Heimskringla - 02.12.1915, Page 5
WINNIPEG, 2. DESEMBER 1915.
II E I M S K R I N G L A.
BLS. 5
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI.
(Lögrétta 27. okt.).
Vínflulningitr á Sterling. — Eim-
skipið Sterling kom til Rvikur frá
ntlöndum um miðja síSastliðna viku
Á leið hennar hingað gjörðist það til
tiðinda i Leith, að tollþjónar fundu
vinsendingar i skipinu, sem ekki
voru á farmskrá, og kom upp, að 3
af skipverjum áttu þær. Voru tveir
þeirra sektaðir um 10 pd. sterling
hvor, en hinum þriðja haldið eftir,
af þvi að sekt hans var ekki borguð,
og var það 2. stýrimaður. Blöð hér
hafa sagt að sekt hans hafi verið 35
pd. sterl., en Lögréttu er sagt af
manni, sem grenslast hefir nánara
teftir þessu, að sektin hafi verið 350
pd. sterl., og verður þá skiljanlégra,
að hún skyldi ekki þegar vera borg-
uð. Hér heima þykja sektir fyrir
sams konar brot og þetta of lágar til
þess að þær komi að verulegu gagni.
— Dáinn er nýlega á Akureyri
Pétur Sæmundsen, sem áður var
verzlunarstjóri á Blönduósi. Ilann
var tæplega hálfáttræður að aldri;
mesti sóma- og dugnaðarmaður, sem
mikið kvað að á Blönduósi, en þar
starfaði hann mestan hluta æfinnar.
— P. S. var giftur Magdalenu Möller,
og lifir hún mann sinn, ásamt þrem-
ur börnum þeirra hjóna, þeiin Carl
stórkaupmanni i Khöfn, Edvald
verzlunarstjóra Höepfnersverzl. á
Blönduósi og Sigríði, sem gift er
Hallgrimi Davíðssyni verzlunar-
stjóra á Akureyri.
m
— Leikhúsifi. Þar hefir nú Fjalla-
Eyvindur verið leikinn 6 sinnum i
haust, og alt af hefir verið fult hús.
37 sinnum hefir hann þá verið sýnd-
ur alls hér í Rvik, og 12 sinnum í
Winnipeg, hjá Vestur-íslendingum.
Frú Guðrún Indriðadóttir, sem leik-
ið hefir á báðum stöðunum, hefir nú
leikið Höllu 49 sinnum. Kinnarhvols
systur áttu að leikast næst eftir Ey-
vind nú, en af því verður ekki vegnaí
þess að frú Stefanía Guðmundsdótt-
ir, sein þar hefir aðalhlutverkið, er
veik i augum. Þvi er það nú “Skipið
sekkur", eftir Indriða Einarsson,
sem næst kemur, og er nú verið að
æfa þann leik. Hann hefir ekki ver-
THE CANADA
STANDARD LOAN CO.
Aöal Skrlfalola, Wlnolprf.
$100 SKULDABRÉF SELD
TU þœginda þelm sem hafa smá upp
hætSlr til þess atS kaupa, sér i hag.
Upplýsingar og vaxtahlutfail fst á
skrifstofunnl.
J. C. KYI.B, rátSsmaöur
428 Maln Street. WINNIPBG
NY VERKSTOFA
Vér erum ná færir um að taka á
mót! öllum fatnaöi frá yöur til
aö hreinsa fötin þín án þess aö
væta þau fyrir lágt verö:
Suits Cleaned and Pressed...50c
Pants Steamed and Pressed. 25c
Suits Dry Cleaned.........Í-.OO
Pants Dry Cleaned...........50c
Fáiö yöur verölista vorn á Öllum
aögjöröum skófatnaöar.
Empress Laundry Co
-------- LIMITED----------
I'hone St. John SOO
Cor. AIKK'JVS AND DIFFEKIN
Columbia Grain
Co., Limited
242 Grain Exchange Bldg.
WINNIPEG
TAKIÐ EFTIR!
Vér kaupum hveiti og aöra
kornvöru, gefum hæsta vertf og
ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti
Skrifaðu eftir upplýsingum.
TELEPHONE MAIN 1433.
