Heimskringla - 25.11.1915, Qupperneq 4
BLS. 4
HEIMSKRINGIA
WINNIPEp, 25. NÓVEMBER 1915.
HEIMSKEINGLA.
< StofnuTi 1886)
Kemur út á hverjum fimtudegi.
Útgefendur og eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
Verí blaDslns í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritS (fyrirfram
borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst eba banka ávis-
anlr stýlist til The Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rát5smabur.
Skrifstofa:
729 SHERBROOKE STREET, WINMPEG.
P. O. Box 3171 Talnfml Garry 4110
Fyrir hveiju er keisar-
inn að berjast.
Þó að Vilhjálmur “blóð” sé djarf-
ur maður, þá hefir hann þó ekki
haft næga dirfsku til að segja Þjóð-
verjum fyrir hverju hann eiginlega
er að berjast. Þetta sést á því að nú
fyrir skömmu bannaði hann út-
komu þýzka stórblaðsins “Vor-
■waerts” í Berlin, sem er eitthvert
hið áhrifamesta hlað verkamanna
og Jafnaðarmanna. En ástæðan var
sú, að blaðið heimtaði svar upp á
þessa spurningu: “Fyrir hverju er-
um vér að berjasl?"
Blaðið segir þó ekki mikið, og
hefði sumum hér þótt hart, að gjöra
upptækt og stöðva blað, sem ekki
hefði sagt meira, en hið þýzka blað
gjörði í þetta skifti.
Blaðinu farast orð á þessa leið:
“Mönnum hefði fundist, að stjórn-
málamcnn stórveldanna hefðu, eftir
fimtán mánaða strið, getað sagt
þjóðunum fyrir hvað þær væru að
úthella blóði sínu og hvað þeir
hefðu fyrir augum i baráttu þess-
ari, og hvaða dýrmæti þeir ætluðu
þjóðunum að hljóta að enduðu stríði
þessu.
“En í stað þess höfum vér Þjóð-
verjar ekkert. Vér hömpum orðun-
uin föðurland, frelsi og réttlæti og
menning — Kullur. En öll þessi orð
eru þýðingarlaus. Það cru orð og
ekkert meira.
Það er eins og stjórnmálamenn-
irnir vildu dylja eitthvað. En það
eru fleiri en Frakkar og Bretar, seni
vilja leyna skilyrðum friðarins, þeg-
ar hann loksins kemur. — Þýzka
stjórnin er engu betri. Þegar hún
hefir sagt eitthvað um þetta, þá er
það i orðatiltækjum, sem æsa her-
mennina til að hlaupa á mótstöðu-
menn sína og drepa þá niður; en
að öðru leyti eru orðatiltæki þessi
óljós og oft óskiljanleg.
1 tólf mánuði höfum vér verið
fyltir með ósanninduni, og það
mætti þó ekki minna vera, en að vér
fengjum að heyra, fyrir hverju vér
erum að berjast”.
Fyrir þetta var blaðið gjört upp-
tækt og það ekki i fyrsta sinni.
Blessuðum keisaranum fellur illa,
að láta spyrja sig og sízt að menn
séu nokkuð nærgöngulir í spurn-j
ingum sinum. Því að hann sér líka.
að svo framarlega, sem hann svar-
aði spurningum þessum og færi ekki
með ósannindi, þá myndi verða ys
og þys í herbúðunum og hjá öilum
almenningi í riki hans. Menn mundu
þá skilja það ofur vel, að þeir eru
ekki að berjast fyrir velferð þjóðar-
innar, heldur keisarans og ættar-
innar.
