Heimskringla - 30.09.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.09.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 30. SEPT. 1915. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI. KOLAEKLA.—Þann 18. ágúst sl. sendi Matthías Þórðarson, erindreki Fiskifélagsins, svohljóðandi sím- skeyti frá Liverpool til félags síns: “Eg ræð botnvörpunga eigendum til þess, að birgja sig upp með nauð- synleg kol til næstu vertíðar. Sömu- leiðis ræð eg landstjórninni til þess, að gjora samning um kaup á nokkr- um þúsundum smálesta”. — Út af skeyti þessu gjörði blaðið Vísir fyr- irspurn til sendanda um það, hvers vegna nauðsynlegt væri að birgja sig upp með kol, og fékk þetta svar: “Mjög líklegt, að kolaflutningur verði takmarkaður. Nánara í bréfi”. SLYS I RVíK.—Tíu ára gamall piltur Guðmundur ólafsson var á hlaupum á götu í bænum og rakst á annan dreng, sem var á hjóli og duttu báðir. Guðmundur virtist í fyrstu lítið meiddur og gekk heim til sín hjálparlítið, en skömmu síðar var hann örendur. RIKLINGUR er nú seldur í Rvík á kr. 1.60 kílóið; þá verður skip- pundið af honum 256 kr. Hann verð- ur líklega ekki á borðum daglauna- manna í vetur á Þorranum, segir Vísir. “KONUNGSGLIMAN”. — Guðm. Kamban las upp “Konungsglimu” sína í Bárubúð fyrir fullu húsi. Upp- lesturinn tók nærri 3 kl.tíma, með þrem þriggja mínútna hvíldum. Ef til vill hafa síðustu 3 mínúturnar verið dálítið lengri en hinar, eins og fimm minúturnar í skólanum, sem alt af voru að smálengjast. En þeir verða líklega færri, sem vilja leika Kamban þetta eftir. Óhætt er að fullyrða það, að áheyrendum hafi þótt kveldinu vel varið. Hvernig les- ið var, munu þó fáir hafa tekið eft- ir; efni leiksins gagntók áheyrend- urna svo, að þeir munu yfirleitt hafa gefið meðferð lesarans á þvi lítinn gaum. — Það má gjöra ráð fyrir, að dómar verði nokkuð misjafnir um “Konungsglímuna”; hún er ólík öllu því sem eg hefi séð. “Eg hefi séð ást- ina ganga afklædda á egghvössu grjóti”, segir einn aðalmaður leiks- ins, eða eitthvað á þá leið. Menn eru því óvanir hér, að sjá afklæddar til- finningar og getur því verið, að þeir afneiti þessum tilfinningum i “Kon- ungsglíinunni”. En al-íslenzkar eru þær samt. Fjarstæður finnast kan- ske í aukaatriðum, öfgar og smíðis- gallar, en stórkostlegt listaverk er “Konungsglíman” samt. — Ja — ef Kamban hefði bara mátt vera að því, þá efast eg ekkert um, að hann væri orðinn sigurvegari í konungsglím- unni.—(“Ra Va” í Vísi). lækna gigtveika menn, hjartveika og taugaveiklaða. — Að þessari lækn- ingastofu er hin mesta framför, og er eigi nema sanngjarnt, að fjárlaga- r.efnd neðrideildar alþingis vill veita alt að helming stofnkostnaðar- ins við lækningastofu þessa. MYNDASYNING þeirra ungfrú Kristínar Jónsdóttur og Guðm. Thor steinsson í Barnaskólanum er mjög séleg. Eru þar sýndar um 60 myndir eftir ungfrúna, eintóm málverk, og flestalt landlagsmyndir; «rn rúm 100 eftir G. Th., málverk og teikningar. Málverk ungfrúarinnar eru flestöll úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, og virðist allmikill þróttur i þeim mörgum og vafalausri orku lýsa þær allar; en eigi hafa ókunnugir gjört sér hugmynd um, að svo mikill drungi hvíldi yfir Mývatnssveit og málverk hennar bera með sér. — Myndasýning G. Th. er fjölbreyti- legri og léttara yfir myndum hans. Og hann virðist fær að leika á ó- venju marga strengi málaralistar- innar.— (ísafold). SILDARAFLI.