Heimskringla - 03.06.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.06.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 3. JÚNÍ 1915. HEIMSKRINGL- BLS. 3. Járnbrautir á lslandi. Álit Vestur-íslendinga 1 sambandi við hina itarlegu og bjarg-rökstuddu gre;n björns banka- stjóra Kristjánssonar um þetta mál, dettur inér hug að drepa lítillega á álit Vestur-íslendinga á járnbr i t- arlagningu hér á landi. Alþjóð er kunnugt, hve drengi- lega Vestur-lslendingar hafa stutt Eimskipafélagið, einungis af um- hyggju fyrir velferð fslands, og ai því má óhikað draga þá ályktun, að þeir leggi ekki önnur orð til járn- brautarmálsins en l>au, sem þeir eru sannfærðir um, að séu landi og þjóð fyrir beztu. Það má kannske segja, að þeir séu ekki “sérfræðingar” um járn- brautarmál, en þá eigum við ekki heldur. En svo er líka hitt víst, að járnbrautar “spekúlantar” eru þeir ekki heldur; við sjálfsagt þar mun rikari. Og þó að Vestur-íslendingar séu ekki járnbrautarfræðingar, þá eru þeir þu menn, sem mjög inikil og náin kynni hafa af járnbrautum; menn, sem um mörg ár og áratugi hafa búið i einu mesta járnbrautar- landi veraldar, og þar af leiðandi hafa daglega reynslu uin það, hvað járnbrautir þurfa að hafa til að flytja til þess að siandast allan kostnað. En til að sannfærast um, hvað Is- land hefir lítið til að flytja, þurfa þeir ekki annað en líta i íslenzkar landshagsskýrslur. Hvert er þá álit merkra manna meðal Vestur-íselndinga um þetta mál, þeirra, er um það hafa ritað eða talað? Þvi er fljótsvarað. Það er eindregiö á móti járn- brautarlagningu hér á landi. Síra Friðrik J. Bergmann ritaði mikið í mánaðarit sitt Breiðablik til stuðnings og styrktar Iiimskipa- félaginu, og minnist þá um leið á járnbrautarmálið, sem um þær mundir var mikið rætt um hér á landi í sambandi við skýrslu Jóns Þorlákssonar landsverkfræðings og járnbrautarfrumvarpið, sem flutt var inn á þingið 1912. Síra Fr. J. Bergmann segir meðal annars um járnbrautarmálið: ..........‘Skipaferðir og sigling- ar eru sjálfsögð samgöngutæki fyrir ísland. Vatnaleiðin einlægt lang- ódýrust til flutninga. Miðbik lands- ins alt óbygt, fjöll ein og firnindi, er eigi væri unt að leggja járnbraut um, nema með feiknakostnaði, sem ald- rei gæti staðið, nema i öfugu hlut- falli við flutningsmagn landsins. — Siglingar og skipaferðir þess vegna sjálfsögð flutningsfæri”. . . (Breiða- blik, apríl 1913). Og sama árið í október kemst hann svo að orði, og j>á meðal ann- ars um strætisvagna i Reykjavik: “Stærsta velferðarmálið, sem nú er á dagskrá þjóðar vorrar, cr eim- skipamálið. Að sönnu er talað um járnbrautir og áveitur nú í sömu andránni, og um strætisvagna í Reykjavík. I'.n mikið af j)essu er barnaskapur. Strætisvagnar í Rvík væri óþörf stofnun og kæmi að eng- um notum............. Þá er jáVn- brautin. Einsog nú er ástatt skil eg ekki, að nokkrum manni, sem veitt hefir járnbrautum eftirtekt, og jjvi flutningsmagni, er þær verða að hafa, til þess að komast i námunda við að borga sig, skuli geta hug- kvæmst, að nokkur tiltök séu með járnbraut á íslandi (leturbr. gjörð- ar hér)..............Tárnbraut yrði landssjóði óbærileg byrði, og kæmi landsbúum að litlum eða engum notum enn sem komið er” (Breiða- blik, okt. 1913). Hr. Jón Bíldfell, sem hér dvaldi i fyrra, lét þá skoðun sína í ljósi, bæði við mig og aðra, i einu við- tali, að járnbrautarmálið væri mjög ótimabært mál, og viðsjárvert, og hlyti að verða þjóðinni ofraun fjár- hagslega. Hanrí hefði enga trú á því, að járnbraut gæti haft svo mik- ið að starfa hér, að tekjurnar kæm- ust í námunda