Allur þessi voðalegi hrikaleikur,
— allar þessar hlóðsúthellingar eru
ekki gjörðar fyrir neina þjóð, held-
ur fyrir eina ætt, fyrir ætt keisar-
ans, ættina frá Hohenzollern. Það
var engin þörf á að verja föður-
landið þýzka. Engri þjóð hafði til
hugar komið að ráðast á það. Það
kom ekki til þess, að verja “frelsi og
réttlæti”. Það var enginn að ógna
frelsi Þjóðverja. lúi hvað réttlæti
snertir, þá ættu Þjóðverjar sem
minst að tala um slíka hluti. Og
orðið og hugmyndin “Kultur”, eða
hin þýzka menning, — af því stend
ur nú öllum þjóðum heimsins svo
iiiikill viðbjóður og hrylling, eins og
sjálfur djöfullinn hefði blásið þvi i
munn vini sinum og lærisveini Vil-
hjálmi “blóð”, og lærisveinum hans,
hinum materialistisku spekingum
Þýzkalands. 1 munni Þjóðverja þýð-
ir orðið “Kultur” ekki það, að skara
fram úr öðrum i mannúð og sann-
girni og réttlæti, — öllu þvi, er eflir
velfcrð mannkynsins, eða með öðr-
um orðum: i þekkingu sannleikans,
heldur hið mótsetta. Það þýðir hjá
þeim undirokun, landvinningar og
kúgun: að svifta þjóðirnar frelsi og
sjálfstæði, að láta prússneska her-
valdið ráða lögum og lofum. Þetta
orð “Kultur” hefir frá upphafi verið
villandi blekkjandi lýgi í munni
Þjóðverja. Keisarinn byrjaði stríð
Jietta fyrir sig og ætt sina, og fyrir
hermennina, sem hann ætlaði að
hafa not af til þess að leggja allan
heiminn undir Hohenzollern ætt-
ina.
Fimm hundruð ár eru siðan þessi
stefna var byrjuð, J>ó að hún aldrei
hafi náð hámarki sínu fyrri en nú.
Þjóðin var blekt, hún var ekki látin
vita, að það væri fyrir keisarann,
sem hún væri að berjast; siðferðis-
hugmyndir þjóðarinnar voru mótað-
ar, þeim var kent Þjóðverjum, að
þeir stæðu öllum ofar að viti og
þekkingu, að dygðum og mannkost-
um. Þeir voru einu mennirnir, sem
höfðu rétt á sér. Hinar þjóðirnar
voru sein skepnur réttlausar. Þeir
voru supermen, æðra mannkyn og
keisarinn æðstur og stóð guði næst.
í blóði hefir hann vaðið leið sína,
meira blóði en nokkur annar maður
á jörðu, og sorgarvein ekknanna og
mæðranna og hinna föðurlausu,
neyðar- og kvalaóp hinna deyjandi,
særðu og Iimlestu kveða við hvar
sem hann fer um.
Það er keisarinn, sem gæti endað
stríð Jjetta á einum degi, ef að hann
vildi, ef að hin feykilega sjálfselska
| og sjálfsdýrkun hans stæði ekki í
; vegi, þvi að maðurinn dýrkar og
| tilbiður sjálfan sig sem Guð. En ef
að hann fengi nú vitglóru svo mikla,
að hann sæji, þó að óljóst væri, hvar
liann stendur og gjörði hinar einu
hugsanlegu bætur : að gefa upp alla
þessa loftkastala, sem hann er að
byggja, og færi með hermenn sina
heim, — þá væri stríðið búið. En
þá myndu lika milliónir manna lífi
hanla, sem nú eiga eftir að deyja á
vígvöllunuin, eða lifa við örkuml
það sem eftir er æfinnar.
Það virðist vera nokkur byrði
fyrir einn mann, að bera á herðum
sér þá byrði, sem liggur á herðum
Vilhjálms “blóðs”. Líf eða réttara
dauði allra þessara millíóna, sem
fallnir eru; allar kvalirnar; alt
eignatjónið; öll hryðjuverkin! —
Þetta er það, sem liggur á herðum
hans. En hann finnur það ekki.
I Hann skortir allar þær tilfinningar,
sem ættu að láta hann finna til;
samvizka veit hann ekki hvað er.
Hann er Guð i sjálfs síns augum.
