Heimskringla - 21.10.1915, Síða 6
BLS. fi
HE IMSKRINGLA.
WINNIPEG, 21. OKTÓBER 1015
— Hver var hún?—
Nú heyrðist persóna koma, sem gekk við staf. —
Hávaoalaust opnuð.ist dyrnar — og inn kom eigandi
5torm Castle.
An þess að vilja það, hrökk Edda við.
Hún vicsi, uÖ irú Vavasour var nserri hundrað ára
giimul, og bjóst viö að sjá hrörlega konu, máske ósjálf-
hjarga og í öllu faMj í annari bernskú. En í stað þess
sá hún rösklega konu.
Litil, gröpn, rokkuð visin persóna, beygð af clli,
með'bogið bak; en hreyfði höfuðið fjörlega, líkt og
fuglar; nefið líkt og á örn og frammjóa höku, sem
stóð langt fram; gulleitt hörund, sem háfði óvanalega
fáar hrukkur; stórar, hvitar augnabrýr, yfir eldhvöss-
um, svörtum auguin; lágt enni og fyrir ofan það þykt,
hvitt hár; grunsamt augnatillit; háðslegt bros á vör:
unum; drambsöm, hrokafull framkoma. — Þetta var
frú Vavasour.
Klæðnaður hennar gjörði hana svipaða galdra-
kerlingu. Hún var í síðri, rauðri flauelskápu, sem var
fóðruð með hreysikattaskinni; háu skórnir hennar
voru líka úr rauðu flaueli. Um hálsinn hafði hún há-
an kniplingakraga. 1 eyrunum og á hálsinum gljáðu
demantar; litlu, visnu hendurnar hennar voru skreytt-
ar vcrðiniklum hringum, og á stafnum hennar var gull-
húnn. scm gimsteinar voru greyptir i.
Hafi Edda orðið hissa á útliti frú Vavasour, þá
varð gamla konan ekki síður hissa að sjá Eddu. Granni,
íiðlcgi vöxturinn; litla, dökka, fjörlega andlitið; fall-
ega höfuðið, þakið þéttum, stuttum, kolsvörtum hár-
lokkum; geislandi, dökku augun, sem horfðu hvast og
kuldalega fram undan sér, og höfðu samt útlit fyrir að
geyma sorg og jafnframt viðkvæmni; stoltu, rauðu
varirnar, fegurð æskunnar. — Þetta vakti aðdáun og
undrun gömlu konunnar.
‘Eg er frú Vavasour’, sagði kvendrotnarinn i Storm
Castle, mcð óskertu drambi MacFingals ættarinnar, —
alveg eins og hún segði sig vera drotningu Skotlands.
Cg þér eruð unga stúlkan, sem ungfrú Powys sendir
mér, — þc'r eruð ungfrú Brend?’
Edda hneigði sig og frú Vavasour bað hana að
setjast; sneri sér svo að frú Priggs, sem stóð fjarri
þeim með brcf í hcndinni.
‘Hvernig líður yður, frú Priggs?’ sagði frú Vava-
sour með lítillæti. ‘Þér hafið gætt ungu stúlkunnar
nákvæinlega, hugsa eg. Hvernig líður ungfrú Powys?’
‘Agætlega, frú’, svaraði frú Priggs, sem fann til
feimni gagnvart tigulegu konunni. ‘Ungfrú Powys
sendi yður bréf, sem hún bað mig að fá yður; hér er
það’. •
Frú Priggs tók bjóð, sem lá á borði hjá henni, —
lagði bréfið á hann og rétti frú Vavasour.
‘Setjist þér niður’, sagði gamla konan. ‘Ungfrú
Brend, ef þér viljið afsaka mig, þá ætla eg að lésa bréf
ungfrú Powys’.