við útgjöldin. Saina álit létu fleiri merkir Vest- ur-íslendingar, sem hér voru á ferð sumurin 1912 og ’913 i ljós. Þar á meðal man eg eftir Sigurði Sigurðs- syni, stórbónda á Gardar í N. Dak., systursyni Einars Ásnnindssonar í Nesi. N. Dakota lslendingar lögðu stór- fé í járnbrautarspotta, sem bygður var í gegnum bygð þeirra árið 1908 og hafa því ölluin íslendingum fremur reynslu fyrir því, hvernig járnbrautir koma við budduna. — Járnbraut þessi er hér um bil 30 mílur enskar á lengd. og liggur eftir rennjsléttu akurlendi. Við annan endann eru sementsnámur, en hinn endinn liggur út á járnbrautarkerfí í allar áttir. Á báðar hliðar eru kornakrar svo langt sem augað eyg- ir. Skilyrðin fyrir því, að þessi hraut gæti borið sig, sýnast ekki ó- glæsileg, enda trúðu menn þvi. að svo hlyti að verða, og í þeirri trú lögðu þeir fram allstórar upphæðir. En hvernig hefir reynslan orðið? Hún hefir orðið sú, eftir því sem Sigurður Sigurðsson sagði mér, að hluthafar i þessari járnbrant þökk- uðu fyrir, cf einhver vildi kaupa hluti þeirra fyrir 10—20 prósent af ákvæðisverði. Og merkur maður, sem kunnugur er hér í landi, en hefir dvalið í N,- Dakota bygðinni íslenzku nú í nokk- ur ár, segir svo um þessa braut og járnbraut á fslandi, í nýkomnu bréfi: “Ekki skil eg, hvernig mönnum heima dettur í hug, að járnbraut geti borið sig á íslandi ennþá. Garðar- járnbrautin t. d., sein lögð er gegn um þéttbygð akurlönd, ber sig svo illa, að eigendur hennar eru í vand- ræðum með hana, og rikið verður árlega að leggja henni stórfé til reksturskostnaðar”. Þessu líkt er álit allra Vestur-fsl., sem um þetta mál hafa rætt eða ritað. Indriði Reinholt hefir ef til vill um tima verið eina undantekningin, en kunnugt er, hve fljótur hann var að hverfa aftur, eftir að hann hafði ferðast um hið fyrirhugaða járn- brautarsvæði hér sunnanlands. Og sjálfsagt hefir honum ekki lit- ist á blikuna við nánari athugun, því til hans hefir ekki spurst síðan. * * * Aftan við þetta álit Vestur-íslend- inga vil eg hnýta prýðisvel sögðum orðum eftir Húnvetning í sambandi við skraf Jóns landsverkfræðings Þorlákssonar, fyrr og síðar, um það að spara fé til alþýðumentunar á fs- landi og að Ieggja það heldur í járn- braut. Þessi orð Húnvetningsins birtust í “Skinfaxa”, blaði ung- mennafélaganna, og eru þess verð, að sem flestir lesi og festi sem bezt i huga. Orðin eru þessi: “Stundum þegar eg les blöðin langar mig til að taka þá til bænar, sem einna oddborgaralegast láta. Um daginn sá eg í einu sunnanblaðinu grein um járnbrautarmálið (þ. e. grein Jóns Þorlákssonar i Lögréttu), sem lýsir því, hvernig allmargir embættismenn líta á okkur alþýðu- mennina. Það voru ekki orðin sjálf um járnbrautarmálið, sem snertu mig óþægilega, heldur það, sem lesa mátti milli línanna. í sambandi við aukna framleiðslu talar höf. um upp- eldið og segir: “Við þurfum að ala upp duglegt starfsfólk”. Og af l>vi, sem hann skrifar um þetta “fólk” í greininni og tillögum hans um, að spara sem mest fjárframlög til al- þýðumentunar, má sjá, að höf. og skoðanabræður hans álíta ekki mjög nauðsynlegt að alþýðan sé svo vel að sér, þroskuð og hugsandi, að hún geti ráðið fram úr vandamálum sínum og dæmt um það, hvað fram fer i landinu. Þessir menn álíta langtum nauðsynlegra, að “fólkið” framleiði sem mest, svo að einbætt- ismenn og aðrir sjálfkjörnir for- ingjar lýðsins geti lifað sem þægi- legustu lifi og ráðið sem mestu”. Hér þarf engu við að bæta öðru en því, að það er sjálfgefið og ætti að vera öllum skiljanlegt, að ef hægt væri, að halda þjóðinni nógu heimskri og mentunarsnauðri, og