Heimskringla - 30.09.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 30.09.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 30. SEPT. 1915. Föstudaginn og Laugardaginn ‘ UNDER THE CRESCENT,, The most Gorgeous and Expensive Production the Universal Coini>any have ever staged—Don’t Miss This --------We Know What Photoplay you like.------ Fréttir úr Bænum. Jóns Bjarnasonar skóli verður, ef g. 1., settur i hinu nýja heimkynni hans, 720 Beverly St., kl. 10 f. h. á fimtudaginn (30. sept.); en kl. 8 það kveld fer fram skólasetningar- hátíð i Fyrstu lútersku kyrkju. — Verður þar skólastjóri settur i em- bætti af forseta kyrkjufélagsins. Flytur skólastjóri erindi um skóla- mál, og ennfremur verður sönglistin þar til skemtunar. öllum er boðið að vera við þessar hátíðir. Næsta kveld, föstudagskveldið, kl. 8—10, verða skólastjóri og kona hans, á- samt kennurum, skólaráðinu og fleir um, í skólanum til að taka á móti þeim gestum, er vildu koma til að sækja hann heim og skoða hinn nýja bustað hans. Allir eru velkomnir á þessum ofannefnda tíma. Jón B. Johnson, frá Mary Hill, varð fyrir því slysi á fimtudags- kveldið, að hann lenti í hjóli á þreskivél og handleggsbrotnaði og meiddist meira. Hann var fluttur inn hingað á Almenna spítalann á föstudagsmorguninn og er þar nú undir umsjón læknis. Honum liður sem við má búast, og kemur hann á sínum tíma út þaðan heill heilsu. Síra Albert Kristjánsson prestur í Grunnavatnsbygðum, hefir verið hér í bænum. Hann kom með konu sína sjúka til uppskurðar. Er hún á spít- alanum ennþá, en uppskurðurinn lukkaðist hið bezta og er vonandi að hún nái bráðiega fullum bataa. Hon. T. H. Johnson var væntan- legur heim þegar blaðið var að fara i pressuna. Enda mun honum mál heimkomu, ef satt er, sern altalað er, að Ed. Brown sé búinn að setja ann- an mann í sæti hans. Söngfræðingur og organleikari Brynjólfur Þorláksson kom nýlega úr ferð sinni um Dakota bygðir, að stilla píanó. Hann lætur hið bezta af öllu þar syðra. Mennirnir hressir og kátir og uppskera hin bezta. Þeim heiður, sem heiður ber. Heiðraði rilstjóri! Mér hefir komið það til hugar, að biðja þig að taka fyrir nríg i blað þitt fáeinar línur, sem ekki skulu verða mjög fjölorðar. Svo er mál með vexti, að síðast- liðið ár lá sonur minn Jón því sem næst 11 mánuði á almenna spítal- anura í Winnipeg, og allan þenna langa tima var han nstundaður af Dr. B. J. Brandson með svo mikilli alúð og bróðurþeii, að slíks munu fá dæmi. Hann breytti við drenginn minn eins og hann hefði verið bróð- ii hans eða sonur, og nú eru liðnir því sem næst 9 mánuðir af þessu ári og ekki er Dr. Brandson enn far- inn að senda mér reikning fyrir öilu þessu starfi sínu og miklu fyrir- höfn. Eg vonast ekki til þess, að hann gefi mér upp þá mikiu skuld, sem eg er í við hann. Síður en svo. En eg vil láta sem flesta vita, hvað hinum valinkunna manni hefir farist vel við mig og drenginn minn. Piney, 15. sept. 1915. 7/. K. Hvanndal. |i Fyrir alla innanhúss ■j Málningu M SILKSTONE FLAT WALL COLOURS I Til-Blandað 'j Gljálaust Mál Miss Steina J. Stefánsson, sem auglýsir i þessu blaði að hún veiti tilsögn í ensku og öðrum fræðigrein- um fyrir sanngjarna borgun, hefir beðið oss að geta þess, að eftir 1. október verði sig að finna í Suite 5, Acadia Block, á Victor Street, rétt fyrir sunnan Sargerit Ave. — Vér vonum að Miss Stefánsson fái marga nemendur, því oss er fullkunnugt um að hún er starfi þessu mjög vel vaxin, bæði hvað kennarahæfileika og lærdom snertir. í Brandon