,JIUJL1J-Uib 1" 7.T—“1~T
Hospital Pharmacy
4, Lyfjabúíin
sem ber af öllum öðrum. —
Komið og skoðið okkar um-
ferðar bókasafn; mjög ódýrt.
— Einnig seljum við peninga-
ávisanir, seljum frímerki og
gegnum öðrum pósthússtörf-
um.
818 NOTRE DAME AVENTJE
Pbone G. 6670-4474
ið sýndur. siðan 1902, en var þá mjög
vel sóttur.
— Strand. Aðfaranótt 23. október
strandaði seglskipið Haraldur, eign
Tangsverzlunar í Stykkishólmi, á
leið frá Hvammsfirði til Stykkish.
Lenti það fyrst upp á sker, en losn-
aði þaðan aftur og rak þá upp í eyna
Barkanaut fyrir Arnarbælislandi.
Þar lá það þangað til Geir bjargaði
því, og var hann kominn með það
inn á Stykkishólm morguninn 28
okt. Skipið var að flytja sláturvörur
til Stykkishólms frá kaupfélagi
Hvamnisfjarðar og voru þær sagðar
um 80 þúsund króna virði. Nokkuð
hafði skipið verið orðið lekt, en
annars ekki nánara frétt um skemd-
ir á þvi né vörunum. ,
— “Goðafoss" á Borðeyri. Hann
var þar 23. okt., og var þá skipstjór-
unum, Júlíusi Júliníussyni, gefinn af
Borðeyringum og Hvammstanga-
mönnum vandaður silfurbikar, i
þakklætisskyni fyrir dugnað hans,
að brjótast þar gegnum ísinn siðast
liðið vor og færa þeim vörur, er þar
búa í kring, sem þeim lá þá svo mjög
á. Bikarinn er gjörður af Jónatan
Jónssyni gullsmið í Reykjavik, en á
hann grafið af Halldóri Sigurðssyni
úrsmið og er bikarinn fallegur grip-
ur.
— Látinn er 24. okt. á Landakots-
spítala Jakob Aþaníusson í hárri
elli. Hann var áður bóndi vestur i
Barðastrandarsýslu, en fluttist tii
Reykjavikur fyrir nokkrum árum.—
Jakob sál. var greindur vel og fróð-
ur um marga hluti. Hafði ratað í
fleira en alment gjiirist um inenn, þó
gamlir verði. Hann varð 88 ára.
ísafold 27. okt. 1915.
Sigurður Sigurðsson, ráðunaut-
ur og alþm. er nýlega kominn iir
ferðalagi um Skagafjörð og Húna-
vatnssýslu, Árness- og Rangárvalla-
sýslu, sem hann lagði af stað i upp
úr þinglausnum. Tíðarfar segir
hann hið bezta norðanlands og sunn
an. Heyskap hafa gengið mjög vel
alstaðar, sem hann hafi til spurt.—
Norðanlands hafa fjallaslægjur aldr-
rei reynst eins drjúgar og þetta ár;
en áveitulönd með rýrara móti sök-
um vatnsleysis. Kaupskap kveður
hann aldrei hafa verið jafn mikinn
við Reykjavik — úr austursýslun-
um — eins og nú.,
:— tsland erlendis. Gunnar Gunn-
arsson skáld hefir nýlega samið bók,
sem heitir “Livets Strand”, en Gyl-
dendals verzlun gcfið út. ísafold var
send bókin nýlega, en ekki unnist
timi til að lesa hana enn. Þetta er
langlengsta bókin, sem Gunnar liefir
ritað, vfir 300 bls í 8 blaða broti.
Hún gjörist hér á Landi i smákaup-
stað. Aðalmennirnir, sem bókin
snýst um, virðast við fljótlega blöð-
un gegnum liana vera prestur, faktor
og læknir, og mun það eigi einkenni-
legt þykja um smákaupstaði vora.
Um Eirík rauða hefir Daniel
Bruun, höfuðsmaður hinn danski,
ritað all-langa bók, en Gyldendals-
verzlun gefið út. Er titill hennar:
“Erik den Röde og Nordbokoloni-
crne i Grönland”. Bókin er 240 bls.
og prýdd fjölda ágætra mynda. —
Fyrsti kaflinn er um assku Eiríks
hér á íslandi og fylgja þar mjög góð-
ar myndir af Iíiríksvogi og Dimons-
vogi við Breiðafjörð.
