Heimskringla - 25.02.1915, Blaðsíða 9

Heimskringla - 25.02.1915, Blaðsíða 9
WINNIPEG, 25. FEBftöAR 1915. HEIMSKRINGLA LEIÐRETTING TIT Síra Guttorms Guttormssonar. Kæri herra! — í janúarblaði Sameiningarinnar — 11115 — sendir jjú mér nokkrar linur, viðvíkjandi svari mínu til þin. Hefir það líklega flýtt fyrir þér að senda mér þessa “Kvittun”, að svarið einsog þú segir: “er nú kom- ið á gang aftur sérprentað”. Og eðli- lega hefir þú því viljað reyna að hnekkja því að einhverju leyti. Ekki samt með rökfimi eða rökstuddum sönnunargögnum; heldur einsog fyrr, með misskilningi, rangfærsl- um og órökstuddum staðhæfingum. Þú segir: “Fyrsta atlaga höfund- arins eru lastmæli nokkur um Je- hóva gamlatestamentisins”. Auðvit- að eru það ósannindi, að eg last- mæli Jehóva. Það eru Gyðinga eigin orð, skrásett af þeim sjálfum, sem eg tilfæri; þar sem þeir láta Jahve, gegnum Móse, skipa Israelsmönnum ýms glæpa og níðingsverk. Þú getur ekki með sönnu sagt, að eg fari þar ekki alveg rétt með. Þótt þú segir: “Spámaðurinn er einn borinn fyrir skipaninni”. En má eg spyrja: Trú- ir þú ekki lútersku kenningunni, að biblian eða rithöfundar hennar hafi verið innblásnir eða fullir af heilög- um anda? Og biblían því öll áreið- anleg og sönn, — hvert orð einsog guð hefði talað það sjálfur. En þótt þú trúir ekki innþlásturskenning- unni, þarftu varla að efa eða neita því, að það er Jahve, sem er látinn skipa ísraelsmönnum, gegnum Móse, þessi hroðalegu glæpaverk. Því í byrjun 31. kap. í 4. Mósebók, sem inniheldur allar þessar og fleiri skipanir, er þannig komist að orði: “Og Jahve talaði við Móse og sagði: ‘Hefn þú ísraelsmanna á Midianit- um, o. s. frv.’ Og 31. vers i saina kapítula byrjar þannig: ‘Og Móse og Eleasar prestur gjörðu einsog Jahve hafði boðið Móse.— Þetta ætti að sannfæra þig um það: að allar þær fyrirskipanir, sem hér er um að ræða, áttu að vera frá Jahve; sem Móse og Eleasar prestur komu svo i framkvæmd. Þú segir, að eg hneykslist allmjög á meðferð þeirri, sem eg imyndi mér að stúlki'.börn þessi hafi orðið fyrir. — öiíkt síra Guttormil Það hneykslar ekki blessaðan prestinn, þótt saklaust fólk, menn, konur og börn, sé svona miskunnarlaust drep ið, og aðeins stúlkubörn, sem ekki höfðu átt samræði við karlmenn, látin lifa; einungis handa siðspilt- um hermönnum, sem óefað hafa átt konur af sinu eigin kyni. Og það lít- ur svo út, eftir orðum þínum, að þú munir ekki vera viss um, hvort ann- að eins og þetta geti talist glæpir og níðingsverk, því þér farast þannig or8: “Hvort sem þar er að ræða um glæpi og niðingsverk eða ekki, þá er hitt vist, að Drottinn er einmitt ekki “látinn skipa” þetta “gegnum Móse”. En eg er nú búinn áreiðan- lega að sanna: að Drottinn. eða Jahve, er einmitt látinn skipa þetta gegnmn Móse En hvað skyldu glæpa og níðingsverk þurfa að vera til- finningalaus og svívirðileg ti' þess, að þau verðskuldi slík nöfn, þegar þú ert ekki viss um, að þeir glæpir, sem hér er um að ræða, verðskuldi þau?. — Vissulega hlýtur