekin er fram i lestrarskrá háskólans. Eg hefi gjört samninga við formann Wesley skól- ans, að Jóns Bjarnasonar skóli ann- ist alla kenslu í islenzku, eftir því sem námsmenn þar biðja um, og er líklegt, að sú kensla fari að mestu leyti fram í Wesley skóla bygging- unni, til hægðarauka fyrir náms- fólk þar, og eins fyrir þá, sem ganga á háskólann. Þess má geta líka, til að fyrir- bygga misskilning, að latínuskóla- nám fer fram á Wesley skólanum í vetur líkt og verið hefir. Einnig verða menn að vita það, að það var ekki ætlun Wesley manna, að hætta við kenslu i islenzku, nema til þess að láta hana í hendur skóla vors. íslenzkunni er því eins vel borgið nú og verið hefir. Er þá út á nokk- uð að setja? Eg get vel skilið það, að mótstöðumenn kyrkjufélagsins vilji, að þessi háskólakensla í is- lenzku sé ekki undir umsjón vorri, heldur háskólans. En með þessu, sem sagt hefir verið, er ekki að neinu leyti loku fyrir það skotið, að það geti orðið. Háskólinn hefir alt af verið að bæta við sig námsgrein- um. Hann er samt ekki enn búinn að taka að sér alla kenslu. Það eru jafnvel fleiri tungumál en íslenzkan af þeim, sem eru á lestrar- skrá hans, sem hann ekki kennir. Hann kennir enn enga hebresku. Sú kensla er enn algjörlega í hönd- um kyrkjuskólanna. Sjálfsagt kem- ur að því, að háskólinn bjóði kenslu í öllum þeim greinum, sem eru á lestrarskrá hans, og þá islenzkunni með; enda eru íslendingar svo stór hluti af námsfólki við hina æðri skóla hér og þeir hafa svo mikið á sig lagt til að fá tungumál sitt viður- kent, að þeir ættu það skilið. Með þessu vona eg að misskiln- ingi sé eytt og að öllum geti skilist, að íslenzkunni hefir ekki verið vís- að burt af háskólanum. Svo vil eg beina máli mínu að þér, hr. ritstjói, og spyrja þig, hvort þér finnist ekki sanngjarnt, að all- ir íslendingar, án tillits til flokka, noti sér það tækifæri, sem Jóns Bjarnasonar skóli býður einsog á stendur nú. Sá skóli byrjar annað starfsár sitt í Skjaldborg á Burnell stræti hér í bæ kl. 10 f. h. fimtudaginn 1. október næstkomandi. Winnipeg, 22. sept. 1914. Rúnólfur Marteinsson. HVAÐ HEITIR MAÐURINN Ntir.? Hér í borginni Winnipeg er Is- lenzkur maður sem kallaður er Guðmundur Þórðarson, og bakar hann brauð. Hann er þvi vana- lega nefndur “Guðmundur bakari.” Hvað maðurinn heitir að réttu lagi er ekki gott að vita, því fyrstu ár æfi sinnar hér í landi gekk hann undir nafninu “Johnson”. En einn góðan veðurdag var “Mr. Johnson” orðin að G. P. Þórðarson og nú er þessi Guðmundur bakari orðinn að “G. P. T.” Sumir eru að geta þess til T-ið eigi að merkja Taddeus því svo hét einn af postulum Krists hins kross- festa, og er vel trúlegt að tilgátan sé rétt, því bakarinn segist nýlega endur fæddur og laugaður í blóði Jesú. En eftir ritgerð hans til mín í Heimskringlu af 17. þ.m. er ekki annað hægt að sjá en maðurinn sé hreinn og beinn mono maniac, og þar af leiðandi tek eg ekkert tillit til þess sem hann segir. Það væri synd að skeiti skapi sínu á öðrum eins vesaling sem gengur með lausa skrúfu í höfðinu. S. J. Austmann. Hra. Jón Kernested lögregludóm- ari við Winnipeg Beach var hér á ferð í bænum á þriðjudaginn var. Allt tíðindalaust að norðan en líðan manna góð. Where Does Tour úrain úo ?