Heimskringla - 09.12.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.12.1915, Blaðsíða 1
Kaupið Heimskringlu. Borgið Heimskringlu áður cn skuldin hækkar! Heimskringla er fólksins blað. Snœbjörn Olson Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORXSTS Phoues Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 DONAI.D STREET, WINNIPEÖ jan. 16 “ “ XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. DES. 1915. Nr. 11 $ ; Fregnir af Stríðinu. * * Á laugardaginn var alt í óvissu á Balkanskaganum. Þjó&verjar og Búl- garar voru loksins búnir að reka Serba út úr föðurlandi þeirra. Norð- urher Serba og mikið- af alþýðu, sem flúði með hernum, var komið til Montenegro og gengu serbnesku her- mennirnir þar í lið með Svartfell- ingum, frændum •'sínum, að verjast Austurríkismjjgiíum, .pra einlægt hafa sótt á Svartfellinga að norðan, þó að litið' eða efctéert hafi þeim á- gengt orðið. Það hefir aldrei reynst fýsilegt að sækja Svartfellinga heim. En miðher Serbanna er kom- inn inn í Albaníu. Suðurher þeirra hefir komist til Frakka og Breta syðst í Serbiu, eða Makedóníu hinni fornu, í Vardar dalnum. Serbarnir urðu loksins að hörfa frá Monastir, helzlu borginni í Suður-Serbiu og fyrrum höfuðborg í Makedóníu, meðan Tyrkir héldu landinu. Frá. Monastir hrukku sumir Serbarnir vestur í Albaníu, en sumir, einkum landsfólkið, suður yfir landamærin til Grikklands. En liðið Serbanna,' sem var við Prilep og ofan til i Czerna-dölunum, komst til Frakka við Gievgeli og Czerna og með Var- dar-ánni. Mikið þóttust Þýzkir liafa tekið af serbneskum föngum; en aftur segja aðrir', að þcir hafi talið landsfólkið, sem þeir náðu með föngunum, ganda karla, konur og börn. Að minsta kosti munu þeir hafa drýgt fangatöiuna með þeim; ]>ví að eiginlega biðu Serbarnir ald- rei neinn ósigur; þeir urðu að halda undan, en þeir fóru einlægt í fylk- ingu og börðust einlægt og taka all- ir tit hreysti þeirra. Sjálfir Þjóðverj- ar segjast aldrei hafa mætt hraustari mönnum. Og manntjónið, sem Þýzk- ir og Búlgarar fengu, er þeir héklu á eftir þeim, var svo mikið, að menn hefðu aldrei trúað því. Hvar sem Serbar héldu undan, þá fór landsfólkið fyrst, eins og vér höf- um lýst áður; fólkið, sem ekki vildi biða Þjóðverjanna og voru þær lest- ir oft margar mílur á lengd. Svo koniu herflokkarnir, hinir særðu og Jireyttu og stórskotaliðið. En hvar sem vigi var, þá nam stórskotaliðið staðar og kom fyrir fallbyssunum; því að hvað sem Þýzkir segja, töp- uðu Serbar mjög litlu af falíbyssum sínum. Þeir þektu þar allar vega- lengdir upp á faðm og fet, og svo biðu þeir þangað til að Þjóðverjar eða Búlgarar voru komnir á ein- hvern vissan stað, segjum í þriggja til 10 milna fjarlægð. Það gjörði ekk- ert, hvort þeir sáu mennina, sem þeir skutu á eða ekki, — alt var út- reiknað. En þegar þeir, sem á verði voru, sögðu þeiin að þarna væru þeir nú komnir, þá byrjuðu Serbar cg létu sprengikúlnahríðina dynja á þessum stað. Ef að flokkurinn eða fylkingin óvinanna var þar fyrir, þá hrundu mennirnir niður hundr- uðum saman. En væru þeir ekki svo langt komnir, þá urðu þeir að fara þarna gegnum eldhaf og tapa fjölda manna, hvernig sem þeir fóru að. En þegar þeir voru