Og þeás vegna hljómar það svo oft
af vörum hans, að Guð sé með hon-
um og Guð sé með Þjóðverjum og
berjist með þeim. Þeir geta aldrei
afbrot framið. Hvað sem þeir, Hann
og Þjóðverjar gjöra — það er rétt-
læti. Þetta er sannfæring hans. Og
þetta er hin “þýzka Kultur”.
En ef að Þjóðverjar þektu hann
eins og hann er og vissu fyrir hverju
hann væri að berjast, — þá væri
stríðinu mikla lokið, þó að þeir
séit sósaðir orðnir af anda hans og
kenningum.
“Mennirnir á undan
Adam”
I.oksins er hún búin sagan hans
Jack Londons “Maðurinn á undan
Adam”. Hafa verið tvennar skoðan-
ir á henni eins og oft gengur. Hafa
sumir kastað hnútum að blaðinu
fyrir hana. En vér viljum taka það
fram, að hver einasti maður hefir
leyfi til að álita hana svo vitlausa,
sem hann vill. Þetta eru hugmyndir
skáldsins um mannlífið á þeim tíma
og enginn skyldugur að taka það
gott og gilt. Vér lcggjum engan dóm
á söguna, hvorki til né frá. En sú
hugsun er fyrir löngu vöknuð hjá
mönnum, þó að enginn hafi svarað
henni: Hvernig var maðurinn fyr-
ir átlatíu þúsund árum?
Jack London hefir samið aðra
sögu, sem mönnum mundi líka litlu
hetur; en það ér sagan “Call of the
Wild”, og er sagan af keyrsluhundi,
sem farið var með til Alaska. Hann
sctur sig i spor hundsins og lýsir
öllum hans tilfinningum hugmynd-
um og eftirlöngun'um. Sú saga fékk
ákaflega mikið prð á sig, þegar hún
kom út, og átti mikinn þátt í þvi,
að breiða út orðstýr Jack Londons.
En ekki vildum vér hvetja neinn til
að þýða hana á islenzku.
Það er nú ætlun útgefenda blaðs-
ins, að fylla rúm þetta, sem sagan
hefir tekið upp, með greinum,, —
greinum um hin og þessi málefni,
sem almenning varðar. Og viljum
vér reyna, að hafa þær svo fjöl-
breyttar, að almenningur verði á-
nægður. Svo erum vér að reyna að
fá góða fréttaritara út um nýlend-
urnar og vonum að þeir sendi oss
einlægt nóg af fréttum þaðan, því
að nóg gjörist í heiminum, ef Jiað er
tínt saman.
Innrásin í Canada.
Samkvæmt rithöfundi einum i
cnsku tímariti eru 4,171,700 Þjóð-
verjar og Austurríkismenn í Banda-
nkjunum eða voru þegar stríðið
byrjaði, og af þeim hafa 750,000
verið í herliði Þjóðverja, — eru æfð-
ir hermenn, og af þeim voru 400,-
000 skyldir til herþjónustu,, hvenær
sem kallað væri. Einu sinni átti að
koma þeim til Suður-Afríku undír
Þjóðverja. En það fórst alt fyrir,
þegar þýzku skipin voru sett föst i
Ameríku og máttu ekki sigla Jiaðan.
Rithöfundurinn segist hafa verið
að grafast eftir þvi hjá Þjóðverjum,
hvað Jjeir ætluðu sér. Og komst
hann |>á að Jjví, að i Bandarikjunum
var ákaflega stórt og öflugt leynifé-
lag og voru í þvi allir þeir menn,
sem einhverntíma höfðu verið í her-
liði Þjóðverja. Nefndist það Deut-
sche Amaricanische Soldaten-Bund
(Hið þýzk-emeriska hermannafél.);
og var það myndað í þeim tilgangi,
að framkvæma áform Þjóðverja hér
i Ameríku. Fin það var vilji J>eirra
heima á Þýzkalandi, að gjöra Brazil-
íu að aljjýzkri nýlendu, þrátt fyrir
eða }>vert ofan í Monroe kenning-
una. Þetta var því ómögulegt að
framkvæma nema ]>ví að eins, að
bæði Bandaríkin og Bretland væru
þannig á sig komin, að þau gætu
ekkert sagt á móti þessu, og ekki
hendi lyft til að banna það. Og
nokkru fyrir stríð þetta töldu þýzk-
ir heima það snjallræði hið inesta,
að koma Bretum í stríð við nýlend-
ur sínar, eða fá þær til að gjöra upp-
reist. Þá voru þeir búnir að hugsa
sér að reyna þetta.