þar af leiðandi lítt hugsandi og kærulausri um hag sinn, þá er “lærðum” og ólærðum “spekúlönt- um” i lófa lagið að hafa töglin og hagldirnar. Og er allur þessi járn- brautarleikur ekki einmitt til þess gjörður? V. I. — (fsafold). Eimreiðin. Vér tiöfum nú séð 2. hefti 21. árg. Eimreiðarinnar. Og er hún söm og jöfn. Frágangur prýðilegur og grein- ar vandaðar. Efnið er: — Smælingjar, eftir dr. Helga Jóns- son. Æfimitiningar önnu Thorlacius. Brynhildur, kvæði eftir Guðr.'und Friðjónsson. Olga Ott, saga þýdd af V. (i Þorsteinn dáinn, með mynd, eftir Valtýr Guðmundsson. Þorsteinn Erlingsson, kvæði, cftir Þorst. Þ. Þorsteinsson. Guðshugmyndin og slriðið, eftir Valtýr Guðmundsson. Skriftamál, kvæði, eftir Sigfús Blöndal. Ritsjá, eftir V. G. Ilringsjá, eftir V. G. * * * Smælingjar (bacteriur) er ágrip af bakteriufræði, stutt reyndar, en vel skrifað og fróðlegt, sérstaklega ef áfram væri haldið. Æfiminningar. Anna Thorlacius segir ágætlega frá öllu, sem hún tek- ur til meðferðar; Það er skemtun að lesa eftir hana. Brynhildnr er fagurt kvæði. Þorsteinn dáinn. Svo var Þor- steinn mönnum kær og kvæði hans hugljúf, að seint munu fyrnast, og munu margir með ánægju lesa þessi ininningarorð Valtýs. Hann get ekki komið með betra en þessi orði eftir Þorstein. Þorsteinn Erlingsson. Mjög skarp- legt og þó innilegt og hjartnæmt kvæði eftir Þorst. Þ. Þorsteinsson. Guðshugmyndin og slríðið. Val- týr á þökk skilið fvrir þessa rit- gjörð. Það er sein allir hafi forðast þetta, sneitt hjá þvi sem úldnu eggi og þeir, sem smakkað hafa úldin Hershöfðin i Carranza Hershöfíingi Carranza og ráögjafar hans fylgja bróíur hans til grafar, Jesús Carranza, hershöfðingja er féll þar syðra. egg, gleyma þeim aldrei. Það er eitthvað rotið, þegar ein þjóðin treystir því, að Guð hjálpi sér til au drepa hina þjóðina! En hvað það snertir, er Dr. Valtýr vitnar til Þor- steins Erlingssonar, þá mun það nærri láta, að rétt sé. Það hefir fyr- ir löngu verið opinbert leyndarmál, að Vilhjálmur hafi vitskertur verið. Vér komum með greirt um það í Heimskringlu i haust sem leið, og nú kemur Dr. Sarolea fram, einsog sést í blaði þessu, og fullyrðir að þýzka þjóðin, heimspekingarnir og vitringarnir, kennifeðurnir og stjórn málamennirnir, — alt sé vitskert orðið af megulomania. Menn hafa vitað þetta oft um einstaka menn; en þarna er þjóðin öll. Alt Þýzka- land er einn vitskertra spítali, að öðru en því, að þar er enginn lækn- irinn. Það fer nokkuð nærri, að til þeirra Þjóðverjanna megi heimfæra margt af því, er vér sögðum í Fróða fvrir rúmu ári, í greininni um hina sálarlausu, og var þó strið þetta ekki á stað komið þá. En fáir vildu þá gaum gefa. Mennirnir skilja oft ekki fyrri en þeir eru lamdir og það iila. Þá er Skriftamál, og svo hvað stríðið kostar, og mun þar heldur vera talið of lágt, en of mikið. Þá kemur ritsjá og hringsjá. — f hringsjánni er getið ritgjörðar Dr. Sigurðar Noialals, og talar Valtýr um hana af fróðleik. Annar maður var búinn að geta um ritgjörð þessa, Dr. Björn M. ólsen, og lauk á lofsorði. En það, sem Dr. B. M. ólsen lýkur lofsorði á, geta menn verið vissir um að er einhvers virði. Það gladdi oss því stórlega, er vér lásum uin mæli hans um Dr. Sigurð Nordal. Vér sáum, að þarng var einn nýr og mcrkur fræðimaður, sem vér ineð líðandi árum myndum heyra frá. Hann er Húnvetningur. Þeir eru það allir Nordalarnir og eru margir þoirra hér vestra. Bændafélögin. (Útdráttur úr ræðu, er haldin var samkomu Bændafélagsins i Siglunesbygð 16. apr. sl. fíitað eftir áheyranda. félag starfaði aðallega að kornverzl- un. Árlega