niæli- kvarði þinn á glæpum, að vera sér- stakur og einkennilegur. Þú álítur ekki úr vegi að benda á það: “Að ísraelsmönnum var á Móse dögum bannað að eiga óhrein ásta- mök við hertekið kvenfólk. Legði hebreskur maður hug á hertekna konu, varð hann að kvænast henni, og fékkk hún um leið fult frelsi og jafnrétti við konur af hebreskum ættum. Að leyfð hafi verið annars- konar meðferð á stúlkubörnum þeim, sem hér er um að ræða, nær auðvitað engri átt”. — Jafnvel þótt Israelsmönnum væri leyft að hafa samræði við herteknar konur, getur slíkt varla heitið að kvænast eða giftast, og inun eg nú leiða rök að því: í 5. Mósebók, 21. kap., er þann- ig komist að orði um herteknar kon- ur: “Siðan skal hún dvelja í húsi þinu; og gráta föður sinn og móður hcilan mánuð. Eftir það máttu ganga inn til hennar og samrekkja henni, og hún vera kona þin. En fari svo, að þú hafir eigi lengur þokka til hennar, þá skaltu láta hana algjörlega lausa, og mátt alls eigi selja hana við verði; fyrir þvi að þú hefir spjallað hana”. — Þetta er nú líklega það, sem þú vitnar til, og kallar að kvænast. En mér virð- ist það lýsa lauslæti og siðspillingu, fremur en gifting eða hjónabandi. En hvað sem þvi liður, bendir flcst í þá átt, að meðferðin á stúlkubörn- unum hafi verið þrælslegri og enn- þá verri. — Þessi stúlkubörn voru látin lifa einungis handa hermönn- unum, scm, einsog áður hefir verið tekið fram, niunu flestir hafa átt konur; og svo voru stúlkurnar að eins börn; svo hér er ekki um gift- ing að ræða, ef gifting skyldi kalla. -— Stúlkubörnin, sem ekki höfðu átt samræði við karlmenn”, voru gefin hermönnunum skilmálalaust, og þvi algjörlega á þeirra valdi, og gátu þeir farið með stúlkubörnin einsog þeim þóknaðist. — Yfir höfuð að tala sýnir meðferðin á herteknu kvenfólki hjá Gyðingum, hve spill- ingin var megn; og guðshugmynd þeirra ógöfug, þar þeir láta guð sinn Jahve skipa slikt gegnum Móse. Þú nennir ekki að rökræða trú- mál við mann — nefnilega Árna Sveinsson — “sem rís þveröfugur móti sinum eigin heimildum, þegar hann þarf að bjarga sjálfum sér úr bobba”. — Þarna kemur þú með tilhæfulaus ósannindi. Sannaðu, ef þú getur, að eg hafi “risið þveröf- ugur móti mínum eigin heimild- tnn”. Opna bréfið þi.tt var líka alt of fáfræðislegt til þess að setja nokk- urn mann i “bobba”. Ekki nennir þú heldur að rök- ræða trúmál “við mann, sem lætur sköpunarsöguna segja, að jörðin sé flöt, og styður það tiltæki með skáld skaparmáii úr Davíssálmum. Né við mann, sein setur saman, sem hann kallar, sköpunarsögu vísind- anna.....En stingur þó málsgrein úr lúterskum barnalærdómi inn i þessa hávisindalegu sköpunarsögu, til þess að láta guðs þar að ein- hverju getið. Lútersk trú missir lít- ils við það, þó slíkar árásir séu látn- ar afskiftalausar”. Eg er þér alveg sammála um það: “að lútersk trú missir lítils við það, þó þú látir slikar árásir afskifta- lausar; og betra hefði verið fyrir lúterska trú, að þú hefðir séð það fyrri. En þú hefir víst álitið þig sjálfkjörinn — fremur