Heimskringla - 03.06.1915, Page 6

Heimskringla - 03.06.1915, Page 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚNí 1915. Hin Leyndardómsfuilu Skjöl. Suga eftir WALTEfí WOODS. “Þú hefir beinlínis hótað, munnlega og skriflega, a8 myrða mig, og með því gjört mér ónauðsynlegt að álíta að mér sé mögulegt að hafa þig í minni þjónustu lengur. Eg væri sannur heimskingi, ef eg borgaði þeim manni laun, sem situr um líf mitt, og sem getur verið alræmdur morðingi og stórglæpamaður. * Eg er sann- færður um, að í þinu landi Englandi mundi svona at- hæfi geta orðið dýrt spaug fyrir mann”. “Það mundi vera alt undir kringumstæðunum komið’’, sagði eg, en átti þó hálf erfitt með að halda mínum djarfmannlega svip. “f Ameríku segist mjög mikið á svona löguðum hótunum, og eg gæti nú þegar látið taka þig fastan og varpa þér í fangetsl”, mælti hann, og horfði framan i mig með sigurbros á andlitinu. Það varð nú stundar þögn. Eg vissi lítið pm lög í Ameríku, og það gat verið, að Johnson væri aðeins að hræða mig. En svo gat hitt einnig verið, að hann hefði satt að mæla. “Eg ætla nú samt ekki að fara svo strangt i sak- irnar. Eg ætla að gefa þér einn kost enn, — þann allra síðasta. Og áminni eg þig nú um að athuga málið með stillingu og gætni’’. Háttalag hans gjörði mig í mesta máta forvitinn. Eg hafði ekki minstu hugmynd um, hvað var að brjót- ast um í huga hans. Var því ekki mót von, þó eg yrði ekki stórkostlega forviða, er hann bætti við og sagði: “Það er tillaga min, að þú farir burtu úr Ameríku og heim aftur til Englands, og að þú áður en þú ferð afhendir mér afskriftina af skjölunum, sem þú hefir sagt mér að þú hafir, og að eg borgi þér laglega upp- hæð í peningum, — nóg til að koma undir þig fótun- um efnalega eftir að þú kemur heim aftur til Eng- lands”. “Og eg á að skilja hér við Ethel Reed?’’ spurði eg hann, um leið og eg stóð upp af stólnum, sem eg sat á beint á móti Johnson. “Ungfrú Reed kemur ekki þessu máli neitt við. Það er úttalað um það mál”, bætti hann við. “Nei, ekki á meðan eg lifi”, svaraði eg honum. “Það er eitthvað á bak við alt þetta trúlofunarstand, og eg hætti ekki, fyrri en eg hefi komist fyrir sann- leikann i þvi máli”. “Mig minnir, að þú segðir mér rétt áðan, að hún hefði sjálf sagt þér það”, svaraði Johnson. “Hver er ástæðan fyrir, að þú setúr mér þessa kosti?” spurði eg hann. “Ástæðan er sú, að eg vil komast hjá öllum hætt- um fyrir sjálfan mig og aðra. Eg er orðinn gamall maður”. Eg hnefti að mér yfirhöfninni og sá bregða fyrir ánægjuglampa í augum þessa fjandmanns mins. “Hefir þú afskriflina rheð þér?” spurði hann mig, er hann sá á mér ferðasnið. “Já, og hún fer með mér héðan”, svaraði eg hon- um kuldalega í einbeittum róm. “Þú ætlar þá ekki að skilja við þig þinn hluta af leyndarmálinu?” “Nei, alls ekki”. “En ef eg þrengi þér til þess?” “Ekki undir neinum kringumstæðumt” “Ekki einu sinni í skiftum fyrir konu-ást?” sagði Johnson. , Eg stökk i áttina til hans og ætlaði að ná taki á hálsinum á honum, en hann varð fyrri til og miðaði skammbyssu beint að enni mér. “Hættu þessum leik!” sagði hann. “Eg vil ekki að neitt ógeðfelt komi fyrir hér inni. Taktu þér sæti aftur og við skulum tala saman um málið með still- ingu. Það er nauðsynlegt, að hafa votta viðstadda og skal annar þeirra vera maður sá, sem sagði mér í morg- un, hvað þú vildir fá fyrir skjölin. Þess vegna