Auðvitað kom Edda ekki með neinar mótsagnir,
og frú Vavasour settist niður og las bréfið. Bréfið
var af því tagi, sem bankaradóttirin hefði naumast trú-
að póstinum fyrir, og þó benti það ekki á leyndarmál-
ið, sem umkringdi Eddu, og heldur ekki á það, hverra
manna hún var. 1 bréfinu stóð, að Edda væri for-
ældralaus dóttir æskuvinu ungfrú Powys. Ennfreinur
stóð þar. að ungfrú Powys hefði viljað hafa hana hjá
sér, ef löngun hennar til að vera óháð væri ekki svo
sterk. Bréfið tilkynti ennfremur, að unga stúlkan
væri af heldra tagi, bæði að þvi er snerti ætt og upp-
«eldi, og væri í miklum kærleik við ungfrú Powys, sem
Æetlaði scr eð sjá um framtíð hennar. Ungfrú Powys bað
frú Vavasour, að vera henni góð; og ef hún vildi ekki
bafa hana, að senda sér hana aftur, undir umsjón per-
sónu, er ga tti hennar vel. Alt bréfið barvitni um ást og
löngun eftir ungu stúlkunni, sem furðaði gömlu kon-
xina stóríega, þar eð hún hélt að ungfrú Powys væri til-
finningrrlaus.
‘Jæja’, tautaði aldargamla konan, þegar hún var
búin að lesa bréfið. ‘Svo Agnace Powys hefir hjarta
•og tilfinningu, og þessi unga stúlka hefir öðlast ást
liennar. Hún hlýtur að vera óvanaleg stúlka’.
Edda og frú Priggs heyrðu ekki þessi orð hennar,
«n með hærri röddu sagði hún við frú Priggs:
‘Eg skal svara bréfinu, frú Priggs. Þér getið ver-
ið kyrrar, ef þér viljið, meðan eg tala við ungfrú
JBrend’.
Gamla konan sneri sér skyndilega að Eddu, og
horfði fast á hana, eins og hún ætlaði að lesa eðlisein-
kenni hcnnar á andlitinu.
Hún talaði með nöldrandi rödd, og hakan og arn-
arnefið mættust, þegar hún talaði: ‘Eg skrifaði vin-
stúlku minni, ungfrú Powys, bréf, og bað hana að út-
vega mér lagsmær, ekki slika stúlku, sem ávalt væri
stynj :idi með bænarsvip, eins og hún beiddi um leyfi
til að vera til; ekki heldur neina af þessum sigrát-
andi kvinnum, sem halda að forsjónin hafi gjört þeim
rangt með því, að láta þær vera fátækar, — ekki held-
ur ncina af þessum forvitnu stúlkum, sem gægjast of-
an i hallarborðið mitt, lesa bréfin mín, og standa á
hleri við herbergja dyrnar, — og heldur ekki neina af
Jiessum hræsnandi stúlkupi, sem gefa i skyn, að þeim
þyki vænt um mig, og vona að eg minnist þeirra í
erfðaskránni. Eg hefi haft allar þessar mismunandi
tegundir af lagsmeyjum, og nú langar mig til að fá
nýja tcgund. Þér lítið öðruvisi út, en þær sem eg hefi
haft. En hvað kemur yður til að yfirgefa Lundúna-
borg og ungfrú Powys, og fela yður hér í þessu ein-
manalega hálandi?’
Hún studdi löngu hökunni sinni á húninn á stafn-
tun og horfði enn fastara á Eddu. Það var auðséð, að
hún var grunsöm um það, hvað kæmi jafn ungri og
fallegri stúlku til að leita að stöðu hjá henni, — þrátt
fyrir það, að ungfrú Powys mælti hið bezta með henni.
‘Tilgangur minn var ekki að græða peninga’, sagði
Edda róleg. ‘Eg vildi fá stöðu einhversstaðar, og bað
ungfrú Powys að hjálpa mér til þess. Hún fékk bréf-
ið yðar á hentugum tima, og bauðst til að mæla með
mér við yður, frú Vavasour. Eg er fædd og uppalin
á óbygðri Yorkshire-heiði, og er þvi ekki hrædd við
•einveruna í Storm Castte’.