væri félagsmönnum borguð góð renta af hlutum sinum. Arður af kornverzlun félagsins væri allmikill; en hann væri ekki látinn renna í sjóð ^instakra manna, held- ur væri honum varið bændafélögun- um til styrktar á ýmsan hátt. Til dæmis'mætti benda á, að félagið hefði veitt hinum fátækari bænda- félögum (G.G.A.) á síðastlionum ö árum 27 þúsund dollará. Og á- líka upphæð á sama tima bænda- blaðinu (Grain Growers’ Guide). — Mætti benda á ýmsan stórvægilegan hag. sem bændur hefðu orðið að- njótandi i kornræktarsveitunum fyrir aðgjörðir þess. Auk þess væri húgmyndin að fá sem allra flesta bændur inn í félagið, einsog varafor- seti þess John Kennedy hefði tekið fram nýlega. f Saskatehewan væri eitt félag, er nefndi sig Co-operative Elevator Co. í þvi væri nú 20,000 bændur, er ættu 224 kornhlöður. Fjárhagur félags- ins góður, og á síðasta ári hefðu þeir styrkt Grain Growers félugið þar i fylkinu með $2,000 tillagi. Þar í fylk inu hefðu líka nokkrar deildir G. G. myndað kaupfélög. Yfirstj.órn fé- lagsins hefði verzlunina með hönd- um er komið hefði upp á $300,000. Hreinn ágóði varð $75,000. Og eftir því sem ráðsmanni félagsins hefðu farist orð, myndu bændur í fylkinu ekki hafa grætt minna en $300,000 í niðursettum vörum. Þá hefðu konur' myndað sérstakt félag undir nafninu Grain Growers, með sérstakri stjórn og sérstöku árs- þingi. Hið fyrsta ársþing sitt hefðu þæ r haldið i vetur í Regina. Þgr hefðu mætt um 200 konur. Öll stefndu félög þessi að sama markinu: viðreisn og velgengni bændastéttarinnar; að auka þekk- inguna og efla efnahaginn. Ræðumaður kvað því haldið fram — og ekki að ástæðulausu — að bændur væru yfirleitt áhugalitlir fyrir félagsskap. Nú væri áhuginn vaknaður, og vonaði hann að með vaxandi áhuga og vaxandi menn- ingu kæmi sá tími, að tilliigur bænd- anna úr Norðvesturlandinu yrðu ekki bornar fyrir borð á Ottawa- þinginu, einsog gjört hefði verið til þessa. Arsþing félaganna hefðu ákaflega mikla þýðingu. Þar kæmu saman flestir hinir vitrustu og beztu menn meðal bænda, og þar tækju fylkis- stjórnirnar höndum saman við bændur með hollum ráðum og fjár- framlögum. Til dæmis hefði stjórn- in i Saskatchewan veitt (í. (i. félag- inu árið sem leið $500. Stjórnin i félaginu þar $1000. Fikki yrði séð af ársskýrslu félags- ins að fylkisstjórnin i Manitoba hefði veitt þvi fjárstyrk. Sér findist þó, að hún ætti að gjöra það. Fiinsog kunnugt væri gæfi félagið út blað, Grain Grotvers Guide, sem væri eitt hið bezta og óháðasta blað í Canada. Skýrði það stefnu og mál- stað félagsins. Einkunnarorð þess, er standa fremst á hverju blaði, væru: “Organization, Education og Co-operation" (Félagslegt skipulag, mentun og samvinna). í blaðinu 1 'ivru margar góðar bendingar um | búskap, sem ölluni væri nauðsyn að | kynna sér. Hann minti á, að heima j á fslandi hefðu þeir verið kallaðir Fyrstur talaði S. O. Eiríksson um bændafélgin (Grain Growers Asso- ciation, United Farmers of Alberta, Grain Growers Grain Co. o. R.), sem myndast hafa hér i Vesturfylkjun- um. Hann kvað Grain Growers félagið j Alberta veitti i Saskatchewan hafa haldið hið 14. ársþing sitt í Regina i febrúar i vet- ur, sem hefði staðið yfir i fjóra daga. Um vöxt og viðgang félagsins mætti nokkuð ráða af því, að þar hefðu mætt um 1500 fulltrúar hinna ýmsu deilda þes’s. Sýndu ársskýrsl- ur félagsins, að fjárhagurinn væri allgóður; $10,000 í sjóði; þó væri meðlimatillag ekki nema $1.00 á ári. Á ársþingum félaganna i Manitoba og Alberta, er haldin hefðu verið í Brandon og Edmonton, hefði mætt samtals um 1200 fulltrúar og rætt mál sín þrjá