mint- ist eg á áðan, hvort þú myndir ekki vilja skifta á þeim fyrir konu-ást”. Johnson hringdi bjöllu og kom inn þjónn, sem hann hvíslaði einhverju að. Svo fór þjónninn burtu aftur. Nær því áður en eg víssi af, vorum við orönir fimm i herberginu: Johnson, eg sjMfur, Heilborn, Goodwin og Silkv Silas. Það mátti þó segja, að það var ekki sérlega óálit- legur félagsskapur, sem eg var kominn í, eða hitt pá heldur. Eg þurfti trauðlega að óttast, að máli mínu væri ckki borgið i höndum þessara manna! En þó dró eg efa á farsæl málalok fyrir mig. XX. KAPITULI. E<) er gjörSur aS fanga. Eg var orðinn svo vanur við hitt og þetta óskilj- anlegt hjá Johnson, að eg hugsaði að ekkert það gæti komið fyrir, er gjörði mig alveg forviða og hina. En það tók út yfir alt annað, sem eg hafði séð þar eða reynt, hvað þessir þrir menn, sem allir voru svarnir óvinir mínir, voru samtaka i þvi, að mætast á þessum stað svona snögglega. Eg sá strax, að þarna átti nú til skarar að skríða, hvað mér við kom, og þó mér hefði ekki tekist svo illa, að verjast gegn Johnson einum, þá var lítil von til þess fyrir mig, að eg mætti sýna nokkurt viðnám þessum skara af ófyrirfeitnum þorpurum. “Það er óhugsandi”, byrjaði Johnson, “að þér geti orðið borguð skjölin í þeirri mynd, sem þú óskar”. “Þú ættir að geta unnið þitt fyrirhugaða starf, an þcss að hafa nafn heiðarlegrar stúlku einlægt á vörun- um í sambandi við það”, svaraði eg, og sá eg strax að honum féll illa, að vera ávítaður á þenna hátt í viður- vist annara. Hann var óvanur því, að nokkur biði sér slíkt. “Þú ert tæplega maðurinn, sem gæti kent öðrum siði”, svaraði Johnson eftir augnabliks þögn, og var auðséð, að hann var að reyna að hafa taum á tilfinn- ingum sínum. “Við erum hér komnir til þess að at- huga þjófnaðarmál”, bætti hann við. “Þjófar eru settir til þess að ná þjófum og dæma þá, — það er víst það, sem þú meinar, hr- Johnson?” sagði eg við hann djarfmannlega. “Það er víst engin undantekning hér í þessu herbergi, ekki einu sinni hvað snertir höfuðpaurinn sjálfan’. bætti eg við og hló stóran hlátur. “Eg sé eiginlega ekki mismuninn á okkur tveimur, hr. Johnson, hvað viðkemur þessum skjölum. Við virðumst báðir hafa tekið býsna föstum tökum á þeim, og báðir vilja halda fast um þau. lín þar sem þú hefir nú dregið saman herlið þitt, þá væri mér forvitni á að vita, hvað þið allir hafið að segja”. Johnson kinkaði kolli yfir til Heilborns, en hann leit á Silky Silas. “Gott og vel”, mælti Johnson og gaf bendingar til Silky Silas. “Við verðum nógu margir eftir til að verða étnir upp af þessum oflátung”. Silky Silas fór út úr herberginu, en óviljugur samt, því hann var búinn að heyra nógu mikið til þess að vilja heyra meira. “Þessi skjöl, sem þú stalst”, sagði Heilborn, “inni- halda leyndarinál, sem er kunnugt aðeins einum eða tveimur, sem eru nákunnir málinu”. “Já, og ef til vill einum eða tveimur öðrum, sem eru ekki nákomnir málinu og sem sízt ættu að vita nokkuð um það”. Um leið og eg sagði þetta leit eg fyrir- litningaraugum til Johnsons, sem eg sá að likaði þetta innskot jnitt ekki sem bezt. “Það er skylda mín, að skila skjölunum á jmnn stað, þar sem þau eiga að vera og sem þau eiga heima á”, hélt Heilborn áfram. - “Það er að segja: til innanríkisráðherra þíns”, sagði eg. Ileilborn rak upp lágt hljóð, og leit yfir til Johnsons. “Eg hefi alls ekkert sagt og