komnir i gegn- um þetta eldhaf, þá breyttu Serbar til og Iétu nú sprengikúlurnar koma niður nokkru nær sér að fram an við fylkingarbrjóst óvinanna. Þar kom annað eldhafið, sem óvinir þeirra þurftu að fara i gegnum, og kallast þetta “Curtain of fire’’ (eld- liaf). Þetta vann bezt í þröngum dölum, eða þar sem klif voru, sem víða er þarna i fjöllunum. En þó mátti all- staðar koma þvi við. Því að einlægt urðu óvinirnir að fylgja veginum; það var hvergi hægt að komast á- fram með vagna og fallbyssur ann- ársstaðar en eftir vegunum, þó að lé- legir væru. Á meðan þetta gjörðist hélt lestin Serbanna einlægt áfrain, og gekk seint, því að alt var dregið á uxum, og voru mörg uxatímin fyrir hinum stærri fallbyssum. Þegar óvinirnir fóru að nálgast, urðu Serbarnir að færa sig með öftustu fallbyssurnar. En þá var önnur fallbyssudeild kom- in einar 4—5 mílur lengra áleiðis, og nú urðu þeir að fara að skjóta.— En einlægt lágu hermennirnir Serba á hæðum og hryggjum að skjóta af handbyssum og magazin-byssum á óvinina til að láta þá aldrei koma svo nærri, að þeir næðu fallbyssun- um, þvi að þá var alt í veði og heili hópurinn kominn á vald óvinanna, hvort heldur það vorú 5 eða 10 eða 20 þúsundir. Þarna björguðu Serbar vopnum sínum öllum; en einlægt fækkuðu þeir, og er sagt, að það hafi verið rúmar liundrað þúsundir hermanna, sem þarna komust undan. Og var það kanske mest að þakka fallbyss- unum eða mönnunum, sem þeim stýrðu; en það voru oft annaðhvort Bretar eða Frakkar. Því að ]>eir voru sendir þeim til hjálpar, jafnvel nokkru áður en þessi seinasta árás á Jand Serbanna byrjaði. Þýzkir hafa þvi rekið Serba af löndum sínum og eignum; en í raun- inni eru Serbar ósigraðir ennþá. Og fái þeir nokkra hvíld, segjast þeirj geta lagt á móti óvinum sinum með ! 200,tKU) þú&undir manna. Og aldrei ætla þeir að gefast upp, heldur berj- ast m^iðan nokkur stendur uppi. Þó að herflokkar Serba séu nú fapnii; úFlandinu, þá eru þó um alt Iaudið#jpáflokkar Serba uppi í fjöll- 'unum, ffkógunum og skörðunum. Þeir kpma fram þar sem engan var- ir, og þegar Þýzkir eða Búlgarar eru á ferðinni, þá vita þeir ekki fyrri til en kúlnahríðin stendur á þeim. Serbar eru þar komnir, kan- ske ekki nema 20—30, og senda þeim kveðjur sínar, og hverfa svo, því að þeir rata götur allar og þekkja fylgsni öll í landinu. Þetta er kallað “Guerilla”-stríð. Dag eftir dag var ]>að sagt að Bússar væru komnir með her sinn inn í Búlgaríu; en lengi var það jafn harðan borið til baka. En nú hafa Búmenar tekið öll skip á Dóná með- fram landi sínu og hafa bannað Þjóðverjum að flytja vopn og vistir eftir ánni. Búlgarar og Þjóðverjar eru líka farnir að búast við Rússum og hafa sent lierlið austur í Búlgariu, cwikum meðfram l)óijá að sunnan.j og er ætlað að kastalaborgin Rust- cliuk á suðurbakka Dónár, næst fyr- ir ofan Silistriu, verði miðstöð hersins. — Aftur senda Tyrkir herlið norð ur með öllum ströndum Svartahafs- ins, alt norður til Varna. Þeir eiga að Verja Rússum landgönguna. — Um daginn var sagt að Vil- hjálmur væri kominn til Belgrad og hefði ætlað að komast til Mikla- garðs og sjá vin sinn og fóstbróður, Tyrkjasoldán. En ekki hefir orðið af því, og kom Enver