Sira Haukur Gislason, bróðir stór-
kaupmanns Garðars og þeirra syst-
kina, er nýbúinn að fá prestsem-
bætti i Kaupmannahöfn. Er hann
orðinn annar kapellán við Hólmsins
kyrkju. Aður var hann sóknarprest-
ur á Jótlandi, skamt frá Randers.
Austanfjalls, — Sumarið er að
kveðja. Haustið er komið. Húinskugg
arnir lengjast, og vetur stendur fyr-
ir dyrum. Með kærri endurminning
horfum við á eftir sumarins bliðu
brottförnu dögum eins og á eftir kær
um vin, sem hefir kvatt oss og er
að halda af stað langt — langt í
burtu. Við vonum að hann komi aft-
ur jafn innilegur og hann fór; en
við vitum að sumar kemur á eftir
vetri, en ekki eru þau öll jafn inni-
leg og blíð. Þetta sumar, sem nú er
að kveðja, er víst eitt hið ákjósan-
legasta, sem við höfum fengið langa
lengi. Elztu menn hér um slóðir, i
Rangárvalla- og Árnessýslu, muna
ekki eftir jafn mikilli veðurblíðu og
sólskinsríku sumri. — Heyfengur
inanna hefir því vbrið hér með allra
mesta og bezta móti, enda þótt gras-
vöxtur væri litið meira en í meðal-
lagi. Eftir miðjan ágúst fór heldur
að bregða til deyfu, en hvergi hrökt-
ust samt hey hér um sýslur. Aftur
hefir meira orðið af þessari deyfu í
Vestur-Skaftafellssýslu, því nokkuð
margir áttu þar hey úti um réttir,,
og sumir ekki náð því ennþá. Sjálf-
sagt hefir aldrei komið eins gott
verzlunarár hér yfir land alt eins og
nú, enda þótt útlenda varan þyki
dýr. Vitanlega kemur dýrtíðin harð-
ast niður á þeim, sem enga fram-
leiðslu hafa. Undanfarið hafa geng-
ið hér miklar rigningar, hægar þó;
nú eru hér þýðir austrænir vindar,
sem eru hér alt af kærkomnir hanst-
gestir. — (Frá fréttaritara i Vísir
26. október).
-— Sumar- og vetrarbliða. — Nú er
cin vika af vetri. Enga verulega
breytingu á veðráttunni er þó að
sjá, frá því i sumar, aðra en þá, að
rigning hefir verið undanfarna daga
en sama hlýviðrið og í sumar. Hiti
oftast 8—11 stig um daga, þó loft sé
dimt. Grös falla lítt á túnum, en
standa mörg i blóma. ,
Tré eitt stendur undir húslilið-
inni hjá mér og hafa greinar þess
lengst uin hálfan meter í sumar, að
minsta kosti sumar þeirra, og laufg-
uðust vel. Fyrir rúmri viku voru
flestöll sumarblöðin fallin af trénu.
En þá komu i ljós nýjir blaðknapp-
ar og springa blöðin nú óðum út á
öllum greinum trésins. Þetta mun
vera víðar í trjágörðum hér, eftir
því sein eg hefi séð. En fágætt mun
það þó ,vera hér á landi á þessum
tima árs.
Gaman væri að vita, hvort nátt-
úran stendur meira í blóma í Ame-
riku, eða öðrum þeim löndum, er
talin eru frjósamari en fsland. —
(Ó. J. i Vísir 31. okt.).
Bókmentafélagið.
Að ári eru 100 ár liðin síðan hið
islenzka Bókmentafélag var stofnað.
Væntanlega verður þess minst á
einhvern hátt af félaginu sjálfu, t. d.
incð útgáfu minningarrits.
En íslendingar ættu að minnast
þess afmælis með þvi að ganga al-
ment i félagið.
Nú eru félagar 1100. Þó það sé há
tala, þá er það ekki mikið hjá fé-
lngafjöldanum næsta ár eftir stofa-
un félagsins.
t “íslenzkum sagnablöðum” frá
1818, má sjá að 1817 hafa meðlimir
verið á Islandi yfir 600; þetta er
geysiinikið á þeim tima, því þá voru
íslendingar, búsettir á islendi, ein-
ungis 48 þúsundir, og svo voru þá
nýafstaðin hin verstu ár, 1— ófriðar-
ár Dana við Englemlinga, sem
höfðu það í för með sér, að flutn-
ingar til landsins teptust mjög, svo
að lá við hungursneyð; t. d. var ár-
ið 1913 föngum slept úr Reykjavík-
ur fangelsi vegna matvælaskorts, og
hverjum vísaðitil sinnar sveitar. Á
stríðsárunum voru allar erlendar
vörur i geypiverði, en islenzkar af-
urðir i lágu verði. Þar við bættist,
að mikill fjöldi landsmanna á þeim
tima kunni ckki að meta starf Bók-
mentafélagsins og tilgang þess, eins
og vert var.
Nú er alt breytt.
Nú eru Islendingar nálægt helm
ingi fleiri, og þar að auki miklu
efnaðri. Undanfarin ár hafa íslenzk-
ar afurðir verið i háu verði, og
þetta ár ar reglulegt gróðaár fyrir
landbóndann og sömuleiðis fyrir þá
sjávarbændur, sem fiskað hafa að
ráði. Það eru því óliku betri ástæð-
ur landsmanna nú, til að styrkja
Bókmentafélagið, heldur en var við
stofnun þess. Liggur því næst að
ætla, að íslendingum væri ekki eins
ant um Bókmentafélagið nú ,eins og
1817, því þegar .menn taka tillit til
allra ástæðna 1817, þá ætti félaga-
talan nú að vera iniklu meiri en hún
er, ef væri tiltölulega jöfn þátttaka
1915 og 1817.
Ef félaginu hefði farið aftur, hvað
viðvikur bökaútgáfu og stjórn, þá
væri öðru máli að gegna; en þar
sem félagið Iiefir alt af aukið bóka-
útgáfu sina og ætíð gefið út góðar
bækur, og stjórnin liefir ætíð stjórn-
að vel og verið skipuð ágætismönn-
um, þá er þvi ekki til að dreifa.
Siðastliðið ár fengu félagar fyrir
6 kr. ársgjald bækur fyrir 13 kr.
Bókmentafélagið hefir nú, að ári,
i heila öld lagt drjúgan skerf og á-
gætan til bókmenta íslcndinga, og
að þessu hafa Restir ágætismenn
þjóðar vorrar, á árunum 1816 til
þessa tíma, unnið að meiru eða
minna leyti.
Hversu margir menn, sem vér
berum ætið virðingu fyrir, hafa ekki
lagt á sig aukastörf, vökur og ýms
óþægindi til þess að vinna fyrir
Bókmentafélagið, endurgjaldslaust,
og þar með fyrir mentun íslend-
inga?
Félagið hefir verið óskabarn
margra okkar beztu manna.
Það er því skylda okkar við þessa
Sextiu manns geta fengið aðgang
að læra rakaraiðn undir eins. Ti!
þess að verða fullnuma þarf aðein«
8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup
borgað meðan verið er að læra.
Nemendur fá staði að enduðu náml
fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum
hundruð af stöðum þar sem þéi
getið byrjað á eigin reikning. Eftir
spurn eftir rökurum er æfinlega
tnikil. Til þess að verða góður rak
ari verðið þér að skrifast út frá
Alþjóða rakarafélaginu.
INTERNATIONAL BARBER
COLLEGE.
Vlexander Ave. Fyrstu dyr vestan
við Main St., Winnieg.
Islenzkur ráðsmaður bér.
CANADIAN NORTHERN RAILWAY
THROUGH PASSENGER SERVIGE
---TO----
VANCOUVER
Commencing November 21st
Standard Electric Lighted Trains
Fer frá WINNIPEG, Sunnudaga, Miðvikudaga og Föstudaga,
kl. 10.30 e.h.
Fer frá PORTAGE LA PRAIRIE, Mánudaga, Fimtudaga og
Laugardaga, kl. 12.23 f.h.
Fer frá DAUPHIN, Mánudaga, Miðvikudaga og Laugardaga,
kl. 4.45 f.h.
Fer frá SASKATOON, Mánudaga, Miðvikudaga og Laugar-
daga, kl. 3.28 e.h.
Fer frá EDMONTON, Þriðjudaga, Föstudaga og Sunnudaga,
kl. 8.00 f.h.
Sami ágæti atSbúnaSurinn veríur á lestunum sem áBur hefur
veri® til Toronto og Austur fylkjanna.
ParsetSlar og rúm pantanir og allar upplýsingar má fá hjá
ðllum Canadian Northern Agentum.
menn, að styrkja það félag, af al-
efli, sem þeir hafa lagt afgangs tíma
sinn i að koma á fót og halda við.
Islendingar! minnist allra þeirra
ágætu manna, sem að Bókmentafé-
laginu hafa staðið frá þvi það var
stofnað, með því að ganga i félagið.
— (P. E. i ísafold).
Um Vilhjálm Stefánsson
og landið hans.
—
Loks er “fundinn” landi vor
lengi sem var “týndur”. —
Hann er fgrir þrek og þor
þjóða-lofi krýndur.
Gleður þuð mjög góða menn,
og gildi Vilhjálms sannar,
að ’ann heill á húfi’ er enn,
og heimsskauts-löndin kannar.
Sýtt hann hefir numið land
norðnr á isa-strteti.
Enginn liafði á þess sand
áður stigið fæti.
Fjöllótt það sem Frón vort er,
og fáum stigum norðar.
fslendingum eignast ber
óðul nýju storðar.
Allir rnyndii auðgasl þar,
eftir skoðun minni,
ef að gutl og gersemar
geyma landið kynni.
Og enginn veit neitt enn hvað býr
undir stakki landsins;
en ef til vill þar auður flýr
upp i hendur mannsins.
Ymsir töldu Alaska,
áður fyr á tiðum
að eins “stóran ísfláka”,
einskis nýtan lýðum.
En auðlegð þessa nndra-lands
alla hissa gerði,
og kann-ske fshafs-eyjan h a n s
A l a s k a svipnð verði.
Hann hygginn, snjall og hraustur er,
og heppinn að þvi skapi:
Vm hafís-breiður frækinn fer
fjarri slysi’ og tapi.
Þessi G r e i t i r, G i m l i frá,
glímir trötlin viðnr.
Hrímþursarnir falla fá
fyrir honum niður.
Ofsa-trá og öfund vann
oft á móti honnm;
en heimurinn þennan heljar-mann
hyllir mí samt — að vonum.
Verðug heimsfrægð Vilhjálms Cr,
og vorrar þjóðar sómi.
Oss þvi hlynna ö 11 u m ber
uð því f a g r a b l ó m i!
J. Ásgeir J. Lindat.
(Sept 1915).
Vilhjálmur Stefánsson.
Þýtt úr ensku).
Haíin skotbáknanna’ ei heyrir hljóð,
né hróp frá fórnar-dís,
um bergið hamast Þoku-þjóð
og þessu hærra ris!
Gegn i s u m hafsins hetjan tróð —
mót hreinum, tærum ís.
IJér snarka’ ci eldar, háum hól
u hermenn tryltir ná —
i stað þess sér hann sjóhests ról,
er svamlar áthöf blá, —
en mýrkrið k a n nar munans sól
og morgunroðans þrá.
Hann gadda-vlr á veg ei ber,
svo vindum bægi frá.
Án g l e r s hann sér þar hríða-her
þær hcrjar borgir á.
Með spaugi fer og spekt um ver
þeim s p r e n g i d u f l u m hjá!
En hvað er himna-hagl hjá því
og harkið ofar storð,
að stálkjaftanna brýst fram blý
við bálsins kynja orð? —
Og Sjóla loftsins sigri i
liann sér ei b ar.namor ð.
Með opnum sjó og ísa-spöng,
sem allra reynt fær táp,
mcð dug hann ferðast dægur löng —
00 drotnaranna ráp
hann lítur ei, sem særa í söng,
að sæmd og völd sé — d r á p.l
Þá hetja aldar! isa-bæ
hjá áthafs ströndum þeim
nií kveð, þar stormar stríða æ
itnz stjörnur hrapa í geim! —
tr bárulegi, tjósum sæ,
vorn lauga blöðga heim!
O. T. Johnson.
“Margt smátt gjörir eitt stórt”
segir gamalt orðtak, sem vel á viS
þegar um útistandandi skuldir
blaSa er aS ræSa. Ef allar smá-
skuldir, sem Heimskringla á úti-
standandi væru borgaSar á þessu
hausti, yrSi þaS stór upphæS og
góSur búbætir fyrir blaSiS. -----
MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS
borga skuldir ySar viS blaSiS nú
í haust. I
Aðflutningsbannið á tslandi.
Það eru nú liðin nær því 4 ár síð-
an aðflutningsbannið kom , gildi, og
nær við heilt ár síðan þar við bætt-
ist sölubannið á þeim áfengisbirgð-
um, sem kynnu að vera til í landinu.
Samkvæmt því ættu nú ekki aðrir
menn hér á landi að eiga drykkhæft
afengi i fórum sínum — auk sendi-
konsúlanna — en þeir, sem hafa gef-
ið upp vinbirgðir íftnar fyrir lög-
reglustjórum víðsvegar um landið, j
við síðustu áramót. Og þeir munu |
ekki vera ýkja margir. Og fæstir
þeirra nninu stunda vinveitingar í
húsmn sínum, síz.t svo að í óhófi sé.
Það mætti þvi vænta þess, að nú
va’ri koinin sú bindindis- (eða rétt-
ara sagt) vinleysis-öld, að enginn
maður sæjist ölvaður að mun,
hvorki á almannafæri né í húsum
inni, hvorki um hábjartan dag né
á kolsvartri skammdegisnóttu. En
allir vita nú, hversu fjarri er að svo ;
sé. Allir vita, að fáir dagar líða svo,
að ekki sjáist ölvaður maður hér á
götunum. En meðan svo er, þá er ó-
hætt að geta riflega i eyðurnar, —
það sem í myrkrunum er hulið.
Það tjáir ekki, að draga fjöður yfir
það, að nú sem stendur — herrans
árið 1915 — er mikill drykkjuskap-
ur víðsvegar um landið, og að ineg-
inið af því víni, sem nú er neytt, er
flutt inn e’ftir að bannið kom í gildi.
Þetta vita alíir. En skoðanir mánna
á þvi, til hvers þetta hljóti að leiða,
eru auðvitað mismunandi.
Þeir, sem mott'allnir eru banninu,
álíta liklega flestir, að þessi drykkju-
skapur hljóti að leiða til þess, að
augu alþjóðar manna á landinu opn- j
íts fyrir því, að omögulegt sé að út-1
l ýma áfengisbölinu ineð bannlög- j
um, og þvi sé ekki um annað að j
gjöra, en nerna þau úr gildi. En þeir,
sem hlyntir eru bannlögunum,
munu segja, að drykkjuskapurinn
stafi af því, að löggæzlunni sé á-1
bótavant hjá oss, og að bannlögin
muni reynast haldgóð. ef ögn sé
skerpt á eftirlitinu.
Hér skal ekkert um það rætt. hvor j
; þessara flokka hafi réttara fyrir sér. j
j Það má lita á þetta mál frá fleiri I
jhliðum en þeim, hvort aðflutnings-j
bann sé heppilegt eða ekki. Og lög-i
hrotin, óleyfilegur innflutningur á
víni i stórum stiL' er mjög alvarleg j
Idið þessa máls. Það verður naumasl
til þess að efla löghlýðni i landinu,
ef mönnum helzt það uppi óátaliðl
að brjóta þessi lög.
Vér gátui.i jiess áðan, að ýmsir j
i.iundu kenna það ófullkomnu eftir-
liti lögreglunnar, hve rnjög bann-
lögin eru brotin. En enginn mun þó
þar með viija segja, að lögregla
lands vors vanræki alinent skyldu
f-ina. heldur hitt, að lögreglu fyrir-
komulaginu sé þannig háttað, að
ekki sé hægt að vonast eftir nánara
eftirliti frá þess hendi, en raun er
á. Lögreglan getur i rauninni ekki
annað gjört, en refsa þeim, sem upp-
visir verða að þvi, að brjóta bann-
lögin. Hitt cr ekki hægt að heimta
af henni að hún sé á þönum út um
alt að leita uppi sökudólgana. Því
siður er hægt að heimta af henni,
að hún hafi uppi á þeim öllum, þó
að hún væri eitthvað á linotskóm á
eftir þeim.
Vér höfum borið það undi) uiu-
sjónarmann áfengiskaupa, sem vér
ætlum að hugsi meira um þetta mál
en menn alment gjöra, hver ráð
hann álíti tiltækileg til þess að ryðja
úr vegi þessum bannlagabrotaódæm-
um. Hann kvaðst ekki sjá nema eitt
ráð til þess, að bnnnlagagæzlan
væri i lagi hér i Reykjavík, og það
væri, að senda mann ntan til þess
að læra að hafa á hendi löggæzlu.
Hann sagði, að hversu mjög sem lög
íeglan hér legði sig i líma, þá væri
þó ómögulegt, að. hafa tryggingu
fyrir þvi, að eigi væri flutt vin í
jland. Til þess að slík trygging feng-
j ist, væri það eitt einhlítt, að lög-
gæzlan væri í höndum manns, sem
j þekti út og inn öll brögð, sem toll-
jsmyglar eru vanir að hafa til að
koma sinu fram. Út um landið áleit
;hann engrar slíkrar löggæzlu þörf;
yfirvöldunum þar væri eigi ofætl-
andi, að hafa hana i lagi. Þetta sér-
staka gsezlustarf hér i Reykjavík
í. ætti ef vildi sameina við starf um-
sjónarmanns áfengiskaupa.
Vér látum þvi ósvarað, hvort leið
þessi, sem umsjónurmaður áfengis-
kaupa leggur til að farin sé, sé
I eppileg og einhlit eða eigi. En vér
getum að eins um hana hér, til at-
hugtmar þeim, sem af alvöru hugsa
um þetta mál. S.—-
Fréttir.
8 boíor? Móhametstrúarmanna.
t.Þeir eru vissulegn vantrúar-
nienn, sem segja: Vissulega er
Guð Kristur, sonnr Marju.
2. ó, sanntrúendur, gjörið ekki Gyð
inga eða kristna menn ;tð vinum
yðar: Þeir eru hvers annars vin-
ir. Og hver sá af yður, sem gjör-
ir sér þá að vini, hnnn er vissu-
lcga einn i tölu þeirra.
3 Yður er það boðið, :tð berjast
gegn vantrúarmönnimi. En það
er yður ógeðfelt. En vera má. að
þér hafið' óbeit á þvi, sent yður
er fyrir beztu, og að þér elskið
það, sent yður er fyrir verstu.
En Gttð þekkir, en þér þekkið
ekki.
I. Berjist jiess vegna gegn þeim.
þar til engiti vantrúar-freisting
er eftir skilin og guðstrúin ein
varir.
5. Berjist gegn vinuin Satans, þvi
að kænska bans er vanmáttug.
t> Og þegar þeir mánuðtr. sem yð-
ur er bannnð að ráðast á þá, eru
liðnir, drepið t>á afgtiðadýrk-
cndurna, hvar sem þér hittið þá
og takið þá fanga og umkringið
þá og liggið í leyni fyrir þeim á
öllum nothægum stöðum.
7. Þegar þér mætið vantrúarmönn-
um, sníðið þá af þeim höfuðin,
Jiar til að þér hafið siátrað miklu
meðal þeirra.
8. Yður er bannað að taka y5ur
fyrir konur frjálsar konur gift-
ar, að undanteknum þeim, sent
yðar hægri hönd heldur föngn-
um.
Borgið Heimskringlu bændur—
MuniS eftir Heimskringlu þegar
þér seljiS uppskeru ySar þetta
haust. — Þetta er líka uppskeru-
tími hennar.
Hveiti
Hinnar miklu milln—
Sem stóra Brauóið er búií til úr 1$
PllRITy FL'OUR
“ More Bread and Better Bread’’