—200,000 tunnur af síld kváðu þegar aflaðar á Norður- landi. ógrynni fjár þýðir það fyrir sjávarútveg vorn með þvi síldverði, sem nú er. “ÍSLAND” — hið nýja skip Sam- einaða félagsins er nýlega komið til Reykjavíkur. Er það reisulegt skip, álíkt í sjón og Botnía, en þrekn- ara. Skipstjóri íslands er Assberg. fsland er fyrsta erlent skip, sem vér liöfum séð sýna hinum nýja íslenzka fána þá kurteisi að veifa honum Var hann efst á aftursiglu skipsins. (ísafold). PRESTKOSNING.— Sveinn Guð- rnundsson, fyrverandi prestur í Goð- dölum, var 10. ágúst kosinn prestur í Árnesi með 32 atkv. Síra Ólafur Stephensen fékk 30 atkv. ÞORVALDUR PALSSON kom ný- lega heim úr ferð sinni um Dan- mörk og Svíþjóð og Þýzkaland. — Hann gegnir nú læknisstörfum sín- um sem áður. LISTASYNINGAR.—Ríkarður Jóns son hefir i Iðnskólanum sýningar á ýmsum verkum sínum: högnum myndum, mótuðum og útskornum, teikningar o. fl. Þar er sýnd mynd hans af Matthíasi Jochumssyni, er Akureyringar hafa látið gjöra og reist verður þar á áttatiu ára afmæli skáldsins. Enn er þar önnur mynd, er þeir hafa látið gjöra handa hesta- vininum Schrader og sýnir hesta- hæli hans á Akureyri. flytja til landsins vinanda, sem ætl- aður er til eldsneytis. Lyfsölum og héraðslæknum skal og heimilt, að flytja til landsins vínanda þann og annað áfengi, sem læknar telja nauð synlegt til lækninga. Enn skal smá- skamtalæknum heimilt, að flytja frá útlöndum smáskamtalyf með vin- anda í, ef pöntun þeirra fylgja með- mæli hlutaðeigandi lögreglustjóra og sóknarprests. Að lokum skal pró- föstum þjóðkyrkjunnar og forstöðu- mönnum annara kyrkjudeilda heim- ilt, að láta flytja frá útlöndum messu vin, er nauðsynlegt sé til altaris- göngu, þó í þvi sé meira af vínanda, en 2)4 prósent að rúmmáli. Um þessa breytingártillögu hafi orðið snarpar umræður í efri deild, við 2. og 3. umræðu. Magnús læknir Pétursson skýrði frá i ræðu sinni, að komin væru símskeyti frá 30 læknum utan Reykjavíkur um að- stöðu þeirra við samþykt læknafé- lags Rvíkur, þar sem farið er fram á algjört frelsi lækna til að geta fengið öll lyf i lyfjabúðum, þ. e. einnig all skonar lækningavín. af þessum 30 læknum tjáðu 3 sig mót- fallna læknafélagssamþyktinni, en 27 læknar tjáðu sig samþykka henni. Tveir læknar tóku loks fram ákveðn- ar vintegundir, er þeir vildu hafa i lyfjabúðum: Jón Jónsson á Blöndu- ósi, er vill hafa tvær tegundir vins (sherry og portvín) og Steingrimur Matthíasson, er vill hafa rauðvín, sherry og konjak. — í efri deild urðu úrslitin loks þau, að breyting- artillaga sú við bannlögin, sem prent uð er hér að ofan var samþykt með 7 atkvæðum gegn 6. STABFEST LÖG. Lög um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráð- stafana út af Norðurálfu ófriðnum hafa verið staðfest af konungi 22. ágúst; voru þau send honum til stað- festingar símleiðis. — 13. grein lag- anna er bannað að flytja út úr land- inu mör og tólg, — en fyrir brot á því ákvæði er engin refsing lögð við i lögunum. Hve margir lögfræð- ingar sitja nú á þingi?—(Vísir). 1 heild sinni hljóða lög þessi, eins og þau eru prentuð i lögréttu, þann- ig: — 1. gr. Sameinað alþingi kýs jafn- skjótt og verða má, 5 manna nefnd, til þess að vera landsstjórninni til ráðaney.tis um ráðstafanir til að tryggja landið gegn afleiðingum af Norðurálfuófriðnum. 