‘Hum’, sagði frúin. ‘Ungum persónum geðjast
vanalega ekki að einverunni. Þér lítið út fyrir að
vcra glaðar og fjörugar að eðlisfari. Hvað búist þér
við að geta fengið hjá mér?’
‘Eg býst við að fá gott kaup og heimili, frú Vava-
sour’.
‘Hum’, tautaði frúin. ‘Vitið þér, ungfrú Brend,
að eg bý hér einsömul alt árið — með 20 körlum og
konum til að þjóna mér; en án þess að hafa nokkurn
til að skemta mér, nema þegar mér á sumrin dettur i
hug að bjóða hingað fáeinum gestum? Alveg einmana,
skal eg segja yður, að undanteknu þvi, að presturinn
borðar hjá mér dagverð einu sinni á viku, og að heim-
ilislæknirinn eða nágranni minn, dvelja hér einn dag
stöku sinnum; en cngin önnur umbreyting á sér stað,
svo yður hlýtur að finnast einmanalegt. Eg reiðist
fljótlega, er grunsöm og oft i slæmu skapi. Þér hefð-
uð með hægu móti getað fengið stöðu í eða nálægt
London, og eg get ekki skilið, hvað gjörði yður svo
ákafa eftir að koma hingað. Eg held stundum, að fólk
hafi vond áform mér viðvíkjandi — og guð veit, að eg
hefi ástæðu fyrir slíkum grun, — og þó ungfrú Powys
hrósi yður mikið, getur henni hafa skjátlast. Það eru
til manneskjur sem vona að geta erft eignir mínar, —
þegar eg er dáin. Stanðið þér i nokkru sambandi við
þær?’
‘Alls ekki, frú’.
‘Svo þér höfðuð enga* annan tilgang með að koma
hingað. en jiann, að þjóna mér fyrir gott kaup?’
‘Eg hafði engan annan tilgang, frú Vavasour’, svar-
aði Edda óþolinmóð. ‘Hvern annan tilgang hefði eg
átt að hafa? Hvernig ætti eg að þekkja þær persónur,
sem gjöra sér von um að erfa yður: Að því er snertir
hið bráða geð yðar, þá hefi eg verið vöruð við því, og
eg get umborið það. Gjöri það yður nokkuð gott að
sneypa mig, þá getið þér veitt yður þá ánægju eins oft
og þér viljið. Þér eruð gamlar, og eigið þvi að likum
einkaréttindi til að vera meinyrt. Ef þér viljið að eg
sé hér, þá skal eg vera. Ef þér viljið, að eg fari, þá
skal eg fara. Þó að þér takið mig núna og verðið leið-
ar á mér seinna, þá er hægðarleikur að senda mig burt.
— Þetta er alt ofur einfalt. Og í rauninni gjörir það
engan mismun fyrir mig, hvað þér afráðið’, sagði
Edda. ‘Ef þér viljið ekki hafa mig, þá get eg með
hægu móti fengið aðra stöðu — og eg er jafn fús til að
fara og vera’.
‘Góði guðl’ stundi frú Priggs. ‘Nú hefir Edda bú-
ið í haginn fyrir sig! Við fáum ekki að vera hér í nótt.
Frú Vavasour hefir nú fundið jafningja sinn i drambi
og geðbræði. .Tá, Edda er fædd til að lenda i ógæfu,
— það er áreiðanlegt’.
Frú Vavasour sá hnuggna svipinn á frú Priggs og
brosti býsna háðslega. Svo leit hún aftur á Eddu og
sagði með minni hroka én meiri bliðu:
‘Jæja, það er þó skemtilegt að heyra, að þér komið
ekki með smjaður, ungfrú Brend, — eg get ekki þolað
það. Eg held eg vilji reyna yður. Eins og þér segið,
er auðvelt að senda yður burt, ef mér geðjast ekki að
yður. Hvað getið þér gjört?’