Bey, Tyrkja- höfðingi, núna nýlega norður til Orsova til að tala við Vilhjálm, sem beið hans þar. Sýnir það, að Vil- hjálmi hefir ekki þótt fylltrygt að fara með brautunum, og ekki hefir heyrst að neinar stórar hersveitir liafi farið um þær. Enda hefir það aldrei verið tilgangur Vilhjálms, að senda nú hermenn þangað suður. Hann hefir fulla þörf fyrir þá, bæði að austan á móti Rússum og að vest- an á móti Frökkum og Bretum. — Þó að lítið muni, þá veitir Rússum einlægt betur að austan, bæði i Galizíu og Búkóvinu og norð- ur við Riga. En á mánudagsmorgun voru engar áreiðanlegar fregnir komnar, að þeir væru komnir nieð lier til Búlgariu. Vilhjálmur blóð vill nú frióinn. Hér og hvar um heiminn eru Þjóðverjar nú að hleypa friðarpost- ulum af stokkunumi f New York Tribune kemur einh fram og segir i blaðinu á þessa leið: — “Þjóðverjar eru nú fáanlegir til at seinja frið og gjöra nú minni kröfur en nokkru sinni áður, og höfum vér fyrir því mann, sem er nákunnugur stjórnmálum Þjóðverja, og hefir hann lengi verið í Banda- ríkjunum. “En friðarkostirnir, sem Vilhjálm ur keisari kynni að taka, eru þessir: Þjóðverjar verða að ráða öllu á Balkanskaganum, svo að þeir hafi greiða göngu til Miklagarðs og Litlu- Asíu, — svo að þeir geti fengið að njóta sólarinnar i suðrænum lönd- um, óháðir valdi Breta. Sjálfstæð riki myndist milli Þjóð- verja og Rússa, gg yrði eitt þeirra hið nýja pólska riki. Einnig vill hann láta auka við Rúmeníu. Þessi ríki eiga að vera eins konar garður (Buffer States) milli Þjóðverja og Rússa, svo að þau riki nái ekki sam- an að berjast. Á vesturkantinum skulu vera hin sömu landamæri og áður, og alfrjáls skal Belgía vera. Og einhvern litinn hluta vill liann láta Frakka hafa af E’sas.” En um skaðabætur talar Þjóðverji þessi ekki eitt orð. Og óljóst er það, sem þó allir vita, að Vilhjálmur ætl- ar sér alla Litlu-Asiu. Og eru Þjóð- verjar búnir að búa það undir í mörg ár. En þar fengju þeir riki eins stórt og öll löild Vilhjálms i Ev- rópu, og ágætisland, sem fleytt gæti fram mörgum milliónum ibúa, og á eftir Litl-Asíu kæmi öll spildan suð- ur að Persaflóa, og þá væri hinn gairtli heimur klofinn í sundur og Þjó^verjar hin voldugasta lijóð i tieUBi. Þuð má búast við, að ]icssir frið- nrkostir komi fram aftur og aftur i ótal Myndum. En fyrst og fremst keinur engum Bandamanna til liug- ar, að iemja nokkurn frið — fyrri en Vilhjálmur keisari er rekinn frá völdum og öll hans ætt, og svo trúir enginn þjóðinni, sem hefir rofið i eiða sína eins hroðalega og Þjóð- verjar hafa gjört undanfarið. En þvi meira, sem harðnar fyrir Vilhjálmi, og þvi meiri, sem óánægjan verður innanrikis, bæði á Þýzkalandi, í Austurríki og í Ungarn, — því meira munu menn heyra af þessu. En af Bandamönnum sinnir enginn þessu. Menn sjá það einlægt Ijósara og ljós- ara, að slagurinn er upp á líf og dauða! Sósíaiistar í Austurríki. Fréttagrein frá Genf i Svisslandi. Þann f>. desember cr sagt þaðan. að Sósíalistar i Austurríki og Ung- arn segja, að síðan stríðið byrjaði liafi verið farið iheð þjóðina sem aumustu þræla, og eru Sósíalistar nú á laun að senda út umburðarbréf að lieimta frið, og í Sósíalista blaðinu Soltbrecht stendur svolátandi