2. gr. 1 Þessum tilgangi heimilast stjórninni, ef þörf gjörist: 1) Að kaupa frá útlöndum fyrir landssjóðs hönd hæfilegar birgðir af nauðsynja vöru, svo sem korni, kolum, saltit steinolíu, vélaoliu, veiðárfærum og læknislyfjum o. s. frv. 2) Að verja til slíkra kaupa handbæru fé lands- sjóðs, er hann má missa frá lögmæt- um útgjöldum. 3) Að taka ennfrem- ur alt að 1 millión króna lán til slíkra kaupa. SALT VINSL U FÉLAG. — Eins og kunnugt er hefir alþingi veitt hr. Páli J. Torfasyni einkarétt til salt- vinslu á íslandi. Hefir Páll verið er- lendis nærri ár til að undirbúa stofn un félags í þessu skyni. Er hann nú kominn heim og skýrir svo frá, að stofnað sé félag með 2)4 millíón kr. höfuðstóli. Heitir félag þetta svo á dönsku: “Islands Salt og kemiske Fabrikker”, er hlutafélag og félags- menn flestir danskir auðmenn. — Verksvið félagsins á að verða fyrst og freinst, að framleiða salt og þyk- ir stofnanda félagsins áreiðanlegt, að takast muni að minsta kosti að framleiða alt það salt, sem vér ís- lendingar nú þurfum á að halda og nema muni 2)4 millión kr. samkv. núgildandi verðlagi; en að hið nýja félag muni geta sclt jafnmiklar birgð ir fyrir einni millíón króna minna. Auk þess er ætlun hins nýja félags, að vinna olíu úr surtarbrandi, en nota svo aftur tjöru og koke til að búa til kol. Búist er við, að verk- smiðja félagsins byrji störf sín næst- komandi haust (1916). LÆKNINGASTOFU — fyrir gigt veika menn hefir Jón læknir Krist- jánsson komið upp hér í bæ, með öllum nýtízkuáhöldum. Hefir hann fengið leyfi til að taka rafmagns- straum frá rafmagnsstöð nýja póst- hússins til þess að reka með ýms rafmagnstæki, sem hann hefir pant- tið frá útlöndum og notuð eru til að Bjór f) rrir kunningja w p [WRY 00 Lage ú r Bjór sem þér þykir góður 1 merkur eöa pott hylkjum. F&an- legt hjá þelm sem þú kauplr af eVa hjá oss | E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. “NYJA IDUNN”. — Árni Sveins- son, áður kaupmaður á ísafirði, er nú orðinn forstöðumaður klæða- verksmijðunnar Nýja Iðunn i Rvík. Kvöddu ísfirðinagr Árna og fjöl- skyldu hans með samsæti sunnudag- inn 28. júlí, en þar í kaupstaðnum hafði hann þá verið 28 ár og af þeim 18 ár í bæjarstjórn. NÝ IióK. — Kenslubók í flatamáls fræði handa byrjendum. Eftir Hall- dór Briem. Kostar í bandi 1 kr. MANNALÁT.—Látin eru í Vífils- staðahæli nýlega ungfrú Elín Jóns- dóttir (frá Garðsauka), Stefán Guð- mundsson (Einarssonar frá Hraun- um) og Einar ó. Hólm, alt ungt fólk, sem mikil eftirsjá er að. — 2. ágúst andaðist Valgerður Þórarinsdóttir á Möðrufelli í Eyjafirði, móðir Jóns bónda þar, Guðrúnar konu Magnús- ar kaupmanns á Grund og -þeirra systkina. Hún var háöldruð kona, rúmlega níræð og átti mörg barna- börn á lífi. Látin í Reykjavík Jóhanna Ein- arsdóttir, móðir Guðm. Péturssonar nuddlæknis. Frú Björg Bjarnardóttir, kona Finnboga kaupmanns Lárussonar í Gerðum, andaðist að heimili þeirra þann 9. júlí. Hún var fædd í Reykja- vik 19. sept. 1875. Dáin er á Landakotsspítalanum i Reykjavík kveldið 2 3ágúst fröken Anna Sigríður Arasen eftir þunga legu. Hún var dóttir Ara Arasens, læknis á Flugumýri í Skagafirði. —- Anna Sigríður var grein kona og góð og mikið gefin fyrir bækur. Ukraine Frá Alþingi. BANNLAGARREYTING. — Þeir | Karl Finnbogason, Magnús Péturs- son, Karl Einarsson og Jón Þor- kelsson flytja svofelda breytingar- tillögu við bannlögin: “Heimilt skal stjórnanda eða eig- anda iðnaðarfyrirtækja, efnarann- sóknarstofu, náttúrugripasafna eða annara slíkra stofnana, að flytja frá útlöndum vínanda og annað áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stofnuninni. Svo