‘Það sem þér viljið, að eg gjöri, frú. Eg vil vinna
fyrir kaupi mínu’.
‘Nú! Þetta er nýjung! Þér viljið vinna fyrir
kaupi yðar? Eg hefi aldrei heyrt þetta orð fyr en nú’,
sagði gamla konan, og bilá kæti fvrir i fjörugu, dökku
augunum. ‘Eg skal segja yður, hvað eg vil að þér
gjörið. Eg hefi roskna þernu, sem er mér hreinskilin
og vinveitt; hún hefir verið hjá mér í 40 ár, og er nú
að eins 57 ára gömul. Eg hefi líka duglega saumakonu.
— Það sem eg vil að þér gjörið, er að vera mér til
skemtunar; eg er svo oft einmana. Eg vil að þér
lesið fyrir mig; syngið fyrir mig; leikið á píanóið og
orgelið; talið við mig; fylgið mér, þegar eg ek mér
til afþreyjingar; sitjið hjá mér — verið hjá mér á
daginn og kveldin, og látið mér líða eins vel og unt er.
Ef þér vitið nær þér eigið að tala og nær þér eigið að
þegja, þá gleður það mig. Mér líkar ekki sífelt þvaður.
í fyrra var hjá mér stúlka, síþvaðrandi, sem var nærri
búin að deyða mig’.
‘Eg skal gjöra það sem i mínu valdi stendur ti!
að þóknast yður', svaraði Edda. ‘Ef yður líkar ekki
við mig, eða mér líkar ekki að vera hér, — Þá get eg
farið’.
‘Lesið þér fyrir mig’.
Edda tók bók af borðinu og las eina blaðsíðu. —
Gamla konan var mjög ánægð með róminn og fram-
burðinn.
‘Góð rödd og vel þroskuð. Syngið þér nú fyrir
mig’.
1 herberginu stóð píanó. Edda settist við það
og lék erfitt tónleikslag; spilaði svo afar erfitt fimni-
lag; og endaði með því að syngja mjög klökkvan,
skozkan þjóðsöng, sem hún söng með svo þýðum inni-
leik, að hann varð töfrandi.
Þegar hún stóð upp og gekk aftur a stólnum sín-
um, undraði hana hve blíður og vingjarnlegur svipur
frú Vavasour var, og viðkvænin, sem lýsti sér í litlu,
svörtu augunum hennar.
‘Þetta er eini hljóðfærasöngúrinn, sem eg hefi
heyrt í mörg ár’, sagði gamla konan og dró andann
seint og þunglega, ‘og eg elska hljóðfæraslátt. Eg kalla
ekki urg á píanó eftir vissum reglum hljóðfæraslátt.
En samræmi hljóðfæranna, sem leiða fram náskylt
samræmi í sálu minni — slík, sem grípa mig og lyfta
mér upp — það kalla eg hljóðfæraslátt, hvort sem tón-
arnir koma frá píanói, orgeli eða þéttum hóp furu-
trjáa undir gluggunum mínum. Þér verðið oft að
syngja og leika á hljóðfæri fyrir mig. Það er afgjört,
að þér verðið hjá mér. Hvað þér getið gjört af öðru
tagi fyrir mig, leiðir tíminn í ljós’.
Edda hneigði sig alvarleg.
‘Ungfrú Powys segir mér, að þér séuð af góðum
ættum, og að þér séuð foreldralaus’, sagði frú Vava-
sour. ‘Hún talar um yður með miklum innileik, og
því er ekki nauðsynlegt fyrir mig, að spyrja um liðna
æfi yðar. Þér verðið nú kyrrar hjá mér. Frú Priggs,
þér megið nú fara og finna ráðskonuna, og segja henni
að láta yður líða vel’.
