Heimskringla - 30.09.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 30.09.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 30. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 7. Hlíð og eyrar. Eftir Sæfinri á öldu. í uppvextinum gekk eg oft á ári hverju svangur ineð sjónum, horfði votum vonar-augum út á hafið og bað heitt um björg. Eg vissi oft, að hún var þar yfirgnæfandi. Tiðast fór eg bónleiður og óbænheyrður til bæjar. Einstöku sinnum fleygði Æg- ir i mig útþvættum ruðum af fiski, af borði selsins, sem hann vildi ekki. Þannig hefir því verið varið fyr og síðar hjá mörgum þeirra, er alið hafa aldur sinn við sjóinn: þegar íiskur gengur á grunnið ineð sönd- unum, er það ögrynni af þorski og ýsu, sem selurinn rýfur. Þetta rán- dýr rýfur kviðinn af fiskinum, tek- ur lifrina og hrognin, en litið af öðru. Fisklengjurnar — en oftast að eins hausana — rekur svo endr- um og sinnum, meira og minna söndugar, upp á fjörurnar. Og þeg- ar vart verður við þennan reka, er hann merki þess, að fiskur hefir gengið á grunn. Á æskuárunum hafði eg litla hug- mynd um auðlegð hafsins og þann aragrúa fiskjar, sem var oft á út- mánuðum ekki lengra en tvö til fimm hundruð faðma frá fótum mínum. Nálægt sumarmálunum 1868, þeg- ar eg var á 17. árinu, birtist mér og fleirum sú sjón á sjó, sem eg gleymi aldrei. Þá sá eg ofurlitið sýnishorn af auðlegð hafsins á tæprar hálfrar mílu svæði í kringum opna skipið, sem eg var á. — Þó hæð augans sé um 5 fet yfir hafflöt á opnu skipi, þá sjá menn tæplega yfir hálfrar mílu breiðan flöt. — Veður var heiðskýrt, logn og sléttur sjór. Milli miðmorg- uns og dagmála komu upp á yfir- borð sjávarins margar þorskatorfur, sem ekki voru minna en 60—100 faðm^ á breidd. örmjó sund voru á milli þeirra, á að gizka 1—2 faðm- ar á breidd. Þessar þorskatorfur náðu svo langt sem augað eygði, og buslið og sporðaköstin gengu ofan- sjávar, sem svaraði rúma klukku- stund. Svo hvarf alt. Að sönnu fiskuðum við nokkuð á handfæri þennan dag, en ekki eftir vonum, og engan fisk fengum við eftir dag- mál. Meðal annara voru tveir gamlir formenn á skipinu. Öðrum þeirra, sem var nálægt 60 ára, varð að orði, þegar hann sá þetta: “Eg hefi ald- rei séð, hvað guð er ríkur fyr en nú”. Stöku sinnum hefi eg séð eina og eina fisktorfu ofan sjávar, og stund- um fiskað vel í þeim á haldfæri, en aldrei neina líking af því, sem þarna bar fyrir augun, — þeim óteljandi milliónum, sem léku sér þar á sundi i ljómandi fegurðinni. Eg er ekki i neinum efa um það, að þannig sé oft krökt og kvikt á sjávarbotnin- um, nokkur hundruð faðma frá þeim, sem við sjóinn búa við suður- strönd íslands og líða og liðið hafa Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QUINN, elenndl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098 83 Isabel St. hornl McDermot Coiumbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. ' WINNIPEG TAKIÐ íEFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hxsta verð og ibyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. FURNITURE r on Easy Payments 0VERLAND MAIN & ALEXANDER árlega sult og vesöld. Þannig hefir það gengið á umliðnum öldum, og [ fólkið hefir þó stundum dáið úr hungri, en engin tilraun verið gjörð til þess að ná í auðinn og björgina. önnur en sú, að fara á stöku stað á flot á opnum bátnum í hreyfingar- litlum sjó með haldfæri og beran öngul og reyna að krækja i fisk í botni. Með þessari auðvirðilcgu og aum- ingjalegu aðferð, hefir samt oft tek- ist að afla ótrúlega mikið. Borið hefir við, að fengist hafa 50—100 í hlut á dag, og 6—12 hundruð til ldutar á vertið “út af sandinum” við