öðrum prest- um kyrkjufélagsins — til að halda uppi vörn fyri öllum hjátrúarfull- um og úreltum kreddu-kenningum. þegar einhver hreyfði við þeim. — Jafnvel þó svo virðist, sem þú mun- ir sízt fær um það. — Þú heldur því frarn, að eg láti sköpunarsöguna segja: að jörðin sé flöt, og styðji það tiltæki með skald- skaparmáli úr Davíðssalmum. En þú ættir að vita, að eg er ekki hofund- ur að “því tiltæki”. Eða crtu svo dauðans fáfróður, að þú vitir ekki, að það var trú og kenning Gyðinga, að jörðin væri flöt; og eins kyrkj- unnar og kristinna gufræðinga, alt þar til að vísindin opnuðu á þeim augun, svo þeir neyddust til að við- urkenna, að jörðin væri hnöttur, en ekki hreyfingarlaus flötur, einsog fornaldarmenn íinynduðu sér? F.ins er það dæmalaus skammsýni, að hneykslast á þvi, að eg styðst við Daviðssálma, til að sýna, að það var almenn trú og hugmynd Gyðinga, að jörðin væri flöt og hvíldi á undir- djúpunum. Það virðist, að þú litilsvirðir Davíðssálma eða skáldskaparmál. En hefir þú aldrei heyrt — eða trú- ir þú því ekki —, að skáldin eða ljóð þeirra séu speglar þjóðanna, sem þær geti skoðað sig í, og þekt þar einkenni sín? Að minsta kosti ættir þú að vita og skilja, að skáld- skaparmálin, eða ljóðmælin, eru fult eins ábyggileg og ritverk í ó- bundnu máli. Það er einmitt skáld- skapurinn — i ljóðum —, sem rit- höfundar þjóðanna og inannkyns- sögunnar, frá fornöld og fram á vora tíma, hafa haft mestan og á- reiðanlegastan stuðning af, — sem eðlilegt er, þvi ljóðmælin geymast betur, og lengur óbreytt, en munn- mælasögurnar. Það er varla von, að eins háfleygur guðfræðingur og þú þykist vera, nennir að rökræða trú- mál við inann, “sem stingur máls- grein úr lúterskuin barnalærdómi inn i þessa hávisindalegu sköpun- arsögu, til þess að láta guðs þar að einhverju getið”. En er þá lútersk- ur barnalærdómur svo ómerkilegur, að sá, sem tilfærir málsgrein úr honum, sé ekki svaraverður? Eða er það af þvi, að sú málsgrein segir: “Guð lætur þá niðurröðun í náttúr- unni halda sér, sem hann einu sinni hefir sett, því annars mundi hún fara aflaga”. — Mér datt ekki í hug, að þér væri svona illa við barna- lærdóm Lúters, eða kenninguna um viðhald náttiirunnar. Og satt að segja áleit eg sjálfsagt, að þú tryðir því, að guð hefði skapað náttúruna, og að hann héldi henni við með al- mætti sínu. En nú virðist mér ann- að: Þú trúir luviega helzt óskiljan- legum og yfirnáttúrlegum sköpun- arsögu, til dæmis Gyðingasögunni. En það er ekki auðvelt, að fara nærri um það, hverju þú trúir; þar kenningar þinar koma svo oft í bága hver við aðra. Og eg hygg, að enginn inaður muni rísa þveröfug- ur móti sinum eigin heimildum, nema þú sjalfur. Það virðist svo, sem þú hafir verið í verulegum “bobba” með að svara ritgjörð minni og spurningum til þin, við- víkjandi ágreiningsmálum okkar.