hafa brennivinssalar verið eitthvað óþægir við yfirvöld- in undanfarið, og var þvi brenni- vínsknæpum lokað þar öllum um vikutíma og kanske iengur sumum. Talað hefir verið um, að loka öllum vínsölustofum á hótellum hér í borg meðan stríðið varir. En hvort það verður meira en umtal, vita menn ekki enn. Út af fyrirspurnum, sem oss hafa borist, viljum vér geta þess, að tíma- ritið IDUXN, sem oss var sent fyrir nokkru, og sem vér prentuðum tvær greinar úr sem sýnishorn, er enn ó- komið til útsölu hingað vestur, og vitum vér ekki hvað veldur. Má vera fð sendingin hafi farist með ein- liverju skipi, sem sökt hefir verið. En af hverju sem þetta stafar verð- ur eflaust bót á þvi ráðin eins fljótt og unt er. Hvar sem maður lítur í hin stóru blöð Bandaríkjanna og Canada og Fmglands, — þá vitum vér ekki af neinu, sem ekki minnist á Viihjálm Stefánsson. Allir eða stór meirihluti biaðanna taldi hann af. En nú ljúka þau öll upp einum munni um hann, að hann sé einhver hinn fremsti, ef ekki fremstur allra landkönnunar- manna, og margir búast við því, að inaður sá, sem þessar þrautir hefir unnið, hann eigi mikið eftir enn að gjöra. Saumakensla Fjögurra daga kensla í saumaskap var haldin á Árborg í síðustu viku, undir umsjón Dorcas félagsins. — Þær fengu einn af umferðarkennur- um útbreiðsludeildar búfræðisskól- ans, Miss Gowsel, frá Winnipeg, til þess að segja stúlkunum til. Þessi kensla var mikið vel notuð, og þeg- ar Miss Gowsel kom til bæjarins aft- ur, þá hrósaði hún stúlkunum mjög mikið; og var í hæsta máta ánægð yfir framkomu og skarpleika þeirra og námfýsi. Útbreiðsludeildin hefir 3 kennara (kvenmenn) til að ferðast um, og er þeim aðallega ætlað að kenna þar sem Home Economic Societies eru. En Þessi félög eru um 70 í fylkinu. Hafa þær þvi líklega nóg að starfa í fylkinu, að fara á milli allra þessara félaga þessar þrjár konur. Aðrir geta ekki notið starfsemi þeirra en félög þessi, og vilji menn fá þær til sin, er eina vissa ráðið, að mynda Home Economic Society. Fréttabréf. Spanish Fork, Utah. 23. sept. 1915. Herra ritstjóri! Bara fáar línur dettur mér í hug að senda þér í dag, til þess fyrst og fremst að tilkýnna þér þá gleðifregn að vér efum ennþá lifandi, og líður bærilega, og svo til að þakka þér fyrir “Kringluna”, sem eftir vanda er vor kærasti gestur einu sinni í viku hverri. Lítið er nú samt um miklar eða markverðar fréttir. Sumarið, sem bráðum fer nú að kveðja oss, hefir verið einmuna gott; hitar afar mikl- ir, en ekkert regnfall, að kalla má, | í fjóra mánuði. Samt varð öll upp- skera góð og nýting hin bezta. Jarðepli eru sumstaðar með rýr- ara móti og þar af leiðandi í háu verði; líka skemdi grasormur dá- litið fyrstu uppskeru af heyi, samt ekki yfirleitt eða alstaðar, svo þess gætti mikið lítið. Aldini frusu og á stöku stöðum síðastliðið vor, og því varð engin uppskera af þeim, þar sem það átti sér stað. Alstaðar ann- arsstaðar voru þau góð, og mikil uppskera af þeim. Þresking er nú um garð gengin; en bændur rétt nýbyrjaðir á að taka upp sykurrófur. Lita þær víðast vel út, og munu án efa færa bændunum margar þúsundir í hreinan ágóða. Heilsufar hefir verið ágætt; lítið um slysfarir — utan svona daginn og veginn og mikið lítið um mann- dauða. Löndunum liður vel, eins og eg drap á hér að framan; en hjá þeim gjörast engin söguleg tíðindi. Atvinnuvegir hafa verið hér svona rokkurn v ginn í meðallagi þetta sumar. Stjórnin lét byggja langan og djúpan vatnsskurð, sem veitti tals- vert mörgum atvinnu, og svo er líka