Eyjafjöll. En þetta hefir verið svo sjaldan, að tækifæri hafa boðist. I.itið eða ekkert hefir verið gjört til þess, að auka þekking manna á notk- un betri veiðarfæra; það er veið- arfæra, sem tækju margfalt meiri afla er haldfæriskrókurinn á sama tíma, þegar tækifæri býðst. En van- þekkingin hefir verið mögnuð, vana- festan gömul og rótgróin og trúin á kraftaverk króksins og aðdráttarafl svo sterk, að gamlir og reyndir haldfæravinir hafa felt þann hleypi- dóm við upptöku lóðar, að “línan eitraði sjóinn, svo ekki fengist bein framar í þeirri veiðistöð”. Lengra var varla hægt að komast. Lóðin er samt víða búin að sýna yfirburði sína yfir haldfærið; netin yfir- burði sina yfir lóðina; herpinótin yfirburði sína yfir þorskanetin, botnvarpan yfirburði sina yfir hin veiðarfærin o. s. frv. Auðvitað nokk- uð eftir því, hvernig til hagar eftir aðstöðu, tíma, botnsásigkomulagi og þar fram eftir götunum. Um notkun þeirra veiðarfæra hvers fyrir sig má margt segja, en rúmið leyfir það ekki hér. Þegar litið er til hins mikla afla, sem á land hefir borist, og hinnar miklu vonar og vissu um ineiri afla, ef nokkuð verulegt væri gjört í þá átt, er það ótrúlega lítið, sem gjört hefir verið til þess að bæta lending- arstaði svo, að miklu oftar yrði á sjó komist til aflabragða, en gjört er og hættuminna að leita lands. A yngri árum hafði eg, eins og margir aðrir, þá skökku skoðun, að úr þessu yrði ekki bætt; en siðan eg eltist, hefi eg sannfærst betur og betur um það, að mögulegt sé að bæta hvorttveggja: lendingar og veiðarfæri. Til þess þarf auðvitað peninga; en það er lika til mikils að vinna, um það efast eg ekki; en umfram alt þarf óbilandi vilja og framkvæmd. Hungur og hor hefir verið skoðað sem himinbornir hirtingarvendir — frá guði! Aflaleysi sjávarins sem út- sendarar guðs, til að kenna þolin- mæði, lítillæti og nægjusemi. Sam- hliða hinni svonefndu guðsdýrkun, hefir það þótt hentugt, að kenna guði um vöntun gæðanna, örbirgð- ina, vanþekkinguna og slýsfarirnar, og svo forlögunum leyfum ása- trúarinnar. Það hefir oft verið svo miklu hughægra að segja: “að stund- in hefir verið komin”, “kallið hefir verið komið”, “þetta hefir verið á- kvarðað” o. s. frv., heldur en að kenna hinum rétta sakaraðila um afglöpin og slysin. Fyrir því er fengin mikil og góð reynsla, að lýsi og olía lægir brim og legst á kamb öldunnar, svo að hann nær ekki til að falla. Töfra- magn lýsisins heldur fallinu í skefj- um, en það er fallið, sem hættan liggur r. Erlendis fara menn og bát- ar, án þess að bíða tjón, yfir grunn rif, sem vanalega fellur á, með þvi að verja sig með lýsi og varna öld- unni að falla. Þetta mætti að öllum likindum gjöra við “Sandana”. Til- raunir má gjöra i góðu, koma upp góðum útbúnaði í landi, og svo í bát- unum sjálfum, til þess að drepa föll- in á þeirri leið eða því sundi, sem farin væri. Og sá útbúnaður þarf ekki að vera dýr. Þess er getið, að þar sem stóra hvali hefir rekið upp í fjöruna, að “hlið” hafi myndast þar, og haldist við all-langan tíma, 1—2 ár, einmitt vegna lýsis þess, sem þar hefir runnið í sjóinn. Lýsisblæjan hefir myndað lygnupoll í briminu; en straumurinn undir henni hefir myndast af brimföllunum báðum megin, og grafið lægð i sandinn, og þannig myndað “hliðið”, og brim- föllin rótað upp “eyrunum” eða hækkað þær jafnframt. Þetta bendir til þess, sem maður gæti gjört, ef hann nenti að hugsa megi til hlið á annan hátt, en vitanlega ekki án peninga og heldur ekki án vilja. Það er litlum efa bundið, að búa má til ‘eyrar” — og þá “hlið” um leið. Þar sem sjórinn rótar upp laus um sandi í “eyrar” og gúla á