— En ekki hefir þú heldur gjört nokk- ura grein fyrir þvi: hvort menn- irnir hafa verið eða eru lausir við allan voða siðan “Guð bölvaði jörðinni mannsins vegna til að firra hann voða" (einsog þú getur hugs- að). Að þú hefir ekki ennþá orðið við tilmadum minum, er liklegu því að kenna, að þú munt vera farinn að veikjast í trúnni á innblástur og sannleik biblíunnar. Um það vitna skoðanir þinar viðvíkjandi spá- manninum Móse og sköpun jarðar- innar. Eg vona samt, að þú gjörir ljósa grein fyrir afstöðu þinni gagn- vart spurningum mínum og fleiru í þvi sambandi, i næsta blaði Samein- ingarinnar. — Þú ættir lika að vera mér þakklátur fyrir allar “silkihúf- urnar”. Þær ættu að nægja þér yfir sumartimann; en líklega verða þær ekki nógu hlýjar í vetrarkulda Norð- vesturlandsins. Sendu mér þvi á- reiðanlega höfuðmæling þína, svo eg geti sem fyrst sent þér skjólgoða og hlýja vetrarhúfu. Þinn einlægur vinur. Árni Sveinsson. * * * * ATHS.—Vér viljum geta þess, að vér höfum tekið þessa grein herra Arna Sveinssonar, þó að hún sé um trúmál, af því að hann var áður fyr- ir löngu búinn að rita um þessi mál i blaðinu, en hefir nú setið undir áhlaupum frá sira Guttormi mánuð eftir mánuð, og getum vér ekki neit- að honum um, að bera hönd íyrir höfuð sér í þetta skifti. En skýrt og beint skal það tekið fram, að vér viljum ekki ritgjörðir um trúmál, og tökum þær ekki i blaðið. Það er því þýðingarlaust, að senda oss þær. Rlaðið er ekki trúmálablað.— Ritstj. Höfuðstaturinn. Með þessari fyrirsögn birtisl dá- lítil grein í blaðinu Hkr. 10. des. sl. Var greinin prentuð þar eftir Vísi, því eina dagþlaði, sem gefið er út í Ileykjavík, og hefir ritstj. Hkr. sjálf- sagt álitið hana góða og gilda vöru, úr því hún stóð í áðurnefndu blaði alveg athugasemdalaus, — annars hefði hann aldrei birt hana. Höfundur téðrar greinar nefnist “Borgari”, sem auðvitað er algengt nafn, en á þó hálfilla við, í sam- bandi við annað eins mál og þar er um að ræða, og af öðrum eins hrein- lætis og vandlætingar postula eins og þessi borgari hlýtur að vera! — Það hefði farið mikið betur á því hefði höf. birt nafn sitt, og komið þannig fram á ritvöllinn í sinni réttu inynd, þvi þá hefðu menn getað tekið hann sér til fyrirmynd- ar, og farið að reyna að gjöra eins hreint fyrir sinum dyrum, einsog búast má við, að sé hjá þessum Borgara. En því láni er nú ekki að fagna. Höfundurinn er ragmenni, og ritgjörð hans þar af leiðandi ein- tóm markleysa, lýgi og slúður. Eg, sem þetta rita,- hefi dvalið 17 ár í Reykjavík, en aldrei séð þann sóðaskap og svívirðingar, sem höf. þessarar greinar telur upp. Mér er það lika óskiljanlegt, að nokkur maður með heilbrigðri skynsemi, skuli geta likt höfuðstað íslands við sorphaug. Eg þekki heldur ekki nokkurn ibúa Reykjavikur, svo smekklausan, sé hann algáður, að hann vilji liggja í svaði eða sorp- haug, sem höf. lætur sér sóma að nefna Reykjavík. Eg sá aldrei götu- rennur fullar af for og rotnuðum ó- þverra. Þær voru vanalega hreins- aðar daglega, nema þegar ekki var stætt fyrir roki, sem sjaldan var. — Eg hefi heldur ekki séð fint kven- fólk þurka götur borgarinnar ineð pilsföldum sínum. Eg þekki þar enga fína stúlku, eða