Heimskringla - 27.05.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.05.1915, Blaðsíða 6
BLS. (i H E I M S K R I N G L A WINNIPEG, 27. MAl 1015. Hin Leyndardómsfuilu Skjöl. Saga eftir WALTEfí WOODS. “Mér þykir fyrir að heyra, að þú sért farin burt af glstihúsinu”, sagði eg liálf vandræðalega. “Það er hálf einkennileg aðferð, sem [>ú hefir til aS óska mér til lukku i minni nýju stiiðu”, mælti hún. óO* nú fanst mér andlit hennar ennþá elskulegra en ■nokkru sinni áður. “líg hafði cnga hugmynd um þína nýju stöðu fyr «n rétt nú fyrir hálfri stundu síðan”, sagði eg við hana. og var tilfinning mín einsog glerhrot stæðu inn J hjarta mitt á alla vegu. Eg held að Ethel hafi veitt 3>ví eftirtekt, hvernig mér leið og hálfkent í brjósti um saíg. “Það verður hver og einn að gjöra það bezta sem Jiann getur fyrir sjálfan sig hér í þessuin heimi”, ina'ltí hún blíðlega. “Mér fanst mig skorta það hjá hx. Wehner, sem eg þrái mest æfinlega, en það er frels- ið. En nú hygg eg að sé bætt úr því fvrir mér með Jiínni nýju stöðu” Orð hennar gjörðu mig ráðalausan. Gat það ver- íð að eg væri hér að tala við þá sömu stúlku, sem eg jnælti svo niðurheygðri á biðstiiðinni í I.iverpool? “Farðu varlega”, sagði eg. “Eg hefi rétt núna ver- ið að tala við Johnson, og er eg sannfærður um, að hann er slægur og hættulegur maður; sá hættulegasti J allrí þessari horg”. “Eg hefi ekkert að óttast og eg er sannfærð um að mér tekst fullkoinlega að halda mínum enda, jafn wél fyrir hr. Johnson. Að minsta kosti það sem af er, Jhefí eg alls enga ástæðu 'til að vantreysta honum”. “Þú þekkir ekki þorparann eins vel og eg gjöri”, sagðí eg. “Eg hefði heldur kosið sjálfrar þin vegna, Æð það hefði verið einhver annar, sem bauð þér fylgd sina út í skemtigarðinn , nóttina eftirminnilegu fyrir okkur bæði”. “Það er heppilegt fyrir mig”, sagði hún, “að eg er ekkí ábyrgðarfull til neinnar persónu hér i borginni íyrír framkomu mína og þarf ekki að standa reiknings- :skap á henni til neins, eða skýra nokkrum frá með hverjum eg fer á gleðifundi”. Að svo mæltu sneri hún :sér við og gjörði sig liklega til að fara. “Aðeins eitt augnablik, ungfrú Reed”, sagði eg. ”'Eg ætla að spyrja þig einnar spurningar á meðan eg Jiefí tækifæri til þess og á meðan eg hefi kjarkinn. £n eg hefi vafalaust engan rétt til að spyrja hennar. Samt sem áður gjöri eg það. Mér hefir verið sagt, að þú værir trúlofuð Johnson. Er það satt?” Eg skalf, er eg talaði síðustu orðin, einsog glæpa- snaSur, sem bíður eftir úrskurði kviðdómsins, eða spurningu dómarans: “Hafið þið fundið fangann sek- san eða sýknan?” Eg sá, að henni brá einnig og varir hennar titr- «8u og augu hennar fyltust af tárum, og fanst mér þá J bíli sjálfsagt, að svarið yrði neitandi. En sú von mín varð að engu, er ungfrú Ethel Reed svaraði einbeitt og ákveðin: “Já, það er satt, eg ,er trúlofuð hr. Johnson”. Hún rétti mér hönd sina; en eg var of utan við mig til þess að taka í hana. Eg stamaði einhverju upp, sem eg sjálfur ekki •vissí hvað var, því eg var sem í leiðslu. En hvað hug- urinn var fljótur að svifa yfir liðna tímann, frá því f>Tsl að eg leit andlit ungfrú Ethelar Reed í Liverpool ,og fram að þeim óttalega tíma, sem nú stóð yfir, þar sem eg varð að heyra þessi ótrúlegu og óskiljanlegu orlf af hennar eigin vörum: “Já, það er satt, eg er trú- lofuð Johnson!”