eg veit ekkert”, tók Johnson til máls. “Ekki við hans hátign”, ma-lti Heilborn. “En við iians erindsreka hér í þessu landi”. “En þvi er eg heiðraður með þinni tiltrú?” spurði eg Johnson. “Fyrir þá einföldu stæðu að þú hefir afskrift af skjölunum”, svaraði .lonnson. “Eg tala svona einlæglega við þig af því að eg veit að þú ert einsog aðrir Englendingar, þjóðrækinn”, sagði Heilborn. “Og skjölin innihalda eitthvað það, sem ^etur or- sakað, að tvær vinaþjóðir stökkva hvor á annars háls, ef leyndarmálið kemst upp?” “Eg get. ekki sagt þér neitt um innihald þeirra”, svaraði Heilborn. “Alt sem eg á að gjöra er að ná þeim aftur”. “Þá eigið þið viðskifti saman, þú og þessi herra- maður”, sagði eg og benti yfir til Johnsons, sem sýndi nú verulega vanþóknun sína á framkomu minni gagn- vart sér. Honum fanst alls ekki eg bera nægilega virð- ingu fyrir persónu sinni í tali mínu. ! “Það atriði er nú þegar klárt og klappað”, sagði Heilborn. “En það er afskriftin, sem þii tókst af skjöl- unum, sem mig vantar”. “Ef eg hefði ekki haft hugsun á því, að taka af- skriftina, þá hefði eg algjörlega verið skilinn eftir úti í kuldanum, sem menn segja, í þessu ináli”, svaraði eg Heilborn. “Það hefði verið þér sjálfum að kenna”, tók John- son fram i, “því þú hefir neitað öllum tilboðum frá mér”. , “Já, og ncita enn”, svaraði eg. “Við erum ekki skildir enn að inálum”, svaraði Johnson og reyndi að dylja reiði sina. “En halt þú á- fram ináli þínu, svo þessir herrar, sem hér eru hjá okk- ur, fái ljósa hugmynd um málið frá þinni hlið”. Eg skildi strax hvað Johnson var að fara, og i stað þess, að gjöra einsog liann bauð, þá gaf eg Heil- born bendingu um að segja fyrst l>að, sem hann hefði að segja málinu viðkomandi. “Þetta mál er nú sem næst úttalað”, svaraði Heil- born, “nema hvað við kemur afskriftinni, sem við vit- uin að þú hefir, og sem við vitum einnig að þú hefir engan rétt til að halda fyrir mér”. , “Það lýtur svo litj sem ilt sé að trúa hr. Johnson fyrir leyndarmálum”, sagði eg. ^’Hann er sá eini mað- ur, sem eg hefi sagt, að eg hefði tekið afskrift af skjöl- unum. Og það ert þú” sagði eg og sneri mér að John- son, “sem hefir stofnað til þessa mikilsvarðandi fund- ar hér”. “Þú neyddir mig til þess”, svaraði hann. “Hlópst þú með hérunum til þess að veiða hund- ana?” spurði eg hann. “Þetta var algjörlega sérstakt mál”, staraði hann. “Og alveg einkennilegt mál. Mér var gjört ómögulegt að vinna að því einsog staða mín bauð mér. Eg veit, að framkoma mín i einu eða tveimur atriðum hefir verið sú, að eg mæli henni ekki bót. En eg inátti til með að gjöra það sem eg hefi gjört. Eg hafði undir- gengist að ná skjöiunum og skila þeim á sinn stað, svo framarlega sem þau væru finnanleg í Ameriku, og eg má ekki skemma mannorð mitt. Og þar fyrir utan á- lít eg að eg hafi gefið þér gott tækifæri til að ná þínu út úr þessum viðskiftum, ef þú hefðir viljað hagnýta þér tiiboð mín”. “Var það nauðsynlegt fyrir þig, að komast upp á milli mín og stúlkunnar, sem eg elska?” spurði eg. “Ó, við skulum ekkert fara að fara út í það mál, sem er einungis tilfinningarmál fyrir þig, en kemur ckkert aðalmálinu við”, svaraði Johnson kæruleysis- lega. “Það er nú einmitt höfuðatriðið”, sagði eg. “Ef það hefði ekki komið fyrir, þá hefði eg glaður kastað skjölunum í þann eld, sem næstur mér var”. “Það hefði alls ekki verið fullnægjandi”, svaraði