konu, svo sóðalega, að liún ekki héldi uppi klæðum sinum, þegar bleyta var á götunum, sem oft var, sérstaklega i vætutíð. Höf. segir, að þegar börnin komi út fyrir húsdyrnar, taki við þeim opnar göturennurnar, fullar af for og rotnuðum óþvcrra. Enginn stað- ur, enginn blettur fyrir þau til að leika sér á. — Já, alt er þetta á sömu bókina lært. Er það nauðsyn- legt fyrir börnin, að ganga í forar- rennunum, þar sem góðir gangveg- ir eru til begga hliða, einsog víðast hvar er í Reykjavik, þegar út fyrir húsdyrnar kemur? Þessar gang- stéttir eru ætíð þurrar og hreinar, að fráteknu þegar regn eða snjór hefir fallið, og því óþarfi, að ganga eftir rennunum. Að mínu áliti hafa börnin nægi- legt pláss til að leika sér á, þar sem Austurvöllur er. Hann er lika vana- lega alþakinn af börnuin, þegar gott er veður og þau eru fri frá skóla. Og svo. eru melarnir fyrir sunnan kyrkjugarðinn, og alt svæðið utan við íþróttavöllinn. Svo eru víða tún- blettir, svo sem Landakotstún og Sjómannaskólatúnið. Síðast þegar haustar að og kólnar, þá er Reykja- víkur-tjörnin, og er svo undir is allan veturinn. Eg þekki heldur ekki nokkurt það hús í allri Reykjavík, sem ekki hefir salerni; því sumum fylgir 2 og 3, og fer það eftir, hvað margar fjöl- skyldur búa i hverju húsi. Ekki nenni eg að eltast við eða tína upp öll klúryrði og ósannindi, sem finnast í framannefndri grein; því alt virðist benda til, að höf. hafi verið með höfuðóra, ]iegar hann samdi grein sína. Eða þá að hann hafi dreymt, að einhver af verum hans hafi svifið frá honum; en þegar hún nálgaðist likamann aftur muni henni hafa sýnst hann meira líkur sorphaug en manni. Skeð gæti líka. að þessi velmetni heið- ursborgari hefði verið nýkominn heim úr skæðri kosningahríð, sem hann hefði beðið ósigur í, mest af völdum kvenþjóðarinnar, og þar af leiðandi verið í vondu skapi, og gripið svo til þessara óyndis úr- ræða. Eg hefði aldrei hugsað eða trúað því, á nokkurn landa minna, að hann hefði svo litla sómatilfinn- ingu, að ge,ta smánað og lastað svona höfuðstað ættjarðarinnar, og landa sína, sem búa í Reykjavík, með eintómum ósannindum. Spyrja mætti að endingu, hvað höf. téðrar greinar hefði sýnst um svona rithátt og lýsing af Reykja- vík ritað eftir einhvern útlendan fræðimann. Máske hann hefði gjört sig ánægðan með það? Aðrir mundu varla gjöra það. Ritað 1. febrúar 1915 i Spanish Fork, Utali, U.S.A. Mrs. J. B. Johnson. Miss Pankhurst og StríAið. Miss Pimkhurst, hin heimskunna kvenfrelsiskona Breta, vill friðinn kjósa milli þjóðanna, sem flestar konur aðrar. En einsog nú stendur er hún ekki með friði, og þegar hún frétti, að konur i Washington væru að mynda friðanelag, þá mælli hún harðlega á móti því tiltæki þeirra, og er þetta úr ræðu hennar: — “Frið”, hrópaði húu, “vissulega trúa allir á ágæti friðarins, — nema Þjóðverjar. Það er hæll sá, er alt snýst um. • Að fólk i löndum, sem hlutlaus eru af striði þessu, skuli fara að tala um frið, er blátt áfram hlægilegt. Það vekur '•angar hug- myndir