. — Eg vaknaði af draumnum við það að Ethel sagði: “Þú getur skrifað mér, og skrifað titan á til mín: ‘Falið á hendur Johnson njósnara’. Vertu sæll!” XVIII. KAPITULI. .1 ftnrkonia spœjarans. Eg stóð kyrr í sömu sporum og starði á eftir stúlk- nnni, sem eg elskaði svo innilega, og sá hana loks liverfa inn í bvgginguna, sem eg var nýkominn út úr. Eg fór að hugsa um ánægjustundirnar, sem eg hafði lifað i nærveru hennar, og sú tilhugsun, að alt það •væri að engu orðið fyrir gjörðir þessa Johnsons, ætl- aði að gjöra mig vitstola. Eg gat ekki skilið það, að Ethel væri að hverfa frá mér fyrir fult og alt. Eg hafði bygt mér loftkastala viðvikjandi framtíð <okkar, en þeir höfðu hrunið til grunna og ekkert var eftír af þeim, nema endurminningarnar. Eg hafði gjört mér svo bjartar vonir um, að alt það, sem Wehner hafði sagt mér um Johnson og Ethel, reyndist rangt ■og tilgáta ein. En sú von hafði að engu orðið. Gat eg eða var til nokkurs fyrir mig að vona lengur? Hafði hún ekki sjálf sagt mér: ‘Eg er trúlofuð Johnson’? Með sundurkramið hjarta og niðurbrotnar vonir sneri eg mér frá þessari byggingu, sein nú geymdi inn- an sínna veggja það sem eg hataði mest og það sem eg elskaði mest í heiminum, — með þeim ásetningi, að koma aldrei nálægt henni framar. Mér jafnvel flaug til hugar, að skrifa Johnson og láta hann vita, að eg hefði breytt skoðun minni, og væri nú til með að selja hon- um skjölin. En þá mundi eg eftir því, að það gat orð- iið til þess, að hjálpa honum að einhverjn leyti; en það mátti alls ekki fyrir koma. Hvarflaði því hugur minn aftur að mínu fyrra áformi, sem var, að eg hlyti að stytta honum aldur. Ekkert annað dugði sem hefnd á hann. Eg gekk áfram í leiðslu áleiðis til gistihússins. — Þegar þangað kom, fanst mér alt svo þurt, dautt og ■dofið og loftlagið svo óheilnæmt síðan Ethel fór það- an, að eg fann að mér mundi ómögulegt að haldast þar við lengur. Eg ákvað því, að skifta um gistipláss mitt, og fór því til Wehners og sagði honum áform mitt. “Mér þykir mjög mikið fyrir því, ef eg hefi stygt þig eða móðgað. Eg ætlaði alls ekki að særa tilfinn- ingar þínar. Það, sem eg sagði við þig, var ekki nema afleiðing af því, sein eg hafði heyrt; en svo er okkur ekki æfinlega sagður sannleikurinn, því er ver. F.g fyrir mitt leyti get ekki trúað, að þetta sé satt um ung- frúna, sem sagt hefir verið”. Ilr. Wehner mælti þetta með hægð og var auðséð, að hann vildi haga orðum sinum þannig, að hann með þeim gieti náð út ein- hverjum upplýsingum hjá mér viðvíkjandi Ethel og hr. Joh n«r»n i hefir sjálf sagt mér, að hún væri trú- ”, sagði eg, og ósjálfrátt beit sundur ist verða alveg forviða. “Ja, hvað ertu ir? Heyrði eg rétt? Þetta skal þó svei lýsing fyrir mig. Eg fer strax til frétta- ritarans og segi honum frá þessu, og svo verður frétt- in komin um allan heim á morgun”. “Hvernig getur þetta verið auglýsing fyrir þig?” spurði eg hr. Wehner. “Skilur þú það ekki? Eg læt fréttaritarann koma þvi svoleiðis fyrir, að þess verði getið að hún hafi verið þjónustustúlka hjá mér hér í gistihúsinu. Hjálp- ar það mér á tvo vegu: Fyrst, að eg muni eiga völ á beíri þjónuslustúlku og svo að auka aðsókn að húsinu. Sjáðu til! Þjónustustúlkurnar hugsa, að ]>ær kannske komist í kunningsskítp við millíónaeigendur, Qg gest- irnir hugsa það sama. ÖU erum við með sama mark- inu brend: bjóðið okkur peninga og þá---------------”. Hann ypti öxlum og