< Uppske'a yðar er und»r ySar eigin umsjón, þar til aS korniS er komiS í hlöSurnar. ÆttuS þér ekki aS hafa meSgjörS meS sölu þess? Hin sameiginlega viSskifta-aSferS ^“GrGrG&trygg- ir ySur ráSvandlega sölu á hveiti ySar. Komist strax í samband viS Félag Bændanna Sjálfra. rtiNTON _____ nisT (sxHMiií/e . Þessi búð er staðurinn að kaupa vinnu skyrtur Þykkar dukikyrtur, svartar, hver.$1.25 S?&rt og hvítröndóttar skyrtur. 90c. Gráar flónel skyrtur, h\er..$1.25 til $1.50 Bláar flónel skyrtur, hver...$1.50 Svartar flonel skyrtur, hver $1.00 til $1.25 White & Manahan Ltd. 500 Main Street Winnipeg Síma viðtal keisaranna dagana fyrir stríðið. Bæklingur kom út í Berlin nú fyrir skömmu. 1 honum eru birt síma viðtöl Vilhjálms keisara, Ge- org’s Englakonungs, Hinriks keis- ara bróðurs og hermála ráðgjafa og sendiherra beggja rfkjanna. Bera útgefendur sakir á Englendinga að þeir hafi ekki viljað koma í veg fyrir stríðið, til að styrkja þann málstað eru símtölin birt. Annað er ekki í ritinu. Ritið er prentað í stjórnar prentsmiðjunni þýzku og gefið út á ensku. Eylgir hér þýðing af þvf einsog það er prentað upp f ensku blöðun- um. FORMÁLSORÐ “Eftirfylgjandi skjöl skýra skoð- anir Englendinga og þjóðverja og það sem ríkjunum fór á milli rétt fyrir stríðið. Má sjá á skjölum þess um að Þýzkaiand var fúst til að vægja Frakklandi ef Englendingar hefðu viljað standa hjá og ábyrgj- ast hlutleysi Frakka um stríðið.” * * * Ritsíma skeyti til Hans Hátignar Englakonungs frá Konunglega Hávelbornum prins Henriki af Prússlandi, 30. júlí, 1914. Hefi dvalið hér síðan í gær; hefi skýrt Vilhjálmi frá þvf, sem þér vin- samlegast sögðuð við mig, í Buck- ingham höllinni á Sunnudaginn var, og tók hann þakksamlega orð- sendingu yðar. Vilhjálmur er önnum kafinn, er að reyna sitt ftrasta til þess að verða við beiðni Nicka til hans um að vinna að því að halda við friði, og er nú í stöðugu ritsímasambandi við Nicka, er skýrði honum frá því í dag að hann væri með stríðs við- búnað, er þýðir það sama og kalla saman herinn, sem hann fyrirskip- aði nú fyrir fimm dögum síðan. Oss er einnig skýrt frá því að Frakkland, sé með her viðbúnað, og sé í óða önn að hervæðast; en með því að vér höfðum engan við- búnað gjört í þá átt, eru líkur til að vér verðum til þess neyddir á hverri stundu, haldi nágrannar vorir áfram, en það myndi þýða Norðurálfu stríð. Sé yður það alvöru og áhuga efni að koma í veg fyrir slíka ógæfu, mætti ég benda yður á að þér beitt- uð nú áhrifum yðar við Frakkland og Rússland og fenguð þau til þess að vera afskiftalaus, um þetta efni og væri það að mínu áliti það gagn- legasta. Álít ég það mjög heppilegt og ef til vill það eina er verndað getur friðinn í Norðurálfunni. Eg skal bæta því við að fremur iyi en nokkru sinni áður ætti Þýz- kaland og England að leggja hvcrt öðru lið til þess að afstýra ægilegri eyðileggingu, er annars virðist muni vera óhjákvæinileg. Eg hefi skýrt Vilhjálmi frá þessu ritsfmaskeyti mfnu, er hann þvf fyllilega samþykkur, því hann er einlægur í því að vilja halda við friðinum, en þessi herútbúnaður tveggja nágranna ríkjanna, geta að lokum neytt hann til þess að fara að þeirra dæmi, hans eigin ríki til hlýfðar, er annars stæði uppi varn- arlaust. Eg hefi, sem sagt, skýrt Vilhjálmi frá þessu skeyti til yðar og vona eg að þér takið þessum skýringum mínum á sama hátt, með sama vin- skaparhuga og þær eru veittar. HINRIK * * * Ritsíma skeyti frá Hans Hátij Englakonungi til