verið að byggja rafmagnsbraut þvert yfir Utah, og verður hún komin inn i okkar bæ hinn fyrsta október. — Ilaft er einnig við orð, að byrjað verði í haust á byggingu stórrar sykurgjörðar verksmiðju hér í bæ vorum, sem líklegt er að veiti tals- vert mörgum atvinnu. E. H. J. Ræða. Bjarna Jónssonar frá Vogi um kenslu i hagnýtri sálar- fræði við háskólann. (Niðurlag). Eg mun nú sýna fram á, að það væri sparnaður, að setja þetta em- bætti á stofn. Tel eg þar til fyrst, að rannsóknir hans og starf myndi inargborga sig, beinlínis og þó eink- um óbeinlínis. En svo er annað, sem kemur til greina í þessu máli. Sá inaður, sem hér er um að ræða, dr. Guðm. Finnbogason, hefir farið frá smalaprikinu og út á menta- brautina og er nú orðinn einn af allra bezt mentuðu mönnum lands- ins, hefir numið fræði sín af ágæt- um mönnum, fyrst i Kaupmanna- höfn; en síðan notið þess eina vís- indastyrks, sem til er í þessu skyni, Hannesar Árnasonar styrksins. En þegar hann nú er orðinn fær um, að starfa fyrir land sitt og þjóð og vill fara að vinna öðrum til gagns, þá er hann settur upp í bókahyllu með 1800 króna laun. Er þetta sparn aður? Svarið því, þið góðir hálsar, sem sífelt eruð að nöldra um stofn- un nýrra embætta. — Hvað kostar mannslífið? Hvað kosta vonir manna og lífsstarf þeirra? Svarið því líka, þið reikningsfróðu menn. Og nú vil eg enn spyrja að einni spurningu: Hverjum datt í hug, þegar háskólinn var settur á stofn, að hann ætti ekki fyrir sér að stækka? Nei, það minsta, sem hugs- anlegt er að gjöra, er að bæta við tveimur mönnum á hverju fjárhags- tímabili, sem kennurum við háskóla vorn, svo framarlega, sem hann á að halda áfram að stækka að nokkrum mun. Hverjum dettur í hug að það sé sparnaður, að geyma mann eins og dr. ólaf Daníelsson í kennara- skólanum ár eftir ár, í stað þess að þeir komi að sem mestu gagni landi og lýð? Nei, eg skal leyfa mér að fullyrða það, að það er miklu betra að steindrepa mennina með þvi að reka í þá hníf, heldur en að smá- murka úr þeim lífið á þann hátt, sem nú er verið að gjöra, og láta þá eigi njótahæfileika sinna. Þá skal eg að lokum geta eins i sambandi við þetta mál. Mér finst að þetta ætti að vera okkur íslending- um metnaðarmál, að styðja eins og við mögulega getum að vexti og við- gangi háskóla vors. Okkur ætti að vera það metnaðarmál, að halda svo í heiðri minningu forfeðranna, að við látum ekki þenna litla vísir til vísindalífs i landinu verða okkur til skammar. Því hvað er það, sem varld ið hefir því, að vér erum enn taldir meðal mentaðra þjóða? Ekkert ann- að en það að forfeður okkar voru vísinda- og listamenn; ef svo hefði ekki verið, þá værum við nú ekki sérstök þjóð með sérstökum þjóðar- einkennum. Við værum nú vesæl fiskiþjóð og töluðum líklega blend- ing af grænlenzku og dönsku eða eitthvað enn verra. Og auk þessa: Hver veit hve langt þess verður að bíða, að það verði Játið í vogarskál- ina, hvort við nú getum talist menta- þjóð eða ekki? Það verður ef til vill við næsta friðarsamning ákveðið, hvort við eigum að renna saman við einhverja stórþjóðina eða hverfa i þjóðahafinu og landið að verða lítils virt útver, eða við eigum að halda á- fram að vera sjálfstæð mentaþjóð, eins og forfeður vorir voru. Það eru, sem betur fer, mjög svo margir íslendingar, sem tala um há- skólann okkar með hlýleik; en þó Fáðu þér land til eignar IIORGIST A 20 ÁRUM ef l»fi vllt. LinnditS fætSlr l»Igr og: klætl- ir og; Itorgnr fyrlr Hig sjftlft um leitl. Peyklmikitl flæmi af fyrlrtaks frjö- Nömti lnndi er til söln Y Vestur-Canada fyrir Ifitd verð metS gútlum Nkilmftlum, l»etta frfi $11 tll $30 ekran ft bfina'öar- löndum l»ar sem nógnr eru rigningar og fiveltulöndin $35 ekran.)Skilmfliart Plnn tuttugaNtl af veröinu borgigt fit I hönd, hltt ft 20 firum. 