deplaði augunum glettnislega til mín. “Við suma duga peningar, en þeir eru ekki full- nægjandi fyrir alla. Það eru undantekningar”, sagði eg þá. “En hvað er það, sem Ethel Reed getur séð við Johnson? Hann er ckki laglegur maður, hvorki í sjón tié á fæti. Aðlaðandi viðmót hefir hann ekki, svo það hljóta að vera peningarnir, hans einungis”, sagði Weh- ner. Og mundi eg þá, hvað Ethel hafði sagt mér sjálf: ið sig vantaði að hafa ‘góðan tíma’, og að hún áliti, að hún hefði farið í rétta átt til þess að leita að honum. Eg hefði ekki getað trúað því, að henni hefðu getað farið slík orð um munn, ef eg hefði ekki sjálfur heyrt hana segja þetta. , , “Eg sé í sannleika eftir að þú skullr fara”, sagði VVehner. “Mætti eg vera svo darfur að ntæla með öðru gistihúsi við þig, sem kunningi minn á, Qg sem er hér skamt frá?” Hann fékk mér svo nafnspjald, og sá eg að það var greið^söluhús skamt frá því gistihúsi, sem eg hélt til á fyrst eftir að eg kom til New York. Eg tók saman dót mitt, borgaði reikninga mína og bakkaði hr. Wehner fyrir alt gott og labbaði svo út. Eg er einsog svo margir aðrir, að eg vildi heldur liverfa aftur til þess gistihúss, sem eg þekti, heldur en setjast að í húsi, sem eg ekki þekti. Eg fór því rakleiðis þangað, sem eg hafði dvalið fyrst eftir að eg kom til borgarinnar, og bað um sam: herbergi, sem eg hafði þá haft. Eg fór svo inn i reyk- ingasalinn og kveikti mér í smávindli. 1 sannleika var ekki langt síðan, að eg hafði verið i þessum sal; en mér fanst það vera mörg ár, og margt hafði drifið á daga mína síðan. Þegar eg kom inn í reykingasalinn, sá eg að þar var maður fyrir. Hann sat þar á stól og var að reykja vindil; en eg sá ekki framan í andlit hans. Hann var að lesa í bók. En er hann heyrði hurðina skella aftur, lét hann frá sér bókina og sneri sér við, svo að hann gæti séð þann, er inn kæmi. Þegar hann sá mig, stökk hann upp af stólnum og kom á móti mér. “Hvað? Er það sem mér sýnist? Er þetta þú sálfur?” spurði hann með mesta ákafa og lýsti sér bæði undrun og fögnuður í rómnum. “Þii að ganga rakleið- is í ljónagryfjuna!” hélt hann áfram. “En þú hefir tekið af mér inikið ómak og létt af mér mikilli fyrir- höfn að finna þig, — þó mér hefði kannske tekist það um síðir. Þú vissir ekki að eg var hér?” , “Ef eg hefði vitað, að þú varst hér, þá held eg að eg hefði ekki komið. En fyrst eg er hingað kominn, þá ætla eg að vera kyrr”, svaraði eg manninum, sem var enginn annar en hr. Heilborn. Eg settist niður um leið og eg talaði, og hr. Heil- born settist niður aftur á stólinn, sem hann hafði staðið upp af. Hann var ekkert að reyna að dyljast fyrir mér. Hann virtist vera sá sami og hann var fyrst þeg- ar eg kyntist honum á þann einkennilega hátt í starfs- stofu minni London á Englandi, einsog lesarinn miin reka minni til. “Það var þeim tilgangi að finna þig, sem eg tók mér ferð á hendur til New York”, sagði Heilborn. “Að ná leyndardómnum þínum aftur? Það er að segja, að reyna til að ná aftur í þínar hendur hinum leyndardómsfullu skjölum?” spurði eg “Það er erindi mitt” “En ef þér mistækist, að fá þau í þinar hendur aftur?” spurði eg. “Þar sem við höfum hitzt einu sinni áður, mun eg ekki verða undir í viðskiftum mínum við þig í jietta sinn. Það máttu eiga alveg víst”, mælti hann i hótun- arróm. “Spæjarar eiga oft stutt viðnám hér í landi. Eink- um þeir spæjarar, sem hafa í fórum