prins Hinri af Prússlandi, 30. júlí, 1914. Þakkir fyrir símskeyti yðar. svo glaður yfir, að frétta af tilrau um Vilhjálms að liafa samtök v Nicka um að halda við friði. ] Til kaupenda Heimskringlu. Við mánaðarmótin næstu er yfirstandandi árgangi blaðsins lokið. Og er vér lörum að yfirlfta áskrifenda skrána, vcrðum vér þess varir að fjölda margir áskrifenda skulda blaðinu, ekki einasta fyrir þenna árgang heldur lengra til baka. En til þess blaðið fái staðið í skilum við viðskiftamenn sfna og kaupendur, þarf það að fá það sem það á útistandandi hjá öðrum, og þá eðlilega hjá kaupendunum. Vonnmst vér því tll að ekki þurfi nema að minna menn á skyldur sínar í þessu efni, til þess þeir standi skil á skuldum sínum við blaðið. Heimskringla er ekki á hverri viku að min na menn á að þeir hafi ekki borgað áskriftargjald sitt. Telur hún að virðingu kaupenda sinna sé misboðoð með því. En hún ætlast þi lfka til, að þegar hún kallar eftir sínu, meti menn orð sín og eigin virðingu svo miki ls, að þeir láti ekki þurfa að gjöra það oft. Það era þvf tilmæli vor, að sem allra flestir, fari nú að sýna lit á borgun úr þessu, á þvl sem þeir skulda. Blaðið þarf peninganna, en þér þurfið blaðsins. Til leiðbeiningar setjum vér hér skrá innheimtumanna blaðsins, yflr Canada og Bandaríkjin. ICANADA. F. Finnbogasoa.................Árborg F. Fmnbogason..................Ames Magnús Teit....................Antler Pétur Bjamason.................St. Adelaird Páll Anderson..................Brú Sigtr. Sigvaldason.............Baldur Jónas J. Hunfjord..............Burnt Lake G. M. Thorlaksson..............Calgary Óskar Olson...................Churchbridge J. K. Jónasson.................Dog Creek J. H. Goodmanson...............Elfros F. Finnbogason.................Framnes John Januson...................Foam Lake Kristmundur Sæmundsson.........Gimli G. J. Oleson...................Glenboro F. Finnbogason. ...............Geysir F. Finnbogason.................Hnausa J. H. Lindal...................Holar Andrés J. Skagfeld.............Hove Jón Sigvaldason......'.........Icelandic River Árni Jónsson...................ísafold Andrés J. Skagfeld.............Ideal Jónas J. Hunfjord..............Innisfail Jónas Samson...................Kristnes J. T. Friðriksson..............Kandahar Oskar Olson....................Lögberg Lárus Árnason..................Leslie Eliríkur Guðmundsson...........Lundar Pétur Bjarnason................Markland Eiríkur Guðmundsson............Mary Hill John S. Laxdal.................Mozart Jónas J. Hunfjord..............MarkerviIIe Paul Kernested.................Narrows Gunnlaugur Helgason............Nes Andrés J. Skagfeld.............Oak Point Pétur Bjarnason .... Otto Sigurður A. Andrrson Jónas J. Hunfjord Sumarliði Kristjánsson Gunnl. Sölvason Runólfur Sigurðsson Andrés J. Skagfeld Snorri Jónsson J. A. J. Lfndal }ón Sigurðsson Pétur Bjarnason Ben B. Bjarnason Thorarinn Stefánsson ólafur 1 horleifsson . . . . Wild Öak Sigurður Sigurðsson ihidrik Eyvindsson Paul Bjarnason I BANDARIKJUNUM. Jóhann Jóhannsson Tborgils Ásmundsson Sigurður Johnson jóhann Jóhannsson jobn Th. Ardahl S. M. Breiðfjörð S. M. Breiðfjörð Elís Austmann Árni Magnússon Jóhann Jóhannsson G. A. Dalmann Gunnar Kristjánsson Col. Paul Johnson G. A. Dalmann Thorst. Gauti Jón Jónsson, bóksali Sigurður Johnson óska