En J>egar stríðið var byrjað, þá
fengu hvorki Þýzkir né Austurrikis-
menn að fara burtu úr Bandaríkjun-
um, eða þeir komust ekki — réttara
sagt — og þá kom hinum J>ýzku
sendiherrum og stjórn J>eirra hefma
það ráð til hugar, að nota félag
þetta sem herflokk á móti Canada
og láta hermenn þessa gjöra innrás
á landið.
Nógir voru peningarnir, því þýzki
sendiherrann i Washington hafði
cða gat dregið $2,000,000 (tvær mill-
íónir) á hverri viku til að halda
fram málum Þjóðverja á einn eða
annan hátt og til herbúnaðar og
vopna gat hann fengið ótakmarkað
fé.
En í Canada og þó einkuni í Vest-
urfylkjunum voru margir Þjóðverj-
ar og Austurrikismenn, sem myndu
taka þeim tveim höndum, ef þeir
kæmu norður fyrir. Þetta var ætlun
og sannfæring þeirra, bæði heima á
Þýzkalandi og í Ameríku.
Og nú voru þýzku herinennirnir,
sem herskyldir voru, og margir aðr-
ir, skipaðir niður í flokka og mynd-
aðar af þeim sveitir og herdeildir
og heilir herflokar, eins fullkoinlega
og mögulegt var, án þess að á bæri;
og liöfð til reiðu vopn og skotfæri,
cn látið i veðri vaka, að vopn þessi
væru keypt fyrir Þýzkaland og ættu
i-.ð sendast Jiangað undir eins og
búið væri að fá leyfi til þess hjá
stjórninni.
En með sjálfum sér hugsuðu fé-
lagar þessir að stefna innrásinni á
Winnipeg. Þar væri mikið af Ruth-
cnum og Galizíumönnum og öðrum
J>egnum Austurríkis. Töldu þeir svo
til, að þeir myndu 40 þúsund að
tölu og sjálfsagt 10 þúsundir þeirra
væru æfðir hermenn. Og var því á-
form þessara manna, að reyna að fá
svo marga þeirra, sem hægt væri,
til að ganga i flokkinn, og bjuggust
þeir þá ekki við, að þeir þyrftu að
senda meira en tvö þúsund Þjóð
verja að sunnan til Winnipeg.
Þessi tvö þúsund áttu að smátín-
ast inn til Winnipeg, sem innflytj-
endur, og taka sér gistingu hjá út-
lendum mönnum í borginni.
Þar áttu J>eir svo að bíða þangað
til hægt vairi að lauma til þeirra
vopnum að sunnan yfir landamær-
in, og þegar ]>eir væru búnir að fá
J>au i hendur, þá áttu þeir að taka
Winnipeg.
Þetta virðist nú vera hálf ein-
feldnislega hugsað. Eins og inn-
flytjendastjórnin í Winnipeg myndi
leyfa þeim svona mörgum að korna
þarna inn öllum að óvörum, eins og
fjandinn úr sauðarleggnuin. — En
J>etta voru þeir búnir að hugsa sér.
En þeir tóku ekki með i reikning-
inn leynilögreglumenn Breta og
Bandarikjamanna og Canada, sem
vissu einlægt alt, hvað þessu leið.