grein: “í Austurriki hefir aldrei verið neitt verulegt frelsi, og meðferðin, sem vér höfum orðið að þola síðan striðið byrjaði, er voðaleg. Réttlæti og lög eru ekki til í landinu. Og þegar hinn mentaði heimur fær að vita um það, sem fram hefir farið í Austurríki, þá munu menn fyliast viðbjóðs og skelfingar. Vér viljum ekki minnast á hinn langa lista czechneskra borgara, scm til dauða hafa verið dæmdir; ekki á hina þungu dóma, sem feldir liafa verið yfir Sósíalistum, þó að þeir hafi ekki annað til saka unnið, en að láta skoðanir sínar í ljósi. Vér ætlum nú að berjast fyrir lýðveldisstjórn. Stjórnin ]>orir ekki að skjóta þvi til þjóðarinnar, hvað hún ætli um strið- ið. Vér viljum ekkert stríð hafa. En vér viljum stjórnarbgltingu. Bretar halda undan frá Bagdad. Seinast gátum vér þess, að Bretar hefðu tekið Ctesiphón, skamt frá Bagdad, og væru komnir eitthvað 10 til 15 mílur frá Bagdad. En þá söfn- uðu Tyrkir svo miklu liði, að 4 eða 5 Tyrkir urðu um einn Breta-liða, og voru þeir vel vopnum búnir. Rret- ar urðu ]>vi að halda undan í bráð, ofan með Tigris-fljótinu, til Kut-el- Amara, 105 mílur frá Bagdad. Þar námu þeir staðar til að bíða eftir meira liði. Tefur ]ietta mikið fyrir því, að ]>eir nái Bagdad, og þurfa þeir að skipa þar á rnikið meira liði en þeir hafa haft áður. Þarútir liðs- mannanna eru ]>ar engu minni en annarsstaðar, ef ekki meiri og veld- ur þvi liitinn. Alt ætlar þar alt að stikna og soðna, og vatnið oft svo salt, einkum á eyðimörkunum, að menn geta ekki drukkið það, verða veikir af þvi, ef þeir gjöra það. — Allur málmur verður svo lieitur, að I. d. gleraugna-spangir brenna hör- undið. En í Egyptalandi er alt kyrt, og telja allir, að svo góðar varnir séu við Suez-skurðinn, að engin von sé að Tyrkir komist þar áfram, þó að þeir reyni. Canada á kortum Vilhjálms Á nýjurii stjórnarkortum Þjóð- verja er Canada markað með sama lit og aðrar cignir Þjóðverja í heim- inum. Þetta er likt og Afríku-kort- ið, sem fanst á’mörgum Þjóðverjuni í uppreistinni, sem Þjóðverjar gjörðu móti Búum, og sem Botha bældi niður fyrir nokkru. Þar var (ill Suður-Afríka mörkuð með einum lit og stóð á: “Greater Germany”. Enda hafa menn vitað það, að enga nýlendu Breta myndu Þjóðverjar fremur kjósa en Canada. Hiin kæmi þeim vel, og þeir væru ekki lengi að gjöra hana al-þýzka, ef að ]>eir fengju vald yfir henni. Rúmenar banna Austurríki feríS um Dóná. Austurríkismenn og Þjóðverjar hafa notað Dónár-fljótið til þess að flytja hermenn, vopn og vistir handa Búlgörum alla leið frá Orsova og niður til Rustchuk. Liggur Búlgaria að sunnanverðu en Rúmenía að norðan. En þegar kemur nokkuð nið ur lyrir Rustchuk kastalann, ]>á eiga Rúmenar land báðu megin við fljót- ið. En i króknum, þegar Dóná beyg- ir seinast austúr i Svartahaf, er borgin Reni í Bessarabiu norðan við fljótið og eiga Rússar landið og borg ina. Þar voru Rússar fyrir nokkru húnir að safna 80,000 hermanna og nokkruiu skipastól og var einlægt að aukast. I n nú voru Þýzkir komnir til Ru.stchuk og höfðu þar afla mikinn og latbáta stóra með fallbyssuin. Þeim var illa við Rússa þarna í ná- grenninu, og voru að búa sig til að sen la “monitora” niður fljótið tii ]x ss að