Frú Priggs hneigði sig og fór.
Hún var naumast komin út, þegar afarstór Skoti
i svörtum búningi, með hvíta hárkollu, kom í ljós í
dyrunum, og sagði með hátíðlegri röddu,, að dagverð-
ur væri á borð borinn.
Frú Vavasour stóð upp og bað Eddu að fylgja sér,
gekk svo i hægðum sínum til borðstofunnar, og studdi
sig ivð stafinn sinn.
Borðstofan stóð að stærð og skrauti alls ekki á
baki stóra salsins og hins rauða; bæði á veggjunum og
þakinu var múrskrift, og gegnum stóru gluggana sá
maður fagran blómagarð, sem moldin hafði verið flutt
í neðan úr hliðunum. •
Dagverðurinn var ágætur i öllu tilliti. Gluggarn-
ir stóðu opnir, svo hreina fjallaloftið leitaði inn. —
Bæði matur og alt annað var full-boðlegt hinum mesta
sælkera. Kyrlátir þjónar unnu við borðið, og fengu
þeim, sem matar neyttu, alt sem þá vanhagaði um, —
jafnvel áður en þeir báðu um nokkuð. Frú Vavasour
talaði skemtilega, og Eddu leið ágætlega. Lífið á
Storm Castle var ekki eins eyðilegt og hún hafði búist
við.
Eftir dagverðinn fór Edda og frú Vavasour aftur
inn í rauða salinn; þar sátu þær fulla stund og spjöll-
uðu saman; en þar eð hún var þreytt eftir ferðina,
bað hún afsökunar og gekk til herbergis síns. Frú
Priggs kom þangað strax til hennar.
‘Það er þá afráðið, að þér verðið hér, ungfrú
Edda, hamingjunni sé lofI’ sagði gamla konan með
innilegri ánægju. ‘A meðan Upham er í húsinú, getið
þér ekki komið aftur til Cavendish Square, nema þér
viljið alveg eyðileggja ungfrú Powys. Mér hefir ald-
rei geðjast að Upham, aldrei; og nú hefir hann sýnt,
að hann er reglulegur höggonnur’.
‘Það er líklegt, að eg komi þangað aldrei’, sagði
Edda og stundi. ‘Eg er viss um, að eg uni mér hér.
Nær farið þcr til London aftur?’
‘Daginn eftir morgundagjnn, ungfrú Edda. Ung-
frú Agnace sagði, að eg ætti að vera hér einn dag, til
að fullvissa mig um, að þér væruð ánægðar hér. Ves-
alings Agnace! Henni féll svo sárt, a þér yrðuð að
fara að vinna fyrir yður á þenna hátt. En hvað gat
hún gjört? Hún er i vanda stödd’.
Frú Priggs þurkaði tár af augum sínum og gekk
svo yfir í hinn enda herhergisins, óg við það hætti
samtalið.
Edda svaf vel þessa nótt í himinrúminu, og um
morguninn fór hún á fætur um sólaruppkomu, og tók
sér langa skemtigöngu um fjallið fyrir inorgunverð.
Hún kom inn í borðsalinn til frú Vavasour, svo glöð
og ljómandi sem sólskinið úti.
Eftir morgunverðinn sagði gamla konan við hana:
‘Ungfrú Brend, mér þætti vænt um, ef þér vilduð
kynna yður höllina og umhverfið, áður en þér byrjið
á hinum daglegu störfum yðar. Fyrri hluta dagsins
sýnir ráðskonan yður herbergin, og síðari hluta dags-
ins akið þér með mér ofan eftir fjallinu.
Orð þessi voru sem skipun fyrir Eddu.
Eftir morgunverðinn kom ráðskonan og var kynt
Eddu. Það var alvarleg kona, fremur mögur, með
grátt hár og í svörtum silkibúningi. Hún fór með Eddu
um hin ýmsu herbergi hallarinnar, og sagði frá athuga-
verðum atvikum um hvert herbergi, og það gjörði hún
svo nákvæmlega eins ,og leiðsögumönnum er eiginlegt.
Þegar þær höfðu gengið í gegnum hina ýmsu
samkomusali og hókhlöðuna, komu þær til gestaher-
bergjanna, og náðskonan taldi upp ýmsa nafnkunna
menn, sem hefðu sofið i þeim, 0£ seinast komu þær í
myndaherbergið, sem var langt og hátt herbergi. Það
var lýst með afarstórum lampa, sem hékk neðan í
loftinu.
Bæði veggir, þak og gólf var úr dökku, ftíguðu
tré. Veggirnir voru þaktir af myndum, og voru sum-
ar þeirra mörg hundruð ára gamlar. Nú var ráðskon-
an komin á þá réttu tröppu. Byrjaði hún í öðrum enda
herbergisins og sagði frá nöfnum mannanna, sem
myndirnar voru af, er að mestu leyti voru höfðingjar
i þjóðarbúningi sínum. Frá gömlu MacFingals ætt-
inni og framkvæmdum hennar, sagði hún nákvæmlega,
og með þeim innileik, sem sýndi að hún var henni
mjög vinveitt.
‘Það var sorglegur dagur, þegar lafðin, hin sið-
asta kvenpersóna af MacFingals ættinni, giftist hinum
fleðulega sunnanbúa frjá Englandi. Hún hefði átt að
giftast Hálending. Siðan hefir alt gengið öfugt, og þó
var hjónabandið gæfuríkt’.
‘Og frú Vavasour er hin síðasta af ættinni?, spurði
Edda. — ‘Hver erfir Storm Castle eftir dauða hennar?’
Ráðskonan horfði fast á liana.
‘Eg býst við’, sagði frú Macray, ‘að frúin hafi lát-
ið mig sýna yður höllina, svo að þér gætuð spurt mig
í stað þess að kvelja hana með spurningum. Hún
þekkir mannlegt eðli og veit að einn af göllum þess er
forvitnin. Eg ætla að vara yður við þvi að spyrja
frúna um, hver eigi að erfa hana. Hún getur arfleitt
hvern sem hún vill að Storm Castle — og það er sorg-
legt’.
Edda spurði ekki um fleira. Þær gengu frá einni
mynd til annarar, og á annari hlið salsins voru allar
ættarmyndirnar; loks komu þær að mynd, sem sneri
andlitinu að veggnum.
‘Hvaða mynd er þetta?’ spurði Edda.
Ráðskonunni brá við og gat ekki svarað rólega.
‘Það er mynd af eina karlmanninum, sem er af-
komandi frá Vavasour, og enn lifir’.
‘Hvers vegna snýr hún að vegnum?’
‘Af því — jæja, eg get sagt yður það, ungfrú,
svo þér þurfið aldrei að minnast á það við frú Vava-
sour. Af öllum afkomendum hennar eru að eins tveir
lifandi, ung stúlka og ungur maður; stcilkan er Helen
Clair, sem frúin vill aldrei sjá, og hún fær ekki að erfa
hana’.
‘En ungi maðurinn?’
Aftur brá skugga á svip ráðskonunnar, og hún
sagði með mikilli geðshræringu:
‘Hann er hinn eðallyndasti, sá fjörugasti og feg-
ursti af öllum piltum. Hann óx upp til að verða göf-
ugur maður; en hafði hið ákafa lundarlag hennar,
og fyrirleit öll bönd og alla þvingun eins og hún; og
þó hafði hann þúsund góða hæfileika, sem meir en
jöfnuðu galla hans. Hann var viðkvæmari en aðrir
menn, djarfur og skynsamur, og fyrirleit lýgi og svik.
Allir í höllinni elskuðu hann, og það var sannarlegur
sorgardagur fyrir ári síðan, þegar frúin og hann lentu
í þrætum, og hún rak hann burt og bannfærði hann.