þess hátfðlega að afstýrt verði jafn óbætanlegu slyzi og Norður- álfu stríði. Stjórn vor er að gjöra sitt ítrasta til að fá Rússland og Frakkland til þess að hætta við frekari vopna viðbúnað, fáist Aust- uiríki til þess að láta sér nægja með að taka Belgrade og héraðið þar umhverfis og halda þvf í gísling þangað til samið verður um sættir, þó með því skilyrði að aðrar þjóðir hætti öllum herbúnaði. Vona að Vilhjálmur vilji nú beita .sínum miklu áhrifum til þess að fá Austur ríki til að ganga að þessum tillög- um og sýna á þann hátt að Þýzka- land og England vilji vinna saman að því að afstýra alþjóða óham- ingju. Eg bið yður að fullvissa Vilhjálm um að eg gjöri og muni gjöra, allt sem í mfnu valdi stendur til þess að viðhalda friði í Norðurálfunni. GEORGE * * * Ritsíma skeyti frá Hans Hátign Keisaranum til Hans Hátignar Englakonungs, 31. júlí, 1914. Margfaldar þakkir fyrir yðar góð- gjörnu orðsendingu. Tillögur yðar eru alveg samhljóða mfnum skoð- unum, og þeim yfirlýsingum sem eg fékk í kvöld frá Vínaborg, er eg hefi símað til Lundúna. Eg hefi á þessari stundu fengið þá frétt frá rfkiskanslaranum, að honum hafi verið opinberlega tilkynt það í kvöld, að Nicki hafi skipað út öll- um sínum her á sjó og landi. Hann hefir því ekki beðið eftir að sjá hver árangur yrði af þeirri mála miðlun sem eg hefi verið að reyna að gjöra, og heldur ekki sent mér nokkra frétt um ætlanir sínar. Eg er á förum til Berlínar til þess að ráðstafa því að austur jaður ríkis- ins verði verndaður gegn áhlaupi, en þar hafa Rússar sett óvfgan her. VILLI. Ritsíma skeyti frá Hans Hátign Englakonungi til Hans Hátignar Keisarans, 1. ágúst, 1914. Margfaldar þakir fyrir símskeyti yðar i gærkveldi. Eg sendi Nicha brýnt skeyti um það, að eg væri að gjöra alt, sem í mínu valdi stæði til þess að koma á sáttaleitan að nýju milli hlutaðeigandi ríkja. GEORGIE. * * * Ritsíma skeyti frá Þýzka sendiherr- anum í Lundúnum til ríkis kans- larans 1. ágúst, 1914. Sir Edward Grey spurði mig þess, rétt á þessari stundu í símtali hvort eg áliti, að eg gæti ábyrgst, að við færum ekki með ófriði á hendur Frökkum, ef í stríð færi milli Rúss- lands og Þýzkalands, en Frakkland fengist til að standa hjá. Eg svaraði því, að eg áliti vér gætum veitt þá ábyrgð. LICHNOWSKY * * * Ritsíma skeyti frá Hans Hátign Keisaranum til Hans Hátignar Englakonungs, 1. ágúst, 1914. Eg hefi samstundis meðtekið skeyti frá stjórn yðar, er býður oss, að Frakkar skuli sitja hjá á ábyrgð Bretlands. Boði þessu fylgdi fyrir- spurnin, hvort undir þeim kringum- stæðum Þýzkaland mundi halda sig frá því, að leita á Frakkland. Fyrir formlegar ástæður hlýtur liðssafnað- ur vor að halda áfram, er fyrirskip- aður var í dag, og herinn að halda á bæði landamærin að austan og vestan. Sú skipan verður ekki aft-! urkölluð og þykir mér leitt, að sím- skeyti yðar kom of seint. En bjóði Frakkland mér að það skuli sitja hjá, og boð þess séu ábyrgst með herstyrk Breta til lands og sjávar, skal eg að sjálfsögðu ekki láta ráð- ast á Frakkland og nota eg þá lið mitt annarsstaðar. Eg vona aðeins að Frakland hlaupi ekki upp. Her- inn þar er í þann veginn að fá skipan með ritsíma- og málþráða- skeytum, að halda kyrru fyrir og fará ekki inn á Frakkland. WILLI. * # * Ritsíma skeyti frá Þýzka ríkiskans laranum til Þýzka sendiherrans í Lundúnum, 1. ágúst, 1914 