Stjórnin i Ottawa vissi alt um þetta
frá byrjun og sendi mótmæli til
Bandaríkjastjórnar. En leynilög-
reglumenn Bandarikjanna höfðu
svo sína aðferð til J>ess að stöðva
frumhlaup J>etta, án J>ess að á því
bæri.
F7n geta má þess, að þeir hefðu að
líkindum fengið færri landa sína hér
í félag ]>etta með sér, en þeir ætl-
uðu. En usla hefðu þeir gjört hér
nokkurn, sem sjá mátti af verka-
mannagöngunum hér i haust sem
leið. Það var alt annar blær á þeim
en öðrum verkamanangöngum, er
vér höfum séð, og voru þeir all-
skuggalegir margir, og var betra að
minna varð úr J>ví.
Og nú kemur það upp, að sendi-
herra Þjóðverja Bernstorff hefir
varið 35 til 40 millíónum dollara til
þess, að fá menn til að hætta vinnu
og koma á verkföllum í vinnustof-
um í Bandarikjunum, þar sem vopn
smíðuð og skotfæri tilbúin og baka
Bandarikjamönnum þannig margra
millión dollara tjón.
Þá cru og sprengingarnar.
Þá er enginn efi á því, að J>etta
þýzka félag og stjórn Þjóðverja og
sendiherra hennar Bernstorff hefir
staðið á bak við allar þær spreng-
ingar, sem gjörðar hafa verið og
reynt að gjöra. Að sprengja upp hús
og skip og bana mönnum, — alt til
þess að varna því að vopn og skot-
færi væru 11 utt til Bandamanna. —
Dæmin eru núna að koina til sönn-
unar þvi, hvert af öðru. Tökum F’ay
og félaga hans fjóra, sem lögregla
Bandaríkjanna rétt núna náði í og
hnepti í fangelsi. Eða Bethlehem
vópnasmiðjurnar, sem rétt núna
voru eyðilagðar. F> nú sagt í blöð-
um, að F'ay sé langt á leið kominii
að segja frá öllu og væri það fróð-
legt, ef hann drægi ekkert undan.
En slíkir menn segja sjaldnast alt af
létta. Það leggja ekki aðrir út i slík
og þvílík störf en þeir, sem til alls
eru búnir.
Bethlehem Steel Works stóðu ný-
lega í Ijósum loga og var eignatjónið
vist fleiri millíónir og verkmissir og
annað tjón ekki reiknað. Þetta var
á miðvikudaginn í fyrri viku. Svo
kom Midway Steel and Ordinance
Co., er var að smíða 3 millíónir
riffla handa Bretum. Þá kom Roebl-
ing verksrniðjan i Trenton, N. J.
Þá Baldwin Locomotive Works, er
voru að smíða vélar fyrir Rússa. Þá
kom Synthetic Color Co. i Stam-
ford, Conn. 1 öllum þessum verk-
smiðjum var kveikt þessa dagana.
og J>etta eru ekki nema tveir eða
þrir dagar. Fyrir utan alt annað,
sem Þjóðverjar eru búnir að gjöra
í Bandarikjununi. — Margt af því
kemst náttúrlega aldrei upp, hver
valdur sé að, því að óheimskir eru
þeir, sem til þessa stofna.
Norðurförin.
(Þegar eg fyrir rúmum tveimur
árum síðan (28.-9.-’13) ritaði í
Heimskringlu um komu hins víð-
fræga landa vors, Vilhjálms Stefáns-
sonar, hingað til bæjarins, hvaðan
hann hóf norðurför sína, þá var eg
að hugsa um að þýða þessa grein,
sem hér fer á eftir, og rituð er af
ritstjóra “Victoria Daily Times”, og
birt í því blaði þann 17. júní 1913,
þó ckkert yrði þá úr þvi. En nú þeg-
ar hinar all-óvæntu en einkar gleði-
legu fregnir bárust af Vilhjálmi þ.