daga samfleytt. Grain Grmvcrs Grain Co. hefðu bændur stofnað fyrir átta árum sið- an. Það væri hlutafélag með 15,500 | “fúskarar”, sem kunnáttulítið hefðu hluthöfum. Ilver hlutur kostaði $30.00. Sagðist hafa orðið var við ýmsan misskilning um þetta félag. Sumir teldu það með auðfélögum, sein aðeins væri stofnað til að auðga einstaka menn. En slíkt væri fjar- stæða. í félaginu væru aðallega bændur og inætti enginn eiga nema takmarkaða tölu af hlutum, Þetta fengist við smiðar. Við íslendingar værum yfirleitt “fúskarar” í búskap; bæði gripa-búskap og kornyrkju, og þyrftum að reyna að fylgjast með í nýrri þekkingu á öllu þess háttar, ef við ættum ekki að dragast aftur úr. Það væri því hin mesta nauð- svn fyrir okkur, að ganga i þennan félagsskap og fylgja honrtm með á- huga og skynsemi. Og hver og éinn enskumælandi maður ætti að kaupa blað félagsins, og lesa það með at- hygli; það margborgaði verð þess. Við í þessari bygð hefðum byrjað í fyrra að ganga í þetta félag. Það hcfði virzt vera áhugi f.vrir þvi. En sér findist sá áhugi að dofna. Slikt væri mjög illa farið. Orsökin myndi vera sú, að menn hefðu alment of litla þekkingu, of lítinn skilning á stefnu og starfse'mi félagsins. Við hefðum gjört tilraun til að panta vörur, og haft af þvi nokkurn hagn- að, beinlínis og óbeinlinis. Kaup- menn hefðn selt sanngjarnara, af þvi þeir vissu af þessum samtökum. Hefði það enn betur komið í ljós hér austur við brautina á Mulvey- hill, þar setn bændur væru búnir að koma upp dálitiili ■ bændavezlun. Þar væri hagurinn meiri. Við ættum hér óhægt aðstöðu með'vörupöntun, vegna illra samgöngutækja. Værum fjærri járnbraut og vegir ckki svo góðir sem skyldi. — Þeir væru marg ir, sem ekki skildu annan tilgang fé- lagsins en að útvega ódýrar vörurj og ef það mislukkaðist, þá mistu þeir áhuga sem félagsmenn. Þetta mætti ekki svo til ganga. Ef við gæt- um ekki hagnýtt okkur það, að panta vörur frá G. G. félaginu, þá ættum við að semja við kaupmenn félagi um betra verð á vörum. — Aðalskilyrðið væri, að halda vel saman í félagsskapnum; vera vak- andi og áhugasamir um alt það, er sveitinni gæti til hagnaðar orðið i verzlun og viðskiftum, og umfram alt auka þekking okkar og skilning á málum félagsins og málefnum bændastéttarinnar. — Á Englandi, * Danmörku og víðar keyptu og seldu bændur vörur sinar í félagi. Hefðu sínar eigin heildsölu og smásölu verzlanir og sérstaka banka (Agri- cultural Credit Banks). Þar gætu þeir fengið peningalán Til langs tíma, jafnvel 50 ára, með lágum rent- um og góðum skilmálum. Rentur af peningunum 4—5 prósent og árleg afborgun af höfuðstólnum 2 prósent. Þannig borgaðist höfuðstóllinn að fullu á 50 árum. Afleiðingin af þess- um góða félagsskap og sanngjörnu lánskjörum væri almenn velliðun meðal bændanna. Að sama tak- marki stefndu bændafélögin hér í Sléttufylkjunum, og þangað kæmust þau fyrr eða siðar. tslenzkir hermenn. Þessir eru íslendingar í 43. bat- talion 79. Cameron Higlanders of Canada, sem eru á leiðinni á vigvöll- inn: Árni Valdimarsson Davis, Hjálmar Sigurðsson, Óskar Sigurðsson, Einar Magniisson. Árni er sonur Valdimars Daviðs- sonar. Jósafatssonar, sem bjó í Brjánsnesi í Mývatnssveit snemma á 19. öld (nú i eyði). Kona Daviðs, ferjumanns á Ferjubakka í öxar- firði, var Rannveig Jósefsdóttir Ei- ríkssonar (úr Reykjadal í S.-Þing- eyjarsýslu). Móðir Árna er Margrét Árnadóttir Jónssonar, Sigurðssonar. sagnritara í Borgarfirði í N.-Múla- sýslu. Árni Valdimarsson er fædd ur 29. september 1888, á Young St. í Winnipeg. Maður vel að sér gjörr. Hjálmar er sonur Sigvalda Sig- urðssonar, Steinssonar, á Harðbak á Sléttu i N.-Þingeyjarsýslu, og Mar- grétar framan nefndrar. Sigursteinn, albróðir Iijálmars en hálfbróðir Árna, fór í herinn i ágúst- mánuði 1914; er nú á vigvellinum. Þessir 3 bræður erú því ættaðir i feðra ættir úr N.-Þingeyjarsýslu. Mér er ókunnugt um ættir Óskars og Einars. En faðir Einar er úr N.- Múlasýslu. K. Ásg. lienedikttsson. * * v- Aths.—Xér erum höf. þakklátir fyrir þessar upplýsingar viðvikjandi fslendingum, er i herinn hafa geng- ið, og viljum enn biðja aðstand- ur eða vini þeirra, er í herinn ganga (eða hafa gengið), að láta oss í té upplýsingar um þá. — óskar Sig- urðsson, sem höf. getur um, mun vera sonur Páls sál. Sigurðssonar, er lengi rak mjólkursölu hér i borg. fíitstj. THE CANADA STANDARD LOAN CO. ATVhI Skrlfstofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþægrlnda þelm sem hafa smá. upp- hættir tll þess a?S kaupa, sér I hag, Upplýsingrar og: vaxtahlutfall fæst 4 skrifstofunni. J. C. Kyle, rAWnmaWar 42S Maln Street, Wlnalpear. Rafmagns heimilis áhöld. HLughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns t>vottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar “L.aco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universar’ Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Main 4064 Winnipes VlTSgrJörÓir af öllu tagri fljótt og vel af hendi lelstar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cahlnet Makera and Upholaterera Furnlture repaired, upholstered and cleaned, french polishing and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shipment Chalrs neatly re-caned. Phone Garry 3112 369 Sherbrooke St. Brúkaöar saumavélar meTJ hæfl- legu veröi.; nýjar Singer vél&r, fyrir peninga út i hönd eöa til letlgu Partar 1 allar tegundlr af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- nographs á mjög lágu verTll. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta" og verksmala Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunveróur, $1.25. Máltíöir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla statti, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talsfml Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Chas. GuMtafsson, elgandi Sérstakur sunnudags miódagsveró- ur. Vín og vindlar á boróum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta at5 kveldinu. 2S3 MARKET STREET, WINNIPEG Isabel Cleaning and Pressing Establisbment J. W. RUINN, elgandl Kunna manna bezt aö fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ VlBgeríir og breytlngar á fatnabl. Phone Garry 1098 83 lsabel St. horni McDermot H.JOHNSON Bicyle & Machine Works Gjörir við vélar og verklasri reiðhjól og rnótora, skerpir skauta og smíðar hluti í bil- reiðar. Látið hann sitja fyrir viðskiftum ykkar. Alt vel at hendi leyst, og ódýrara en hjá öðrum. 651 SARGENT AVE. Opinber tilkynning. HéRMED tilkynnist a.Z>, samkva'mt “The Tmperial Army Act,” er ekki hægt aö setja fast kaup soldáta sem er í því sem er kallaó the “Permanent Force” Ef íbúar sem lifa í þessu “Divisional Area” eóa lands plássi, leyfa soldátum sem tilheyra “The Permanent Force” aö komast í skuld viö sig, þá gjöra þeir það uppá sína eigin hwttu. W. E. HODGINS, Brigadier General Acting Adjutant General Ottawra, 18. maí, 1915 Blöðuni veröur ekki borgaö fyrir þessa auglýsingu ef þua birta hana án levfis frá Department of Militia and Defence. H.Q. 94-14.q—80355 35-36 I Coiumbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vcr kaupum hvciti og aðra kornvöru, gefum Ivæsta verð rg úbyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.