Þýzkaland er við þvi búið, að taka tilboði Breta, með því skilyrði, að England ábyrgist með herafla sinum hlutleysi Frakka i stríði milli Rússa og Þjóðverja. Þýzka hernum hefir verið skipað út í dag, áður en tilboð Englendinga fréttist, vegna ófriðar aðgjörða Rússa. Það verður þess vegna ekki hægt að gjöra breytingu á sendingu herliðsins að landamærum Frakklands og niður- skiftingu liðsins þar. En vér skul- um ábyrgjast, að her vor skal ekki inn á Frakkland fara upp til kl. 7 e. h. mánudaginn þess 3. þ.m. — vilji England i millitið skuldbinda sig til að veita oss þessa ábyrgð. BETHMANN-HOLLWEG. * * * Ritsíma skeyti Hans Hátignar Eng- lakonungs til Hans Hátignar Keisarans 1. ágúst, 1914. Til svars upp á simskeyti yðar, samstundis meðtekið, verð eg að á- líta, að einhver misskilningur eigi sér stað i sambandi við fyrirspurn, er fór á milli Sir Edward Grey og Prins Lichnowsky eftir hádegi í dag, i vinsamlegu samtali þeirra á milli, er þeir voru að tala um, hvernig orustu milli þýzka og ■ franska hersins yrði afstýrt, meðan enn væru möguleikar á, að koma á samningi milli Austurríkis og Rússa. Sir Edward Grey mun finna Prins Lichnowsky snemma i fyrra- málið og komast eftir, hvort hann er valdur að þessuni misskilningi. GEORGIE. * * * Ritsíma skeyti frá Þýzka sendiherr- anum í Lundúnum til Ríkis- kanslarans, 2. ágúst, 1914. Tilboð Sir Edward Grey var gjört af löngun til þess, að halda Englandi út úr ófriðnum að öllu leyti; en með þvi, að enginn samn- ingur var áður gjörður um þetta við I'rakkland, og hann ekki vissi þá um, að vér hefðum sent her vest- ur, hefir tiiboðið verið dregið til baka, sem vonlaust og óframkvæin- anlegt. LICIINOWSKY. * * * Skeytum þessum fylgir svo þessi skýring yfir afstöðu rikjanna, frá sjónarmiði Þjóðverja, er tæplega verður sögð óhlutdræg að öllu leyti: “Aðalefni málsins frá Þýzkalands hálfu er innifalið í ritsímaskeyti Vilhjálms keisara til Englakonungs 1. ágúst 1914. Hafi einhver mis- skilningar átt sér stað um eitt- hvert tilboð frá hálfu Englendinga, þá veitti tilboð keisarans Englandi tækifæri til þess að sýna og sanna friðar-tilhneigingu sína og koma með því móti í veg fyrir strið milli Frakka og Þjóðverja”. * * » Skeyti þessi verða söguleg þegar, framlíða stundir, er skýra frá við- skiftum þeirra Englakonungs og Þýzkalandskeisara, og sýna hversu samningstilraunir allar mishepnuð- ust af þvi Þjóðverjar voru of bráðir á sér. Hefði Vilhjálmur beðið með að senda her inn á Frakkland, er ekkcrt liklegra en að Rússum og Þjóðverjum hefði verið lofað að eigast við„ og hefði farið vel á því. Enginn hefði harmað það, þó vígvél- um og liermaskínum þeirra hefði lent saman og þær orðið hvorri ann- ari að grandi. Én láni þvi var ekki að fagna. Og einsog frá byrjun hef- ir verið staðháeft, vería skeyti þessi, er leysa eiga Þjóðverja undan á- byrgðinni á stríðinu, til þess að styrkja það, að keisaranum er ein- um um að kenna, að meginhluti lieimsins lenti í stríð. Það var æði hans og fljótfærni,, hroki og metn- aður, er gjörði það að verkum, að Englendingar urðu að gefa upp all- ar sinar friðar-umleitanir og miðl- un mála, og eftir að út í ófriðinn var komið taka til vopna til þess að halda uppi sæmd sinni og virð- ingu, kenna heiminum að meta gildi samninga og ganga ekki á gjörðar sættir. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.