botn- inum á tveggja til sex faðma dýpi, sem haldast ef til vill nokkrar vik- ur eða nokkra mánuði, því skyldu menn þá ekki geta búið til “eyri” eða ..olma úr fastara efni, þ. e. stein- steypu, sem yrði varanlegri. Það er steinlímið — sementið —, sem vantar, og svo vinnukraft. Nóg er til af sandi, þvi hann er óþrjótandi. I\rst og fremst mætti hlaða garð — öldubrjót — út frá sandinum, sem gæti myndað lendingarstað sinn hvoru megin við sig, eftir því sem brimið gengi að, hvort heldur af suðvestri eða suðaustri. f öðru lagi mætti búa til eyri — hólma —, sem gæti myndað lendingarstað eða hlé við brimi innan við sig, og þvi stærri sem hann væri, þess betri. 1 þriðja lagi mætti hleypa niður nokk- urum skipsskrokkum, sem ónýtir væru til sjóferða, fyltum af stein- sleypu, á þeim stað, er menn veldu til þess. Skipsskrokkarnir biluðu með tímanum, en steypti kletturinn ætti að “standa sem klettur úr haf- inu”. Eg býst við, að einhver efist um varanleik þannig myndaðrar “eyr- ar” eða hólma. Þeim skal eg benda á grjóteyri þá, sem liggur út frá sandinum vestan við Jökulsá á Sól- heimasandi. “Eyri” þessi mun vera frá ómunatíð, borin fram og hróf- uð upp af ánni eða jökulhlaupi fram úr henni. “Eyri” þessi hefir mynd- að hið bezta “hlið”, sem verið hefir með öllum söndum; og síðan farið var að tíðka þau útræði nálægt 19. öld miðri, en aflagt á “Melnum”, fram af Hvoli í Mýrdal, hefir þar reynst ótrúlega góður lendingarstað- ur, einkum í suðvestan brimi, aust- an við hana. Sennilegt er, að skip það, sem 14 menn druknuðu af í lendingu á “Melnum” 1864 (kom úr Eyjaferð), hefði getað lent við Jökulsá slysa- laust. Líklega hefði mátt einnig komast hjá hinu stórkostlega mann- tjóni við Dyrhólaey á góuþrælinn 1871 (þar sem druknuðu 27 menn), hefði verið leitað lands við jökuls- árós á þeim skipum, er þar fórust — Þann dag að kveldi lögðu 8 skip undan Austur-Eyjafjöllum til Vest- mananeyja, um 24. sjómílna veg, en eitt lá kyrt þangað til daginn eftir, að það lenti og öllum farnaðist vel. Flest þessara skipa komust langt á- leiðis til Jökulsárs, en neyddust til að snúa aftur, vegna austanvinds, þegar kom á móts við miðjan Skóga- sand. “Eyrin” við Jökulsá varð or- sök til þess, að þar var löggiltur verzlunarstaður, sem reyndar varð ekki að notum, mest vegna þess, að þar er nokkuð langt frá manna- bygðum, hagleysa og gróðurlausir sandar langt út frá lendingarstaðn- um og húsastæði ekki árennilegt við ána. Eins og kunnugir vita, hefir Jökulsá ekki ætíð útfall á sama stað, og suma vetur hefir hún spilt þar útræði, með þvi að renna fram í mitt “hliðið” eða lendingarstaðinn. En “Eyrin” hefir ekki breyzt, þó hún sé á nokkurra faðma dýpi, og 2—3 klettar standa nokkuð hátt upp úr henni með stórstraumsfjöru, einkum enn. Eg hefi mörgum sinn- um lent og séð lent við Jökulsá, í þvi, sem ekki var leitandi lands annarsstaðar, og eg efast ekki um það, að minni “eyri” mætti gagn gjöra, einkum ef hún væri öðruvisi löguð. Mér dettur ekki í hug, að lending verði búin til á þann hátt, bvar sem vera vildi með söndunum. Það er öðru nær. Aðdýpið er víða of mikið til þess. Það er einungis við Austur-Landeyjar; og ef til vill við Meðalland austanvert, þótt efnis- aðdrættir væru þar all-erfiðir. En lýsið er hið sama á öllum stöðum, að eins getur verið misjöfn aðstaða að nota það úr landi," eða frá eyri, hólma, böju o. s. frv. Svo vildi eg minnast lítið eitt á Eyrarbakka og Stokkseyri í sam- bandi við hið framan sagða. Vegna skerjanna þar eru skipalegurnar og sundin það sem þær eru. En líklegt þykir mér að vinnandi verk sé, að sleypa ofan á skerin þar utan við