Árangurslaust hefir presturinn reynt að mýkja huga
hennar: hjarta hennar er harðara en steinn. í erfða-
skrá sinni hefir hún ákveðið, að hann ?ái ekki einn
skilding, — hann, sem alla æfi sina var uppáhaldsgoð
hennar og augasteinn’.
‘Hann hefir hlotið að vera mjög slæmur, fyrst
hann misti ást hennar’.
‘Nei, það var hann ekki. Frúin hafði ákveðið, að
hann skyldi giftast ungri stúlku, sem býr um 30 milur
frá Storm Castle; hún er auðug og drambsöm, af
skozkri ætt. Nafh hennar er Margrét Cameron af Glen
Cameron. Hún var ástfangin í unga manninum og er
það enn. Frúin fékk mikið álit á ungfrú Grétu, —- sem
hún er vanalega kölluð —, en Gréta æsti hana á móti
unga manninum, þegar hann neitaði að kvongast
henni. Nú vinnur hann fyrir sér í Lundúnum með
því að skrifa fyrir blöðin; hann býr í kvistherbergi
og skortir oft mat. Presturinn fann unga Dugald i
Lundúnum, og þegar hann kom heim, sagði hann
frúnni frá sögu, sem hefðu fengið stein til að fella tár;
en það gjörði hana enn grimmari. Presturinn sagði
mér þetta sjálfur, og bað mig að hafa áhrif á frúna svo
þau sættust, þar eð Dugald neitaði að gjöra tilraun til
að ná vináttu hennar. Það er ekki fullur mánuður
síðan að presturinn kom heim, og siðan hefir frúin
verið skapverri en áður’.
‘Hvað heitir ungi maðurinn?’
‘Dugald MacFingal Vavasour’.
‘Gjörið þér svo vel, að lofa mér að sýá myndina
hans, allra snöggvast’, sagði Edda.
Ráðskonan var íefa og leit til dyranna.
‘Að þér sjáið hana snöggvast, getur ekkert ilt
gjört’, tautaði frú Macray. ‘Mig sárlangar líka til að
sjá kæra andlitið hans. En þér segið engum frá því;
frúin kynni að reiðast. Hér er myndin. Er það ekki
fallegt andlit?’
Edda leit á myndina, rak upp hljóð og féll niður
á næsta stól, föl sem liðið lík.
24. KAPÍTULI.
Kringumstœðurnar sýndar við nýtt Ijós.
Meðan Helen stóð á háa klettinum, þar sem hún
gat séð yfir sundið, nálgaðist jarlinn hana, án þess að
hún tæki eftir því, jiangað til hann stóð við hlið henn-
ar. Hún hrökk við og hopaði á hæl, og á svip hennar
skein fyrirlitning.
‘Þér getið fundið föður minn inni i höllinni’,
sagði hún kuldalega.
Dökka, spænska andlitið jarlsins var ánægjulegt,
og í augum hans var gleðibjarmi, þegar hann svaraði:
‘Eg er nýkominn frá Englandi, og þannig heilsið
þér mér, Helen. Eg kæri mig ekki um að tala við föð-
urinn, þegar eg get talað við dótturina. Auk þess hefi
eg nokkuð að segja yður’.
‘Hvað sem það er, sem þér hafið að segja, vekur
það engan áhuga hjá mér’, og hún hreyfði sig eins og
hún ætlaði að fara. ,
‘Er það meining yðar? Eg dáðist að yður, þegar
eg sá yður fyrst, og nú elska eg yður, Helen. Viljið
þér giftast mér?’
‘Nei, lávarður, það vil eg ekki’, svaraði hún al-
varlega..
‘Þetta er hreinskilið svar’, sagði jarlinn og hló ó-
geðslega. ‘Min fagra Helen hefir sjálfstæðan vilja. —
Hafið þér hugsað um auðinn, sem þér getið fengið með
mér, og hve innilega eg tilbið yður?’