skal og heimilt að 3. gr. Landsstjórninni er og heim- ilt að leggja bann að einhverju ley.ti eða öllu vrð útflutningi eða sölu úr landi á aðfluttum vörum, ef slíkt skyldi reynast nauðsynlegt. Þó er heimilt að birgja upp skip, er sigla frá Islandi til næstu erlendrar hafn- ar, sem það ætlar að koma á, svo og fiskiskip meðan þau stunda fiski- veiðar við ísland. — Á sama hátt heimilast landsstjórninni að leggja bann við útflutningi íslenzkra mat- væla, ef ástæða er til að óttast mat- vælaskort í landinu. — Bannað er að flytja út úr landinu mör og tólg. — Ennfremur má landsstjórnin, ef almenningsþörf í einhverju bygðar- lagi eða landinu í heild sinni kref- ur, taka eignarnámi matvæli og eldsneyti lijá kaupmönnum, fram- leiðendum eða öðrum, gegn fullu endurgjaldi. — Ennfremur heimil- ast landsstjórninni, að leggja bann við tilbúningi verzlunarvöru, sem nauðsynleg matvæli eru notuð til, án þess að verzlunarvaran sjálf geti tal- ist til nauðsynjavöru. 4. gr. Landsstjórnin ákveður hvort gjöra skuli framangreindar ráðstaf- anir og hvenær, og svo á hvern hátt skuli ráðstafa birgðum þeim, sem keyptar kunna að verða samkvæmt lögum þessum eða teknar eignar- námi, og hvernig skuli selja þær. 5. gr. Landsstjórnin ákveður með reglugjörð eða reglugjörðum, ef þörf þykir, hvernig framkvæma skuli ráðstafanir þær, er hún gjörir sam- kvæmt lögum þessum, og má verja til þess fé úr landssjóði, ef með þarf. — Refsingar fyrir brot gegn ráðstöfunum þeim, sem landsstjórn- in gjörir með heimild 3. gr. laganna, ákveður landsstjórnin á þann hátt, sem henni þykir við eiga um leið og hver ráðstöfun er gjörð. Lands- stjórnin getur krafist þess, að við- lögðum sektum, að einstakir menn og félög gefi henni þær skýrslur um birgðir af vörum og þörf á vissum vörutegundum, er henni þykir þurfa ti! að mynda sér álit um vöruþörf- ina á hverjum tima. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gilda til loka næsta þings, nema löggjafarvaldið gjöri aðrar ráðstafanir. 1 nefndina til að starfa með'stjórn inni samkvæmt lögum þessum kaus alþingi: Jón Magnússon, Skúla Thoroddsen, Svein Björnsson, Guð- mund Björnsson og Jósef Björns- son. í umræðum þeim, sem fram fóru í þinginu nokkru áður i sambandi við kosning nefndar þessar, skýrði ráðh. E. A. frá kosnaðinum við vest- urför þeirra Olafs Johnson og Sv. Björnssonar, varð hann alls rúmar 3700 kr., og mun það talsvert minna en búist var við, segir ísafold. FJÁRLÖGIN. Aðal hreinsunareldi fjárlaganna er nú lokið, þ. e. 2. um- ræðu í neðri deild. Umræður munu hafa staðið nálega 28 kl.stundir, þar af á mánudag um 14 klst., alt fram til kl. 4 á þriðjudagsmorgun, og er það talinn lengsti fundur í þingsögu ís’ands. Alls voru fluttar 68 ræður. Þessar fjárveitingar voru sam- 1 yktar: — Jóni Kristjánssyni lækni veitt alt að 3500 kr. til stofnsetningar gigt- lækningastofu. Til undirbúnings viðbótarbygg- irgar við geðveikrahælið 5000 kr. livort árið. Hækkun Heilsuhælistillags upp í 35000 kr. á ári. Til fjós- og hlöðubyggingar við Heilsuhælið 5000 kr. fyrra árið. Fjárveiting til Skagafjarðarbraut- ar takmörkuð við árið 1916. Að veita að eins fé fyrra árið til Stykkis- hólmsvegar. Til Jökulsárbrúar á Sólheimasandi 78000 kr. Brú á Austurós Héraðs- vatna f. á. kr. 25000, móti 10000 kr. úr sýslusjóði. Til brúar á Miðfjarð- arós 7000 kr. seinna árili. Til brúar á ólafsfjarðarós 1000 kr. Til dragferju á Skjálfandafljóti 800 kr. seinna árið. Til brúar á Ljá 3000 kr. fyrra árið. Stjórninni veitt vald til að fresta simalagningu i brýnustu nauðsyn. Til endurbóta á símakerfi Akur- eyrar 9000 kr. fyrra árið. Til Akranesvita veittar 7800 lcr. ár- ið 1917 og til Bjarneyjarvita fyrra árið 10700 kr. Til útgáfu siglingarfræði á is- Ienzku alt að 900 kr. Til húsmæðrakenslu á Akureyri 1000 kr. (Jónínu Líndal) hvort árið og til húsmæðrakenslu á Eyrarbakka 200 kr. hvort árið. Samþykt að fella burtu 15000 kr. liðinn hvort ár til að reisa barna- skóla utan kaupstaða. Utanfararstyrkur til Bj. Jakobs- sonar 500 kr. fyrra árið til að kynna sér útlendar íþróttir. Hækkun á styrk til spjaldskrár- samningar Landsbókasafns, úr 2000 upp i 2400 kr. Lækkun á styrk til ljósmyndunar og afrita islenzkra skjala í Khöfn úr 1500 niður í 1000 kr. Að fella burtu 2000 kr. fjárveit- ingu til aðgjörða á Þingvöllum. Að nema burtu styrk til útgáfu landsyfirréttardóma frá 1800 til 1873. Fjárveiting 10000 kr. til að reisa hús yfir listaverk Einars Jónssonar. Til Steingr. Jónssonar til að Ijúka iiámi í Khöfn 800 kr. fyrra árið. Til Laufeyjar Valdimarsdóttur 600 kr. hvort árið til lúkningar námi. Til Einars Hjaltested til að ljúka söngnámi 3000 kr. fyrra árið. Ritstyrkur til Boga Th. Melsted til að rita íslendingasögu 800 kr. hvort árið. Styrkur til Jóhanns ættfræðings til rannsóknar á guðsþakkafé o. fl. 600 kr. hvort árið. Til dr. Guðinundar Finnbogason- ar 3000 kr. hvort árið “til rannsókna og tilrauna til þess að endurbæta vinnubrögð í landinu”. Til Ág.próf. Bjarnasonar 600 kr. hvort ár til að ljúka sögu mannsand- ans Hækkun á styrk dr. Helga Pét- urss úr 1000 upp í 1800 kr. Styrkur til Goodtemplarareglunn- ar 1000 kr. árlega. Að veita ekki meira en 20000 kr. og að eins seinna árið til búnaðar- félaga var samþykt. Að fella burtu 18000 kr. fjárveit- ing til járnbrautarstæðisrannsóknar var einnig samþykt með 15 gegn 10 atkv. Til að veita vatnaágangi frá Þverá veittar 15000 kr. Til dýralækningabókar alt að 900 krónur. Til gerlarannsókna 1500 kr. hv. ár og 600 kr. til áhaldakaupa. Hækkun á launum Jóhanns hús- gjörðarleiðbeinanda úr 1000 kr. upp í 1500 kr. Fjárveiting til Fiskifélags íslands 18000 kr. hvort árið, og einnig fjár- veiting til erindsreka þess í útlönd- um. Hækkun á styrk til Heimilisiðnað- arfélagsins úr 500 kr. upp í 10000 krónur. Og hækkun á styrk til Ungmenna- félagsins úr 1500 upp í 2500 kr. Hækkun á kaupi umsjónarmanns áfengiskaupa úr 600 upp í 900 kr. Til þess að ryðja vör við Ingólfs- höfða 5000 kr. seinna árið. Til hafskipabryggju á Búðareyri við Reyðarfjörð 5000 ,kr. seinna ár. Til uppmælinga Borgarfjarðar og Skógarnessinnsiglingar 5000 krónur fyrra árið. Til bátabryggju á Blönduósi alt að 1500 kr. fyrra árið. Biðjið um nýja böggulinn. Hér eftir fær kaupandi BLUE RIBBON TE f nýjum loft- heldum tvöföldum böggli. Þetta er hin langbezta og tryggasta aðferð að búa um te. En aðeins stórkaupmenn geta notað hana, því hún út- heimtar hin dýrustu verkfæri. 