eyða öllum skipum Rússa í Rei i og borginni lika. En þegar Rúínenar fréttu það, |>á fvrirbáðu þei • Þýzkuin að fara um fljótið, og tók i undir sig alla báta og öll för, seni voru á þessari leið. Virðist ]>etta benda til ]>ess, að þeir séu nú heldur með Rússum. Enda liggur ]>a? orð á, að þcir inuni fara með 1 ússum, hvenær sem þeir treysta sér eða sjá að þeir og Bandamenn hali nógan afla þar á skaganum. Bretar í Marmarahafinu. Bretar eru farnir að verða Tyrkj- uin óþarfir gestir i Marmarahafinu, er því að sjá, seiu þeir fari hindr- unarlitið um Hellusundið. Núna um helgina söktu neðansjávarbátarnir hrezku þar tyrknesku herskipi (tor- pedo boat destroyer), gufuskipi öðcu með vopnum og vistuin og 4 seglskipum, dagana 3. og 4. des. Hermálaráð Bandamanna Það liélt fund í Parísarborg þann 6. desember. Þing þetta eða ráð er tii þess stofnað, að koma á meira samræini og samvinnu á milli herflokkanna, sem Bandamenn hafa i striðinu. Á fundi þessum mættu fulltrúar frá Frakklandi, Bretlandi, Rússlandi, ítaliu, Belgíu og Serbiu. Herforingi Joffre var forsetinn. Náttúrlega veit enginn utanað- komandi, hvað þar fram fer, fyrri en atburðirnir leiða það í ljós. Sakaður um morí. Frá New York berast þær fregnir þann 6. des., að þeir Robert Fay og (> aðrir hafi verið sakaðir uni sam- særi til að fremja morð og sökkva skipum og fleira. Alt eru það þýzkir Bandaríkjamenn í New York. Þeir eru sem mývargar um alt landið ]>essir snáðar; en Jónathan gamli er nú farinn að fara á eftir þeim. Ahlaup í janúar. Dylgjur iniklar eru um það, að Vilhjálmur ætli að gjöra liarða hrið á Frakka og Breta á Frakklandi og i Flandern í janúarmánuði, hvað sem hæft er i því. En vera má, að það sé til að sefa hugi þýzku þjóðar- innar og hressa upp þýzku hermcnn- ina. Þjóðin er orðin óró og verða upphlaup um alt Þýzkaland. svona hér og hvar, út af sulti. En liermenn- irnir eru orðnir leiðir að bíða eftir sigrinum á vcsturkantinum og líður illa i skotgröfunum. Eru þeir orðn- ir hræddir um, að þeir geti aldrei sigrað Frakka og Breta þarna. Áritanir til hermanna. No. 106320, Mr. IV. Johnson, lst C. M. R„ lst C. M. R. Brigade. France. II. R. Richards, 3rd Troop, A. Sqd., 2nd Canadian Division, France. Pte. Christian G. Sigurdsson, No. 13799, 5th Battalion, Risborough Barraeks, Shorncliffe, England. Pte. Allan Sigurdson, 44th Battalion, D. Co„ Shorncliffe, England. C.liris. Mitford, 37th Fort Garry Horse, Merrie Quarters, Shorn- cliffe, England. Corp. Alex Jonsson (7078), Cana- dian Div. , Sig. Co„ Training Depot C. E. F„ Shorncliffe, Eng. Tyrkinn Dœmdur Islenzki Conservative Klúbbur- inn hefir annan spilafund sinn á FimtudagskvöldiÓ í þessari viku, 9. þ.m. í Good Templara Húsinu. Fallegum Tyrkja hefir verið slátrað. Hver vinnur? Komið í tíma, drengir góðir og komið all- ir og ‘látum sjá hver skjöldinn ber’. Sambandsþingið. Blöðin eru að segja, að um eða fyrir miðjan janúar komi sambands- þingið saman, — þann 12. ætla margir, og verði ]>á útkljáð, hvort almennar sambandskosningar skuii fara fram fyrri en striðið er búið og friður kominn á. Friðar-leiðangurinn. Henry Ford eg, nú kominn á stað með friðarpostula sina á skipinu Oscar II., og heldur til