‘Eg skeyti ekki meira um tilbeiðslu yðar en hatur’,
sagði Helen róleg. ‘Þér hafið heyrt svar mitt’.
Jarlinn varð þungbúinn á svip.
‘Eg vil ekki heyra neitt nei!’ hrópaði hann.
‘Eg hefi ekki annað að bjóða, lávarður. Eg vil
ekki giftast yður, þó eg ætti líf mitt að leysa’, sagði
hún áköf.
‘Þér lialdið fast við betlarann, sem er bróðurson-
ur minn!’ sagði jarlinn háðslega.
‘Já, það gjöri eg. Hann er fátækur, en hann þarf
ekki að dylja tilveru sína i 20 ár; honum fylgir eng-
inn dimniur leyndardómur’.
Jarlinn varð afarreiður.
Innköllunarmenn Heimskringlu:
1 CANADA. F. Finnboeason
F. Finnboe'ason
Magnús Teit Pétur Biarnason St. Adelnird
Páll Anderson Brú
Sigtr. Sigvaldason Baldur
Lárus F. Beck Beckville
F. Finnbogason Bifrost
Ragnar Smith
Hiálmar O. Loftson Bredenbury
Thorst. J. Gfslason Brown
Jónas J. Húmfjörd
B. Thorvordsson „Oalgary
óskar Olson Churchbrigde
J. K. Jónasson Dog Creek
J. H. Goodmanson „Elfros
F. Finnbogason John Januson Foam Lake
Kristmundur Sæmundsson G. J. Oleson F. Finnbogason Gimli
Bjarni Stephansson Heela
F. Fínnbogason Hnausa
J. H. Lindal Holar
Andrés .T. Skagfeld Hove
Jón Sigvaldason
Árni Jónsson _ ísafold
Andrés J. Skagfeld Jónas J. Húnfjörð Ideal
G. Thordarson
Jónas Samson „ Kristnes
J. T. Friðriksson Kandahar
Thiðrik Evvindsson Langrnth
Oskar Olson Lárus Árnason
P. Biarnason T.iiiAsve
Eiríkur Guðmundsson Pétur Bjarnason —Lundar
Eiríkur Guðmundsson
John S. Laxdal Mozart
Jónas J. Húnfjörð ....Markfirvillft
Paul Kernested N arrows
Gunnlaugur Helgason Nes
Andrés J. Skagfeld
St. O. Eirikson
Pétur Bjarnason
Sigurður J. Anderson
Jónias J. Húnfjörð Ingim. Erlendsson Wm. Kristjánsson ___Red Deer ...... Reykjavík
Snmarliði Kristjánsson Swan T?,ivfir
Gunnl. Sölvason
Runólfur Sigurðsson
Paul Kernested
Hallur Hallson
A. Johnson
Andrés J. Skagfeld
Snorri Jónsson
J. A. J. Lindal Vifitoria B Q
Jón Sigurðsson Yidir
Pétur Bjarnason
Ben B. Bjarnason
Thórarinn Stefánsson
Ólafur Thorleifsson ... Wild Oak
Sigurður Sigurðsson
Thidrik Eyvindsson
Paul Bjarnason
í BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhiannsson . Ak™
Thorgils Ásmundsson Sigurður Johnson .—Blaine Bantry
Jóhann Jóhannsson
S. M. Breiðfjörð
S. M. Breiðfjörð Gardar
Elfs Austmann Grafton
Árnf Magnússon _ Hallson
Jóhann Jóhannsson ... . Henspl
G. A. Dalmann Tvanho^
Gunnar Krlstjánnson Milton, N,D,
Col. Paul Johnson , „Monnt.ain
G. A. Dalmann.... , Minneota
Einar H. Johnson Spaniflh Fork
Jón Jónsson, bóksall. Svold
Sigurður Jónsson TJnham