sínum leyndar- mál heillar stjórnar eins ríkis”, svaraði eg. “Hvernig veizt þú, að það er ríkisleyndarmál?” spurði hann hálfreiður yfir því, að hann hefði kann- ske sagt of mikið. “Eg hefi marg-yfirfarið skjölin”, fullvissaði eg liann um. “Það mundi ekki hjálpa þér mikið til að skilja þau”, svaraði Heilborn efablandinn. “Líkingamál er stundum auðlesið, hr. Heilborn”, fullvissaði eg hann um. “Ekki vort, nema maðu.r hafi lykilinn að því”, sagði Heilborn. “Og þú álítur, að lykillinn að þessu sérstaka máli sé aðeins á valdi eins eða tveggja manna, hr. Heil- born, — þínu og ríkisráðherrans, skulum við segja?” svaraði eg. Heilborn svaraði engu og eg sá að örvar mínar höfðu hitt skotmarkið, og fullvissaðist nú um, að þessi skjöl mundu vera mjög áríðandi og af verðmætustu tegund til eigendanna. “Eins lengi og þú hefir þessi skjöl í þínuin vörzl- um, mun lif þitt^vera i stórhættu”, mælti Heilborn og hreytti orðunum út á milli tannanna. “Þvert á móti, hr. Heilborn. Svo lengi, sem eg hefi þessi skjöl undir höndum, þá er mér engin hætta bú- in; því, einsog þér sjáið sjálfur, ef mér væri rutt úr vegi, þá yrði enginn vegur að ná skjölunum aftur”. “Hefir þú hugsað þér hve mikið þú værir ánægð- ur með að fá fyrir að láta skjölin af hendi? Ef svo er, þá er eg reiðubúinn að borga það sem þú setur upp. Því eg get sagt þér það, að ríkið vill gjarnan fá þessi skjöl aftur”. Heilborn sagði þetta í mjög ákveðnum róm. “Það er að heyra, sem þér sé mjög ant um, að fá þessi skjöl aftur, — þessi leyndardómsfullu skjiil. En þú ert ekki sá eini hér New York, sem vill ná í þau. Hefir þú haft nokkurt bréfasamband við njósnarafélag hér í borginni?” “Eg hefi ekki frjálsræði til að svara þessari spurn- ingu”, mælti Heilborn. “Þá tek eg það fyrir satt, að svo hafi verið, og vil eg því ráðleggja þér að hahla áfram að skifta við að- almann þess félags”. “Hvað meinar þú?” spurði Heilborn, og sá eg hon- um bregða. “Eg meina það”, sagði eg, “að sá maður, sem við þekkjum báðir, en sem þú ekki vilt kannast við að þú þekkir, getur gefið þér upplýsingar um marga hluti”, svaraði eg honum. “Þú hefir selt honum leyndarmálið?” grenjaði Heil- born; “og með því hefir þú sett sjálfan þig i ------”. Hann hætti við setninguna, sem eg hélt að ætlaði að verða til þess að uppljóstra leyndarmálinu. Eg sá nú sárlega eftir að hafa fengið hr. Johnson skjölin í hendur. Svona var jiað alt! Johnson var á- valt því til fyrirstöðu, að eg kæmi málum ininum fram til heppilegra úrslita. Hann hélt fyrir mér skjölunum og hann hafði svift mig Ethel. „ Heilborn stóð á fætur og gekk um gólf vandræða- lega. “Meinar þú virkilega að segja mér, að þú hafir ekki skjölin?” spurði hann eftir stundar þiign. “Þú verður að hafa þina eigin hugmynd um það. Þú þekkir njósnarafélagið eins vel og eg”, svaraði eg honum. “Þú veizt að þú ert — ja, að þú stalst skjölunum!” grenjaði Heilborn og staðnæmdist fyrir framan mig. “Potturinn ætti ekki að kalla ketilinn svartan”, sagði eg. “Þú hefir eflaust stolið mörgum skjölum og verðmætum hlutum sjálfur!” Heilborn varð hvítur sem nár i andlitinu. Eg hafði klórað ofan af kaunum hans. Ef þéi hefðir haft skjölin i þínum vörzlum, mynd- ir þú hafa afhent mér þau?” spurði hann. “Fyrir sæmilegt endurgjald hefði eg gjört það”, svaraði eg. “Hvað myndir þú hafa kallað' sæmilegt endur- gjald?” spurði hann. “Það, sem ekki er á þínu færi