17. f. m. (sept.), sem öllum mun nú
kunnugt um, þá datt mér í hug að
það ætti alls ekki illa við að eg
þýddi nú greinina, þó göniul væri,
þvi hún hefir litlu eða engu tapað
af gildi sínu við aldurinn, en það
liefir aukisl að þvi leyti til, að nú
tr V. S. búinn að finna landið, sem
hann hugði ófundið vera í norður-
höfum, og talað er um í greininni.
— Þýð.).
t dag leggur Vilhjálmur Stefáus-
son og föruneyti hans — sem í eru
landkannarar, vísindamenn og sigl-
inga — af stað héðan i leiðangur
sinn til að neyða ískonunginn til að
segja þeim leyndarmál hins fjarlæga
norðurs. Einlægt síðan hið litla
Iivalveiða-skip, “Karluk”, kom til
Esquimalt til að verða þar útbúið i
hina eftirtektaverðu rannsóknarför
sina, hafa allra augu horft hingað.
Membersof theCommercial Educators’ Association
Stærsti verzlunarskóli 1 Canada. Býr fólk
undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað-
ritun, vélritun og að selja vörur
Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni.
Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink-
utn kennarar. Öllum nemendum sem þaö eiga
skiliö, hjálpað til aö fá atvinnu. Skrifið, komið
eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með
inyndum.
THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE
222 Portage Ave...Cor. Fort Street.
Enginn kandídat atvinnulaus.
Undirbúningi leiðangursins hefir
nákvæmlega verið lýst í fréttablöð-
um og visindalegum tímaritum í
helztu borgum heimsins, fcn þó eink-
um London og New York, og er því
landafræði þessa staðar ekki eins
ír.ikil leyndardómur fyrir mörgum
upplýstum einstaklingum, eins og
hún var áður en brottfarar-staður
þessa djarflega leiðangurs var á-
kveðinn. ‘
Landkannari Stefánsson hefir
ekki ákvarðað að fara með loftsjóna-
hraða til norðurpólsins. Þau verð-
laun hafa verið unnin, en, eftir alt
— það afreksverk, þó glæsilegt
væri, skilur i sjálfu sér ekki nokk-
urt spor eða merki eftir i heimin-
um. Það er ekki hægt, hvað virki-
legt gildi snertir, að bera það sam-
an við verk þess landkannara, sem
finnur lönd í hinum afar-stóru og
óþektu auðnum jarðarinnar; fræðir
svo heiminn um náttúrufræðisleg
og þjóðfræðisleg einkenni þeirra,
og gefur hnettinum ný auðkenni.—
Stefánsson álítur að óþekt land
muni vera i norðurhöfum, og það
svo stórt, að millíónum fermílna
muni skifta; og ætlar hann nú að
reyna eftir föngutn, að ganga úr
skugga um, hvort svo sé. Og skyldi
nú fyrirtæki hans sanna skoðun
hans i þessu efni, þá yrði þar enn
einn rauður depill á uppdrætti
jarðarinnar, og brezki fáninn mundi
þá blakta yfir enn einni sigraðri
landeign, sein unnin hefði verið frá
hinum ægilega stórhöfðingja, sem
ræður yfir höfum norðurskautsins.
Leiðangurinn ætti stórum að
geta aukið vísindalega þekkingu
manna. í hópnum eru nafnkunnir
vísindamens; þar á meðal nokkrir
meðlimir hins jarðfræðislega rann-
sóknarfélags ríkisins (The Doinin-
íon Geological Survey), sem er á
gæt stofnun, og hvers saga af land-
könnunum og rannsóknum ætti að
hrífa hvern einasta Kanada mann.
Þá er og kapteinn Bartlett með i för-
inni, Jandkannari og heimsskauta-
siglingamaður, sem fylgdi Peary í
sinni lánsömu leit að norðurpóln-
um, og sem verið hefir i heilan ára-
tug i landkönnunum innan tak-
niarka iiorður-heiinsskautssbaugs-
ins. F'erðin hefir nákvæmlega verið
ráðin af mönnum, sem vel eru vaxn-
ir verki sínu; föruneytið hefir sér-
staklega verið valið með tilliti til
hæfileika hvers manns, sem í því er;
og er þess staðfastlega vænst, að á-
rangurinn muni fullkomlega rétt-
læta fyrirtækið og ákafa herra Stef-
ánssonar og félaga hans.