skipalegurnar, svo þær yrðu trygg- ori fyrir öll stærri og minni skip og báta, og um leið að dýpka aðal- leiðasundin. Dálítil tilraun fyrst, að fá þar “klett úr hafinu”, held eg þyrfti ekki að kosta mjög mikið. Þá er “Hópið” i Grindavík einn af þeim stöðum, sem býður þess búið, að viljinn og þekkingin taki höndum saman til að dýpka sundið inn á það til bátalegu. Til lands og sjávar er það fram- leiðslan í landinu, sem landið vant- ar tilfinnanlega, en vegurinn til aukningar henni er: að bæta lend- ingar, veiðistöðu og veiðarfæri, og að girða senn f^rir hinar árlegu, voðalegu slysfarir hinna nýtustu framleiðenda landsins. — (Lögrétta). . “Magna Charta” Rússanna. Þó að Rússinn sé nú hervæddur og drunur fallbyssanna glymji yfir austurhluta Rússlands, og millíónir þeirra séu að berjast upp á líf og dauða, þá er sem frelsishreyfingar þeirra séu kanske meiri nú en nokk- uru sinni áður. Hinir frjálslyndu flokkar þeirra eru sistarfandi á þingi og utan þings, bæði Liberalar og Demókratar, og þeir krefjast end- urbóta í stjórnmálum landsins. End- urbætur þessar eru tvennskonar.— Fyrst eru endurbætur þær, sem þeir heimta nú þegar, meðan striðið stendur yfir, og svo endurbætur þeg- ar striðinu er lokið. Endurbæturnar, sem þeir heimta nú þegar, eru þessar: 1. Sjálfstjórn Póllands. 2. Full borgaraleg réttindi fyrir Gyðinga og leyfi til þess að þeir megi búa hvar á Rússlandi, sem þeir-vilja. 3. Uppgjöf saka til handa öllum pólitiskum föngum. 4. Fyllri réttindi handa verka- mönnum og fullan rétt til að mynda verkamannafélög af ýmsu tagi. 5. Að skipa sérstakan ráðgjafa til að stjórna tilbúningi skotfæra og vopna og að setja í mál þau sérstaka nefnd, er vinni undir stjórn hans. 6. Að gæta frjálslegrar og mann- úðlegrar stjórnarstefnu við Finnland. 7. Sparsemi og verzlunarfrelsi og losna við verzlunaránauð Þjóð- verja, sem ríkt hefir áður, er •þeir hafa haft óhæfileg forrétt- indi fyrir öðrum þjóðum. 8. Breyting á útflutningsreglum á hveitinu á Suður-Rússlandi, og betri verzlunar skilyrði þegar Hellusund opnast og þegar Mikligarður er unninn, sem bú- ist er við að bráðlega verði. Auk þessa er búist við eftirfylgj- andi endurbótum, þegar stríðinu er lokið: — 1. Hið komandi löggjafarþing skal kosið með almennum kosning- um allra karlmanna í landinu. 2. Sjálfstjórn (autonomie) Lithú- aniu, Síberíu og Kákasus land- anna. 3. Endurbætur á skólalögunum: sjálfstjórn háskólanna, og und- irbúningsskólar óháðir kyrkju- legu valdi (secular). 4. Endurbætur á kyrkjumálum, takmörkun á valdi kyrkjuþing- anna, og að yfirbiskup hinnar grísk-katólsku kyrkju skyldi aft- Enskur lávarSur vélasmiSur. Til þess aö flýta fyrir skotfæragjörft og vopnasmíöi, hefur merkur og víökunnur aöalsmenn Englendinga farit5 a t$vinna sem verkamenn á verk- smiöjum fyrir 14 cent um klukkutímann. Myndinn sýnir Norbury lávarb aö starfi í Surray verksmiöjunni. B&sæ OF CANADA i - -.— --r-i i . __. Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu f þvf að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðrl meðferð efna sinna er ómetanleg seinna meir. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. Walcot, bankastjórl Eru börnin farin að læra spara PENINGA ? ur settur í embætti (en því hef- ir keisari haldið). 5. Að nema úr lögum sveitálögin frá árinu 1890 og bæta sveita- stjórnina svo, að hinir ríku land eigendur hafi þar ekki öll völd, sem þeir hafa nú. 6. Að draga úr valdi landstjóranna — sem eins og nú standi breyti oft þvert á móti ráðgjafa innan- rikismálanna. 7. Að minka vald efri málstof- unnar. 8. Að ákveða betur ábyrgð ráð- gjafanna. 