hjá Þjóðverjum, og varnar þeim að sjá og skilja, að heimurinn allur er einráðinn i því, að berja niður hermannavaldið. “Þýzkalands stjórn er valdsstjórn, bygð á hermannavaldinu. Stefna hennar er að leggja undir sig allan heim. Lýðveldisríkin verða að verja sig og rísa móti stefnu þessari. Það er lífsspursmál fyrir þau, að berjast móti valdsstjórn þessari. Og þó eru menn að tala um, að lýðveldin eigi að leggja niður vopnin! Ekkert myndi gleðja Þjóðverja jafn mikið. Þjóðverjar vildu láta prédika frið- inn áður en stríð þetta hófst, og þeir vilja það ennþá. “En hér er ekki spurning um frið, eða stríð, heldur um frelsi eða harð- stjórn. Lýðveldin munu engan frið eða frelsi hreppa, þó að þau leggi niður vopnin. En þau öðlast hvort- tveggja, ef þau sigra. Ailar hötum vér stríðið, en óvinirnir ekki. Og vér megum ekki láta skelfingar stríðsins lama dug vorn og hindra oss frá að sigra. “Þeir, sem frelsið elska, mega ekki vera hlutlausir, og mcga ekki vinna fgrir friðinn. Það væri að hjálpa keisaranum. Og konurnar, kvenþjóðin öll, ætti sizt að gjöra það. Hin eina sanna velferð og virðing konunnar er í lýðveldinu. Ef að hún á úr ánauð að losna, þá verður hún að vinna að því, að breiða út kenningar lýðveldisins. Eigi konan að ná rétti sinum verð- ur Þýzkaland. hinar þýzku kenning- ar, hið þýzka hervald, hið þýzka keisaravald, að molast og fótum troðast. “Hagur kvenna og málefni og hag- ur Belga-þjóðar er sömu tegundar. Mótstöðumenn kvenréttinda neita konunum um réttindi, sem mann- legar verur. Þjóðverjar neita Belg- um um réttindi sem þjóð. Ef að Bandamenn vinna sigur, þá verðnr það hið stærsta spor til friðar, sem heimurinn nokkru sinni hefir stig- ið. En vinni Þjóðverjar, þá eru þaö hinar mestu ófarir, sem konur hafa orðið fyrir í allri þeirra barátlu fyr- ir frelsi og jafnré.tti. Eg get ekki hugsað mér aðrar verri. Það myndi hrinda þeim og málefnuin þeirra aftur á bak um mörg hundruð ár”. Þeta segir Miss Christobel Pank- hurst, kona heimsfræg orðin, há- mentuð og gáfuð, kona með brenn- andi áhuga fyrir réttindum kvenna, sem hefir barist fyrir þeim og lagt alt i sölurnar til að ná meira jafn- rétti fyrir systur sínar, — kona, sem búin er að halda uppi látlaus- um bardaga fyrir velferð þeirra ár eftir ár. En hún sér betur, en marg- ar hér, hvar skórinn kreppir. Og það má ganga að því vísu, að henni fylgja konur í hundrað þúsunda- tali á Englandi og víðar um heim. I OKUD tilboS merkt “For Mounted !-• Police Provisions and Light Sup- plies, Provinces of Alberta and Saskat- chewan,” og árituS til undirritaSs, verSur veitt móttaka upp aS hádegi miSvikudaginn, 17. marz, 1915. Prentub eybublöS sem gefa upplýs- ingar um hlutina, og upphæö af hverj- um, fást á hvaöa ‘Mounted Police Post’ í fylkjunum, eSa á skrifstofu undir- ritalis. Bnginn tilboB veröa tekln til greina nema þau séu skrifuti á þar til prent- u15 eyöublö®. Bkki nauösynlegt aö lægsta eöa nokkru tilboöi sé tekiö. Viöurkend Canadisk bankaávísun fyrir 5 prósent af upphæö