Leiðangrar af þessari tegund setja
eldfjör í imyndunarafl manna. Barn-
ið snýr sér ósjálfrátt að sögunum
um afreksverk þeirra Drakes, Fro-
bishers, kafteins Cookes og Vasco
de Gama á sjó; og Stanleys, Living-
stones, Spekes og Bakers á landi.
Menn þessir leiðbeindu leiðangrum
um ómæld höf og óþekt lönd; og
dirfska þeirra var lykillinn, sem
opnaði nýtt tímabil menningarinn-
ar. í suður-heimsskautinu er Maw-
son að rífa í burtu blæjuna, se.n
hefir falið þar fyrir mannkyninu
leyndardóma ómælanlegs landflæm-
is, og Stefánsson vinnur bráðlega
að svipuðu verki nálægt hinum
enda öxulsins. Megi gæfan fylgja
honuni og föruneyti hans..
./. Ásgeir J. Lindal
þýddi.
KYNTU ÞÉR
ed^P Laiíer
Þi» í merR kaups h eða rakl E. L. rerðið vinir alla æfi. >ur eða pott flöskum. Til já verzlunarmanni þínum eitt frá OREWRY, Ltd., Wpg.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Sendið myndir og upplýsingar um
íslenzka hermenn.
Vér ætlum nú að gefa út Jóiablað með myndum allra
íslenzkra hermanna er í stríðið hafa farið, ef að vér getum
fengið þær og svo nöfn þeirra, aldur, foreldra, heimili, þar
sem þeir voru síðast og nafn herdeildar þeirrar, sem þeir
eru í.
Sjálfir viljum vér gjarnan hafa myndir af öllum vinum
vorum og kunningjum, sem í stríðið fara, og eftirkomendur
þeirra og okkar munu þó fremur vilja vita um það, hvað for-
feður þeirra hafi gjört og hverjir þeirra hafi verið í stríði
þessu hinu mikla og hvernig þeir hafi litið út, og myndu telja
það ómannlegt af oss, sem heima sátum, meðan þeir fóru að
berjast, að gjöra ekki svo mikið sem reyna að halda minningu
þeirra uppi, — og vissulega væri það óafmáanleg skömm
fyrir oss alla.
Vér leitum nú til yðar, skyldmenna þeirra, sem í stríðið
hafa farið, að senda oss nú öll nöfnin og aldur, foreldri, heim-
ili (þar sem þeir voru síðast) herdeildarnafn og ljósmyndir
af þeim, — myndir af vinum yðar, sonum eða bræðrum eða
eiginmönnum, sem í stríðinu eru. Látið oss nú ekki bregð-
ast það. Vor verður ekki skuldin, þó að nöfn þeirra eða
myndir finnist ekki á lista vorum, — ef að vér fáum hvorki
myndirnar eða nöfnin frá þeim, sem geta látið þau í té.
En þess viljum vér biðja fólk að gæta, að vér verðum
að fá myndirnar sem allra fyrst, helzt fyrir eða um mánaða-
mótin næstu. Því að útgáfan verður nokkuð stærri en venju-
legt blað, og tekur langan tíma að gjöra hana þolanlega úr
garði, einkum er fjöldi mynda verða í blaðinu.
Vér lítum nú til yðar, vimr, og treystum því, að þér
hjálpið oss til að koma þessu í verk. Oss má ekki bregðast
það, og vér megum engan eftir skilja. En nú sem stendur
vitum vér ekki nærri öll nöfn þeirra, sem í stríðið hafa farið,
— en vér treystum því að þau komi og myndirnar með.
THE VIKING PRESS, LTD.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦-
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦<