Heimskringla - 02.12.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.12.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 H E IMSKRING L A. WINNIPEG, 2. DESEMBER 1915. Hver var hún?— ]>egar vagninn ók fram hjá prestssetrinu, kom presturinn út. ökumaðurinn leit á frúna og nam staðar. ‘Mér er sagt, frú Vavasour, að þér hafið sent ung frú Cameron heim. I>á ætluð þið Dugald að geta sætzt. Viljið þér ekki koma inn'?’ sagði presturinn. ‘Nei. Leyfið okkur að halda áfram’, svaraði hún kuldalega. ‘Að eins eitt orð enn’, sagði presturinn og benti ungum manni, sem stóð fyrir innan gluggann, að koraa Þessi ungi maður var Dugald Vavasour, kserasti Eddu. Hann var hár og herðabreiður, liðlegur á velli og friður. sýnum. Hann kom út, gekk að vagninum og sagði: ‘Amma mín, við skulum vera vinir’. ‘Þú kemur til mín með slíkt rugl’, sagði hún, ‘þeg- ar þú ert búinn i heilt ár að þrjóskast gegn mér og vilja minum. Saunders, haltu áframl’ En ökumaðurinn hreyfði sig ekki. ‘Amma’, sagði Dugald; ‘mér þykir slæmt að hafa bakað þér sorg og vonbrigði; mér hefir ávalt liðið illa síðan eg yfirgaf þig. Fyrirgefðu mér þenna upp- gjörðar þráa, og láttu þér þykja vænt um mig, eins og áður en við skildum. Láttu mig hér eftir rcyna að gjöra það sem eg get til þess að þér liði vel; eg gfet ekki gleymt því, að þér þótti vænt um mig, og mér þyk- ir enn vænt um þig’. Svipur göinlu konunnar varð blíður og hún laut áfram, eins og hún ætlaði að taka hann i faðm sinn, en alt í einu rétti hún úr sér, varð hörkuleg á svip og sagði háðslega: ‘Eg skil þig. Lögmaðurinn hefir sagt þér, að þú sért gjörður arflaus, og nú viltu sættast til að ná í arf- inn; en það er of seint; erfðaskráin er samin, og þú færð að eins einn skilding. Farðu frá. Haltu áfram, Saunders!’ Nú hlýddi ökumaður og hestarnir lögðu af stað; en um leið tók Edda blæjuna frá andlitinu og leit gleði- geislandi augum á Dugald. Undir eins og hann sá hana, hýrnaði yfir honum af gleði og aðdáun. ‘Hver er þessi unga stúlka í vagninum, sira Mac- dougal?’ spurði hann. ‘Edda Brend, lagsmær frú Vavasour’, svaraði presturinn. Það glaðnaði yfir Dugald. en hann sagði ekkert. Vagninn ók litinn spöl fram frá kyrkjunni, sneri svo við sömu leið til baka. Dugald stóð enn úti með kross- iagðar hendur; frúin sá hann ekki, en Edda gladdist við að sjá svipbreytingu hans. Hjá verzlaninni nam vagninn staðar, og þar fékk frúin blöð og bréf, og Edda eitt frá ungfrú Powys. Þaðan var haldið heim til Storm Castle, og þegar þangað kom, fór frúin strax til herbergja sinna, og Edda til sín herbergis, til þess að lesa bréf ungfrú Powys, sem henni var mikil gleði að. Bréf þetta geymdi Edda hjá dýrgripum sínum, og klæddi sig svo til að neyta dagverðar. Frú Vavasour var líka skrautklædd við borðið, en leit nú ellilegar út en nokkru sinni áður. ‘Klukkan 10 megið þér koma til mín i mitt her- bergi, ungfrú Brend’, sagði frúin við Eddu, þegar hún fylgdi henni til herbergja hennar. ‘Eg vil helzt vera alein núna, en eg tala við yður áður en eg hátta’. Edda lofaðí að koma á tilteknum tima, og gekk svo til herbergis sins. Hún var í rósrauðum kjól; fór svo í mjallahvítan rnöttul og lét á sig húfu. ‘Eg ætla að ganga mér til skemtunar á hjallanum’, sagði hún við sjálfa sig. ‘Það getur verið, að Dugald komi til að finna mig’. Hún þaut ofan og út um aðaldyrnar yfir á hjall- ann; gekk fram og aftur, án þess að vita, að frú Vava saur þorfði á liana gegnum gluggann í dimma her- berginu sínu. , ‘Snotur stúlka’, sagði gamla konan, ‘og eins góð og hún er snotur. Eg hefi gjört rétt að arfleiða hana’. Edda hélt áfram að ganga aftur og fram um hjall- ann, og stundum gat frúin ekki séð hana. ‘Eg er hrædd um, að hann komi ekki’, . hugsáði Edda; ‘en hann hefir samt ekki gleymt mér, — það er eg viss um’. Hún stóð þannig eins og myndastytta þegar karl- maður kom i Ijós við annan enda hjallans, og nálgað- ist hana, án þess hún sæji hann. ‘Það er Dugald’, tautaði frúin. ‘Hann ætlar nú að biðja hana hjálpar. Máske McKay hafi sagt honum, að hún sé erfinginn. Hvað ætlí hann segi við hana?’ Hún horfði á þau með ákafa. Þegar Dugald nálgaðist, heyrði Edda til hans og sncri sér snögglega við. Hún fölnaði, en var þó róleg. ‘Hr. Dugald Mackl’ sagði hún hissa. , ‘Dugahl MacFingal Vavasour’, sagði hann og nam staðar. Fyrirgefðu mér, Edda, að eg sagði þér ekki alt nafn mitt í fyrra haust; en héðan af verð eg að eins þektur undir nafninu Dugald Mack á meðan eg lifi. Eg er Dugald Mack, kærasti þinn. Þú snýrð þér ekki frá mér? Eg hélt eg hefði mist þig, elskan min, og hefi verið utan við mig af sorg. Komdu til min, elskaða Edda, — komdu.’ Með undurblíðuin ástarsvip rétti hann hendur sinar að henni. Og Edda þaut til hans og fleygði sér glöð í faðm hans. ‘Nei, nú er eg hreint hissa’, sagði gamla frúin við gluggann. ‘Hvað þýðir þetta? Þekkir unga stúlkan hann? Hafa þau gengið í fóstbræðralag til að sigra mig? Eg er hrædd um að þau séu bæði undirförul. En það er gott, að eg fæ néigu snemma að vita, hvers konar persóna hún er. Hamingjunni sé lof, að það er ekki of seint ennþá. 36. KAPÍTULI. Samkomulag tveggja búfa. Jarlinn hopaði á hæl, þegar ókunni maðurinn rétti honum hendi sina og sagði: ‘Farðu burt, maður! Þér skjátlar. Ef þú tefur mig lengur, kalla eg á lögregluþjón’. ókunni maðurinn hló háðslega. ‘Þú að kalla á lögreglu, — þú spænski Bob? Þá er kraftaverka-timinn runninn upp. Kalla á lögreglu. Þú þykist ekki þekkja Jim Dings. En þú gabbar mig ekki, gamli félagi’. Jarlinn varð sem óður af reiði, og sagði: ‘Þér skjátlar, góði maður! Farðu burt, eða eg skal skjóta þig cins og hund’. ‘Já, það er líkt spænska Bob. Ávalt tilbúinn með skammbyssu og hnif. Eg þekki þig eins vel og sjálfan mig. Heyrðu kunningi —’ Jarlinn lcit nú yfir mannfjöldann, sem safnast hafði að þeim, og kallaði á lögreglu. Það vildi svo vel til, að lögregluþjónn var i nánd, sem kom til þeirra. ‘Þessi maður virðist vera drukkinn og orsakar taf- ir hér á gangstéttinni’ sagði jarlinn. Einn af hótelþjónunum hafði komið út, og hann sagði lögregluþjóninum, hver jarlinn var. Hann greip þá i hálskraga Jim Dings og sagði: ‘Eg skal taka þenna flæking á lögreglustöðina, og láta yður vita, lávarður, nær hann verður fvrir rétti, svo þér getið kært hann’. ‘Lávarður?’ tautaði Jim Dings. Jarlinn lagði gullpening í hendi lögregluþjónsins, og sté svo rólegur inn í vagninn ásamt barúninum. ‘Til Alexandria’, sagði barúninn drembilega. Ökumaður sló í hestana, sem þutu af stað. ‘Fína hótelið Alexandria’, tautaði Jim. Lögreglumaðurinn stakk peningnum í vasa sinn og sneri sér svo að fanganum. ‘Komdu, flækingur; þú skalt fá að vita, hvað það kostar, að ráðast á jarla á miðri götu’. ‘Eg bið afsökunar’, sagði Jim auðmjúkur. ‘Mér hefir skjátlað; eg áleit hann vera gamlan kunningja. Hvert er nafn hans, ef eg má spyrja?’ ‘Jarlinn frá Charlewick. Þegiðu svo!’ ‘Jarlinn frá Charlewick’, tautaði Jim. ‘Ilvað ertu nú að tauta?’ ‘Eg sagði, herra löregluþjónn, að þetta væri alt inisgáningur. Eg hefi ekki ráðist á neinn og sízt á jarlinn. Eg er sjómaður og ókunnugur hér í Lundún- um, og mér getur komið illa að vera tekinn fastur; ef þér viljið sleppa mér, skal eg glaður borga yður 5 pund’. ‘Það getur verið satt, sem þér segið; en eg veit ekki, hvort þér hafið 5-punda seðil’. Jim flýtti sér að ná seðlinum og rétti hann að lögregluþjóninum, sein leit á seðilinn með græðgi mik- illi og sagði svo: ‘Við næsta götuhorn getið þér rifið yður lausan; eg held ekki svo fast i hálsmálið’. Lögregluþjónninn stakk seðlinuin i vasa sinn og svo héidu þeir áfram. Við næsta götuhorn reif Jim sig lausan og þaut af stað sem fætur toguðu; lögreglu- þjónninn elti hann en náði honum ekki. Jim hvarf inn í næstu götu og slapp. Meðan á þessu stóð óku jarlinn og barúninn þegj- andi leiðar sinnar. Svo sá jarlinn, að barúninn horfði á hann forvitnislega, og sagði gremjulega: ‘Ilvað er nú að?’ ‘Ekkert. Mér fanst að eins undarlegt, að þorpar- inn skyldi kalla yður spænska Bob’. ‘Já, það er spænska útlitið mitt, sem var orsök þess’. ‘Eg hélt í fyrstunni, að það ætlaði að líða yfir yður af hræðslu, og á næsta augnabliki leit út fyrir, að þér munduð skjóta hann’. ‘Já, eg var í 'vondu skapi yfir því að hafa mist Helenu, og vissi naumast hvað eg gjörði’. ‘Þar eð þér virðist enn vera í órólegu skapi, ætla eg að heimsækja vini Helenar. Eg kem aftur kl. 6, og þá vona eg að yður verði batnað’. Barúninn fékk sér annan vagn og fór; en jarlinn gekk til herbergis sins og hugsaði um þenna samfund sinn og Jim Dings; en þá voru dyrnar opnaðar með hægð, og inn kom maðurinn sem hann var að hugsa svo mikið um. .larlinn þaut ao bjöllustrengnum. Gesturinn lokaði dyrunum og sagði: ‘Bíðið þér augnablik. Ef bjallan hringir, þá skal hún hringja yður til bölvunar’. ‘Hvað viljið þér? Hvernig komuð þér liiíigað? Vitið þér hver eg er?’ spurði jarlinn. ‘Já, þér eruð nú jarlinn frá Charlewick; áður voruð þér spænski Bob. í 10 ár varstu félagi minn i Tasmaníu, og eg hefi vitni að því. Ef þú neitar þvi eða lætur fleygja mér út, skal eg leiða þessi vitni fyrir dómarann’. ‘Yður skjátlar undarlega’, sagði jarlinn. ‘Ef eg segði dómaranum alt, sem eg veit, mundi hann verða alveg hissa. Tveir eða þrír ai okkur gömlu vinurn eru hér í Englandi, og eg get sannað á þig óteljandi glæpi. Manstu ekki eftir hnífstungunni, sem þú fékst í öxlina, og eg stundaði þig. Örið eftir hana ber þú enn. Ef þú neitar að þú sért spænski Bob, þá skal eg finna næsta erfingjann að Charlewick, og segja honum frá glæpum þinum, og sú fregn berst fljótlega um alt England’. ‘Ef eg kannast við að vera spænski Bob, hvað gerirðu þá?’ ‘Þá komum við okkur saman, og þú getur keypt mig til að þegja’. ^im Dings fékk sér sæti annars vegar við borðið, og jarlinn slépti bjöllustrengnum og settist á móti honum. ‘Þú hefir bæði tögl og hagldir, Dings. Við verð- um að koma okkur saman. 37. KAPÍTULI. Þögn Dings. Það virtist gleðja Dings að jarlinn vildi ganga að samningi við hann. Hann þagði nokkrar mínútur, en sagði svo: ‘Mér þykir vænt um að vita, að þú ætlar að nota skynsemi þína, spænski Bob. Hvað gefur Charlewick eignin af sér árlega?’ ‘20,000 pund’, sagði jarlinn. ‘Já, þrisvar sinnum það, þykist eg vita. Hver er næsti erfingi að Charlewick?’ ‘Eg vil ekki ^vara þessum spurningum þínum. — Hve mikla peninga viltu fá?’ ‘Eg vil fá svar fyrst. Hver er næsti erfinginn?’ ‘Bróðursonur minn. Lávarður Ronald Charlton’. ‘Er hann rikur?’ ‘Hann hefir 200 punda tekjur árlega; en annað á hann ekki’. i ‘Kemur ykkur vel saman?’ ‘Nei eg hata hann’. ‘Hvar áttu heima?’ í Charlewick-Ie-Grand í Devonshire’, svaraði jarl- inn. ‘En hvað eiga þessar spurningar að þýða?’ ‘Eg vil að eins seðja forvitni mína’, svaraði Dings. ‘Eg er svo hissa á því, að þú skulir vera orðinn jarl. Þú ert Ilíkega ekki kominn í lávarðadeildina enn? Mér þætti gaman að vita, hvað þeir mundu segja, ef þeir þektu æfisögu þína. Þú ert óefað sonur gamla jarlsins?’ ‘Já, það er eg’, svaraði jarlinn reiður. ‘Eg var lá- varður Odo, sonur hins framliðna jarls af fyrra hjóna- bandi; móðir mín var af spænskum aðalsættum’. ‘Einmitt það’, sagði Dings efandi. ‘Hvað ætlar þú að bjóða inér til að þegja um glæpi þína?’ ‘Eg get ekki tekið þig til að vinna hjá mér eða lát- ið þig búa í nánd við inig, sökum útlits þíns’. ‘Eg ætla að hætta að vinna, svo þú þarft ekki að hugsa um nein störf handa mér’. ‘Hvað viltu þá að eg gjöri?’ ‘Eg vil fá 1000 punda tekjur árlega á meðan eg lifi, og þú verður að semja skjal, sem heimilar mér þessar tekjur, þó þú deyjir’. ‘Ilvaða vissu hefi eg fyrir þvi, að þú svikir mig ekki, þegar þú ert búinn að fá þetta skjal. Nei, þú skalt fá 100 pund arlega’. ‘Það er ekki nóg, spænski Bob. Segðu að það verði 1000 pund, og þá erum við sáttir’. Jarlinn samþykti það nauðugur. ‘Eg vil fá 1000 pund fyrirfram borguð’, sagði Dings. ‘Eg hefi ekki neina peninga á mér. Eg verð að fara í bankann til að fá þá’, sagði jarlinn. ‘Eg skal annaðhvort fara með þér eða biða hér’, sagði Dings. ‘Þú mátt ekki biða hér, og þú mátt ekki verða mér samferða; þú verður að fara héðan á undan mér. — Eg skal fá þér peningana i kveld, á hvaða stað sem þú til íekur’. ‘Það er gott. Mættu mér þá í Trafalgar Square klukkan 10, að norðanverðu. En reyndu ekki að svikja mig, spænski Bob’. ‘Dettur þér í hug, að eg vilji svikja þig, fyrst að eg er á þínu valdi; en þú mátt engan af gömlu félög- unum okkar hafa með þér. Ef þú gjörir það, þá skaltu iðrast þess síðar. Mundu eftir, að við verðum að finn- ast þar sem dimt er og að eg verð dulklæddur’. Dings samþykti alla þessa skilmála og stóð svo upp til að fara og opnaði dyrnar; en í þvi kemur bar- úninn inn úr dyrunum. Hann nam staðar við dyrnar og horfði fast á jarl- inn og svo á Dings. Jarlinn fölnaði og þagði. ‘Drukkna svinið er þá hér’, sagði barúninn. ‘Á eg ekki að kalla á þjóna eða lögreglu?’ ‘Gjörið þér yður ekkert ómak’, sagði Dings háðs- lega. ‘Eg gjöri engum neitt ilt. Eg er gamall þjónn lávarðarins 4nðan hann var erlendis; en hann þekti mig ekki, þegar við fundumst í Piccadilly’. ‘En þér kölluðuð hann spænska Bob?’ ‘Eg bið lávarðinn fyrirgefningar á því. Eg var þá drukkinn, annars hefði eg ekki gjört það. Eg oska ykkur góðrar líðanar. Verið þið sælir’. Hann hneigði sig djúpt fyrir barúninum og jarl- inum og gekk svo brosandi út. ‘Þetta er ógeðslegur maður, Charlewick’, sagði barúninn; ‘ hann líkist glæpamanni og hann var þjónn yðar og þér þektuð hann ekki. Hvar var hann þjónn yðar?’ ‘í Suður-Afríku. Hann var þá góður þjónn og drakk ekki; en nú er hann orðinn ræfill og vildi fá þjónsstöðu hjá mér, en eg neitaði honum’. ‘Auðvitað. Það er þó undarlegt, að hann skyldi kalla yður spænska Bob, félaga sinn?’ Jarlinn ypti öxlum og gekk að glugganum. ‘Þér hafið líklega heyrt, að hann sagðist hafa ver- ið drukkinn, þegar hann réðist á mig?’ sagði jarlinn. ‘Jú, eg heyrði það. En eg liefi heimild til að fá að þekkja æfisögu yðar, fyrst þér ætlið að kvongast dóttur minni. Þér hurfuð. skyndilega eina nótt fyrir 20 árum síðan, og jafn skyndilega komuð þér aftur að þessum 20 árum liðnum. Nú kemur maður og kallar yður ‘spænska Bob’ og ‘gamla félaga’, og andlit þess manns er svo ljótt, að það eitt ætti að nægja til þess, að hann yrði henglur, og þegar þér sáuð þenna mann, varð útlit yðar svo, eins og þér sæjuð afturgöngu manns, sein þér hefðuð myrt. Þetta bendir á að þessi 20 ár geyma eitthvert leyndarmál’. ‘Rugl!’ sagði jarlinn ilskulega. ‘Getur verið. En hvernig slapp maðurinn frá lög- regluþjóninum?’ ‘Þér komuð aftur fyrri en eg bjóst við. Þér sögð- ust ekki ætla að koma fyrri en siðari hluta dags’, sagði jarlinn. ‘Ja, eg inan það. En eg kom í því skyni að biðja yður að verða mér samferða. Eg vona að eg hafi ekki truflað samræður ykkar Jim Dings?’ Jarlinn varð afar reiður; en fór samt út með bar- úninum. Leit þeirra varð gagnslaus. Jarlinn yfirgaf bar- úninn um klukkan 5, fór i bankann sinn og fékk þar 1000 pund og gekk svo til hótelsins i vondu skapi. Um klukkan 7 kom barúninn inn og þeir borð- uðu saman. ‘Eg hefi hvorki fundið Helenu, né til hennar frétt’, sagði barúninn. ‘Hún hefir yfirgefið Lúndúna borg i dulbúningi. Eg verð að fara til allra járnbrautarstöðva á morgun’. ‘Já, hún hefir auðvitað verið dulklædd’, sagði jarl- in’n utan við sig. ‘Við getuin farið til norðvesturstöðvarinnar nú í kveld’, sagði barúninn. / ‘Ómögulegt. Eg fer í heimsókn í kveld’. ‘Þó ekki til Jim Dings?’ sagði barúninn í spaugi. ‘Yður virðist ómögulegt að gleyma Jim Dings’, sagði jarlinn fokvondur. ‘Nefnið þér ekki hans nafn við mig oftar’. Jarlinn stóð upp og fór út, og barúninn sá hann ekki aftur þetta kveld. ‘Það er eitthvað bogið með jarlinn og þenna Dings’, hugsaði barúninn. ‘Eg verð að ná í þenna Dings og kaupa af honum leyndarmálið; það gæti máske út- vegað mér árlegar tekjur frá hinum tilvonandi tengda- syni mínum’. Jarlinn hraðaði sér út úr hótelinu og gekk fram og aftur um göturnar í langan tíma. ‘Eg er kominn í kröggur’, tautaði hann; ‘en eg held enginn af hinum gömlu félögum minum sé hér á Eng- landi. Eg er ckki óhultur á meðan Jim Dings lifir; hann drekkur og þegar hann er við vin er hann vis til að Ijósta upp leyndarmáli mínu. Hann leyfir sér að koma fram sem húsbóndi minn, og þó veit hann, að þeir, sem kölluðu mig ‘spænska Bob’, kölluðu mig líka ‘Djöfulsins Bob’. Klukkan 10 var jarlinn á hiiiuin umsamda stað, og von bráðar kom maður gangandi til hans. ‘Ert það þú, spænski Bob?’ spurði hann. ‘Já’, sagði jarlinn; ‘þú kemur seint’. ‘Betra seint en aldrei. Ertu með peningana?’ ‘Já. en eg þarf að segja þér nokkuð, sem eg get ekki sagt þér hér, af því gatan er full af fólki. Við skulum fara inn í næstu götu’. Dings samþykti það og þeir gengu inn í St. Mar- tins Lane, þar sem Lundúnaþokan var einna þykkust. ‘Hverjir af okkar gömlu félögum eru hér á Eng- landi?’ sagði jarlinn meðan þeir gengu áfram. Dings endurtók það, sem hann hafði sagt um morg- uninn og bætti svo við: ‘Þú ert undarlegur i rómnum og framkomu þinni i kveld, Bob’. ‘Að eins ímyndun’, sagði jarlinn. ‘Ef eg má reiða mig á þig, þá hefi eg erfitt starf lianda þér að frain- kvæma; en eg skal líka borga þér vel’. ‘Já, eg er tilbúinn að ráðast í það. Réttu mér nú peningana, Bob; eg ætla að kveikja á dlespítu og líta á þá, á meðan þú lýsir fyrir mér starfinú. Jarlinn gekk úr þessari götu inn i aðra mjóa og dimma. ‘Það er rangt af þér að drekka, Dings; eg gæti treyst þér betur, ef þú drykkir ekki. Hérna eru pen- ingarnir, og hér má kveikja á eldspítu. Réttu fram hendina’. En í hendi jarlsins voru engir peningar, heldur þríeggjaður rýtingur. ‘Hérna, Dings’, sagði hann . Dings kom nær, en um leið rak jarlinn rýtinginn i brjóst hans þrisvar sinnuui, svo Dings datt dauður niður. Jarlinn laut niður að honum og rak rýtinginn hvað eftir annað í brjóst hans, þó hann dauður væri. Jarlinn þurkaði blóðið af rýtingnum á fötum Dings og stakk morðkutanum svo i vasa sinn og hraðaði sér heim í herbergi sitt; en þegar hann kom inn, sat bar- úninn þar i hægindastólnum. ‘Þér eruð kominn aftur’, sagði Clair glaðlega. — ‘Nú hefi eg verið heppinn í kveld. Eg veit hvert Helen er farin’., ‘Hvar er hún?’ sagði jarlinn og sneri sér undan. ‘Eg fétti, að ung stúlka og roskin kona, báðar með blæju, einnig þerna þeirra og ungur maður, sem eftir lýsingunni hlýtur að vera Ronald, hefðu farið með lest- inni í morgun til Leeds’. ‘I.eeds? Ilvern þekkja þau þar?’ ‘Engan. Eg tel víst, að Helen ætli að leita vernd- ar hjá frænku sinni, gömlu frú Vavasour. f Skotlandi er svo auðvelt að giftast, svo að við verðmn að flýta okktir að ná Helenu áður en hún giftist Ronald’. Jarlinn sneri sér nú að Clair, með svo fölt og voða- legt andlit, að barúninn varð hræddur. < ‘Hvað gengur að yður, maður? Eruð þér veikur? spurði Clair. ‘Þannig lituð þér út í morgun líka. Haf- ið þér séð Dings aftur? Það er blóð á fötununi yðar! Ilvað hafið þér gjört?’ Jarlinn leit niður á föt sín. Á hvíta vestinu hans var stór blettur af blóði Dings. 38. KAPÍTULI. Edda og Diigald koma sér sarnan. Eddú og Dugald grunaði ekki, að gamla konan horfði á þau, og stóðu lengi i faðmlögum, unz loksins að Edda losaði sig. ‘Hvað er þetta, elskan mín?’ sagði Dugald. ‘Ertu hrædd um að einhver sjái til okkar?’ Hann leit á gluggana í herbergjum frú Vavasour og sá ekkert. ‘Nei, eg er ekki lirædd, þó einhver sjái mig’, sagði Edda. ‘En frúin er mjög reið við þig, og eg er viss tun, að hún samþykti aldrei giftingu okkar’. ‘En eg er frjáls maður og veit að eg get unnið fyr- ir okkur báðuin, svo að okkur líði þolanlega. Eg bið þig, elskan mín, að giftast mér eins og eg er’. ‘Eg er ekki þess verð, að giftast þér, Dugald’, sagði Edda. ‘Eg hefi gleymt að segja þér orsökina tií þess’, bætti hún við. ‘Er það fátæktin mín?’ ‘Nei - nei; eg hefi ávalt verið fátæk sjálf’. ‘Það er líklcga ekki óvinátta frú Vavasour?’ ‘Nei, heldur ekki hún. Mér Jiykir vænt um gömlu kouna, þrátt fyrir ósanngirni hennar og hina vondu breytni við þig. Hún hefir verið mér góð’. ‘Góða Edda mín. Já, amma mín er i rauninni góð manneskja, Jirátt fyrir gallana, sein hún hefir. Hvað er það, sem hindrar Jiig frá að giftast mér? Þú ert þó líklega ekki heitbundin öðrum?’ ‘Nei, Dugald. Eg er frjáls’. ‘Eg veit að þú elskar mig, Edda; og skil ekki, hvað getur hindrað þig. Máske Nesbit vilji ekki samjiykkja giftingu okkar. Hann er frændi Jiinn?’ ‘Nei, nei; hann er ekki frændi minn. Eg verð að segja þér ástæðuna eins og hún er’. ‘Jæja, gjörðu það, góða min’. ‘Eg er foreldralaus og á enga ættingja’. En, Edda, eg ætla ekki að kvongasl neinni fjöl- skyldu. Það ert þú ein, sem eg vil eignast’. ‘En Jni ert af göfugri ætt og átt marga fræga for- feður’. ‘Já, þeir hafa verið að vissu leyti göfugir; en Jieir standa ekki í götunni fyrir gæfu minni’. ‘En eins og allir aðrir af göfugum ættum, verður þú að kvongast stúlku af jafn göfugri ætt. En nú skal eg segja þér alt eins og liað er. Móðir mín yfirgaf mig, Jiegar eg var barn. Faðir ininn dó á óheiðarleg- an hátt, og unga ekkjan hans, sem hafði gifst lionuni með leynd, vildi ekki opinbera giftingu sína’. ‘Hvað keniur Jiutta okkur við, Edda?’ ‘Ó, Dugald, skilurðu mig ekki. Móðir mín lifir, —- eg hefi séð hana. Hún er nefnd skírnarnafni sínu. Hún er eins drambsöm og nokkur í Jiinni ætt; en hún Jiorir ekki að kannast við mig sein sitt barn. Hún er afar rík, en nafn hennar má eg ekki nefna, ekki einu sinni fyrir þér, Dugald’. Dugald greip hana i faðm sinn og sagði: ‘Elskan mín! Er . þetta aðalhindrunin? Þetta leyndarmál hlýtur að vera erfitt fyrir þig að bera, en þú ert ekki ein um það. Og mig langar ekki til að vita, hvað móðir Jiín heitir eða þekkja stöðu hennar. En hvers vcgna viltu yfirgefá mig, þó móðir þín væri óheppin? Hafi hún gjört rangt i því að giftast leyni- lega, þá hefir hún fengið næga hegningu fyrir það. En þú ert saklaus, og þ'ú mátt ekkert ómak gjöra þér til þess, að láta það sannast, að hegning fyrir syndir feðranna lendi á börnunum. Rektu mig ekki frá þér sökum falskra velsæmis-skoðana. Eg elska þig og dá- ist að þér á þessari stdndu, meira en eg hefi áður gjört. Eg vil ekki missa l>ig. Ást mín skal bæta upp sorgir þínar. Hvað er þá þessi hindrun, sem þú álitur að sé sambandi okkar til baga? EkkerUannað en i- myndun, sem eg get hrakið með fáum orðum’. Hann Jirýsti henni fastara að sér, kysti enni henn- ar, augu og munn, sem kom henni til að titra af inni- legri ánægju. Hindranin, sem hún liafði álitið ósigrandi, var nú að engn orðin. En Edda var í efa um, hvort þetta mikla lán væri annað en draumur, og vildi fullvissa sig um, hvort svo væri eða ekki. ‘Ertu viss um, að liú iðrist aldrci þessarar góð- seini þinnar, Dugald?’ spurði hún.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.