að borga”, svaraði eg honum: “Konu ást”. XIX. KAPÍTULI. Vélaðnr i gildruna. Heilborn starði á mig um stund undrandi, en rak síðan upp skellihlátur. “Konu ást!” sagði hann. “Það er j)á hægt að kaupa ástina sem verzlunarvöru! Hefir ekki j)essi maður, sem við vorum að tala um, gjört j)að? Svo hann hefir stolið henni frá þér? Jæja, vinur minn, )ví j)á ekki a< -ara að hans dæmi? Það eru nógar kon ur til í heiminum, og þú ættir að reynast sigursæll hjá flestum þeirra. Það er einn hlekkurinn i lifskeðju manna”. Eg hefði getað rekið mannskepnunni hnefahögg, svo mjög sárnaði mér við hann. En eftir alt saman þá hafði hann rétt að mæla, frá hans sjónarmiði skoðað. En eg gat ekki hugsað til þess, að nafn Ethelar Reed væri brúkað svona í fíflskaparmálum manna á milli, einsog gjört var nú í New York borg. Þetta var að sönnu ekki nema byrjunin ennþá. En þegar blöðin tækju það til meðferðar, j)að tók út yfir alt. “Ef þetta er alt bara spursmál um ást einnar konu”, hélt Heilborn áfram, “þá ættir j)ú ekki að kvíða neinu. Eg vildi bara, að eg hefði tækifæri til að skifta við þig; en svo er nú ekki því láni að fagna fyrir mér. Það eina, sem eg gæti gjört, væri að koma j>ér i kunn- ingsskap við aðra stúlku. Þér virðist ekki lika hug- myndin, en hún er þó góð og áreiðanleg til að gefa þér sigur. Það er ekkert afl i heiminum jafn sterkt og kraftur konuástarinnar, nema aðeins eitt og það er kraftur afbrýðisseminnar. Láttu l)essa konu einu sinni sjá það, að þú þurfir hennar ekki með, að þú hafir leikið sama leik og hún, og þii getur verið viss um að þú nærð ástum hennar aftur, — ef þig vantar það og álitur að ást hennar sé þess virði að njóta hennar. Eg tala þetta af þekkingu. Og ef j)ú vilt, þá skal eg gjöra þig kunnugan mjög faliegri, elskulegri og auðugri stúlku”. “Virkiiega!” Eg var of hissa á þessari ræðu hans til þess að geta sagt nokkuð meira. “Hún er orðin þreytt á bónda sínuin, sem er bæði gamall og heimskur”, bætti Heilborn við. Hann tal- aði i svo sannfærandi róm og ákveðnum, að mér var ómögulegt að beita mér við hann einsog eg hafði ætl- að mér að gjöra; en það var að berja liann niður. Hann var að sjálfsögðu argasti þorpari, það var eg full- viss um. En hann var líka duglegur þorpari; hann vann af áhuga að sínum málum, og mér fanst það nærri virðingarvert við hann. Og svo var hann búinn að segja svo mikið meira en eg vissi að hann hafði ætl- að að gjöra, að eg kendi í brjósti um hann. Hann stóð uppi hjálparlaus gagnvart mér. Eg efaðist ekki um, að hann hefði rétt að mæla um þessa fríðu og auðugu konu; hún gat svo sem vel verið til. En eg bjóst við, að það væri gamanleikur, sem hann væri nú að reyna að leika við mig. Eg bjóst jafnvel við, að vel gæti ver- ið, að þessi kona væri embættissystir hans, í þjónustu ríkis sins. Mig hrylti við að hugsa til þess, að haldá áfram talinu um þetta efni. En ‘ekki væri þó ómögu- legt, hugsaði eg með mér, að með hans hjálp óbeinlín- is kæmist eg út úr vandræðum mínum á einhvern hátt. ‘íVið skulum fresta þessu umtali þar til síðar”, sagði eg eftir stundar þögn. “Þar til fréttablöðin hafa náð i söguna”, svaraði hann og hló. VTð hættuin svo talinu að sinni og eg ætlaði ekki að láta á mig festa hans síðustu orð, en gat þó ekki að þvi gjiirt. Eg beið með óþolinmæði eftir kveldblöð- unum Aðeins eitt af blöðunum flutti söguna og hún var þar greinileg. Af fyrirsagnarorðunum að dæma gíeti maður hugsað, að ritstjóranum hefði fundist það veru- legur gróðahnykkur fyrir blað sitt, að hafa tækifæri til að flytja svona sögu. Sagan var þar öll skráð af orðgnótt og full af kýmilegum innskotuni frá blaðamanninum. “Það er æðimikið skáldlegt við þessa sögu”, fór- ust blaðamanninum orð, sem hafði auðvita fengið sitt efni til sögunnar frá hr. Wehner. “Og giftingin, hve- nær sem hiin verður framkvæmd, verður vissulega hin eftirminnilegasta gifting i sögu New York borgar. Uin “yfirmann Johnson”, einsog hann er vanalegast kall- aður, er óþarft að segja nokkuð, utan það, að hann er sá stórmerkilegasti og hæfasti maður í heiminum, sem nokkurntíma hefir fengist við njósnarastörf, og í heila hans eru geymd nógu mörg og margvísleg leyndarmál til að gjöra stjórnarbyltingu í öllum löndum. “Ungfrú Reed, sem er í þann veginn að verða kona Johnsons, er komin af göfugum ættum frá Englandi. Hún kom til New York fyrir stuttum tíina siðan, alls- laus, og varð strax að byrja að vinna fyrir sér á einu gistihúsi hér í borginni. Þegar hún leggur upp i brúð- kaupsleiðangur sinn, þá fer hún sem auðugasta kona heimsins. Johnson hefir safnað feikna miklu fé, en engan haft til að eyða því með sér. Hann er maður, sem er þektur fyrir að stíga full skref, þegar hann legg- ur af stað”. Þetta var nóg til þess að byrja orðasveiminn og umtal um þetta manna á milli reis fjöllunum hærra, og næstá morgun var ekki blað í New York borg, sem ekki hafði söguna alla og ögn bætt við, svo hún var nú orðin lengri en fyrst. Ekki veit eg úr hvaða áttum fréttirnar bárust til blaðamannanna, en þeir höfðu þær. Eg gat hugsað mér, hvernig Johnson tæki öllu þessu. Ef áform hans var það, sem Wehner gat sér til, þá var það nú orðið lýðum ljóst. Eg sat í reykingarsalnum og var að hugsa um all- ar þessar sögur, þegar ókunnur maður kom inn og af- henti inér bréf frá Johnson.’hvar i hann segir mér, að hann vilji finna mig tafarlaust. “Eg er reiðubúinn að verða þér samferða”, sagði eg við ókunna manninn, sem eg sá að inundi bíða eftir svari. Gengum við svo báðir saman út úr gistihúsinu. Þegar við komum á starfsstofu Johnsons, var mér taf- arlaust vísað.inn í hans prívat skrifstofu. Eg var al- veg hissa á þeirri breytingu, sem eg sá að var orðin á honum. Hann hafði auðsjáanlega ekki notið svefns nóttina á undan, og útlit hans var óttalegt. Ilann virt- ist hafa elzt um heilt ár frá því eg skildi við hann síð- ast. Augun voru blóðstokkin að sjá og taugar hans voru óstyrkar og framkoma hans hikandi. Hann var alveg öfugur að útliti og framkomu við það, sem hann hafði áður verið. “Þú hefir sannarlega efnt það, er þú hótaðir mér, er þú varst hér siðast! Þú hefir komið öllum blöðum borgarinnar í uppnám”, mælti Johnson strax og eg kom inn. “Við hvað áttu?” spurði eg hann. “Þetta er alt þitt vprk!” grenjaði hann um leið og hann ýtti til mín stórum hlaða af dagblöðum, sem eg sá strax á fyrirsögnunum að fjölluðu um triilofun hans. “Eg hefi ekki sagt neinum blaðamanni ncitt”, full- vissaði eg hann um. “Mér var með öllu ókunnugt um þessa frétt, þar til eg las blöðin”. “En þetta er alt lýgi og vitleysa, sem blöðin flytja lesendum sínum”, lireytti hann út úr sér. “Hvað meinar þú með þvi, að kalla þetta lýgi og vitleysu?” spurði eg. “Eg meina það, að eg vil ekki að svona sé farið með einkamál mín”. , “Já, en það sannar ekki, að fréttin um trúlofun þína sé lýgi”, sagði eg, “'og vissulega skammast þú þín ekki fyrir trúlofun þína”. “Trúlofun! Trúlofun! Það er gátan. Eg hefi ald- rei minst á trúlofun. Eg hefi aldrei sett fram orð min þeim búningi”, sagði Johnson. , “En ungfrú Reed sagði mér sjálf í gær að hún væri trúlofuð hr. Johnson”, sagði eg. “Það hefir einhver komið þvi á gang”, sagði liann þurlega. “Þú virðist vera mjög vandræðalegur yfir svona einföldu máli”, mælti eg með glotti á vörunum. “Þú manst, hvað eg sagði i gær?” spurði eg hann. “Já, þú talaðir um inorð”. “Já, undir vissum kringumstæðum. Eg sagði þér þá, og eg endurtek það nú. að ef þú kemur óheiðar- lega fram gagnvart vini mínum, þá tek eg lögin í mín- ar hendur, án þess að hugsa nokkuð um afleiðingarnar af því”. “Eg efa, að þú hafir kark til þess, að framkvæma hótanir þinar, ef til þess kæmi; að minsta kosti er eg viss um, að þig skortir kjark til að gefa mér hótanir þínar skriflegar”. Eg hugsaði augnablik um orð hans. Eg sá strax, að hann var að reyna til að tæla mig út í vandræði. Það gat haft slæm afdrif fyrir mig, að lála ginnast af ögrunarorðum hans. En eg var orðinn svo kærulaus fyrir öllu. Ethel var mér töpuð fyrir fult og alt, og tilvera mín þess vegna orðin einkisvirði. “Ef þú vilt, að eg gefi þér skriflegt loforð um að borga þér, þá skal eg gjöra það”, sagði eg. Hann dróg út skúffu í skrifborði sinu og tók þaðan blað, eitt af sinum prentuðu bréfsefnum, og fékk mér það. Rétl þegar eg var að byrja að skrifa á það, þrcif hann það af mér aftur og fékk inér pappirsblað, sem ekkert var prentað á. Eg sá strax, hvað þetta átti að þýða. Ef að hótun min var skrifuð á hans eigið bréfs- efni, var fremur hægt að efa að eg hefði í raun og veru skrifað hana. Mér flaug í hug sem snöggvast hættan, sem af þessu gæti stafað fyrir mig, en sinti því þó engu, held- ur tók við bréfmiðanum. Skrifaði síðan hótun mína með mnum eigin sjálfblekungí, ritaði nafn mitt þar undir og dagsetningu. Johnson tók við miðanum, braut hann saman og lét í vasa sinn. “Það er ýmislegt i heimi þessum”, sagði liann sigrihrósandi, “sem við álítum ómögulegt, unz við sjáum það gjört sjálfir. Eg hefði aldrei trúað, að enskur lögfræðingur myndi gjöra annað eins og lietta, ef eg hefði ekki séð það sjálfur”. “Eg kem fram i þessu máli sem maður, en ekki sem neinn lögfræðingur”, sagði eg. “En þú veizt, hvað þú hefir gjört?” spurði hann mig. Eg svaraði honum engu, svo hann hélt áfram: GJÖF Fyrir óákveðmn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Stríðskortið er nautSsynlegt hverjum sem vill fylgjast met5 vit5burt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir 1 Evrópu. Einnig er prentat5 aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjóóir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stærb og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjóöanna samanburöur á herflotum og loftsklpaflotum, og ýmlslegt annaö. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKItA YFIR HEIMSKRI.XGLU PREMIUR. BróÖurdóttir Amtmannsins....... 2."c. Ættareinkenniö ................ 35c. Dolores ...................... 354.. Sylvia ...................... 2.*>c. Lára ....................... 2.*>c. Jón og Lára............... 2.*>c. Ljósavöröurinn ............. 3.*>c. StríÖskort NorÖurálfunn?r...... 3.*>c. TheViking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.