Christiania í Noregi. Með honuni cru 83 friðar- postular úr Bandaríkjunum, 54 tíð- indamenn stórblaða og timarita og 3 hreyfimyndamenn. Ekki var það Mr. Ford, sem fyrst- ur kom upp með þetta, heldur frú ein frá Austurríki, Maddame Rosika Schwimmer, ung kona og frið, og er hún með honum í förinni. Ekki vildu þeir Taft og Roosevelt vera með honuin og jafnvel Bryan komst ekki til þess. Misjafnt er látið yfir ferð þessari i Evrópu og fremur lítill gaumur gefinn. Teljn margir þetta bragð af Henry Ford til að auglýsa autóin sin; en eins og margir vita, hefir hann á fáni áruin orðið UiiUíónaeig- andi á autó-smiði, og mokar stöðugt saman peningunum. Segja menn, að tvisýnt sé, hvernig honum reiði af, þegar hann kemur á vígvellina og ætlar að fara að kalla hermennina úr skotgröfunum. Og óvíst, hvort herstjórnir landanna leyfi honum að fara óhindruðum. En eftir lögum allni landa i Norður- álfunni, eru það landráð, að hvetja hermennina til að yfirgefa stöðu sina, eða kasta vopnum, eða sniia baki við óvinunum. En margir ætla, að sveit þcssi hin fríða koniist ekki svo langt. Áætlunin er, að Ford friðarskipið komi til Christiania i Noregi 14. des. Búast nú margir við, að Bretar verði að hafa auga á honum og fylgiliði hans og vernda hann, svo að hann fari sér ekki að voða. Er þetta talin glæfraför i Norðurálfu og meira gjörð af kappi en fyrirhyggju. Er mjög óvist, hvernig hermennirnir taka honum, ef hann kemst á vigvell- ina, og engin hætta á, að þeir bl.uipi úr gröfunum og sláist i fylgd hans. Millíón á klukkutíma. Fréttagrein frá Ottaum. Þann 5. dess. er þess getið í frétt- um þaðan, að Hon. R. II. Brand, full- trúi Hon. David Lloyd George, hafi sagt i samsæti kaupmanna hinn 4. des. að helmingur af ibúum Eng- lands væri nú önnum kafinn að búa til skotfæri og vopn handa þessum 3,000,00(1 hermanna Breta, sem nú nú eru á vigvöllunum, og kostaði það Bretland 91,00,000 á hverjum klukkutima. Kvað hann striðið mundi langt verða og enginn gæti seð fyrir, hvað Bretar og Bretaveldi yrði að leggja fram áður en yfir lyki. Sigurinn væri vis, ]>ó að fyrir- sjáanlcgt væri að hann yrði dýr. BrúÖkaup í Hvítahúsinu. Wilson forseti Bandarikjanna ætl- ar að giftast Mrs. Norman Galt á laugnrdaginn 18. des. Hann er ekkju- maður og hún er ung ekkja. Er sagt að ekki sé ætlast til að fleiri verði við veizluna, en nánustu skyldmenni ]>cirra: Móðir brúðarinnar, bræður hennar og systur, og svo bróðir og systir forsetans og dætur hans. Búist er við, að nýju hjónin bregði sér til Suðurríkjanna til að njóta þar fyrstu daga hjónabandsins, sem við hunang eru kendir i landi ]>essu, en hveiti i sumum Norður- löndum. Hveitiverðið hækkað. Hveitið, sem stjórnin fastsetti i kornhlöðunum í Port Arthur og Fort William, þessar 15 til 16 mill. bush- ela, borgar hún með þessu verði: No. 1 Northern $1.04% ; No. 2 North- ern $1.03% og No. 3 Northern $0.98%. Siðan hefir hveitið stígið upp; desember-hveiti fór á laugardaginn upp í $1.07% í Winnipeg. En desember-hveiti i Minneapolis fór upp i $1.08%; en féll svo áður markaðinum var lokað ofan í $1.08%. Desember-hveiti í Chicago komst upp í $1.16%; en lækkaði svo áður markaðinum var lokað ofan í $1.11%. Ef nokkrir