Heilborn. “Skjölin mega ekki brenna; þau þurfa að komast i hendur eigendanna og þeirra, sem skrifuðu þau. Annað dugar ekki”. “Það vill oft til”, svaraði eg, “að bréfritari er mjög áfram um, að ná í bréf sín aftur”. Hvorki Heilborn né Goodwin svöruðu þessu neinu, en Johnson sagði þurlega: “Það þarf ekki endilega að vera bréf, sem menn vilja ná í aftur”. Eg vissi strax að það var miðinn með hótuninni á, sem hann átti við, og eg sá nú, að honum fanst sá litli miði dýrmætari en nokkru sinni áður. Ilann lyfti hendinni ósjálfrátt upp að vasanum, sein hann hafði látið miðann í, einsog til að vera viss um, að hann væri þar kyr. Síðan setur þann á sig fyrirmannlegan svip og mælti: “Við get- um sparað okkur heihnikið af óþarfa masi ineð þvi að snúa ókkur beint að málefninu, sem fyrir liggur til um- ræðu. í þessum vasa eru þau skjöl, sem þú fanst á skrifstofu þinni í London, — svo maður viðhafi orðið “fanst”, ef þér likar það betur. Stór upphæð í pening- um — ef til vill hundrað þúsund pund, eftir þínu pen- ingatali — verður borguð fyrir þau, ef afhent réttum eiganda”. “Því þá ekki að afhenda þau?” spurði eg. “Fyrir þá ástæðu, að afskriftin verður að fylgja þeim”, sagði Johnson. “Láttu nú sjá og notaðu skyn- semina. Gjörðu sjálfum þér þann mesta greiða, sem þér er unt í lifinu —” “Og fáðu þér aðra stúlku”, greip Heilborn fram í hlæandi og kinkaði kolli framan í mig. Johnson féll þetta innskot Ileilborns ekki sem bezt. Ef til vill hefir hartn hugsað, að það mundi frem- ur verða til þess, að eg sæti við minn keip. “Taktu fimmtíu þúsuntl dollara fyrir afskriftina”, hélt Johnson áfram. “Ef þú gengur að þessu, þá skulu þér borgaðir peningarnir nú strax, — ef afskriftin reynist rétt og sönn, en það getum við fundið út hér á tíu sekúndum —. Og það sem er kannske meira virði til þín, eg skal fá þér aftur litla miðann, sein við vit- um báðir um. Eg meina þann, sem þú skrifaðir hér ekki fyrir Iöngu siðan. — Hvað segir þú svo um þessi tilboð?” “Það sama, sem eg hefi áður sagt”, svaraði eg. Það varð stundar þögn. Johnson tók svo til máls aftur: “Þú endurtekur neitun þína?” Eg kinkaði kolli til samþykkis. Það er engin von um sigur fyrir þig”, hélt John- son áfram. “Eg fullvissa þig um það. i eitt skifti fyrir öll, að þú þarft ekki að hugsa þér að þú vinnir sigur á mér”. “Vonin um sigur er mín eins lengi og eg lifi”, sagði eg jafn ákveðinn og fyrri. Það væri hyggilegra fyrir þig, að afla þér fjár meðan þú hefir tækifæri til þess á heiðarlegan hátt”, svaraði Johnson. Eg svaraði honpm engu. , Hann hélt þá áfram talinu: “Þú ert algjörlega ofur- liði borinn hér”. Um leið og hann talaði leit hann yfir til Heilborns, sem skildi víst augnatillit hans; þvi áður en eg hafði tíma til að koma fyrir mig nokkurri vörn, var hann búinn að ná taki á hægri úlnlið mínum, en Goodwin á hinum vinstri, og þannig héldu þeir mér niður í stólnum; en Johnson gekk framan að mér og tók alt sem hönd á festi úr vösum mínum. Mér finst það nii hálf einkennilegt, að eg skyldi ekki gjiira neitt til að reyna að verja mig. Eg áleit, að bezt væri að lofa þeim að hafa sitt fram mótþróalaust. Og þar að auki gat eg einn ekkert gjört á móti þremur. Svo var það önnur hugsun lika, sem greip inig: Þeir Heilborn og Goodwin voru Hklegir -til að fara frá New York von bráðar, og þá var Johnson einn eftir; en það var hann, sem eg þurfti að jafna sakirnar við og ætlaði líka að gjöra það. Johnson athugaði nákvæmlega afskriftina og bar hana svo saman við skjölin, sem hann dró upp úr vasa sínum i þeim tilgangi. “Það er nákvæmt eftirrit, sem sýnir ljóslega hæfi- leika þina í því efni”, sagði hann. Þú ert annars að mörgu leyti hæfileikamaður, jafnvel helzt til mikill til þess að hafa svona skjöl meðferðis”. Siðan tók liann afskriftina og kveikti i henni með eldspítu og fleygði síðan öskunni í hrákadallinn. “Fimmtíu þúsund dollarar hefðu litið betur út en þessi aska. Finst þér ekki svo?” spurði hann mig. “En hundrað þúsundin líta þó ennþá betur út, þeg- ar eg fæ þau”, svaraði eg. “Þegar þú færð þau — já”, sagði hann háðslega. Svo hló hann ánægjulega, eins og hefði hann unnið stórkostlegan sigur og þar með létt þungri byrði af huga sínuin. “Eg held að það sé hér ekkert meira að gjöra fyr- ir okkur alla sanian. Eg held þið megið skilja okkur hér eftir tvo eina um stund, vinir minir”, sagði John- son, og beindi orðum sínum til þeirra félaga Heilborns og Goodwins, sem tafarlaust létu mig lausan. “Vinur minn hér”, hélt svo Johnson áfram, “reynir ekki — eg veit það — til að sýna mér neinn mótþróa framar, þar sem við erum nú farnir að skilja hvorn annan fylli- lega”. Heilborn og Goodwin fóru síðan út úr herberg- inu, en eg var ðeinn eftir hjá Jolinson. “Auðvitað”, sagði Johnson, “veit eg það, að þú munt snúast enn djöfullegar á móti mér eftir þetta; en svona hlutir geta æfinlega komið fyrir i þessum und- arlega heimi”. “Þú hefir alveg rétt fyrir þér þar”, sagði eg. “Eg skal hreyfa himin og jörð úr stað til þess að koma fram grimmilegum hefndum”. “Og til þess að skeinma fyrir mér á allar iundir?” spurði hann. “Á einn hátt fyrir það fyrsta”, fullvissaði eg hann um. “Vissulega ert þú einkennilegur maður, og er ekki laust við, að þú gjörir mig hálf skelkaðan. Eigum við ekki að segja góðar stundir nú í bili?” “Eg er alveg ánægður með það; eg er reiðubúinn að fara”, sagði eg. “Þá skulum við koma þennan veg út”, sagði hann brosandi. “Nei, nei, þetta er ekki leið, sem þú hefir farið áður; en þú verður að gá að því, að svona stofn- anir hafa margar leiðir út frá sér og inn til sín. Það eru svo margir að koma og fara alla daga og allar næt- ur, að annað dygði ekki. Eg veit, að við eigum eftir að sjást enn, úr því þú hefir ákveðið að fara ekki burt úr New York að svo styddu, eftir því sem þú hefir sagl mér”. Johnson talaði af miklu fjöri. Það lá dæmalaust vel á honum. Hann hafði unnið sigur, en eg orðið hraparlega undir í viðureigninni. Johnson opnaði hurð og hélt henni hálf opinni, einsog til að gefa mér tækifæri til að fara ,um dyrnar á undan sér. Eg sá að þessar dyr láu inn i hálfdimt herbergi, sem eg hélt að væru gluggalaus göng; en. að úr þeim göngum myndi eg finna leið út á stræti. Fig taldi einnig sjálfsagt, að Johnson myndi fylgja mér alla leið að útidyrunum, og eftir hans varkárni í öllu að dæma, loka þeim á eftir mér. En mér til stórrar undrunar kvaddi hann mig, er eg var korninn gegnum dyrnar, en hurðin lokaðist að hælum mér.‘ , Eg gat ekki gjört mér grein fyrir, hvernig á því stóð; en það var sem eitthvað hvíslaði því að mér, að nú væri eg nauðulega staddur. Eg horfði í kringum mig, og gekk svo þvert yfir herbergið og inn í annað og fór að athuga það. Þá fan neg út, hvar eg var stadd- ur: Allir gluggar voru þéttsettir járnslám og hurðirn- ar klæddar þykku járni. Læsingar allar ósýnilegar að innanverðu. Eg var vélaður fangi. XXI. KAPfTULI. EangaherbergiS. Eftir að eg hafði að nokkru leyti rannsakað her- bergi þau, er eg var nú inniluktur i, fann eg að engar dyr voru á þeiin utan þær, sem eg hafði komið inn um. Herbergi þessi voru tvö, og var annað þeirra út- búið sem svefnherbergi, en hitt sein setustofa. Ræði voru herbergi þessi rikmannlega útbúin, og gat eg mér til, að Johnson sjálfur notaði þau, er hann þyrfti að starfa seint fram eftir kveldinu. Einnig mundi eg nú eftir þvi, að eg hafði hevrt, að þegar - hann hefði mjög flókin mál með höndum að glima við, þá lok.'ði hann sig inni og talaði ekki við nokkurn mann, kann- ske í fleiri daga; og ef þetta var rétt, þá var ekki ó- Hklegt, að hann notaði þessi herbergi undir svoleiðis kringumstæðum. Eg var sannfærðuF um það, að hann myndi sjá mikið fleiri skiftavini, en menn hefðu hug- rnynd um.. Þcss sá eg ýms merki þarna inni. Mér flaug nú i hug Ethel. Gat ]>að verið, að hún vissi ekki undir- ferli þessa nia'-nniðings, sen; var að draga hana á tál- ar; scni var að gefa henni vor. og loforð unt það, sein honum kom aldrei til hugar að efna. Eg varð nærri vitstola við þessar hugleiðingar. Eg rauk að dyrunum, sem eg hafði koinið inn um og barði á hurðina, sem óður væri. Eg grýtti á hurðina flestu sem hönd á festi, sem laust var í herberginu, — stólum, borðum og öðru. Þessu hélt eg áfram all-laiiga stund, unz eg varð þreyttur; svo sá eg líka að alt þetta hefði engan árangur og hætti þvi. Eg rannsakaði nú gluggana, hurðina og gólfið, en sá, að það var engin von fyrir mig að sleppa úr þessu fangelsi af eigin rammleik. Gluggarnir voru úr þykku, reyklituðu gleri og voru járnbönd innan við þá. Mér flaug í hug að mölva þá og með því reyna að kunngjöra fólki, er um strætið færi, að hér inni væri ekki alt með feldu. Til að framkvæma þetta tók eg þvi einn stólinn og mölvaði undan honum einn fótinn og rak hann inn á milli járnbanadanna og í gegnum rúð- una; en fyrir utan var þá ekki annað fyrir en stein- veggur af annari byggingu, er var var fast við hliðina á þeirri sem eg var í. Eg reyndi nú að stilla mig og fara að hugsa um hagi mína, þar sem allar undankomu tilraunir virtust árangurslausar. Eg kveikti nú á rafurmagnsljósunum og gjörði birt- an herbergin enn vistlegri. Eg kveikti svo í smávindli og fór að reykja; settist i hægindastól af finustu gjörð, sem var þar, og fór að hugsa um, af hvaða ástæðu Johnson myndi hafa heft frelsi mitt á þennan hátt. Eg gat ekki komist að neinni niðurstöðu i því efni; eg fann ails enga ástæðu fyrir slíkri framkomu af hans hendi, og eg skildi heldur ekki, að hann gæti haldið mér þarna lengi sem fanga. En þá mundi eg það, að það var enginn sem mundi sakna min og spyrjast fyr- ir um mig, — ekki einu sinni Ethel, sem þó hefð getað orðið mér að liði, -— myndi geta komist að því, hvar eg var niður kominn. Ilér var eg og hér varð eg að vera, þar til sá tími kæmi, að Johnson þóknaðist, að gefa mér frelsi mitt aftur. Ekki var til neins fyrir mig að gjöra eins og Ethel hafði sagt mér, að skrifa sér; því það bréf hlaut að fara gegnum krumlurnar á John- son og ekki komast til skila. Eg sat nú þarna og reykti vindilinn minn, þar til ekki var neitt eftir af honum. Eg stóð þá upp og fór að ganga um gólf. Alt i einu farn^ mér, sem