1 ftveltusvelt- um mfl fft lfin upp ft bygglngar upp tll $2000, er einnlg: borgist A 20 ftrum. Leigan fi lfini l»vl er aöeins 0 per cent. Nfi er tækifærlö aÖ hæta viö Nlg lönd- um hlnum næatu etJa fitvega l»au handa vlnum Nínum og nfigrönnum, Frekarl upplýsingar fftst hjft P. W. RUSSELL - - Land Agrent Dept. of Natural Resources, C.P.R. DESK 39, C.P.R. DEPOT - WINNIPKG vantar mikið á, að við berum allir þá ástartilfiningu í brjósti til hans, scm aðrar Jijóðir gjöra til sinna há- skóla. Ef einhver af þeim, sem nú hlustar á mál mitt, skyldi koma til Gautaborgar í Sviþjóð, þá taki hann eftir því, að hvaða mann, sem hann hittir í allri borginpi, hvort sem það er verkamaður eða lærður maður, stórkaupmaður eða fátæklingur, þá verður honum af þeim undir eins bent á, hvaða stofnun það sé, sem hann fyrst af öllu verði að sjá í borginni, og allir munu benda hon- um á háskólann og segja, að hann megi ekki fara svo, að hann sjái ekki þá stofnun. Gautaborg er stórborg, en eg efast um, að þar sé nokkur maður, sem ekki elskar háskólann; en eins og menn vita, hafa þeir Gautbyrgingar komið háskóla á fót hjá sér fyrir skömmu; enda sýna Sviar það í verkinu, að þeir unna honum, því þeir hlaða yfir hann fé- gjöfum. Við íslendingar erum aftur ekki eins heitir. Eg man ekki eftir, að háskólanum okkar nýja hafi ver- ið gefið annað en það, sem einn borgari þessa bæjar gaf honum, daginn, sem hann var settur á stofn, sem sjálfsagt er að minnast með þakklæti. Eg trúi því ekki fyrri en eg má til, að Jiessum málum um aukna starfs- krafta við háskólann, verði ekki vel tekið. Eg tel það vist, að svo ágætir fulltrúar, sem islenzkir kjósendur senda á þing, séu svo vel að sér, að þeir viti, að þekkingin er veldi. — Þeir hafa líka ljóst dæmi fyrir aug- um, þar sem Þjóðverjar eru. Það er öllum mönnum auðsætt, að þeir væru fyrir löngu orðnir fjandmönn- um sínum að bráð, ef þeir hefðu ekki haft veldi þekkingarinnar og vísindanna við að styðjast. Enda liafa Þjóðverjar bæði lagt fram fé og krafta, sem þeir frekast gátu, til þess að auka sem mest þekkinguna í iandi sinu; og því eru þeir nú komnir það fram úr öðrum þjóðum, að þeir geta gjört brauð úr hálmi, o. fl. þ. h. Auðvitað þurfum við ekki að vænta þess, að við gctum kept við Þjóðverja í vísindamensku, en því fyrr sem við byrjum að leggja rækt við vísindin, því fyrr getum vér gjört kraftaverk. Eg hefi nú gjört grein fyrir skoð- un minni svo vel sem eg get í stuttri ræðu, og hafi eg farið með heimsku i nokkru, þá bið eg hina vitru full- trúa velvirðingar á því og vænti þess, að þeir láti málefnið ekki gjalda þess. Bandaríkin eru óviðbúin Mr. Henry Ford, sem margir eru orðnir kunnugir af autós þeim hin- um mörgu og ódýru, sem hann læt- ur smiða, hefir nýlega boðist til að leggja fram $10,000,000 — tiu mill- íónir dollura — til þess að hindra J>að, að Bandaríkin styrki hervarnir sínar og búi sig undir óvina:árásir úr einni eða annari átt. En þá rís upp loftfarafélag Banda- ríkjamanna — ásamt ótal öðrum — og halda fundi um það og fela for- seta félagsins, Mr. Henry Wood- house, að mæla á móti þessu við Ford og fá hann ofan af því. Wood- house er merkur maður og einn af r.efnd þeirri, sem á að líta eftir því, að Bandaríkin séu við öllu búin. I bréfi sínu