hafa tapað á þessuin stórkaupum stjórnarinnar, þá hafa það verið hveiti-hákarlarnir, sem töpuðu tækifærinu til að stinga í vasa sinn nokkrum hundruðuin þús- unda dollara eða kanske millíónum. Þess má og geta, að þar sem svo stóð á, að hveiti það, sem stjórnin keypti, var ætlað til mölunar, þá lánaði stjórnin hveitið móti hveiti aftur. En svo er nú hveiti-viðkoman mikil þar eystra, að ekki sér högg á vatni. — Margar millíónir bushela streyma inn á degi hverjum, og er þó kepst við, að hlaða hveitiskipin slóru bæði nótt og dag, og þegar eitt er að fara af stað, þá keniur annað eða tvö i staðinn til að taka hveitið úr kornhlöðunum. Wilson sendir heim sveina Vilhjálms Nú er Jónatan gamla runnið svo í skap, að Wilson Bandaríkja forseti hefir rekið burtu úr Bandarikjunum eða sagt Vilhjáhní til tveggja vina hans i sendisveit Þjóðverja i Banda- rikjunum og eru það þeir kapteinn Boy-ed og kapteinn von Papen. f hinum miklu málum, sem nú hafa staðið yfir í Bandaríkjunum um lagabrot Þjóðverja, bárust sakirnar að þeim, að frá þeim hefðu komið inútur miklar, svo að hundruðuin þúsunda eða millíónum dollara nam — og alt gekk til þess að útbúa ræn- ingja-skip Vilhjálms til rána og manndrápa og að brjóta lög þau, er þeir bjuggu undir. En lögin eru ]>annig hjá öllum hinum mentuðu ]>jóðum, að ekki er hægt að hegna nokkrum þeim manni, sem er i, sendiherrasveit annars rikis, hvað sem hann gjörir. Eina ráðið er að gjöra þá landræka og það gjörði Wilson forseti. , Sannir að sök. Sakirnar og málin, sem staðið hafa nú yfir í New York móti yfir- mönnum Hamburg-American lín- unnar, fyrir það að hafa brotið lög Bandarikjanna með því að senda kol og vistir til reifara-skipa Þjóðverja. — eru nú á enda kljáð. Dóninefndin kvað þessa fjóra seka: Dr. Karl Bu- enz yfirmann linunnar (Managing Director) og fyrr.um konsúl Þjóð- verja; Georg Kotter, aðahnnsjónar- mann línunnar: Adolph Ilachmeis- ter, aðalverzlunar-agent linunnar, og Joseph Poppinghaus, fyrrverandi foringja i sjóliði Þjóðverja. Hinn 5. slapp með þvi. að hann er nú fangi i Canada. .Málin sönnuðust á ]>essa alla; en upptökin urðu rakin til sendiherr anna i sendisveit Þjóðverja. Hinum fyrnefndu var liægt að hegna, en þeim síðarnefndu ekki öðruvisi en að reka þá. Þegar þetta var skrifað, var dómarinn ekki búinn að á- kveða hegninguna. En það varðar bæði stórum sektum <>g fangelsi. En ]>essi brot þeirra cru að eins sem dropi í sjónum móti öllum þeim prakkaraskap, sem þýzkir menn og vinir Vilhjálms hafa haft i frammi i Bandaríkjunum, og valdið hafa afar miklu eiguatjóni, svo að skiftir mil- íónum dollara og liftjóni margara < klausra manan. Og það sem átak- anlegast er og sýnir þrjósku hinna þýzksinnuðu manna og borgara í Bandarikjunum, er það, að þetta heldur einlægt áfram. Einlægt eru verksmiðjurnar að brenna og púður- húsin að springa i loft upp og hót- unarbréfin dynja yfir hina merk- ustu menn og borgaar Bandarikja- I anna. Vér sjáum varla svo Banda- rikjablað, að ekki séu greinar um eitt eða annað af þessu. — Og það er ofur þýðingarlitið, að saka Hkr. una það, þó að hún flytji fregnir úr meikustu blöðum Bandaríkjanna,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.