ilmvatns- lykt bregða fyrir vitin á mér, og þegar ég fór að veita þessu frekari eftirtekt, fann eg að svo var í raun og veru. En hvað þessi ilman var svipuð þeirri, sem eg hafði svo oft fundið af klæðum Ethelar. Gat það ver- ið, að hún hefði einnig verið í þessum herbergjum, sem eg nú sat i, sem fangi? Var það mögulegt? Eg vildi að eg hefði aldrei uppgötvað þetta, — en það var í rauninni ekki verra en annað, sem fyrir mig hafði komið nú upp á síðkastið. , Eg fór nú að hugsa um, hvað langt mundi vera siðan hún hefði verið þarna. Það var ekki víst, að það væri svo langt. Gat vel verið, að hún hefði rétt nýlega verið farin út, þegar eg kom. Ef svo hefði verið þá hlaut hún að hafa heyrt alt samtalið. Mér varð ilt af þessari tilluigsun og sama æðið greip mig og áður. Eg hamaðist nú um gólfið og henti öllu úr lagi. Á veggjunum sá eg að héngu myndir, auð- sjáanlega mjög kostbærar. Eg þreif þær hverja eftir aðra og grýtti þeiin ýinist í hurðina eða gluggana, og voru þær sannarlega ekki mikils virði eftir það. Eg stanzaði alt í einu, eins og einhver ósýnileg hönd hefði stöðvað mig. Það var sannarlega heimskulegt af mér, að láta svona. Það var alveg vitanlegt, að þess meiri skemdir, sem eg gjörði, því harðari yrði Johnson við mig, og þess lengur yrði eg að vera þarna. Enda var ekki óhugsandi, að hann léti setia mig á vitskertra hæli og sýndi verk mín í herbergjunum sem sönnun fyrir því, að eg væri brjálaður. En var það nú annars ekki það, sem þann hafði í huga að gjöra? Var það ekki þess vegna, sem hann hafði látið mig skrifa hótanina? Hún gat í raun og veru ekki kallast annað en vitskerts manns verk. Eg var sannarlega búinn að gjöra nógu mikið ilt. án þess að bæta við það. Eg stilti mig nú aftur og fór að tína saman brotin af myndunum á gólfinu og færa í lag stóla og borð í herberginu, og ásetti mér svo, að reyna að bíða róleg- ur, — eins rólegur og kringumstæðurnar leyfðu. Eg skyldi bíða og sjá, hvað Johnson ætlaði í rauninni að gjöra við mig, og sjá, hvað lengi hann þyrði að halda mér sem fanga i sinum húsum, án dóms og laga. Bráðlega komst eg að raun um, að Johnson hafði undirlagt alt þetta áður, því á borði í herberginu fann eg lítinn samanbrotinn miða og skrifað utan á hann til mín. Eg tók miðann og las það, sem á liann var ritað; en það var þetta: “Gjörðu þig sem bezt þú mátt heima- kominn á meðan þii dvelur sem gestur minn; og not- aðu eftir vild og geðþótta tóbak j>að og vínföng, sem þú finnur í herbergjum þínum”. GJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Strít5skortit5 er naut5synlegt hverjum sem vill fylgjast met5 vit5burt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Einnig er prentat5 aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjót5ir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stært5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjót5anna samanburt5ur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annat5. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKHA YFIIf HKIMSKRIIVGI.il l'HEIIIUR. Bróöurdóttir Amtmannsins...... 2."íc. Ættareinkennit5 ............. 35c. Dolores ..................... 35c. Sylvia ..................... 25c. Lára ........................ 25c. Jón og Lára ................. 25c. Ljósavört5urinn ............. 35c. Strít5skort NortSurálfunnpr... 35c. The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.