minnir Woodhouse F'ord á það, er þeir fyrir 4 mánuð- um síðan ræddu þetta og vildu báð- ir friðinn hafa, en sinn me. hvoru móti. “Þetta er einlægur vilji okkar beggja”, segir Woodhouse i bréfinu, “en þessar tíu millíonir, sem þú, vinur minn, ætlar að leggja fram til þess að hindra herbúnað Banda- ríkjanna, verða svo fjarri því að vera lil bóta, að þær hljóta að koma af stað öðru stríði, — og það hér í Bandaríkjunum. “Það virðist sem þú sért sann- íærður um það, að Bandaríkin séu þrungin af ófriðar og herskapar- Iðögun. En það er fjarri sannleik- anum; það vita allir þeir, sem hafa veitt þvi nokkra eftirtekt. Menn hafa verið hér rólegir, spakir og Þiðsamir, þó að atburðir og ástæður Fefðu getað verkað hið gagnstæða. Bandarikin hafa tekið upp á sín- ar herðar, að vernda ríkin i Mið- og Suður-Ameríku. Það er Monroe- kenningin. Og þeirri kenningu er það að þakka, að þessi ríki geta nú verið óhult fyrir arásum annara þjóða. Og þegar riki Jjessi vita og treysta því, að þau þurfa engar á- rásir að óttast, þá fara þau ekki að verja fé sínu til þess, að koma upp hervörnum á sjó eða landi. Annars myndu þau keppast um það, hvort við annað og þá er úti um friðinn. “En aðalatriðið, sem hér kemur til greina er það, að Bandaríkin eru algjörlega varnarlaus. — Formenn hreyfingarinnar, að bæta um varnir Bandaríkjanna, urðu þess vísari, að ástandið var svo voðalegt, að það var álitið bezt að opinbera ekki það, sem þeir gátu fundið við rannsokn- ina, svo að mönnum brigði ekki svo við, að þeir tækju til einhverra ó- yndisúrræða. “Ef að þú ferð af stað með tíu millíón dollara tillagið þitt, og fer að mynda hreyfingu til að vinna á móti oss og vörnum Bandarikjanna, þá verðum vér, þessi millión manna, sem eg er fulltrúi fyrir, að taka til annara ráða. Vér skoðum þetta sem stóra hættu fyrir þjóðina og mun- um þá opinbera alt, sem vér höfum orðið vísari um það, hvað Banda- ríkin eru varnarlaus, ef að nokkuð kemur fyrir. “Þér hafið verið að tala um það, að $1,000,000,000 (ein billíón doll- ara) virði af skipum og fallbyssum sé ónýtt orðið, af þvi að það hafi aldrei notað verið, og teljið það sem sönnun á móti herbúnaði og hern- aði. Þetta virðist vera feykimikil upphæð, ef að menn ekki líta til þess, að vopnabúnaður þessi hefir varðveitt þjóðina á meðan auður þjóðarinnar óx úr 7,136 millíónum árið 1850 til 187,739 millióna doll- ars árið 1915, og líti menn þannig á það, sjá menn, að ekki hefir verið unt að verja þessu fé betur. “Til þess að sýna föðurlandsást yðar , J>á hafið þér sagt: ‘Ef að ó- vinaher ræðst inn yfir landamæri Bandarikja nú eða seinna, þá skal eg leggja fram allar eigur mínar til að verja Bandaríkin’. En líti menn á það, hvað Bandaríkin eru gjörsam- Iega varnarlaus og hvað herskapur allur gengur nú fljótt og öðruvísi, en menn varir, þá vil eg benda á það — að ef nokkurt hinna meiri rikja kæmi á móti Bandaríkjunum, þá myndi full þörf á auðæfum yðar til að gjalda því skatt fremur en til að verja landið. Borgarar vorir eru hjálparvana og gagnslausir, ef að J>eir eru ekki æfðir, og Bandaríkin yrðu að velja um tvent: að gefast upp eða verða sláturvöllur sinna eigin borgara. “Þetta land er varnarlaust í loft- inu. En nú hefir eins árs stríð sýnt mönnum það, hvað loftförin eru á- ríðandi. Og ófarir Rússa stafa meira af því, en nokkru öðru, hvað Rúss- ar höfðu lítið af flugdrekum og flug- mönnum, þar sem Þjóðverjar höfðu livorttveggja í hundraðatali og flug- mennina vel æfða.