þeirri sem tilbotSiö sýnir veröur aö fylgja hverju tilboöi: þeirri upphæö tapar svo um- sækjandi ef hann neitar aö standa viö tilboöiö, sé þess krafist, eöa á annan hátt ekki uppfyllir þær skyldur sem tilboöiö bindur hann til. Ef til- boöinu er hafnaö veröur ávísanin send hlutaöeiganda. LAWRENCE FORTESQUE. Ceaaptrollar. Ottawa, 1S. marz, 191S. 23-99 —74674 Sá er vinur sem í raun reynist Nú, þegar málið langdregna um kyrkju Þingvalla-safnaðar er loks til lykta leitt, langar okkur til þess, að láta í ljósi þakkarhug okkar til lögmannanna tveggja, þeirra Barða Skúlasonar og Hjálmars Bergman, sem með fylgi sinu hjálpuðu okkur til réttar okkar. Viljum við með þessum orðum sýna það tvent, að við kunnum að meta verk þeirra í þessu máli, og á hinn bóginn, að við fyrirverðum okkur ekki, að kannast við það fyrir almannasjónum. Þvi að þótt svo sýnist, að réttur mál- staður ætti að sigra hjálparlaust, þá sýnir þó reynslan, að oft þarf á harðfylgi og þrautseigju að halda, áður slíkt náist. Og má þá vel fara svo, að þeir, sem lítt eru vanir eða gefnir fyrir að standa í stymping- um, kjósi heldur þann kostinn, að láta nokkuð af rétti sínum, en eiga í slíku, ef fast er á móti lagst. Eigum við því lögmönnum okkar ekki minst að þakka þá hvatningu og örfun, sem af þvi leiðir að sjá ör- ugga menn standa ,fyrir framan. Hefði annars mátt fara svo að við hefðum gefist upp á miðri leið, þó ilt hefði verið. Getum við ekki leitt hjá okkur að geta þess, aÖ þegar dómur féll á móti okkur í undir- rétti, þá voru þeir svo vissir um réttan málstað sinn, að báðir buð- ust til þess, að áfrýja málinu til hæsta réttar og taka cnga borgun fyrir vinnu sina, ef það tapaðist þar. Má af þessu sjá, að þeir vildu halda málinu til streitu vegna á- huga á sönnum málstað, en e»». fyr- ir eigin hagsmuni. Eigi getum vér skilist við þetta iuál öðruvísi en minnast á það, að þegar málinu var lokið skrifaði Hálmar Bergman forseta safnaðar okkar bréf, sem við birtum hér úr kafla, og vonum, að hann reiðist okkur ekki fyrir: (Lausleg þgðing úr ensku) “Frá þvi er mál þetta bgrjaði og fram að þessu, hefir engu orði verið minst á borgun fgrir vinnu mina við það, enda eg ekki kallað eftir einu centi. Má búast við, að verjend- ur séu all-forvitnir að vita, hvaða stefnu eg taki i þessu atriði. Mér er mikil ánægja, að skgra gkkur frá því, að eg ætta mér alls enga borg- un að taka fgrir vinnu mína við þetta mál, hvorki við undirréttinn né við gfirréttinn........... Sú á- nægja, að hafa getað orðið að nokk- nrn liði gúðum málstað, þegar mik- ið lá á, og sii ánægja, að hafa getað hjálpað mörgum vinum minum, er fullnóg borgun fgrir alla mina vinnu og fgrirhöfn, sem sprottið hefir af þcssu máli”. Svona verk og slík orð bera ótvi- ræðastan vottinn um góðan dreng. .Orðlengjum við þetta svo ekki frek- ar, en óskum þessum tveim lög- mönnum allra heilla og blessunar i starfi þeirra framvegis. Verjendur í máli Þingvalia- safnaðar. FRÉTTABRÉF. *-----------------------------w Heimkringla gjöri