9. Að rýmka um prentfrelsi og mál frelsi á fundum og mannamót- um. Með öðrum orðum: gjöra gildandi ákvarðanir stjórnar- innar og auglýsingar frá októ- ber 1905 og april 1915. 10. Endurbætur á landlögunum (agrarian reforms). 11. Að stjórnin styrki meira iðnað og verknað allan. 12. Nýja verzlunarsamninga við útlend ríki, til þess að vernda iðnað landsins, — en sé það ekki hægt, þá að setja tolla á útlendan varning svo um muni. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. TU þess að verða fullnuma þarf aðelnc 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St„ Winnieg. lslenzkur ráðsmaður hér. NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50e Pants Steamed and Pressed 25e Suits Dry Cleaned........$2.00 Pants Dry Cleaned..........60c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DTJFFERIN Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga J. J. BILDFELL Talsfml Mnln 5302 FASTEIGNASALI. Unlon Itank 5th. Floor No. 520 Dr. J. G. SNÆDAL Selur hús og lóöir, og annaö þar ab lútandi. Útvegar peningalán o.fl. TANNLÆKNIR Phone Maln 2«S5. Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. ■ 1 —■ 1 ■ ■■ ■ *T PAUL BJARNASON PASTEIGNASALI. E. J. SKJÖLD Selur elds, lífs, og slysaábyrgö og DISPENSING CHEMIST útvegar peningalán. Cor. Simcoe and Wellington Sts. WYNYARD, - SASK. Phone Garry 4368 WINNIPEG J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG IieniiiKn nilölnr. Talsími Main 2597 Cor. Portage a,nd Garry, Winnipeg Vér höfum fullar birgölr hreiuustu lyfja og meöala, Komiö meö lyfseöla yöar hing- aö vér gernm meOuliu nákv«Rmle»ja eftir ávlsau lwkuÍBÍus. Vér amuum utausveita pOunuum og selium KÍftiusaleytí, COLCLEUGH & CO. ^otre I>nme Ave. Nherbrookr 8t. Phone Garry 2690—2691 Graham, Hannesson & McTavish LÖGFR.EÐINGAR. 907—908 Contederation Life Bldg. Phone Maln 3142 WIJiNIPEG bÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viÖgertS á meban þú bíöur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (saumab) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eöa leöur, 2 mínútnr. STEWART, 1IW Pactflc Ave. Fyrsta búö fyrir austan aöal- stræti. Arnl Anderson E. P. Garland SHAW’S GARLAND& ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR, Stærsta og elsta hrúkaöra fata- sölubúöin í Vestur Canada. Phone Maln 1561 801 Electric Railway Chambers. 479 Notre Dame Avenue Dr. G. J. GISLASON Phyalclan and Snrgeon Athygll veltt Augna, Eyrna og Kverka SJúkdómum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- Bkurtil. 18 South 3rd St„ Grand Forka, JÍ.D. GISLI GOODMAN TIN S MIDUR Verkstæbl:—Hornl Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Helmllle Gnrry 2988 Garry 899 Dr. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BVILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton 8t. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-ajúkdóma. Er aö hltta fr& kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 tll S a.h. Talstml Matn 4742 Hetmill: 105 Ollvla St. Tals. O. 2S1S A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfarlr. &llur útbúnaöur s& bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legstelna. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2162 WINNIPEG. Sérstök kostaboö & innanhúss munum. Komiö tll okkar fyrst, þiö munlö ekkl þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 393—595 NOTRE DAME AVENUB. Talalml Garry 3884. MARKET HOTEL 146 Princess 8t. & móti markaölnum Bestu vtnföng vlndlar og aöhlyn- Ing göö. Islenzkur veiungamaö- ur N. Halldorsson, lelöbefnlr ls- lendlngum. P. O’CONNEL clgandl WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.