---------Nú höf- um vér að eins 20 flugdreka með hernum og flotanum, og það er svo lítið og lélegt, að það er bezt að minnast ekki á það. “Þér sýnið því ekki föðurlands- ást yðar fyrri en þér hafið farið að dæmi föðurlandsvina þeirra og fé- laga, sem hafa gefið verkamönnum sinúm öll möguleg tækifæri til að ganga í borgaraliðið (The National Guard) eða sjóherinn (Naval Mil- itia), og taka þátt í ábyrgð þeirri, sem á þjóðinni hvílir. Og eg verð að játa það, að þar sem þér hrósið yð- ur af því, að einir 10 af hinum 20 þúsund verkamanna yðar í Detroit komu á völluna, þar sem Michigan borgararnir æfðu sig, — þá ber það fyrst og iremst vott um litla föður- landsást og er beint út landráðum nærri (unpatriotic and positively unloyal)---------”. (Þýtt úr New York Sunday Times, í september). Fyrirspurn frá íslandi. Laugaveg 66, Reykjavík, 6. sept. 1915. Herra ritstjóri Heimskringlu! Viljið þér gjöra svo vel og flytja fyrir mig eftirfarandi linur. Eg þarf að fá að vita, hvort lif- andi sé Ingibjörg Einarsdóttir, frá Fjarðarkoti i Mjóafirði í Suðurmúla- sýslu. Átti hún til skamms tíma heima að Sigluvík P. O., Manitoba. Einnig vil eg fá vitneskju um syst- ur mína, Guðrúnu Jónsdóttur, frá Rima í Mjóafirði, sem fluttist úr Fljótsdalshéraði til Ameríku. Eg er frá Rima i Mjóafirði, er skósmiður og á nú heima þar sem eg hefi tilgreint yfir þessu bréfi. Með þökk fyrir, að þér látið blað yðar flytja þetta, kveð eg yður, hr. ritstjóri. Virðingarfylst, Jón Jónsson. “Einn af hinum tólf.” Mann sem undan öðrum grefur, —• ann af pundi sínu raupa, f>ann i mundu hver sem hefur — hann er ei stundar vert að kaupa. J. G. G. Þakkarorð. Herra Manager Heimskringlu Mr. H. Skaptason! Hér með kvitterast og er þakkað fyrir þau eintök af Heimskringlu, sem að Gamalla-heimilinu hér á Gimli hafa verið send. Einnig þökk- um vér Manager Lögbergs, Mr. J. Vopna, og kvitterum hér með fyrir þau eintök, sem einnig af góðvild og örlæti okkur eru send. Gimli, 24. september 1915. Lesendur blaðanna á Gamalla-heimilinu. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg .. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 6670-4474 -J Ræktaðu Hveitið, Við Skulum Selja Það ----------------- Fyrir Þig. -------------------- Svoleiðis færð þú það sem þú átt skilið fyrir þína vinnu, með því að hafa samtök við The GGG Ltd. tekur þú saman höndum við 16,000 bændur sem er hluthafar í mjög fuilkomnum félags- skap sem gerir þínar þarfir að sínum áhugamálum. Hjálpaðu sjálfum þér með því að selja hveiti þitt í gegnum hið upphaf- lega Bændafélag. Styrktu allan samverknað. Við getum gefið þér góð kaup á Coal—Flour—Apples og General Supplies, og Plógum, Packers Engines, o. s. framvegis. The/raiyi /rowers /ram Cb, • Branchcs al BF.GINA.SASK. RF.GINA.SASK, «... . j XÆ I A^ency at CALGARY.ALTA WinniDeQ • mani toba NEWWLSTMHWER FORTWILLIAM.ONT. Tinuu^vj u BrilishColumbia SUCCESS j BUSINESS C0LLEGE. WINNIPEG, MANITOBA. ByrjatSu rétt og byrjafcu nfi. LæritS verzlunarfræði — dýrmætustu þekkinguna, sem til er í veröldinni. LæriÖ í SUCCESS, stærsta og bezta verzlunarskólanum. Sá skóli hefir tíu útibú í tíu borgum Can- adalands—hefir fleiri nemendur en allir keppinautar hans 1 Canada til samans. Véiriinrnr fir l»elm skfila hnfn hæNtu verlllaun.—-Útvegar at- vinnu — hefir beztu kennara — kennir bókhald, stærÖfræt5i, ensku, hraöritun, vélritun, skrift og atS fara metS gasólín og gufuvélar. Skrifiö et5a sendiö eftir upplýsingum. F. G. GARBUTT Presldent D. F. FERGUSON. Principal

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.