1 staðinn fyrir gamla blý-böggulinn—sem svo oft komu smágöt'á og stundum rifnaði—höfum vér nú tvíþykkan, rykheldan, loftheldan olíudúk og skotfæra pappa sterkan Þetta til samans ver fullkomlega öllum hugsanlegum skemdum. Það er í fáum orðum sagt fullkominn umbúð á hinu fullkomnasta tegrasi— BLUE WBBON TEA Til bryggjugjörðar í Búðardal alt að 2000 kr. eða fangelsi, ef brot er stórvægilegt eða ítrekað, og fer um mál út af Eftirlaunaviðbót til Ásg. Blöndal 250 kr. brotum þessum sem almenn lögreglu mál. Heiðurslaun til ekkna Torfa í ólafsdal (360 kr.) og Þorgils gjall- anda (200 kr.). Eftirlaun til Árna pósts, Bjarna Ketilssonar pósts 300 kr. til hvors, og 150 kr. til Eggerts Brandssonar sjóm. Samþykt að veita styrk til skálda og listamanna 12000 kr., er stjórn- inni var falið að útbýta. En fjárlaga riefndin tók það fram, að hún ætlist til að þessi nýja skipun “verði eigi til þess að svifta þá, sem um nokkur ár hafa haft persónulega veiting fyr- ir þessum styrk, áframhaldi þar af, ef þeir verja sér að mestu til skáld- skapar og listastarfsemi. Vill nefnd- in hér með telja þá upp, og upphæð þá, sem hver þeirra mætti treysta á: Einar Hjörleifsson skáld 1200 kr., Valdimar Briem 800 kr., Guðmund- ur Magnússon 1000 kr., Guðmundur Guðmundsson 1000 kr., Guðmundur Friðjónsson 600 kr., Einár Jónsson myndasmiður 1500 kr.” Ennfremur ætlast nefndin til að Ríkarði Jóns- syni verði veittar 1000 til Rómaferð- ar, og mælir einnig með styrknum til Jóhanns skálds Sigurjónssonar og Kristínar Jónsdóttur, til þess að ljúka námi við listaskólann i Kaup- mannahöfn. LÖG AFGREIDI) FRÁ ALÞINGI. —Eftirfarandi lög, sem stafa af hinu mikla Norðurálfustriði, hafa verið afgreidd frá alþingi: Um bann á út- flutningi frá íslandi á vörum inn- fluttum frá Brellandseyjum. 1. grein. Bannað skal að flytja út frá íslandi vörur, hverju nafni sem nefnast, er þangað eru fluttar frá Bretlandseyjum. Tekur hann þetta til hverrar þeirrar vöru, sem flutt er á land á íslenzkri höfn eftir að lög þessi öðlast gildi. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. (Þessar íslandsfréttir eru teknar úr Vísi, Lögréttu og ísafold, sem út komu í ágúst, en eru nýkomin hing- að). ™§ DOMINION BANK Horni Notre Dome og Sherbrooke Street. HöfubNtöU uppb............ $0,000,000 Varasjöbur ................$7,000,000 Allar eiífoir.............$78,000,000 Vér óskum eftir vit5skiftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst at5 gefa þeim fullnægju. Sparisjót5sdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. íbúendur þessa hluta borgarinnar óska at5 skifta vit5 stofnum sem þeir vita at5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjit5 spari innlegg fyrir sjálfa yt5ur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráísmaíur FHONE GAHRY 3450 BrúkatSar saumavélar metS hæfl- legju vertli; nýjar Singer vélar, fyrir peninga út í hönd eöa til leigu. Partar í allar tegundir af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- ographs 4 mjög lágu veröi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Þó er heimilt að byrgja upp skip, er sigla frá íslandi til næstu er- lendrar hafnar, sem það ætlar að koma á, svo og fiskiskip, meðan þau stunda fiskiveiðar við ísland og leggja hér upp afla sinn. Nú breytist ástandið svo, að stjórn arráð íslands telur banns þessa ekki þörf lengur, og er því þá heimilt að létta banninu af með auglýsingu, að einhverju leyti eða öllu. 2. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugjörðum þeim, sem út verða gefnar samkvæmt lögunum, varða sektum til landssjóðs alt að 5000 kr. THE CANADA STANDARD LOAN CO, Abal Skrifatofa, Winnlpesr. $100 SKULDABRÉF SELD TU þæglnda þelm sem hafa smá upp hæöir til þess aö kaupa, sér 1 hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fst á skrifstofunni. J. C. KYLE, rftösmnhur 428 Maln Street. WUVNIPEG Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.