svo vel, að ljá eftirfylgjandi línum pláss i kom- andi tíð. Eg hefi verið á ferð vestur um Saskatchevvan fylki um tima. Farið þar, sem islenzkar bygðir eru litt í námunda. Eg varð þvi ei lítið hissa, þá eg kom í Mervin, sem er stórvax- andi bær, að finna þar íslenzkan bæarstjóra og tvo íslenzka bæjar- ráðsmenn. Nöfn þeirra eru: J. T. Stephanson, Alex Friðriksson og T. Finnbogason. Hinn fyrsti borgar- stjóri, en hinir bæjarráðsmenn. Mr. Stephanson sótti þar um kosningu móti hérlendum lieljarstórum ‘Gol- iat’ og nafnþektum manni, og vann með góðum ineirihluta. Mr. Stephan- son bar sig fyrir hinum embættis- bræðrum sínum, enda er hann for- kunnar vel kunnur beztu mönnum í þessu landi. Allir eru þeir efnilegir og efnaðir að fé, vel máli farnir og spaugsamir; láta ei alt fyrir brjósti brenna. Eg átli sízt von á, að finna 3 íslendinga i þessum embættum á þessum stað. Þess vegna hlýt eg að geta um það i viðlesnu blaði. Heið- ur og dugnaður fslendinga má ekki týnast Þeir voru að fara í verzlun- arerindum til Regina. Þar er fjör- ugur og frálslyndur bær. — ósk* eg þessum myndarmönnum mestu hamingju og hárrar elli. Joe “ferðamaður”. Getið þesa að þér sáuð aug- lýsinguna í Heimskringlu 1900 WASHERS Ef þú hefur hug á að fá þvotta vél þá væri það þér f hag að skrifa okkur og fá upplýslngar um okkar ókeypis tilboð. 1900 Washer Co. 24 Aikens Block. WINNIPEG JOHN SHAW V/NSALI (áöur ráösmaöur Hudson’a Bay Company’s Brennlvlns delldar- lnnar) 328 Smlth St., WlnntpeK, Mnn. Gegnt nýja Olympla Hótellnu. suöur af Walker lelkhúslnu, Wtnnlpeg, Man. Ný opnuö verzlun & ofangrelnd- um staö og æsklr eítlor vlösktft- um yöar. Verö mjög sanngjarnt Pantanlr fljótt afgrelddar. Stm- tö pantanlr yöar. Síml Maln 4160 Póst pantanir — Undlrbúnlngs veröskrú er nú ttl. Sendlö eftlr ukeypts veröskrá. Allar Póst Í'antanlr eru vandlega og tafar- aust afgrelddar. Sendiö mér eina pöntun tll refnslu. Símið pantanir.. . Sími Main 4160 D0MINI0N BANK Hornl Notre Dame ng Shcrbrooke 8 tr. HAfn«nt611 nppb.............«.6,000,000 Varanjöttur. . .. ... .. .. . .$.7,000,000 Allar eljfnlr. — .. .. .. . .978,000,000 Vér óskum eftir viTJakiftum ver*- lunarmanna og ábyrgumst ab gefa þeim fullnægju. Sparisjóbsdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- lr í borginni. fbúendur þessa hluta borgarinnar óska ab skifta vib stofnun sem þeir vita ab er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjib spari innlegg fyrir sjálfa ybur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONB GARRY S4Ö0 F L 0 R / D A ! Aö kunnugra sögu er FLORIDA lcikvöllur nuöniannlnn og paradfn ffltæklinKMliiM. f Palm llcnch fylkl er stærsti auömanna bústaöur heims ins. Fáar mílur frá Palm Beach er til sölu fyrir ótrúlega lágt verh, góö lönd til ávaxtaræktunar og bygraingrarlóbir í bæjum, sem liggja nieöfram járnbraut rétt viö AtlantshafiÖ. Allar n&nari upplýsingar gefur JONAS H. JONSSON, WINNIPEG 5 Vlnborg Block Talnlml G. 2707

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.